Tíminn - 15.11.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.11.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduliúsi, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, ,OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Simi: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. llevkjavík, þriðjndagiim 15. nóv. 1938 66. blað Einar Munksgaard bókaútgefandi í Kaupmannahöfn hefir látið prenta Ijósmyndaútgáfu af ýmsum íslemkum fornhandritum. Hefir þessi útgáfu- starfsemi hans vakiö mikla atliygli víða um heim og á lieimssýningunni í Briissel 1935, fékk liún fyrstu verðlaun. Nýlega hefir Munksgaard gefið út bók með Ijósmyndum af nokkrum kvœðahandritum Bjarna Thoraren- sen og Jónasar Hallgrímssonar. Dr. Þorkell Jóhannesson hefir getið þess- arar bókar állítarlega hér í blaðinu fyrir skömmu, en hún er gefin út í tilefni af heimsókn Hermanns Jónassonar forsœtisráðherra til Munksgaard á síðastliðnu liausti. Er myndin hér að ofan tékin við það tœkifœri og sjást á henni (talið frá vinstri) Hermann Jónasson, Munksgaard og Jón Helga- son 'prófessor, sem séð hefir um útgáfu þessa. Búnaðarþingið íullskípað Þar eiga sæti 25 lulltrúar frá 10 búnaðarsamböndum Kosningu fulltrúa til bún- aðarþings er nú lokið. Var síð- ast kosið í Búnaðarsambandi Suðurlands 30, f. m. og fór talning atkvæða fram í fyrra- dag. Voru úrslitin þau, að listi Framsóknarflokksins fékk 474 atkvæði, listi Sjálfstæðisflokkins 301 atkvæði og listi Bænda- flokksins 123 atkvæði. Fékk Framsóknaxflokkurinn því þrjá menn kosna, Sjálfstæðisflokkur- inn tvo, en Bændaflokkurinn engan. Um 1400 menn voru á kjörskrá og greiddu um 65% at- kvæði. Sambandið nær yfir Ár- nessýslu, Rangárvallasýslu, Vest- mannaeyjar og Vestur-Skafta- fellssýslu. í þrem öðrum búnaðarsam- böndum hefir listakosning farið fram innan búnaðarfélaganna. í Búnaðarsambandi Kjalar- nesþings komu fram tveir listar, annar var studdur af íhalds- mönnum og „Bændaflokks“- mönnum, en hinn var óháður og var Björn Birnir í Grafarholti þar efstur. Sá listi var aðallega studdur af Framsóknarmönn- um. Atkvæði féllu þannig, að fyrri listinn fékk 208 atkv. og kom að tveimur mönnum, en síðari listinn 93 atkv. og fékk engan kosinn. í Búnaðarsambandi Borgar- fjarðar komu fram tveir listar, frá Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum. Fékk listi Framsóknarflokksins 184 atkv., en listi Sjálfstæðisflokksins 174 atkv. Komst að einn maður af hvorum lista. í Búnaðarsambandi Austur- lands komu fram tveir listar, annar frá Framsóknarflokknum en hinn frá íhaldsmönnum og Bændaflokksmönnum í samein- ingu. Fékk fyrri listinn 354 atkv. og kom að tveimur mönnum, en síðari listinn 230 atkv. og fékk einn mann kosinn. í öðrum búnaðarsamböndum náðist samkomulag um fulltrúa. Nöfn hinna nýju búnaðar- þingsfulltrúa fara hér á eftir: Búnaðarsamband Suðurlands: Þorst. Sigurðsson, Vatnsleysu. Guðjón Jónsson, Ási. Þórarinn Helgason, Þykkvabæ. Páll Stefánsson, Ásólfsstöðum. Guðmundur Erlendsson, Núpi. Búnaðarsamb. Kjalarnesþings: Magnús Þorláksson, Blikast. Pálmi Einarsson, ráðunautur. Búnaðarsamb. Borgarf jarðar: Jón Hannesson, Deildartungu Kristj. Guðmundss., Indriðast Búnaðarsamb. Dala- og Snæf.s.: Guðbj. Kristj ánsson, Hjarðarf. Magnús Friðriksson, Stykkish. Búnaðarsamband Vestfjarða: Kristinn Guðlaugsson, Núpi. Gunnar Þórðarson, Grænum.t. Páll Pálsson, Þúfum. Búnaðarsamband Húnavatnss.: Hafst. Pétursson, Gunnst.st. Jakob H. Líndal, Lækjamóti. Búnaðarsamband Skagfirðinga: Kristján Karlsson, Hólum. Jón Sigurðsson, Reynistað. Búnaðarsamband Eyfirðinga: Hólmg. Þorsteinsson, Hrafnag. Ólafur Jónsson, Akureyri. Búnaðarsamband Þingeyinga: Sigurður Jónsson, Arnarvatni. Helgi Kristjánsson, Leirhöfn. Búnaðarsamband Ansturlands: Björn Hallsson, Rangá. Sigurður Jónsson, Stafafelli. Sveinn Jónsson, Egilsstöðum. Alls eiga 25 fulltrúar sæti á búnaðarþingi. Fjórtán af þessum fulltrúum eru Framsóknarmenn. Sýníngar á loðdýrum Klukkan 10 í morgun var opn. uð í markaðsskálanum við Ing- ólfsstræti hin stærsta loðdýra- sýning, er haldin hefir verið hér á landi. Eru á henni um 158 refir, þar af 16 blárefir. Síðast þegar loðdýrasýning var haldin hér í Reykjavík, voru sýndir um 70 refir. Dýrin eru víðsvegar að, jafn- vel vestan af ísafirði, norðan úr Húnavatnssýslu og austan úr Rangárvallasýslu, og auk þess að sjálfsögðu héðan úr nágrenni bæjarins, Gullbringu- og Kjós- arsýslu, Árnessýslu og Borgar- fjaröar. og Mýrasýslu. Dómarar á sýningunni eru O. Aurdal og H. J. Hólmjárn loð- dýraræktarráðunautur, en þeir komu til bæjarins í gær úr sýn- ingarferðalagi um nokkurn hluta Vesturlands og Norður- lands. Sýning hófst á því, að dæmt var um blárefina. Var það gert fyrir hádegið, en síðan byrjað að dæma um silfurrefina.Voru þeir flokkaðir eftir litum og byrjað á hinum dekkstu. Verður sýning- unni lokið á miðvikudagskvöldið. Verðlaun þau, sem veitt eru, eru áletraðir silkiborðar, en auk þess dýrmætur silfurbikar fyrir bezta dýr sýningarinnar. — Gefur Loðdýraræktarfélagið þikar þennan. Hefir svo verið á öllum sýningunum í haust. Á sýningunum úti um land, voru, að því er H. J. Hólmjám hefir skýrt blaðinu frá, sýndir um 540 refir,langflest silfurrefir. Af þessum dýrum komu 50—60 á sýninguna í Borgarnesi, um 70 voru sýnd í Búðardal, 50 á Hólmavík, 100 á Hvammstanga, 110 á Blönduósi, 70 í Sauðár- króki og 110—120 í Stykkishólmi. Eftir þeim ummælum, er hinn norski dómari, Aurdal, hefir lát- ið falla, hefir loðdýrastofninn íslenzki tekið miklum stakka- skiptum til hins betra á síðasta ári. Mun hvorttveggja valda þar um, að lökustu dýrunum hefir verið fargað og umhirða og með- ferð er nú orðin betri og hag- felldari en áður. Ofsóknirnar gegn Gyðíngum A víðavangi Vaxandi andúð gegn Þjóðverjum í Eng- landi og Ameríku í heimsblöðunum er nú ekkert meira rætt en Gyðingaofsókn- irnar í Þýzkalandi. Fá þær nær undantekningarlaust hina hörð- ustu dóma, einkum í amerísk- um og enskum blöðum. Er það fullvíst, að þær muni stórspilla fyrir Þjóðverjum í öðrum lönd- um og torvelda samninga þá, sem fyrirhugaðir voru milli stórveldanna í Evrópu. Hefir al- menningsálitið í Englandi sjald- an verið eins andstætt Þjóðverj- um. og nú og mun stjórnin því telja hyggilegast að hafa lítil samningamök við þá meðan þessir atburðir eru ferskastir í minni. í þýzkum blöðum og út- varpi, er þess ekkert getið hvernig litið er á þessi mál er- lendis. í enska þinginu voru þessir atburðir til umræðu í gær og féllu þar mörg þung orð í garð Þjóðverja. Jafnvel Chamberlain, sem jafnan hefir tekið málstað þeirra í seinni tíð, lét svo um- mælt, að ræða Göbbels virtist sanna, að þessar voðalegu fregn- ir væru ekki orðum auknar, og þó morð von Rath væri versti glæpur, réttlætti það á engan hátt, að koma fram hefndum á alsaklausu fólki. Einn íhalds- þingmaður lét í ljós, að með- ferðin á Gyðingum sýndi, að Þjóðverjum væri ekki trúandi fyrir að stjórna nýlenduþjóð- um. Sömu skoðun hefir Archi- bald Sinclair, foringi frjálslynda flokksins, látið í ljós. Þá hefir enska stjórnin látið sendiherra sinn í Berlín krefjast fullra réttinda fyrir enska Gyðinga í Þýzkalandi og mótmæla þeim ummælum í blaði Göbbels, að ýmsir enskir stjórnmálamenn væru sama sinnis og morðingi von Rath. Það sýnir nokkuð vel hug al- mennings í Bandaríkjunum í þessu máli, að litlu munaði fyr- ir nokkru, að múgurinn hefði tekið formann þýzk-ameríska félagsins í New York af lífi, án dóms og laga. — Heppn- aðist lögreglunni að bjarga honum á seinustu stund. — Hann hefir nú verið ákærður A. Ný sauðfjárveiki. — Fiskifloti ísfirðinga. — Bátasmíði á ísafirði. — Nýtt gagnfræðaskólahús á ísafirði. — Ný slökkvistöð. A3 undanförnu hefir á nokkrum stöðum hér á landi gætt illkynjaðs sjúkdóms í sauðfé, er eigi hefir áður orðið hér vart. Sjúkdómur þessi er þekktur í Englandi, Þýzkalandi og víðar og er talið líklegt að hann hafi borizt hingað með karakúlfénu. Hann lýsir sér sem langvinn uppdráttarsýki og er ólæknandi. Kindur, sem fengið hafa sjúkdóminn, verða fljótlega úfn- ar og svipdaufar, smátærast upp og geta verið að dragast upp í heilt ár. Sé sýktum kindum slátrað kemur í Ijós, að þarmaveggirnir eru þykkir, slím- húðin í görnunum verður þykkari en eðlilegt er, hrjúf og oft með djúpum fellingum. Ríkisstjórnin hefir falið Halldóri Pálssyni sauðfjárræktarráðu- naut að sjá um að rannsókn fari fram á útbreiðslu sýkinnar. Hefir Ásgeir Einarsson dýralæknir þær rannsóknir með höndum austanlands, en rann- sóknastofa háskólans annarstaðar. — Fullvíst er, aö sýkin er á Útnyrðings- stöðum á Héraði, í Breiðdalsvík, Hólum í Hjaltadal og Hæli í Hreppum. r t t ísfirðingar telja aflatregðuárin orð- in sjö við ísafjarðardjúp, þótt nokkuð hafi raknað úr á þessu ári. Og ekki er enn sá fiskur á hinum venjulegu fiskislóðum við Djúp, að tiltök sé fyrir hina stærri báta að sækja sjó. Hinir sjö 45 smál. vélbátar samvinnu- félagsins og Hugirnir þrir, eins og þeir eru nefndir í daglegu tali, og hver sig eru 58 smál., hafa undanfarin ár gert lítið að því, að hreyfa sig utan vetrarvertíðar og síldarvertíðar. Auk þessara 10 stóru báta eiga ísfirðingar fjóra minni vélbáta, 38, 28, 14 og 12 smál., sem jafnan sækja sjó þegar gæftir eru og aflavon, og þola þessir bátar betur tregfiskið en hin stærri skip. Loks ganga frá ísafirði 12—14 trillubátar og opnir bátar. Eru sumir þeirra eign skipverja af hinum stóru vélbátum, og því einkum haldið úti meðan þeir liggja bundnir. Undan- farið hefir verið nokkur afli, en gæftir stopular. Hinn 11. þ. m. drógu þrír menn til dæmis 1600 pund á færi inn undir Ögri. Réru þeir um morguninn og komu að um ljósaskipti. Þótti þetta rétt góð veiði. r r t Tvö félög hafa verið stofnuð á ísa- firði sem láta nú vinna að vélbáta- smíði. Heitir annað Njörður, fram- kvæmdarstjóri Ketill Guðmundsson kaupfélagsstjóri. Fyrir þetta félag hef- ir Bárður G. Tómasson skipasmiður lokið smíði á tveim 14 smál. bátum, en aðrir þrír bátar jafnstórir verða smíðaðir á vegum sama félags í vetur. Heita bátar þessir Ásdís og Sædls, og eru sagðir frábærilega falleg skip. Hitt félagið heitir Muninn, fram- kvæmdarstjóri Ólafur Guðmundsson. Fyrir það félag hefir Marsellíus Bern- harðsson skipasmiður lokið smíði á einum 24 smál. vélbát, en smíði tveggja annarra jafnstórra vélbáta á að verða lokið fyrir vertíð. Verða þetta einnig hin prýðilegustu skip. Stærð skipanna bendir til þess, að þeim sé fyrst og fremst ætlað að hagnýta heimamiðin. Smíði 8 vélbáta á einu ári í ekki stærri bæ en ísafirði, er drjúg atvinnu- aukning og ber, ásamt öðru, vott um ötula sjálfsbjargarviðleitni þessa byggðarlags. r r r ísfirðingar eru að reisa myndarlegt hús fyrir gagnfræðaskóla sinn. Mun það verða tekið til afnota í næsta mánuði. Á skólanum eru nú 79 reglu- legir nemendur auk 20 nemenda í vinnudeild, en þeir stunda einkum nám í smíöi úr tré og málmi. Þá hefir veriö komið á námskeiði við skólann í islenzku og reikningi fyrir sjómenn, sem stendur yfir í 2—3 mánuði. Greiða sjómenn 5 króna kennslugjald á mán uði. Námskeiðið sækja 20 menn. Sam- tals njóta því um 120 manns meiri og minni tilsagnar við skólann í vetur. Skólastjórinn er Hannibal Valdimars- son. r r r ísafjarðarkaupstaður er að endur- bæta slökkvitæki sín og reisa slökkvi- stöð. Hefir samizt svo um við Brima- bótafélagið, að það veitti nokkurt fé (Framh. á 4. síðu.) JULIUS STREiUHER. aðalforsprakki Gyðingaofsóknanna í Þýzkalandi. fyrir óleyfilegan undirróður gegn Gyðingum. í Þýzkalandi halda ofsóknirn- ar enn áfram, þó í smærri stíl sé en áður. Fjölda margir Gyð- ingar hafa verið settir í fanga- búðir seinustu dagana. Víða hafa Gyðingar flúið úr borgun- um og hafast þeir við í skógum, sem eru þar í nágrenninu. Margir þeirra hafa árangurs- laust reynt að komast úr landi, en hvergi fengið landvistar- leyfi, nema nokkur þúsund börn, -sem Hollendingar hafa tekið á móti um stundarsakir. í skeytum margra fréttarit- ara kemur fram sú skoðun, að mikill meiri hluti þýzku þjóð- arinnar hafi andúð á ofsókn- unum og hefðu þær ekki verið mögulegar, nema með samþykki valdhafanna. Á sunnudaginn létu ýmsir prestar andúð í ljós í stólræðum sínum, og kaþólski erkibiskupinn, Falkenhauser, hefir lýst sig andvígan þeim. Þessu hefir verið svarað með því að brjóta rúður í húsi hans og trufla hátíðahöld, sem ka- þólska kirkjan efndi til í Mún- chen síðastliðinn sunnudag. Eins og tilkynnt var á dögun- um, hefir þýzka stjórnin sett ýms ný fyrirmæli til að þrengja kjör Gyðinga og mun enn vera von á fleirum. Nú þegar er orð- ið kunnugt um þessar fyrir- skipanir: Gyðingum er bannað að reka verzlun eða iðnaðarstarfsemi. Þeir mega heldur ekki vera for- stjórar fyrirtækja, sem aðrir eiga. Þeir mega ekki taka þátt í kauphallarviðskiptum og verða að selja öll verðbréf sín. Gyðingum er bannað að sækja opinberar skemmtanir eða skemmtistaði. Gyðingum er bannað að stunda háskólanám og hlýða á háskólafyrirlestra. Gyðingum er bannað að gefa út blöð. Gyðingum er bannað að bera vopn eða hafa þau í fórum sínum. Gyðingar eru skyldaðir til að greiða 1000 millj. marka í skaðabætur fyrir von Rath og verður þetta fé innheimt með sérstökum skattalögum. Gyðingar fá ekkkert vátrygg- ingarfé fyrir skemmdir þær, sem unnar hafa verið á eignum þeirra undanfarna daga. Allt slíkt fé, sem þeim verður út borgað, rennur til ríkisins. Flestar þessar ráðstafanir voru ákveðnar á ríkisráðsfundi, sem stjórnað var af Göring. ViðreisnarÉillögur frönsku stjórnarinnar Franska stjórnin hefir nú til kynnt nokkrar af ráðstöfunum þeim, sem hún ætlar að gera til viðreisnar atvinnuvegum og (Framh. á 4. síðu.) Nýlega voru leiðréttar hér í blaðinu nokkrar vitleysur, sem málgagn ,,Bændaflokksins“ sál- uga hafði birt um fjármál og viðskiptamál. Á málgagnið hefir þetta ekki haft önnur áhrif en þau, að allar vitleysurnar eru endurteknar með sömu eða svipuðum orðum og áður, og einni eða tveim vitleysum bætt við. Það er engin furða, þó að aðstandendum þessa málgagns hafi tekizt sæmilega að reyta af sér fylgið á síðustu tímum. Og mikil er trú þeirra reykvisku heildsala, sem enn leggja fé í þetta fyrirtæki! * * * Héðinn Valdimarsson er lagð- ur af stað til London, sennilega til að gegna formennskunni „út á við“ fyrir nýja flokkinn, sem enginn kann að nefna. Eftir er að vita hvað hinn formaðurinn kann að gera „inn á við“ með- an Héðinn er í siglingunni. * * * Um kosningarnar til Búnað- arþings segir Mbl. í dag: „Rík- isstjórnin mun vafalaust telja iessa Búnaðarþingskosningu yfirleitt sem sigur fyrir sína stefnu í nýju j arðræktarlögun- um“. Hitt er misskilningur hjá Mbl., að Sjálfstæðis- og Bænda- flokkarnir hefðu unnið kosning- una á Suðurlandi, ef þeir hefðu haft sameiginlegan lista, því að listar þeirra fengu samtals mun færri atkvæði en listi Fram- sóknarmanna. Ranghermi er það lika hjá Mbl., að Fram- sóknarmenn á hinu nýja Bún- aðarþingi séu 13. Þeir eru 14. Sjálfstæðismenn eru 6, „Bænda- flokks“-menn 4, en 1 utan- flokka. En rétt er að taka það fram, að Bændaflokksmenn- irnir allir eru komnir inn í Búnaðarþingið fyrir atbeina Sj álf stæðismanna, ýmist við almenna kosningu eða kjörnir án atkvæðagreiðslu eftir til- nefningu Sjálfstæðismanna í hlutaðeigandi búnaðarsam- bandi. * * * Blöð Sjálfstæðisflokksins halda áfram skrifum sínum um strandferðirnar. Enginn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins hefir mótmælt því sem þar er sagt. Verður því að álíta, að Sjálfstæðisflokkurinn í heild sé mótfallinn kaupum hins nýja strandferðaskips og hafi viljað láta selja Esju án þess að nokk- uð kæmi i staðinn. Munu Aust- firðingar væntanlega kunna þeim Árna frá Múla og Magnúsi Gíslasyni hæfilegar þakkir fyrir þessa hugulsemi í þeirra garð. * * * Mbl. sér blóðugum augunum eftir þeirri 1 y2 millj. kr. í er- lendum gjaldeyri, sem gengur til þess að kaupa hið nýja og vandaða strandferðaskip. Hinn erlendi gjaldeyrir fyrir skipið fæst þó allur með andvirði Esju og því, sem skipið á að vinna sér inn í Glasgow-ferðunum þrjá sumarmánuðina. En hvern- ig gat Mbl. fengið sig til að styðja að því, að Eimskipafélag- ið byggði millilandaskip fyrir 3—4 millj. kr. í erlendum gjald- eyri, skip, sem átti að reka með reksturshalla, sem nam hundr- uðum þúsunda á ári? * * * Eftir því, sem Tíminn hefir sannfrétt í dag, hafa margir Bændaflokksmenrl strikað út nafn Klemenzar á Sámsstöðum af lista „Bændafl.“ við Búnað- arþingskosninguna á Suður- landi. Þessar útstrikanir voru svo miklar, að þó að listinn hefði komið manni að, myndi Klem- enz hafa fallið, en Skúli í Bræðratungu komizt að. Eru því léleg launin, sem Kúemenz fær fyriT að lána nafn sitt á listann og draga að honum persónulegt fyigi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.