Tíminn - 22.10.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1938, Blaðsíða 2
222 TÍMIM, langardaginn 22. okt. 1938, 56. blað Namir vid sig ‘jgímtrm Laugardafiinn 22. okt. Húsaleig’ulög í Reykjavík Dýrtíðin í Reykjavík er og hefir verið um langt skeið al- varlegur þáttur í erfiðleikum þjóðarinnar. Vegna þess, hve flest er dýrt í Reykjavík verða launakröfur þar hærri en ann- arsstaðar og margskonar út- gjaldaliðir vegna atvinnurekst- urs. En eitt af því, sem mest stingur í augu í hinni reyk- vísku dýrtíð, er húsaleigan. — Húsaleigan ein gleypir fjórða- part til þriðjung eða jafnvel meira af tekjum margra manna. Það er þung byrði. Og þó er engin trygging fyrir því, að húsaleigan hækki ekki frá því, sem nú er. Ef ekki verður byggt svo mikið, að einhver vottur af samkeppni eigi sér stað á þessu sviði, má alltaf búast við hækk- un. Og það er dýrt á erfiðum tímum, að halda svo áfram byggingastarfsemi í bænum, að gera megi ráð fyrir, að alltaf standi einhverjar íbúðir auðar og haldi niðri húsaleigunni. Á stríðsárunum var skortur á íbúðum í Rvík og húsaleigan steig upp úr öllu valdi. Þá tók Alþingi til sinna ráða og setti húsaleigulög árið 1917. Með þessum lögum var sett húsa- leigunefnd, sem hafði vald til að ákveða húsaleigu, og jafn- framt voru í lögunum gerðar ráðstafanir til að tryggja leigj- endur gegn ástæðulausri upp- sögn. Þessi lög voru felld úr gildi nokkru eftir stríðið. En Fram- sóknarmenn á Alþingi hafa hvað eftir annað borið fram á síðari árum tillögur um sams- konar aðgerðir eða í sömu átt, til að halda niðri húsaleiðunni í Rvík. Sumar þessar tillögur hafa verið um að ákveða upp- hæð húsaleigunnar, eins og gert var samkvæmt áðurnefndum lögum, en einnig hafa fram komið tillögur bæði um há- leiguskatt og stóríbúðaskatt, fluttar af Framsóknarmönnum rétt eftir 1930. Háleiguskattur- inn átti að leggjast á húsaleigu, sem væri fram yfir ákveðið há- mark og myndi því hafa haft þau áhrif að lækka húsaleiguna. Stóríbúðaskattinn átti að leggja á íbúðir, sem telja mátti óþarflega stórar eða herbergja- margar miðað við fólksfjölda. Sá skattur hefir þau áhrif, að menn veigra sér fremur við að búa í „luxus“ íbúðum og myndi þannig losna hlutar af slíkum í- búðum. En auk þess er hann hliðstæður tekjustofn fyrir hið opinbera og tollar á óþarfa varning. Það er áreiðanlega full ástæða til þess að Alþingi fari nú að láta þetta mál rækilegar til sín taka. Húsaleigan í Rvík er stór- mál fyrir höfuðstaðinn og þar að auki er hún mál alls lands- ins. Nú er verið að gera tilraun til að ákveða hámarksverð á ýmsum vörutegundum, sem seldar hafa verið óhæfilega dýrt í Rvík. Og því þá ekki að halda nú áfram á þessari braut og setja hámarksverð á stærsta út- gjaldalið flestra reykvískra fjöl- skyldna, húsaleiguna? Um það liggja fyrir óhrekj- andi sannanir, að fjöldi húsa í bænum, sérstaklega gömul hús, eru leigð óhæfilega dýrt. Og það þarf að koma í veg fyrir, að húsaleigan almennt hækki frá því sem nú er. Um stóríbúðaskattinn er það að segja, að hann má teljast eðlilegur, bæði til að draga úr notkun og byggingu óhæfilega stórra og dýrra íbúða, og engu síður sem tekjustofn. Hitt getur ef til vill verið eitt- hvert álitamál, hvort vænlegra sé til árangurs, að ákveða há- mark húsaleigu eða setja há- leiguskatt. Tíminn mun halda þessu máli vakandi. Næsta Alþingi á hér þýðingarmikið verk að vinna, hver leiðin, sem valin verður af þeim, sem nefndar eru hér að framan. , Blað Jóns í Dal kom út 15. þ. m. Vitnar ritstjórinn þar í grein, er hann sjálfur hafi skrifað 3. sept. s. 1., og telur þar mörg og mikilvæg sannindi að finna. Minnir þetta mjög á einn fyrv. frambjóðanda Bændaflokksins, er þekkti enga betri tilvitnun en „ræðu flutta á Breiðumýri“ af sjálfum honum, svo sem frægt varð á sínum tíma! Þá segir orð- rétt á þessa leið: „Tveir helztu trúnaðarmenn lands- ins, bankastjóri og bankaráðsformað- ur, voru í vor allt að tvo mánuði í lánaleit ytra fyrir ríkisstjórnina og eftir heimkomuna varð ríkisstjómin að lýsa yfir, að ekkert lán hefði feng- ist, nema 2 milljón króna bráða- birgðalán til greiðslu vaxta og af- borgana af lánum ríkisins sjálfs, sem fallin voru í gjalddaga. Þessi erindislok vottuöu, að traustið er glatað og að þjóðin er á barmi ríkisgjaldþrots. í greininni var sýnt og sannað að orsakir ástandsins væru: 1. að skuldirnar út á við væru vaxn- ar þjóðinni langt yfir höfuð, 2. að stjórnarvöldin hefðu skapað falska kaupgetu hjá launastéttunum, er lægi eins og mara á erlenda gjald- eyrinum, 3. að tollar og skattar væru orðnir hærri en í nokkru öðru landi, 4. að framleiðslan til lands og sjáv- ar væri ár frá ári rekin með tapi vegna ósamræmisins í innanlandsverð- laginu, sem stjórnar völdin héldu uppi með og háu kaupi og sköttum og lög- þvinguðu gengi. Loks var það rakið með órækum tölum að þrátt fyrir vandræðin út á við og öll innflutningshöft þá keypti þjóðin meira vörumagn frá útlöndum, en á góðcerinu 1924—25." Tíminn hefir ékki lagt það í vana sinn undanfarið að skipta sér af „andvörpum“ hins svo- kallaða „Bændaflokks“, þar sem flestir eru á einu máli um, að dagar hans séu þegar taldir. Við ofanritaðar ' staðreyndir, sem blað Jóns í Dal þykist hafa „sannað“, er þó rétt að gera eft- irfarandi stuttar athugasemdir: 1. Heimild sú til gjaldeyris- lántöku er ríkisstjórnin fékk í fyrra, var miðuð við það, að lánið yrði tekið smátt og smátt á næstu þrem árum. Það er því ekkert undarlegt, þótt enn sé ekki búið að taka nema hluta þess og aðeins til bráðabirgða. Það er líka blekking ein, að ríkið hafi ekki haft peninga til að greiða vexti og afborganir af erlendum skuldum, heldur átti að taka lán þetta svo að bank- arnir fengju erlendan gjaldeyri til að yfirfæra og þá m. a. fyrir ríkið. 2. Skuldir þjóðarinnar hafa á árunum 1935—37 ekki vaxið nema sem svarar lántökunni til Skoda-verksmiðjurnar eru voldugur heimsauðhringur. Auð- æfi hans eru ein þýðingarmesta ástæðan til þess, að Þjóð- verjar vildu ná á sitt vald Sú- detahéruðunum í Tékkoslóvakíu, þótt annað sé látið í veðri vaka. Foringjar þýzkra þjóðernisjafn- aðarmanna gæta þess venjulega að tala um „þýzkt blóð“, „tékk- neska ógnarstjórn" og „vilja Guðs“ í sambandi við héruð þessi, en ekki hinar margþráðu fallbyssu- og sprengjusmiðjur í Skoda. Samt varð Göring hers- höfðingja það á — enda er hann stundum eigi eins varkár og fé- lagar hans — að lýsa yfir því, á síðasta vori, að enda þótt Sú- deta-héruðin væru fyllilega allrar athygli verð, þá væru Skoda-verksmiðjurnar þó miklu þýðingarmeiri. Þessi ummæli hershöfðingjans komu sér sýni- lega illa, því Göbbels útbreiðslu- málaráðherra fyrirbauð þýzkum blöðum að birta þau. Það hefði líka getað valdið talsverðum óþægindum út á við, ef ummæli Görings hefðu orðið kunn, vegna þess, að alkunnugt er að eigendur Skoda-verksmiðj anna hafa að miklu leyti yfirráð yfir hergagnaiðnaðinum í Mið- og og Suðaustur-Evrópu. Emil Skoda byrjaði í smáum stíl. Árið 1886 varð hann for- stjóri lítillar verksmiðju, sem virkjunar Sogsins. Og ekki bar á því, að Jón í Dal og hans menn settu sig á móti ríkisábyrgð fyr- ir því láni, þegar hún var heim- iluð á Alþingi. 3. Núverandi stjórn hefir fyrst og fremst unnið að því, að auka kaupgetu hjá bændum með setningu afurðalaganna, og reynt að auka kaupgetuna hjá atvinnurekendum yfirleitt með margskonar stuðningi við at- vinnuvegina. Kaupgeta launa- manna hefir ekki verið aukin, heldur þvert á móti úr henni dregið, bæði með hækkun tekju- skatts, hátekjuskatti, afnámi dýrtíðaruppbótar á háum laun- um og fleiri ráðstöfunum, sem koma niður á þeim, sem föst laun taka, en kemur fram- leiðslunni til góða. 4. Nýlega hefir fram farið at- hugun á skatta- og tollagreiðsl- um á Norðurlöndum. Sú athug- un sýndi, að skattar og tollar á Sagan um „vitlausa manninn í skutnum“ varð fræg úr um- ræðum á Alþingi fyrir tveim ár- um. En það er ekki óeðlilegt, að mörgum detti í hug sú saga, þegar þeir lesa það, sem blöð Sjálfstæðisflokksins hafa sagt um gjaldeyrismálin nú síðustu mánuðina. Ádeilur þessara blaða á fram- kvæmd gj aldeyrismálanna eru fullar af mótsögnum. Fyrir þeim sem blöðin skrifa, virðist vaka það eitt að ráðast á allt sem gert er — eða látið ógert — í þessum málum! Ef einhver er óánægður með eitthvað, gera þessi blöð kröfur hans að sín- um kröfum, alveg án tillits til þess, hvort mögulegt sé að sam- ræma allar þessar kröfur. Stefnan virðist vera sú ein að vekja og „magna“ óánægju hjá einhverjum og út af einhverju. Óneitanlega minnir þetta mjög á hinar svokölluðu lýðskrumsað- ferðir, sem nazistar, kommún- istar og aðrir slíkir niðurrifs- flokkar hafa notað erlendis. Ef einhver vildi gera sér grein fyr- ir því, hvað Sjálfstæðisflokk- urinn myndi gera í þessum mál- um, ef hann réði, má það heita alveg ómögulegt, ef fara ætti eftir því, sem sagt er um þau í blöðum flokksins um þessar mundir. Hér skulu nefnd nokk- ur áberandi dæmi: I. Einn daginn segja þessi blöð, að útgáfa innflutnings- leyfa sé allt of mikil. Bankarn- Waldstein greifi átti í Pilsen, en Pilsen, þar sem hið heimsfræga öl er búið til, heyrði þá undir Austurríki. Þá unnu þar aðeins 120 verkamenn. Fimmtíu árum seinna, í heimsstyrjöldinni, unnu að hergagnaiðnaði í Skoda-verksmiðjunum 33 þús- und manns. Rétt fyrir heims- styrjöldina hafði þýzki vopna- kóngurinn Krupp náð fjá^hags- legum yfirráðum yfir verksmiðj - unum og eigendur ensku vopna- verksmiðjunnar Vickers, áttu þar mikil ítök. Aðstaðan breytt- ist við vopnahléið. Verksmiðj- urnar urðu innan landamæra Tékkoslóvakíu og Krupp og Vic- kers fengu ekki lengur að eiga hluti í þeim. Tékkneska stjórnin ætlaði í byrjun að gera verk- smiðjurnar að ríkiseign, en áður en sú ákvörðun væri endanlega tekin, hafði franski hergagna- kóngurinn Schneider eignazt meirahlutann af hlutafénu, og strax eftir það juku verksmiðj- urnar stórkostlega starfsemi sína. Lögðu þær undir sig hvert stóriðnaðarfyrirtækið eftir ann- að. Kolanámur, stálsmiðjur, bifreiðaverksmiðjur, skipa- smiðjur o. s. frv. Nú eiga Skoda- verksmiðjurnar 9 voldugar véla- og málmsmiðjur í Tékkósló- vakíu, og fjölda af kola-, járn- og brúnkolanámum. Véla- og stálsmiðjur Skoda keppa nú við íbúa voru: í Danmörku 130 kr., í Noregi 128 kr., í Svíþjóð 131 kr. og á íslandi 119 kr. í flestum löndum eru þó skattar og tollar miklu hærri vegna vígbúnaðar. 5. í gengismálinu er ekki vit- að, að stjórnarandstöðuflokk- arnir hafi neinar ákveðnar til- lögur viljað gera, að undan- teknu frumvarpi Hannesar Jónssonar, sem var svo van- hugsað, að óframkvæmanlegt mátti heita til nokkurs gagns. 6. Árið 1924 voru keyptar inn í landið (samkv. hagskýrslum) vörur fyrir 63 millj. 700 þús. kr. og árið 1925 fyrir 70 millj. 200 þús. kr. En meðalinnflutningur áranna 1935—37 er 46 millj. 700 þús. kr. Þó áætlaði sænski hag- fræðingurinn Lundberg, að inn- kaupaþörf þjóðarinnar ykist um 700 þús. kr. á ári. Þessar fáu athugasemdir nægja. Þær sýna að Jón í Dal heldur sig enn Morgunblaðs- megin við sannleikann, þrátt fyrir þá áminningu, sem hann hefir fengið frá kjósendum í þessu landi. ir hafi ekki við að yfirfæra sam- kvæmt leyfunum. Tregða á því að greiða erlendar kröfur komi óorði á viðskipti landsins. En þegar reynt er‘að draga úr innflutningi byggingarefnis í Rvík, eftir að gjaldeyrisnefnd er tvisvar búin að veita slíkan inn- flutning, í bæði skiptin með þeim fyrirvara, að ekki sé hægt að veita meira á árinu, ætlar Mbl. af göflunum að ganga og segir, að það „gangi glæpi næst“ að reyna að spara þennan inn- flutning. II. Stjórninni er legið á hálsi fyrir það í þessum blöðum, að of mikill innflutningur sé á tó- baki og áfengi. Henni er borið á brýn, að hún haldi að almenn- ingi neyzlu þessara vara og vilji láta „þjóðina lifa á brennivíni“! En þegar reynt er að draga úr notkun annarar þessarar vöru- tegundar með því að hækka tó- baksverðið, verða þessi sömu blöð æf af reiði og segja að tó- bakið sé nauðsynjavara fyrir almenning. III. Stundum er því haldið fram í blöðum Sjálfstæðis- flokksins, að innflutningshöft- in séu áhrifalaus og ekki hafi tekizt að ná neinum árangri af framkvæmd þeirra. En í hinu veifinu, og stundum svo að segja á sama tíma, gefur að líta um það feitletraðar frá- sagnir í dálkum þessara sömu blaða, að hér á landi sé stór- kostlegur vöruskortur vegna stærstu hringa í heimi í þeirri grein. Þær geta byggt hvers- konar aflstöðvar, sem er, og smíða sjálfar til þess allt frá smæsta raftæki upp í allra stærstu hluta þeirra. Þær eru langstærstu bifreiðaframleið- endur í Tékkóslóvakíu og fram- leiða allar tegundir bifreiða. Út um allan heim hafa þeir tekið að sér að byggja brýr, raforku- stöðvar og hverskonar verk- smiðjur. f Kína eru t. d. flestar eimreiðar byggðar af þeim og í risahafskipinu Normandie eru allir stærstu stálsteypuhlutirn- ir framleiddir af Skoda. En sérgrein Skoda-verksmiðj - anna er þó hergagnaiðnaðurinn. Alla 365 daga ársins dreifa þær út byssum af öllum gerðum, rifflum, vélbyssum, fallbyssum, flugvélabyssum, loftvarnar- byssum, sprengikúlum og sprengjufn af öllum tegundum, hvort sem þær eiga að notast á sjó, landi eða í lofti. Ennfrem- ur smíða þær allar gerðir flug- véla og hafa selt fjölda af þeim til hermálaráðuneyta Belgíu, Lithauen, Jugóslavíu, Rúmeníu og Póllands. í Póllandi er útbú Skoda-verksmiðjanna langbezt útbúna hergagnaverksmiðjan þar í landi og rúmenski herinn er að miklu leyti háður útbúnaði frá þessum verksmiðjum. í Ung- verjalandi hafa verksmiðjurnar útbú og eiga m. a. stóra hluti í stærsta bankanum í Ungverja- landi. Ef þýzka stjórnin hefði verið í nokkrum vafa um þýðingu þessara verksmiðja, þá hefði Þorvaldur Skúlason listmálari Meðal hinna góðu gesta, sem hafa heimsótt landið í sumar, er Þorvaldur Skúlason listmál- ari. Hann hefir dvalið erlendis um samfleytt 11 ára skeið, í ýmsum löndum álfunnar við nám. Hann kom hingað í júli og kemur væntanlega til með að dvelja hér enn um þriggja vikna skeið. Þorvaldur er ættaður úr Húnavatnssýslu, sonur Skúla heitins Jónssonar, kaupfélags- stjóra. Þorvaldur nam fyrst málaralist hjá Ásgrími Jónssyni, og sigldi síðan til Noregs til framhaldsnáms. Stundaði hann um hríð nám á „akademíinu“ í Oslo, hjá meisturunum Axel Re- vold og Jean Heiberg. Síðan var hann tvö og hálft ár í París við nám hjá Maræl Gromiarc og fór þaðan nokkru síðar til Ítalíu til að afla sér enn frekari þekking- ar í málaralistinni. — Hann hefir tekið þátt í sýningum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og verið félagi í „Koloristerne“. — Myndir hans hanga nú í ýmsum þekktustu listasöfnum á Norð- urlöndum, þar á meðal í Göte- borg og „akademíinu“ í Oslo. Þorvaldur Skúlason hefir fengið mjög góða dóma um verk sín, og þar á meðal hjá mjög ströngum og viðurkennd- um listdómendum, eins og t. d. Paul Uttenreiter og hinum fræga danska málara Lund- ström. Það er mjög leitt, að ekki skuli vera hægt að taka hér á móti slíkum listamanni sem Þorvaldi Skúlasyni á þann hátt, sem hon- um er samboðinn. Hér er ekki einu sinni til neitt sérstakt hús til þess að sýna í málverk, og hafa málarar hér til þessa orðið að notast við skóla eða sam- komuhús í því skyni, sem er þó einnig hörgull á um þetta leyti árs. Af tilviljun heppnaðist Þor- valdi Skúlasyni að fá húsrúm fyrir málverk sín á Vesturgötu 3, og þangað eru allir Reykvík- ingar velkomnir. Ágúst Pálsson. innflutningshaftanna og allar birgðir á þrotum, að kaupmenn verði að okra á vefnaðarvöru og búsáhöldum af því að innflutn- ingur þessara vara hafi verið skorinn svo mjög niður og að smiðir í Rvík standi uppi at- vinnulausir vegna vöntunar á byggingarefni. IV. Um það er farið mörgum og fjálglegum orðum, að inn- kominn gj aldeyrir bankanna hrökkvi ekki til að borga í tæka tíð þann takmarkaða innflutn- ing, sem leyfður er, og• sem (Framh. á 4. síðu.) Krupp sjálfsagt getað sannfært hana um annað. Auðkýfingur- inn frá Essen, sem nú hefir meiri áhrif en nokkur annar maður í Þýzkalandi, að undan- teknum helztu foringjum naz- ista, hefir aldrei getað gleymt því, að honum var ýtt út úr Skoda-verksmiðjunum. í stríð- inu setti hann upp útbú frá Kruppsverksmiðjunum í Berns- dorf í Austurríki, til þess að smíða hergögn fyrir Miðveld- in. Eftir stríðið jók hann mjög þær verksmiðjur til þess að keppa við Skoda-verksmiðjurn- ar og fékk jafnvel enska félagið Vickers í lið með sér, enda hafði því félagi gramist að þurfa að víkja úr Skoda-verksmiðjunum. Árin eftir heimsstyrjöldina urðu Krupp-Bernsdorf verksmiðjurn- ar höfuðstöðvar áróðursins fyrir sameiningu Austurríkis og Þýzkalands og styrktu þær aust- urríska nazista með fé nákvæm- lega á sama hátt og Krupp hafði styrkt Hitler með fé til að ná völdum. Rétt eftir morðið á Dollfuss komst lögreglan í Wien að því, að Krupp-Bernsdorf verksmiðjurnar höfðu látið naz- istana, sem drápu Dollfuss, hafa vopn. Þá er kunnugt, að Skodaverk- smiðjurnar létu líka Hitler hafa stórar fjárupphæðir áður en hann var ríkisleiðtogi. Sá sem var milliliðurinn í þeim við- skiptum, var fjárbrallsmaður- inn Alfred Löwenstein, sem árið 1928 stökk eða féll úr flugvél yfir Ermarsundi. Hitler og Gö- ring hljóta að brosa nú, er þeir s. xj. :f\ Ritgerðasafn Jónasar Jónssonar. í prentsmiðju samvinnumanna í Reykjavík er nú langt komið setningu fyrsta bindis úrvals- ritgerða Jónasar Jónssonar, sem S. U. F. hefir ákveðið að gefa út eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. Auk þeirra 16 minningar. og afmælisgreina, sem áður hefir verið getið um, að í ritinu yrðu, er afráðið, að þar verði minningargreinar um Magnús Kristjánsson, Magnús Guðmundsson, Guðmund Ólafs- son í Ási, Guðmund Björnson landlækni, séra Jakob Lárusson, Daniel Daníelsson dyravörð, Þórð Jensson stjórnarráðsritara og Kristján H. Magnússon mál- ara, og afmælisgreinar um Jón Árnason framkvæmdastjóra og Karl Finnbogason skólastjóra. Síðar verður enn bætt við nokkrum greinum. Þar á meðal þrem eða fjórum, sem aldrei hafa birzt áður. Hátt á sjötta hundrað manns hafa þegar gerzt áskrifendur, en þó eru fæstir áskrifendalist- anna enn komnir utan úr sveit- um og kauptúnum landsins. Eru það vinsamleg tilmæli til allra, sem hafa þessa lista undir höndum, að skila þeim áður en langt um líður, en setja sig þó ekki úr færi um söfnun nýrra áskrifenda. Fyrir skömmu gerðust 70 manns áskrifendur á einum degi. Og ef allt gengur eins og líkur benda til, verður ritgerða- safn Jónasar Jónssonar sú bók ársins, er bezt selst. Frá bæjarstjórnar- fundi í Reykjavík Sjálfstæðismenn felldu frá at- kvæðagreiðslu tillögu Sigurðar Jónassonar um undjrbúning vegna stríðshættu. Fundur var í bæjarstjórn Reykjavíkur sl. fimmtudag. í sambandi við fundargerð bæjarráðs, er þarna lá fyrir, bar bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, Sigurður Jónasson, fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórnin ályktar að ieita samvinnu við ríkisstjórn- ina um'ráðstafanir út af hættu, sem bæjarfélaginu kann að stafa af aðflutningsteppu vegna ófriðar, ef til kæmi“. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins risu upp sem einn maður og felldu þessa tillögu frá atkvæða- greiðslu! hugsa til þessa skammsýna manns, sem af ótta við kom- múnista, gaf þeim margar verð- mætar gjafir til þess að vopna- smiðjurnar í Mið-Evrópu gætu verið öruggar. En ólíklegt er að núverandi eigendum Skoda- verksmiðj anna finnist nú mikil ástæða til að brosa. Það er ekki líklegt, að þeir hafi orðið neitt upp með sér af því, þegar Her- mann Göring lýsti yfir því, að hergagnaverksmiðjur þeirra væru þýðingarmeiri fyrir „þriðja ríkið“ en Súdetahéruðin. Þeir vita sjálfsagt með vissu, að for- ingjar þýzkra þjóðernissinna ætla sér að steypa félagi þeirra saman við hinn risavaxna stál- og námuhring, sem kallaður er „Hermann Göring Werke“, og nú lykur um allar verksmiðjur Fritz Thyssen, keppinauts Krupps, og sem eftir töku Aust- urríkis var sameinað hinu stór- auðuga Alpa-Mortan-félagi. (Lausl. þýtt úr Nation, New York). ATH. Hergagnaframleiðsla Skoda-verksmiðjanna hefir ver- ið flutt frá Pilsen, sem er í Sú- detahéruðunum, fyrir nokkru síðan, og verður því áfram inn- an landamæra Tékkóslóvakíu. En vegna þess, hvað Tékkósló- vakía verður fjárhagslega og viðskiptalega háð Þýzkalandi, munu Þjóðverjar auðveldlega geta haft ráð verksmiðjanna í hendi sér. Aðeins tvær vopna- verksmiðjur í heiminum hafa meiri framleiðslu en Skoda- verksmiðjurnar, Krupp í Þýzkal. og Schneider í Frakklandi. | Vladimer Pozneri | Skoda-verksmidjurnar „Vítlausi madurinn í skutnum<(

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.