Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 4
156 TÍMINN stórt og Holland, Belgía og Svissland samanlögö, en þeir, sem búa í þessu stóra landi, eru ekki nema 115 þúsund. Það er mikið átak íslendinga, svo fáir sem þeir eru, að byggja þetta stóra land. En það vex ekki í augum nútíma íslendingum. Þeir unna þessu stóra landi, með hinni miklu tilbreytni og hinum margháttuðu verkefn- um. Og þeim finnst landið ekki fátækt að náttúrugæðum. Við strendur landsins eru tvær gull- námur. Síðari hluta vetrar eru hin auðugustu fiskimið í heimi við strendur íslands sunnan og vestanverðar. Á sumrin eru síld- armiðin við norðurströnd ís- lands svo auðug, að í meðalári berst í land af slldarmiðunum fjárafli, sem nemur 300 þúsund- um króna hvern dag, meðan veiðin stendur sem hæst. ís- lenzka moldin er frjó, þó að ekki séu þar hveitiekrur eins og á sléttunum miklu í Manitoba. Á Suðurlandi einu saman, þ. e. Rangárvalla- og Árnessýslu, geta lifað af jarðrækt eins margir menn og nú eru í allri Winnipegborg. Jarðhitinn á ís- landi hefir í sér fólgna ótrúlega mikla auðsuppsprettu. Nú er verið að undirbúa að hita höf- uðborg landsins með orku úr þessum hitalindum, auk þess sem jarðhitinn er notaður til að hita marga sveitabæi, skóla, sumargistihús og sundlaugar. Jafnframt því er jarðhitinn meir og meir notaður til rækt- unar. Á hverju ári fjölgar stór- lega gróðurhúsum, sem hituð eru með hveravatni, þar sem ræktuð eru litfögur blóm mitt í vetrarkuldunum, garðmeti og jafnvel suðræn aldini eins og vínber og melónur. í framtíð- inni mun jarðhitinn á íslandi veita þjóðinni nokkuð af þeim þægindum, sem sólarhitinn og hin hlýju höf veita ykkur, sem eigið heima í þessari álfu. Síðast í þessu yfirliti um gæði íslands vil ég nefna orku foss- anna. í Soginu, skammt austan við Reykjavík, eru hin hentug- ustu skilyrði til að virkja 100 þúsund hestöfl. Reykjavík hefir nú virkjað 12,000 hestöfl og bæt- ir við eftir því sem með þarf á ókomnum tímum. Nú um þessar mundir er Akureyri að byrja virkjun Laxárfossa í Þingeyjar- sýslu. Vatnsorkan er þar talin 35 þúsund hestöfl. Sá kraftur, sem þar býr, er nógur til að hita og lýsa allt Norðurland, þegar vísindin hafa leyst þá gátu, að gera rafleiðslur um dreifbýli hæfilega ódýrar. Og þið vitið öll, að fyrir utan þessi tvö vatns- föll, Sogið og Laxá, eru á ís- landi fjölmargar aðrar og stærri vatnsorkulindir. Ég hefi nefnt þessi fáu aðalatriði, sem hin efnalega framtíð íslands bygg- ist á, hin auðugu fiskimið, hina frjóu mold til ræktunar, jarð- hitann og raforkuna. Hraust, gáfuð og atorkusöm þjóð eins og íslendingar, hefir í slíku landi næga efnalega undirstöðu til að byggja á fjölþætt menn- ingarlíf. Hitt er annað mál, að enginn getur búizt við að ís- lenzka þjóðin geti með átaki einnar eða tveggja kynslóða fullnotað þessi miklu atvinnu- skilyrði. En ég held, að landar úr Vesturheimi, sem gist hafa gamla landið á seinni árum, hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að fólkið, sem þar varð eftir, hafi unniö að því að bæta lífs- skilyrðin á íslandi eins og þið sem fluttuð í þetta land hafið starfað að hinu mikla og glæsi- lega landnámi, sem framkvæmt hefir verið af íslendingum í Vesturheimi síðan um 1870. Takmark fslendinga austan hafs er að endurreisa hið forna lýðríki gullaldarinnar á íslandi á grundvelli þeirra marghátt- uðu lífsskilyrða, sem landið býð- ur þjóðinni. Þetta er sá fram- tíðardraumur, sem fyllir hugi þeirrar kynslóðar, sem nú starf- ar í landinu. En aðstaða ykkar, landar í Vesturheimi, er önnur. Eins og við, sem búum á íslandi, endur- reisum þar hið forna lýðríki, þannig reisið þið, með milljón- , um annara manna, hin tvö miklu engilsaxnesku lýðríki í þessari álfu. Við óskum einskis fremur en að þið gefið, svo sem vera ber, keisaranum það sem keisarans er. En þið eigið eftir mikla auðlegð samt, og hennar gætir sannarlega mikið hér í dag. Þið eigið saman með okkur íslendingunum austan hafs, hina andlegu auðlegð, þjóðerni, sögu, tungu, minningar og bók- menntir. — Þennan arf ber okk- ur að ávaxta saman um ókomn- ar aldir. Hið pólitíska ríki ís- lendinga nær aðeins yfir fsland sjálft. Hið andlega veldi íslend- inga er miklu stærra. Það nær yfir ísland og margar merkileg- ar byggðir og borgir í þessari merkilegu heimsálfu. Það er þetta andlega íslenzka ríki, sem við erum að styðja með þeirri fjölmennu og glæsilegu sam- komu, sem háð er hér í dag, og með margþættu starfi fyr og síðar, alstaðar þar sem búa þjóðræknir og drengilegir ís- lendingar. Ég vildi að lokum segja fá- ein orð um ísland sjálft, bæði til að útskýra það hversvegna þeir sem þar eru fæddir og aldir upp, unna því svo heitt, og hitt sem merkilegra er, hversvegna menn sem fæddir eru annarsstaðar, en af íslenzkum kynstofni, hafa svo að segja erft þessa aðdáun á landinu frá foreldrum og vandamönnum. Ég ætla mér vitaskuld ekki þá dul að útskýra allt 1 þessu efni. En ég vildi minnast á vissa þætti, sem að mínum dómi hafa mikla þýð- ingu til að skapa grundvöll þeirrar ættrækni og þjóðernis- tilfinningar, sem einkennir and- legt líf íslendinga, hvar sem þeir búa á hnettinum. Eins og vel er kunnugt úr jarðfræði, er ísland ungt land, yngsta land Norðurálfunnar, svo að ekki sé víðar leitað. Tvö öfl, máttug og áhrifarík, eldur og is, eru sístarfandi að því að skapa þetta unga land. Til eru önnur lönd, fögur og hrífandi, t. d. Noregur og Skotland. í þeim er ein bergtegund yfirgnæfandi í allri myndun landsins. Fyrir óralöngum tíma hefir þessi mikla hella mótazt á þann veg sem nú má sjá. í þessum lönd- um er sami svipur á landinu hvar sem litið er. Á íslandi er þessu öðruvísi háttað. Þar er hver sveit ólík annari. Ef við tökum útsýnið úr höfuðstaðn- um, þá liggur borgin þar sem bezt sézt um allan hinn mikla Faxaflóa. í suðurátt eru hin miklu eldbrunafjöll á Reykja- nesskaga hliðstæð að formi og útliti Apenníufjöllunum á ít- alíu. En í noröurátt, gegnt Reykjavík, gnæfa tvö brött og fögur blágrýtisfjöll, og síðan lengra vestur hinn tígulegi og breytilegi Snæf ellsnessf j all- garður, en yzt úti sjálfur Snæ- fellsjökull, gamall eldgígur með hvitri fannahettu. Frá Reykja- vík er örstutt til Þingvalla. Þar er gersamlega ný fegurð — nýj- ar fjallamyndanir, hraungjár, fossar, jöklar og stöðuvötn. Og þannig má halda sveit úr sveit kringum allt land. Hver byggð hefir sinn einkennilega list- ræna svip. Alstaðar er ný til- breyting, ný fegurð. Landið er eins og samsafn snilldar kvæða eftir mörg stórskáld, þar sem hver höfundur sýnir nýja teg- und af fegurð. En yfir þetta undarlega, frumlega land breið- ir sig hið íslenzka skyggni, hið óvenjulega tæra loft, sem ein- kennir land með svölu loftslagi og litlum skógum. Ég vil ekki segja, að okkur íslendingum falli létt vöntun skóganna. En hin beru fjöll hafa sína ein- kennilegu draumkenndu fegurð. Mesti málari Englands, Turner, hefir málað á ógleymanlegan hátt hitamóðu og mistrið, sem bræðir saman jörð, himin og haf á Englandi. Einn af mestu málurum íslands, Ásgrímur Jónsson, hefir á sama hátt túlkað hinn gagnstæða þátt í fegurð íslands, hin undursam- legu einkenni hins tæra, gagn- sæja skyggnis, og hin óteljandi, hugljúfu blæbrigði, sem skína með margfaldri fegurð í þessu gegnsæja, svala andrúmslofti. Þannig er ísland. — Þessi ein- kennilega fjölþætta fegurð hef- ir um allar aldir bundið þjóð- ina við landið. ísland hefir orð- ið drauma- og hugsjónaland þeirra íslendinga, sem ekki hafa getað búið að staðaldri heima. íslendingum hefir á öll- um öldum farið eins og fræg- asta íslendingnum, sem þar hefir lifað, skáldinu og sögu- fræðingnum Snorra Sturlusyni. | Innst í sál íslendingsins, sem ekki á heima á íslandi, býr sú ást, sem hann orðaði svo fagur- lega, er hann mælti: „Út vil ek.“ Þeir, sem ekki sigla skipum sín- um heim til íslands, sigla þang- að í draumum sínum. Við, sem erum hér saman komin í dag — minnumst ís- lands í tvennum skilningi. Við munum sjálft landið með sinni tígulegu fegurð, með sögu sinni . og menningu. En við munum i líka hitt landið, hið andlega ís- lenzka ríki, það sem býr í sálum allra, sem fæddir eru af íslenzk- um kynstofni, hvar í löndum sem þeir búa. Við árnum íslandi og íslendingum giftu og bless- unar um alla ókomna tíma. Og við vitum, að ísland lifir í hug- um barna sinna og barnabarna hvar sem þau dvelja, hvort sem það er í skjóli blágrýtisfjallanna heima á Fróni, eða á hinum miklu sléttum eða við hin stóru vötn í landnámi hins fyrsta ís- lendings í Vesturheimi, Leifs hins heppna Eiríkssonar. Land- ar vestan hafs, geymið vel um alla framtíð eins og hingað til, þann arf, sem þið hafið til varðveizlu. Jónas Jónsson. Rannsókn á íátækramálum Reykjavíkurbæjar Þeir, sem nokkurn áhuga hafa fyrir fjárhagslegri afkomu Reykjavíkur og ekki vilja stefna bænum í fullkomið öngþveiti, munu taka eindregið undir til- lögu Sigurðar Jónassonar á sein- asta bæjarstjórnarfundi um skip un rannsóknarnefndar til að at- huga fátækramálin. Tillagan var svohljóðandi: „Kostnaður af fátækrafram- færi í Reykjavík hefir farið stór- lega vaxandi á síðustu tveim ár- um, og mun nú vera orðinn hátt á þriðju milljón króna á ári. — Reykjavíkurbær hefir, meðal annars vegna þessa mikla kostnaðar af fátækraframfær- inu, safnað lausaskuldum, sem nema á fimmtu milljón króna, og sem lítil líkindi eru til að hægt verði að greiða af árlegum tekjum bæjarins í nánustu framtíð. Meö því að í framkvæmd framfærslumálanna í Rvík virðist eigi gæta nægilegrar hagsýni og góðs skipulags, og hinn mikli kostnaður af fá- tækraframfærinu hlýtur einn- ig að varða bæði ríkisstjórnina og Landsbankann fjárhagslega, ályktar bæjarstjórnin að fela bæjarráði að leita samvinnu við ríkisstjórnina um skipun 5 manna nefndar til þess að rann- saka ítarlega öll framfærslu- málefni Reykjavíkur og gera til- lögur um framtíðarskipulag þeirra. Séu 3 nefndarmanna kosnir með hlutfallskosningu af bæjarstjórn Reykjavíkur, en 2 skipaðir af ríkisstjórninni, ann- ar þeirra eftir tillögu Lands- bankans“. Fátækraframfærið hefir stöð- ugt farið vaxandi á undanförn- um árum. Á þessu ári er útlit fyrir að hinn beini fátækra- kostnaður verði hátt á þriðju miljón króna, en þar við bætist svo atvinnubótavinnan, sem er raunverulega ekkert annað en fátækraframfæri. Auk þessa hefir bærinn fjölda manna í svokallaðri bæjarvinnu beinlínis til þess að halda þeim frá sveit og má að verulegu leyti rekja sleifarlagið, sem er á henni, til þeirra orsaka. Af fá- tækrafénu mun um hálf millj. kr. fara eingöngu í húsnæðis- kostnað. Bærinn hefir ekki á undan- förnum árum getað staðið straum af þessum miklu út- gjöldum með árlegum tekjum sínum, enda þótt útsvörin hafi stöðugt farið hækkandi. Hann hefir hingað til getað mætt hall- anum með söfnun lausaskulda. Þær nema nú orðið á fimmtu miljón kr. Það virðist enginn möguleiki fyrir bæinn að geta greitt þær af hinum venjulegu tekjum sínum á næstu árum og ennþá síður, ef þær halda áfram að vaxa. Aðallánardrottinn mun vera Landsbankinn. Þó hann vilji gjarnan hjálpa bænum verður hann að gæta þess að það fé, sem hann lánar, sé nægilega vel tryggt; og sem þjóðbanka ber honum skylda til þess, að beina fénu frekar til framleiðsl- unnar en óarðbærrar eyðslu hinna og þessarra fyrirtækja. Það hlýtur því að koma mjög fljótlega til þess að bænum lok- ast möguleikar til söfnunar lausaskulda á svipaðan hátt og að undanförnu. Hvað tekur þá við? Hvernig á bærinn þá að mæta hinum vaxandi fátækragjöld- um? Kannske með því að hækka útsvörin eða fá heimild til ein- hverra nýrra skattalágninga á skattgreiðendur og framleiðslu bæjarins? Eru þær álögur, sem þessir aðilar bera nú, þó ekki orðnar það þungar að vissulega sé ekki á þær bætandi? Nei, sú leið er heldur ekki fær. Það verður því ekki nema um tvær leiðir að velja: Fjárhagsleg uppgjöf bæjarins ellegar að sýna öfluga viðleitni til sparnaðar og bætts skipulags á útgjöldum bæjarins. Og það er vissulega hægt. Það er hægt að stórlækka fá- tækraframfærið, án þess að gengið sé ranglega á hlut styrk- þeganna. Til þess eru mörg ráð Meðal þeirra er að koma upp innkaupa- stofnun fyrir þurfamenn og al- menningseldhúsi. Það verður einnig að athuga vel þann mögu leika, hvort ekki sé hægt að koma hinum vinnufæru styrk- þegum burt úr bænum og eitt- hvað þangað, sem þeir geta unnið fyrir sér við arðgæf störf í stað iðjuleysis eða klakahöggs hér á vetrum. Það þarf einnig að rannsaka vel þann möguleika hvort rekstur stórra dagheimila fyrir börn og jafnvel gamal- mennahælis gæti ekki borgað sig fjárhagslega fyrir bæinn, jafnframt sem það myndi geta stórbætt kjör fjölmargra slíkra þurfamanna. Aðalblað bæjarstjórnarmeiri- hlutans, Morgunblaðið, hefir einnig bent á það, að hægt myndi að stórspara fátækrafram færið með betri stjórn fátækra- málanna, t. d. með því að fela yfirstjórnina einum manni, sem legði metnað sinn í það, að koma á betra skipulagi. En með þessu er það líka játað í aðal- blaði bæjarstjórnarmeirihlutans að þessi mál séu nú í ólagi og stjórn þeirra gæti verið miklu betri en hún er. Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu Sigurðar Jónassonar um skipun rannsóknarnefndar. — Hann virðist heldur kjósa að láta bæinn sökkva fjárhagslega en nokkuð sé hróflað við þessum málum til endurbóta. Ástæðan er sú, að hann byggir orðið völd sín að verulegu leyti á atkvæð- um þurfamanna og óttast að all- ar breytingar, sem þurfamönn- um kunna að mislíka í bili, enda þótt þær myndu margar verða þeim jafnframt til hagræðis um leið og þær spöruðu bænum fé. En bæjarstjórnarmeirihlutinn má, vera viss um að mál þetta er ekki þar með fallið úr sög- unni. Skattgreiðendurnir í Rvík óska orðið gagngerðra endurbóta og líta ekki þannig á, að útsvör- in, sem þeir greiða bænum, eigi að notast eins og kosningafé í- haldsins. Og þetta er ekki lengur mál Reykjavíkur einnar. Þetta er orðið landsmál. Óstjórnin í þessum málum er orðin þungur baggi á framleiðslunni og keppir við hana um vinnuaflið. Hún hefir jafnframt margskonar sið- ferðislega vanþroskun í för með sér. Þjóðbankinn á orðið stór- fé hjá bænum vegna þessarar óstjórnar og vill hafa tryggingu fyrir skilvísri greiðslu. Þetta mál er þess vegna orðið stærra og yfirgripsmeira en svo, að það skipti bæjarstjórnina eina. Hér eiga fleiri aðilar orðið stóran hlut að máli og þeir verða að láta til sín taka fyrst bæjarstjórnina skortir djörfung og framsýni til að hefja endurbæturnar sjálf. Minning fríi Helgu Eiríksdóttur í Vorsabæ í Skeiðahreppi. Ég hefi verið að búast við því að sjá í blöðum minnst þessar- ar konu, sem lézt að heimili sínu 12. september síðastliðinn, hjá Eiríki syni sínum, bónda í Vorsabæ. Hún var fædd 12. maí 1853 í Vorsabæ, ólst upp hjá foreldr- um sínum þar, sem voru Ing- veldur Ófeigsdóttir frá Fjalli og Eiríkur Hafliðason frá Birnu- stöðum í Skeiðahreppi. Frú Helga giftist 1880 Jóni Einarssyni og tóku þau þá við búskap, eftir foreldra hennar í Vorsabæ og bjuggu þar sinn búskap til vorsins 1916. Síðar á því ári lézt eiginmaður henn- ar. Börn þeirra eru Ingveldur gift Bjarna Þorsteinssyni bónda á Hlemmiskeiði, Vilborg gift Helga Jónssyni bónda í Hala- koti, Kristín gift Guðmundi bónda á Blesastöðum, og Eirík- ur giftur Kristrúnu Þorsteins- dóttur, bóndi í Vorsabæ. Hjá þeim dvaldi hún frá því er hún hætti búskap til dauðadags. Auk sinna barna ól hún upp tvö fósturbörn. Afkomendur hennar munu nú vera 43. Hér er til hvíldar gengin ein af merkustu konum sinnar tíð- ar; hún var Ijósmóðir í Skeiða- hreppi í 24 ár (eða til ársins 1917). Á því tímabili var víða takmarkaður efnahagur, enda þótt hún ætti æfinlega því láni að fagna, að heimili hennar væri með þeim bezt stæðustu í sveitinni, sérstaklega í seinni tíð. Ljósmóðurstarfi fylgja oft oft þau ferðalög, sem ekki er allra kvenna að hafa á hendi. En það kom sér og má í minni hafa, hvað Helga í Vorsabæ var sérstaklega fljót að koma sér að heiman, dugleg á hesti og kjarkgóð á misjöfnum veg- um, hvort sem var í björtu eða dimmu. Þannig var hún í erf- iðleikum er á reyndi. Engin skýrsla er til um ljósmóður- stö rf hennar, ekki einu sinni hvað mörg börn hún tók á heimili sitt, þaðan sem erfiðar ástæður voru fyrir. En flestar lifa þó minningarnar um Helgu í Vorsabæ, frá heimsóknum hennar til þeirra, sem bágt áttu á ýmsan hátt. Lífsgleði, léttlyndi og fjör, fékk innrás á þau heimili, er hún var gest- komandi, þar eyddist bæði sorg eða sundrung, því jafnan gat hún haft eitthvað það til um- ræou, er kom öllum í gott skap. Á heimili sínu var hún stjórnsöm, þrifin og reglusöm. Eru það þeir kostir á húsfreyju, sem gera heimilin að hlýlegum gróðran-eit í mannfélaginu. Þar vill fólkið vera og þar þyk- ir gestum gott að koma. Enda fylgdi gestrisni og hjúasæld heimili hennar. Á efri árum hennar, er kven- félag var stofnað í Skeiða- hreppi, gekk hún þar fram með áhuga og eldmóði, sem ung væri. Mun það hafa verið líkn- arstarfsvið kvenfélagshugsjón- arinnar, sem heillaði huga hennar. Lýsir það óbilandi kjarki hennar, er hún fer ein síns liðs, um skuggsýnt haust- kvöld, á kvenfélagsfund. Á þeirri leið hlaut hún byltu þá, er hún bjó að til dauðadags. í þau 20 ár, er hún lifði eftir það, gat hún ekki hreyft sig nema á tveim hækjum, hljóta það að vera þung elliár. Þrátt fyrir þetta hélt hún lengi ó- skertum sálargáfum og fylgd- ist vel með öllu, er hún þekkti til. En hin síðustu ár fóru bæði sálar- og líkamskraftar að þverra. En við það skal ekki dvalið hér. Hið mesta og bezta hjá hverjum, sem fer, á að geymast til lærdóms og eftir- breytni þeim, sem eftir lifa. Hitt má hverfa. Við minnumst þín með lotn- ingu og þakklæti fyrir störfin og hjálpina, við mæður okkar, systkini, fyiir hlýleikann og al- úðina, sem jafnan streymdi frá heimili þínu til okkar, er við vorum nær því stödd. Blessuð sé minning þín. Gamall nágranni. Gísli Guðmundsson ritstjóri mun koma til bæjar- ins um miðjan þennan mánuð og taka þá upp störf sín við blaðið. En hann hefir dvalið í sveit undanfarna tvo mánuöi sér til heilsubótar. Kaupendur Tímans! Munið að greiða andvirði yf- irstandandi árgangs við fyrsta tækifæri. Innheim tumenn! Haustið er bezti tíminn til innheimtustarfsins. Sendið af- greiðslu blaðsins skil við fyrstu hentugleika. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.