Tíminn - 22.10.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
Edduhúsl, Llndargötu 1D.
SÍMAR: 4373 Og 2353.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA,
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
Edduhúsl, Lindargötu 1 D.
Sími: 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Simar: 3948 og 3720.
22. árg.
Reykjavík, langardaginn 22. okt. 1938.
56. blað
Stoinun nýbýla
Ferðalag J. J.
um Bandaríkin
eílurnar í danska
íhaldsflokknum
Nýbýlastjórn heíír veítt styrk
til 200 nýbýla árin 1936-’38
Tíminn hefir snúið sér til
Þórólfs Sigurðssonar frá
Baldursheimi, skrifstofu-
stjóra Nýbýlasjóðs, og feng-
ið hjá honum þær upplýs-
ingar, sem hér fara á eftir:
Lögin um nýbýli og samvinnu.
byggðir gengu í gildi í ársbyrj-
un 1936, og samkvæmt þeim
hefir því verið unnið að stofnun
nýbýla og endurbyggingu eyði-
býla víðsvegar um landið í tæp-
lega þrjú ár.
Fjárlögunum til þessara býla
er þannig háttað að samkvæmt
fjárlögum eru ákveðnar 155 þús-
und krónur árlega, er skiptist
að mestu leyti sem styrkur til
stofnunar býlanna. Ennfremur
eru veitt lán úr nýbýlasjóði til
þeirra, er nema árlega samtals
hérumbil jafnhárri upphæð og
úthlutaðuT styrkur, og útvegar
nýbýlasjóður það veltufé með
sölu verðbréfa innanlands; en
þau verðbréf eru tryggð með
ábyrgð ríkissjóðs.
Samkvæmt nýbýlalögunum má
verja allt að 3500 króna styrk
til stofnunar nýbýli og allt að
3500 króna láni, eða samtals
7000 krónur.
Nýbýlastjórn ríkisins hefir
borizt fjöldi umsókna um þessi
fjárframlög til nýbýla úr öllum
sýslum og kaupstöðum á land-
Inu, eða samtals um 500 um-
sóknir öll árin. En 40—50 af
þessum umsækjendum hafa síð-
ar beinzt að endurbyggingar-
sjóði, enda höfðu þeir þá að-
stöðu, að á býlum þeirra var að-
eins um endurbyggingu eldri
bæjarhúsa að ræða, en hvorki
nýbýli né eyðibýli.
Af áðurgreindum umsóknum
hefir nýbýlastj órnin getað tek-
ið til greina, á árunum 1936—38,
allt að 200 styrkbeiðnir; hefir
því fullur helmingur af þeim
erindum, sem henni bárust, orð-
ið að bíða afgreiðslu, og má bú-
ast við að eigi verði unnt að
bæta mörgum við á næsta ári,
sökum þess að eftir er að greiða
síðari hluta af fjárlögunum úr
Nýbýlasjóði til ýmsra býla, sem
nú eru komin skammt á veg.
Ýmsar af styrkbeiðnum til Ný-
býlasjóðs eru frá mönnum, sem
byrjuðu að reisa nýbýli á árun-
um 1930—35 og höfðu fengið lán
til þessa úr Byggingar- og land-
námssjóði eða öðrum lánsstofn-
unum, en gátu þá eigi lokið við
þau sökum fjárskorts. Hafa 35—
40 býli, sem stofnuð voru á þess-
um árum, hlotið nokkurn styrk
úr Nýbýlasjóði til viðbótarbygg-
inga, en engin lán. Þá hafa ver-
ið byggð nýbýli á ca. 30 eyðijörð-
um, sem voru orðnar húsalausar
fyrir 1935, og höfðu ýmsar þeirra
verið óbyggðar svo áratugum
skipti; en um 130 nýbýli hafa
verið reist á löndum þar sem eigi
hefir áður verið byggt. Flest eru
Eftirlit með óleyíi-
legum innflutningi
Fjármálaráðherra hefir lagt
fyrir alla sýslumenn, bæjarfó-
geta og tollstjórann í Reykjavík,
að kynna sér, hvort á afgreiðsl-
um skipafélaganna kunni að
liggja vörur, sem engin innflutn-
ingsleyfi eru fyrir. Hefir það
stundum komið fyrir, að vörur
hafi verið fluttar inn, án þess að
innflutningsleyfi væri fengið áð-
ur. —
á áður óræktuðu landi, en nokk-
ur á óútmældum hluta úr eldri
jörðum, þar sem sneið af túni
var látin fylgja nýbýlinu.
Að svo stöddu verður eigi um
það dæmt hvernig nýbýlingun-
um hefir reitt af á þessum árum.
Byrjunarörðugleikar eru svo
miklir á leið þeirra, og óséð enn
hvernig úr þeim rætist. Á teikni-
stofu Búnaðarbanka íslands og
Nýbýlasjóðs má að sjálfsögðu fá
upplýsingar um hvað byggingar.
kostnaður hefir orðið mikill á
einstökum býlum. Byggingar
hafa orðið talsvert dýrari á
þessu ári en 1936.
Þeir, sem hugsa sér að reisa
nýbýli, ættu að kosta kapps um
að tryggja sér lönd með sem
beztum ræktunarskilyrðum, áð-
ur en þeir ákveða að stofna ný-
býli. Ýmsar af þeim umsóknum,
sem nýbýlastjórn ríkisins hafa
verið sendar, bera vott um hið
megnasta fyrirhyggjuleysi í því
efni. Væri æskilegt að menn
gerðu sér það yfirleitt ljóst, að
stofnun nýbýlis er framtíðar-
mál, sem kostar mikla elju og
árvekni, en ekki augnabliks-
fleyta í atvinnuleysinu fyrir þá,
sem kynnu að vilja hlaupa frá
því síðar, þegar betur kann að
blása í „verinu“ en nú.
ÞorsteínnGíslasoni
rítstjóri
Þorsteinn Gíslason ritstjóri
andaðist að heimili sínu, Þing-
holtsstræti 17, síðastl. fimmtu-
dag.
Hann var tæplega 72 ára gam-
all.
Þessa merka manns verður
nánar'getið hér í blaðinu síðar.
í dag er fyrsti vetrardagur. Hefir
sumarið reynzt betra en á horfðist um
sinn. Vorgróður kom snemma, enda
veitti ekki af, eftir hina miklu hey-
hrakninga á fyrra ári. Síldveiði byrjaði
einnig snemma, og fór vel af stað. En
svo komu langvarandi vorkuldar og
gróður eyðilagðist eða sölnaði að mikl-
um mun, og ógæftir og sjávarkuldar
tóku fyrir síldveiðar um langan tíma.
En tíðin batnaði er á leið sumar, hey-
skaparnýting mun sjaldan hafa verið
jafn góð um allt land, og síldveiði varð
mikil er til kom. Þá hafa dilkar verið
með vænsta móti, er það talið stafa
af því að lengi sumars hafi sauðfé
haft nýgræðing, framan af á láglendi,
en síðan færði fénaður sig ofar í beiti-
löndin, eftir því sem kjarngresið spratt,
en þetta tók lengri tíma nú en endra-
nær, sakir kuldanna framan af sumri.
Vérðlag er óhagstæðara á þessu ári en
hinu fyrra, en þar ráða önnur skilyrði.
i t r
Björn Blöndal löggæzlumaður var
staddur á Bíldudal við Arnarfjörð 7.
þ. m. Skýrir hann frá því, að þá hafi
Arnarfjörður verið „fullur af fiski“, en
aðeins tveir bátar hafi stundað þar
veiðar. Voru það litlir, opnir vélbátar,
og veiði þeirra hvors um sig um 400 af
þorski á dag, en meira báru bátarnir
ekki. Veitt var á línu, og gizkaði Björn
á að lengd hennar svaraði því, að fisk-
ur væri á þriðja hverjum öngli. Enn
skýrði Björn frá því, að einn daginn
hefðu fjórir drengir frá Bildudal róið
með handfæri út undir Kolgrafar-
Jónas Jónsson alþm. hefir nú
lokið ferðalögum sínum um
Canada og vestuxhluta Banda-
ríkjanna og dvelur hann nú
um þessar mundir í austurríkj-
unum.
í bréfi, sem Tímanum hefir
borizt frá merkum lesanda sín-
um í North-Dakota segir nánar
af ferðalögum J. J. þar um ríkið.
.... Jónas Jónsson alþm. kom
til North-Dakota 14. september
s. 1. Hélt hann hinn fyrsta fyr-
irlestur í Upham, en þar’ voru
mættir íslendingar úr bænum
og umhverfinu, Samdrykkja og
ræðuhöld voru á eftir og mælti
Stefán Einarsson fyrir minni
gestsins, en stuttar ræður voru
haldnar af ýmsum, þar á meðal
Guðmundi Grímssyni dómara og
frú hans.
Næsti fyrirlestur var haldinn
að Mountain, en margir íslend-
ingar búa þar og í nágrenninu,
og ferðaðist Jónas Jónsson þar
um byggðina og heimsótti sér-
staklega gamalt fólk, sem orðið
var of lasburða til þess að sækja
fyrirlestur hans. Mæltist það
mjög vel fyrir....
J. J. hélt marga fyrirlestra
næstu daga á ýmsum stöðum.
18. september var haldið til
Rugby og Minot en síðan til
Bismark, sem er höfuðborg
North-Dakota. Ríkisstjórinn
bauð J. J. til fjölmenns miðdeg-
isverðar á Hótel Patterson. Var
hann þar kynntur af Guðmundi
Grímssyni dómara, en kona rík-
isstjórans, Mrs. Lidia Langer,
bauð gestinn velkominn. Borð-
haldinu stjórnaði hæstaréttar-
dómari(Supreme Court Justice)
P. O. Sathre, en fjöldi annara
merkra manna voru þar við-
stfaddir, svo sem forstjórar
ýmissa stjórnardeilda ríkisins,
þingmenn, hæstaréttardómarar
o. fl. Jónas Jónsson hélt þar
snjalla ræðu á ensku, talaði
hann um ísland og íslenzkt mál-
efni fyr og síðar og vakti hún
mikla athygli. — Síðar um dag-
inn sat hann boð í einkabústað
ríkisstjórans, en áður höfðu
honum verið sýndir merkustu
(Framh. á 4. síðu.)
hrygg, en hann er rétt utan hafnar-
innar, og fengu þeir sem svaraði 15
krónu hlut, Einhverntíma hefði notazt
betur að slíkri veiðisæld i Arnarfirði,
en nú vantar annaðhvort báta og önn-
ur veiðitæki, ellegar framtak að bjarga
sér, nema hvorutveggja sé. Verðlag á
þorski er 8 aurar kg. Rækja veiddist
engin á Arnarfirði um þetta leyti,
hugðu menn það myndi stafa af hinni
miklu þorskgengd í firðinum, enda bar
mikið á rækju í þorskmögunum.
t t t
Á Þórshöfn á Langanesi hefir verið
unnið að nýjum framkvæmdum á
þessu sumri. í vor setti Kaupfélag
Langnesinga niður hraðfrystitæki í
hinu nýja kjötfrystihúsi sínu, og voru
þar frystar um 40 smálestir af flök-
uðum fiski, kola og ýsu. Til þessarar
framkvæmdar veitti fiskimálanefnd
lán úr fiskimálasjóði. Kolaveiðin á
Þistilfirði reyndist minni en í fyrra, og
mun víðar vera sama sagan um af-
leiðingar af notkun dragnótarinnar.
Þorskafli hefir verið með betra móti
við Langanes í sumar.
t I t
í fyrrasumar var byrjað að byggja
öldubrjót á Þórshöfn og var því verki
haldið áfram í sumar. Er öldubrjótur-
inn nú 100 metra langur. Þá var í
sumar unnið að bryggjugerð og er það
verk nokkuð á veg komið. Bryggjan er
7 metra breið og 70 m. löng nú, þar af
20 metrar fyrir framan stórstraums-
fjöruborð. Við bryggjuendann er nú
Danski íhaldsflokkurinn hélt
landsþing sitt í byrjun þessa
mánaðar. Var það að því leyti
sögulegt, að hinir einræðis-
sinnuðu auðmenn flokksins biðu
þar fullkominn ósigur.
Undanfarin ár hefir afnám
landsþingsins verið eitt helzta
deiiumálið í Danmörku. Er kosið
til þess á nokkuð annan hátt en
til þjóðþingsins. Vegna þessa
fyrirkomulags höfðu íhalds-
flokkurinn og vinstri flokkur-
inn meirahluta þar í nokkur ár,
eftir að þeir voru komnir í
minnahhitn meðnl kiósondanna
oe í hióðbinainu. Gátu stjórnar-
flokkarnir (sósíalistar og frjáls-
lyndi fiokkurinn) því engum
málum komið fram, nema með
samþykki andstöðuflokkanna,
annars hvors eða beggja.
Stjórnarflokkarnir gerðu því
afnám landsþilngsins að einu
helzta stefnumáli sínu. Haustið
1936 tókst þeim að ná meira-
hluta í Landsþinginu og hafa
síðan haft meirahluta í báðum
þingdeildum.
Stauning forsætisráðherra lét
ekki sigurinn stíga sér til höfuðs
og taldi rétt að fara að öllu með
gætni, þar sem um jafn stór-
vægilegt mál var að ræða og
stjórnarskrá lahdsins. í stað
þess að beita meirahlutanum og
fá kröfum hans strax fram-
gengt, reyndi hann að ná sam-
komulagi við andstöðuflokkana.
Á síðastliðnu vori var tilkynnt,
að samkomulag hefði náðzt í
stjórnarskrárnefndinni milli full
trúa stjórnarflokkanna og í-
haldsflokksins um afnám lands-
þingsins og framtíðarskipulag
þessara mála. Vinstri flokkur-
inn var hinsvegar ófáanlegur til
samkomulags.
Strax eftir að þetta var
kunnugt, byrjaði hörð gagnrýni
innan íhaldsflokksins á fulltrú-
um hans í stjórnarskrárnefnd-
inni. Einkum var formaður
flokksins, Christmas Möller,
gagnrýndur, enda var hann á-
kveðnasti talsmaður samkomu-
rúmlega 10 feta dýpi á stórstraums-
fjöru, en 15 fet á flóði. Alls er nú
búið að vinna að hafnarbótum á Þórs-
höfn fyrir 56 þús. kr. Hefir Alþingi
veitt fé til verksins á árunum 1937—40
og heimild til ríkisábyrgðar fyrir láni
hafnarsjóðs samkvæmt hafnarlögum
frá árinu 1937. Verkstjóri var í fyrra
Gunnlaugur Jónasson bóndi á Eiði,
en í sumar Sveinn Jónsson í Reykja-
vík. En Þorlákur Helgason verkfræð-
ingur níældi höfnina, og gerði vita-
málaskrifstofan áætlun og teikningu
mannvirkja.
t r r
Dansk Ligbrændingsforening hefir
nýlega gefið Bálfarafélagi íslands 5
þúsund krónur til byggingar bálstofu
í Reykjavík. Er þetta fjórða gjöfin,
sem hingað berst frá Danmörku nú í
haust. — Nýlega hefir verið úthlutað
tekjum sjóðs þess, sem sænski auð-
maðurinn Wenner-Gren gaf í fyrra,
til eflingar norrænni samvinnu. Alls
var úthlutað 791.600 kr. Til íslenkra
stúdenta í Svíþjóð var úthlutað 10
þús. kr.
r r r
Á fimmtudaginn var tókst mönnum
frá Kaldrananesi í Strandasýslu að
reka torfu grindahvala á land fyrir
botni Bjarnarfjarðar Voru hvalirnir, er
náðust, um 140 alls og hinir stærstu
5—7 metra langir. Sást torfa þessi
fyrst utarlega á firðinum fyrri hluta
dagsins. Að hvalarekstrinum voru tveir
árabátar og einn opinn vélbátur.
Christmas Möller.
lagsins. Þeir, sem voru óá-
nægðastir stofnuðu hálfleyni-
legan félagsskap, sem þó er
kunnugt um að telur sig andvíg-
an þingræði og vill banna alla
flokkaskiptingu. Einn af þing-
mönnum íhaldsflokksins, Piir-
schel, er aðalmaður þessa fé-
lagsskapar. Margir helztu auð-
menn Dana, eru ýmist i félags-
skapnum eða veita honum fjár-
styrk. Ýmsir hinna yngri manna,
sem standa framarlega í flokkn-
um, hallast einnig á þessa sveif.
Markmið þessa félagsskapar
var m. a. að láta íhaldsflokkinn
rjúfa samkomulagið um stjórn-
arskrárbreytinguna og veita
henni eins mikla mótstöðu og
unnt væri. Þá lýsti hann full-
kominni andstöðu gegn Christ-
mas Möller sem formanni
flokksins.
Christmas Möller tók þegar
ákveðna afstöðu á móti þessari
hreyfingu. Hann færði einkum
þau rök fyrir afstöðu sinni, að
baráttan gegn afnámi lands-
þingsins væri tilgangslaus, þar
'■em þióðin væri raunverulega
búin að krefjast hennar. Slík
barátta myndi aðeins hjálpa
andstæðingunum til að gera
trúanlegri þann áburð,- að í-
haldsflokkurinn væri andvígur
lýðræði. Me® Því að fara samn-
ingaleiðina, fengi íhaldsflokk-
urinn líka meira tillit tekið til
vilja síns en ella. Fyrir flokkinn
sjálfan væri það heimskuleg
stefna, að berjast gegn málum,
sem búin væru að sigra. Fram-
tíðargengi flokksins byggðist
meira á því að berjast fyrir mál-
um en á móti. Flokkurinn ætti
að vera meira jákvæður en nei-
kvæður í starfi sínu. Þetta sam-
komulag þýddi síður en svo að
semja ætti fullan frið við
stjórnina. Með samkomulaginu
losnaði flokkurinn einmitt við
að halda áfram neikvæðri
baráttu gegn ríkisstjórninni
og gæti því beint kröftum
sínum enn meira til já-
kvæðrar baráttu gegn henni,
með því að berjast fyrir ýmsum
málum, eins og t. d. landvörnum
og aukinni vinnumenntun ung-
linga.
Vegna framargreindra at-
burða, var landsfundar íhalds-
flokksins beöið_ með talsverðri
eftirvæntingu. Úrslitin urðu þau,
að Christmas Möller vann mik-
inn sigur. Fundurinn féllst á af-
stöðu hans í stjórnarskrármál-
inu með 457 : 119 atkvæðum.
Um líkt leyti bannaði Samband
ungra íhaldsmanna meðlimum
sínum að taka þátt í félagsskap
Purschels.
Stjórnarskrárbreytingin kem-
ur til meðferðar í danska þing-
inu í vetur. Hefir vinstri flokk-
urinn nú einnig lýst sig fúsan
til samkomulags.
Framkoma Christmas Möller
í stjórnarskrármálinu og Ham-
bros í sambandi við Múnchen-
A KROSSGÖTTJM
Sumrinu lokið. — Þorskafli í Arnarfirði. — Hraðfrystihús á Þórshöfn. —
Hafnarbætur á Þórshöfn. — Gjafir. — Grindhvalir reknir á land á Ströndum.
A víðavangi
Aðalmálgagn Sjálfstæðis-
flokksins, Morgunblaðið, tekur
því mjög illa, að byggt skuli
verða nýtt strandferðaskip. —
Þegar Esja var seld í haust, lét
Mbl. sér það vel líka og viður-
kenndi um leið, sem rétt var,
að söluverðið væri hagkvæmt,
miðað við aldur og gæði skips-
ins. En nú er að heyra á blað-
inu, að ríkisstjórnin hefði átt að
láta Eimskipafélagið hafa þann
erlenda gjaldeyri, sem fékkst
fyrri Esju (450 þús. kr.) til að
greiða upp í 3—4 millj. kr. milli-
landa farþegaskip, sem félagið
hefir á prjónunum. Eftir þessu
að dæma hefir það verið stefna
Sjálfstæðisflokksins, að ekkert
strandferðaskip yrði keypt og
Súðin ein látin nægja.
íjí sjc ífc
En Mbl. bendir á annað úr-
ræði til að bæta úr samgöngum
hinna dreifðu byggða. Það
hugsar sér, að' flugvélar geti
tekið að sér hlutverk strand-
ferðaskipanna, og segir, að
þetta megi gera með „sáralitl-
um stofnkostnaði". Tíminn vill
á engan hátt vanmeta það gagn,
sem hægt kann að vera að hafa
af flugsamgöngum hér á landi
á næstu árum. En það mun láta
nærri, að strandferðaskipin
flytji um 10 þús. farþega og 15
þús. smál. af vörum hafna á
milli á hverju ári. Til þessa
myndi Mbl. sennilega þurfa all-
álitlegan flugflota, og ósýnt, að
hann yrði þjóðinni kostnaðar-
minni en Súðin og nýja skipið.
* * *
íbúar þeirra héraða, sem erf-
iðastar eiga samgöngur, vita
það manna bezt, að ógerlegt er
að vera án þess að fá strand-
ferðaskip í stað Esju. Og það
mega þeir Valtýr og Jón Kjart-
ansson vel vita, að þó bílfært
sé í Austurstræti árið um kring,
fer því fjarri, að svo sé úti um
allar byggðir landsins eða milli
byggða. Og margir af hafnar-
stöðum landsins hafa enn ekk-
ert samband við bílvegakerfið.
* * *
Héðinn Valdimarsson birtir í
gær framhald • af hugleiðingum
sínum um „skuldaskil" nafn-
greindra manna við „socialism-
ann“. Nær stæði honum að gera
grein fyrir sínum eigin „skulda-
skilum“ við Alþýðusambandið.
Tvö félög, sem Héðínn stjórnar,
eiga þar vangoldið eitthvað á
sjötta þúsund króna, eftir því
sem upplýst er í fréttum frá
Alþýðusambandsþinginu í gær.
* * *
Vegna þess, að Héðinn neitar,
að ganga undir „skuldaskil“ er
sagt, að fulltrúar frá félögum
hans muni ekki fá inngöngu á
þingið. En sjálfur fékk Héðinn
að mæta þar í gærkvöldi til að
bera fram varnir í brottrekstr-
armáli sínu.
* * *
Það er einkennilegt, að til
skuli vera verkamenn, sem
telja sig þurfa að halda uppi
sérstökum stjórnmálaflokki hér
úti á íslandi til að annast máls-
vörn fyrir harðstjórn Joseps
Stalins austur í hinu mikla
Rússaveldi. Sjálfsagt er margt
vel bæði um Rússaveldi og Josep
Stalin. En ekki er líklegt, að
þessir virðulegu aðilar geti nokk-
urntíma haft nokkurt gagn af
liðsemd Einars Olgeirssonar eða
Brynjólfs Bjarnasonar, hvort
sem er í viðureign við Hitler eða
Japanskeisara. Það er heldur
ekki vitað, að Stalin eða Rússar
láti sig nokkru skipta um kjör
verkamanna hér úti á íslandi.
Og tiltölulega fáir munu þeir
vera í Rússaveldi, sem gera sér
grein fyrir því, að hinir mætu
menn, Einar, Brynjólfur og
Héðinn Valdimarsson hafi
nokkurntíma fæðst í þennan
heim.
sættina, ætti að geta verið lær-
dómsrík fyrir flokksbræður
þeirra í öðrum löndum.