Tíminn - 03.06.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1938, Blaðsíða 3
T f MINN 89 Heimsókn Reumerts-hjónanna Eftis* Jónas Jónsson Á sunnudag var fyrsta sýning á síöara leikritinu, sem Reu- mertshjónin sýna hér með Leik- félaginu. Fyrra leikritið er dap- urlegt, skylt sumum verkum Ibsens og Jóhanns Sigurjóns- sonar í hinni hlífðarlausu nor- rænu alvöru. Síðara leikritið er franskt. Höfundurinn gerði það á einni viku og hefir grætt á því 6 eða 7 milljónir króna. Svo mikil hefir sigurför þess verið út um allan heim. Þessi tvö leikrit eru vel fallin til að sýna listamennsku Reu- mertshjónanna. Hinn mikli danski sorgarleilc- ur er talinn með allra erfiðustu hlutverkum, sem nú eru sýnd á Norðurlöndum. Hinn franski leikur um líf rússneskra útlaga í París eftir byltinguna er með gleðiblæ á yfirborðinu og miklum léttleik í byggingunni. En undir niðri býr djúp alvara. En vonum og sárum tilfinn- ingum er þar lýst á þann hátt, að léttleiki hins suðræna forms hefir að öllum jafnaði yfir- höndina. Það var virðulegt en erfitt verk fyrir Leikfélag Reykjavík- ur, að taka á móti þessum góðu gestum. Þau starfa erlendis undir beztu skilyrðum, sem leiklist á við að búa. Þau starfa við stór og fullkomin leikhús með ágætum leikendum. Þau stunda eingöngu leiklist og hafa hina æfðustu leikendur að keppinautum. Einu sinni á ári bregður Poul Reumert sér til Parísar og leikur þar á frönsku frönsk leikrit með úrvals leik- endum Frakklands. Hann mun vera eini erlendi leiksnillingur- inn, sem slíkan aðgang á að því leiksviði í Evrópu, sem á lengsta og glæsilegasta sögu að baki sér. Leikfélagið hefir að minni hyggju leyst þennan vanda vel af hendi. Flestir af þekktustu leikurum bæjarins nema Arn- dís Björnsdóttir og Soffía Guð- laugsdóttir hafa haft verkefni í þessum sýningum. Það var vöntun, að þessar tvær ágætu leikkonur skyldu ekki vera með að þessu sinni, en að líkindum hafa hlutverk þau, sem skiptu máli, ekki verið nógu mörg. Þeir þrír menn, sem hér standa að jafnaði fyrir leiksýningum, Haraldur Björnsson, Indriði Waage og RagnaT Kvaran, höfðu hver um sig hlutverk, sem þeir leystu mjög vel af hendi. Auk þess höfðu þeir Har- aldur og Ragnar búið leiksýn- ingarnar undir að verulegu leyti þegar Reumertshjónin komu, og eiga þeir báðir miklar þakkir skilið fyrir vel unnið starf. Erfiðleikarnir fyrir Leikfélag- ið voru að sjálfsögðu að miklu fólgnir í samanburði við hina mikilhæfu gesti. En Reykvík- ingarnir tóku skynsamlega á því máli. Þeir reyndu ekki neinn kappleik við ofureflið, en unnu vel hver að sínu hlutverki, hugs- uðu fyrst og fremst um það að þessi leiksýning yrði óvenjuleg og eftirtektarverður atburður í lífi Reykvíkinga. Og þetta hefir tekizt. Leik- sýningarnar hafa verið alveg ó- venjulegur atburður. Þær hafa sannfært höfuðstaðarbúa ís- lands um, að leiklistin er ein af voldugustu greinum andlegrar menningar. Og það var einmitt þetta, sem þurfti að gerast. Reumertshjónin koma hingað fyrst og fremst til að hrinda á- fram þjóðleikhúsmálinu vegna íslendinga. Þau gefa allt sem þau ráða yfir af tekjum af leik- sýningum, til leikhússjóðsins. í því er fólgin sterk bending til þeirra manna, sem í sjö ár hafa staðið yfir hlut þessa fyrirtæk- is og afsakað sig með því, að öll sjónleikjamennt í heimin- um væri steindauð. Talmyndir væru komnar í þeirra stað. En nú verður þessu ekki leng- ur haldið fram. Reumertshjón- in hafa með leik sínum heillað hugi manna í Reykjavík meir en nokkurn gat grunaö. Fésýslu- maður, sem vinnur harða og erfiða vinnu í sínu starfi lang- an vinnudag, sagði, þegar hann kom heim í fyrrakvöld: Ég sat í leikhúsinu í fjóra tíma. Mér fannst það ekki nema fáar mín- útur. Ég hefði fúslega horft á slíkan leik fram á næsta morg- un. — Þannig er dómur þeirra, sem dómbærir eru um málið. Þeir horfa og hlusta hugfangnir á hversu þessir tveir miklu leik- arar sýna hinar fjölbreytileg- ustu hliðar mannlifsins, þann- ig, að hver hreyfing, hvert orð, hvert augnatillit, hver svip- brigði eru djúpvæg skýring á hræringum mannssálarinnar. Það er eðlilegt og réttlátt metnaðarmál íslendinga, að minnast alveg sérstaklega frú Önnu Borg, og fagna því, að hún sem fór unglingur héðan úr bylgjugangs í framkvæmd fé- lagsmálanna. III. Það er nú aö mörgu leyti heppilegur tími til að gera yf- irlit um samstarf og sam- starfserfiðleika núverandi þing- flokka. í lýðræðislandi er það eðlileg krafa kjósenda, að þeir fái um þau efni nokkuð ijósar skýringar, ekki sízt á erfiðum tímum, eins og þeim, sem nú standa yfir. Auk þess er ástand Alþýðuflokksins alveg sérstakt áhyggjuefni öllum sem hafa á- huga á friðsamlegri félags- málaþróun. Flokkurinn hefir nú misst höfuðleiðtoga sinn, Jón Baldvinsson, sem í 20 ár hefir gert sitt ítrasta til að gera íslenzka verkamenn að frjáls- lyndum og friðsömum umbóta- flokki á þjóðlegum grundvelli. Þar næst hefir flokkurinn misst sinn næst áhrifamesta mann, Héðinn Valdimarsson, í það, sem er hættulegra en sjálf gröfin, en það er opið samstarf við byltingarflokk, sem hlítir erlendum fyrirmælum um ís- lenzk stjórnmál, og vinunr leynt og ljóst að því að eyði- leggja Alþýðuflokkinn, og síð- ar aðra þá íslenzka þingflokka, sem starfa á lýðræðisgrund- velli. Alþýðuflokkurinn er nú i hinum mestu þrengingum, svo sem vænta má, þar sem hann hefir í einu misst sinn vitrasta og áhrifamesta mann og er þar að auki sóttur með eldi og járni og hinum mesta fárskap af þeim manni, sem að réttu lagi átti að vera flokknum vörn og hlíf. IV. Mistökin á samstarfi núver- andi stjórnarflokka hefir í bæði skiptin stafað af bernskubrek- um Alþýðuflokksins og alveg sérstaklega eintrjáningslegum lífsskoðunum hjá sumum for- ustumönnunum. Verkamanna- og sjómannastéttin í Alþýðu- flokknum á hér enga sök. Þess- ar tvær stéttir eru vaxnar upp í skauti byggðanna og bæði verkamenn og sjómenn myndu hafa verið fúsir til að vinna stöðugt að rólegu, frjóu og margbreyttu umbótastarfi, ef þeim hefði verið fengin heppi- leikhúslausum bæ, til annars lands, í því skyni að stunda leik- list á framandi máli, hefir unnið mikinn sigur og stendur nú jafnfætis manni sínum í þessum merkilegu leiksýningum. Glæsileiki karls og konu er hér hlið við hlið á því stigi, sem samtíðarmenningin hefir bezt að bjóða. íslendingar fagna því, að frú Anna Borg kemur nú heim fullþroskuð listakona, kem- ur til að halda áfram æfistarfi sinnar merkilegu móður í þágu íslenzkrar leiklistar og bendir löndum sínum á að enn er unnt fyrir íslendinga að fara í víking í andlegum skilningi, í fótspor þeirra íslenzku listamanna, sem fyrir þúsund árum báru merki frónskrar listar um öll Norður- lönd. Engin rós er án þyrna og í sjálfum Eden var höggormur- inn til skaða og leiðinda. Svo hefir og farið í þetta sinn. Einn samlandi frú Önnu Borg hefir sent henni kaldar kveðjur. í mínum augum hefði heimför hennar ekki verið jafnglæsileg sem raun ber vitni um, ef allir hefðu ekki sýnt merki um gáfur, menntun og drengskap. En þessi eina undantekning er líka alveg sérstök meðal íslend- inga. Enginn nema hann hefir skrökvað því upp á sjálfan sig, að hann væri doktor frá tilteknum háskóla í Þýzkalandi. Enginn nema hann hefir í mörg ár til- greint þennan illa fengna titil í annaðhvert sinn þegar hann lét nefna sig í blöðum, unz hann var orðinn að svo almennu at- hlægi í landinu, að hann sá sér ekki lengur fært að fleyta sér á þessum undarlegu fjöðrum. Þessi maður hefir tekið sig út úr fylkingu hinna glöðu og þakklátu íslendinga og haldið sig þess umkominn í sínu ömur- lega, andlega umkomuleysi, að draga úr hinni miklu og al- mennu viðurkenningu, sem frú Anna Borg hlýtur fyrir leiklist sína, bæði hér og erlendis. Reumertshjónin hafa gert hingað góða för. Þau sækja að jafnaði heim stærri og ríkari borgir en Reykjavik. En þau hafa áreiðanlega hvergi komið, þar sem fylgt hefir verið list þeirra með meiri fögnuði og að- dáun af íbúum heillar höfuð- borgar, öllum nema þeim fáu, sem móðir náttúra hefir ætlað að búa annarstaðar en í löndum hvítra manna. Reumertshjónin og Leikfélag Reykjavíkur hafa með gestaleik þessum hafið sókn í Þjóðleik- húsmálinu, sem er eitt af mestu menningarmálum þjóðarinnar. leg forusta. En svo var ekki nema að nokkru leyti. Þegar ég skrifaði fyrra bind- ið af bók minni „Komandi ár“ fyrir 15 árum, sýndi ég fram á, að hér hlytu og ættu að koma þrír stjórnmálaflokkar: Sam- vinnumenn, samkeppnismenn og sameignarmenn. Ég gerði ráð fyrir því, sem líka hefir reynzt, að enginn einn af þess- um flokkum myndi ná fullum meirahluta. Hin pólitíska þróun myndi verða byggð á stöðugu samstarfi þessara flokka, sem smámsaman hafa fengið sín var anlegu heiti. Samvinnumenn nefna sig Framsóknarmenn. Samkeppnismenn kalla sig Sjálfstæðismenn og sameignar- mennirnir íslenzku eru Alþýðu- flokkurinn. Þessir þrír flokkar hafa þróast eftir þeim línum, sem jafnan myndast í frjálsu lýðræðislandi með sæmilega margbreyttu atvinnuskipulagi og viðunandi almennri mennt- un. Ári eftir að ég skrifaði þessa bók, réðist einn af frambjóð- endum Alþýðuflokksins að mér í nafnlausri níðgrein í blaði flokksins. Sagði hann mig vera Á næsta Alþingi mun tekinn upp sá þráður, sem niður féll 1932, þegar leikhússjóðurinn var skyndilega sviptur öllum tekjum sínum. Og þeirri sókn verður ekki hætt, fyrr en þjóðin á leik- hús, sem er samboðið því landi, sem hefir fóstrað Jens Waage og þær mæðgurnar, Stefaníu Guðmundsdóttur og Önnu Borg. J. J. Björn Jósisson bóndi, Núpsdalstungu. Björn Jónsson bóndi í Núps- dalstungu í Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu andaðist að heimili sínu 12. maí s. 1. Hann var fæddur á Reykjum í sömu sveit 21. nóv. 1866, og var því á 72. aldursári er hann lézt. For- eldrar hans voru hjónin Jón Teitsson og Elinborg Guð- mundsdóttir. Elínborg var dótt- ir Guðmundar, bónda og smiðs Guðmundssonar, og konu hans, Guðrúnar Sigfúsdóttur Berg- mann, er lengi bjuggu á Síðu í Víðidal. Börn þeirra hjónanna á Síðu voru mörg og náðu flest háum aldri. Eitt þeirra var Björn á Marðarnúpi, faðir Guð- mundar landlæknis. Björn Jónsson giptist 22 ára gamall, árið 1889, eftirlifandi konu sinnl, Ásgerði Bjarnadótt- ur. Hófu þau búskap í Núps- dalstungu það ár, og hafa bú- ið þar alla tíð síðan, eða 49 ár. Þau eignuðust átta börn, sem öll náðu fullorðins aldri, og eru sjö þeirra á lífi, en einn sonur þeirra hjóna, Jón klæðskeri í Reykjavík, andaðist skömmu eftir' 1920. Þau, sem eftir lifa, eru Bjarni, bóndi á Uppsölum, Ólafur, bóndi í Núpsdalstungu, Guðmundur, kennari á Akra- nesi, Björn, doktor í hagfræði, í Reykjavík, Guðfinna, hús- freyja á Torfastöðum í Mið- firði, Elínborg Jóhanna og Guðný. dulbúinn socialista, sem færi í sviksamlegum erindum að lokka hina betri bændur til sameign- arstefnunnar. Um Magnús heitinn Guðmundsson sagði sami maður, að han væri líka í sviksamlegum áróðri, en hann fengi í sinn hlut úrkastið af bændastéttinni. Ég notaði til- efnið til að gera enn Ijósari grein fyrir skoðunum mínum um samstarf flokkanna í sam- bandi við þessa tilefnislausu á- rás Alþýðublaðsins á mig per- sónulega, og í grein, sem ég rit- aði um þetta efni í Tímann haustið 1923. Hélt ég þar fram þeirri skoðun, að Framsóknar- menn myndu fúsir að vinna með Alþýðuflokknum að frið- samlegum umbótum á kjörum fólksins, en jafnskjótt og verka- menn færðu sig yfir á bylting- argrundvöllinn, myndi ég standa á móti slíku brölti við hlið Morgunblaðsmanna. Á þennan hátt var af minni hálfu lagður fræðilegur grundvöllur um flokkana og samstarf þeirra. Flokkarnir voru þrír, byggðir að verulegu leyti á stéttaskipt- ingu og atvinnuháttum. Fram- Björn í Núpsdalstungu var góður bóndi og framkvæmda- maður um jarðrækt og aðrar umbætur á jörð sinni. Munu par lengi sjást merki starfa hans. Hann tók einnig mikinn pátt í málefnum sveitar sinnar og héraðs; var lengi i sveitar- stjórn og oddviti um langt skeið. Leysti hann þau störf öll ágætlega, sem annað er hann tók sér fyrir hendur. Björn heitinn var ákveðinn og einlægur samvinnumaður og einn af stofnendum Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga fyrir um það bil 30 árum. Tók hann mikinn þátt í byggingu þess fé- lagsskapar á fyrstu árunum og var alla tíð ágætur stuðnings- maður félagsins. Það sem sérstaklega ein- kenndi Björn var hið glaða við- mót hans og góðvild, enda naut hann almennra vinsælda og virðingar í sveit sinni og hér- aði. Hafa margir sveitungar hans sótt til hans holl ráð og margháttaðan stuðning, því að hann vildi hvers manns vanda leysa eftir því sem tök voru á. í dag fylgja Miðfirðingar Birni í Núpsdalstungu til graf- ar. Þó að hann hafi lokið miklu og góðu dagsverki, hefðu þeir allir kosið að njóta lengur ná- vistar þess góða og glaða bónda, sem ávalt lagði gott til mála og var ötull þátttakandi í flestu því er til heilla horfði þar í sveit um síðastliðna hálfa öld. 27. maí 1938. Sk. G. Utan úr heimi (Frh. af 1. síðu.) unum. Völdin hafa ekki stigið honum til höfuðs og hann lifir mjög látlausu lífi, eins og ó- breyttur skrifstofuþjónn í lítilli íbúð í Berlín. Ég tel, fyrir mitt leyti, að hann sé gestrisnari og vingjarnlegri en nokkur annar af leiðtogum nazista. Hann var og afar hjálp- fús og daglegir viðburðir virtust ekki hafa minnstu þýðingu fyrir hann. Það var langt frá því að hann vildi láta skoða sig sem dýrðling, en það virðist mjög al- gengt meðal helztu manna í na- zistaflokknum. Himmler þykir gaman að syngja með brún- stökkum sínum, og hann kann afar vel við sig við langelda í tjaldbúðunum, en við hátíðleg tækifæri virðist hann ekki vita hvað hann eigi af sér að gera. Þegar maður heyrir sagt „ein- valdur yfir öllu lögregluliði Þýzkalands", dettur manni ó- sjálfrátt í hug maður með allt sóknarflokkurinn var miðflokk- ur. Hann gat starfað til vinstri að því að hrinda áfram fram- förum, en jafnskjótt og þjóð- skipulagið og hin þjóðlegu verð- mæti voru í hættu, var það að minni skoðun sjálfsögð skylda Framsóknarmanna að starfa að vernd þjóðfélagsins og hinna þjóðlegu verðmæta með íhalds- mönnum, þrátt fyrir undan- gengnar hörku deilur við þá um mörg umbótamál. Svo vel var þessi skoðun grundvölluð í eðli hlutanna, án míns tilverkn- aðar, að jafnskjótt og nokkur hluti verkamanna gerðist kom- múnistar, mættu þeir höfuð- mótstöðunni frá hálfu Fram- sóknarmanna. Og þegar Héð- inn Valdimarsson og Finnur Jónsson vildu, veturinn 1936— 1937, gera Alþingi að byltingar- stofnun, þá reis Framsóknar- flokkurinn einhuga móti fram- ferði þessara alþýðuleiðtoga og háði um þetta efni sigursælar kosningar. Eftir þetta uppreist- arkennda átak, hefir verka- mannaflokkurinn verið í óstöð- ugu jafnvægi, m. a. staðið að stöðugum meira og minna til- öðrum svip og allt öðru útliti. Ég er sannfærður um að Himm- ler er langsamlega heilbrigðast- ur af nazistaleiðtogum þeim, er ég heimsótti. Á bak við tjöldin telja margir að hann muni verða eftirmaður Hitlers, og ég er eiginlega einn- ig þeirrar skoðunar. Hin marg- reynda skipulagsgáfa hans bend- ir einnig á þetta og vald hans yf- ir lögreglunni, 250 þúsundum af S.S.-mönnum og „flokkssellun- um“, sem hann hefir skipulagt með mikilli nákvæmni um gjör- vallt Þýzkaland. Hess skortir festu, Goebbels er of óvinsæll og Göring, — sem annars er hættulegasti keppi- nauturinn — er of einfaldur og myndi auðveldlega ganga í þær gildrur, er jafn hyggnum manni og Himmler gæti hugkvæmzt að leggja fyrir hann. Göring og Himmler hafa þegar leitt saman hesta sína nokkrum sinnum, en Göring hefir aldrei tekizt að sigra, enn sem komið er. Margt virðist og benda til þess, að einvígið milli þessara tveggja manna muni háð á all- breiðum vígvelli. Gæti Himmler, — búfræðing- urinn, stjórnandi einnar mill- jónar manna — orðið nýr leið- togi? Liðin ár og liðnir atburðir virðast benda til þess, og víst er um það, að hann hikar ekki við að beita sterkum meðulum. Menn eins og Himmler virðast á vissan hátt réttlæta hina afar hröðu upphefð, sem er svo al- geng hjá nazistum. Völdin hafa ekki eyðilagt hann. í mínum augum hefir hann til að bera lítillæti hinnar sönnu mikil- mennsku og skarpar gáfur hans skynja afar fljótt hvar er að finna þungamiðju hinna ýmsu viðfangsefna. Fljóthuga áhorfandi gæti I- myndað sér að hann væri aðeins maður, sem hefði lag á að hag- nýta sér tækifærin. Það var hann sem gerði út af við sitt eigið fylki, Bayern, hann var kaþólski maðurinn, sem var dæmur guð- níðingur fyrir að vera leiðtogi brúnstakkanna, hann var sá skjólstæðingur Gregors Strasser, sem ekki skoðaði hug sinn um að svíkja hann — í stuttu máli: Hann er maður, sem samvizku- laust myndi nota sér hvert ein- asta heimuglegt atriði, sem honum kynni að verða trúað fyrir Ég vil segja, að hann sé maður, sem hefir gert mikið af engu. Þó ég lofi ekki starfsaðferðir hans, þá sé ég hjá honum for- ustuhæfileika, sem ef til vill gætu gerbreytt framtíð Evrópu, ef hann gæti vanið sig af því að hugsa eingöngu um þau við- fangsefni, sem snerta Þýzkaland eitt. Þegar málin fara að snerta umheiminn, verður hann áber- andi nærsýnn. efnislausum og skaðlegum kaupkröfum og vinnudeilum, sem stefna beint að því að leggja atvinnulífið í rústir. Niðurstaðan hefir því líka orð- ið sú, að á þingunum í vetur sem leið hafa þau mál, sem verulega þýðingu hafa fyrir framleiðsluna, svo sem skipulag á síldariðjunni og lausn á hættulegustu vinnudeilunum, náð fram að ganga vegna sam- starfs Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Alþýðuflokk- urinn hefir einangrast þar, af því að hann stóð á grundvelli, sem ekki var samrýmanlegur við núverandi þjóðskipulag. Framh. J. J. Kolaverzlun SIGURÐAR ÖLAF8SONAR j Símn.: Kol Raykjavík Simi 1998 l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.