Tíminn - 06.10.1938, Qupperneq 2

Tíminn - 06.10.1938, Qupperneq 2
194 TfMEVjV, fimmtudagiim 6. okt. 1938 49. blað 11 a ii * ( h ii «ii i* Eitir PÁL ZÓPHÓNÍASSON Sumarið er liðið og haustið — fyrirboði vetrarins — gengið í garð. Féð er komið af fjalli. Sláturtíðin er í fullum gangi. Menn fara að hugsa um, hve margar skepnur þeir geti sett á heyjaforðann, og gera sínar síð- ustu ráðstafanir til förgunar eftir því, hvernig þeir eru heyj- aðir. Á heyjaforðanum sést árang- urinn af striti sumarsins. Hann er misjafn, og ber margt til. Túnin eru í misjafnri rækt. Góðu túnin spruttu eins og venjulega. Þeir sem höfðu þau, byrjuðu slátt í júní. En þeir eru því ver fáir, sem það gátu. Röku, óframræstu túnin, spruttu illa, og þeir sem búa á þeim jörðum, sem þau eru á, fengu litlar og lélegar töður Þessa þurfa bænd- urnir að minnast í haust og að vori. Þeir þurfa að bæta rækt- ina í túnunum, og tryggja upp- skeru þeirra, svo að þeir eigi vísa á þeim góða sprettu, þó aft- ur komi kalt vor. Margir bændur í landinu hafa ekki nema lélegar mýrarytjur til að heyja á, þegar túnunum sleppir. Þær voru alstaðar snöggar í sumar, og-allir þeir bændur, sem ekki gátu náð í valllendi, áveitur eða brokslægj- ur, eiga nú lítil hey eftir sum- arið. Það mun mega segja, að þegar frá eru teknar einstaka jarðir, sem þegar er bent á, hverjar eru, þá sé meira en meðal hey- skapur á Suðurlandi, um meðal heyskapur á Norðurlandi, lítið undir meðalheyskap á Vestur- landi, en nokkuð undir því á Austurlandi, og er þetta þó mis- jafnt eftir sveitum innan fjórð- unganna. Heyskapurinn varð tafalítill, og bjargræðistíminn nýttist vel. Afköst þeirra, sem að heyskapn- um vinna, vaxa með ári hverju. Veldur því bæði aukin ræktun og meiri vélanotkun. í ungdæmi mínu var það talið gott, ef 100 hestar fengust eftir manninn, en nú er þetta yfir heildina orð- ið helmíngi meira, og margfalt meira á einstöku stöðum. Heyin frá sumrinu eru góð, bæði í eðli sínu og eins eru þau yfirleitt óhrakin og með ágætri nýtingu. Undantekningar eru þó bví miður viða með töðurnar. Margir hirtu þær djarft, og því hitnaði í þeim. Við það hafa þær misst meira eða minna af næringarefnum, og önnur orðið flutning, sem þeim ber — og meiri en hollt var fyrir hags- muni almennings í bænum. tormeltanlegri, og við hvort- tveggja hafa töðurnar skemmst, svo að kýr mjólka ver af þeim. í vor áttu- bændur á Norð- austurlandi fyrningu af heyjum, og sumstaðar voru þær 'til drátt- ar. Annarsstaðar voru þær ískyggilega litlar, þegar þess er gætt, hve síðastliðinn vetur var snjóléttur. Og nú þarf að fara að setja á fyrir veturinn. Minnist þá þess, bændur góðir, að við getum fengið harðan vetur. Það er orð- ið langt síðan ís hefir komið og lokað siglingaleiðum. En menn mega ekki gleyma því, að slíkt getur alltaf komið fyrir á okkar iandi. Og menn þurfa að vera búnir undir það. Minnist þess líka, þið sem búið í 100 km. fjar- lægð, og þó margir enn lengra frá verzlunarstað, og þið, sem króaðir eruð af lítt færum fjall- vegum frá ströndum landsins, að samgöngur geta fallið svo niður að vetrinum, að ekki sé mögulegt, nema með gífurleg- um kostnaði að ná í fóðurbæti. Búist því viff hörffum vetri, og veriff viðbúnir að taka á móti honum. Saga íslenzku bændanna ætti að vera búin að kenna mönn- um, hverjar afleiðingarnar verða, þegar menn eru ekki við- búnir hörðu vetrunum. Menn ættu að muna hvernig þeir hafa farið með margan bóndann, og hverjar búsyfjar þeir hafa gert bændastéttinni og þjóðarheild- inni. En margir eru gleymnir á liðna tímann. Bændur á Suð- vesturlandi hafa sumir gleymt árunum 1914 og 1920; minnist þeirra vetra, hafið þá í huga, þegar þið setjið á í haust. Og Norðlendingar og Austfirðing- ar, minnist vanhaldanna nú fyrir 3 árum og erfiðleikanna 1933, 1935 og 1936, og var þó enginn hafís, er lokaði sigling- um. Reynslan er búin að sýna ykk- ur það, að með því að gefa síld- armjöl með beit, meðan hún er, má fóðra sauðfé prýðilega. Not- ið ykkur þá reynslu. Reynslan er líka búin að sýna ykkur, að það er betra að hafa féð færra og eiga vissan mikinn og tryggan arð af hverri á, en hafa það fleira og allt í voða ef út af ber, og aldrei fullan arð eftir hverja skepnu. Minnist þessarar reynslu, er þið setjið á í haust. Hafið ekki fleira á fóðrum en svo, að þið séuð vissir um að geta haft með_ ferðína þannig, að þið fáið full- an arð af hverri skepnu, og vissan, þó vetur verði harður. Þankar Jóns í Flóanum jSímimt Fintnitudayinn 6. oht. Þegar sannleikurínn kom í ljós Það er ekki langt síðan að Morgunblaðið var að útmála það fyrir lesendum sínum í Reykjavík, að hið háa verð á ýmsum vörutegundum og þá sérstaklega vefnaðarvöru í Rvík stafaði af því, hversu tollar til ríkissjóðs hefðu verið hækkaðir mikið á síðustu árum. Fólki var ætlað að trúa því, að verzlan- irnar, sem vörurnar selja, væru alveg saklausar af þessu háa verði. Það væri allt saman rík- isstjórninni að kenna og hinum slæmu stuðningsmönnum henn- ar á Alþingi. En þá gerðist nokkuð, sem Mbl. kom illa og það hafði ekki búist við. Tíminn lét fara fram rannsókn í þessu máli. Og hér í blaðinu var birt sundurliðuð skýrsla um verðlag á 11 tiltekn- um vörutegundum, sem seldar hafa verið í' búðum hér í bæn- um undanfarið. Þar var hægt að sjá innkaupsverð varanna á- samt öðrum „kostnaði". Þar var hægt að sjá tollinn eins og hann er nú. Þar var hægt að sjá út- söluverð varanna í búðum í Rvík. Og þar var hægt að sjá álagningu verzlunarinnar í hverju einstöku tilfelli. Tollur- inn og álagningin var tilgreind á tvennan hátt, bæði upphæð- irnar sjálfar og hundraðshluti þeirra af innkaupsverði var- anna*). Og tölurnar vitnuðu óþægi- lega fyrir kaupmannablöðin og málstað þeirra. Það kom í ljós, að t. d. þar sem tollurinn var kr. 1,12 pr. metra, var verzlun- arálagningin kr. 11,55 pr. metra eða rúmlega 10 sinnum hærri upphæð en tollurinn (ítalskt kápuefni). Og þar sem tollurinn var 7 aurar (ítalskt léreft) var verzlunarálagningin 76 aurar eða næstum 11 sinnum hærri upphæð en tollurinn. Og svo hafði fólki verið ætlað að trúa því, að hið háa verð þessara vara lægi fyrst og fremst í þeim hluta tollsins, sem lagður hefði verið á i tíð núverandi ríkis- stjórnar! Þegar þessar upplýsingar komu fram, var Mbl. í miklum vanda statt. í fimm daga stein- þagði það við skýrslu Tímans, og á sjötta og sjöunda degi birti það nokkra útúrsnúninga, sem ekki koma málinu við, vitnaði m. a. í gamla útreikninga á meff- alálagningu, sem gerðir höfðu verið fyrir 3 árum! Svo greinileg uppgjöf í máli mun vera næst- um einsdæmi. Svo djúp áhrif hefir þessi ó- vænta afhjúpun staðreyndanna haft á ritstjóra Mbl., að í gær ganga þeir í öðru orðinu inn á það, að réttast muni, að láta verðlagsnefnd taka til starfa samkvæmt heimild Alþingis á sl. vetri. Tíminn getur líka frætt þá um, að þetta verffur gert. Á- kvörðun um það hefir verið tekin 1 ríkisstjórninni og for- maður verðlagsnefndarinnar hefir verið ákveðinn. Og það er líka hægt að gleðja Mbl. með því, að hinar ósvífnu blekkingar þess um vöruverðið og tollana hafa átt sinn þátt í því að koma á stað þeim undirbúnings- umræðum um þetta mál, sem æskilegar voru til þess, að al- menningi yrði fyllilega ljós hin brýna nauðsyn þess, að há- marksverð sé sett á einstakar vörutegundir. Um innflutningsleyfi reyk- vískra vefnaðarvörukaupmanna og fleira í því sambandi, mun verða nánar rætt hér í blaðinu. Það mun þá koma í ljós, að þeir hafa fyllilega fengiff þann inn- *) Það skal tekið fram til skýringar, að innkaupsverðið var tilgreint ásamt „öðrum kostnaði", en hundraðshluti tolls og álagningar hinsvegar reiknaður af innkaupsverðinu einu (án ,,kostnaðar“). Var þetta greinilega tekið fram í skýrslunni, en virðist hafa ver- ið misskilið af starfsmönnum Verzlunarráðsins. Mun þetta verða enn nánar sundurliðað í næsta blaði, þeim til leiðbein- ingar. Septembe Allan septembermánuð hefir styrjöld vofað yfir Norðurálfu, en talið er nú, að henni hafi verið afstýrt í bili. Enn sem fyr voru það landakröfur Þjóðverja, sem settu friðinn í hættu. Að þessu sinni voru það Sudetahér- öðin í Tékko-Slovakíu, sem kröfur voru gerðar til. Þegar Austurríki var innlimað í Þýzka- land á síðastliðnum vetri, án af- skipta af hálfu Þjóðabandalags- ins eða stórvelda Vestur-Evrópu, höfðu margir það á orði, að næst myndi röðin koma að Tékko-Slovakíu. Göring flug- málaráðherra Þjóðverja lét þá svo um mælt, að sennilega yrðu deilumál Tékka og Þjóðverja út- kljáð fyrir dómi. En þetta hefir orðið á annan veg. í sumar hóf nazistaflokkur Súdetahérað- anna, sem staðið hefir í sam- bandi við Þýzkaland, ákafa sókn á hendur ríkisstjórninni í Prag. Foringi flokksins, Henlein, flutti ræðu í Karlsbad, þar sem hann bar fram ákveðnar kröf- ur um sjálfstjórn til handa Sú- detahéröðunum. — í þessum kröfum var það m. a„ að Sú- detum skyldi heimilt að gegna herþjónustu í Þýzkalandi. Kosn- ingar, sem fram fóru í Súdeta- héröðunum í sumar sýndu, að hann hafði yfirglæfandi meira- hluta meðal þýzkumælandi manna, enda fór það ekki leynt, að Þjóðverjar lögðu á það á- herzlu að styrkja flokkinn á allan hátt. Talið er, að í Tékko- rmánuður Slovakíu hafi verið um 3 yz millj. þýzkumælandi manna. En þar með er ekki sagt, að allt það fólk sé af þýzkum kynstofni. Margir Tékkar týndu tungu sinni fyr meir undir stjórn keisaranna í Wien, og tóku upp hið þýzka ríkismál. En hinu nýja Þýzkalandi, sem Bismark skapaði upp úr ófriðnum 1870, hafa Súdetar aldrei áður lotið. Tékko-Slovakía hefir árum saman verið í hernaðarbanda- lagi við Frakkland og jafnframt meira og minna náið bandalag milli Frakklands og Bretlands*). Og þegar hér var komið sögu, tók brezka stjórnin málið í sín- ar hendur. Runciman lávarður, fyrv. verzlunarmálaráðherra Breta, var sendur til Prag til að miðla málum. Eftir að hann hafði dvalið þar um hríð lagði tékkneska stjórnin fram frum- varp um sjálfstjórn þjóðernis- minnihluta í landinu. Tók þetta frumvarp, auk Súdeta, til Pólverja og Ungverja, sem í landinu búa. Samkvæmt því skyldi Tékko-Slovakíu skipt í sjálfstjórnar-„kantónur“ að svissneskri fyrirmynd undir yfirstjórn sambandsþings og al- ríkisstjórnarinnar í Prag. En þegar kom fram 1 september, tóku atburðirnir nýja rás. Full- trúar Súdeta gerðust stöðugt örðugri viðfangs. Um miðjan *) Einnig hafa Frakkar hern- aðarbandalag við Rússa. Þið, sem eigið töðuna, sem mest hitnaði í, verðið að gefa með henni fóðurbæti, ef kýrnar eiga að sýna ykkur fullt gagn, og gefa fullan arð. Og þið þurfið bæði að gefa þeim köfnunarefn. isríkan fóðurbæti (síldarmjöl) og kolvetnisríkan (kartöflur, rófur, maís). Aflið ykkur þessa í tíma, sérstaklega þið, sem haf- ið mjólkurmarkað. Og þið hinir, sem eigið brennda töðu, en ekki getið selt mjólk, athugið hvað þið þurfið minnst af mjólk í heimilið, og hagið fóðurbætis- kaupum ykkar handa kúnum eftir því. Og þið, sem síðustu árin hafið verið að stórfjölga hrossunum, munið að þó þau bjargi sér oft, þá getur alltaf farið svo, að þau þurfi hey. Látið það þá ekki vanta, takið tillit til þess strax i haust. Annars getur svo farið, Ég hefi alla mína daga verið mesti hreystiskrokkur, þangað til núna fyrir fáum vikum, að ég fékk einhverja innanskömm með höfuðverk og hitaslæðingi, svo að ég var í rúminu og við rúmið næstum því heila þrjá sólarhringa. Ég hefi verið að furða mig á því síðan, hvað skapið í mér gat breytzt mikið til hins verra þessa þrjá daga. Ég sá ekki einu sinni sólskinið og tók ekki eftir töðuilminum utan af túninu, og ég hafði allt illt á hornum mér við heimilisfólkið. Rétt þegar þessi leiðindi voru liðin hjá, kom pósturinn með ísafoldarpakkann minn, sem mér hefir nú verið sendur ó- umbeðið í rúm 10 ár. En þegar ég var búinn að lesa það, sem þeir þarna fyrir sunnan skrifa í ísafoldina, þá varð mér að orði: Þessum mönnum hlýtur að líða illa. Það getur nefnilega ekki ver- ið á því neinn vafi, að ísafold- armennirnir eru í vondu skapi, rétt eins og ég var út af innan- skömminni. En náttúrlega veit ég ekki, hvaö það er, sem að þeim gengur. Sumir segja, að þeim líði illa út af því, að þeir fái ekki að vera ráðherrar og ekki nógu margir af þeim þing- menn. Ég skil ekki þennan sjúk- dóm, því að mig hefir aldrei langað til að vera ráðherra eða þingmaður. Það er líka sagt, að þeir leggi ósköpin öll af pening- um í allar kosningar, en tapi svo alltaf kosningunum. Og slíkt er sjálfsagt ekki gaman. Það er eins og þegar aldrei gef- ur á sjóinn og beitan eyðileggst í bjóðunum. Víst er um það, að eitthvað er að mönnunum. Það gengur áreiðanlega eitt- hvað að þeim manni, sem hreyt- ir út úr sér annari eins vitleysu mánuðinn fóru að brjótast út óeirðir í héröðum Súdeta. — Stjórnin í Prag gaf út lög um neyðarráðstafanir í nokkrum hluta landsins, þ. á m. sam- komubann. Fulltrúar Súdeta hættu samningum. Henlein flýði til Þýzkalands og með hon- um fjöldi nazista, sem myndaði hersveitir í Þýzkalandi og réðust á tékknesku landamærin. Um þessar mundir kom flokksþing þýzkra nazista sam- an í Núrnberg. Þaðan bárust. þung orð og heitstrengingar stórar. Búist var við, að þýzkur her myndi ráðast yfir landa- mærin á hverri stundu. En þá gerðust þau tíðindi, er flestum komu á óvart. Að morgni hins 15. september hóf sig flugvél til lofts á einum af flugvöllum Lundúnaborgar og. stefndi í suð- austurátt. Um hádegisbilið lenti þessi sama flugvél í Mun- chen á Þýzkalandi, en bifreið flutti farþegana til landseturs Hitlers í Berchtesgaden. Þar var óvenjulegur gestur á ferð. Sjálf- ur forsætisráðherra Bretaveldis, Neville Chamberlain, var þar kominn á fund Hitlers, til að ræða við hann persónulega stríð og frið. Þegar Chamberlain kom aftur til London, komu franski forsætisráðherrann Daladier og utanríkisráðherrann Bonnet þangað til fundar við brezku stjórnina. Og nú var nýr boð- skapur birtur heiminum. — Stjórnir Breta og Frakka höfðu fallizt á, að hluti af Tékko-Slo- vakíu yrði afhentur Þýzkalandi ásamt hinum ramgerðu varn- arvirkjum Tékka i Bæheims- að þið verðið í vetur að taka af því heyi, sem þið ætluðuð fénu, og setjið það í voða vegna þess. Munið því eftir hrossunum strax í haust, er þið setjið á, og gerið ráð fyrir því, að þau þurfi sitt. Ásetningsmennirnir fara nú að koma til ykkar, bændur. Þeir eiga að sjá um að þið setjið ekki of mikið á, og þeir eiga að útbreiða þá hugsun, helzt rót- festa hana í hverjum bónda, að setja svo á, að alltaf sé öruggt, að hann geti fóðrað allar sínar skepnur, svo að hann hafi full- an arð af hverri skepnu, og að arðurinn sé viss, hvernig sem árar. Á þetta vildi ég minna nú, meðan sláturtíð enn stendur yf_ ir, og aldrei veldur sá, er varir. Verið því viðbúnir, veturinn get- ur orðið harður. 2. okt. 1938. Páll Zophoniasson. og þeirri, að mjólkurlögin hafi orðið til bölvunar fyrir bændur. Ég veit, hvað ég fékk fyrir mína mjólk áður og hvað ég fæ nú. Það getur vel verið, að þau séu til bölvunar fyrir einhverja suður í Rvík, en þá ættu menn- irnir að segja það eins og það er. Það er ekki gott að þurfa að gera einstökum mönnum tjón, jafnvel þó þeir megi við því. Og ég myndi vilja taka það til athugunar, ef rétt væri frá skýrt. En það þýðir ekkert, að segja mér, að það, sem ég græði á, sé sjálfum mér til bölvunar efnalega. — Og svo er verið að segja bændunum, í öðru orðinu, að þeir fái ekki nóg verð fyrir kjötið í Rvík, en í hinu orðinu, að kjötverðið sé sett of hátt og þessvegna gangi kjötið ekki út. Þetta sýnist mér ekki koma vel heima. Og það geta ekki verið heilbrigðir menn, sem svona tala. Að ég nú ekki tali um ósköp- in, þegar farið er að lýsa ráð- herrunum okkar og þingmönn- unum, sem eru með stjórninni. Önnur eins þrælbein eiga svo sem ekki að finnast á guðs grænni jörð. Það er sagt frá því í ísafold, að þeirra eina áhuga- mál sé að eyðileggja atvinnu- vegina og gera alla fátæka. Ég trúi því nú ekki fyrir mitt leyti, að þetta vilji nokkur maður gera. Og ekki veit ég hvernig ráðherrarnir gætu hugsað sér aö stjórna, ef þeir eyðilegðu bæði landbúnað og sjávarútveg og gerðu allt fólk svo fátækt, að það gæti ekki borgað í ríkissjóð- inn. Ég get sem sé ekki séð, að þessir menn hefðu neinn hag af því að láta atvinnuvegina hrynja í rústir, og hversvegna ættu þeir þá að vilja það? Ég efast ekki um, að það sé fjöllum. Þjóðaratkvæöi skyldi fara fram í einstökum vafa- héröðum Súdetalandsins. Það var boðað, að Chamberlain og Hitler myndu hittast innan fárra daga í þorpinu Godesberg við Rín og ræða nánar um framkvæmd þessara tillagna. Stjórnmálamenn Tékko-Slo- vakíu urðu lostnir undrun og ótta. En eftir valdboði sinna voldugu bandamanna gekk tékkneska stjórnin að tillögun- um. En forsætisráðherrann tékkneski, dr. Hodza, lagði niður embætti sitt. Þjóðhetjan Syrovy myndaði nýja stjórn allra flokka. Einnig í Bretlandi og Frakklandi vakti þessi nýi boð- skapur stórkostlega andspyrnu. En hér var enn nýrra tíðinda að vænta. Þegar forsætisráð- herrann brezki kom til Godes- berg, var Hitler þar mættur með ný áform og nýjar kröfur. Og nú hefst næst síðasti þátt- ur þessa grimma leiks um örlög lítillar þjóðar. í Tékko-Slovakíu var fyrirskipuð almenn hervæð- ing varnarskyldra borgara inn- an sex klukkustunda. Þá nótt og næstu er hin glæsta stórborg, Prag við Moldau, dimm eins og gröf, þar vita menn að Göring hefir 15 þúsund hernaðarflug- vélar reiðubúnar. í Frakklandi er lýst yfir hervæðingu kl. 4 þá sömu nótt. í Bretlandi er út- hlutað gasgrímum og hinn mikli floti er hafður til taks. Og nú neitar tékkneska stjórnin á- kveðið hinum nýju kröfum Hitlers. Svarsins er ekki langt að bíða. Þýzkaland býður út milljónaher á hádegi næsta dag. rétt, sem ísafold mín segir, að í Sjálfstæðisflokknum séu margir góðir menn. Ég er viss um, að það eru góðir menn í öllum flokkum. En þeir eru náttúrlega ekki allir sammála, og hver stétt og einstaklingar þykist þurfa að gæta sinna hagsmuna. — ísafold segir, að Sjálfstæðismenn séu spar- samari en aðrir og að þeir séu mikið á móti skuldum og skött- um. Hún segir, að Jón Þorláks- son hafi borgað skuldir. Hann er nú því miður fallinn frá og getur ekki borgað fleiri skuldir þó að Sjálfstæðisflokkurinn fengi stjórnina. En ekki var Jón á móti öllum sköttum. Ekki veit ég betur en að hann léti leggja á verðtollinn í sinni stjórnartíð. Og hann hækkaði gengið og þar með allt kaup og verð á útlendum vörum. Það var ekki góð ráðstöfun fyrir bændur og útgerðarmenn. Nú er Ólafur Thors formaður Sjálfstæðis- flokksins, og hann er sjálfsagt velviljaður maður á sína vísu. En ekki hefir hann látið Kveld- úlf græða nú í seinni tíð, heldur ekki verið fésæll maður sjálfur eins og Jón Þorláksson. Mér er líka sagt, og hefi heldur ekki séð því beinlínis mótmælt í ísa- fold, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bæði aukið skuldir og hækkað útsvör í Rvík á síðari árum. Það er kannske fyrir vont árferði. En ekki skil ég í, að ár- ferðið breytist, þó ísafoldar- menn komist í ríkisstjórnina. Og þá kem ég einmitt að þessu með árferðið og kreppuna. ísafold segir frá því núna í haust, að kreppan sé stjórninni að kenna og að ef Sjálfstæðis- menn kæmust til valda, myndi ekki vera nein kreppa. Ef þetta væri satt, myndi ég að minnsta kosti ekki hika við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En þetta geta mennirnir ekki sagt af því að þeir meini það, heldur af því að þeim líður illa. Ég hafði nú haldið, að það væri kölluð kreppa, ef framleiðslan bregst eða illa gengur að selja hana. Og ekki skilst mér, að stjórnin geti gert að því, þó að þorskur- inn gangi ekki á miðin og aflinn hafi nú í þrjú undanfarin ár verið þar af leiðandi helm- ingi minni en venjulega. Ekki gat hún komið í veg fyrir stríð- ið á Spáni, og ekki held ég að það sé af hennar völdum, þó að Norðmenn og Englendingar banni okkur að flytja þar inn allt það kjöt, sem við viljum eða að saltfiskurinn hefir selzt seint og borgast illa. Mér skilst líka, að þeir, sem selja saltfisk- inn séu aðallega ísafoldarmenn, og þeir hafa sjálfsagt gert það, sem þeir hafa getað. Það hefir heldur aldrei verið siður í mínu byggðarlagi, að kenna stjórn- inni um harðindi eða sjúkdóma (FramhalcL á 3. síðu.) Á milljónum heimila um ger- valla álfuna, er gengið til hvílu í þungum hug. Og menn sjá fyrir innri augum blóðugan val — áður sól er af lofti næsta dag. En á skammri stund skipast veður í lofti. Herútboð Þýzka- lands var ekki framkvæmt þennan dag. Árdegis þann 29. september eru fjórir valdamestu menn Evrópu utan Rússlands, á hraðri ferð á landi og í lofti á- leiðis til Miinchen: Chamber- lain, Daladier, Mussolini, Hitler. Og seint að kvöldi sama dags berst út boðskapurinn um að friðinum sé borgið. í öllum höf- uðborgum álfunnar vekja þessi tíðindi fögnuð mikinn, nema í Prag — því að Tékkar verða að borga fyrir friðinn. Þegar þetta er ritað, berast fregnir um að hersveitir Hitlers séu að fara inn í Súdetahéröðin. Andstæð- ingar nazismans í þessum hér- öðum flýja heimili sín tugum þúsunda saman. Og nú hefir stjórnin í Prag heldur ekki bolmagn til að standa gegn Pól- verjum og Ungverjum. Þeir taka líka sinn skerf á kostnað lítil- magnans. í Bretlandi er hinum aldur- hnigna forsætisráðherra tekið eins og þjóðhetju. Það er talað um, að hann fái friðarverðlaun Nobels. Tveggja til þriggja sólarhringa umhugsun um dauðann hefir gert hljótt um þær raddir, sem fyrir fáum dög- um vöruðu við undanlátssemi við ofbeldið. Og þó eru þessar raddir enn margar og sterkar. Duff Cooper flotamálaráðherra

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.