Tíminn - 25.08.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.08.1938, Blaðsíða 3
TíMINN 139 Náttúrugæði og sjálfstæðí landsins Viðtal við pekktan Englending Fyrir nokkrum dögum kom hingað til Reykjavíkur lysti- snekkjan „The Warrior". Eig- andinn, Sir Hugo Cunliffe- Owen, er einhver ríkasti maður Englands. Hann er forstjóri hins stóra tóbakshrings The British American Tobacco Co. Ltd., auk fjölda annara fyrir- tækja. Meö eigandanum eru á skipinu kona hans og börn, á- samt nokkrum gestum. Tímilnn hefir átt viötal við Sir Hugo um borö í skemmti- skipi hans. — Hvað var þaö, sem einkum kom yður til að heimsækja ís- land á skemmtiskipi yöar? — Forvitni, — svarar Sir Hugo strax —. Ég hefi þrásinnis ferö- ast um heiminn og komið í flest önnur lönd veraldarinnar. T. d. var ég í 12 ár á stöðugu ferða- lagi í verzlunarerindum, meöan ég var að koma fyrirtæki mínu af stað og fór þrisvar sinnum umhverfis jörðina, en til íslands hefi ég aldrei komið áður. Því miður gat ég ekki komið fyr í suraar vegna ýmissa anna, en ef ég lifi, þá kem ég áreiðanlega aftur áður en langt um líður. Við erum öll saman mjög ánægð með ferðina og höfum skemmt okkur mjög vel. yfir reiðum huga. Slíkar raddir eru nauðsynlegar í okkar stríð- andi heimi, alstaðar og æfin- lega. Og á þær skyldi hlustað og þeim þakkað, sem tala frið- arorðum. Ég á margar fagrar minn- ingar um Yztafellshjónin, eins og þau frú Kristbjörg og Sig- uröur maður hennar voru jafn- an nefnd. Mér finnst, sem engin hjón hafi oftar verið nefnd saman en einmitt þau. Yzta- fellshjónin, var allt af sagt. Já, — en fallegasta minningin mín um þau er ef til vill frá ferð- inni er þau héldu aftur heim í Yztafell úr ráðherrabústaðn- um. Ég varð þeim samferða. Mér er í minni, hve tíguleg og fögur þau voru, þar sem þau stóðu saman á þilfari skipsins meðan það brunaði í blíðalogni bíður okkar allra, hvort sem við förum langt eða skammt. — — Hafið þér ferðazt mikið um landið? — Nei, því miður hefir okkur ekki unnizt tími til að fara víöa. Við komum til Þingvalla og reyndum að veiða þar silung í vatninu. Auk þess höfum við far- ið á fuglaveiðar. Um daginn sigldum við einnig hér út á mið og veiddum þorsk. Okkur hefir orðið mikil ánægja að þessu öllu saman og börnin eru himinlif- andi yfir ferðinni. — Ilvernig lízt yður á íslenzku þjóðina eftir þessa stuttu við- kynningu yðar við hana? — Mjög vel, segir hann. Hvar sem við höfum komið hefir okk- ur verið prýðilega vel tekið og virðist mér sem maður óvíða mæti annari eins kurteisi og gestrisni sem hér. — Hafið þér kynnt yður nokk- uð atvinnuvegi landsmanna? — Ég hefi ekki haft mikinn tíma til þess, svarar hann, en yfirleitt virðist mér, eftir því er ég fæ bezt séð, vera of mikil ein- hæfni í framleiðslunni. Ull, kjöt og fiskafurðir eru aðalútflutn- ingsvörurnar, en ég gæti ímynd- að mér, að landið ykkar sé auð- ugt að margskonar náttúrugæð- um, sem mætti færa sér betur í nyt til að auðga þjóðina og bæta Ég vil svo enda þessi fáu orð á síðasta erindinu í kvæði, er ég sendi frú Kristbjörgu við lát manns hennar, Sigurðar Jónssonar fyrrverandi ráð- herra: „Ég minnist: í fjölda mér fannst þar skjól og friður og blessun þess hreina, sem ykkur tvö vermdi tryggöanna sól, mín trú fann þar brauð fyrir steina. Svo verið margblessuð, vafin þökk og varðveitt í ljósinu eina“. Svo bið ég fundarkonur að votta frú Kristbjörgu Marteins- dóttur virðingu sína og þökk með því að standa upp úr sæt- um. Hamingjan gefi íslandi sem flestar konur henni líkar. Unnur Bjarklind. lífsskilyrði hennar. Fyrsta sporið í þessa átt mundi auðvitað vera það, að láta gera hér nákvæma skoðun á landinu til þess að ganga úr skugga um, hvað til sé af málmum og öðrum gæðum, er mætti framleiða til útflutn- ings. Mætti til dæmis í þessu sambandi nefna aluminium- framleiðslu, járnvinnslu o. fl. málma. Því miður er ekki hægt að segja neitt um þetta með vissu, fyr en nánari rannsóknir hafa verið gerðar. Fyrsta ráð mitt til ykkar er því, að þið komið upp heilum her af vís- indamönnum til rannsókna á náttúruskilyrðum landsins, svo að þið getið nýtt sem bezt öll gæði þess; á því getur leikið efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Hér á landi eru auk þess ýmis- konar hlunnindi, sem aðrar þjóðir hafa ekki og á ég einkúm við hina svo til ótakmörkuðu vatnsorku, sem hér má fá til ódýrs iðnreksturs. Það er einlæg ósk mín, að ykkur Íslendingum megi takast að ráða fram úr vandamálum ykkar á þessu sviði, til aukinnar velmegunar og heilla fyrir þjóðina í heild. Að lokum vildi ég hvetja ís- lendinga til að varðveita sjálf- stæði sitt í hvívetna, þvi að með því einu móti mun þeim geta orðið þetta til gæfu og fram- gangs. För Fínns Jónssonar Finnur Jónsson alþm. er ný- kominn heim úr utanför. Eitt af erindum hans hefir verið það, að hafa tal af helztu foringj- um sósíalista á Norðurlöndum um stjórnmálaástandið þar. Hafa þessi viðtöl nú birzt í Al- þýðublaðinu. Það, sem höfundur viðtal- anna virðist telja merkilegast i frásögn þessara erlendu flokks- bræðra, er einkum tvennt: Að samvinna milli bænda og verkamanna sé æskileg, en samvinna milli sósíalista og kommúnista sé óhugsandi. Þetta er alveg rétt hjá við- talshöfundinum. Þessi fordæmi úr stjórnmálalífi frændþjóð- anna eru eftirbreytnisverðust fyrir okkur. Þess vegna er það tilfinnanleg eyða í viðtölum hans, að hvorki hann sjálfur eða hinir merku stjórnmála- menn gera grein fyrir því, hver sé orsök þessara lærdómsríku fordæma. En það skiptir þó vitanlega mestu máli, ef taka á þau til fyrirmyndar. En orsakirnar eru í stuttu máli þessar: Verkamannaflokkarnir hafa getað átt samleið með bændum vegna þess að þeir hafa alger- lega lagt sósíalismann á hilluna og unnið á sama grundvelli og venjuiegir borgaralegir umbóta- flokkar. Milli sósíalista og kommún- ista hefir verið óbrúanlegt djúp vegna þess að þeir fyrnefndu hafa í verkum sínum hafnað úrlausnum sósíalismans og ekki látið yfirboð og samkeppni kommúnista hafa minnstu -á- hrif á afstöðu sína. Vilji viðtalshöfundurinn og flokksbræður hans hér koma því til leiðar, að varanleg sam- vinna geti haldizt milli verka- manna og bænda og dregið sé úr vexti kommúnismans, verða þeir eftir megni að temja sér þessa starfshætti bræðraflokk- anna á Noröurlöndum. Hingað til hefir mikið á það brostið. Þeir hafa gert stór- felldar þjóðnýtingarkröfur, sem vitanlegt var að bændur og þeirra fulltrúar myndu aldrei samþykkja. Tilgangur þeirra gat því tæpast verið annar en sá, að spilla þessari samvinnu, og reyna með því að skapa eitt- hvert það öldurót, sem yki fylk- ingar sósíalismans. Árangurinn varð alveg öfugur. En mesta yf- irsjón þeirra og ólán hefir samt verið fólgið í því, að þeir hafa stöðugt verið i nokkurskonar málefnasamkeppni við kom- múnista í stað þess að marka afstöðu til málanna, án tillits til yfirboða þeirra. í augum verkamanna sýnist þetta sönn- un þess, að kommúnistar muni hafa á réttu að standa, þar sem hinir keppast iðulega við, að taka undir kröfur þeirra og reyna jafnvel að bjóða betur! Og þessari heimskulegu sam- keppni er haldið áfram, þótt af- staðan til kommúnismans hafi klofið flokkinn og reynslan hafi þannig ótvírætt sýnt hversu ógæfusamleg hún er. Það er gott, að Finnur Jóns- son skuli hafa reynt að fræðast af foringjum sósíalista á Norð- urlöndum. Þeirri viðleitni ætti hann og aðrir fyrirliöar Alþýðu- (Framh. á 4. síðu.) Úrvalsrítgerðir Jónasar Jónssonar Fyrsta bíndí ritgerdasalnsíns kemur úft í hausft. — Gerist sftrax áskrifendur. Umboðsmenn í hverju byggðarlagi. — Einníg geta menn senft panftanir árit- aðar: Jón Helgason, pósfthóll 961, Reykjavik, eða snúið sér ftil algreiðslu Tímans — Bókin kosftar lyrir áskrifiendur 5 kr. óbundin, en 7,50 í bandí. Þetta verða beztu bókakaup ársíns. Jarðyrkjuverkfæri - plóga og herSi o. fl. - er bezl að kaupa að haustíuu, og vera viðbú- inn að vinna á klaka að vetrinum. SELJUM: K. K. Liens plóga, 3 sftærðir Diskaherli 6 diska, 8 diska og 10 diska Fjaðraherfii 9 Ijaðra Hankmoherlí No. 1 og 2. Samband ísL samvínnuíélaga Sími 1080. Borgið „Tímann“ byggðir landsins, og því hafa fleiri og fleiri fengið aðstöðu til mjólkursölu, enda risið upp mjólkurbú, þar sem engin voru fyrir. Þetta hefir oröið til þess að nú kemur það mikil mjólk á markaðinn, að erfitt gengur að koma afurðum undanrennunn- ar í verð. Hinsvegar mætti smjörfeitin vera meiri, og lík- lega mætti hún allt að því tvö- faldazt, áður en innanlands- markaður fyrir hana þryti. Vegna þessa þarf í framtíðinni að leggja miklu meiri áherzlu á það, en gert hefir verið hing- að til, að hækka fitumagn mjólkurinnar, svo að sem mest fita fáist úr sem minnstri mjólk. Verður þetta vitanlega að gerast án þess þó að mjólk- urmagnið lækki frá því sem er, og helzt þarf hvorutveggja að hækka, mjólkurmagnið og fitu- magnið. Eyfirðingar hafa bezt- an skilning á þörf þess að hækka fitumagnið. Þeir eru hættir að spyrja um hve mikið þessi eða hin kýrin komizt í eftir burðinn, hættir að spyrja um, hve mikið þessi eöa hin kýrin mjólki um árið, en þeir spyrja um hve margar fituein- ingar kýrin gefi um árið. Fitu- einingar eru hinsvegar bændum víða um landið lítt skiljanlegar, og því er rétt að benda á það, að fitueiningar fást meö þvi að margfalda saman meðal feiti mjólkurinnar og mjólkurmagn- ið. Kýr, sem t. d. hefir 4.0% fitu og mjólkar 3000 kg., skilar 12000 fitueiningum, og sama gerir kýr, sem mjólkar 4000 kg. en hefir ekki nema 3,0% fitu. Fyr- ir mjólk beggja er borgað jafnt frá búunum. Sé fitueiningin borguð með 4,5 aurum, þá fá þeir bændur, sem eiga þessar kýr 540,00 kr. fyrir kýrnytina. En annar þarf að borga flutn- ing til búsins á 4000 kg. eða y4 meira en hinn, og fær að sama skapi minna fyrir sína mjólk nettó. Og heildin þarf að vinna osta úr hart nær 900 kg. úr annari kýrnytinni, fram yfir það sem er úr hinni, og fyrir þá er enginn eða lítill markaður, og sú vinnsla borgar varla fyr- irhöfnina. Vegna þessa nýja viðhorfs, er nauðsynlegt að fá vissu um það, hve feit mjólkin er úr hverri einstakri kú, og alveg er þetta bráönauösynlegt með' beztu kýrnar, sem ala á upp undan lífkálfana. En þetta fæst ekki með þvi að fitumæla mjólkina ekki nema þrisvar sinnum um árið, eins og nú er gert almenn- ast í félögunum. Fitumæling- unum þarf því að fjölga. Þær mega ekki gerast sjaldnar en 6 sinnum á ári og ættu helzt að gerast oftar. Á sýningunum í sumar fékk eitt naut 1. verðlaun. Það var Herrauður á Tjörnum, eign Nautgriparæktarfélags Öngul- staðahreppsins. Herrauður er fæddur 1929 á Jódísarstöðum. Móðirin hét Glóð, en faöirinn Brandur. 1932 fékk hann II. verðlaun, en nú voru undan honum margar uppkomnar kýr og sýnir það sig á þeim, að hann hækkar feitmagn mjólk- urinnar að meðaltali um 0,14% frá því sem var hjá mæðrum dætra hans, án þess að nythæð- in hafi lækkaö. Dætur Herrauðs skila því verðmætari mjólk en mæður þeirra gerðu og eru eig- endum sínum arðsamari. í Grýtubakkahreppnum vaxa nú upp flestar góðar kýr að til- tölu. Eru þær systur, undan nauti, sem Ljómi hét, og var undan Reyður á Varðgjá ogKol í Kaupangi. Allar dætur Ljóma líta út fyrir að verða með af- brigðum góðar. Margar þeirra hafa þegar eftir fyrsta kálf mjólkað yfir 3000 kg. með góðri feití, og er ekki vafi á því, að þegar þær koma inn í meðaltal kúnna, þá sjást merki þeirra með því að meðal kýrnytin í hreppnum hækkar og það veru- lega. 7 dætur Ljóma fengu I. verölaun nú þegar, og eru þó fæstar dætur hans fullreyndar enn. í Skagafirðinum eru beztar kýr hjá Haraldi Jóhannessyni á Frostastöðum. Hann á Hjálmu (undan Hjálmu á Sandá i Svarfaðardal og Herrauði) og undan henni Laufu og Hyrnu, og eru þetta allt afburða kýr, mjólka upp undir og yfir 4000 kg. á ári og hafa heldur feita mjólk. Undan Laufu eru nú not- uð tvö naut í Skagafirði. í Eyjafirði eru einhverjar beztu kýrnar á einu heimili hjá Valdimar Antonssyni á Espi- hóli. Hann á 14 kýr, sýndi 12, fékk 7 fyrstu verðlaun, 3 önnur verðlaun og 2 þriðju. Eftir 9 kýr eldri en að öðrum kálfi, sem hann átti 1937, hafði hann 12929 fitueiningar, sem meðal- tal, og meðal kvíganna voru þrjár sem gáfu fullorðnu kún- um lítið eftir, og ein sem gaf 14460 fitueiningar. Hjá Valdi- mar fer saman ágæt hirðing og meðferð og næmt auga og góð- ur skilningur á því hvers virði það er að eiga góðar kýr. í Þihgeyjarsýslunni eru hvergi stór kúabú, en því meiri nákvæmni og því nánari vin- átta myndast milli kúnna og þess sem hirðir þær, enda eru þar ekki fáir hreppar, þar sem hrepps meðaltalið liggur yfir 3000 kg. og er það gott, þar sem matargjöf er sama og engin. Vafalaust á hið sérlega góða at- læti og aðbúð, sem þingeysku kýrnar eiga við að búa, sinn þátt í því hve góða raun þær gefa. Nautin, sem fengu önnur verðlaun, voru þessi: í Húnavatnssýslum: 1. Laufi, rauður með lauf í enni, hornóttur. Móðir Laufa á Refsteinsstöðum, faðir Brand- ur. Eigandi Nautgripafél. Þor- kelshólahrepps. 2. Goði, sægráskjöldóttur, kollóttur. Móðir Katla á Hofi í Vatnsdal, faðir Már frá Más- stöðum í Þingi. Eigandi Naut- gripar.fél. Sveinsstaðahrepps. 3. Gráni, grár, kollóttur. Móð- ir Búkolla á Tunguhálsi í Lýt- ingsstaðahreppi, faðir Ljómi. Eigandi Nautgripafæktarfél. Torf alækj arhrepps. 4. Merkurius, svartur horn- óttur. Móöir Mörk, faðir Skjöld- ur. Eigandi Þorsteinn Sigurðs- son Enni Engihlíðarhreppi. 5. Flekkur, svartflekkóttur, hníflóttur. Móðir Skrauta Tryggva í Finnstungu, faðir Máni í Finnstungu. Eigandi. Nautgriparæktarfél. Svína- vatnshrepps. í Skagafirði: 1. Hegri, svartur, kollóttur. Móðir Stjarna í Ketu Hegranesi, faðir Víkingur frá Keflavík. Eigandi Nautgriparæktarfélag Seyluhrepps. 2. Hörður, kolóttur, hornóttur. Móðir Flóra á Egg, faðir Brand- ur á Egg. Eigandi Sigurður Þórðarson, Egg Hegranesi. 3. Frosti, rauðkolóttur, horn- óttur. Móðir Laufa á Frosta- stöðum, faðir Sóti frá Helgu- stöðum. Eigandi Nautgripa- ræktarfél. úthluta Akrahrepps. 4. Sóti, rauðkolóttur, hnífl- óttur. Móðir Grána á Helgu- stöðum í Reykjadal, faðir Dumbur frá Hvanneyri. Eigandi Nautgi'iparæktarfél. úthluta Akrahrepps. 5. Díli, rauður, kollóttur. Móð- ir Laufa á Frostastöðum, faðir Sóti frá Helgustöðum. Eigandi Haraldur Jóhannesson á Frosta- stöðum. 6. Kolur, kolóttur, kollóttur. Móðir Grána á Bjarnastöðum í Blönduhlíð, faðir Sóti frá Helgustööum. Eigandi Naut- griparæktarfél. miðhluta Akra- hrepps.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.