Tíminn - 11.10.1938, Síða 3
51. blatS.
TÍMIMV. frrigjndaginn 11. okt. 1938
303
B Æ K U R
Ársrit Skógrœktarfélagsins
1938.
Þýðing Guðmundar Hannes-
sonar á bók norska rithöfund-
arins Christian Gjerlöff, Skóg-
urinn og æskulýðurinn, fyllir
nær ársrit Skógræktarfélagsins
að þessu sinni.
Bókin hefst á lýsingu þess,
hvernig gróðurmoldin myndast
og skógarnir rísa upp, eftir
að fimbulvetur ísaldarinnar er
liðinn hjá í hinum norðlægu
löndum. Fylkingar bari'skóga og
laufskóga brjótast fram og setj-
ast að, jafnt út við sjó sem upp
til fjalla. í skjóli þessara skóga
reistu mennirnir hús sín og
heimili. Skógurinn veitti þeim
flest sem þeir þörfnuðust, við til
húsagerða og smíða, eldsneyti,
tágar í körfur, börk til að mala
saman við kornið á harðindaár-
um og þekja húsin með, vendi
til að ala upp þjóðina með o. s.
frv.
En skógurinn hefir oft sætt
illri meðferð. Úti í löndum má
finna þess mörg dæmi, að menn_
ingarriki hafi liðið undir lok með
skóginum, t. a. m. Gyðingaland.
Þar sem Libanon-skógar voru
áður, eru nú auðnarlönd. Jafn-
vel í hinu skógríka landi, Noregi,
eru skógai'nir víða eyddir. Þar
sem skógurinn er horfinn, eru
vesælustu hlutar landsins. Þann-
ig leiðir höfundurinn rök að
blessun þeirri, sem fylgi skógun-
um.
Síðustu kaflarnir fjalla um
friðun skjólskóganna og nýrækt-
ina í Noregi. Skólabörnin og
æskulýðsfélögin hafa tekið að
sér trjáplöntun, margar milljón-
ir plantna á ári hverju. Oft hefir
mistekizt að velja þær trjáteg-
undir, sem hentuðu bezt og
margt farið í handaskolum, en
árangurinn er samt sem áður
einsær. Á 40 árum hafa iðnar
barnahendur gróðursett 40 millj.
trjáa.
Þessi bók er hin eindregnasta
skírskotun til hlýhugar, sem ís-
lenzk æska ber í brjósti til fóst-
urjarðarinnar. Margt er það að
vísu, sem þar er sagt, er ekki á
við hér á landi, en hin rika
hvatning til ungra og gamalla,
um að græða skóginn á ný, er
máske hvergi tímabærari en hér
á landi.
Ný tónverk.
Serenaði tíl Reykjavíkur. Lag
eftir Sigvalda Kaldalóns, við
kvæði eftir Tómas Snorrason.
Förumannaflokkar þeysa. Lag
fyrir karlakór eftir Kai'l Run-
ólfsson, við kvæði eftir Davíð
Stefánsson.
Nú sigla svörtu skipin. Lag
fyrir karlakór eftir Karl Run-
ólfsson, við kvæði eftir Davíð
Stefánsson.
Hljómboðar II. Lög eftir Þór-
arinn Jónsson frá Hánefsstöð-
um, við 26 kvæði eftir ýmsa höf-
unda.
ÍÞRÓTTIR
Svtfflug.
í kvöld kl. 8.30 verður út_
breiðslufundur fyrir svifflug-
íþróttina í Oddfellowhúsinu. Þar
verður sýnd ágæt kvikmynd frá
flugdeginum á Sandskeiðinu í
sumar og einnig frá svifflugæf-
ingum við Vífilsfell. Eru rúm tvö
ár síðan Svifflugfélagið var
stofnað hér í Reykjavík. Eru í
félaginu 30 virkir félagar. Hafa
þeir unnið ósleitilega. Eiga þeir
nú tvær svifflugur sem þeir hafa
smíðað sjálfir, þriðju sviffluguna
keyptu þeir af leiðangursmönn-
unum þýzku. Þá hafa þeir kom-
izt yfir, tvo bíla, sem þeir nota til
flutninga á tækjum og mönnum
á æfingastað, og loks er að nefna
flugskýlið á Sandskeiðinu, sem
er mikið hús og vandað, keypt
austur við Sog, en flutt og reist
í tómstundum af félagsmönnum
sjálfum. Telur Agnar flugmaður,
að um Norðurlönd að minnsta
kosti, hafi hvergi náðzt annar
eins árangur á jafnskömmum
tíma og hjá þessu félagi. 21 hafa
lokið A-prófi, 8 B-prófi, 5 C-
prófi, 2 Meira-C, og þrír hafa
staðizt próf við að stýra svif-
flugu, sem dregin er á loft af
vélflugu.
Til þess að koma öllu þessu til
vegar, hafa félagarnir orðið að
leggja fram 35 kr. inntökugjald
og 8 kr. mánaðargjöld. Höfðu
þeir hver um sig orðið að leggja
fram 135 kr. í peningum og 60
klst. í vinnu við flugtækjasmíði,
áður en flugæfingar gátu hafizt.
Nú verður inntökugjaldið fært
niður í 10 kr. og mánaðargjaldið
í 5 kr. og geta nýir þátttakendur
strax komizt að við verklegar
flugæfingar, sakir þess, hve
flugtækin nú eru orðin mörg.
Svifflug er talið í fremstu röð
íþrótta um holl uppeldisáhrif.
Tóbak og áfengi eiga ekki sam-
leið með þeim, sem ætla sér
„upp í loftið“. Þá þroskar það
þolgæði, varfærni og ályktunar-
gáfu. En er jafnframt hagnýtt
á þann hátt, að þaðan yrðu
valdir menn til vélflugnáms.
Auk félagsins hér í bænum er
starfandi svifflugfélag á Akur-
eyri. Hafa félagsmenn þess
byggt sér svifflugu og munu
nokkrir þeirra vera talsvert
langt á veg komnir. í stærri
kaupstöðum og víðar þar sem
þéttbýlt er, ætti að vera hægt
að æfa svifflug. Efniviður í
svifflugu er tiltölulega lítill og
myndi flugmálaráðunauturinn
fús að veita nánari upplýsingar
og leiðbeiningar þessu viðkom-
andi, mönnum, er þess kynnu
að óska.
w
Sigurður Olason &
Egill Sígurgeírsson
Málllutningsskrífstofa
Austurstrætí 3. — Sími 1712.
(Q)|taupfélaqi&
(Qkaupféiaqié
Verðlisti
Pöntunarverð:
Hveiti 1. fl. 0.42 kgr. Kremkex 2.50 kgr. Sykurvatn, 1/1 fl. 1.48 fl.
Rúgmjöl, danskt 0.25 kgr. Kex Salon 2.20 kgr. Sykurvatn, 1/2 fl. 0.88 fl.
Hrisgrjón 0.36 kgr. Salt 0.12 kgr. Edik, 1/2 fl. 0.48 fl.
Hrísmjöl 0.38 kgr. Kakao 2.20 kgr. Kryddbréf 0.18 br.
Haframjöl, gróft 0.42 kgr. Kaffi, óbrennt 1.90 kgr. Maccarónur, 250 gr. 0.50 pk.
Haframjöl, fínt 0.52 kgr. Kaffi, br. & malaff 0.80 pk. Rommbúðingur 0.42 pk.
Haframjöl, pk. 1 kgr. 0.75 pk. Smjörlíki 1.30 kgr. Vanillebúðingur 0.18 pk.
Sagogrjón 0.58 kgr. Mjólkurostur 30% 2.20 kgr. Tip Top þvottaduft 0.43 pk.
Baunir 0.70 kgr. Lyftiduft 2.00 kgr. Perla þvottaduft 0.45 pk.
Kartöflumjöl 0.42 kgr. Flórsykur 0.75 kgr. Sódi 0.25 kgr.
Melis 0.55 kgr. Kókosmjöl 1.80 kgr. Krystalsápa 0.95 kgr.
Strausykur 0.45 kgr. Bökunardropar, 30 gr. 0.60 gl. Stangasápa 0.57 st.
Kandís 0.77 kgr. Sósulitur 0.60 gl. Toilettpappfr 0.23 rúll.
Matarkex 1.90 kgr. Tómatsósa 1.40 fl.
Verö i heilum lekkjnm
Hveiti, 1. fl. 18.50 50 kgr. Hrísgrjón 16.25 50 kgr. Hænsnamjöl 14.75 50 kgr.
Rúgmjöl, pólskt 10.00 50 kgr. Haframjöl 20.50 50 kgr. Síldarmjöl 24.50 100 kgr.
Bl. hænsnakorn 14.50 50 kgr.
a 1. KRON selur ekki aðelns 10 tegundir á lágu verði(pöntiiuarverði)lield-
ur allar.
3. KRON bindur yður ekki við að kaupa ákveðið niagn, þér ráðið sjálf
hve mikið ]»ér kaupið.
3. KRON endurgreiðir þann tekjuafgang er verða kann af rekstrinum.
4. KRON hefir lækkað verðlagið á matvöru í Reykjavík, svo að matvör-
ur eru hér ódýrari en í öðrum höfuðborgum Norðurlanda.
Verzlið þar sem ódýrast er
O^kaupféiaqiá
Kauptu KELVIN-DIESEL, og
þú verffur efnaffur eins og Skoti.
Tilkynning:
nm lȒislsiOaski|ili
Þeir, sem hafa flutt búferlum og hafa
innanstokksmuni sína hrunatryggða,
eða eru líftryggðir hjá oss, eru hér-
með áminntir um að tilkynna oss bú-
staðaskipti sin nú þegar.
Sjóvátryqqi
Eimskip 3. hæð.
aqislands
Sími 1700.
duga skal, og mest þar sem bezt-
ir eru möguleikarnir og mest á
að vinna. í þremur síðustu ár-
göngum Búnaðarritsins hefir
ekki komið nein grein um garð-
yrkju og engm tilraunaskýrsla
um þá hluti. í Frey hafa á árun_
um 1936—38 komið 9—10 grein-
ar um garðyrkju, þótt það sé
betra en ekkert, er það ekki
mikið á þeim árum sem ætluniri
var að aukning garðyrkjunnar
væri mál málanna á sviði jarð-
ræktarinnar. Engri verklegri
kennslu í garðyrkju hefir verið
haldið uppi er sé svo háreist að
menn læri að nota sjálfsögðustu
hestaverkfæri við ræktunina.
Menn verða að hafa hugfast, að
það er allt annað að rækta lítinn
garð til heimilisnota og yndis-
arðs, heldur en að framleiða svo
um muni til sölu og fjárhags-
hagnaðar.
Þessi ummæli verða ef til vill
skoðuð sem ádeila, en ég spyr:
Ef sett er mark eins og það að
efla kartöfluræktunina og spara
við það svo nemur hundruðum
þúsunda í gjaldeyri, verður þá
ekki líka að horfast í augu við
veruleikann og sinna þeim að-
gerðum sem nauðsynlegar eru
svo eitthvað þokist að markinu.
Mest ríður á að efla ræktunina í
nærsýslum Reykjavíkur og ef
bændur þar eru það tornæmari
á eigin hag en þeir í Hornafirði,
verður að ganga harðara að um
„kennsluna“. Nú í haust þarf
að gera alvöru af því að afla yf-
irlits yfir kartöfluræktunarskil-
yrðin á Suðvesturlandi. í vetur
þarf að undirbúa aukna ræktun
í þeim sveitum, sem bezt hafa
skilyrðin og á komandi vori
verður að le).ðbeina mönnum
með ræktunina langt um betur
og ötullegar en gert hefir verið
undanfarið. Þetta mætti vera
aðalverk héraðsráðunautanna í
haust, vetur og vor, og veitti
ekki af að meiri starfskröftum
væri beint að því verki.
Áríðandi er að bændur um
land allt taki frá útsæði í haust
til næsta vors, allir þeir sem
fengið hafa þá uppskeru að hún
sé hæf sem útsæði. Er betra að
treysta á fremsta hlunn með
heimafengið útsæði, því sjúk-
dóma hefir lítið orðið vart í
sumar, heldur en að verða ein-
göngu að nota útlent útsæði
næsta vor. Geymið eigin útsæði
og kaupið jafnvel heldur matar-
kartöflur í vetur, ef á þarf að
halda.
7. okt. 1938.
Árni G. Eylands.
Kopar
keyptur í Landssmiffjunni.
Septembermánnður
(Framhald af 2. síðu.)
mjög undarleg, því að þeir
stungu ekki upp á neinum
manni sjálfir, en greiddu at-
kvæði gegn báðum þeim bæjar-
stjóraefnum, er í boði voru. Má
bví segja, að fleiri en kommún-
istar sýni ábyrgðarleysi í þorp-
unum austanlands.
Þessu yfirliti um viðburði síð-
astliðins mánaðar verður ekki
lokið án þess, að minnst sé frá-
falls eins hins merkasta manns
í íslenzkri bændastétt, hugvits-
og atorkumannsins Bj arna Run-
ólfssonar í Hólmi í Landbroti í
Vestur-Skaptafellssýslu. Hann
andaðist 4. sept. og aðeins 47
ára gamall og var til grafar
borinn í heimagrafreit á bæ sín-
um þann 18. sept. Um Bjarna
sál. og hin þjóðkunnu störf
hans hefir Helgi Lárusson frá
Kirkjubæjarklaustri ritað ítar-
lega hér í blaðið. Bjarni í
Hólmi átti sæti í miðstjórn
Framsóknarflokksins og var
einn af beztu og áhugasömustu
liðsmönnum flokksins. En einn-
ig meðal stjórnmálaandstæð-
inga hans innan héraðs og ut-
an er nú talið skarð fyrir skildi,
þar sem hann var.
44 ______________ Andreas Poltzer:
elskandahlutverkið en sagði kuldalega:
— Þér verðið að giftast mér. Við getum
látið ástæðuna liggja á milli hluta, í bili.
En ef þér talið öllu skynsamlega, skal ég
lofa yður einu: Þér skulið fá allt, sem
nokkur kona getur óskað sér og liægt er
að fá fyrir peninga.
Patricia heyrði varla hvað hann sagði.
Hugsun hennar var í uppnámi. Meðvit-
undin um hættuna, sem hún var stödd í,
skerpti hugvitsgáfu hennar. Meller sá
allt í einu, sér til mikillar furðu, að stúlk-
an brosti hæðilega.
— Nú eigið þér um það bil fimm mín-
útur eftir af umhugsunartímanum, til
að ákveða yður, sagði hún.
— Ákveða hvað? spurði Meller forviða.
— Ákveða það að fylgja mér út úr hlið-
inu og sleppa mér með kurteisri afsökun
fyrir það grófa gaman, sem þér hafið
haft í frammi við mig í kvöld.
— Mér veitist ofur hægt að stilla mig
um það, sagði Meller hæðilega.
Patricia leit á úrið sitt.
— Eftir fjórar mínútur umkringir lög-
reglan húsið. Flýtið þér yður, herra Mel-
ler!
— Þér reynið að blekkja mig, Patricia,
en það tekst ekki. Haldið þér, að ég sé
það barn að trúa yður?
_— Eins og yður þóknast, Meller. Ég
Patrieía 41
— Ungfrú Holm! Klukkan kortér yfir
ellefu, eða eftir nálægt tuttugu og fimm
mínútur, verðum við gefin saman 1
hjónaband!
Á ýmsu hafði Patricia átt von, en þessi
rólegu ummæli gengu þó fram af henni.
— Ég sé, að orð mín vekja undrun hjá
yður, hélt Meller áfram, án þess að
breyta svip. Ég hefði gjarnan viljað gefa
yður dálítið lengri frest til þess að venj-
ast tilhugsuninni, en því miður eru ýms-
ar knýjandi ástæður til þess, að hjóna-
bandið verður að fara fram fyrir mið-
nætti....
Patricia hafði náð sér svo aftur eftir
skelfinguna, að hún gat þó komið upp
orði. Hún stillti sig eins og hún gat, er
hún sagði:
— Ég geri ráð fyrir að þér séuð að gera
að gamni yðar. En það er grátt gaman,
herra Meller — ef þér heitið þá þvi
nafni!
— Já, það vill svo til, að það er rétta
nafnið mitt. Og ég myndi aldrei leyfa
mér að hafa svo alvarlegt mál í flimting-
um. Eftir kortér kemur maður hingað.
Hann er prestur og framkvæmir athöfn-
ina. Öll nauðsynleg skjöl eru til reiðu.
Leyfisbréfið og skírnarvottorð yðar, ung_
frú Holm! Ég hefi leyft mér að taka af-
rit af því án yðar vitundar....