Tíminn - 08.11.1938, Page 1

Tíminn - 08.11.1938, Page 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsl, Llndargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Simi: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Simar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, þriðjndaglim 8. nóv. 1938 63. blað Tog’ariun Ólat'nr liefir farizt Á skipinu voru 21 maður Leitinni að togaranum Ólafi er nú hætt og er talið fullvíst, að hann hafi farizt í ofviðri, sem geisaði á Hala- miðum aðfaranótt síðastlið- ins miðvikudags. Var hann þar á veiðum, ásamt fleiri skipum, og höfðu þau sein- ast loftskeytasamband við hann um kl. 12 aðfaranótt miðviku- dagsins. Síðan hefir ekkert til hans spurzt eða sézt, en um 14 skip hafa leitað hans á þessum slóðum undanfarna þrjá daga. Nöfn skipverja fara hér á eft- ir: Sigurjón Mýrdal, skipstjóri, f. 2. marz 1890 að Bakkakoti í Gerðahreppi. Lætur eftir sig konu og 5 börn stálpuð. Gísli Erlendsson, fyrsti stýri- maður, f. 20. júní 1907 í Reykja- vík. Kvæntur. Barnlaus. Guðmundur Þorvaldsson, ann- ar stýrimaður, f. 14. des. 1906 í Rvík. Ókvæntur. Ólafur Pétursson, bátsmaður, f. 25. nóv. 1889 í Rvík. Lætur eftir sig konu og tvö börn upp- komin. Jón Hjálmarsson, fyrsti vél- stjóri, f. 1. okt. 1889 að Stakka- dal í Sléttuhreppi. Lætur eftir sig konu og þrjú börn uppkom- in. Halldór Lárusson, 2. vélstjóri, f. 9. okt. 1911 að Breiðabólsstað á Skógarströnd. Lætur eftir sig konu og tvö ungbörn. Kristján Eyjólfsson loftskeyta- maður, f. 11. sept. 1913 að Mið- húsum í Reykhólasveit. Ó- kvæntur. Sigurður Árni Guðmundsson, matsveinn, fæddur 8. sept. 1907 að Vörum í GeTðahreppi. Lætur eftir sig konu og tvö ungbörn. Bárður Lárusson, kyndari, f. 7. maí 1903 í Rvík. (Bróðir Hall- dórs 2. vélstj.). Bjó hjá móður sinni. Björn Friðriksson, kyndari, f. 22. júní 1910 að Stóra-Ósi í Ytri- Torfustaðahreppi. Ókvæntur. Friðleifur Samúelsson, háseti, f. 4. marz 1896 að Bæ í Miðdöl- Atkvæðagreíðslan í Dagsbrún Samvínna millí íhalds- manna og kommúnista Um síðastl. helgi fór fram at- kvæðagreiðsla í Verkamannafél. Dagsbrún í Reykjavík um breyt- ingar á lögum þess. Voru þær fluttar af Héðni Valdemarssyni og stuðningsmönnum hans í fé- laginu, en þeir hafa meirahluta í stjórn og trúnaðarmannaráði. Aðalbreytingin var í því fólgin, að nema þau ákvæði úr lögum félagsins, að félagið skuli vera í Alþýðusambandi íslands. íhaldsmenn, sem fyrir nokkru hafa stofnað sérstaka deild inn_ an Dagsbrúnar, lýstu því yfir, að þeir myndu styðja þessar til- lögur og birtu bæði Vísir og Mbl. áskorun til flokksmanna sinna um að greiða atkvæði með þeim. Úrslitin urðu þau, að með lagabreytingunum voru greidd 735 atkv., en á móti 476 atkv. Auðir seðlar voru 19, en ógildir 17. Félagið mun enn ekki hafa sagt sig formlega úr Alþýðusam. bandinu, en Morgunblaðið segir, að það verði gert, og muni félag- ið gangast fyrir stofnun óháðs (Framh. á 4. síðu.) um. Lætur eftir sig konu og fimm börn ung. Halldór Vilberg Júlíus Jóns- son, bræðslumaður. Fæddur 26. des. 1905 í Winnipeg. Ókvæntur. Guðmundur Elentínus Guð- mundsson, háseti, f. 16. marz 1917 að Helgastöðum í Gerða- hreppi. Bjó hjá foreldrum sín- um. Guðmundur Magnússon, há- seti, f. 23. okt. 1899 að Hrauni í Ölfusi. Ókvæntur. Guðmundur Sigurðsson, há- seti, f. 24. júní 1894 að Teigabúð á Akranesi. Lætur eftir sig konu, eitt barn og aldraða móður. Hún missti annan son sinn í sjóinn árið 1925. Guðmundur Þórarinsson, há- seti, f. 6. ágúst 1900 í Reykjavík. Lætur eftir sig konu og þrjú ung börn. Guðni Ólafsson, háseti, f. 9. febrúar 1894 að Ytra-Hóli í Vestur-Landeyjum. Bjó hjá móður sinni á níræðisaldri. Lárus Björn Berg Sigurbjörns- son, háseti, f. 17. desember 1909 að Höfða í Dýrafirði. Lætur eft- ir sig konu og eitt ungbarn. Óskar Gísli Halldórsson, há- seti, f. 17. júní 1903 að Klöpp á Akranesi. Lætur eftir sig konu. Sigurjón Ingvarsson, háseti, f. ■7. júní 1912 í Reykjavík. Lætur eftir sig konu og eitt ungbarn. Sveinn Helgi Brandsson, há- seti, f. 9. ágúst 1905 að ísólfs- skála í Grindavík. Lætur eftir sig konu og eitt ungt barn. Þessir, menn láta alls eftir sig þrettán ekkjur og átján börn innan við sextán ára aldur. INNHEIMTA ÚTSVARANNA Á fundi bæjarstjórnar Reyk- javíkur síðastl. fimmtudag bar fulltrúi Framsóknarflokksins, Sigurður Jónasson, fram svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin felur borgar- stjóra að láta gera skýrslu um ógreidd útsvör og bæjargjöld til Reykjavíkurbæjar, sem fallin voru í gjalddaga fyrir síðustu áramót og enn hafa eigi verið greidd eða eftirgefin. Séu í skýrslunni nákvæmlega til- greind nöfn og heimili skuldu- nauta og skuldarupphæð hvers um sig. Skýrsla þessi verði látin bæjarfulltrúum í té fyrir næsta bæj arstj órnarf und“. Tillaga þessi mætti hatramri andstöðu frá borgarstjóra og greiddu allir íhaldsfulltrúarnir atkvæði á móti henni. Er þessi afstaða í mesta máta einkenni- leg og virðist sanna þann grun, sem hefir verið nokkuð almenn- ur í bænum, að vægar sé gengið eftir bæjargjöldum hjá ýmsum skjólstæðingum bæjarstjórnar- meirahlutans en öðru bæjarfólki. Samkeppni Breta og Þjóð- verja í Balkanlöndunum S k ó g ræktarf élag Borgarfirði * í Togarinn „Ólafur" var með yngstu skipum í íslenzka tog- araflotanum eða 12 ára gamall. Hann var byggður í Dordricht í Hollandi. Hann var 339 smál. brútto að stærð og 42.9 metrar að lengd. Um síðastl. helgi var stofnað í Borgarnesi Skógræktarfél. Mýra. og Borgarfjarðarsýslu. Stofn- endur voru milli 50—60. Stjórn félagsins skipa: Daníel Kristjánsson bóndi á Gljúfurá, Friðrik Þorvaldsson, kennari í Borgarnesi, Guðmundur Jónsson bóndi á Hvítárbakka, Haukur Jörundsson kennari á Hvanneyri og Kjartan Sveinsson, Hvann- eyri. Markmið félagsins er að vinna að skógarfriðun og skóggræðslu á félagssvæðinu. Er m. a. ætl- unin að fá afgirt víðáttumikið skóglendi og ráða sérstakan mann þar til eftirlits. Er enn ekki ákveðið hvaða staður verð- ur fyrír valinu. Búast má við fjölmennri þátt- töku í félaginu, þó fleiri gætu (Framh. á 4. síðu.) Það hefir jafnan verið mark- mið Þjóðverja að ná sem mest- um viðskiptum við löndin á Bal- kan-skaganum, til þess að gera þau sér háð á þann hátt. Meðan Tékkoslóvakía var ó- háð Þjóðverjum, stóð hún þess- um fyrirætlunum á ýmsan hátt í vegi. Eftir undirokun hennar hafa Þjóðverjar því gripið til ó- spilltra mála og reynt að efla viðskiptasambönd sín við Bal- kan-ríkin. Er Funk fjármálaráð- herra nýlega kominn úr ferða- lagi um Balkanlöndin og var m. a. afráðið í þeirri ferð, að Þjóðverjar veittu Tyrkjum lán til vígbúnaðar. Er það þó mun minna en vígbúnaðarlán, sem Tyrkir fengu hjá Englendingum síðastliðinn vetur. Englendingar hafa mjög aukið viðskipti sín við Balkanþjóðirn- ar á undanförnum árum. Virðist margt benda til þess, að þeir ætli sér ekki að víkja þaðan fyrir Þjóðverjum, heldur hafi í hyggju að treysta sambönd sín þar bet- ur en orðið er. Styrkir það m. a. þessa skoðun að Georg Grikkjakonungur hefir dvalið um skeið í London og er mælt, að erindi hans sé að fá þar svipað vígbúnaðarlán og Tyrkir hafa fengið. Boris Bulgariukon- ungur er einnig væntanlegur þangað í sömu erindagerðum. Boris Búlgariukonungur A. KROSSGÖTTJM Sala síldarlýsis. — Tíðindi úr Borgarfirði. — Villtir minnkar drepa alifugla. Fyrirætlanir Norðmanna um síldarvinnslu við ísland. Tíminn hafði í gær tal af Þormóði Eyjólfssyni á Siglufirði, stjórnarfor- manni hjá síldarverksmiðjum rikisins. Tjáði hann blaðinu, að verksmiðjurnar væru nú búnar að selja það. sem þær áttu eftir af síldarlýsi, eða um 1400 smálestir. Er það lýsi selt til Aarhus í Danmörku fyrir £11.10.0 smál., og á að fara héðan í desember. Til Þýzka- lands seldu verksmiðjurnar í sumar 2000 smál. fyrir £13 smál, Allt annað lýsi þeirra hefir verið selt í Danmörku fyrir £12 smál. Dagverðareyrar- og Seyðisfjarðarverksmiðjur og Rauðka á Siglufirði, munu vera búnar að selja sitt lýsi. En verksmiðjur Kveldúlfs og verksmiðjan á Djúpuvík eiga enn mjög mikið óselt. r r r Tiðindamaður blaðsins hefir hitt Björn Jakobsson bónda á Stóra-Kroppi að máli og spurt hann tíðinda úr Borg- arfirði. Dilkar voru að þessu skipti feitari og þyngri þar í héraði heldur en elztu menn muna dæmi til. Kar- töfluuppskeran hefir hinsvegar víða verið lélegri heldur en áður hefir þekkzt. Þess eru dæmi, að uppskeran hafi verið jöfn útsæðinu að þyngd, en kartöflurnar, sem úr görðunum feng- ust, mun smærri heldur en það, sem sáð var. — Gróðurhús voru reist á síðastliðnu vori að Reykjum og Hóli í Lundarreykjadal og Hurðarbaki og Reykholti í Reykholtsdal. Gróður- húsin í Reykholti sameign fjölda- margra bænda í dalnum. Árið áður höfðu verið reist gróðurhús að Sturlu- reykjum og nokkru fyrr að Klepp- jámsreykjum. Hefir rekstur þessara gróðurhúsa gengið vel og er afráðið að færa út kvíarnar á Hurðarbaki og í Reykholti. — Refabú eru sex í uppsveitum Borgarfjarðarsýslu. ErU þar silfurrefir, blárefir og Alaska-refir. Hið elzta mun vera að Litlu-Drageyri í Skorradal, en önnur að Múlakoti, Húsafelli, Vilmundarstöðum, Hvann- eyri og Sturlureykjum. Sturlureykja- búið eiga fimmtán menn sameiginlega. Fyrir vestan Hvítá eru mörg refabú og standa sum þeirra á gömlum merg. Frá Svignaskarði voru í ár fluttir út blárefir til Svíþjóðar. Loðdýrasýning er nýafstaðin í Borgarnesi og þótti bera vott um mikla framför loðdýra- stofnsins í héraðinu. Stórum fleiri dýr verða sett á að þessu sinni heldur en áður hefir verið. r r r Að undanförnu hafa verið að því nokkur brögð, að minnkar hefðust við villtir, einkum hér í nágrenni Reykja- víkur. Hafa þeir jafnvel sumstaðar gert talsverðan usla og drepið alifugla.Fyrir stuttu drap villtur minnkur 40 hænsni að Fitjakoti á Kjalamesi, en 7 á næsta bæ. Víðar hafa þeir valdið svipuðum skaða. Skammt frá Elliðakoti fannst í vor minnkahreiður með ungum í, er tókst að handsama. Rétt fyrir síðast- liðna helgi var einn minnkur hand- samaður í porti hjá Sláturfélagi Suð- dýrið, er honum varð litið út um glugga, var það þá að drepa rottu! Var strax reynt að ná minnkinum, en hann faldi sig í spýtnabraki í portinu. Þá var reynt að ná honum í silunga- net, en þegar það stoðaði ekki, var gildra sett hjá fylgsni hans og í hana gekk hánn. Minnkur þessi er talinn Alaska-dýr. Minnkar eru grimmir og verður því að teljast í mesta máta víta- vert að minnkabú hér skuli vera svo illa úr garði gerð, að dýr geti sloppið þaðan. Ber að krefjast þess, að haft verði strangara aðhald hér eftir í þeim efnum, en verið hefir hingað til. „Norges Handels- og Sjöfartstidende" skýrir frá því 5. okt. s. 1., að þá und- anfama daga hafi útgerðarmenn frá Álasundi verið að ræða um það við norska fiskimálastjórann, hvort ríkis- stjórnin myndi íáanleg til að koma upp síldarverksmiðjuskipi, sem sent yrði til íslandsmiða. Gera þeir ráð fyr- ir að kaupa skipið í Amerku, en segj> ast þurfa til þess 2 millj. kr. ríkis- ábyrgð fyrir stofnkostnaði og % millj. kr. ríkisábyrgð fyrir reksturskostnaði. Blaðið telur þó, að fremur muni verða hallast að því, að flytja síldina til Nor- egs hálfunna og að álitlegar tilraunir í þá átt að breyta síld í hálfunna vöru, hafi verið gerðar í Knarrevik við Ber- gen. Blaðið telur líklegt, að norska ríkið muni veita stuðning til þess, að urlands. Sá einn starfsmaður félagsins framkvæmd verði hafin á þennan hátt. Georg Grikkjakonungur Carol Rúmeníukonungur kemur líka til London í þessum mánuði. Hafa Englendingar reynt að tryggja sér íhlutun í stjórn hinna miklu olíunáma Rúmeníu, og er mælt, að ferðalag Carols konungs standi að nokkru leyti í sambandi við það. í Jugoslavíu hafa enskir fjár- málamenn líka haft sig mjög í frammi seinustu mánuðina. Þjóðverjar kaupa mikið af þeim vörum, sem þessi lönd framleiða, og hafa þessvegna góða aðstöðu til að efla viðskipti sín við þau. Hinsvegar þykir þessum löndum óheppilegt að skipta við þá, þar sem þeir kref j_ ast vöruskipta. Þjóðverjar geta heldur ekki veitt þeim lánsfé, sem þau hafa flest mikla þörf fyrir. Vinfengi við Breta er því á ýmsan hátt eftirsóknarverðara fyrir Balkanríkin, sem líka ótt- ast vaxandi yfirgang Þjóðverja. Aðrar fréttir. í dag verður kosið til fulltrúa- deildar þingsins i Bandaríkjun- um. Auk þess verða kosnir ríkis- stjórar í einstökum sambands- ríkjum og y3 hluti öldungadeild arinnar. Munu þessar kosningar leiða i ljós, hvort fylgi Roose velts forseta hefir minnkað síö- an hann var kjörinn forseti í annað sinn fyrir tveimur árum, en því hefir verið haldið fram af andstæðingum hans. Síðastl. laugardagskvöld fór- ust 30 manns í eldsvoða í Oslo. Átti ein stærsta ljósmyndastofa bæjarins 40 ára afmæli og var haldin veizla í tilefni af því. Fór hún fram í húsakynnum ljós myndastofunnar, sem eru á fjórðu hæð í stórhýsi einu. Komst eldurinn nærri strax í filmur og fleiri eldfim efni, sem þarna voru, og varð þvi ekki við hann ráðið. Eldurinn er talinn hafa stafað frá rafmagni. Tvær enskar sprengjuflugvél ar hafa flogið frá Ismaila í Egyptalandi til Port Darwin í Ástralíu, án lendingar. Þessa vegalengd, sem er 7162 enskar mílur, flugu þær á 48 klst. og 2 mínútum. Er þetta met í lang- flugi. Fyrra metið settu Rússar í júlímánuði 1937. Þriðja flugvél in varð að lenda á leiðinni, sök um benzínskorts. í skýrslu frá Þjóðabandalag- inu segir, að matvælaskortur sé orðinn tilfinnanlegur í þeim hluta Spánar, sem er á valdi stjórnarinnar. Eru á vegum stjórnarinnar um 3 millj. flótta manna, sem flúið hafa héruð þau, sem uppreistarmenn ráða yfir. Stjórnin hefir fyrir nokkru fyrirskipað matvælaskömmtun. Pirov landvarnarráðherra Suður-Afríku, sem er brezkt samveldisland, hefir undanfar- ið rætt við portúgölsku stjórn- (Framh. á 4. slðu.) w A víðavangi Morgunblaðið í dag er mjög hreinskilið um atkvæðagreiðsl- una í Dagsbrún. Um sigur Héð- ins og kommúnista segir það á iessa leið: „Það er að vísu stað- reynd, að það eru verkamenn í Dagsbrún, sem fylgja Sjálfstæð- isflokknum að málum, sem réðu jessum úrslitum“. Blaðið getur jess þó, að sumir Sjálfstæðis- menn hafi verið ófúsir til þessa leiks. „Gátu þeir samt ekki sætt sig við, að mæta við kjörborðið fylkingu með Moskvaliðinu undir stjórn Héðins Valdimars- sonar“, segir blaðið. Afstaða lessara „Sjálfstæðis“-verka- mann er skiljanleg. En forráða- menn Sjálfstæðisflokksins hugsuðu á allt annan veg. Þeir gátu vel sætt sig við „að vera í fylkingu með Moskvaliðinu“. Og þess vegna var „sjálfstæðis“- verkamönnunum fyrirskipað bæði í Mbl. og Vísi að greiða at- kvæði eins og Héðinn vildi! * * >f: í nýja „Þjóðviljanum" 6. nóv. birtir Einar Olgeirsson eina af sínum löngu lofgerðum um Rússaveldi. Stalin er þó hvergi nefndur í ritverki þessu. Er það kannske vottur þess, að „barna- trúin“ sé að byrja að raskast? * * * E. O. segir, að Rússar hafi út- rýmt atvinnuleysinu. Það hefir Hitler líka gert — á pappírnum. E. O. segir, að Rússar vilji vernda lýðræðið. En því vernda ieir það þá ekki í sínu eigin landi, t. d. með því að leyfa öðrum en kommúnistum að bjóða sig fram í kosningum? E. O. segir, að Rússar unni mann- úð og frelsi meir en aðrar þjóðir. En því hafa þeir þá dauðadóma og aftökur í lögum sínum? E. O. segir, að Rússar og rauði her- inn séu höfuðvörn smáþjóð- anna gegn fasismanum. En hvernig stendur þá á því, að sá af valdamönnum Sovétríkjanna, sem vildi koma Tékkóslóvakíu til hjálpar, hefir verið hnepptur í fangelsi? íf: * * Samkvæmt hinum prentuðu réttarskýrslum frá Moskva í „landráða“-málunum miklu í marzmánuði 1938, lauk mál- færslumaður hins opinbera, Vyshinsky, sóknarræðu sinni orðrétt á þessa leið: „Tímar munu líða. Á gröfum hinna and- styggilegu svikara munu vaxa þistlar og illgresi, og yfir þeim mun hvíla eilíf fyrirlitning heið- arlegra sovét-borgara, eilíf fyr- irlitning allTar þjóðarinnar. En yfir oss og land vort mun sólin halda áfram að stafa sínum björtu geislum. Nú, þegar síð- asta óhroða fortíðarinnar hefir verið rutt af leið vorri, mun þjóð vor með vorn. ástsæla leið- toga og kennara, hinn mikla Stalin í fararbroddi halda á- fram göngu sinni, áfram í átt- ina til kommúnismans", Með þessu hugarfari voru 18 af þekktustu stjórnmála- og vís- indamönnum Rússa dæmdir til lífláts 13. marz sl. Heimildin um Stalinsdýrkunina, eins og hún þarna kemur fram í réttarsaln- um, er frá „fyrstu hendi“, út- gefin af rússnesku ráðstjórn- inni sjálfri í enskri þýðingu (bls. 697). * * * Gunnar Benediktsson for- stöðumaður Ráðningastofu Reykjavíkur, er óánægður út af því, að honum hafi í síðasta blaði Tímans verið ruglað sam- an við flokksbróður sinn Guðm. Benediktsson bæj argj aldkera. Vill blaðið gjarnan biðja Gunn- ar afsökunar á því, að hafa í ó- gáti eignað honum ummæli (í Mbl.), sem voru eftir Guðm. Ummælin eru engum til sóma, og ekki von, að menn vilji láta kenna sér þau að óþörfu. Ann- ars er maTgt svo líkt um þessa tvo Benediktssyni, að ekki er undur, þótt á þeim séu tekin misgrip. Nöfnin eru llk. Báðir (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.