Tíminn - 23.06.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. 26. blað Rvík fimmtud. 23. júní 1938. Stofnfundar Samb ———mm—«—a—bbp—■mmuKsaaa kmwmemmímmi wuuiiti ra Framsó Fregnír aí iundarstörfum Aðdragandl. Haustið 1936 samþykkti P. U. F. í Reykjavik að gangast fyrir stofnun landssambands ungra Framsóknarmanna. Félagið kaus síðan nefnd til þess að annast undirbúning væntanlegrar sam- bandsstofnunar, og var ákveðið að sambandiö skyldi stofnað sumarið 1937. En þegar hljóð- bært varð, að fram skyldu fara -alþingiskosningar það sumar, var ákveðið aö fresta stofnun sambandsins, því að undirbún- > ingur kosninganna fékk Fram- sóknarmönnum um land allt ungum sem eldri, ærið að starfa. Síðari hluta sl. vetrar var haf- inn á ný undirbúningur þessa máls. F. U. F. í Reykjavík kaus níu manna nefnd, sem annaðist allan undirbúning hins nýaf- staðan stofnfundar S. U. F. Starf þessarar nefndar var umfangs- mikið, enda þótt nefndarmenn gætu ekki fórnað því öðrum tíma en tómstundum sínum. Nefndin stóð í bréfasambandi við menn í öllum sveitum, kaup- túnum og kaupstöðum landsins, lét búa út kjörgögn og sendi trúnaðarmönnum sínum, skipu- lagði ferðir fulltrúanna, sendi út ávarp til ungra Framsóknar- manna, sá um að væntanlegrar sambandsstofnunar væri getið í blöðum flokksins, annaðist fjársöfnun til þess að standa straum af ýmiskonar kostnaði við þingið, útvegaði fulltrúum • < utan af landi ókeypis dvöl í Rvík ræddi skipulag væntanlegs sam- bands, samdi dagskrá stofnfund- arins o. s. frv. í undirbúningsnefndinni áttu þessir menn sæti: Egill Bjarnason, Guðmundur V. Hjálmarsson, Gunnlaugur Ólafsson, Indriði Indriðason, Jón Helgason, Sigríður Hallgrímsdóttir, Valdemar Jóhannsson, Vilhjálmur Heiðdal, Þórður Björnsson. Að Laugarvatni. Stofnfundur S. U. F. var háður að Laugarvatni dagana 11.-14. júní. Á fimmtudag og föstudag 10. ogll. júní, kom fjöldi fulltrúa til Reykjavíkur. Á föstudags- kvöld fór allmargt fulltrúa úr Reykjavík til Laugarvatns, en þorri fulltrúanna kom þó ekki þangað fyrr en á laugardags- morgun. Varð nú mannmargt á Laugarvatni, því að fulltrúar voru 104 talsins, en auk þess sat þingið allmargt gesta. Engin skotaskuld varð þó úr því aö koma öllu þessu fólki fyrir. Að koma öllú þessu fólki fyrir, enda létu húsráðendur á Laugarvatni einskis ófreistað til þess að öll- um mætti líða sem bezt. Báru allar viðtökur og aðbúnaður ljósan vott hins alkunna mynd- arskapar Bjarna skólastjóra. Þingstörf heijast. Laugardaginn 11. júní, kl. 2 e. h., setti Þórarinn Þórarinsson, formaður F. U. F. í Reykjavík, fundinn með stuttri ræðu. Að því loknu las hann upp ávarp til fundarins frá formanni Framsóknarflokksins, Jónasi Jónssyni. (Ávarpið birtist í sið- asta blaði Tímans.) Þá var kos- inn fundarstjóri og ritarar. — Fundarstjóri var síðan kosinn að morgni hvers dags og gilti kosning hans yfir daginn. Fyrsti fundarstjóri var kosinn Ragnar Guðjónsson, Siglufirði. Fastir fundarritarar voru kosnir Har- aldur Matthíasson, Fossi Árn. og ! Vilhj. Hjálmarsson, Brekku, S,- Múl. Aðstoðarfundarritarar voru kosnir Valgerður Tryggvadóttir, Rvík og Þórður Þorsteinsson, Grund, A.-Hún. Síðan var kosin kjörbréfanefnd. Þessir hlutu kosningu: Árni Bjarnarson, Egill Bjarna- son, Indriði Indriðason, Magnús Gíslason og Sæmundur Björns- son. Að loknum þessum kosningum flutti Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra langa og ítarlega ræðu um starf og stefnu Fram- sóknarflokksins. Sú ræða hefir áður birzt hér í blaðinu. Að lokinni ræðu fjármálaráð- herra, var gefið kaffihlé, en annar fundur hófst kl. 5. í upp- hafi þess fundar var sunginn söngur samvinnumanna, undir stjórn Þórðar Kristleifssonar, söngkennara á Laugarvatni. — Aö því loknu flutti Þórður Björnsson, stud. jur. erindi um sambandið milli íslendinga og Dana. Lýsti hann í stórum drátt- um hvernig háttað væri sam- bandinu og ræddi þær leiðir, er (Framliald á 3. síðu.) Æskan hyllír Jónas Jónsson : Hanu var kjöriiiu | fyrsti heiðursfé- : lagi S. IJ. F. Á seinasta fundi stofn- :• þings ungra Framsóknar- '<l manna, bar Baldvin Tr. 1 Stefánsson, Stakkahlíð, N.- | Múlasýslu, fram svohljóð- » andi tillögu: : „1. þing sambands ungra | Framsóknarmanna sam- :; þykkir að kjósa Jónas Jóns- « son, formann Framsóknar- flokksins, sem fyrsta heið- !:•: ursfélaga Sambands ungra » Framsóknarmanna, í við- ;j; urkenningarskyni f y r i r ý hans miklu og góðu störf í « þágu alþjóðar, og þá eink- li um æskunnar í landinu.“ |; Fundarmenn samþykktu i;i; þessa tillögu með lófataki « sem aldrei ætlaði að linna. ;í; Ennfremur samþykkti ij: fundurinn að fela stjórn » S. U. F. að vinna að því að i; liafizt yrði handa um út- •; gáfu safns af ritgerðum Jónasar Jónssonar. í immmmmmtmmmmmmmtmmm LÍFSHAMINGJAN ER FÓLGIN í BARÁTTU OG STARFI RÆÐA HERMANNSJÓNASSONAR FORSÆTISRÁÐHERRA Á FUNDINUM I. Háttvirta samkoma! Við erum hér saman komin til þess að ræða um það sem í daglegu tali eru kölluð stjórn- mál eða pólitík — orð og hug- tak, sem sumt fólk þykist ekki mega heyra nefnt. En þetta fólk hugleiðir það ekki, að vel flestar athafnir og flest gæöi, sem við njótum, eru ávöxtur stjórnmála eða ofin inn í þau að meira eða minna leyti. Þetta hús, sem við nú erum stödd í, er ávöxtur stjórnmálabaráttu. Vegirnir, sem við þutum eftir hingað, langan veg eða skamm- an, eru það einnig. Sama er að segja um símann, sem við nú notum til að reka erindi í fjar- lægum héröðum. Stjórnmálin eru leit okkar allra að því hvernig við getum skapað traust og heilbrigt þjóðfélag með hamiHgjusömum, ábyrgum og gæfusömum einstaklingum. Því er nú þannig varið, að einstakl- ingarnir geta ekki lifað einir fyrir sig. Þeir verða, til þess að lífið verði þeim þolanlegt, að lifa í félagi hver við annan. Og fyrir þessu samfélagi, sem við köllum þjóðfélag, erum við stöð- ugt að reyna að finna betri form og reglur. Við vitum um ýmis- legt, sem er nauðsynlegt til þess að þjóðfélagið sé traust og einstaklingarnir hamingjusam- ir. Við vitum meðal annars af reynslu sögunnar, að þjóðfélag- ið getur verið veikt, þótt það eigi mikið voldugra einstaklinga. Og við vitum það einnig, að þjóð- félagið getur því aðeins verið heilbrigt og traust, að einstakl- ingar þess séu ábyrgir og hæfir. Að þessu marki erum við að vinna, og til þess erum við sam- an komin hér á þetta flokksþing. Þegar við litum yfir það, sem gerst hefir á síðustu áratugum sjáum við fyrir okkur stórfelld- ar breytingar og umrót, sem orðið hefir í lífi einstaklinganna í þessu landi og breytingar á þjóðfélagsbyggingunni allri. Það hafa verið stigin stór og markverð spor. Það hefir mikið áunnizt, og hefir það oft verið rakið. Og nú erum við hér stödd — við horfum aftur og fram og aðgætum með yfirvegun og gaumgæfni hvað það er, sem á- unnizt hefir, hvað það er, sem hefir mistekizt og þarf að bæta eða breyta, og ennfremur hvað óunnið er og ógert af því, sem gera þarf. Þessi yfirsýn er nauð- synleg, ef við viljum gera okkur von um að geta ályktað rétt. Framfarir hafa vissulega aukið þægindi okkar og breytt lífinu í þessu landi og gert það bjart- ara og skemmtilegra á margan hátt. Það eru vissulega mikil aukin þægindi að því aö hafa t. d. þetta og mörg önnur veg- leg, hlý og raflýst húsakynni, skólahúsin víðsvegar um land- ið, brýrnar, símann og vegina, sem ég talaöi um áðan og margskonar önnur þægindi. Sama blasir við á sviði mann- réttindamálanna. Og þannig mætti yfirleitt lengi telja. Og flest af þessu, sem við teljum nú alveg nauðsynlegt, er geró- líkt því, sem forfeöur okkar og mæður bjuggu við og gerðu sig ánægða með. Slíkar framfarir á svo stuttum tíma, líkjast meira byltingu en þróun. Og hún hefir haft þáð í för með sér að mjög margir af einstaklingum þjóðfélagsins lifa orðið við mik- ið eftirlæti, menn og konur, sem fá mikið fyrir lítið, og sem vilja halda áfram að lifa þann- ig. Og þeim fjölgar stöðugt með auknum þægindum, sem þann- ig vilja lifa lífinu. Hér er að gerast hið sama og víða ann- arsstaðar með vaxandi nútima- menningu og sem er orðið mik- ið áhyggju- og viðfangsefni stjórnmálamanna og uppeldis- fræðinga, sem bókmenntir sein- ustu ára bera greinilegast vott um. Þjóðfélag, sem á mikið af slíkum þegnum, er veikt og er hætt við, að það geti ekki til lengdar staðizt. Þessir þegnar reyna að sneiða fram hjá erf- iðleikunum og leita gæfunnar i athafnaleysi. En vitanlega finna þeir hana ekki þar, þótt stund- um kunni að líta svo út á yfir- borðinu. Þessir einstaklingar leita gæfunnar ekki hið innra með sjálfum sér, þar sem hana er að finna, heldur í þægindum, nautnum og gleði, sem liggur utan við þá sjálfa. Þið sjáið margt af þessu fólki t. d. á skemmtiferðaskipunum, sem koma hingað til lands. Það ferð- ast oft land úr landi til þess að leita að afþreyingu. Þetta er vel klætt fólk og sum ykkar langar jafnvel til, þegar þið sjá- ið það, að geta lifað jafn á- hyggjulitlu lífi, en ef betúr er að gætt og djúpt er skoðað, eru þessar mannverur hinar óham- ingjusömustu, því sjálfar skemmtanirnar eru því jafnvel til leiðinda. Ég held að það sé ekki rétt að vera neitt að skera utan af því, heldur segja það eins og það, er, að fjölgun þegna af slíkri tegund, sem þessari hefir verið mikil í okkar þjóðfélagi á seinustu árum og af því stafar okkur mjög mikil hætta. Þess vegna hefi ég í tveimur ræðum, 1. des. síðastliðið ár og 1. jan. á þessu ári, leitt athygli að þessari hættu í þjóðlífinu, þótt ég verði nokkuð berorðari um hana nú. Hið dásamlega við lífið er það, að hagur og gæfa einstakling- i anna og þjóðfélagsins fara sam- J an. Þróttmikill og ábyrgur ein- ! staklingur, sem heyir lífsbar- áttuna með elju og karl- mennsku, er hollur þegn í sínu þjóðfélagi. Og hann er jafn- framt hollur sjálfum sér, því gæfuna er hvergi að finna nema í vinnu og baráttu. Sá, sem hefir allt til alls og þarf ekkert fyrir því að hafa, verður aldrei hamingjusamur. Lífshamingjan er í því fólgin, að erfiða og sigrast á erfiðleikunum og jafn- vel bíða annað slagið ósigur; því meiri og hreinni verður gleðin yfir sigrinum; sólskins- dagar erú okkar gleðistundir, vegna þess að við höfum ekki alltaf sólskin, og birta sumars- ins, vegna þess að við höfum dimman vetur. Þannig er lífs- hamingjan. Skúrir og skin verða að skiptast á — það er einnig fullvíst, að það nær eng- inn langt fram né öðlast karl- mennsku og þor nema sá, sem leggur rnikið á sig, mætir mikl- um erfiðleikum og jafnvel hætt- um og heyir harða barátty til að yfirstíga þær. Englendingar segja að sigurinn í heimsstyrj- öldinni hafi verið unninn á í- þróttavöllunum við skólann í Eaton, — skólanum, sem hefir fóstrað meira en helming af öllum utanríkismálaráð- herrum Englands. Tæpast mun það talið að þessi skóli út- skrifi lærðustu menn Englands, en í þeim skóla er jafnvel enn meir en annarsstaðar í Eng- landi lögð áherzla á að þroska skapgerð og karlmennsku nem- endanna á margvíslegan hátt og ekki sízt á íþróttavöllunum, þar sem menn læra að leggja að sér, láta á móti sér og yfir- vinna erfiðleikana, að ógleymdu því, að herbergi nemendanna í Eaton eru áreiðanlega kaldari en í nokkrum skóla hér á landi. — Móðurmálið okkar, sem safnað hefir reynslu kynslóð- anna, segir okkur þessi sann- indi í fáum og óbrotnum orð- um: „það verður enginn óbar- inn biskup“. Af þessum ástæðum er okkur það mikil nauðsyn að forða þjóðfélaginu frá þeirri glötun, að fleiri og fleiri þegnar leiti gæfunnar í athafnaleysi, á- byrgðarleysi og þægindum. Skemmtanir og þægindi eru vissulega nauðsyn og blessun, en aðeins sem endurgjald og hvíld fyrir erfiði og athafnir. Við verðum að miða uppeldi okkar við það, að sem flestir nemi þau lífssannindi, að það er, þegar allt er grandskoðað, engin sannari gleði til en vinnu- rmanna: HERMANN JÓNASSON gleðin: Að leggja frá sér vinnu að kveldi hæfilega þreyttur og horfa yfir vel unnið dagsverk, hvort sem vinnudagurinn hefir verið 10 stundir eða heil manns- æfi. Það er eitt af stærstu hlut- verkum okkar flokks að kenna mönnum þessi hfssannindi og að þeir staðfesti þau í lifi sínu og starfi. II. En ef þessi lífsskoöun er rétt, og það er hún, og ef hún er undirstaöan undir gæfu ein- staklingsins og framtíð þjóðfé- lagsins, höfum við þá gert nægilega mikið til þess að kenna mönnum að skilja hana og tileinka sér hana? Við get- um verið þess fullviss að „Æfinnar um sóknarsvið sérhvers bíður glíma, því er bezt aö venjast við vosbúðina í tíma“. En í uppeldismálum okkar hafa verið þeir ágallar, og við skulum kannast hreinlega við þaö, sem Stefán G. Stefánsson telur einna hættulegasta í menntakerfi þjóðanna, „að fátt er skeytt um hjarta og hönd“. Við höfum barnafræðslu, fræðslumál og fræðslumála- stjóra, en hér kemur móður- málið upp um okkur. Mennta kerfi okkar hefir verið og er fræðsla en ekki uppeldi. Við höfum ekki í skólamálum fylgt þeirri reglu, sem St. G. St. tel- ur að eigi að vera mælikvarði á menntun manna — að telja þann mann bezt menntaðan: „Flest og bezt, sem var og vann, er vönduðum manni sæmdi.“ Við höfum ekki litið svo á eins og hinn vísi Englendingur: „Að góð skapgerð sé gáfum æðri“. Það er í þessu sambandi tákn- andi, að íslendingar virðast víöast skara fram úr við''nám erlendis í lærdómi, en þegar kemur út í baráttu lífsins, not- ast lærdómurinn því miður ekki ætíð að sama skapi. Mikill lær- dómur er góður og oft nauðsyn- legur, en því aðeins gagnlegur, oftast nær, að bak við hann sé skapgerð, sem ber hann uppi og notfærir sér hann í baráttu og starfi. Ég lít svo á, að, gerbreyt- ingar á uppeldismálum okkar og skólamálum séu nauðsyn- legar og aðkallandi og að ekki megi vera á því nein bið, að Framsóknarflokkurinn taki þessi mál til úrlausnar. Ég álít

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.