Tíminn - 17.09.1938, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR:
Edduhúsi, Lindargötu 1D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
ÚTGEFANDI:
PR AMSÓKN ARFLOKKURINN
22. árg'.
Reykjavík, laugardaginn 17. sept 1938.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA,
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
Edduhúsi, Lindargötu 1D.
Sími: 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar: 3948 og 3720.
41. blað
Tíminn stækkar
og kemur út í íleiri eintökum
en nokkurt annað ísl. blað
Svörtu og strikuðu blettirnir sýna hversu stór hluti Þjóðverja
eru af íbúum Tékkoslóvakiu á þeim svæðum, sem þeir búa.
Verður styrjöld afstýrt?
Miðstjórn Framsóknar-
flokksins ákvað á síðast-
liðnu vori að sameina Tím-
ann og Nýja dagblaðið. Með
blaði því af Tímanum, sem
út kemur í dag, kemur þessi
sameining til framkvæmda.
Það var almennt álit þeirra, er
um þessi mál fjölluðu, að réttara
væri að Framsóknarflokkurinn
gæfi út í höfuðstaðnum eitt blað
sem útbreiðslu hefði um landið
allt, heldur en að halda úti sér-
stöku dagblaði fyrir kaupstað-
ina.
Héðan af kemur því Tíminn út
þrisvar í viku í stað þess, að
hann hefir áður aðeins komið út
einu sinni á viku hverri. Letur-
flötur blaðsins verður hinn sami
og áður. Tíminn verður því raun-
verulega þrisvar sinnum st’ærri
en verið hefir, og er prentaður í
stærra upplagi en nokkurt ann-
að íslenzkt blað.
Þórarinn Þórarinsson, sem
verið hefir ritstjóri Nýja dag-
blaösins, tekur að sér ritstjórn
við Tímann ásamt Gísla Guð-
mundssyni. En G. G. er ábyrgð-
armaður blaðsins. Þá mun og
Tíminn njóta starfskrafta ýmsra
þeirra manna annarra, er unnið
hafa við Nýja dagblaðið á und-
anförnum árum.
Níu menn, kjörnir af mið-
stjórn Framsóknarfl., annast út-
gáfustjórn blaðsins. En af-
greiðsla þess, innheimta og aug-
lýsingaviðskipti er falið hinni
nýju prentsmiðju Eddu.
Gunnar Gunnarsson
flytur heím
Tíminn hefir fengið áreiðan-
lega fregn um það, að Gunnar
Gunnarsson skáld hafi keypt
jörðina Skriðuklaustur á Fljóts-
dalshéraði og hafi áformað að
flytjast alfarinn heim til íslands
á næsta vori. Mun hann hugsa
sér að reka búskap á jörðinni.
Gunnar Gunnarsson er, eins
og kunnugt er, Austfirðingur að
ætt, sonur Gunnars Gunnars-
sonar fyrrv. hreppstjóra á Ljóts-
stöðum í Vopnafirði. Býr bróðir
hans, Sigurður, nú á Ljótsstöð-
um.
Ánægjulegri tryggð til ætt-
jarðarinnar hafa fáir sýnt en
Gunnar gerir nú, er hann hverf-
ur heim frá mikilli frægð, til að
taka þátt í starfi feðra sinna.
Nú, þegar Tíminn þrefaldast
að stærð, er tilgangurinn sá, að
efni hans geti orðið fjölbreyttara
og við fleiri manna hæfi en veriö
hefir. Hingað til hefir Tíminn
haft það sameiginlegt með öðr-
um þeim vikublöðum, er stjórn-
málaflokkar standa á bak við,
að meginmál hans hefir verið
stjórnmálaritgerðir, en lítið rúm
unnizt til almennra frétta eða
ritgerða um ýmislegt það, sem
mörgum er eins eða fullt svo
hugstætt, sem stjórnmálin. Þótt
almenningur hér á landi sé
sennilega „pólitískari" og þrosk-
aðri í landsmálum en víða gerist
í öðrum löndum, þykir mörgum
þó, að vonum, hið pólitíska efni
vikublaðanna of fábreytt. Hefir
þetta vafalaust hamlað nokkuð
útbreiðslu blaðanna og skilvísi
kaupenda.
Úr þessu vill Tíminn nú leitast
við að bæta. Hann vill leitast við
að vera blað, sem á erindi til
allra læsra karla og kvenna á
landinu, hvar sem þau eru í
stjórnmálaflokki og hvort sem
þau hafa áhuga á stjórnmálum
eða einhverju öðru fremur. Það
fyrirkomulag, sem fyrirhugað er
í aðalatriðum, getur að lita í
þessu blaði. Fyrsta síða blaðsins
er helguð frásögnum um nýjustu
almenna viðburði innlenda og
erlenda, ásamt innlendum og er-
lendum myndum. Þó eru á síð-
asta dálki örstuttar greinar um
dagskrármál líðandi stundar og
þá ekki sízt landsmálin. Neðan-
máls á 2. og 3. s., verða, að hætti
erlendra blaða, birtar ritgerðir
um áhugaefni samtiðarinnar á
(Framh. á 4. síðu.J
Heyskap er nú að verða lokið. Nýting
heyja hefir verið ein hin bezta sem
menn muna, og óvenjulega jafngóð
um allt land. Á Suðurlandi er heyfeng-
ur ofan við meðallag, en annarstaðar
heldur undir meðallagi, og lélegur
verður hann að teljast á þeim jörð-
um sem ekki hafa nema mýrkenndar
slægjur, utan Suðurlands. Valllendi
náði sér, en mýrar ekki, eftir kuldana
framan af sumri. En í heildinni verður
ekki annað sagt, en að heyaflinn sé
langt um fram það, er menn þorðu að
vænta i sláttarbyrjun.
t t t
Um síðustu mánaðamót var þorsk-
aflinn orðinn 34 þús. smál., móti 26
þús. smál. á sama tlma i fyrra. Virðist
þorskgengd mjög að aukast við landið.
Við Austurland er aflinn orðinn meiri
en á sama tima í fyrra, og mátti þó
heita, að vetrarvertíð brigðist þar gjör-
samlega. Ágætur þorskafli hefir verið
fyrir Norðurlandi en aðeins litlir bátar
hafa stundað veiðarnar. í vikunni kom
það fyrir í Ólafsfirði, að fiskibátarnir
urðu að afhausa til þess að geta hirt
allt af línunni. — Við Arnarfjörð hefir
aflazt mjög vel, og hlutir þar orðnir ó-
venjuháir. Pæreyingar, sem stundað
höfðu handfæraveiðar úti fyrir Vest-
fjörðum, töldu veiðina með almesta
móti, að dómi sjómanna sem þessar
veiðar hafa stundað um langan aldur
hér við land. — Vélbátar nyrðra, sem í
í dag er öðlingsmaður til
moldar borinn í Reykjavík. í
hugum samtíðarmanna ber Jens
Waage óvenjuhátt, bæði sem
mann og listamann. Menn
þurftu ekki aö hafa farið til
annarra landa til þess að skilja,
að leiklist hans var af guðs náð.
Góðskáldin, sem hann túlkaði,
nutu sín fullkomlega, en eins og
á stóð höfðu listarhæfileikar, er
enginn vissi áður að byggju með
þjóðinni, áhrif á þann hátt, að
gefa byr undir vængi í frelsis-
baráttunni. í þessu efni stóð J.W.
við hlið frú Stefaníu, Einars á
Galtafelli, Þórarins, Ásgríms,
Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar
og fleiri.
Og svo missti þessi glæsilegi
maður heilsuna á miðjum aldri.
í ellefu ár hefir hann búið við
líkamlega kröm, en jafnframt
við ástríki eiginkonu, sem enginn
skáldskapur fengi fegrað.
Jens Waage var fæddur 14.
marz 1873, stúdent 1891. Las lög
við Hafnarháskóla. Bankastjóri
við íslandsbanka 1924. Vorið 1927
fékk hann heilablæðingu. Dó 10.
sept. sl.
Hann var kvæntur Eufemíu
dóttur Indriða Einarssonar
skálds. G. M.
sumar hafa stundað síldveiðar, eru nú
margir að búast á þorskveiðar.
t t t
Sex íslenzkir botnvörpungar hafa
stundað fiskveiðar í sumar og flutt afl-
ann jafnóðum út í ís. Þykir annálsvert
að togarinn Venus frá Hafnarfirði seldi
afla í Grimsby 31. ágúst og aftur i Cux
haven í Þýzkalandi 13. september. Hef-
ir skipið eftir þessu fengið fullfermi á
4 dögum. Pyrri salan nam 1802 ster-
lingspundum, en síðari salan 22.621
ríilsmörkum. Er þetta hvorttveggja
mikið verð. Nú eru 14 togarar til við-
bótar lagðir út til ísfiskveiða.
t t t
Pimm togarar stunduðu karfaveiðar
í sumar, mismunandi langan tíma, og
veiddu samtals 8800 smál. af karfa og
ufsa. í fyrra voru fleiri skip við þessar
veiðar og öfluðust þá 13.163 smál. Auk
þess veiðist jafnan talsvert af þorski
samhliða karfanum.
t t t
Prá hvalveiðastöðinni í Tálknafirði
hafa gengið 3 hvalveiðibátar í sumar.
í ágústlok höfðu þeir veitt 118 hvali.
í fyrra veiddu 2 skip 79 hvali.
r r r
Á öðrum stað hér í blaðinu er birt
auglýsing frá gagnfræðaskólanum í
Reykjavík um að skólinn sé þegar
fullskipaður og geti ekki tekið móti
Undanfarna daga hefir för
Chamberlains til Hitlers verið
helzta umræðuefni heimsblað-
anna. Þessi óvenjulega og djarf-
mannlega úrslitatilraun hans
til að jafna hin alvarlegu deilu-
mál hefir hvarvetna mælzt vel
fyrir, nema í rússneskum blöð-
um. Óttast þau auðsj áanlega,
að samkomulag milli Hitlers og
Chamberlains muni verða til að
skapa nánari samvinnu milli
Þjóðverja og ríkjanna í Vestur-
Evrópu, fjarlægja Rússa frá
samskiptum við þau og gefa
Þjóðverjum lausari hendur í
Austur-Evrópu. Einnig hefir
orðið vart við nokkurn ugg í
tékkneskum blöðum um það, að
gengið verði á hlut Tékka.
Enn hefir ekkert frétzt ná-
kvæmt af viðræðum þeirra
Chamberlains og Hitlers. Cham-
berlain kom aítur til London í
gær og vildi engar upplýsingar
gefa fyr en hann hefði talað við
ráðherra sína. Þó kvað hann
sennilegt, að hann ræddi aftur
við Hitler eftir helgina. Talið er
líklegt, að Daladier forsætisráð-
herra Frakka fari til fundar við
Chamberlain til að fá nákvæm-
ar fréttir af viðræðum þeirra
Hitlers og bera sig saman við
Chamberlain áður en hann ræð-
ir aftur við Hitler. Chamberlain
ákvað ferð sína í samráði við
frönsku stjórnina og hefir jafn-
an ráðfært sig við hana.
Um það verður náttúrlega
ekki sagt, hvort viðræður Cham-
berlains og Hitlers bera árang-
ur. Þeir atburðir geta gerzt, að
þeir verði ekki færir um að
jafna ágreininginn, þrátt fyrir
fleiri nemendum. Hefir þegar orðið að
synja nokkrum um inngöngu. Hinn
gagnfræðaskólinn mun líka fullskipað-
ur. Ástæðan til þess að skólamir geta
ekki tekið móti fleiri nemendum er
húsnœðisleysi. Er raunalegt til þess að
vita, að á sama tima og sveitahéruðin
hafa lagt á sig þungar byrðar t.il að
koma upp alþýðuskólum, hefir Reykja-
vík ekki lagt fram einn eyri til að koma
húsnæðismálum gagnfræðaskólanna í
viðeigandi horf. Afleiðingin er svo sú,
að margir unglingar í höfuðstaðnum
verða að vera án slíkrar menntunar.
r r r
Útgerðarmaður í Hafnarfirði, Geir
Zoéga, hefir nýlega fest kaup á þremur
togurum í Englandi, tveimur 189 smál.
og einum 162 smál. Þeir eru allir byggð-
ir 1915. Samanlagt kaupverð þeirra
mun vera nokkuð á þriðja hundrað
þús. kr. Þetta lága verð bendir til þess,
að Englendingar telji togaraútgerð ekki
álitlega, enda hefir mikill hluti af flota
þeirra legið uppi allt þetta ár. Seinasti
togarinn, sem hingað hefir verið keypt-
ur, er Reykjaborg. Kom hann hingað
1936. Er hann stærsti og fullkomnasti
íslenzki togarinn. Tap hefir þó orðið á
rekstri hans og var hann ekki gerður
út á síld í sumar. Munu eigendurnir nú
vilja selja hann. Á síldveiðunum í sum-
ar hafa togararnir reynzt, eins og í
fyrra, hlutfallslega miklu dýrari í
rekstri og tekjulægri en hin skipin.
bezta vilja. Virðist líka óneit-
anlega margt benda til þess, að
þannig geti farið. Þýzku blöðin
og foringjar nazista hafa hvað
eftir annað gefið Súdetum á-
kveðin loforð um hjálp með
vopnum, ef á þyrfti að halda.
Með öllum mögulegum ráðum
hefir verið reynt að æsa Súdeta
gegn Tékkum. Tékkar hafa ver-
ið kallaðir hinir verstu kúgarar,
erindrekar kommúnismans o. s.
frv. Vegna þessa áróðurs má nú
heita, að einskonar hernaðará-
stand ríki í Súdetahéruðunum.
Tékkneska stjórnin hefir neyðzt
til að grípa til sérstakra neyðar-
ráðstafana til að halda uppi
reglu. Hversu alvarlegt ástandið
er orðið, má marka af þvi, að
fjöldi Súdeta hefir flúið til
Þýzkalands. Einnig hafa margir
Tékkar flúið Súdetahéruðin
seinustu dagana. Leiðtogar Sú-
deta virðast gera allt, sem þeir
geta, til að auka rósturnar.
Henlein hefir alveg nýlega fyr-
irskipað flokksmönnum sínum
að verja sig gegn „morðingjum
og ræningjum tékknesku stjórn-
arinnar“. Hann er nú flúinn til
Þýzkalands. Allmargt manna
hefir látið lífið í óeirðum í Sú-
detahéruðum undanfarna daga.
Tékkneska stjórnin hefir nú
ákveðið að grípa til róttækra
ráðstafana til að koma á friði
i Súdetahéruðum. Hefir hún
ákveðið að banna flokk Henleins
um stundarsakir og fyrirskipað
gegn honum málshöfðun. Þótt
þessar ráðstafanir séu óhjá-
kvæmilegar og réttmætar frá
sjónarmiði hins tékkneska ríkis,
er vafasamt hvort Þjóðverjar
geta unað þeim, vegna loforða
sinna um vopnaðan stuðning
við Súdeta.
Styrj aldarhorfurnar eru því
vissulega miklar. Gefur það m.
a. til kynna, að viðræður Cham-
berlains og Hitlers hafi borið
minni árangur en vænzt var,
að brezk vátryggingarfélög á_
kváðu fáum klst. síðar að
segja upp öllum stríðsvátrygg-
ingum með fjögra sólarhringa
fyrirvara. En brezkir fjármála-
menn eru orðlagðir fyrir að
hafa slík sambönd við stjórn-
málamennina, að þeir geti séð
fyrirfram alla stærri viðburði á
sviði stjórnmálanna.
Samciniiig Súdetahér-
aðanua við Þýzkaland.
Þeirri málamiðlun hefir verið
hreyft, að láta Súdeta greiða
atkvæði um það, hvort þeir
vildu heldur fylgja Þýzkalandi
en Tékkóslóvakíu. En það er ó-
trúlegt, að Tékkar gangi að
þeirri lausn. Eins og meðfylgj-
andi uppdráttur af Súdetahér-
uðunum sýnir, eru þau dreifð,
án samhengis, meðfram landa-
mærunum, og sum eru eins og
nokkurskonar eyjur mitt inni í
landinu. Yrðu öll Súdetahéruð-
in við landamærin sameinuð
Þýzkalandi, myndu 2.495 þús.
Þjóðverjar og 440 þús. Tékkar
komast undir þýzka stjórn. 736
þús. Þjóðverjar yrðu áfram
búsettir í Tékkóslóvakíu. Þau
landamærin, sem nú eru milli
Tékkóslóvakíu og Þýzkalands,
hafa verið milli Þýzkalands og
(Framh. á 4. síðu.)
A víðavangi
Skrif Árna Jónssonar frá
Múla síðustu daga munu lítið
auka hróður hans í landinu.
Honum virðist hafa runnið í
skap við Nýja dagblaðið fyrir að
rifja upp gamlan umtalaðan
viðburð, en af einhverjum ó-
skiljanlegum ástæðum snýr
hann reiði sinni á Eystein Jóns-
son fjármálaráðherra með hinu
ferlegasta orðbragði. Síðar mun
hann þó hafa fengið eftirþanka
af frumhlaupi sinu, því að á
fimmtudaginn var afsakar
hann fólsku sína með því, að
„sígjammandi og glefsandi rit-
níðingar" í Framsóknarflokkn-
um hafi spillt upplagi hans,
þegar hann hafi verið að því
kominn að hljóta „fegurðar-
verðlaunin" fyrir prúðmann-
legan stíl!
* * *
Fegurðarverðlaunamaður Mbl.
segir um Eystein Jónsson fjár-
málaráðherra, að hann sé „ó-
fyrirleitinn, þekkingarlitill og
reynslulaus“, og að „beinagrind-
in í persónu hans“ sé „ósvífnin
og stráksskapurinn“. Um „ófyr-
irleitnina“, „ósvífnina“ og
„stxákskapinn“ munu þeir vera
bærir að dæma, sem kynnzt
hafa E. J. persónulega eða hlýtt
á þátttöku hans í umræðum um
almenn mál. Og jafnvel Morg-
unblaðsfólki myndi þykja það
full „stíft“ til orða tekið, að sá
maður sé þekkingar- og
reynslulaus, sem búinn er að
gegna embætti fjármálaráð-
herra lengur en nokkur annar
íslendingur. Myndi ekki mann-
inum frá Múla ráðlegast að
segja við sjálfan sig: „Slíðra þú
sverð þitt, Þorkell hákur“!
* * *
Nýlega fóru þeir Skúli Guð-
mundsson ráðherra og Hilmar
Stefánsson búnaðarbankastjóri
vestur í Dalasýslu og mættu
þar á fjölmennri samkomu
Framsóknarmanna i héraðinu.
Fylgi Hilmars fer nú, að kunn-
ugra dómi, mjög vaxandi í Döl-
um. Sérstaklega fylkja ungir
menn sér fast um Framsóknar-
flokkinn. Tæpast er nú lengur
litið á Þorstein Briem sem þing-
mann fyrir kjördæmið, því að
fylgi á hann naumast nokkuð
nema af náð nafna síns.
„Bændaflokksmenn“, sem
nefndir voru, óttast það að
vonum, að „móðurskipið" reki
til hafs í stórviðrum næstu
kosninga.
* * *
í Neskaupstað í Norðfirði fóru
fram bæjarstjórnarkosningar sl.
sunnudag, vegna þess að bæjar-
stjórnin, sem áður var, reynd-
ist óstarfhæf og var rofin lög-
um samkvæmt. Héðinn Valdi-
marsson hafði nú kosninga-
bandalag við kommúnista og
þóttist það bandalag hafa ráð
Alþýðuflokksins í hendi sér.
Kosnir voru þrír Alþýðuflokks-
menn, tveir kommúnistar og
einn Héðinsmaður í stað
þriggja Alþýðuflokksmanna og
þriggja kommúnista, sem áður
voru, en Héðinn og kommún-
istar fengu til samans 2 atkvæð-
um minna en Alþ.fl. Framsókn-
arflokkurinn hefir einn full-
trúa og Sjálfst.flokkurinn tvo,
eins og áður. Framsóknarmað-
urinn og Alþýðuflokksmennirn-
ir munu nú vinna saman, og ef
(Framh. á 4. slðu.)
A. KROSSGÖTXJM
Heyskapurinn. — Þorskaflinn. — Þorskveiðar togara. — Karfaveiðar. — Hval-
veiðar. — Húsnæðisleysi gagnfræðaskólanna í Reykjavík. — Ódýrir togarar.