Tíminn - 03.11.1938, Síða 1

Tíminn - 03.11.1938, Síða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTOEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, flmmtudaginn 3. nóv. 1938 61. blað Framsóknarílokkur- inn og fátækramálin I. Fyrstu afskípti flokksins af fátækramálum Reykjavíkur Smetona forseti Lithauen og fjölskylda hans. Á öðrum stað í blaðinu birtist yfirlit um fram- færsluþunga bæjar- og sveitarfélaga á árunum 1911 —36. Sést á því, að þessi út- gjöld hafa vaxið á umræddu tímabili úr 213 þús. kr. í 3466 þús. kr. Hér eru ekki meðtalin framlög til atvinnubóta, sem voru engin 1911, eða framlög ríkisheildar- innar til sjúkra manna, sem hafa margfaldazt síðan 1911 og létt verulegum byrðum af bæjar- og sveitarfélögum, sem komu á bak þeirra þá. Aukning fátækraframfærsl- unnar er því raunverulega miklu meiri á þessu tímabili en fram- angreindar tölur sýna. Það hlýtur að liggja öllum hugsandi mönnum í augum uppi, að hér er ekki allt með felldu og að getu hins opinbera (sveitarfé- laganna, bæjarfélaganna og rík- isins) verður fljótlega ofvaxið að standa undir þessum byrðum. En það er þá jafnframt ljóst, að koma þarf nýju og heppilegra skipulagi á þessi mál, ef þau eiga ekki að stefna þjóðinni í full- komið öngþveiti. Afstaða Framsóknar- flokkslns í bæjar- stjórnarkosn. 1930. Á síðari árum hefir það verið Framsóknarflokkurinn einn, sem nokkuð hefir látið þessi mál til sín taka og borið fram tillögur þeim til úrlausnar. En flokkur- inn hefir ekki haft nægilegt bol- magn í bæjunum, til að koma þeim í framkvæmd né átt þess kost að fá til þess stuðning ann- arra flokka. Árið 1930 hafði Framsóknar- flokkurinn í fyrsta sinn menn í kjöri við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Fátækramálin lágu þá í fullkomnum þagnarþey. Það vakti því nokkra athygli og þótti meðal andstæðinganna bera vott um óhyggindi og reynsluleysi hins nýja keppi- nautar, þegar hann setti eftir- farandi kafla í stefnuskrá sína 1 bæj armálum: Þurf amannamál: „Koma á skynsamlegu affhaldi um eyffslu úr bæjarsjóffi til þurfamanna og um vinnubrögð þurfalinga.“ Grein Hermaims Jónassonar. í Ingólfi 22. jan. gerir Her- mann Jónasson, sem var einn af frambjóðendum flokksins, nán- ari grein fyrir þessum þætti stefnuskrárinnar og ástandinu í þurfamannamálum bæjarins. Hann byrjar grein sína með því, að skýra frá því, að 1923 hafi fátækrakostnaður bæjarins num ið 284 þús. kr., en 1928 sé hann orðinn 445 þús. kr. Vegna þess, að síðan 1925 hafi verið hætt að birta opinberar skýrslur um or- sakir fátækraframfærslunnar, sé erfitt að gera sér nákvæmlega grein fyrir því, í hverju aukning hennar sé aðallega fólgin. Átelur hann það harðlega, að þessari skýrslugerð skuli hafa verið hætt og beri það tæpast vott um góða samvizku hjá forráðamönnum bæjarins. Síðan leitast hann við að gera grein fyrir helztu orsökum aukn- ingarinnar og skýrir m. a. frá því, að hann hafi öruggar heim- ildir fyrir því, að fram til 1. júlí 1929 hafi einum manni verið greiddar samtals kr. 22.258,92 og öðrum manni kr. 29.703,83, og séu ekki aðrar ástæður tilgreindar fyrir þessum greiðslum en „leti og ómennska“. Eftir að hafa rakið þessi at- riði ítarlega kemst hann m. a. að eftirfarandi niðurstöðu: „1. Að fé bæjarbúa hafi verið ausið út til þess að gefa með ó- skilgetnum börnum manna, sem nenna ekki að vinna fyrir þeim sjálfir og ýmist liggja í iðju- leysi og óreglu eða vinna fyrir kaupi og eyða því sér til gam- ans. 2. Að því er varið til þess að gefa með konum og börnum fullvinnandi manna, sem hafa hlaupið frá konum sínum og börnum og nenna ekki að sjá fyrir heimilinu. 3. Að því er varið til þess að sjá fyrir einhleypum slæpingj- (Framh. á 4. siöu.) Bankastjórar ráðnir við Utvegsbankann Síðan Jón Ólafsson banka- stjóri lézt í fyrrasumar og Jón Baldvinsson bankastjóri í marz- mánuði sl. hefir verið óskipað í stöður þeirra í Útvegsbankan- um. En samþykktir bankans mæla svo fyrir, að þar skuli vera þrír bankastjórar. í gær ákvað fulltrúaráð bank- ans að ráða í bankastjórastöð- urnar þá Valtý Blöndal banka- fulltrúa í Landsbankanum og Ásgeir Ásgeirsson alþm. Taka þeir við störfum * í dag sem bankastjórar Útvegsbankans á- samt Helga Guðmundssyni, er fyrir var í bankastjórninni. Hrútasýningunum, sem haldnar verða í haust, er nú lokið. Voru alls halcinar 50 sýningar i 33 hreppum. í Eyjafjarð- arsýslu, Skagafjarðarsýslu og Austur- Húnavatnssýslu voru sýningar í öllum hreppum nema tveim. í Vestur-Húna- vatnssýslu var engin þátttaka. í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu voru sýningar í öðrum hvorum hreppi. Yfirleitt voru sýningar dável sóttar og sumsstaðar ágætlega. í Eyjafjarðarsýslu voru alls sýndir 442 hrútar, þar af hlutu 46 fyrstu verðlaun, í Skagafjarðarsýslu 460, 55 fengu fyrstu verðlaun, í Austur- Húnavatnssýslu 295, 38 náðu fyrstu verðlaunum, og í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu 133 og hrepptu 11 fyrstu verðlaun. Til tíðinda má það telja, að Gísli Magnússon bóndi í Eyhildarholti kom með 14 hrúta á sýningu og hrepptu 11 þeirra fyrstu verðlaun. Sennilega eru ekki til svo margir hrútar jafngóðir á neinum öðrum bæ í landinu. Margir góðir hrútar, ættað- ir frá Eyhildarholti, komu á sýningarn- ar, þar á meðal nokkrir af beztu hrút- unum í Lýtingsstaðahreppi. Ólafur Antonsson bóndi á Hrísum í Svarfað- ardal kom með þrjá hrúta á sýning- arnar og náðu þeir allir fyrstu verð- launum. Einn þeirra var veturgamall og vóg sá 190 pund. Þyngsta hrút- inn, sem veginn var á þessum sýn- ingum, átti Ámi Guðjónsson bóndi í Kaupangi, sá vóg 252 pund, en hafði þó ekki svo gott holdafar, að hann næði fyrstu verðlaunum. ÍSFISKSALA TOGARANNA Verðfallið í Þýzkalandi nemur andvirði 9 ís- fisksfarma Tíminn hefír fengið hjá Fiskifélagi íslands yfirlit um ísfisksölu togaranna í haust. Til Þýzkalands hefir hún ver- ið sem hér segir: Söluverð Magn brúttó Ferðir kg. Rm. Ágúst 6 600.157 89.891 September 20 1896.212 305.554 Október 23 2334.000 434.154 Samtals 49 4830.369 829.599 Á sama tíma í fyrra fóru tog- ararnir 36 ferðir með ísfisk til Þýzkalands, samtals , 3.510.518 kg. og seldu þá alls fyrir 780.961 Rm. Meðalafli skipanna, sem seldu ísfisk í Þýzkalandi í fyrra, hefir samkvæmt ofansögðu ver- ið 97.5 smál. í ferð og meðal- verðið 21.693 Rm, eða 221 Rm. fyrir hverja smál. Meðalafli skipanna, sem seldu ísfisk til þessa sama lands í ár, hefir verið 98 smál., eða aðeins meiri, en þó var meðalverðið ekki nema 16.930 Rm. í ferð, eða aðeins 173 Rm. fyrir smál. Meðalverð á Þýzkalandsmark- aðnum hefir því lækkað um 4763 Rm. að meðaltali í veiðiför hvers togara siðan í fyrra. — Svarar verðlækkunin á Þýzka- landsmarkaðnum til 9 togara- farma. ísfiskssalan til Englands hefir í ár verið sem hér segir: Magn Söluverð Ferðir vættir brúttó £ Ágúst 3 4114 3702 Septemb. 0 0 0 Október 12 17603 15237 Samtals 15 21717 18939 Á sama tíma í fyrra fóru ís- lenzkir togarar samtals 12 ferð- ir með ísfisk til Englands sam- tals 12692 vættir og seldu þá alls fyrir 10.249 sterlingspund. Aflamagnið, sem togararnir seldu þar í fyrra, var að meðal- (Framh. á 4. síöu.) í starfsskýrslu Flugfélags Akureyrar, er blaðinu hefir borizt, er skýrt frá flugstarfsemi þess í sumar (frá 2. maí til 30 sept.). Níu ferðir hafa verið farnar til þess að sækja þungt haldna sjúklinga og flytja þá (til Reykjavík- ur). Sex þessara sjúklinga voru svo þungt haldnir, að þeir þoldu engan annan flutning. Auk þessa voru fimm- tán sjúklingar, sem svo voru hressir, að þeír gátu setið uppi, fluttir loft- leiðis. Helztu sjúkraflugin eru þessi: í maímánuði var slasað bam sótt til Hólmavíkur og flutt til Re.vkjavíkur. Litlu siðar var maður, sem hlotið hafði stórmeiðsli í baki, sóttur að Þorbergsstöðum í Dalasýslu. í júní- mánuði var kona flutt af Akureyri til uppskurðar í Reykjavík. Snemma í júlí var veik kona flutt frá Húsavík til Reykjavíkur. Stuttu síðar sótti flugvélin veikan mann austur í Sel- vog. Um miðjan júlí var sjúklingur, hættulega veikur af blóðeitrun, sótt- ur til Patreksfjarðar. í ágústmánuði var maður, sem hlotið hafði stór- kostleg innvortis meiðsli sóttur til Hríseyjar og fluttur inn tU Akureyrar. Sama dag var bam, sem var þungt haldið vegna ígerðar í botnlanganum, flutt frá Blönduósi til Reykjavíkur, t t t Alls hefir verið flogið 60 sinnum á milli Akureyrar og Reykjavíkur á þessu sumri, en 61 til Siglufjarðar. Alls eru flugin 358. Flugvél félagsins flutti alls 750 íarþega um 50 þúsund flug- Þjóðverjar Síffastl. þriðjudag fóru fram í Memel miklar kröfugöngur til að láta í ljós samúð með þýzka nazismanum og sameiningu við Þýzkaland. Tóku þátt í þeim um 10 þús. manns. Memel er um 2500 ferkílóm. og er íbúatalan mllli 150—200 þús. í heimsstyrjaldarlok tóku Bandamenn Memel af Þjóðverj- um og höfðu Frakkar yfirstjórn- ina þar með höndum þangað til sumarið 1922. Nokkru síðar lögðu lithauiskir sjálfboðaliðar Memel undir sig. Árið 1924 náð- ist endanlegt samkomulag um það, að Memel yrði stjórnað af landsstjóra, sem stjórn Lithau- en tilnefndi, og þingi, sem ibú- arnir kysu sjálfir. Landsstjórinn getur neitað að staðfesta lög frá þinginu. Þýzka og lithauiska njóta jafnra réttinda. Fyrir Láthauen hefir Memel mjög mikla þýðingu, því þar er langstærsta hafnarborg lands- ins. Af íbúum Memel er nær helmingur Þjóðverja. Hafa þeir nú meira en helming fulltrúa í þinginu. Eftir að nazistar komu til valda í Þýzkalandi byrjuðu Þjóðverjar í Memel að krefjast sameiningar við Þýzkaland. 1935 voru um 90 Þjóðverjar í Memel dæmdir fyrir landráð. Höfðu þeir unnið að sameiningu Memels við Þýzkaland á þann hátt, sem var óleyfilegur samkv. stjórnarskránni. kílómetra. Með farþega hefir verið flogið til eftirtalinna staða: Borgar- ness, Búðardals, Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Þingeyrar, Borðeyrar, að Vesturhópsvatni, til Blönduóss, Skagastrandar, Sauðárkróks, að Mikla- vatni í Fljótum, til Siglufjarðar, Ólafs- fjarðar, Dalvíkur, Hríseyjar, Akureyr- ar, Flateyjar, Grímseyjar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Norðfjarðar, Eskifjarðar, Hafnar í Hornafirði, Sel- vogs, Þingvalla og Reykjavíkur. r t t Myndatökuflug voru nokkuð eftir- sótt, t. d. var flogið yfir hafisinn í vor og til Vatnajökuls og þar teknar hundruð ljósmynda, auk kvikmynda. Flogið var til kvikmyndunar og ljós- myndunar til Langjökuls, Grímseyjar og að Snæfellsnesjökli. í einu flugi vélarinnar sást allt landið á milli Húnaflóa og Selvogsgrunns, þar á meðal ellefu jöklar, Vindheimajökull, Hofsjökull, Langjökull, Eiríksjökull, Ok, Torfajökull, Tindafjallajökull, Mýrdals- og Eyjafjallajökull, Snæfells- nessjökull og Drangajökull. Þá var vélin i 3000 metra hæð. t r r Flugvélin fór nokkrum sinnum í síldarflug. Fyrsta flugið var farið þ. 3. ágúst, og sáust þá margar og stórar torfur á svæðum, þar sem engin skip voru, einnig sáust skip í landhelgi. En vegna síldarleitar dönsku flugvél- arinnar var ekki þörf fyrir hina is- lenzku vél til þessa, nema í örfá skipti. og Memel Eftir sigur Þjóðverja í Súdeta- deil'unni hafa kröfurnar um sameiningu Memels við Þýzka- land orðið enn háværari. Hafa þær einkum verið bornar fram af Memel-Þjóðverjum, en þýzk blöð hafa einnig skrifað á þá leið að ekki verður betur skilið, en að þau styðji þessar kröfur þeirra. Það hefir gefið þess- um kröfum byr i vænginn, að landsstjórinn hefir tvívegis neitað að staðfesta lög frá þing- inu, sem banna innflutning lithauiskra verkamanna og iðn- aðarpranna til Memel. Ennfrem- ur hefir lithauiska stjórnin látið gera sérstakar varnarráðstaf- anir af ótta við óeirðir, og hafa Þjóðverjar talið þeim aðallega beint gegn sér. Þann 11. des. næstkomandi fara fram kosningar til þings- ins í Memel. Þjóðverjar hafa þegar boöið fram þrjá af þeim mönnum, sem dæmdir voru fyr- ir landráð 1935. Þó slíkt sé í raun réttri gert til að móðga Lit- haua, hefir stjórn Lithauen orð- ið við þeim óskum að veita þess- um mönnum aftur öll þegnrétt- indi. Ennfremur hefir hún boð- izt til að semja við Þjóðverja um öll þau mál, sem þeir óski tekin til athugunar. Þrátt fyrir það halda þýzk blöð áfram að skrifa um undir- okun og kúgun Þjóðverja í Me- mel. Eru skrif þeirra mjög á sömu lund um Memel-Þjóðverja og þau voru áður um Sudeta. Þegar Súdetahéruðin voru sameinuð Þýzkalandi, gaf Hitler þá yfirlýsingu, að Þjóðverjar hefðu ekki fleiri landakröfur í Evrópu. Ekki aðeins í Memel, heldur einnig í Suður-Jótlandi og Elsass-Lothringen gera Þjóð- verjar nú ákveðnari kröfur um sameining við Þýzkaland en nokkuru sinni fyrr. Yfirlýsing Hitlers hefir því víða sætt mik- illi tortryggni, þar sem hann gaf einnig svipaða yfirlýsingu eftir sameiningu Þýzkalands og Aust- urríkis síðastliðinn vetur. Brezk-ítalskl sáttmálmn. Chamberlain hefir beðið enska þingið að fallast á að brezk- ítalski sáttmálinn kæmi til framkvæmda. Sagði hann í framsöguræðu sinni, að Hitler og Mussolini hafi lýst því yfir í Munchen, að þeir ætluðu ekki að fá neitt land hjá Spánverj- um. Ennfremur hefði Mussolini lofað að kalla heim helming ít- alska fótgönguliðsins eða 10 þús. hermenn og að veita ekki Franco neinn hernaðarlegan stuðning í stað þess. Sagðist Chamberlain fullkomlega treysta loforðum Mussolini og einlægni. Fulltrú- ar stjórnarandstæðinga hafa talað á móti þessari tillögu Chamberlains og sömuleiðis Anthony Eden, en hann lagði niður ráðherrastörf síðastl. vet- ur vegna þess, að samið var við ítali. Atkvæðagreiðsla hefir enn ekki farið fram. A víðavangi í 25 ára afmælisblaði Mbl. í gær, segir Pétur Halldórsson borgarstjóri á þessa leið: „Gengi blaðs á að byggjast á því, að blaðið segi ávallt satt, en aldrei ósatt, að ritstjórnin láti skoðan. ir sínar í ljós með prúðmannleg. um rithætti, vandi málfar blaðs síns og haldi í burtu frá blaðinu öllu því, sem ófagurt er og til spillingar sambúð manna og samstarfi--------blaðið hefir leitazt við að halda þessi boð- orð-----“. Margur hefði svarið fyrir, að Pétur Halldórsson gæti verið svona fyndinn! En biturt er háðið og úr hörðustu átt! * ❖ * Jón á Akri skrifar í afmælis- blaðið og þakkar Mbl. með hjartnæmum orðum stuðning þess við „sveitamenn“ og þeirra málefni. Heima fyrir, þegar Jón talar við „sveitamenn“ er hann vanur að afneita Morgunblaðinu og öllu þess athæfi og telur sig þá enga ábyrgð á því bera. En Mbl.-greinin á líklega ekki að koma í ísáfold. Hún á bara að gera Jón vinsælan um þingtím- ann hjá „fína fólkinu" í Rvík. * * * Fleiri undarlegra grasa kenn- ir í afmælisblaði þessu. Þar rit- ar t. d. Gunnar Benediktsson, sá er fyrir nokkrum árum gerð- ist formaður Varðarfélagsins og fékk að launum forstjórn við Ráðningarskrifst. Reykjavíkur- bæjar. Gunnar þessi segir: „Andstæffingarnir reyna eftir megni aff koma í veg fyrir, að fólk kynnist stefnu (Sjálfstæð- is) flokksins og málflutningi hans — — Andstæffingunum hefir tekizt þetta í mörgum hér- öffum landsins. Þar þora fylgis- menn þeirra hvorki að hlusta á ræðumenn flokksins né aff lesa blöff hans“. Þetta er gott dæmi um það, hvað stundum er reynt að segja Reykvíkingum. Af hálfu Framsóknarmanna hefir víst al- drei verið amast við því, að ísa- fold væri lesin í sveitunum. Enda hefir málflutningur hennar og ritháttur fært Framsóknar- flokknum margt atkvæðið. * * * Vilji Sjálfstæðisflokksins til samstarfs við ríkisstjórnina stendur í öfugu hlutfalli við gróða Kveldúlfs — sagði maður nokkur um leið og hann lauk við að lesa útdráttinn úr ræðu Ólafs Thors á síðasta Varðar- fundi. Engan dóm leggur Tím- inn á þessi ummæli. Galgopa- hjal Ólafs um, að kreppan sé stjórninni að kenna, bendir ekki á mikinn eða alvarlegan sam- starfsvilja. * * * Valtýr Stefánsson játar það nú hreinlega, að Árni Jónsson frá Múla sé fastur starfsmaður Morgunblaðsins og annist til- greindan hluta af efni blaðsins. En kaup sitt tekur Árni hjá Sölusambandinu af fé „þraut- píndra útvegsmanna“ — sex hundruð krónur á mánuði hverjum. Aðrar fréttir. Bæjar- og sveitastjórnar- kosningum er nýlokið í Bret- landi. Var kosið um % sætanna. í Englandi hafa íhaldsmenn heldur unnið á, jafnaðarmenn tapað, en frjálslyndi flokkurinn staðið í stað. í Skotlandi hefir fylgi jafnaðarmanna hinsvegar aukizt og íhaldiö tapað. nokkr- um sætum. Þessar kosningar snúast yfirleitt aldrei um ut- anríkismál. Það kemur illa í bága við yf- irlýsingar Chamberlains um trú hans á friðarvilja einvaldanna, að brezka stjórnin hefir ákveð- ið að stofna nýtt ráðuneyti fyrir loftvarnir og sjálfboðastarf al- mennings. Yfirmaður þess verð- ur John Anderson fyrv. land- stjóri í Bengal. A KROSSQÖTUM Hrútasýningar Búnaðarfélagsins — Sjúkraflutningar með flugvél. — Farþega- flug hér í sumar. — Útsýni úr 3000 m. hæð. — Síldarleit.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.