Tíminn - 06.10.1938, Síða 1

Tíminn - 06.10.1938, Síða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOF UR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN 22. árg. Rcykjavík, fimmtudagiim 6. okt. 1938. Saiimin^ar viO \oi* eg endnrskoðaðir JÓNAS JÓNSSON kemur heim um miðjan nóvember Nánari fregnir hafa nú borizt af feröum J. J. um byggðir ís- lendinga vestra. Fyrst var hann á hinum tveim miklu íslend- ingadögum i Nýja íslandi, þar sem 4000 manna voru á öðrum staðnum en 2000 á hinum. Næst var hann á þjóðminningardegi í Wynyard, þar sem voru um 500 landar. Þaðan fór J. J. vestur undir Klettafjöll i byggð Stephans G. Stephanssonar, hélt þar sam- komu og hitti ekkju og börn skáldsins. Þaðan fór hann vest- ur í gegnum Klettafjöllin til Vancouver, og siðan alla Kyrra- hafsströnd suður undir landa- mæri Mexico. íslendingar eru töluvert fjölmennir í öllum borgunum og voru alstaðar und- irbúnar samkomur. Voru gestir að jafnaði frá 50—200. Frá Los Angelos hélt J. J. austur í gegn um Klettafjöllin, til að kynna sér eina íslenzka nýlendu, sem mjög hefir verið einangruð, en haldið þj óðminningardag árlega síðan um aldamót, og hafði nú í sumar reist veglegan minnis- varða um 70 ára byggð íslend- inga í því héraði. Þaðan hélt J. J. norður Klettafjöllin til Yellow- stone Park, til að kynna sér elzta og frægasta þjóðgarð í heimi, og sjá hversu Geysir í Haukadal (Framh. á 4. síðu.) B E\ES BIÐST LAUSNAR 'WB Víðræður heijast um mánaðamótín Samningaviðræður um endur- skoðun verzlunarsamningsins milli Noregs og íslands munu hefjast um næstu mánaðamót. Taka þátt í þeim fjórir fulltrúar frá hvoru landi. Ríkisstjórnin hefir þegar ákveðið þrjá fulltrúa af sinni hálfu, þá Jón Árnason fram- kvæmdastjóra, Richard Thors framkvæmdastjóra og Harald Guðmundsson forstjóra. Fjórði maðurinn hefir enn ekki verið ákveðinn. Norska stjórnin hefir þegar ákveðið sína fulltrúa, en nöfn þeirra hafa enn ekki verið birt. Núgildandi verzlunarsamn- ingur milli íslands og Noregs er frá 1932. Sömdu þá af íslands hálfu Jón Árnason og Ólafur Thors. Jafnaðarmenn, sem þá voru í stjórnarandstöðu, deildu talsvert á samningana, en hafa ekki gert það í seinni tíð. Það er samkvæmt tilmælum íslenzku ríkisstjórnarinnar að endurskoðun samningsins fer nú fram. Biskupskosningin Sigurgelr Sigurðsson fékk flest atkvæði. Biskupskosningunni lauk á þann veg, að enginn náði lög- legri kosningu, en til þess þurfa % hlutar greiddra atkvæða að falla á sama mann. Flest atkvæði hlaut Sigurgeir Sigurðsson á ísafirði, 60%, Bjarni Jónsson vígslubiskup fékk 59%, Þorsteinn Briem 26, Magnús Jónsson 15, Björn Magnússon 13%, Ásmundur Guðmundsson 12% og Friðrik Rafnar 10 atkvæði. Auk þess hlutu fjöldamargir prestar færri atkvæði. Þar eð enginn náði löglegri kosningu , getur dómsmálaráð- herrann valið á milli þeirra þriggja, sem mest atkvæðamagn fengu. DALADIER fær traustsyfirlýsmgu franska þingsins og einræðisvald I fjár- málum til 31. des. Franska þingiö kom saman síðastl. þriðjudag og flutti Daladier þar langa ræðu. Kom fram í ræðu hans sama van- trúin á friðarvilja einvaldanna og hjá Chamberlain. Sagði hann að Frakkar yrðu að efla her- varnir sínar og yrðu jafnan að vera viðbúnir ófriði. Jafnframt yrðu þeir að leggja meiri á- herzlu á það að auka framleiðsl- una og bæta fjárhaginn, því að það tvennt væri undirstaða landvarnanna og hins efnalega sjálfstæðis. Fór hann því fram á, að stjórnin fengi vald til þess fram að áramótum að gera hverjar þær ráðstafanir, sem henni þætti nauðsynlegar, til viðréttingar fjárhagnum og at- vinnulífinu. Jafnframt krafðist hann traustsyfirlýsingax frá þinginu. Eftir stuttar umræður var traustsyfirlýsingin samþykkt með 535 atkv. gegn 75. Aðeins kommúnistar greiddu atkvæði á móti. Heimild fyrir ríkis- stjórnina til framangreindra ráðstafana var samþykkt með atkvæðum allra flokka, nema jafnaðarmanna, sem sátu hjá, og kommúnista, sem greiddu at- kvæði á móti. Þessi úrslit munu hafa komið ýmsum á óvart, þar sem jafnvel var búist við, að Múnchen-sátt- málinn myndi verða Daladier að falli. En franskir stjórnmála- menn hafa talið óhyggilegt að Chamberlaín trúir ekki á ,íriðarsteínu‘ sína I»ráít fyrir yfirlýsingar sínar uin friðarvilja Hitlers oj> Mussolini leggur haim til að Bretar víg'búist meira en uokkuru sinni fyr. Undanfarna daga hafa staðið yfir umræður í báðum málstof- um enska þingsins um utanrík- isstefnu Chamberlains. Foringj - ar jafnaðarmanna, Attlee, Dal- ton, Morrison og Greenwood, hafa deilt harðlega á stjórnina fyrir undanlátssemina við fas- istaríkin. Jafnframt hafa þeir átalið það, að ekkert hefði ver- ið gert til að ná samvinnu við Rússa, því ef semja ætti um varanlegan frið, væri rangt að útiloka eitt helzta stórveldi álf- unnar og öll smáríkin frá því að taka þátt í slíkum samningum. Leggja þeir því til, að kölluð verði saman alþjóðleg ráðstefna til að ræða þessi mál. Foringi frjálslynda flokks- ins, Archibald Sinclair, hefir tekið í sama strenginn og sömu- leiðis ýmsir yngri menn íhalds- flokksins eins og Anthony Eden, Cranborne lávarður og Duff Cooper. Churchill hefir einnig ásakað stjórnina harð- lega. Allir þessir menn hafa látið það álit uppi, að rangt sé að fylgja vilja fasistaríkjanna í því að hafa ekki Rússland og smáríkin með í ráðum. Þeir hafa einnig,' sérstaklega Eden, lagt mikla áherzlu á það, að Bretar hröðuðu vígbúnaði sín- um. Fyrir stjórnina hafa einkum haldið uppi svörum Baldwin fyrv. forsætisráðherra, John Simon fjármálaráðherra, Tho- mas Inskip landvarnarráðherra, auk þess sem Chamberlain gerði grein fyrir stefnu sinni í langri framsöguræðu. Er það mikill styrkur fyrir Chamberlain, að Baldwin skyldi taka svari hans, því hann er enn áhrifamesti maður íhaldsflokksins. Þessir menn hafa þó að ýmsu leyti viðurkennt röksemdir gagnrýn- efna til stjórnarskipta meðan á- standið er jafn óráðið og þess vegna nauðsynlegt að sýna and- stæðingum Frakka, að þjóðin geti staðið einhuga, þegar þess gerist þörf, þó innanlandsdeil- urnar séu annars mjög miklar. JAN SIROVY, sem nú er bœði forscetisráðherra og forseti Tékkóslóvakíu. Hann missti annað augað í stríðinu. Dr. Benes, ríkisforseti Tékkó- slóvakíu, baðst í gær lausnar frá embætti sínu. Gerir hann þá grein fyrir afsögn sinni, að það myndi valda erfiðleikum, ef hann færi áfram með völd. Mun hann þar fyrst og fremst hafa í huga sambúðina við Þýzkaland, en hin nýja Tékkó- slóvakía mun reyna að taka upp vinsamlegri sambúð við Þýzka- land, en hægt var meðan hún var í hernaðarbandalagi við Rússa og Frakka. Sirovy forsætisráðherra mun jafnframt gegna störfum for- seta þangað til þingið hefir kosið eftirmann dr. Benes. Nánasti samstarfsmaður Be- nes, Krofta utanríkismálaráð- herra, hefir einnig látið af em- bætti og hefir Svalkovsky hers- höfðingi tekið við embætti hans. Svalkovsky hefir þegar átt tal við Mussolini og er talið, að hann hafi lofað honum full- komnu hlutleysi Tékka og að þeir myndi alveg losa sig undan áhrifum Frakka. A. KROSSGÖTUM Vitabyggingar í sumar. Flugpróf. - — Kolaveiði í lagnet. — Fiskikonungur Islands. — - Sjö menn stunda nám í vélflugi. Þrír gamlir vitar voru endurbyggöir í sumar á vegum ríkissjóðsins. Eru það Brimnesviti, sem áður var hafnarviti við Seyðisfjörð, Hafnarnesviti, sem áð- ur var hafnarviti Fáskrúðsfjarðar, og Hvanneyjarviti við Hornafjörð, sem jafnframt var stækkaður að mun. Tek- ur hinn siðastnefndi til starfa í haust, en í hina tvo verða ljóstæki sett næsta sumar. í byggingu er nú einn nýr viti við Baugsstaði austan við Stokkseyri og verður kveikt á honum næsta ár. Verður hann með hæstu vitum hér á landi, meira en tuttugu metrar á hæð. Ljóstæki voru í sumar sett tvo í vita, er byggðir voru í fyrra. Grimseyjarvita og Málmeyjarvita. Tóku þeir til starfa 1. ágúst í sumar. t t t í seinasta hefti Ægis segir frá því, að í sambandi við hraðfrystihúsið á Flateyri hafi verið tekin upp gömul veiðiaðferð, sem ekki hafi verið stund- uð á Vestfjörðum í mörg ár, en það er kolaveiði í lagnet. Danir stunduðu þessar veiðar á Önundarfirði í 20 ár samfleytt (1884—1904) og fluttu afl- ann út hálfsmánaðarlega. Á Önimdar- firði hefir maður einn stundað þessar veiðar i sumar og aflað fyrir rúmar 3000 kr. Sér til hjálpar hefir hann að- eins haft tvær dætur sínar og er önn- ur þeirra 10 ára en hin 11 ára. Fiskikonungur íslands í ár er Alex- ander Vilhjálmsson á Suðureyri við Súgandafjörð, segir í seinasta hefti Ægis, því ekki hefir frétzt af öðrum, er meira hafi aflað á handfæri. Síðastl. ár dró hann 30 smál. af fiski, en í ár verður afli hans miklu meiri, því að í júlílok var hann búinn að fá jafnmik- inn afla og hafði þá stundað veiðar í fjóra mánuði. Hlutur Alexanders nam 500 kr. í júlímánuði. Einu sinni í sumar dró Alexander 1375 kg af fiski á 8 klst. Hálfum mánuði síðar dró hann 1200 kg. á einum degi, og næsta dag á eftir varð hlutur hans 1050 kg. r t t Á þessu ári hefir í fyrsta sinn hafizt kennsla í vélflugi hér á landi. Blá- fuglinn svonefndi hefir verið notaður til æfinganna. Einn eigenda hans, Björn Pálsson, var það á veg kominn í júlímánuði, að hann áleizt fær um að fljúga einn, en að samtals 6 klst. slíku flugi afstöðnu, lauk hann A-prófi s. 1. sunnudag, þ. e. verklega hlutan- um. A-próf er fólgið í því, að tvær flugþrautir eru lagðar fyrir nemand- ann, önnur sú, að hann fljúgi fimm sinnum beygjur, sem mynda töluna 8 og það innan svæðis, sem ekki sé yfir 500 metra að þvermáli, og í hæð milli 50 og 200 metra frá jörðu. Að þessu afloknu á hann að lenda hjá settu marki, svo að ekki skakki meir en 50 m. Hin prófraunin er sú, að flogið er í 1500 m. hæð, hreyfillinn stöðvaður, og nú á nemandinn án hjálpar hreyfils, að lenda á flugvellin- um hjá settu marki, svo að ekki muni meir en 100 m. Til A-prófs er enn- fremur krafizt bóklegrar þekkingar í 5 námsgreinum. r r r Þennan sama dag fékk Kjartan Guðbrandsson heimild til ein-flugs. Slík heimild fæst þegar flugkennarinn telur nemandann til þess færan, og tilkynnir það flugmálaráðunaut, sem síðan reynir nemandann. Reynist hann þá hafa náð þeirri leikni, sem nauð- synleg er talin, er nemandinn send- ur einn á loft. Bæði Björn og Kjartan hafa fengið undirstöðu- kennslu við svifflugnám. Að öðru leyti hafa þeir notið tilsagnar flugmann- anna Agnars Kofoed-Hansen, þýzka flugmannsins Ludwig, Björns Eiríks- sonar og Sigurðar Jónssonar. Auk þeirra nemenda sem nú voru nefndir, stunda eftirtaldir menn flugæfingar á Bláfuglinum: Albert Jóhannsson, Er- ling Smith, Friðþjófur Johnsen, Páll Thorberg og Ólafur Haukur. Bendir þetta til hversu vaxandi er áhugi og trú á viðgangi flugferða hér á landi. ANTHONY EDEN endanna meira en búizt var viS. John Simon gaf t. d. yfir- lýsingu um það, að stjórnin ætlaði sér ekki að útiloka Rússa frá þátttöku í samningum um vandamál Evrópu og óskaði meira að segja eftir því, að þeir tækju ábyrgð á landamærum Tékkóslóvakíu með hinum stór- veldunum. Thomas Inskip lýsti þvi yfir, að enska stjórnin teldi sig nú þegar siðferðilega skuld- bundna til þess, þótt enn hefðu engir samningar verið um það gerðir, að veita Tékkum hern- aðarlega hjálp, ef ómaklega væri á þá ráðist. Þetta er djarf- mannlegri yfirlýsing en enska stjórnin hefii** áður viljað gefa og myndi ekki vera fram komin, ef stjórnin treysti eins mikið á friðarvilja Hitlers og hún vill vera láta. Enn gleggra kom J»ó vantrú- in á friðarvilja Hitlers og Mus- solinis fram í þeim ummælum Chamberlains og Baldwins, að þrátt fyrir þetta samkomulag, yrði Bretland að leggja meira kapp á vígbúnað sinn en nokk- uru sinni fyr. Það ber þess ó rækt vitni, að Chamberlain sé ekki trúaðri en svo á stefnu sína, að hann telji það einna mestu máli skipta, að vera und- ir það búinn að hún misheppn- ist! Það er álitið, að Chamberlain hafi verið hvattur til þess að nota þá þjóðhylli, sem hann hefir unnið sér í bili, til þess að efna til kosninga. En hann mun ekki telja það rétt, þar sem slíkt myndi verða talið óheiðar legt af honum síðarmeir, og skerpa stjórnmálabaráttuna í landinu. Hann hefir hinsvegar látið það álit uppi, að hann vilji umfram allt skapa sem mestan frið og samheldni inn- anlands. Má því gera ráð fyrir, að hann velji þá leið, að taka eins mikið tillit til krafa stjórn arandstæðinga og hann telur sér fært vegna stefnu sinnar. Það er talið víst, að hann muni hafa öruggt þingfylgi að baki sér. Að loknum þessum um- ræðum um utanríkismálin mun fara fram atkvæðagreiðsla um traustsyfirlýsingu til rikis- stjórnarinnar, og kemur þá þingfylgi hans í Ijós. Aðrar fréttir. Afhending Súdetahéraðanna hefir farið friðsamlega fram til þessa. Allmikill ágreiningur er talinn hafa orðið í alþjóða- nefndinni, því fulltrúi Þjóð verja gerir meiri kröfur en aðr ir nefndramenn telji réttmætar Margir Þjóðverjar, einkum jafnaðarmenn og kommúnistar, hafa flúið Súdetahéröðin und- anfarið. Sömuleiðis fjöldi Tékka. Borgarstjórinn í London hefir hafið fjársöfnun þessum (Framh. á 4. siðu.) 49. blað A víðavangi Mbl. er að reyna að telja fólki trú um, að hér hafi i sl. mánuði, vegna aðgerða innflutnings- nefndar, verið óvenju litlar birgðir af matvöru og nauð- synlegustu framleiðsluvörum. En það er rangt, að innflutn- ingur á þessum vörum sé yfir- leitt minni, vegna innflutnings- haftanna, en hann annars væri. Ýmsar verzlanir áttu um þessar mundir matvöruleyfi, sem þær höfðu ekki notað. Yfirleitt er Dað ekki orðinn siður hér á landi, hvort sem innflutnings- höft eru eða ekki, að verzlanir safni birgðum til langs tíma. Þær hliðra sér hjá því vaxta- tapi, sem af því leiðir og not- færa sér hinar tíðu samgöngur. * * * Hitt er svo annað mál, hvort ríkisstjórnin hefði átt að gera ráðstafanir til að kaupa nauð- synjavörubirgðir fyrir reikning ríkisins og geyma til vara, ef til ófriðar kæmi. En það er varla hægt að búast við, að hinn takmarkaði gjaldeyrir þjóðar- innar leyfi miklar ráðstafanir í þá átt. Og ætli Mbl. hefði ekki eitthvað við það að athuga nú, ef stjórnin hefði verið búin að festa mikið fé í slíkum vöru- birgðum? Myndi þá ekki vera sagt, að íslendingar verði að taka því, sem að höndum ber, eins og aðrar þjóðir? * * * Fyrverandi Sjálfstæðismaður úti á landi skrífar Tímanum: Ég er alveg forviða á því, að þing-menn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki fyrir löngu vera bún- ir að afneita hinum hneyksl- anlegu ummælum Knúts Arn- grímssonar á samkomu flokks- félagsins í Rvík 1. ágúst sl. Eins og blöð flokksins skrifa um ræðu K. A., verður að álíta, að þingmennirnir séu henni sam- mála, svo lengi sem þeir ekki mótmæla. Má vera, að þeir séu það sumir, en ekki hélt ég að þeir væru allir orðnir nazistar. ❖ * * Út af ummælum í síðasta blaði ber að geta þess, að for- maður og framkvæmdastjóri fiskimálanefndar voru viðstadd- ir opnun niðursuðuverksmiðju S. í. F. sl. laugardag. Annar þeirra er endurskoðandi hjá S. í. F. og hinn var gestur á aðal- fundinum, en blaðið hefir feng- ið þá skýringu, að þeim hafi verið boðið vegna aðstöðu þeirra hjá fiskimálanefnd. En fiski- málanefndinni í heild var ekki boðið. * * * Að gefnu tilefni skal það tek- ið fram, að af vefnaðarvöruinn- flutningi til verzlana í Rvík á þessu ári hefir kaupfélagið fengið 17%, en kaupmenn 83%. Menn ættu að geta fallizt á, að þessu þurfi að breyta — en ekki á þann veg, sem kaup- mannablöðin heimta. Sé hins- vegar sundurliðuð vefnaðar- vöruúthlutunin á öllu landinu, er útkoman sú, að Samband ísl. samvinnufélaga hefir feng- ið 22%, önnur kaupfélög og pöntunarfélög 11% og kaup- mannaverzlanir 67%. Það verð- ur heldur ekki séð, að kaup- menn hafi ástæðu til að vera ó- ánægðir með þessa skiptingu. * * * Mbl. í gær birtir tölur, sem sýna, að leyfi til innflutnings á einkasöluvörum til 31. ágúst hafa numið hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. Blaðið bætir því við frá eigin brjósti, að þetta sé vegna aukins innflutnings á „áfengi og tóbaki“. Ef blaðlð hefði viljað segja satt í þessu máli, hefði það getað fengið að vita, að mismunurinn stafar af innflutningi tilbúins áburðar, sem leyfður hafði verið fyrir 170 þús. kr. hærri upphæð en í fyrra. Og geta má þess, að 30. sept. sl. námu innflutningsleyfi einkasalanna 80 þús. kr. lægri upphæð en í fyrra, þrátt fyrir (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.