Tíminn - 03.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.12.1938, Blaðsíða 2
Aukablað TÍMlAjV, laugardajglim, 3. des. 1938. Aukablað Ávarp Jónasar Jónssonar formanns Framsóknarflokksíns flutt á fullveldisdaginn 1. des. Aðalstcinn Sigmundsson: Tvær þjóðvínaíélagsbækur Góðir fslendingar! Saga íslands skiptist með eðlilegum hætti í þrjú tímabil. Hið fyrsta er þjóðveldistíminn, nálega fjórar aldir, meðan ís- lendingar voru algerlega frjáls og sjálfstæð þjóð. Næsta tíma- bil er nálega fimm aldir, eða frá því að landið glataði frelsi sínu á miðri þrettándu öld og þar til Skúli Magnússon flutti til Reykjavíkur um miðja át- jándu öld. Hann stofnsetti höf- uðstaðinn og hóf nútímabar- áttu landsmanna fyrir frelsi og framförum. Þessar fimm dimmu aldir eru kúgunartími íslend- inga. Þá varð sjón sögu ríkari um það, að íslandi getur aldrei vegnað vel nema þegar lands- menn stýra sjálfir sínum eigin málum. Síðasta tímabilið i sögu þjóðarinnar er viðreisnaröldin. Þar tekur við hver skörungur af öðrum: Skúli Magnússon, Eggert Ólafsson og Jón Eiríks- son. Litlu síðar hefja Jón Sig- urðsson og Jónas Hallgrímsson þá margháttuðu endurreisnar- barátu, sem stendur yfir þann dag í dag. Saga landsins kennir hverjum íslendingi að meta frelsið. í skjóli við frelsi þjóðveldistím- ans blómgaðist hin marg- háttaða fornaldarmenning. f hlekkjum ófrelsis á miðöldun- um lamaðist fjör og þrek þjóð- arinnar. Með vaxandi frelsi fs- lendinga hefir þjóðarstofninn breitt að nýju lim og greinar yfir landið. Orka og hæfileikar íslendinga hafa byrjað að njóta sín eins og á hinni fyrri frelsisöld. Þeir menn sem byggðu land- ið endur fyrir löngu virtu frels- ið svo mikils, að þeir yfirgáfu frændur og vini, eignir og óðul og fluttust úr mildara í harð- býlla land. Þessir landnemar sýndu í verki að þeir unnu frelsinu og þeir kunnu að gæta þess. Þeir stofnuðu á íslandi eina frjálsa lýðríkið, eina þjóð- veldið, sem til var í öllum heimi á þeim öldum. f hverju öðru landi í heiminum var harð- stjórn og kúgun. ísland eitt var frjálst. Og í skjóli þess frelsis dafnaði fjölþætt meninng. fs- lenzka lýðríkið hafði óskrifaða stjórnarskrá eins og Bretaveldi hefir nú. Löggjöf þjóðveldisins, dómar þess,‘ skáldskapur, sagnaritun, trúarlíf, íþróttir og félagsmálahættir var með þeim ágætum, sem enn má hafa til fyrirmyndar. Reynslan sýndi að landnámsmennirnir fluttu byggð sína vitandi vits úr mild- ara í harðbýlla land. Það var mikið þrekvirki að stofna frjálst lýðríki á tíundu öld. Það var enn meira þrek- virki, þegar þess var gætt hve þjóðín var fámenn. En forráða- mönnum hins forna lýðveldis tókst, vegna sinna miklu yfir- burða, að gera ríkið sterkt og langlíft, með því að laga sig fullkomlega eftir náttúruskil- yrðum landsins. Allir íslending- ar unnu, svo að segja hlið við hlið, og þeir leystu sín mörgu sameiginlegu mál með fjöl- þættri, frjálsri samvinnu. Hið forna lýðríki var í engri hættu, þó að óáran bæri að höndum um stund.Hin þróttmikla sjálfs- bj argarstarfsemi og samstarf þroskaðra manna bjargaði þjóðinni yfir slíka erfiðleika. íslendingar hafa fengið nú- verandi stjórnfrelsi í þrem á- föngum. Hin fyrsta stjórnar- skxá frá 1874 opnaði glugga frelsisins til hálfs. Alþingi varð löggjafarsamkoma og íslend- ingar byrjuðu að gera frum- drætti að hinu nýja lýðríki. Þrjátíu ár liðu, en árið 1904 fluttist stjórn íslenzkra mála frá Kaupmannahöfn til Reyk- javíkur. Þá birti enn til stórra muna í húsi íslendinga. Enn liðu 14 ár. Þá var, sumarið 1918, gerður sáttmáli sá, er þjóðin minnist nú í dag. Þá viður- kenndu forráðamenn sam- bandsþjóðarinnar að ísland væri frjálst land, að það væri fullvalda ríki. Nokkur mál voru þó sameiginleg með Dönum og íslendingum. En á næstu fimm árum hér frá að telja geta ís- lendingar líka tekið þau mál í sínar hendur, ef þeir hafa til þess kjark og mátt. Þá standa þeir aftur í sömu sporum og forfeður okkar í byrjun þrett- ándu aldar, áður en þeir byrj- uðu að afhenda þjóðfrelsið í hendur erlendrar yfirþjóðar. fslendingum hefir verið ljóst. síðan viðreisnaröldin hófst, að þeir stefndu að fullkomnu frelsi, að endurreisn lýðríkis- ins. Skáldin túlka jafnan til- finningar samtíðarinnar. Fyrir hundrað árum lýsir Jónas Hall- grímsson framtíðardraum sín- um um hið nýja land og hina nýju þjóð. Hann segir: Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna. Fyrir sjónum hans er jafn eðlileg þróun, að klæða landið nýjum, fögrum gróðri, og að frjálsir og frjálshuga menn byggi landið. Fáum árum síðar, mitt í baráttu Jóns Sigurðsson- ar, túlkar Benedikt Gröndal yngri frelsisdraum landa sinna með þessum orðum: Hvað mun tímans heita dagur höfgan eftir eymdardúr? Þegar blómafjöldinn fagur frjálsri moldu gægist úr? Skáld þjóðarinnar stóðu dyggilega á verði að meta svo sem vera bar hina tvo fyrstu sigra í frelsisbaráttunni. Matt- hías Jochumsson lét gullregn ó- dauðlegra ljóða steypast' yfir land og þjóð hátíðasumarið 1874. Og um aldamótin 1900 orti Hannes Hafstein sín miklu aldamótaljóð. Guðmundur Guð- mundsson orti „Vormenn ís- lands“ og Einar Benediktsson lofsöng bláhvíta fánans: „Rís þú unga íslands merki“. Þessi kvæði bergmála hug þjóðarinn- ar frá þeim tíma þegar stjórn íslenzkra mála fluttist inn í landið, í byrjun aldarinnar. En bó undarlegt sé, bíður fullveld- isviðurkenningin enn eftir sín- um Matthíasi. Þegar íslenzka bjóðin leggur á tuttugustu öld- ina, út á þá hraut að líkja eftir stofnendum hins forna lýðrík- is, þá hafa þeir að vísu á marg- an hátt góða aðstöðu, en líka marga og óvenjulega örðug- leika. Landið er hið sama og fyr og með nútíma tækni má opna margar auðlindir, sem hetjur sögualdarinnar kunnu ekki skil á. Landið er glöggleg/r afmark- að, og ekki á baráttuleið hern- aðarþjóða. Þeir menn, sem landið byggja, mynda sam- stæða heild um uppruna, tungu, sögu og menningu, og þjóðin hefir eignast frá forfeðr- um sínum mikinn og marg- þættan andlegan arf. En erfið- leikarnir eru miklir. Þjóðin er enn ekki alveg 120 þúsund að tölu. Og þessi fámenna þjóð getur ekki að öllu leyti tekið forfeðurna til fyrirmyndar, þegar þeir leystu öll sín félags- mál með frjálsri samhjálp, án nokkurra eiginlegra skatt- gjalda. í nútíma menningar- ríki þarf hver einstakur borg- ari fyrst að vinna fyrir sér og sinum og síðar að verja nokkru af orku sinni til að bera sinn skerf af hinum sameiginlegu meninngarmálum. — Nútíma- menningarríki verður að kosta miklu til löggjafar og stjórnar, innanlands og utan, til lög- gæzlu á sjó og landi, til sam- gangna, til andlegra mála, til sjúkra manna og snauðra, svo eigi sé fleira talið. Hin sam- eiginlegu mál í nútíma ríki eru eins og mikill höfuðbúningur, fagur á að líta en erfiður að bera. Því færri sem þegnarniT eru í landinu, því meiri var- færni þarf að gæta um að of- þyngja ekki höfuðdjásn sam- eiginlegra mála í frjálsu landi. Öll saga íslenzku þjóðarinn- ar sýnir að hún nýtur sín aldrei nema undir ægishjálmi frelsis- ins. Sterk frelsisþrá olli því að ]andið var byggt, þjóðveldið ’-eist og verndað í margar aldir. Sterk frelsisþrá hefir knúð ís- 'endinga til að endurheimta frelsi sitt og hátíðahöldin í dag eru til minningar um að næst- síðasta áfanganum í hinni ytri baráttu var náð fyrir 20 árum. En þjóðin er enn önnum kafin og í miklum vanda um að ' koma haglega fyrir sínum nýja höfuðbúnaði, hinu nýfengna frelsi. Þar þarf að beita sömu gætni eins og forfeðurnir á söguöldinni höfðu svo mikið af. Faldur hins íslenzka frelsis má ekki falla í hafið eins og í draumi hinnar miklu glæsikonu Guðrúnar Ósvífursdóttur á Helgafelli. Hvers stuðnings má vænta af æsku landsins í þessu efni? Kann hún að ráða til fulls rúnir íslenzkrar sögu um áhrif frels- is og kúgunar? Vill æskan fylkja sér undir merki Skúla, Eggerts, Jónasar Hallgrímsson- ar og Jóns forseta? Vill æskan halda Hallvarði gullskó og öll- íslendingar í Vesturheimi! Af hálfu íslenzku ríkisstjórn- arinnar og fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar þakka ég ykkur, bræður og systur í Vesturheimi, fyrir hinar hlýju kveðjur, sem þið í dag hafið sent okkur á öld- um ljósvakans austur yfir hafið. Þið getið verið þess fullviss, að þessar kveðjur, sú ástúð, sem fram kemur í þeim til okkar sameiginlega föðurlands, íslands og íslenzku þjóðarinnar, hafa hlýjað mörgum okkar um hjartarætur og sett sinn blæ á hátíð þessa dags. Það er ekki í fyrsta sinn, sem þið réttið ykkar sterku hönd yfir hafið. Alltaf þegar ísland hefir þurft þess mest, höfum við hjá ykkur fundið hinn rétta skilning og hinn reiðubúna vilja. Við gleymum því ekki, heimaþjóðin, hvernig þið brugðust við, þegar ráðizt var í að eignast milli- landaskip og til þess stofnað Eimskipafélag fslands. Þá var þörfin mikil, en fórnarvilji ykk- ar og trú á mátt hins sameigin- lega átaks meiri. Við gleymum því heldur ekki, að þið stóðuð ætíð öruggir við okkar hlið í sjálfstæðisbarátt- unni, þótt þið byggjuð í fjarlægu landi, og fögnuðuð jafn innilega og við þeim sigri, sem vannst árið 1918. Hin mikla og hjartanlega þátt- taka ykkar í þúsund ára afmæl- ishátíð Alþingis var okkur mikið gleðiefni og sönnun þeirrar ást- ar, sem þið berið til þeirra minn- inga, er okkur eru öllum helgar. — Sjóður sá, er þið þá stofnuðuð, til þess að íslendingar, að heim- an gætu sótt menntun vestur um haf, sýnir framsýni ykkar og manndóm og er nú byrjuð að bera árangur. Og ýmislegt fleira í sambandi við Alþingishátíðina sýnir svo að lengi verður minnzt, að þið megið ykkar mikils í hin- um nýju heimkynnum ykkar og notið hvert tækifæri til að efla heiður íslands. Og ekki skal heldur gleymt að- stoð ykkar og áhuga fyrir því að gera sýningardeild íslands á New York sýningunni bæði myndarlega og gagnlega fyrir fsland og til sóma fyrir íslend- inga hvar sem þeir búa. Þannig hafið þið komið fram gagnvart íslandi og þannig hafið þið sannað margsinnis, að þið eruð góðir synir og dætur ís- lands. Og sami svipurinn er einnig á því, sem þið hafið unnið að ykk- ar málum í hinu nýja heim- kynni. Barátta ykkar 'fyrir verndun íslenzkrar tungu er stórkostleg og ber ykkur glæsi- legt vitni. Hin síðustu átök ykk- ar og þær fórnir, sem þið hafið fært til þess að hefja móður- málið til öndvegis, gera íslenzku að kennslugrein við háskóla í Vesturheimi, sýna enn sem oftan ásdt ykkar á íslandi, ást, sem í senn er stórbrotin og framsýn; því að vissulega munu fá tungu- mál opna aðgang að jafn dýr- mætum og svipmiklum bók- menntaauði. Það mun og vera ykkar stolt, jafnt sem okkar, að geta sýnt hvað íslenzkur andi hefir afrekað í fortíð og nútíð og það ennfremur, að í þeim efnum höfum við nokkuð að miðla þeim, sem ríkir eru og voldugir í þessum heimi. Og síðast en ekki sízt skal á það minnt, hvaða skerf ykkar andans menn hafa lagt til ís- lenzkra bókmennta. Þar hafa um erindrekum erlends valds burtu frá íslandi? Vill æskan feta í fótspor forfeðranna, sem byggðu hið forna lýðveldi og þeirra, sem í nálega tvær aldir hafa endurreist frelsi og menn- ingu landsmanna? Ég hefi þá trú á æsku lands- ins, að hún sé fær um að taka við hinum mikla arfi frá eldri og yngri kynslóðum og sækja fram á vegum Einars Þveræ- ings, ljúka hinni ytri frelsis- baráttu og gæta um ókomin ár fjöreggs íslendinga. _ Gamlir og ungir íslendingar. Lítið á rúnir sögunnar. Gætið þess, sem þjóðin á dýrmætast: Það er frelsið. verið unnin þrekvirki, sem sýna okkur ef til vill betur en flest, ef ekki allt annað, hvernig þið hugsið og hvernig þið finnið til gagnvart föðurlandi ykkar og þjóðmenningu. Því að þið, sem myndið umhverfi þessara and- ans manna, eruð sá andlegi jarð- vegur, sem þeir eru vaxnir upp úr. Án þessarar hlýju umhverf- isins hefðu þessir afreksmenn ekki getað unnið sín verk á þann hátt, sem þeir gerðu, íslenzkum kynstofni til ómetanlegs vegs og virðingar. Eg hefi í dag, íslendingar í Vesturheimi, flutt þjóð minni boðskap þjóðskáldsins Einars Benediktssonar, að „Það er eitt sem oss bindur að elska vort land fyrir ofan allt stríð, fyrir handan þess sand.“ Eg hefi rætt um það í dag, að okkur íslendingum heima beri með víðsýni og fórnarlund, að hefja okkur yfir alla blinda bar- áttu um lítilsverð efni og sam- einast í ást á landi okkar og þjóðerni, til sameiginlegra átaka um að tryggja sem bezt fjár- hagslegt og menningarlegt frelsi íslands. Og ég fullyrði að engir hafi vísað okkur betur veginn til þessa takmarks en einmitt þið. Fordæmi ykkar er okkur mik- ils virði. Á því er nú vakandi skilningur á fslandi. Ástæðan til þess að þessi skiln- ingur hefir ekki alltaf verið nægilega mikill, er, að ég ætla sú, að vesturferðirnar ollu sárs- auka. Og ég veit ekki hvort sá, sem fer, getur nokkurn tíma gert sér fulla grein fyrir tilfinningum þeirra, sem eftir sitja og horfa á eftir. þeim, sem láta frá landi fyrir fullt og allt. En nú skiljum við það, að hjá þessu varð ekki komizt. Nú vitum við það, að þið fóruð 1 víking. Þið settuð ykkur það mark að gera íslendings- heitið að heiðursnafni í hinni nýju álfu og ykkur hefir tekizt það. Við þekkjum baráttu ykkar. Við erum stoltir af þreki ykkar. Þið eruð sannir íslendingar, dætur og synir íslands. Við vit- um að þið eruð borgarar annars ríkis. Þar er ykkar heimilisarinn og þar er ykkar lífsstarf. Við gleðjumst yfir því, að þið rækið sem bezt skylduna við hið nýja fósturland. En í heimi andans, í heimi upprunans og minninganna er- um við ein þjóð, þar fær ekkert úthaf oss aðskilið. Það er fyrst og fremst ykkar verk að það hefir rætzt, sem Einar Benediktsson segir, að „Standa skal í starfsemd andans stofninn einn, með greinum Brúnni slær á Atlantsál [tveim: okkar feðramál — íslands fagra, sterka mál.“ Við skulum láta það vera verk okkar beggja, fslendingar aust- an hafs og vestan, að verja þessa brú og láta hana standa um ókomnar aldir. Lifi ísland! Hljóðfæraverkstæði Pálmars Isólfssonar, Sími 4926. Óðinsg. 8. Allar viðgerðir á píanoum og orgelum. Framleiðir ný píanó. Kaupir og selur notuð hljóðfæri. Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir I. 1. — Rvík 1938. 192 bls. Stephan G. Stephansson er alþjóð kunnur sem eitt afkasta- mesta og stórsnjallasta skáld, er vér höfum eignazt. Hann flytur af landi burt tæplega tvítugur, án skólalærdóms, og elur síðan aldur sinn, langa æfi, í fjarlægri heimsálfu, við erfiði og þröng- an kost frumbyggj ans. Þrátt fyrir þessi óhagstæðu skilyrði hefir hann flestum mönnum meira vald á íslenzkri tungu, — svo mikið, að fullkominni furðu gegnir. St. G. St. átti miklum vin- sældum að fagna meðal heima- íslendinga, svo sem kom í ljós 1917, er hann var boðinn heim að tilhlutun Ungmennafélag- anna. Vafalaust hefir heimför- in aukið stórum þekkingu þjóð- arinnar á skáldskap hans, og vinsældir hans að sama skapi. Athyglin, sem heimboðið vakti, varð til þess, að ljóð skáldsins voru miklu meira lesin og með meiri gaumgæfni en fyrr. Og menn skildu skáldið betur og áttu hægra með að meta tröll- vöxt þess, eftir að hafa kynnzt lágvaxna og þreytulega, vest- uríslenzka bóndanum. Árin, sem liðið hafa, síðan St. G. St. var hér heima, og síðan hann lézt, hafa furðu lít- ið fyrnt mynd hans í hugum landsmanna. Þess vegna má ætla, að útgáfa sú, sem Þjóð- vinafélagið hefir nú byrjað á, af bréfum hans og ritgerðum, verði mörgum fagnaðarfengur. Áður er mjög lítið til prentað af óbundnu máli eftir skáldið. Kynnast menn því hér annarri hlið á höfundi, en þeirri gam- alkunnu. í bréfunum sjá menn skáldið úr minni fjarska — meira í nærsýn — en í ljóðum þess. Menn kynnast hér því nánar hugsunum mannsins, hag hans og umhverfi. Safnið af bréfum og ritgerðum Stephans G. Stephanssonar eykur því og fyllir þá mynd, sme þjóðin á — og sem henni er skylt að varð- veita vel — af þessum merki- lega syni sínum. í þessu fyrsta hefti safnsins, sem út er komið, eru einungis bréf. Er þeim raðað eftir aldri, og ná frá 1889 til 1900. Kennir hér margra grasa, í bundnu máli og óbundnu. Stundum skrifar skáldið vinum sínum ljóðabréf, að góðum íslenzk- um sið, eða stráir hendingum innan um bréfsefnið. Sum þeirra ljóða eru síðar prentuð í Andvökum, óbreytt, eða þá slípuð og fægð. — Stundum fer skáldið á kostum í bréfunum, en þess á milli eru þau hvers- dagsleg umræða um hversdags- lega hluti. Verður þá ekki var- izt þeirri hugsun, að skáldið mundi ekki hafa samþykkt til útgáfu allt, sem hér er til tínt. En hvað sem um það kann að mega segja, þá er þó vissulega betra að taka of mikið með, en að sleppa of miklu, í safni eins og þessu, þar sem það hlýtur að verða ein meginheimild um skáldið, er stundir líða. Sem sýnishorn af bréfum St. G. St. gæti átt við að prenta hér kafla úr bréfi hans til Egg- erts Jóhannssonar 12. des. 1907: „.... Meðan ég sat á for- dæmingarstólnum við að skrifa upp, óskaði ég oft, að skemmra væri á milli. Ég öfundaði höf- undana okkar í Reykjavík, sem vinna í flokkum með nægar bækur og hjálpa hver öðrum um hugsanir og athuganir. Ég hafði ekki einu sinni hand- bæran mann til að lesa með mér, hvort ekki vantaði mig orð né stafi....Ég veit hver vandi er að velja og hafna sínu eigin. Verulegir vinir höfunda og bóka vilja allt um þá vita, og jafn- vel unna þeim á vissan hátt fyrir kvæðin, sem þeim ekki hafa heppnazt vel. Sumt, sem ekki er þó ljómandi skáldskapur í sjálfu sér, verður maður þó að taka, af því það hefir sálar- fræðilega eða sögulega þýðingu, þó maður sjái því sé ábótavant sem íþrótt. Og svo kemur aðal- þátturinn, íþróttin sjálf, að taka þó ekki upp leirburð, neitt, sem ekki ber neinn keim af list. Tvær leiðir liggja til listar í formi, að láta orðin lið- ast saman, létt og mjúkt, eins og silkiþráð, eða greipa þau saman, sterk og tíguleg, eins og stuðlaberg. Ég hefi þreytt hvort tveggja. En í æsku byrj- aði ég á reglu Tómasar heitins Ssemundssonar, „að læra fyrst að hugsa, svo lærði maður að tala“.“ Um. útgáfu Þjóðvinafélagsins er of snemmt að dæma, meðan ekki liggur fyrir nema þetta fyrsta hefti (12 arkir). En allt bendir til, að hún verði vönduð og skáldinu samboðin. Þorkell Jóhannesson: Ör- nefni í Vestmannaeyjum. Rvík 1938. 164 bls. Nágrannaþjóðir vorar nefna land vort söguey og oss sögu- þjóð. Þetta er vafalaust sann- nefni, ef litið er til liðinna tíma og manna þjóðarinnar. Sagnaritun íslendinga á 12. og 13. öld er fræg að ágætum. Og til skamms tíma var allmikið um iðkun og rannsókn ýmsra sögulegra fræða meðal íslend- inga. Gáfaðir og fræðaþyrstir alþýðumenn höfðu helzt að- stöðu til iðkunar og rannsókn- ar þesskonar fræða. En þegar litið er til síðustu áratuga, verður söguþjóðarnefnið hrein- asta spénefni á oss. Mun, meðal menningarþjóða, vera leitun á jafn-háskalegu hirðuleysi og tómlæti og vér sýnum um verndun sögulegra verðmæta og rannsókn siða og hluta og sér- kenna, sem ‘breyttir lífshættir fella úr gildi. Atvinnubylting, lifnaðarháttabreyting og þjóð- flutningur undanfatins og nú- líðandi tímabils, gerir það að verkum, að örnefni gleymast, siðir og venjur týnast og húsa- skipun, húsbúnaður, amboð og kláfar liðinna alda hverfa úr sögunni. Þessir hlutir geyma mikla sögu um líf og líðan, hag og hugmyndir liðinna kynslóða og liðins tíma. Þessi saga týn- ist og gleymist og hverfur að eilífu, nema örnefni og venjur séu skrásett, húsaskipun mynd- fest og hlutirnir geymdir í söfn- um. Að verndun þessa hefir furðulega lítið verið gert hér. Þess vegna er margt óbætan- legt verðmæti vafalaust þegar glatað. Bók dr. Þorkels Jóhannes- sonar um örnefni í Vestmanna- eyjum er að sjálfsögðu enginn skemmtilestur — mikið af henni er skraufþur upptalning örnefnanna. En ósköp er samt notalegt, að hafa hana handa á milli, og.vita, að þessu er þó bjargað af auðlegð örnefnanna í landinu. Þarna eru örnefni eyjanna skráð af vísindalegri nákvæmni, staðfærð og flokk- uð. Aftan við sjálfa örnefna- skrána eru svo prentaðar tvær merkilegar Vestmannaeyjalýs- ingar, önnur eftir séra Gizur Pétursson (prest að Ofanleiti 1687—1713), hin eftir séra Jón Austmann (prest að Ofanleiti 1827—1858), og uppdráttur af Heimaey frá 1776, eftir Sæmund Hólm. Nokkuð hefir verið unnið að söfnun og skráningu örnefna hér og þar um land. Hefir það þó verið án stjórnar og skipu- lags og leiðsagnar sérfróðra manna. Meðal annars hafa ungmennafélögin haft þetta mál með höndum og orðið nokkuð ágengt, en þó miklu minna en skyldi. Þessi merkilega bók dr. Þorkels ætti að verða til þess, að glæða að nýju áhuga á skráning örnefna, og leiða til nýrra verulegra framkvæmda í því efni. Hún er einmitt það, sem mjög hefir vantað: glögg fyrirmynd til að vinna eftir ör- nefnaskrá, hvort sem er fyrir einstaka jörð eða heilt byggöar- lag. A. S. TRÚLÖFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. Ávarp forsætísrádherra w til Vestur-Islendínga 1. des.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.