Tíminn - 17.09.1938, Qupperneq 2
162
TtMITV]\, langardajgiim 17. sept. 1938,
41. blat*
^gímirot
Luugardagtnn 17. sept.
Kvöldvaka
nýrrar aldar
Á öldinni, sem leið, voru lesn-
ar íslendingasögur og rímur
kveðnar við raust á vetrarkvöld-
um í byggðum landsins. í kvöld-
vökuna sóttu íslenzk heimili
andlega menningu og huganum
viðfangsefni fjarri striti dagsins.
En nú eru raddir kvæðamann-
anna víðast þagnaðar á þessu
landi. Og fornsögurnar hafa að
nokkru leyti vikið sess fyrir æf-
intýrum líðandi stundar. Á sama
hátt og börn 18. og 19. aldar
þráðu að kynnast gullöld for-
feðranna og þeirra afrekum, þrá
börn 20. aldar að skynja um-
heiminn og samtíð sína, með
hennar undursamlegu viðfangs.
efnum. Þeir eru fáir, sem geta
séð og heyrt af eigin raun og það
er þá nú sem fyrr hið prentaða
mál, sem gerir manni mögulegt
„að sitja kyrr í sama stað og
samt að vera að ferðast". En það
er bæði tímafrekt og flestum of-
viða fjárhagslega, að sækja alla
sína fræðslu um umheiminn í
bækur. En blöðin eru úrræði hins
nýja tíma til þess að flytja við-
burði og viðfangsefni líðandi
stundar inn á hvert einasta
heimili. Vandað, nýtízku blað er
fullkomnasta tæki, sem fundið
hefir verið upp til að sjá heim-
ilunum fyrir tvennu í senn:
hollri skemmtun og nýtilegri al-
þýðufræðslu um flest, sem til er
undir sólinní, og þekkt af dauð-
legum mönnum. Þau eru kvöld-
vaka 20. aldar.
Stórblöð umheimsins eru kom-
in furðulega langt í því að sjá
svo að segja öllu fólki fyrir les-
máli í samræmi við óskir þess og
þarfir. Enda er miklu til þess
varið, bæði að rúmi og starfs-
kröftum, þar sem hvert einstakt
blað er að leturmagni eins og
væn bók og stór hópur þjálfaðra
og sérfróðra manna leggur dag-
lega fram sinn skerf hver á sínu
sviði. Slík blöð hafa sendimenn
á ferðalögum um allan heim til
að fylgjast jafnóðum með því,
sem fram fer og símasamböndin
innanlands og utan, eru í þeirra
þjónustu nótt og dag. Og allt
þetta mikla safn skemmtunar-
og fróðleiksefnis, fær blaðlesandi
nútímans daglega milli hand-
anna fyrir nokkra aura. Því veld_
ur hin mikla útbreiðsla meðal
milljónaþjóðanna. Enginn mað-
ur les slíkt blað „spjaldanna á
milli“. Hver leitar uppi sitt hugð_
arefni. Stjórnmálamaðurinn les
um þjóðmálin, sem efst eru á
baugi þann daginn, kaupsýslu-
maðurinn um verðlag og við-
skipti, íþróttamaðurinn um af-
rek á sviði líkamsmenntunar-
innar, húsmóðirin um gerð mat-
ar og fata. Vísindamaðurinn og
listamaðurinn á þar líka sinn
stað. Jafnvel börnin eiga sína
„síðu“.
Slík blöð geta vitanlega ekki
orðið til hér á landi. Til þess
vantar fjölmenni og fjármagn.
En nokkuð í þessa átt má komast
einnig hér, og slík viðleitni er
einn þýðingarmesti liðurinn í ís_
Ignzkri menningarbaráttu.
Stækkun Tímans miðar í þá
átt, að skapa nýtízku blað fyrir
almenning í þessu landi, jafnt í
dreifbýli sveitanna sem þéttbýl-
inu við sjávarsíðuna. Og Tíminn
veit, að þessari viðleitni verður
vel tekið. í vaxtarsögu blaðsins
er nýtt skeið hafið, nú með sam-
einingu þess við Nýja dagblaðið.
í 21 ár hefir Tíminn lagt leiðir
sínar út um byggðir landsins.
Sem pólitískt vikublað hefir
Skrif Morgunbl.,skuldír rík-
isíns og Reykjavíkurbæjar
Eftir Eystein Jónsson fjármálaráðherra
Framsóknarmenn!
Takið eftir þeim upplýsingum um fjármálin, sem birtar
verða á þessum stað í blaðinu fyrst um sinn. — Ykkur er
óhætt að treysta því, að þær eru réttar. Klippið greinarn-
ar úr og geymið þær ykkur til minnis. Hafið réttar upp-
lýsingar á reiðum höndum hvenær sem er.
I. Skuldir ríkisins.
Biöð Sjálfstæðismanna eru búin að skrökva því svo oft,
að ritarar þeirra eru farnir að trúa því sjálfir, að skuldir
ríkisins hafi „margfaldazt“, „hrúgast upp“, síðustu árin.
Það sanna í þessu máli er eftirfarandi:
Í árslok 1934 voru ríkisskuldirnar 41.9 millj.
í árslok 1937 voru þær 46.5 —
Á pappímum hafa þær aukizt um 4.6 milljónir króna,
en þar við ber að athuga:
að af þessari aukningu stendur Útvegsbanki íslands undir
3.650 millj.
og er sú upphæð aðeins að formi til skuld
ríkisins.
að afföll af enska láninu í ársbyrjun 1935,
sem tekið var vegna eldri skuldar og kem-
ur því rekstri áranna 1935—’37 ekki neitt
við, námu um ............................ 0.560 —
að yfirteknar skuldir vegna Skeiðaáveitunn-
ar og skuldir áhvílandi eignunum Eyrar-
bakki og Stokkseyri, sem heldur ekki við-
koma rekstri áranna 1935—’37, nema .... 0.600 —
Samtals 4.710 millj.
Á sama tíma hafa skuldir bæjarsjóðs Keykjavíkur auk-
izt, VEGNA HALLA Á REKSTRI BÆJARSJÓÐS, um 2.130
millj. Þar af um 1 milljón á árinu 1937, en á því ári lækk-
uðu skuldir ríkisins um 450 þús. krónur.
í nokkra daga hefi ég verið
forfallaður frá störfum, ýmist á
sjúkrahúsi eða á heimili mínu,
vegna aðgerðar í hálsi. Ég sé, að
íhaldsblöðunum hefir orðið tíð-
rætt um mig á meðan á þessu
stóð. Flest af því, sem þar hefir
verið sagt, er þannig vaxið, að ég
mun ekki elta ólar við, fremur
venju. Yfirleitt er þar af mikilli
heift en lítilli list haugað saman
hinum ruddalegustu svívirðing-
um og ósannindum. Leynir það
sér ekki að blaðamenn Sjálf-
stæðismanna hafa nú strangar
fyrirskipanir um „að magna fyr-
irlitningu sína á andstæðingun-
um“, að „gefa þeim aldrei rétt“
og sækja mál sitt af „brennandi
ofstæki“. Allt eftir „forskrift“
Knúts Arngrímssonar eða rétt-
ara sagt eftir fyrirskipun þess
hluta Sjálfstæðisflokksins, sem
því miður virðist vera á góðum
vegi með að verða hreinræktaðir
nazistar og sýnist ráða blöðum
fiokksins. Ein skemmtilegasta
vitleysan í blöðum þessum er sú,
að því er haldið fram, að ég hafi
yfirleitt skrifað aðalgreinarnar í
Nýja dagbl., á sama tíma, sem
ég hefi legið á sjúkrahúsi. Svo
langt gengur þessi „ímyndunar-
veiki“ í sambandi við mig, að
ekki verður annað skilið á grein-
arkorni, sem Árni frá Múla hefir
hann verið kærkominn gestur á
þúsundum heimila. Um það vitn-
ar útbreiðsla hans og áhrif á
landsmálin. Auðvitað hefir hann
sérstaklega verið aufúsugestur
þeim, er áhuga hafa á landsmála
baráttunni, því að- um þau mál
hefir efni hans alla jafnan fjall-
að. Héðan af munu hinir, sem
minni áhuga hafa á meðferð
landsmálanna, heldur ekki telja
sig geta án Tímans verið. Að þvi
er stefnt, að þeir megi þangað
sækja hliðstæðan menningar-
legan ávinning — til gagns og
gleði — og feður þeirra og mæð-
ur í kvöldvökuna á liðinni öld.
sett í Mbl., en að hann standi í
þeirri meiningu, að ég telji, hve
margar sigarettur hann reyki á
dag og vanræki fyrir þær sakir
störf mín!!! Af öllu orðavali
nefndrar greinar, eftir að Árni
hefir á þetta minnzt, verður ekki
annað séö, en að hann sé mjög
órólegur út af þessu!
Nú hefði ég vafalaust ekkert
á þetta allt saman minnzt, ef
sérstakt tilefni hefði ekki gefizt
til þess að víkja nokkrum orðum
að alóskyldu efni.
Á sunnudaginn birtir Mbl. há_
tíðlega fyrirspurn til mín um
það, hvað ríkissjóður skuldi í
Landsbankanum. Segir að „orð-
rómur“(!) í bænum telji þær
skuldir á 7. milljón og að mál
muni til komið að svifta hulunni
af, þar sem svo djúpt er sokkið.
í fyrirspurninni er látið svo,
sem yfir þessu hvíli einhver hula
og er enginn vafi á því, að slíkt
er gert til þess að vekja tor-
tryggni og gegn betri vitund.
(Sennilega til þess að rækja enn
betur skyldur stjórnarandstöð-
unnar við þjóðina, eins og Mbl.
mun hafa orðað það um dag-
inn.)
Mbl. veit ofur vel, að endur-
skoðendur Landsreikninganna
eiga alltaf aðgang að bókum rík-
issjóðs, og að fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins við endurskoð-
unina gat vitað þetta ef hann
vildi. Auk þess er það venja í
fjármálaráðuneytinu, að gefa
þingmönnum upplýsingar um
þessi mál, á hvaða tíma sem er,
ef þeir óska þess.
í fyrirspurn Morgunblaðsins er
ekki farið dult með ástæðuna
fyrir því, að hún er fram komin.
Ástæðan er sú, að meirihlutinn,
sem stjórnar Rvik, hefir verið ó_
náðaður með gagnrýni út af
skuldum Reykjavíkurbæjar í
Landsbankanum. Þetta er á-
stæðan. Ef ekki hefði verið
ráðizt á skuldasöfnun Reykja-
víkurbæjar, þá hefði fyrirspurn-
in sjálfsagt aldrei komið fram.
Þá hefði Mbl. brugðizt „þjóðar-
skyldunni“ og allt sokkið án þess
að það bærði á sér (!!) — eða
hvað? Nú er hinsvegar ætlunin,
að draga athyglina frá skulda-
söfnun Rvíkurbæjar, með því að
þvæla fram og aftur um skuldir
ríkissjóðs.
Nú skulda ég að visu Mbl. eng-
ar skýringar né skýrslur í þess-
um efnum, enda er það ekki vant
í málflutningi sínum að taka
svo mikið tillit til slíkra gagna,
að það hafi nokkurn skapaðan
hlut við þau að gera. Það er sorg_
legt að hægt skuli vera að segja
svo með réttu um fjöllesnasta
blaðið í höfuðstaðnum, en þann-
ig hefir þetta verið á undanförn-
um árum.
Þrátt fyrir þetta, vil ég að
gefnu tilefni rifja upp nokkrar
staðreyndir um skuldamál ríkis-
sjóðs.
Sl^uld ríkissjóðs í Landsbank-
anum er ákaflega mismunandi
há — skiptir sá mismunur millj -
ónum eftir árstíma og hefir svo
verið um mörg ár. Gjöld þau, er
til falla framan af ári, eru hlut-
fallslega hærri en tekjur þær,
sem þá eru innheimtar, en síðari
hluta ársins eru tekjurnar hlut-
fallslega hærri en gjöldin. Má
t. d. benda á, að tekju- og eigna-
skatturinn og fasteignaskattur-
inn innheimtist að mestu leyti
síðarí hluta ársins. Afleiðingin af
þessu verður sú, að ríkissjóður
þarf rekstrarlán eins og svo mörg
önnur fyrirtæki. Fær hann það
hjá þjóðbankanum eins og eðli-
legt er og tíðkast í öðrum lönd-
um. Hæst verður skuldin í
Landsbankanum venjulega í
september, en lægst um áramót-
in. Nú geta gjöldin og tekjurnar
borið misjafnt að einstök ár og
hefir það áhrif á skuldina við
Landsbankann á ýmsum tímum.
Bezt er að átta sig á áramóta-
skuldinni. Þá er viðskiptum árs-
ins eins langt komið og hægt er
og hún sýnir að hve miklu leyti
skuldin við bankann var rekstr-
arskuld ársins, sem var að líða.
Til þess að sýna skuldaskiptin
við Landsbankann sem bezt mun
ég skýra frá lausaskuldum ríkis.
sjóðs í bankanum undanfarið.
millj.
31. des. 1936 var skuldin 1.450*
1. júlí 1937 — — 3.451
10. sept. 1937 — — • 4.472
31. des. 1937 — — 2.300
10. sept. 1938 — — 4.571
Hvað skuldin verður nú um
áramótin, er ekki hægt að segja
með neinni vissu ennþá. Eins og
menn sjá, hefir skuldin í fyrra
lækkað um ca. 2.200 þús. frá því
10. sept. til 31. des. Vona ég að
hún lækki ekki minna nú á sama
tíma og ætti þá skuld ríkissjóðs
við Landsbankann ekki að
hækka á árinu. Er meira að segja
langt frá því vonlaust að hún
lækki, ef tekinn verður fyrir ára
mót hluti af heimiluðu innan-
landsláni og ennfremur vegna
þess að afborganir af ríkislánum
eru greiddar a. m. k. að nokkru
leyti af erlendu láni. Hinsvegar
þyngir það nokkuð á banka-
*) Skal taka það fram, a'ð víxill, end-
urkeyptur af Búnaðarbankanum, er al-
staðar meðtalinn skuld við Landsbank-
ann. Ennfremur að hér er ekki reikn-
aS neitt með því þótt margar ríkis-
stofnanir eigi nær alltaf verulegar
innieignir í bankanum.
skuldinni, að ríkissjóður hefir
orðið að leggja út vegna sauð-
fjárplágunnar verulegar upp-
hæðir, sem hann á að fá endur-
greiddar síðar.
Þetta sézt allt þegar þar að
kemur. En það er óþarfi fyrir rit_
stjóra Mbl. að hafa þungar á-
hyggjur af þessum skuldaskipt-
um rikissjóðs og óhætt er að
gleðja þá með því, að „orðróm-
urinn“ um stórkostlega skulda-
söfnun ríkissjóðs er tilhæfulaus
og ætlast ég þá til þess að blaðið
hjálpi til að kveða hann niður.
Ég hugsa, að það sé raunar auð-
velt, því að sá orðrómur mun
hvergi hafa gengið nema á rit-
stjórnarskrifstofum Morgun-
blaðsins.
Ég álít, að keppa beri að því,
að ríkissjóður sé sem oftast
skuldlaus við Landsbankann á
áramótum. Því marki á m. a. að
ná með innanlandslánum, sem
tekin séu smátt' og smátt, og með
því að halda jöfnuði á fjárlögum.
Hinsvegar verður það lengi svo,
að ríkissjóður þarf rekstrarlán,
sem sennilega þarf að nema allt
að 3 millj. þegar það er hæst,
þó eigi sé reiknað með neinni
áramótaskuld. Frh.
Tékkoslovakía
Til þess að gera sér fulla grein
fyrir þeim atburðum, sem nú
gerast í Tékkóslóvakíu, er nauð-
synlegt að rifja upp sögu Tékka,
sem um margt svipar til okkar
eigin sögu.
Tékkóslóvakía er eitt hinna
nýju ríkja, sem varð til í lok
heimsstyrjaldarinnar. Fjölbyggð
asti og auðugasti hluti landsins
er Bæheimur, hið gamla ríki
Tékka. Aðrir hlutar landsins
eru Máhren, austuriska Schlesía,
Slovakía og Ruthenia. Bæheim-
ur, Máhren og Schlesía til-
heyrðu áður Austurriki og búa
þar aðallega Tékkar og Þjóðverj-
ar, Slóvakía og Ruthenia til-
heyrðu Ungverjalandi og búa
þar aðallega Slóvakar, Ungverj-
ar og Rússar (Ruthenar). Frá
Þýzkalandi fékk Tékkóslóvakía
aðeins lítinn landshluta, Hult-
schin, með 50 þús. íbúum.
Sudetahéruðin, sem nú er deilt
um, hafa aldrei tilheyrt Þýzka-
landi.
Tékkar eru slav-
Saga Tékka neskur kynstofn.
Þeir komu til Bæ-
heims á 5. og 6. öld. Þar voru þá
fyrir germanskir íbúar. Tékkar
urðu fljótt hinn ríkjandi kyn-
þáttur landsins. Um aldamótin
900 hefjast sögur um konungs-
ríki þeirra þar. Ýmsir konung-
anna fengu Þjóðverja til að setj-
ast að í landinu. Var það bæði
vegna þess, að mikill hluti lands_
ins var óbyggður og Þjóðverjar
stóðu Tékkum að sumu leyti
framar í verklegum efnum.
— Þetta voru fyrstu flutn-
ingar Þjóðverja til Bæheims og
hafa liðsmenn Henleins mjög
vitnað til þess, að Tékkar áttu
frumkvæði þeirra. Bæheimur var
á þessum tímum framarlega
meðal Evrópuríkjanna, hvað
snerti verklegar framfarir og
alþýðumenningu. En stjórnin
var oft léleg og trúarbragða-
deilur miklar. Urðu því iðulega
hörð átök og uppreisnir í land-
inu. Siðabótafrömuðurnir áttu
mikil ítök í tékkneskri alþýðu, en
katólska kirkjan var studd af
höfðingjavaldi landsins. Fræg_
asti siðabótamaður Bæheims var
Johannes Hus, sem brenndur var
á báli 1415. Var hann fenginn
til þess með svikum að verja mál
sitt fyrir dómstóli erlendis og
gátu þvi landar hans ekki komið
honum til hjálpar. Hus var ekki
aðeins siðabótamaður, heldur
jafnframt foringi þjóðlegrar
vakningar, ritaði margar bækur,
sem nú eru taldar með því bezta
í bókmenntum Tékka, og gerði
mikilvægar endurbætur á rit-
málinu. Fregnin um morð hans
vakti mikla reiði og æsingar í
Bæheimi og leiddi til langvinnr-
ar borgarastyrjaldar. Hus-ist-
arnir svonefndu, sem áttu aðal-
stoð sína í bændastéttinni, voru
stórum ver vopnum búnir og ó-
vanari hermennsku en innlent
og erlent riddaralið andstæðing-
anna. Samt báru þeir oftast
hærri hluta. Foringi þeirra,
Zizka, sem hélt stjórn hersins
áfram alllengi eftir að hann
hafði misst sjónina, er talinn
einhver ráðkænasti og slyngasti
hershöfðingi sögunnar. Styrjöld-
inni lauk með því, að mótmæl-
endur fengu viðurkennd mikil
réttindi, en unnu þó ekki full-
kominn sigur vegna ósættar inn-
byrðis. Nálega öld síðar komst
einn leggur Habsborgarættar-
innar til valda í Bæheimi. Byrj-
aði hann strax að halla hlut
mótmælenda og auka þýzku
áhrifin í landinu. Árið 1618 þótti
mótmælendum réttarskerðingin
ganga svo úr hófi fram, að þeir
neituðu að hlýða. Austuriski
keisarinn sendi þá her inn í
landið og var það upphaf þrjá-
tíu ára stríSsins.
í þessum ófriði missti Bæ-
heimur raunverulega sjálfstæði
sitt og varð hluti af austuríska
keisaradæminu. Liðu Tékkar
hinar hryllilegustu hörmungar í
ófriðinum, sem m. a. má marka
á því, að íbúum Bæheims fækk-
aði þá um helming. Stjórnendur
Austurríkis gengu nú fram í því
með vægðarlausri harðýðgi að
gera Bæheim að katólsku og
þýzku landi. Leiðtogar Tékka
voru sviptir eignum sínum og
þeir, sem til náðist, drepnir. Inn_
fluttir þýzkir aðalsmenn komu í
stað hins gamla tékkneska aðals.
Hið mikla mannfall, sem Bæ-
heimur hafði orðið fyrir í ófrið-
inum, var bætt með fólksflutn-
ingum frá þýzkumælandi lönd-
um. Hinir aðfluttu Þjóðverjar
urðu smámsaman nokkurskonar
yfirstétt í landinu, þar sem þeir
gengu fyrir öllum embættum og
nutu ýmissa sérréttinda. Þýzka
varð aðalmál þess opinbera t. d.
við alla æðri skóla. Markmiðið
var að útrýma þjóðareinkennum
Tékka og gera Bæheim að al-
þýzku landi.
En seigla tékkneska þjóð-
stofnsins reyndist kúguninni of-
jarl. Tékkar varðveittu tungu
sína og ýmsir menntamenn
þeirra skrifuðu merkileg rit um
hana og sögu þjóðarinnar og
héldu þannig sjálfstæðisvilja
fólksins vakandi. Stjórnarbylt-
ingin franska, og þó sérstaklega
febrúarbyltingin 1848, ýttu undir
sjálfstæðishug Tékka eins og
fleiri undirokaðra þjóða. Róm-
antíska stefnan náði einnig til
Bæheims og eignuðust Tékkar í
byrjun 19. aldar mörg merkileg,
þjóðleg skáld og sagnfræðinga.
Austuriska stjórnin reyndi ýmist
að mæta hinni vaxandi sjálf-
stæðishreyfingu Tékka með
nokkurri tilhliðrun eða fullkom-
inni harðstjórn. En hún óx samt
stöðugt og fékk fullkomnara
skipulag. Þegar heimsstyrjöldin
hófst, hafði Tékkum því áunnizt
nokkuð, tékkneskan var að ýmsu
leyti viðurkennd jafn rétthá
þýzkunni, tékkneskur háskóli
hafði verið stofnaður og nokkrir
menntaskólar. En það skipti þó
mestu, að sjálfstæðishreyfingin
hafði náð festu og þroska, sem
síðar gerðu mögulega stofnun
hins nýja ríkis. Á síða<ri hluta
19. aldar og fyrsta áratug 20.
aldarinnar urðu líka miklar at-
vinnulegar framfarir í Bæheimi
og mátti heita að landbúnaður
og iðnaður stæði hvergi á hærra
stigi á meginlandi Evrópu. Öll
stærstu fyrirtækin voru þó eign
Þjóðverja og Gyðinga. Alþýðu-
menning var góð; af öllum þjóð_