Tíminn - 10.11.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.11.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN 22. árg. Reykjavík, fimmtudagiiui 10. nóv. 1938 64. blað VERZLUNIN VIÐ ÚTLÖNÐ VerzlunarjöSnuðurmn hagstæður um 3,14 míllj. kr. Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti Hagstofunnar nam innflutn- ingur til landsins í októbermán- uði 3.548 þús. kr., en útflutning- urinn 8.226 þús. kr. Samtals hefir innflutningur- inn tíu fyrstu mánuði ársins numið 42.079 þús. kr. og útflutn- ingurinn 45.224 þús. kr. Var verzlunarjöfnuðurinn um mán- aðamótin því hagstæður um 3.14 millj. kr. Á sama tíma í fyrra var inn- flutningurinn 44.510 þús. kr. og útflutningurinn 45.519 þús. kr. Er innflutningurinn því um 2,43 millj. kr. minni nú en þá og út- flutningurinn um 300 þús. kr. minni. Stærstu útflutningsliðirnir i október eru síld, saltfiskur, ís- fiskur, gærur, síldarmjöl, salt- kjöt, freðkjöt og andvirði Esju, sem var 450 þús. kr. F Islenzkur læknír fær styrk til berklarann- sókna í Danmörku Danska blaðið Politiken skýr- ir frá því 26. okt. sl., að ungum íslenzkum lækni, Jóni Sigurðs- syni, hafi verið falin vísindaleg rannsókn á smithættu af naut- gripaberklum. Skýrir blaðið svo frá, að „serum“-stofnunin danska hafi komizt að raun um, að beinberklar og heilahimnu- berklar í mönnum eigi stundum rót sína að rekja til nautgripa- berkla, og hafi „serum“-stofn- unin því óskað eftir því, að þessi rannsókn færi fram. Til þess að inna af hendi þessa rannsókn hefir Jóni verið veittur 10 þús. kr. styrkur úr sjóði P. Carl Petersen. Fer rann- sóknin fram á Suður og Vestur- Jótlandi. í blaðaviðtali skýrir Jón svo frá, að útbreiðsla naut- gripaberkla sé langmest í þess- um hluta landsins, og að t. d. i Ribe Amt séu aðeins tæplega 29% af kúabúunum laus við berkla. Það hafi því mikla þýð- ingu að slá því föstu, hversu mikil smithættan sé og þá bæði hættan af smiti frá mjólkinni og beinu smiti frá kúnum. Jón Sigurðsson lauk læknis- fræðiprófi við háskólann hér árið 1933, en hefir síðan unnið á heilsuhælum í Danmörku. Hann hefir undanfarið unnið talsvert að því verkefni, sem styrkurinn er veittur til. Er það ánægjulegt, er ungir íslending- ar reynast svo liðgengir með öðrum þjóðum. Aukakosning hefir farið fram i Dartford í Englandi. Tapaði í- haldsflokkurinn kjördæminu og þykir það benda til að utanríkis- málastefna Chamberlains afli flokknum óvinsælda. Framfarir í Axarfírði Þar hafa verið ræktaðir 50 hektarar og byggð 20 steinsteypt íbúðarhús á síðustu 12 árum — 27 býli í stað 17 um aldamót. Axarfjörður í Norður- Þingeyjarsýslu er ein af þeim sveitum hér á landi, þar sem mestar framfarir hafa orðið á síðustu tímum, og hún er líka ein af þeim sveitum, þar sem fólki hefir ekki fækkað. Um það mál hefir Jón Jónsson frá Gautlöndum, sem lengi var búsettur í Axarfirði, aflað handa Tímanum heimilda sem hér seg_ ir: — Um aldamót voru í Axarfirði 17 jarðir byggðar, allt einbýli. Nú eru býlin 27. Fólksfjöldi svipaður lengst af, árið 1915 t. d. 179 manns, en sl. ár 187. Árið 1897 voru í hreppnum 33 naut- gripir, 66 hross, 2646 kindur og 39 geitur. Þá heyjuðust 1233 hestar af töðu og uppskera garðávaxta var 8>/2 tunna. Árið 1937 eru nautgripir 57, hross 66 (sama tala og fyrir 40 árum!), kindur 3858 og geitur 309. Töðu- fengur er þá 3800 hestar og upp- skera garðávaxta rúml. 90 tunn- ur. Fram til 1920—25 höfðu bænd- ur ekki lagt í stórfelldan kostn- að til húsa- og jarðabóta. En síðan 1925 hafa verið reist í sveitinni 20 íbúðarhús úr stein- steypu, er flest munu ' hafa kostað 8—16 þús. kr. Stein- steyptar heyhlöður eru nú á flestum bæjum, sumstaðar fyrir allt hey, sem fellur, 800—1000 hesta. Nýrækt á þessum tíma er um 50 hektarar, og auk þess sléttaðir 4 hektarar í gömlum túnum. Heimavistarskóli fyrir börn hefir verið byggður (ásamt rafstöð), með styrk úr ríkis- sjóði. Ríkið hefir byggt upp prestssetrið á Skinnastað, og lagt fé til sandgræðslugirðing- ar um 30 hektara lands. Skattaskýrslur sýna, að árið 1923 voru skuldlausar eignir í hreppnum kr. 147766. Árið 1932 eru þær kr. 206692 og árið 1937 kr. 301425 eða helmingi meiri en 1923. Jarðeignir bænda með húsum og mannvirkjum eru 220 þús. kr. eftir fasteignamati, en skuldir taldar um 260 þús. Sveitin á nú 15—20 sláttuvél- ar, nokkrar rakstrarvélar og fleira til vinnuléttis. Útvarp Irá Vest- ur-íslendingum á lullveldisdaginn Þann 1. desember næstkom- andi verður í fyrsta sinn varpað út hér ræðum og söng frá ís- lendingum í Vesturheimi. Hafa íslendingar vestra fengið útvarpsstöð í Winnipeg til um- ráða þá um kvöldið í 30 mín. eða frá kl. 10—10y2 eftir ísl. tíma. Skrifuðu þeir fyrir nokkru hingað og buðust til að haga dagskrá sinni þannig, að hún geti fallið inn í hátíðahöldin hér. Hefir ríkisstjórnin þegið boðið og tekið að sér að greiða sendingarkostnaðinn. Er ekki hægt að koma við endurvörpun og verður því að nota talsam- bandið. Dagskrá Vestur-íslendinga mun enn ekki fullkomlega á- kveðin, en gert er ráð fyrir þremur stuttum ávörpum, karlakórssöng og upplestri á frumortu kvæði. Ríkisútvarpið hefir í svari sínu til Vestur-íslendinga boð- izt til, að loknu útvarpinu frá þeim, að helga þeim næstu 10 mínútur með því að endurvarpa héðan ávarpi til þeirra frá for- sætisráðherra og þjóðsöngnum. Brezku konungskjónin fara í heimsókn til Kanada næsta sumar. Hefir Roosevelt forseti boðið þeim að koma um leið til Bandaríkjanna og hafa þau þeg- ið boðið. Andúðin gegn Stalín ínnan rauða hersins Margar fregnir frá Rússlandi þykja bera þess merki, að her- inn sé stjórninni ótryggur og að hún vantreysti foringjum hans. Síðan vinsælasti og duglegasti hershöfðingi rauða hersins, Tukhatjevski, var tekinn af lífi í fyrra, hafa stöðug mannaskipti átt sér stað í helztu trúnaðar- stöðum hersins og virðist iíkast, sem stjórnin treysti engum hers- höfðingja til lengdar, nema þeim, sem eru allra nánastir vinir Stalins. Það þykir nú fullvíst, að Tukhatjevski hafi verið tekinn af lífi vegna þess, að Stalin ótt- aðist vinsældir hans og vissi að hann myndi njóta stuðnings hersins, ef hann reyndi að kom- ast til valda. Var Tukhatjevski, ásamt nokkrum hershöfðingj. um, því dæmdur til dauða, án minnstu opinberrar rannsóknar, og með svo litlum fyrirvara, að stuðningsmenn hans fengu ekki ráðrúm til að koma honum til hjálpar. Talið er að næstu vik- ur á eftir hafi farið fram stór- felld „hreinsun“ innan hersins og nemi tala þeirra liðsforingja, sem þá voru drepnir, mörgum hundruðum. Jafnframt var unn_ ið að því, að efla völd kommún- istaflokksins innan hersins. Hef_ ir þetta stórum aukið andúðina gegn Stalin meðal liðsforingja og er talið, að hernum vanti ekki nema forystumann til að stjórna uppreisninni, annars séu öll skilyrði til hennar fyrir hendi. Hin óákveðna afstaða stjórn- arinnar til Sudetadeilunnar i sumar er talin stafa af því, að hún vantreysti hernum, þar sem völd hans myndu aukast miklu meira, ef til styrjaldar kæmi. Síðan Tukhatjevski var drep- inn hafi andstæðingar Stalins í í hernum sérstaklega haft auga á einum manni, sem væntanleg- um leiðtoga sínum. Það er Blúeher, sem verið hefir stjórn- andi rauða hersins í Síberíu. — Næst Tuhkatjevski er hann tal- inn duglegasti hershöfðinginn, sem rauði herinn hefir eignazt. Hefir honum á skömmum tíma JL Verðlag í Reykjavík. — Fiskbirgðirnar. — Vegagerð í Barðastrandarsýslu. Jarðabætur í Reykhólasveit. — Frá Stykkishólmi. — Slys. — Bruni. Samkvæmt útreikningi Hagstofunn- ar um smásöluverð í Reykjavík hefir orðið talsverð verðlækkun frá því á sama tíma í fyrra á kornvörum, kaffi, smjörlíki og feiti. Mun þetta stafa af verðlækkun erlendis. Á brauðvörum, garðávöxtum, kjöti, slátri og fiski er verðið næstum óbreytt. Hinsvegar hafa mjólk, egg og ostur hækkað lítið eitt. Eldsneyti (kol) og ijósmeti hafa lækk- að talsvert í verði, en fatnaður hækk- að. Húsaleiga mun vera óbreytt, þó Hagstofan telji hana hafa hækkað. Gefur útreikningur Hagstofunnar tæp- ast rétta hugmynd um húsaleiguna, þar sem hann byggist á byggingar- kostnaðinum, en ekki upplýsingum um húsaleiguna eins og hún er. Samkvæmt þessum útreikningum Hagstofunnar ætti að vera nokkru ódýrara að lifa í bænum nú, en var á sama tíma í fyrra. r i r Um síðastl. mánaðamót voru afla- birgðirnar í öllu landinu 9.884 smál. og er það 2.474 smál. minna en var á sama tíma í fyrra. Tölurnar eru miðaðar við þurfisk. Allur þessi afli, að frádregnum 1200—1500 smál. af smáfiski, hefir verið seldur til Spánar og Suður-Ameríku, aðallega til Spánar. Verður sá hluti fiskjarins, sem seldm: er til Spánar, fluttur út fyrir áramót, en fiskurinn, sem fer til Suður-Amer- íku, verður ekki sendur héðan fyr en eftir áramót. t r t Jóhann Albertsson bóndi á Klukku- felli í Reykhólahreppi er á ferð hér í bænum þessa dagana. Hann hefir sagt Tímanum ýms tíðindi þaðan að vestan. Nokkur undanfarin ár hefir verið unnið að leggja veg úr Gils- fjarðarbotni vestur Barðastrandarsýsl- una. Var í vor gert fært bifreiðum að Kinnarstöðum við Þorskafjörð. Síðast- liðið haust var reist brú á Bæjará, sem heita mátti ófær bifreiðum áður. í sumar hefir verið unnið þar við brúna að upphleðslu, og er því verki ekki enn lokið að öllu. Miklar umbætur í húsbyggingum og jarðrækt hafa átt sér í stað í Reyk- hólahreppnum hin síðari ár. Einkum hefir verið byggt mikið af penings- húsum og heyhlöður, en sumlr hafa reist sér vönduð íbúðarhús. Fyrir átta árum keypti búnaðarfélag hreppsins dráttarvél og hefir verið unnið mikið með henni á hverju ári, venjulega frá því í maí til miðs júlímánðar, og stund- um einnig að haustlaginu. 29 jarðir eru í hreppnum, sem munu flestar eða allar hafa notið dráttarvélarinnar og sumir jafnvel flest árin, en auk þess hefir hún tvívegis verið lánuð til jarð- vinnslu inni í Geiradal. Mikil umbreyt- ing hefir orðið á búnaðarháttum síðan dráttarvélin kom og hafa t. a. m. verið keyptar fjórar sláttuvélar í sveitina, sem sennilega hefði ekki orðið af, ef hinar nýju sáðsléttur hefðu ekki kom- ið til sögunnar Mikið hefir verið slétt- að af því, sem þýft var í gömlu tún- unum, en þó öllu meira sinnt nýrækt. r t t Frá Stykkishólmi stunduðu tvö skip síldveiðar í sumar, vélskipið Olívette og línuveiðarinn Aldan. Munu hlutir sjómannanna hafa orðið í meðallagi. í haust hafa dragnótabátar stundað veiðar, en afli verið tregur. Tíðin hefir einnig verið umhleypingasöm og gæftir nokkuð misbrestasamar. Hraðfrystihús kaupfélagsins var starfrækt í hálfan fjórða mánuð í sumar og unnu þar þá oft um þrjátíu manns að fiskflökun og frystingu. Fiskitregðan hefir hins- vegar hamlað hauststarfrækslunni. t t t Að Kambi í Breiðuvík lézt 7. þ. m. með sviplegum hætti fjögurra ára gamalt stúlkubarn, dóttir Guðmundar Guðmundssonar bónda. Hafði bamið nokkruð dögum áður verið að leika sér að tæmdum skothylkjum úr fjárbyssu. Hafði það látið skothylki í munn sér og hrökk það niður í barkann. Læknis var vitjað, en hann fékk eigi að gert. Barninu virtist samt líða vel, þar til það fékk skyndilega hóstakviður og andaðist. t t r Síðastliðið mánudagskvöld varð eld- ur laus að Strönd í Reyðarfirði og brann íbúðarhúsið til kaldra kola, á- samt heyskúr með 100 hestburðum heys í. Innanstokksmunum tókst að miklu leyti að bjarga. Að Strönd bjó ekkja, Aðalbjörg Kristjánsdóttir. með tveimur sonum sínum. Bliicher marskálkur tekizt að koma upp öflugum her í Síberíu og eflt svo landvarnir Rússa þar, að þeir eru óvíða eða hvergi betur undir það bún- ir, að bjóða andstæðingum sín- um byrginn. Stalin og fylgismönnum hans hefir jafnan staðið stuggur af Blúcher og nú virðast þeir hafa ákveðið að verða fyrri til og láta hann fara sömu leiðina og Tukhatj evski. Um tíma í sumar voru miklar viðsjár með Rússum og Japön- um á landamærum Síberíu. Blúcher vildi, að Rússar létu til skarar skríða og gengu í banda- lag við Kínverja til að hnekkja áhrifum Japana á meginlandi sínu. Taldi hann, að fyrr en seinna myndi koma til styrjald- ar milli Rússa og Japana og byðist Rússum aldrei heppilegra tækifæri en nú, vegna styrjald- arinnar í Kína. Auk þess myndi það auka álit Sovét-Rússlands að koma Kinverjum til hjálpar. Stalín beitti sér mjög eindreg- ið gegn þessari stefnu og tókst að ná samkomulagi við Japani um vopnahlé, enda voru Japan- ir þess mjög fýsandi til að geta haldið áfram styrjöldinni í Kína. Ástæður Stalins fyrir þessu eru einkum taldar þær, að hann óttaðist að herinn myndi nota tækifærið, þegar styrjöldin kæmi, til að taka völdin í sínar hendur. Ennfremur óttaðist hann, að Þjóðverjar myndu koma Japönum til hjálpar. Nokkru síðar var Blúcher kvaddur til Moskva. Er talið, að honum hafi verið tjáð, að nær- vera hans væri nauðsynleg, vegna yfirvofandi ófriðar í Ev- rópu, og jafnframt gefið í skyn, að honum yrði falin yfirstjórn hersins á vígstoðvunum, ef til styrjaldar kæmi. En síðan hefir hans aldrei verið getið í rúss- neskum blöðum og hann ekki komið aftur til Sibiriu. Hafa þó oft verið haldnar þýðingarmikl- ar hernaðarráðstefnur í Sibiriu í haust og þeirra manna, sem þar mættu, getið í blöðunum og lokið lofsorði á þá, sem taldir hafa verið Blúcher andstæðir. Þeir er- lendir fréttaritarar í Moskva, sem kunnugastir eru, telja að hann sé hafður þar í stofufang- elsi og sé verið að undirbúa mál á hendur honum, þar sem hon- um sé m. a. gefið að sök að hafa ætlað að koma Sovét-Rússlandi út í þarflausa styrjöld við Japani síðastl. sumar, fyrst og fremst í þeim tilgangi, að afla sjálfum sér meiri valda. Séu þessar fréttir réttar, eru örlög Blúchers þegar afráðin. En þó að Stalin takist þannig að ráða niðurlögum hættulegs keppinautar, hefir hann síður en svo bætt aðstöðu sína innan hersins. Stöðugar aftökur á vin- sælustu foringjum hersins munu fyrst og fremst verða til þess að auka óvinsældir hans þar. Aðrar fréltlr. Fullnaðarúrslit kosninganna í Bandaríkjunum eru enn ekki kunn, en þó er orðið ljóst, að w A víðavangi Árni frá Múla segir,að íhald- ið þurfi að komast í ríkisstjórn- ina til að spara fyrir ríkissjóð- inn! Hann heldur, aö fólk trúi því, að Sj álfstæðisf lokkurinn hafi löngun til að spara. En Sjálfstæðismenn hafa haft mörg tækifæri til að spara ann- arsstaðar en hjá ríkissjóði. Hvað hafa þeir gert? Hvað hafa þeir sparað fyrir Reykjavíkurbæ? Ekkert svo að vitað sé, en hins- vegar safnað 3—4 millj. kr. ó- umsömdum lausaskuldum. Hvað hafa þeir sparað fyrir Kveldúlf? Og hvað hafa þeir sparað fyrir Fisksölusambandið, þar sem forstjórarnir eru á 18 þús. kr. launum, og Árni frá Múla fær 600 krónur á mánuði til þess að geta skrifað í Mbl. um sparn- aðarlöngun Sjálfstæðisflokks- ins? * * * Samanburður Hagstofunnar á öðrum stað hér í blaðinu, á verði ýmsra matvara í höfuð- borgum Norðurlanda er mjög eftirtektarverður. Hann sýnir, að það er ekki rétt, sem stjórn- arandstæðingar segja, að tolla- álagning hér á landi síðustu ár- in hafi skapað dýrtíð viðkom- andi þessum vörum. Vörur þær, sem samanburður er gerður á, eru að meðaltali sízt dýrari hér en annarsstaðar á Norðurlönd- um og hér virðist verðið heldur hafa lækkað hlutfallslega síð- ustu árin. * * * Hitt er svo annað mál, að ýmsar aðrar nauðsynjar munu vera dýrari í Rvík en í hinum Norðurlandaborgunum. Má þar þá í fyrsta lagi nefna vefnaðar- vörur. En hið háa verð þeirra hér í Reykjavík er vegna ó- hæfilega hárrar verzlunará- lagningar. Álagningunni á mat- vörum hefir kaupfélagið haldið niðri og raunar knúð fram lækkun á henni frá því sem áð- ur var. * * * Hin mikla viðbygging við Hafnarhúsið í Reykjavík, er nú vel á veg komin. Tíminn vill vekja athygli á því, að beint liggur við, að flytja skrifstofur bæjarins í þessi húsakynni. Sýnist nær, að bærinn reki starfsemi sína í sínu eigin húsi, en að leigja dýrt og misjafnlega hentugt húsnæði hjá einstökum mönnum, eins og gert,hefir ver- ið hingað til. Er langt síðan á það var bent af Framsóknar- mönnum, hve óhæfilegt það væri, að bærinn ætti ekki hús fyrir skrifstofur sínar. * * * Mbl. þykist vera sérlega hlynnt fluglist og flugsamgöngum hér á landi. Fyrir nokkrum dögum þóttist það vilja láta flugvélar koma í stað strandferðaskip- anna þegar í stað. En ekki er á- huginn eins mikill þegar til framkvæmda kemur hjá Mbl,- liðinu í þessum efnum. Nýlega hefir verið farið fram á, að Reykjavíkurbær gerði Flugfélagi Akureyrar smágreiða í sam- bandi við raflögn að flugskýl- inu við Skerjafjörð. En þar er eins og að höggva í harðan klett. Tilraunir bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins til að endur- vekja áhuga Mbl. á fluglistinni, hafa engan árangur borið. demókrataflokkurinn, sem styð- ur Roosevelt, muni halda áfram meirahluta sínum í báðum þing- deildum, en republikanar hafa þó unnið nokkuð á. Studdi Roosevelt líka frambjóðendur republikana á þeim stöðum, þar sem frambjóðendur de- mókrata lýstu sig andvíga stjórnarstefnu hans. Persónu- lega hefir Roosevelt því unnið meiri sigur en atkvæðatölur demókrata sýna. Opinberlega hefir verið til_ kynnt, að enska stjórnin sé reiðubúin til að reyna að miðla málum milli Kínverja og Jap- ana. Hefir enski sendiherrann í (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.