Tíminn - 10.11.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1938, Blaðsíða 2
254 TÍMBVIV; fimmiinlagiim 10. nóv. 1938 64. blað ^ímtrtn Fimmtudaginn 10. nóv. Matvöruverðlag í höfuðborgum Norðurlanda í ýmsum blöðum hefir verið orð á því gert, að vöruverð hafi hækkað hér á landi í seinni tíð, vegna þess, að tollar til ríkis- sjóðs hafi verið auknir svo mjög í tíð núverandi ríkisstjórnar. Nú í haust lét Tíminn fara fram rannsókn í þessu máli. Voru teknar til athugunar 15 vörutegundir, flest vefnaðar- vörur, sem allar þykja nokkuð dýrar. Sýndi það sig þá, sem kunnugt er, að tollur á þessum vörum var ekki nema hverfandi upphæð samanborið við álagn- ingu verzlananna. Nú liggur fyrir önnur merki- leg niðurstaða í þessum málum. Hagstofan hefir alveg nýlega lokið við að gera samanburð á smásöluverði nokkurra helztu nauðsynjavörutegunda (mat- vara) í fjórum höfuðborgum Norðurlanda, Kaupmannahöfn, Oslo, Reykjavík og Stokkhólmi. Tímanum hefir gefizt kostur á að kynna sér þennan saman- burð. Samanburðurinn nær yfir tímabilið 1933—38 og er farið eftir hagskýrslum viðkomandi landa. Útsöluverð varanna er reiknað í íslenzkri mynt eftir gengi á hverjum tíma. Hér fer á eftir samanburður á verði sex vörutegunda, eins og verðið var á þeim í janúarmán- uði 1933: Hveiti kostaði í Rvík 42 aura, í Oslo 33 aura, í Köfn 30 aura og í Stokkhólmi 40 aura pr. kg. Miðað við Reykjavíkurverð var því verðið í Oslo 78,57%, í Khöfn 71,43% og í Stokkhólmi 95,24%. Hrísgrjón kostuðu í Rvík 53 aura, í Oslo 91 eyri, í Khöfn 79 aura og í Stokkhólmi 58 aura pr. kg. Miðað við Reykj avíkurverð var því verðið í Oslo 171,70%, í Khöfn 149,06% og í Stokkhólmi 109,43%. Haframjöl kostaði í Rvík 50 aura, í Oslo 47 aura, í Khöfn 52 aura og í Stokkhólmi 48 aura pr. kg. Miðað við Reykjavíkurverð var því verðið í Oslo 94%, í Khöfn 104% og Stokkhólmi 96%. Molasykur kostaði í Rvík 61 eyri, í Oslo 78 aura, í Khöfn 55 aura og í Stokkhólmi 53 aura pr. kg. Miðað við Reykjavíkur- verð var því verðið í Oslo 127, 87%, í Khöfn 90,16% og í Stokk- hólmi 86,89%. Smjörlíki kostaði í Rvík 174 aura, í Oslo 136 aura, í Kaup- mannahöfn 161 eyri og í Stokk- hólmi 155 aura pr. kg. Miðað við Reykj avíkurverð var því verðið í Oslo 78,16%, í Khöfn 92,53% og í Stokkhólmi 89,08%. Kaffi (brennt og malað) kostaði í Rvík 406 aura, í Oslo 367 aura, í Khöfn 558 aura og í Stokkhólmi 442 aura pr. kg. Miðað við Reykj avíkurverð var því verðið í Oslo 90,39%, í Khöfn 137,44% og í Stokkhólmi 108, 87%. Meðalverð þessara 6 vöruteg- unda, miðað við Reykjavíkur- verð hefir því í þessum mánuði (jan. 1933) verið sem hér segir: f Oslo 95,67%, í Khöfn 118,96% og í Stokkhólmi 101,27%. f Oslo var því meðalverðið ivið lægra en í Rvík, í Stokkhólmi svipað, en í Khöfn nokkru hærra. Þegar gerður er samanburður á sömu 6 vörutegundum í janú- armánuði 1938, er útkoman sem hér segir: Hveiti kostaði í Rvík 50 aura, í Oslo 51 eyri, í Khöfn 37 aura og í Stokkhólmi 48 aura pr. kg. Miðað við Reykjavíkurverð var því verðið í Oslo 102%, í Khöfn 74% og í Stokkhólmi 96%. Hrísgrjón kostuðu í Rvík 40 aura, i Oslo 89 aura, í Khöfn 81 eyri og í Stokkhólmi 56 aura pr. kg. Miðað við Reykjavíkur- verðið var því verðið I Oslo 222,5%, í Khöfn 202,5% og í Stokkhólmi 140%. Haframjöl kostaði í Rvík 48 aura, í Oslo 51 eyri, í Khöfn 52 aura og í Stokkhólmi 50 aura pr. kg. Miðað við Reykjavíkur- verð var því verðið í Oslo 106, Ferðír J. J. vestanhafs Um f járpestina „Til Norðvestur-Ameríku kom núna í vikunni Jónas Jónsson frá hinu litla heimkynni mikilla manna — íslandi." Þannig hefst viðtal, sem „Was- hington Posten“, eitt af stórblöð- um Seattleborgar átti við Jónas Jónsson, meðan hann stóð þar við, á ferðalagi sínu um Kyrra- hafsströndina, allt norðan frá Vancouver í British Columbia og suður til Los Angeles. Þetta við- tal kemur víða við, og er bæði langt og greinilegt. Það endur- varpar glöggri lýsingu J. J. á vélaöldinni, sem fyrir skömmu hóf innreið sína til íslands, og á því stórfenglega viðfangsefni, sem þjóðinni hefir þar með borizt fyrir hendur, að hverfa svo frá gömlum venjum, að nýjum, að takast megi að greina og geyma verðmæti vorrar gömlu menningar frá hismi hennar og hégóma, sem mölur og ryð mega ámælislaust granda, og að fara svo með þessi verðmæti, að þau verði eftir aldaskiptin, sem fyrir, ó- bilandi þættir íslenzkrar menn- ingar. J. J. er þess fullviss, að þetta takizt, þrátt fyrir mikla örðugleika. Og blaðinu þykir bersýnilega mikill menningar- vottur íslenz'ka héraðið, með um 5000 íbúum, þar sem sam- vinnumennirnir reka mjólkur- samlag, flutningastarfsemi, kaupskipaútgerð, fiskverkun og útflutning, laxaklak og jafnvel matjurtarækt við jarðhita! Síðan kemur lýsing á skipun Alþingis og á stjórnarfari voru í sambandi við Danmörku. Það 25%, í Khöfn 108,34% og í Stokkhólmi 104,17%. Molasykur kostaði í Rvík 55 aura, í Oslo 81 eyri, í Khöfn 56 aura og í Stokkhólmi 51 eyri pr. kg. Miðað við Reykjavíkurverð var því verðið í Oslo 147,27%, í Khöfn 101,82% og í Stokk- hólmi 92,73%. Smjörlíki kostaði í Rvík 145 aura, í Oslo 144 aura, í Khöfn 141 eyri og í Stokkhólmi 183 aura pr. kg. Miðað við Reykja- víkurverð var því verðið í Oslo 99,31%, í Khöfn 97,24% og í Stokkhólmi 126, 21%. Kaffi (brennt og malað) kostaði í Rvík 380 aura, í Oslo 289 aura, í Khöfn 506 aura og í Stokkhólmi 361 eyri pr. kg. Mið- að við Reykj avíkurverð var því verðið í Oslo 76,05%, í Khöfn 133,16% og í Stokkhólmi 95%. Meðalverð þessara 6 vöruteg- unda, miðað við Reykjavíkur- verð, hefir því í þessum mánuði (jan. 1938) verið sem hér segir: í Oslo 98,19%, í Khöfn 121,59% og í Stokkhólmi 104,32%. Það er því eins og í janúar 1933, að meðalverðið i Khöfn er nokkru er auðséð, að blaðinu þykir merkileg vitneskjan um sam- bandslaganefndina, sem kemur saman á hverju ári til þess að ræða og laga nýjar tillögur og ágreining, og gerir það fljótt og vel. Eftir að hafa skýrt, að við séum í arfgengu konungssam- bandi við Danmörku, en annars raunverulega óháðir, þar sem öll tengsli önnur séu samnings- bundin, segir J. J. að jafnvel þeir, sem dreyma kynni og óska fullkomins sjálfstæðis, mundu á engan hátt óska að draga úr samgöngum og kynnum við hinar Norðurlandaþjóðirnar, þar sem tengslin séu raunveru- leg bróðurhönd blóðs og menn- ingar, sterkari öllum landfræði- og hagfræðilegum tengslum. Af þessum orsökum séu líka vonir íslendinga um algert sjálfstæði, engri beiskju blandnar. Þá drepur J. J. á eindregnar óskir íslendinga um vaxandi viðskipti vestur um haf og lýsir reynslu styrj aldaráranna í því efni. Til Breta beri þeir vinar- hug og, ef nauðsyn bæri til, von um vernd. í lok viðtalsins skýrir J. J. frá för sinni vestur í boði Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi, sem einum þætti spunnum af vaxandi þjóðrækn- ishvöt til þess að skipta geði betur en gert hefir verið, að þessu, og treysta sifja- og sefatengsli austur og vestur um haf. Leggur blaðið, með breyttu letri — eins og reyndar mjög víða í samtalinu — áherzlu á hærra en I Rvík, en í Oslo og Stokkhólmi er verðið mjög svip- að og hér*). Og eftirtektarvert er það, að í öllum þrem Norðurlandaborg- unum Oslo, Khöfn og Stokk- hólmi, hefir verðið heldur hækkað hlutfallslega saman- borið við íslenzka verðið. Staðhæfingar stjórnarand- stæðinga um að verð nauðsyn- javara hafi hækkað hér meir en annarsstaðar, vegna nýrrar á- lagningar tolla á síðustu árum, sýnast því vera algerlega úr lausu lofti gripnar, eins og fleira úr þeirri átt. *) Það er auðvitað ekki fullkomlega öruggt, að alstaðar í þessum saman- burði sé um nákvæmlega sömu vöru- tegundir að ræða. En þetta eru þær vörutegundir, sem lagðar eru til grund- vallar í hagskýrslum viðkomandi landa. Og enda þótt einhver munur kynni að vera á einhverjum þessara tegunda, þá raskar það vitanlega á engan hátt samanburðinum milli janúarmánaðar 1933 og janúarmánaðar 1938. En sá samanburður sýnir, að verð þessara nauðsynjavara hefir sizt farið hœkk- andi hér. miðað við verðið í hinum löndunum. orðin, sem það hefir eftir J. J. „Ég er þess fullviss, að þá væri mesta heillaverk unnið, ef fs- lendingum vestan hafs auðnað- ist að stuðla að því, að íslenzka og önnur Norðurlandamál yrði kennd í amerískum skólum. Öldum saman sáu Evrópuþjóð- irnar börnum sínum fyrir fræðslu í latínu og grísku, auk móðurmálsfræðslunnar. Tunga vor er jafn sígild og þær og al- veg eins mikilvæg stoð við nám enskrar tungu, og er sjálf inn- gönguhlið til mikilla menning- arfjársjóða.“ Hér er aðeins stiklað á ein- stökum atriðum þessa viðtals, sem er óvenjulega ítarlegt og sýnir glögglega hvert álit J. J. hefir unnið sér og þjóð sinni meðal enskrituðu stórblaðanna, þar sem hann hefir haft nokkra viðstöðu vestanhafs. Er þetta ekki sízt ljóst þeim, sem nokkuð eru kunnugir erlendum stór- blöðum og viðtalsfréttastarf- semi þeirra, sem aldrei tekur jafn mikið rúm til alvarlegs viðtals og hér átti sér stað, nema þeim finnist maður og málefni alveg sérstaklega mik- ilsvert. Endg, dylst ekki í ensk- rituðu blöðunum, sem hingað hafa borizt frá íslendingum í stórborgum Kyrrahafsstrandar- innar, sama álitið og það, er fram kemur í stórblaðinu, sem átti þetta viðtal við J. J„ þeg- ar það segir, að gistvinir hans í Seattle og aðrir, sem fengið hafi færi á að kynnast honum, geti aldrei oflofað snilld hans og viðbragðsflýti í viðræðum, hvort sem þær snúist um alþjóðleg menningar- og stjórnmál, eða fagrar listir, og nefnir til dæmis í umgetningu um almennan há- degisverð (þar sem allmargir Norðurlandabúar munu hafa verið viðstaddir), að J. J. hafi þar „varpað leiftrandi lofstöfum á verk norska myndhöggvarans mikla, Gustafs Vigelands, með snilldarlýsingu sinni á verkum hans, sem prýða eiga Frogner- parken í Osló, og einnig á styttu Snorra Sturlusonar, sem reisa skal í Reykholti. Það var rétt að orði kveðið í síðasta blaði Tímans, að Jónas Jónsson hefði farið óslitna sig- urför um Ameríku. En þetta hefir ekki einungis verið sigur- för fyrir Jónas Jónsson sjálfan, heldur einnig, og ekki síður, fyrir ísland og íslenzka menn- ingu. Málsmetandi menn stór- þjóðanna veita því gjarnan at- hygli, er slíkir menn sem Munch og Sandler láta til sín heyra. Og för og framkoma Jónasar Jónssonar hefir vakið málsmet- andi menn í tveimur risalönd- um Norður-Ameríku, hvar sem hann hefir um þau farið, til vit- undar um, að íslendingar eigi líka í fámenni sínu hugsjóna- og stjórnmálamenn, gjaldgenga á alþjóðlegan mælikvarða. Björn Sigurðsson læknir frá Veðramótum, sem nú dvelur við vísindastörf í Kaupmannahöfn, ritar Tímanum á þessa leið: Hr. ritstjóri! Hinn 9. sept. sl. birtist í blaði yðar grein um mæðiveikina eftir hr. Sigurð Hlíðar, dýralækni. Grein þessi er því miður rituð nokkuð á annan veg en æskilegt væri, þegar rætt er um svo mikilvægt mál. Það væri óneit- anlega æskilegt, að minni skæt- ingur en meiri rósemi einkenndi skrif um þessi mál í framtíðinni. Eðli mæðiveikinnar er nátt- úruvísindalegt viðfangsefni, sem aldrei verður leyst með rit- deilum. Ég get þó ekki stillt mig um að játa, að sú staðhæf- ing, að mæðiveikin sé ekki til sem sjálfstæður sjúkdómur, virðist mér helzti skáldskapar- kennd. Það undraði mig mjög, er ég sá þær einstrengingslegu full- yrðingar, er hr. Hlíðar hafði eft- ir prófessor M. Christiansen á Statens veterinære Serumla- boratorium Köbenhavn. Ég hafði þá nýskeð átt tal við próf. Christiansen um þessi efni og þótti kveða hér mjög við annan tón. Próf. Christiansen mun hafa kynnt sér grein frá Rann- sóknastofu Háskólans um mæði- veikina, er við áttum fyrst tal saman. Hr. Sig. Hlíðar vill nota álits- gjörð próf. Christiansen til að „slá því föstu“, að mæðiveikin sé ekki „nýr“ eða „næmur" sjúkdómur og að allar varnir séu þessvegna hreinasta firra. Til að fyrirbyggja þann rugl- ing, sem af slíkum fullyrðingum getur leitt, hefir próf. Christi- ansen góðfúslega leyft að birta eftirfarandi ummæli eftir sér: „Ég hefi tvisvar haft tækifæri til að sjá íslenzk lungu með þessum sjúkdómi, þ. e. a. s. í fyrrasumar, er dr. de Kock (Onderstepoort) dvaldi hér og fékk send nokkur kindalungu, og í júnímánuði s. 1„ er Hlíðar dýralæknir (Akureyri) flutti mér nokkur kindalungu geymd í formalíni. Við bæði tækifærin fundust þráðormar (lungnaormar), eða lirfur þeirra, í vefþykknunum, sem voru all útbreidd og vefja- fræðilegar breytingar voru eins og þær, sem M’Fadyean áður fyr lýsti og taldi koma fyrir við langvinna ormalungnabólgu hjá sauðfé. Skoðun mín — byggð á þessum tveim staðreyndum — var, að lungnabólgan í lungum þeim, sem ég hafði séð frá ís- landi, hlyti að verulegu leyti að stafa frá ormunum og að yfir- leitt yrði að líta á lungnabólg- una sem ormalungnabólgu (Verminös Pnevmoni). Er ég nú hefi kynnt mér hin- ar víðtæku (omfattende) rann- sóknir á íslandi, sem m. a. leiða í ljós, að lungnaormar eru mjög algengir í sauðfé um allt land, en að þessi sérstaki sjúkdómur — nefndur Jaagsiekte — með þeim vefj afræðilegu breyting- um, sem einkenna hann, finnst aðeins sumstaðar og á tiltekn- um stöðum á landinu, álít ég ekki, að hægt sé að skoða orm- ana sem hina einu, eða hina eiginlegu orsök (som den eneste eller som den egentlige Aarsag) til nefnds sjúkdóms. Ennfrem- ur sýnir ritgerð M’Fadyeans um Jaagsiekte (29. marz þ. á.), að hann nú álítur þær sjúklegu breytingar, sem hann fann í Englandi áður fyr, sama eðlis og Jaagsiekte, en heldur ekki lengur — eins og hann gerði í upphafi — að þær séu sprottn- ar af langvinnri ormabólgu með ákveðinni (specifik) ummynd- un á þekjunni í lungnablöðrun- um. Það álit mitt, að hinn íslenzki sauðfjársjúkdómur stæði í sam- bandi við orma, byggðist að verulegu leyti á fyrri skoðun M’Fadyeans. Álit það, er hann lætur í ljós í nefndri grein, hlýt- ur því að breyta skoðun minni á þætti ormanna í sjúkdóminum." Eftir þetta er ekki hægt að bendla nafn próf. Christiansen við fullyrðingar um, að mæði- veikin sé ormaveiki eða sé helzt ekki tíl. Athugasemdir hr. Hlíðar um M’Fadyean koma of seint. Hann trúir því ekki, að „þessi frægi, brezki dýralæknaöldungur", „gamli Sir Mc Fadyean sé reiðu- búinn að éta ofan í sig fyrri kenningar og viðurkennd sann- indi.“ Eins og kemur fram í ummæl- um próf. Christiansen hér að framan, hafði M’Fadyean skipt um skoðun nokkrum mánuðum áður en hr. Hlíðar og próf. Christiansen voru að skoða lungun í sumar og byggja á úr- eltri skoðun hans. Því miður hafði hr. Hlíðar sennilega held ur ekki kynnt sér niðurstöðurn- ar af þeirri vinnu, sem hafði verið unnin á Rannsóknastofu Háskólans, en þær birtust í grein eftir N. Dungal, G. Gísla- son og Taylor í sama tímarits- heftinu og umrædd ritgjörð M’Fadyean. Til þess að nafn M’Fadyean skuli ekki lengur verða notað til að „sanna“, að mæðiveikin stafi af ormum, set ég hér nokkrar setningar úr niðurlagi greinar hans: „Það virðist með öðrum orð- um líklegast, að sjúkdómurinn stafi af ,,virus“*), sem vaxi ein- -------- (Framhald á 3. siðu.) *) Virus er sóttkveikja svo smá, að hún sézt ekki með smásjá eins og venjulegir sýklar. B. S. Tvær bókafregnir Þorkell Jóhannesson: Bjarni Thorarensen og Jón- as Hallgrímsson. Kvæði. — Gefin út eftir ljósmyndum af handritum skáldanna sjálfra, með formála eftir Jón Helgason, prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla. — Útg. Einar Munksgaard. Kaup- mannahöfn 1938. Bók þessi hefir að geyma 8 kvæði eftir Bjarna Thorarensen og 9 kvæði eftir Jónas Hall- grímsson. Jón Helgason hefir valið kvæðin, en eins og mörg- um mun kunnugt, eru flest frumritin af kvæðum þessara tveggja höfuðskálda vorra geymd í söfnum í Kaupmanna- höfn. Kvæðahandrit Bjarna lentu hjá dóttursyni hans, Boga Th. Melsteð, en hann ánafn- aði þau bókhlöðu konungs í Kaupmannahöfn, eT hann and- aðist (1929). Handrit Jónasar Hallgrímssonar eignaðist vinur hans Konráð Gíslason og urðu þau eign safns Árna Magnús- sonar eftir dauða Konráðs (1891). Hafa því fæstir íslend- ingar átt þess kost að sjá hand- rit þessi, en þau má með fullum rétti telja með helgum dómum þjóðar vorrar, þótt svo hafi til tekizt, að þau hafi lent í varð- veizlu safna erlendis. Kvæði þau, sem hér eru birt, eru með misjöfnum frágangi, sum hreinrit, sum með nokkrum uppkastsbrag. Hér er fyrst mynd af Eldgamla ísafold og Þú nafnkunna landiö, fagurt hreinrit, er Bjarni sendi vini sínum Grími Jónssyni, síðar amtmanni, 6. marz 1818, síðara kvæðið þá nýort, en hið fyrra nokkurra ára gamalt og þó ekki enn búið að fá að fullu þá mynd, sem nú er alkunn. Þá koma kvæðin Dauðínn og Sigrúnar- Ijóð, hvorttveggja uppköst, yf- irstrykuð og leiðrétt af skáld- inu, einkum Sigrúnarljóð, enda er þetta fyrsta uppkast af því kvæði. Hér sér maður þetta meistaraverk skapast, orðfæri fágast, eina setningu víkja fyr- ir annarri máttugri, hugmynd, líking kvarflar að skáldinu en hefir tæplega komizt á papp- írinn meir en til hálfs, er ann- arri bregður upp, frjórri og auð- ugri. Þannig skapast kvæðið með misjöfnum en þó stígandi hraða og öryggi, er skín auk heldur út úr rithöndinni. Næst er Veturinn, Ekki er hollt að hafa ból og Kysstu mig aftur, og loks eftirmœlin um Odd Hjalta- lin. Eru kvæði þessi, nema Vet- urinn, lítilsháttar breytt í stöku stað. Rithönd Bjarna er hin fegursta, þar sem hann vandar sig, en annars ógreini- leg á köflum og stafsetning nokkuð hláleg, svo sem löngum tíðkaðist um hans daga. Fyrsta kvæðið eftir Jónas Hallgrímsson er Þú stóðst á tindi — ritað 11. jan. 1839. Þá koma nokkur smákvæði: Efst á Arnarvatnshœðum, Við Sogið eg sat í vindi og Tindrar úr Tungnajökli. Smákvæði þessi, er Jónas orti á ferðum sínum hér á landi sumurin 1840 og 1841, eru hripuð upp heldur lauslega, með lítilsháttar breyt- ingum. Næst koma Eg bið að heilsa, Dalvlsa og Sláttuvísa, ljómandi fallega skrifuð. Kvæði þessi orti Jónas í Sorö snemma árs 1844. Undi hann þar vel hag sínum og lýsa kvæðin sjálf styrk- um huga, mildum og heiðríkum, og ber jafnvel rithöndin þess vott. Neðan við Sláttuvísur ritar Jónas á þessa leið: „Það er ann- ars ógerningur að eiga sér ekki lög til að kveða þesskonar vísur undir; svona komast þær aldrei inn hjá alþýðu." Þá kemur Vorið góða grænt og hlýtt og loks Enginn grœtur íslending, en það er eitt af síðustu kvæð- um skáldsins, ort 21. des. 1844, nokkrum mánuðum fyrir andlát hans. Hér birtist það í fyrstu mynd sinni, ritað með blýant á lélegt pappírsblað. Þetta nærri hundrað ára gamla blýants- handrit er lúið og máð, en þó vel læsilegt. Fátæklegt pappírs- blað og ósélegt er þetta. Þó geymir það eina af dýrustu ger- semum íslenzkra ljóða: Ó- dauðlega minningu hins dýpsta auðnuleysis, örlög íslenzkrar snilldar. Bók sú, sem nú var frá sagt, er ekki stór, 40 bls. í vænu broti. En hún er einstæð í sinni röð, prýðilega vönduð að öllum frá- gangi og hin fegursta á að líta. Upplagið er ein 75 eintök og þar af aðeins 25 til sölu. Er sýnt, að hún verður mjög fágæt og eign- ast hana miklu færri en vilja. En að sjálfsögðu reyna bókasöfn hér að eignast hana, svo að sem flestir þeir, er það girnast, geti átt þess kost að sjá hana. Þess vegna vildi ég segja frá henni, þótt í stuttu máli sé. Og reynd- ar ekki síður vegna hins, að út- gáfa þessi er svo fagur vottur um ræktarhug útgefanda, dr. Einar Munksgaards, til ís- lenzkra bókmennta, að frábært má kalla. Sæmir vel að slíkt sé metið og þakkað, svo sem vert er. Ungmennafélög íslanðs 1907—1937, eftir cand. mag. Geir Jónasson. Þetta er mikið rit, 445 bl. í stóru átta blaða broti, myndum prýtt og að öllu vel um vandað og myndarlegt. Fyrst eru hér birtar minningar ýmsra manna um starfsemi þeirra í ung- mennafélögunum, mest frá fyrstu árunum. Eru þær minn- ingargreinar yfirleitt fjörlega ritaðar og bregða Ijósi yfir skemmtilegan og fagran þátt í félagslífi æskumanna í landi voru á fyrstu tugum aldarinn- ar. Þvínæst kemur kafli, braut- ryðj andastarfið, er fjallar um stofnun og fyrstu starfsár ung- mennafélags Akureyrar, elzta ungmennafélagsins, er stofnað var í janúar 1906, en höfuðfor- göngumenn þess voru þeir Þór- hallur Bjarnarson prentari, Jó- hannes Jósefsson og Jónas Þór. Árið 1907, er svo Samband ung- mennafélaga íslands stofnað á Þingvöllum, aö forgöngu ung- mennafélags Akureyrar, og fjallar næsti kafli ritsins um sambandsþingin og starfsemi sambandsins. Er sá þáttur sam- bandsmálanna all rækilega rak- inn, en á þykir mér skorta, að fjórðungs- og héraðssambönd- unum sé gerð lík skil, eri látið nægja að skýra frá einu þingi í sambandi hverju, svona af handahófi, að því er virðist. Þá er hér næst útdráttur úr skýrsl- um U. M. F. í. og er líkt um það að segja, hér eru tekin aðeins 3 ár, 1912, 1929 og 1936. Þá koma söguágrip einstakra félaga. Eru þar ýmsar fróðlegar frásagnir, en hér kennir þess enn, að mik- ið vantar á, að efninu séu gerð full skil, því mörg félög vantar hér með öllu, sem þó hafa starf- að í sambandinu langan tíma. Tveir síðustu kaflarnir, Alefl- ing einstaklingsins og Ung- mennafélögin og þjóðfélagsþró- unin, fjalla um einstaka þætti í starfi félaganna yfirleitt og al- menna þýðingu ungmennafé- lagshreyfingarinnar fyrir þjóð- félagið. Eru þættir þessir vel skrifaðir og hinir fróðlegustu. Það er vel farið og I alla staði maklegt, að rituð sé bók um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.