Tíminn - 03.12.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.12.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3913 og 3720. 22. árg. Reykjavík, laugardagiim 3. des. 1938 Ræða Hermanns Jónassonar íorsætisráðh. á 20 ára afmæli íullveldis íslands 1. des. sl. í slendingar! í dag eru liðin 20 ár síðan ís- land varð fullvalda ríki. Tuttugu ár er stutt skeið í æfi þjóðar. Á þessum árum hefir þó gerzt mik_ il og víðtæk breyting í íslenzku þjóðlífi og á högum þjóðarinnar. Ýmsir erlendir menn, sem fylgzt hafa nokkuð með þessum fram- förum, telja að breytingarnar hafi hér orðið stórstígari en í flestum öðrurn löndum. Við höf- um unað vel þvi sjálfstæði, sem áunnizt hefir. Framfarirnar hafa verið stórkostlegar, og erf- itt mun að finna nokkurn þann mann íslenzkan, sem gæti hugs- að sér að stíga til baka til hinna eldri stjórnarhátta. í huga hvers einasta íslendings liggja þar sporin fram. Eg ætla ekki í dag að rekja sögu og þróun hinna miklu framfara. Það hefir oft verið gert og liggur fyrir framan flesta eins og saga, sem við erum öll þátttakendur i. En við verð- um að reyna að líta á viðhorfið eins og það er í dag, og verður þá heldur ekki hjá því komizt, að hafa hliðsjón af hinu liðna. Hagur og velferð þjóðar skap- ast fyrst og fremst af tvennu: Hve auðugt það land er, sem hún byggir, og þó enn meir af hæfni þjóðarinnar, hfsskoðun og lífs- viðhorfi öllu. ísland á vissulega mikla möguleika: Hin auðugu fiskimið, hina gróðurríku mold, hina heitu hveri, hið mikla vatnsafl og e. t. v. auðæfi í jörðu, sem enn er lítt rannsakað. En það hefir tekizt, ekki sízt síðustu 20 árin, að gera hér svo stórfelld- ar framkvæmdir, bæði í land- búnaði, sjávarútvegi og fleiri sviðum, að fá dæmi munu til slíks, og hefir það fært okkur nær því marki, að nota auðæfi landsins betur en við áður gát- um. Við höfum að vísu safnað skuldum við útlönd, en við höf- um jafnframt aukið eignir í landinu sjalfu síðustu tuttugu úr, sem nemur miklu meiru en skuldirnar. Þjóðin hefir og á þessum árum búið við betri lífs- kjör en nokkru sinni fyrr. Þetta þrennt: Bætt lífskjör þjóðarinn- ar, auðsöfnun hennar og fram- farir síðustu 20 árin er talandi staðreynd þess, að við búum í landi mikilla möguleika. Við höfum ástæðu til þess í dag, íslendingar, að minnast þeirra manna með hlýjum huga, sem síðustu handtökin lögðu fram fyrir 20 árum og við höfum einnig ástæðu til að minnast þess, að velvild sú og skilning- ur á framsóknarvilja fslendinga, er fram kom hjá sambands- þjóðinni, hefir sett ánægjuleg- an blæ á samband þessara tveggja ríkja allan þenna tíma. En jafnhliða þessu, og um leið og við gleðjumst yfir hinum tal- andi verkum og yfir hinum miklu möguleikum landsins, verðum við ekki síður að gefa gaum að þjóðinni sjálfri, sem byggir landið. Á henni hafa einnig orðið miklar breytingar. Þær eru ekki eins auðsæjar og hinir ytri framfarir, en þegar dýpra er skoðað munu þessar breytingar sízt minni. Og það er ekki sízt á þeim tuttugu árum, sem ísland hefir verið fullvalda ríki, að þessi breyting hefir átt sér stað. Þjóðin var fyrir fáum áratug- um næstum eingöngu landbún- aðarþjóð, þar sem menn unnu hlið við hlið svo að segja með berum höndunum fyrir daglegu brauði, næstum allir við svipuð lífskjör. Og flestir þeir, sem ekki fengust við landbúnað, stunduðu fiskveiðar á smáum skipum, þar sem fiskarnir voru taldir og skipt milli bátshafnarinnar, er að landi kom. Þetta var svo að segja stéttlaust þjóðfélag. Þessi harða lífsbarátta, þessi skyldu og jöfnu lífskjör sköpuðu hjá þjóðinni allri svipað lífsviðhorf, sem var sterkt og þjóðinni samgróið um aldir, lífsviðhorf, sem aðeins hin eldri kynslóð skilur til fulls. Að erfiða og vinna, vera hagsýnn og sparsamur, var eína leiðin til að lifa. Það má skjóta því hér fram, að það var þessi lífsskoðun, sem landnemarnir fluttu með sér vestur um haf, — og er það ekki einmitt þessi arfur, sem hefir reynzt þeim svo drjúgur? Á seinni áratugum hefir orðið mikil breyting á kjörum þjóðar- innár. Þjóðn lifir ekki lengur á landbúnaði nema að r;okkru leyti, heldur hefir hún nú flutzt saman í þorp og tiltölulega stóra bæi, stundar þar sjávarút- veg í stórum stíl og ýmsa aðra _ 4-,.;__ T------rr 1Í4M atvinnu. Þessi breyting'rá lífi þjóðarinnar, sem miklu meir nálgast byltingu en þróun, hefir gerzt á örskömmum tíma. Þessir miklu þjóðflutningar á íslandi hafa, eins og ég hefi áður sagt, gerzt í sambandi við stórútgerð- ina. Etfir aldamótin síðustu jókst hún óðfluga. Menn fundu þar nýja gullnámu og streymdu frá landbúnaðinum til sjávarút. vegsins. Sumir gerðust útgerðar- menn, aðrir sjómenn og verka- menn. í sambandi við útgerð- ina, skapaðist verzlun í stærri stíl en áður þekktist, og varð stórgróðavænlegur atvinnuveg- ur. Fjármagnið, sem safnað hafði verið með elju af afrakstri moldarinnar, streymdi til kaup- staðanna. Ofan á þetta kom heimsstyrjöldin með öllu sínu umróti, — möguleikum til að græða og tapa — í stórum stíl. Og eftir stríðið hélt þessi þróun áfram svo að segja óslitið unz núverandi heimskreppa skal yf- ir. Þessi þróun gróðaáranna, var í fullri mótsögn og andstöðu við líf þjóðarinnar áður en þetta tímabil hófst. Eljusemin, nýtnin og sparsemin, var ekki eins og fyrr aðalleiðin til að lifa, a. m. k. til að safna fé. Reynsla þess- ara ára sýndi okkur allt annað. Leiðirnar voru margar. Og marg- ar hinna nýju leiða voru fjar- skyldar því að erfiða eins og áður. Þetta nýja ástand í þjóð- félaginu hefir skapað og hlaut að skapa nýtt lífsviðhorf hjá miklum hluta þjóðarinnar. Og reynslan er, að það hefir gert það, og það á ótrúlega stuttum tíma. Stórútgerðin, sem hrund- ið var af stað af ötulum og framsýnum mönnum, og sem megnið af þunga þjóðarbúskap- arins lagðist á og sem varð meg. in undirstaða annara framfara og velmegunar þjóðarinnar, — hlaut raunar að skapa þetta viðhorf svo sem mikill og auð- fenginn auður gerir alltaf og hefir alltaf gert. Og þessi þróun hafði mikil og víðtæk áhrif. Þjóðin breyttist úr svo að segja stéttlausu þjóðfé. lagi í stéttaþjóðfélag, mismun- andi stórar hagsmunaheildir. Félög og samtök hafa miklu á- orkað um menningu stéttanna, en þessi samtök, bæði hinna æðri sem lægri stétta, hafa á skömmum tíma tekið upp hags- muna baráttu, sem oft hefir lít- ið annað séð og næstum ekki önnur tillit tekið en til hags- muna stéttanna. Þannig hefir þjóðfélagið leyst upp í smá- heildir, sem ósjálfrátt hafa orðið hver annari andstæðar og jafn- vel fjandsamlegar. Þessi þróun hefir farið hraðar yfir eftir 1918. Eftir 1918 snérust stjórnmálin fyrst og fremst að innanlands- málunum, að framförunum, að því, af hverjum ætti að taka fjármagn til framkvæmdanna. Baráttan varð milli stétta að nokkru leyti, átök um skiptinu auðs og arðs. En það var ekki ‘ neitt undarlegt. Um margra ára skeið var hér ekki um annað að hugsa en framleiða sem mest, græða og deila um það, hvernig ætti að skipta gróðanum. Það er ekki að undra þótt þetta tíma- bil hafi markað svo djúp spor á margan hátt. Eins og ég sagði áðan, hefir þetta tímabil óneitanlega mark- að stór framfaraspor. Skólakerfi okkar hefir tekið miklum fram- förum, og þjóðin er sæmilega menntuð verklega. Framfarirnar hafa verið stærri en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. Við höfum safnað skuldum er- lendis, en stórum meiri þjóðar- auði en þeim skuldum nemur. Lífskjör hafa batnað. Við trúum á landið, við vitum að hér eru miklir möguleikar, við erum bet- ur undir það búin vegna verk- legrar menntunar og annarar tækni, sem við höfum aflað okk_ ur, að gera stór átök. Við vitum og að þjóðstofninn er í eðli sínu vel gefinn. Það sýnir landnám hans hér, í Grænlandi, Vínlandi og hið nýja landnám í Vestur- heimi, þar sem íslendingar hafa rutt sér braut í fremstu raðir meðal innfluttra þjóða. Við vit- um það og af okkar eigin sögu, þar sem hinn sterki stofn hefir getað lifað óbrotinn og óbeygður gegnum hörmungar aldanna og sýnir i dag þrótt sinn á svo mörgum nýjum sviðum. íslenzku þjóðinni hefir á margan hátt miðað stórkostlega fram á leið þessi tuttugu ár, en jafnframt hefir þessi hin öra breyting úr bændaþjóð í kaup- staðaþjóð og allt, sem því fylgir, borið okkur af leið að sumu leyti, eins og stundum vill verða þegar farið er mjög hratt yfir og ekki alltaf gáð að veginum sem skyldi. Og eftir þetta tíma bil lifum við nú í þjóðfélagi, sem er mjög með öðrum hætti en áður var. Við lifum í þjóðfélagi þar, sem margir hinna fátæku gera ekki kröfu fyrst og fremst til sjálfra sín, heldur til annarra, til þess, sem þeir telja léttfeng- inn gróða hinna ríku. Við lifum í þjóðfélagi, þar sem hinir ríku vilja ekki láta af lífsvenjum gróðaáranna. Við lifum í þjóð félagi, þar sem stjórnmálaflokk- arnir hafa flokkssjónarmiðið helzt til oft fyrir réttlæti. Við lifum í þjóðfélagi, þar sem mjög margir vilja fá sem allra mest fyrir sem minnst erfiði, þar sem menn líta á erfiðið sem þján- ingu, þar sem gömlu einkunar- orðunum: Vinnusemi, nýtni og sparsemi er af stórum hluta þjóðarinnar kastað fyrir borð Sumum kann að þykja þessi dómur harður, en hann er sann ur, og við skulum umfram allt vera hreinskilin við sjálf okkur og hvert við annað. Ef við höfum ekki verið það, skulum við nota daginn í dag til að hefja þann nýja sið. Að blekkja sjálfan sig getur verið þægilegt um stund en skaðar ávallt að lokum, og því meir, sem blekkingin hefir varað lengur. Afrek okkar síð ustu 20 árin þola mæta vel að bent sé á galla. Við skulum gera það sjálf, og hjá hvaða þjóð hafa ekki komið fram veil- ur eða ágallar í ölduróti síðustu áratuga? Það er heldur ekki svo hættulegt, þótt menn beri nokk- uð af réttri leið. Mesta hættan er a. m. k. ekki villan sjálf, held ur hitt, að átta sig ekki á því fyrr en um jseinan, að maður hefir villst. En ef menn ber af leið og gera sér það ljóst, þá er það gamall sveitasiður að leita að stað, þar sem maður þekkir sig og getur áttað sig að nýju. Það kemur sér þá vel, sem Grím- ur Thomsen bendir á, að „víða eru vörður reistar á vegum sögu þessa lands“. Og það eru einmitt þessar vörður á vegum sögu okkar lands, sem við eigum að nota til að átta okkur á ný. Mikið af því útlenda ívafi, sem ofið er inn í hinar stórkostlegu fram- farir og breytingar, sem orðið hafa á síðustu áratugum, á og verður að hverfa, og það mun visna eins og rótslitinn vísir. Hinum stórstígu framförum okkar munum við halda og auka við eftir megni, en ívafið í þess- um framförum verðum við að gera íslenzkt. Við þurfum að taka upp þráðinn aftur þar sem hann slitnaði, þenna þráð, sem var sterkastur í íslenzkri menn- ingu um aldir, þrek, vinnusemi, nægjusemi og sparsemi. Við verðum að skilja á ný hin alda- gömlu sannindi Hávamála, að „þótt tvær geitr eigi og taugreptan sal, þat es þó betra en bæn,“ Dessi hugsunarháttur, sem var rótgróinn í íslenzku þjóðlífi um aldir, er í samræmi við eðli þjóð_ arinnar, en í fullkominni and- stöðu við hugsunarhátt hins nýja tíma, að bænin sé bezt, kröfurnar til annara um að sjá sér farborða. Hinir efnuðu verða og að skilja það, að auður þeirra, sem þeir hafa safnað fyrir breyttar og bættar aðstæður, er að öðrum þræði auður þjóðar- innar, — þeim ber fyrst og fremst að sýna fórnarvilja á hinum erfiðu tímum þjóðarinnar og án þess að þeir hefji það verk, er engin von til þess að hinir smærri færi fórnir. Fólk er safnar auðfengnum fjármun um til þess að geta flúið skyldur sínar við þjóðfélagið — framtak og eljusemi á ekki að uppskera virðingu — heldur hið gagn- stæða. Við verðum að tileinka okkur á ný þau sannindi, að hér á landi hentar ekki að sofa á silkisvæflum. Við verðum að gera okkur þess grein, að hin aðflutta menning og lífsskoðun, sem er þannig, að „út fyrir kaupstaði íslenzkt í veður ef hún sér vogar, þá frýs hún í hel,“ á ekki heima hér í þessu landi, hvorki hjá ríkum né fátækum, og er í fullu ósamræmi við það, sem menn verða að tileinka sér á íslandi, ef hér á að vera lífvænt. Þenna þráð verður fyrst og fremst að taka upp í barnaskól- unum, kenna þar nytsama vinnu jafnhliða því að kennt er að lesa og skrifa. Þeirri stefnu verður að halda áfram gegnum uppeldis- og skólakerfið allt Það þarf að kveða niður þá lífs- lýgi, að værðin, iðjuleysið, sí- felldar skemmtanir og glaumur, sé hið eina ánægjulega líf. Það þarf að kenna mönnum þau varanlegu lífssannindi, að það að starfa og stríða, er það sem gefur lífinu gildi, og að við erum eða getum verið hamingju- söm þjóð, vegna þess að hér eru allsstaðar verkefni, sem eru nægilega stórbrotin og erfið til að vera ánægjuleg og vegleg — og bera mikinn árangur. En jafnframt því sem við tök- um upp þessa stefnu, verðum við að gefa gaum að öðru; við verðum að festa okkur betur minni en við höfum gert hingað til þessi orð Einars Benedikts- sonar: „Það er eitt sem oss bindur að elska vort land, fyrir ofan allt stríð, fyrir handan þess sand.“ En okkur hefir líka borið af leið í þessu efni. Tillitið til þjóð- arinnar hefir sljófgast. Ein staklingshyggjan, kröfurnar, hin hálfblindu stéttasjónarmið, hið miskunnarlausa stríð milli flokk anna, er allt andstætt þessu sjónarmiði, og hefir glapið okkur yfirsýn um þörf heildarinnar En slíkt má aldrei verða til lengdar. Það leiðir hverja þjóð til glötunar. Hófleg einstaklingshyggja kröfur og stéttasamtök eiga vissulega rétt á sér, en eins og annað, aðeins að vissu marki. Sjálft frelsið, hið dýrmætasta, sem við eigum, má misnota herfilega, ef einstaklingarnir beita því á þann hátt, er þeim sjálfum þóknast. Fyrir ofan alla einstaklingshyggju, fyrir ofan kröfurnar til annara, fyrir ofan stéttastríð og flokkabaráttu, verður ætíð að vera eitt, sem tengir oss, og það er hin sam- eiginlega abyrgð á því, að lífs- skilyrði og sjálfstœðismöguleikar þjóðarinnar glatizt ekki. Fyrir 3ví sjónarmiði verður allt ann- að víkja úr vegi. Sagan sýnir að þegar við höfum gleymt Dessu sjónarmiði, hefir illa farið, en þegar við höfum munað það, hefir betur vegnað, hvað sem annars hefir yfir dunið. E. t. v. er það vegna þessarar dýru reynslu, að íslenzku skáldin hafa svnt okkur það ljóslegar en skáld flestxa annara þjóða, hvað sam- tök og samvinna hefir að þýða. Jónas Hallgrímsson dregur þetta fram í ljóðinu um hinn sterka vegfaranda, og Bólu-Hjálmar í sínu ljóði um skylt efni. Einnig hér er oss íslendingum vegurinn varðaður og okkur vorkunar- laust að rata rétt ef við viljum. Og hversvegna ættum við ekki að vilja það? Það er ætíð mikil nauðsyn að muna þetta sjónaxmið, en það getur verið misjafn lega nauðsynlegt. Stundum er bað lifsnauðsyn, og það er þegar bjóðin er í erfiðleikum, þegar hún þarf að gera mikil átök barf að velta þungum steini úr götu sinni. Og ég hygg að okkur hafi e. t. v. aldrei verið það meiri nauðsyn en nú að skilja þetta sjónarmið, festa okkur það í minni, — og fara eftir því í verki. — Og það er vegna þess máls fyrst og fremst, sem við ræðum um í dag. Sjálfstæðismál þjóð- arinnar þurfum við að leysa svo að segja á morgun. Árin 1940— 1943 verða örlög þjóðarinnar í stjórnskipulagsmálum ákveðin af þjóðinni sjálfri; og það er mikið í húfi að það mál verði tekið réttum tökum. En verður það nokkurn tíma gert með kapphlaupi og yfirboðum stjórn- málaflokkanna, sem eru því miður ekki alltaf, sízt í hita- málum, eins og sjálfstæðismálið óneitanlega getur orðið, miðuð við hina skynsamlegustu lausn heldur við kjörfylgi augnabliks ins. Og hafið þið, góðir íslend ngar, sem hlustið á mál mitt, trú á því, að málið verði vel leyst á þeim vettvangi? í annan stað ber oss að muna það, að íslenzkt atvinnulíf, eink um sj ávarútvegurinn á við mikla erfiðleika að búa vegna afla- brests og markaðsvandræða, sem eru meiri en aðrar þjóðir, er við þekkjum til, hafa orðið fyrir og sem þjóðin hefir mætt á þrótt- mikinn hátt. Áður fyrr meðan engra skuldir voru út á við hvorki hjá því opinbera eða ein- staklingum, komu óhöppin í at- vinnulífinu niður á þjóðinni inn á við. Nú, eftir að skuldir hafa safnast og við erum komin inn í hringiðu þjóðanna, nú, þegar við höfum margfalt meiri rnögu. leika til að framleiða og afla verðmæta, þá fylgir því marg falt meiri áhætta en áður. Fram leiðsla okkar og viðskipti eru orðin eins og margbreytileg vél með ótal hjólum, og það þarf samtök til þess að ekkert af þessum hjólum stöðvist. Ef það hendir, eins og við t. d. sáum hylla undir síðastliðinn vetur, að togaraflotinn stöðvist, þá er ógæfan skollin yfir, ekki ein ungis inn á við, heldur líka út á við, og sjálfstæðið í hættu fyrr en varir. Þessar afleiðingar hugsum við, því miður, ekki nægilega oft um. Við hugsum meira um hitt, að reyna að koma sökinni hver á annan, kenna hver öðrum um, og þykjast ein ir fullfærir til að ráða fram úr erfiðleikunum, þótt sannleikur inn sé sá, að enginn einn flokkur sé fær um að gera það, er til lengdar lætur. Aukablað I þriðja lagi eru því miður mestar líkur til að draga muni til ófriðar í álfunni með öllum Deim afleiðingum, sem það hef- ir fyrir þessa þjóð. Þess er því sannarlega mikil þörf, að þjóðin sé full fær um að búa sig undir Dað sem að höndum kann að bera í þeim efnum. — Að síðustu en ekki sízt er það auðsætt, að þjóðin verður með öflugum samtökum allra þeirra, sem enn eru ósýktir af þvi lífs- viðhorfi að leggja á flótta fyrir lífsbaráttunni, að snúast gegn Dessum hugsunarhætti og út- rýma honum úr landinu. Ég hefi máli mínu í dag lýst lauslega aessum hugsunarhætti og hvern_ ig hann hefir vaxið upp með miklum hraða á seinustu ára- tugum. Fyrir því má líka sízt loka augunum, að stjórnmála- flokkarnir eru að sumu leyti ávöxtur þessa hugsunarháttar, og hafa tekið um of tillit til hans í starfsemi sinni, því að aað hefir verið talið sigurvæn- legt, að þjóna þessum hugsunar- hætti vegna augnabliks fram- dráttar. Og nú eru stjórnmála- flokkarnir á góðum vegi með að verða þjónar þessa hugsunar- háttar en ekki herrar, vegna aess, að hver sá flokkur, sem hættir að notfæra sér þessi lífs- viðhorf í baráttunni, myndi sennilega tapa fylgi, en hinir flokkarnir, sem héldu áfram á sömu braut og áður, myndu að öllum líkindum græða. Þess vegna verður hver og einn að dansa með í leiknum. Til þess að útrýma þessum hugsunarhætti Darf því samtök allra ábyrgra manna. Það, sem nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir nú, á tuttugu ára afmæli fullveldisins er þá í fám orðum þetta: Þjóðin hefir þessu tímabili verið mjög framtakssöm, notið bættra lífs- kjara, og framþróunin verið stórstígari en nokkru sinni fyrr. Þjóðarstofninn er sterkur, þjóð- in hefir safnað skuldum, en þó miklu meiri verðmætum, og það sýnir að landið er gott, ef rétt er á haldið. Þjóðin er^vegna hinnar miklu tækni og framfara, betur við því búin, og hefir aldrei ver- ið betur við því búin en nú, að gera mikil átök þótt erfiðleikar steðji að. En í lífsviðhorfi þjóð- arinnar hefir á síðari tím- um komið fram viss tegund af aðfluttri sýkingu, og þetta stofn- ar þjóðinni í nokkra hættu. En takist okkur að útrýma þessari sýkingu, og vefa hið gamla, sterka lífsviðhorf inn í hinar miklu framkvæmdir, og ef okkur tekst með nægilega sameinuðu átaki ríkra og fátækra, að leysa á viðunandi hátt hin sérstöku alþjóðar viðfangsefni næstu ára, er full ástæða til að vona, að þjóðin eigi örugga og glæsilega framtlð fyrir höndum. Ef hinir mörgu vösku synir ís- lands, sem við minnumst með þakklæti í dag, hetjurnar, sem börðust fyrir sjálfstæðinu og nú hvíla í faðmi móðurmoldarinn- ar gætu talað til okkar í dag, myndu þeir viðurkenna, að við höfum margt vel gert, og séum um margt á réttri leið, en jafn- framt myndu þeir brýna fyrir okkur að hefja okkur yfir stétta streitu, sérgæðingshátt og sér- hlífni, og gleyma ekki hinum stœrri viðfangsefnum vegna bar- áttunnar um það, sem minna máli skiptir. Þeir myndu brýna fyrir okkur, að hefja okkur upp yfir þetta allt, og líta á þjóðina sem heild. Framtíð þjóðarinnar veltur á því, að ísland eigi nægi- lega marga syni og dætur, sem hafa viðsýni, fórnarvilja og þrek til að gera þetta sjónarmið að ríkjandi hugsunarhætti í land- inu. Það er hin sama saga, ísland á nægilega möguleika, nóg verk- efni. Það „á sitt vor, ef fólkið þorir“. f trausti þess, að svo sé, skal baráttan háð næstu ár, og þá baráttu hefjum við í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.