Tíminn - 01.11.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1938, Blaðsíða 2
238 TlMITVZV, þriðjMdagiim 1. nóv. 1938 60. blað Þankar Jóns í Flóanum Frá ierðum J. J. vestanhaís |tmmn Þriðjuduginn 1. nóv. Hag'nýiíng’ iiskiflotans Eins og kunnugt er, er nú loks svo komið eftir 3—4 afla- leysisár, að engar saltfiskbirgð- ir eru nú óseldar í landinu. Gert er ráð fyrir, að hægt hefði verið að selja meiri saltfisk síðara hluta ársins, ef til hefði verið. Og á næsta ári ætti, af fram- angreindum ástæðum, að verða auðveldara um sölu en undan- farið. Það er því auðsætt mál, að sjaldan hefir verið ríkari ástæða til að hagnýta sem bezt salt- fisksvertíðina en einmitt nú. Það er áríðandi, að þar verði engir möguleikar látnir ónot- aðir. En í því sambandi er full á- stæða til að gera sér grein fyrir því, hvernig ástandið er og hef- ir verið í þessum efnum. íslenzki fiskiflotinn er stór, miðað við fólksfjölda. En það er ekki gagn að stórum fiskiflota, ef meira eða minna af honum liggur í höfn mikinn hluta ársins. Stað- hættir sjávarútvegsins hér á landi eru hinsvegar þannig, að nokkur hætta er á að svo fari, a. m. k. öðru hverju. í einum landshluta er aðallega vetrar- vertíð, annarsstaðar fyrst og fremst sumarvertíð. Til þess að hægt sé að hagnýta aflann hvar sem er og hafa sem mest af fiskiflotanum í stöðugum gangi, er óhjákvæmilegt að flytja skipin milli landshluta, og þá er ekki alltaf hægt að gera þau út frá sama stað. Þessi flutningur skipanna milli veiðisvæða hefir raunar átt sér stað í nokkuð stórum stíl. Sunnlenzkir botn- vörpungar stunda síldveiði fyrir Norðurlandi á sumrin (þó ekki alltaf) og láta vinna afla sinn í síldarverksmiðjum norðan- lands. Vélbátar af Austfjörðum eru gerðir út frá Hornafirði síð- ara hluta vetrar, og stundum í Vestmannaeyjum eða á Suður- nesjum. Áður fóru Vestmanna- eyingar oft með róðrarbáta á norðanverða Austfjörðu eða á Norðausturland á sumrin og reru þar 3—4 mánuði. En það er vafalaust, að þrátt fyrir þetta er hagnýting fiskiflotans nú eng- anveginn svo mikil sem skyldi. Tímanum er kunnugt um, að ríkisstjórnin hefir undanfarið verið að afla sér gagna í þessum efnum. Áætlun hennar er að afla fullrar vitneskju um það, hvernig einstök skip í flotanum hafa verið notuð á undanförn- um árum. Það mun koma 1 ljós við þá athugun, að þó nokkuð af skipum stundar eingöngu síldveiðina að sumrinu, en ligg- ur ónotaður í höfn eða uppi á þurru landi alla aðra tíma árs- íns. Margir vélbátar stunda veiði hálft árið eða svo. Annað- hvort misseri eru þeir ónotaðir. Hér þarf að verða breyting á. Það er svo, að mestan hluta ársins er hægt að fá afla úr sjó einhversstaðar við landið. Þenna möguleika verður að nota betur en nú er gert. Aukning fram- leiðslunnar er hið eina varan- lega úrræði í gj aldeyrismálum þjóðarinnar. Og þegar hægt er að selja, má hún ekki við því að láta nokkra sjófæra fleytu liggja ónotaða. íslenzki fiskiflotinn er nú, samkvæmt upplýsingum frá Piskifélagi íslands, sem næst því er hér segir: Togarar 37, önnur fiskiskip yfir 100 rúm- lestir 14, fiskiskip 30—100 rúm- lesta („línuveiðarar“ og vél- bátar) 89, vélbátar með þiljum, undir 30 rúml. 474. Opnir vél- bátar munu vera 500—600 tals- ins. Heildarrúmlestafjöldi þil- skipafiskiflotans er þessi: Skip yfir 100 rúmlestir alls 14821 rúmlest. Skip, 30—100 rúmlestir, alls 4610 rúmlestir. Skip undir 30 rúml. alls 5780 rúmlestir. Það mun vera eitthvað til í því, að menn eigi oft á tíðum Ég sé það í ísafold minni, að hún heldur, að bréfkaflarnir mínir séu eftir Magnús Torfa- son. Ekki nema það þó, að líkja mér við sjálfan sýslumanninn. Það er eins og ísafold minni hafi þótt það nokkuð gott hjá mér, enda þótt sumt af því væru að- finnslur við hana, blessaða, og hennar menn. Kannske hún taki það þá til greina. Hér komu í sumar tvær stúlk- ur úr Reykjavík og skildu eftir á rúminu mínu dagblaðstetur utan af brauði. Þetta blað hét Vísir, og er prentað í Reykjavík. Þar las ég langa ræðu, sem maður að nafni Knútur hafði haldið á skemmtun einhversstaðar ná- lægt Reykjavík. Þar stóð, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti land_ ið, þar sem skemmtunin var haldin. Og mér finnst það mynd- arlegt af flokknum að reyna að eignast jörð. Hann rekur þar þá sj álf sagt f yrirmyndarbúskap fyrir bændur. Ekki var þó þessi ræða Knúts um búskap eða neitt þessháttar. Og efnið í henni var svoleiðis, að ég spurði kunningja minn, sem hefir átt heima í Reykjavík, hvaða maður þessi Knútur væri. Hann sagði: Það er þessi, sem þeir Sjálfstæðismenn 1 Húsavík fyrir norðan kusu fyrir prest um árið. Og það var hann, sem skrifaði í hann Stefni hjá hon- um séra Magnúsi, greinina þessa, sem þeir voru allir að tala um á kosningafundum fyrir þrem ár- um. Ég hugsaði þá strax: Auðvitað er þessi Knútur Sjálfstæðismað- ur úr því að hann fær að skrifa hjá séra Magnúsi og heldur ræð- ur á þeirra landareign. Svo skrif- aði ég séra Magnúsi og bað hann að senda mér heftið. Hann gerði það strax með næsta pósti og minntist ekki á borgun. Það varð nú samt ekki úr því, að ég læsi þetta fyr en seint í sláturtíðinni. En ég verð að segja það, að mér finnst þessar kenningar Knúts hreint ekki fallegar kenn- ingar, og h''orki fyrir prest né stjórnmálamann. Og ekki held ég, að Sjálfstæðisflokkurinn verði vinsæll, ef hann fer að haga sér eins og þar er sagt. Knútur bannar Sjálfstæðis- mönnum að gefa andstæðingun- um rétt eins og hann kallar það. erfitt með að reka útgerð í fjar- lægum landshluta, sæti hörðum kjörum o. s. frv. En vel gætu þar verið möguleikar til úrbóta, ef allir, sem hér gætu átt hags- muna að gæta, tækju höndum saman. Og sérstaklega er ástæða til að gjörathuga þetta mál fyrir næstu saltfisksvextíð á Suðurlandi. Um mánaðamótin síðustu stóðu sakir þannig í alþjóða- málum, að búið var að gera „friðar“samningana í Miin- chen, þar sem fallizt var á kröfur Þjóðverja til landa í Tékkóslóvakíu. Pyrstu daga októbermánaðar fór þýzki her- inn inn í Súdetahéröðin. Pór hernámið friðsamlega fram, að því leyti, að engir árekstrar urðu milli hinna þýzku og tékk- nesku hersveita. En fjöldi manna úr Súdetahéröðunum flýði undan hakakrossinum austur á bóginn inn á það svæði, sem enn er undir yfirráðum stjórnarinnar í Prag. Voru það einkum jafnaðarmenn og fólk af Gyðingaættum, er flýði Súdeta- héröðin. Miklir erfiðleikar eru á að sjá þessu flóttafólki farborða, og telur tékkneska stjórnin það eigi á sínu valdi. Pjársöfnun var hafin í Bretlandi í þessu skyni undir forystu borgarstjórans í London, og fór borgarstjórinn til Prag til að koma skipulagi á þessa starfsemi. Sýndi það sig við þessa fjársöfnun, að Tékkó- slóvakía átti mikla samúð hjá hinni brezku þjóð. Henlein hef- ir verið skipaður yfirmaður Sú- detahéraðanna. Strax eftir fundinn í Mun- chen barst út sú frétt, að dr. Benes myndi segja af sér for- setatign í Tékkóslóvakíu. Sú fregn reyndist rétt, og lagði forsetinn niður völd snemma í Þetta er nú reyndar hálfgerð danska eins og stundum í ísa- fold, en það þýðir, að þeir eigi ekki að viðurkenna, að þeir, sem hafa aðrar skoðanir, geti nokk- urntíma haft á réttu að standa. Pyr mega nú vera ósköpin, en ekki nóg með það. ísafoldar- mönnum er skipað að fyrirlíta andstæðingana, því að þeirra gerðum ráði tóm „illmennska“. Og svo ráðleggur Knútur sínum mönnum að sýna af sér, sem mest ofstæki í öllum málum. En ekki var það svo sem betra, sem þessi sami Knútur sagði hjá séra Magnúsi fyrir þrem árum. Þar sagði hann, að hér á landi yrði að koma á ritskoðun eins og í Þjóðverjalandi og að það væri bara vitleysa að láta almúgann segja meiningu sína eftirlits- laust. Ekki skilst mér þó, að hann hafi neitt á móti því, að fólk tali illa um þá stjórn, sem nú er í landinu. En ef ísafoldar- menn komast í stjórnina, þá eiga allir að vera skyldugir til að tala vel um hana. Annars eiga þeir að fara í tugthúsið. Mér er spurn: Er hugsunar- háttur ísafoldarmanna virki- lega orðinn svona göróttur? Mér sýnast þeir þá vera að verða fullt eins hættulegir og kom- múnistar fyrir þann uppvaxandi ungdóm. Ætli það geti verið, að alþingismenn í flokknum séu orðnir ánetjaðir þessum ó- þverra? Mér detta í hug menn eins og Eiríkur á Selfossi, Pétur á Akranesinu, Jón á Akri eða sýslumaðurinn í Búðardal. Ég er alltaf að vonast eftir, að þeir skrifi á móti þessu í ísa- fold. Það hefir ekki orðið ennþá. En ef þeir ætla að þegj a, þá verð ég að segja það, að ég er forviða, hvað svo sem öðrum líður. Til mín komu um daginn rekstrarmenn úr Reykjavíkur- ferð og sögðu mér, að bræðurn- ir í Kveldúlfi væru nú aftur farnir að byggja, og það ekki neitt slorlega, skildist mér. Það er þá vonandi, að þeir séu farnir að geta borgað af skuldum, aumingjarnir, úr því að þeir hafa svona ráð á peningum. Ekki getur ísafold samt neitt um það, að þeir séu farnir að græða, en það er kannske bara lítillæti. Því að aldrei hefir ver- ið neitt lát á henni með það, að þetta væru strangréttvísir menn. Ég er að hugsa um að reyna að akast á búnaðarþingskosn- inguna á sunnudaginn kemur. Það munar líklega ekki mikið um mitt eina atkvæði. En ég ætla samt ekki að kjósa þá, sem hafa þá stefnu að taka af mér kosningarréttinn. Kannske dett- ur mér svo eitthvað í hug í næsta mánuði. október. Nú er hann í Bretlandi, en hefir verið boðinn vestur um haf til að flytja við amerískan háskóla fyrirlestra um lýðræði. í þýzkum blöðum hafði um það leyti, sem samkomulagið náðist milli stórveldanna, verið haldið uppi ákaflega hörðum árásum á dr. Benes. Og dr. Benes mun hafa séð, að Tékkóslóvakíu myndi ekki henta það í hinu nýja hlutverki sínu, að hann væri við völd. En stjórn Tékka hefir eftir hið mikla afhroð, tekið þann kostinn, sem hún átti skárstan úr því sem komið var: Að leita vináttu við Þýzka- land. Eftir að vinirnir brugð- ust, reynir hún nú að gera höf- uðóvininn sér að vini, enda hafa nú Þjóðverjar allt hennar ráð í hendi sér. Má gera ráð fyrir, að tékkneska ríkið verði hér eftir aðeins skjólstæðingur Þýzkalands og breyti stjórnar- háttum sínum meira eða minna að þýzkri fyrirmynd. Sér þess þegar ýms merki. Rétt eftir fundinn í Múnchen gáfust Tékkar upp fyrir Pól- verjum og afhentu þeim héraðið Teschen. En kröfur Ungverja á hendur Tékkóslovakíu eru enn óútkljáðar en verða lagðar í þýzk-ítalska gerð. Ungverjar og Pólverjar vilja gjarna fá sam- eiginleg landamæri þar sem nú er austasti hluti Tékkóslóvakíu. En talið er, að Þjóðverjar láti sér fátt um finnast, því að þeir vilja gjarnan eiga opna leið um Undanfarna mánuði hefir Jónas Jónsson alþm. verið á ferð um langflestar helztu byggðir Vestur-íslendinga. Lesendum Tímans er þegar nokkuð kunn- ugt, af fregnum úr vestur-ís- lenzku blöðunum, hve viðtök- urnar, sem höfuðborg Vestur- íslendinga, Winnipeg, og ná- grenni hennar, bjuggu honum, voru einstæðar, jafnvel á hinn risavaxna mælikvarða vestur- íslenzkrar gestrisni. — En ekki hefir för hans um hinar strjálu byggðir íslendinga í Vestur- Canada og á Kyrrahafsströnd, beggja megin landamæranna, verið síður athyglisverð. Jónas Jónsson er nú fyrir alllöngu snúinn þaðan heim á leið, en kanadisk og bandarísk blöð, sem nú eru að berast frá löndum vestur á Kyrrahafsströnd, bera þess ljósan vott, að um allt það flæmi hefir „þessi sendiherra gagnkvæmrar samúðar" — eins og eitt stórblað Kyrrahafs- strandar kemst að orði um hann, — farið óslitna sigurför. Þessi bHöð sýna, að sú sigurför hefir ekki einungis átt sér stað um hinar fámennari borgir og bæjafélög, þar sem íslendingar eru tiltölulega æði margmennir eins og t. d. er í Blaine, Point Roberts og Bellingham, heldur engu síður um stórborgirnar, t. d. Vancouver í British Colum- bia, Portland, Oregonríki, og Þar sem skilyrði eru góð til kartöfluræktar, er vafasamt að nokkur önnur framleiðslugrein landbúnaðarins gefi jafn góðan arð. Valda þessu kartöflulögin og skipulag það, sem komið hef- ir verið á söluna. Þá er ennfremur sú ástæða til að leggja áherzlu á aukna kar- töfluframleiðslu, að hingað til höfum við orðið að eyða hundr- uðum þúsunda árlega af hinum takmarkaða gjaldeyri, til þess að kaupa þessa nauðsynj avöru frá öðrum löndum, og það þrátt fyrir að kartöfluneyzla er hér langtum minni heldur en í ná- grannalöndunum. Hornfirðingar eru hinir einu, s(em framleitt hafa kartöflur í stórum stíl, umfram heimilis- not. En nú virðast menn í öðr- um byggðarlögum vera farnir að gefa þessari arðsömu rækt- un gaum. Veit Tíminn um tvo bændur í Rangárvallasýslu, sem í sumar tóku að rækta kartöfl- ur i stórum stíl, þá Sighvat og Magnús í Ártúnum í Vestur- Tékkóslóvakíu austur til olíu- linda Rúmeníu við Svartahaf. Deila er nú hafin milli Þýzka- lands og smáríkisins Lithauen út af þýzka minnahlutanum í Lithauen. Mun þar e. t. v. næstu tíðinda að vænta. Samhliða eru nú settar fram í þýzkum blöð- um kröfur um, að Þjóðverjum verði skilað nýlendum þeim, er af þeim voru teknar í heims- styrjöldinni. En þar er mál, sem viðkvæmara er Bretum en sjálfstæði Tékkóslóvakíu, því að Bretland eða brezk samveldis- lönd (Suður-Afríka) ráða yfir miklu af þessum nýlendum. Síðan Þjóðverjar höfðu sitt mál fram í Tékkoslóvakíu, hafa þeir færzt mjög í aukana við- skiptalega í Suðaustur-Evrópu. Hefir þýzki verzlunarmálaráð- herrann, dr. Funk, verið á ferða- lagi suður um allan Balkanskaga til að gera samninga og tryggja verzlunarsambönd Þjóðverja. — Sjálfsagt verður þetta á kostnað brezkra verzlunarhagsmuna í þessum löndum. Talið er, að brezk-ítalski sátt- málinn sé í þann veginn að ganga í gildi. Hefir Mussolini, til þess að svo mætti verða, flutt 10 þús. sjálfboðaliða heim frá Spáni. Er og til mikils að vinna fyrir hann, þvi að eitt af samn- ingsatriðunum er viðurkenning Breta á yfirráðum ítala í Abes- siníu. Á Spáni hafa engin stór- tíðindi orðið í þessum mánuði. í Kína-styrjöldinni unnu Seattle í Washingtonríki, þar sem íslendingar eru að höfða- tölunni til, sem einstakir drop- ar í hafsjó. Til fróðleiks þeim, sem nokk- uð eru kunnugir vestanhafs, og þeir eru nú ekki allfáir hér, má geta þess, að í Blaine var mót- tökunefndin skipuð síra Albert E. Kristjánssyni (form.), And- rési Daníelson ríkisþingmanni, Jóni Víum eldra, síra Halldóri E. Johnson, P. B. Peterson, J. Straumfjörð og P. Finnson. — Borgarstjórinn, mr. Sheets, og tveir aðrir embættismenn voru fulltrúar bæjarins við móttök- una. J. J. var gestur Mr. og Mrs. Jóns Víum eldra, en tók einnig á móti heimsóknum hjá Mr. og Mrs. J. O. Magnússon. — Auk annars bauð móttökunefndin J. J. 1 bílferð upp Table Mountain, til þess að njóta hinnar stór- fenglegu háfjallafegurðar frá efstu brúnum þess. í Seattle var einn þátturinn í starfi móttökunefndarinnar bíl- ferð til hinnar tröllauknu virkj- unar við Coulee Dam og einnig um hlíðar fj allakonungsins Mt. Rainier. Móttökunefndina í Seattle skipuðu K. S. Thordar- son (form.), A. S. Sumarliðason, J. Magnússon, J. H. Straum- fjörð, K. S. Prederick og dr. Jón S. Árnason frá Skútustöðum, en að hans heimili gisti Jónas Jóns- son meðan hann stóð við í Seattle. Landeyjum. Fengu þeir sínar 200 tunnurnar hvor að uppskeru í haust og munu hvor um sig hafa selt kartöflur fyrir allt að 4 þúsund krónum. Samkvæmt góðum heimildum ætti, hreinn arður af því að rækta kartöflur í einum ha. (ca. 3 dagsláttur) að vera um 1000 kr„ en þá er ekki reiknað með kostnaði við girðingar né áhöld. En hinsvegar er þá búið að reikna með þúsund krónum í vinnulaun manna og 150 krón- um í vinnulaun hesta, dagsverk manna reiknað á 8 kr. og hesta á 3 kr. Skal þess getið, að út- sæðið, 25 tunnur, er í áætluninni reiknað á 32 kr. tunnan, en það verðlag er gizkað á að verði á útsæði í vor. Loks hefir verið reiknað með 400 króna áburðar- kostnaði, hvort sem hann yrði að meira eða minna leyti að- keyptur, og að sjálfsögðu hefir verið reiknað með ýmsum öðrum kostnaði. Ekki er í þessari áætlun gert ráð fyrir meir en 200 tunna Japanar mikla sigra síðara hluta októbermánaðar. Tvær kínverskar stórborgir, Hankow og Kanton, féllu í hendur þeirra. Hankow hafði um hríð verið aðsetur kínversku stjórnarinn- ar, eftir fall Nanking, en nú hefir stjórnin flutt sig lengra inn í landið. Kanton er hafnar- bær og ein af mestu verzlunar- borgum Austurlanda, og hafa nú Japanar svo að segja allar hin- ar kínversku hafnarborgir á sínu valdi. Vopnaflutningar til Kína verða nú að fara fram landveg frá Rússaveldi eða ný- lendum Frakka í Austur-Ind- landi. Gizkað er á það, af þeim sem tölur nefna í. þessu sambandi, að fallin muni nú vera í styrj- öldinni % milljón japanskra hermanna og lý2 milljón kín- verskra. Hitt veit sjálfsagt eng- inn, hversu margt farizt hefir af kínverskum borgurum af völdum styrj aldarinnar. Skelfi- legast hefir ástandið verið í stórborgum þeim, er komizt hafa á vald Japana. Sumstaðar hafa vatnsleiðslur verið eyði- lagðar og fólk þjáðst af þorsta og hungri. Hinar ægilegu loft- árásir hafa látið eftir sig heila borgarhluta í rústum og þús- undir dáinna og limlestra manna. Kínverjar hafa þó ekki enn látið hugfallast. Rétt eftir fall Hankow-borgar lýsti Chi- ang Kai Shek yfir því, að þjóð- in myndi aldrei gefast upp fyr en Japanir væru sigraðir. Heita má, að sæmileg tíð hafi verið um land allt í október- Jón á Akrí afneítar Thor Thors Jón á Akri.vill ekki kannast við fullyrðingar á Alþingi um að skuldir við útlönd hafi hækk- að um „milljónatugi“ 1934—’35. Thor Thors stóð fyrir fullyrð- ingum þessum og Jón á Akri vísaði til þeirra. Blekkingar þessar voru byggð- ar á því, að bera saman ger- samlega ósambærilegar tölur Skipulagsnefndar annarsvegar og Hagstofunnaf hinsvegar. Svo mjög blöskraði mönnum þessi notkun heimildanna, að meira að segja andstæðingur ríkis- stjórnarinnar, Arnór Sigur- jónsson, fann sig knúinn til þess að mótmæla henni f. h. Skipu- lagsnefndar. Jón lætur birta eftir sig ræðu- stúf í Mbl., sem á að afsanna það, að hann hafi farið með rangar fullyrðingar um skulda- málin við útlönd. Bezt væri fyr- ir Jón, að þessi ræðustúfur hefði ekki verið birtur, því að hann sýnir vel hvernig Jón fer með tölur. Það eitt skal nefnt, að Jón segir, að skuldir ríkisstofn- ana hafi á árinu 1937 aukizt um 2.9 milljónir, en það rétta er, að þær hafa á því ári aukizt um rúml. 1 millj. króna*). Afkomu ríkissjóðs er þetta að vísu óvið- komandi, þar sem innistæður hafa aukizt á móti. En þetta er sagt hér til þess að sýna með- ferð Jóns á tölum. Tilgangur Jóns með greininni virðist vera sá, að skorast undan því að vera samsekur Thor Thors um fullyrðingarnar á Al- (FramhalcL á 3. síðu.) uppskeru, en það er mjög gæti- legt, ef garðstæði er gott, á- burður nægur, og umsýsla sæmileg. En söluverðið er áætl- að 18 kr. Sjá menn af þessu, að ' ekki muni, líkur til, að bændur fái á annan hátt betur borgaða vinun sína. Líklegt má telja, að landbún- aðarráðherra beitist fyrir því, að í vetur verði þeim byggðar- lögum, þar sem bezt hagar til um kartöflurækt, haldin nám- skeið fyrir menn, sem áhuga hefðu á þessum málum, og þá m. a. sérstök áherzla lögð á að leiðbeina og hvetja til notkun- ar hestverkfæra við þessa vinnu. Þess vegna vill Tíminn nú þegar hvetja þá menn, sem að- stöðu hefðu og aðrar ástæður til þess, að hefjast handa um aukna kartöflurækt, að plægja hin væntanlegu garðlönd í haust og herfa síðan í vetur. *) Síldarbræðslur ríkisins ekki meðtaldar. mánuði. Hvergi hefir snjó fest í byggðum, svo að kalla megi, og vegir milli byggða víðast færir bifreiðum. Sláturtíð er nú lokið. Svo að segja alstaðar hafa dilkar reynzt vænni til frálags nú en í fyrrahaust. En eftir því sem kjötverðlagsnefnd skýrir frá, er slátrunin í heild mun minni en í fyrra. Hefir verið slátrað um 60 þús. dilkum og 30 þús. fullorðnum kindum færra en þá. Snemma í mánuðinum tók til starfa niðursuðuverksmiðj a sú, er Sölusamband ísl. fiskfram- leiðenda hefir reisa látið í Reykjavík með styrk úr fiski- málasjóði. Er þetta mikil fram- kvæmd og álitleg, og væntan- lega til góðs gagns fyrir sjávar- útveginn. Norðmenn flytja nú út árlega niðursoðnar sjávar- afurðir fyrir meira en 30 millj- ónir króna, og er því ekki efi á, að hér eru möguleikar fyrir hendi. Undanfarin ár hefir fiskimálanefnd unnið mikið að því, að rannsaka fiskniðursuðu og sölu slíkra vara erlendis og styrkt utan menn í því skyni, meðal annars þann, er nú veit- ir forstöðu hinni nýju verk- smiðju. Verksmiðjan kostar um 220 þús. kr. Biskupskosning fór fram í haust og voru atkvæði talin snemma í október. Flest at- kvæði fékk Sigurgeir Sigurðs- son prestur á ísafirði (60%) og næstflest Bjarni Jónsson vígslu- biskup í Rvík (59%). Aðrir miklu færri. Þann 19. október var undir- ritaður af hálfu atvinnumála- Jón í Flóanum. Októbermánnðnr Aukið karftöflurækt Plægið í hausft.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.