Tíminn - 13.12.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.12.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.í. Símar: 39id og 3720. 22. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 13. des. 1938 77. blað Atvinnubótavinnan i Revkjavík íhaldsblöðin kreijast meiri fram- laga til hennar en fjárlög heimíla og reyna að espa kommúnista til æsinga Carol Rúmeníukonungur og Hitler. Myndin er tekin, þegar Carol Rúmeníukonungur heimsótti Hitler í Berch- tesgaden í síðastl. mánuði, en hann var þá á heimleið frá Englandi. Talið er, að þeir hafi m. a. rœtt um aukin kaup Þjóðverja á olíu í Rúmeníu, og hafi Hitler hreyft því, að lagðar yrðu olíuleiðslur alla leið frá Rúmeniu til Vínarborgar. Seinustu dagana hafa þýzk blöð skrifað óvingjarnlega um Rúmeníu, vegna þess að Carol konungur gengur mjög hart fram í því, að uppræta fasistaflokkinn þar. IV æstu $kr ef H'i tlers Atvinnuleysismálin hafa verið eitt helzta umræðu- efni blaðanna undanfarna daga. Hafa blöð Sjálfstæðis- flokksins rætt þau með þeim hætti, að það leynir sér ekki að tilgangur þeirra er sá, að espa til æsinga og óspekta í sambandi við þau. í fjárlögum þessa árs er svo ákveðið, að verja megi 500 þús. kr. til atvinubóta í kaupstöðum og kauptúnum „gegn tvöföldu framlagi bæjar- og sveitarfé- laga“. Er þessari upphæð þegar ráðstafað og fær Reykjavíkur- bær um % hluta hennar eða 290 þús. kr. Ætti framlag bæj- arins samkvæmt framangreind- um fyrirmælum fjárlaganna því að vera um 580 þús. kr. Vegna hinna bágu ástæðna Reykjavíkurbæjar hefir at- vinnumálaráðherra ekki séð sér fært að fylgja þessum reglum til fulls og hefir ríkið því lagt fram til jafns við bæinn til unglingavinnunnar og skyldrar starfsemi. Til þess að bærinn fullnægði að öðru leyti skilyrð- inu um „tvöfalt framlag" móti ríkinu, ætti framlag hans að vera um 520 þús. kr. Hefir bæn- um þannig verið sýnd hin fyllsta tilhliðrunarsemi. Samkvæmt upplýsingum Mbl. ætlar bæjarstjórnin að leggja fram til atvinnubótanna um 489 þús. kr. á þessu ári. Vantar því rösklega 30 þús. kr. til þess að hann fullnægi lágmarks- kröfunni um tvöfalt framlag móti ríkinu. Það munu fæstir kippa sér upp við það, þó að kommúnist- ar geri kröfur um aukið fram- lag til atvinnubóta. En hitt mun kjósendum Péturs Ottesens, Jóns á Akri og annara slíkra manna, sem telja sig fyrst og fremst bera sparnað á útgjöldum rik- issjóðs fyrir brjósti, þykja meiri tíðindum sæta, þegar málgögn þeirra ganga fram fyrir skjöldu kommúnistanna og heimta meiri útgjöld til atvinnubóta en heimiluð eru samkvæmt fjár- lögum. Sú hefir þó orðið raun- in. Blöð S j álf stæðisf lokksins Umsóknír um styrk til vélbátabyggínga Frestur til umsóknar á styrk til vélbátabygginga var útrunn- inn 10. þ. m. Höfðu þá borizt 102 umsóknir, sem fjalla um byggingu 120 báta, því sumir umsækjendurnir óska eftir styrk til að byggja tvo báta eða fleiri. Flestar umsóknirnar eru um styrk til bygginga 12—25 smál. báta. Næst koma umsóknir um styrk til 50—60 smál. báta. Nokkrar eru um 75—85 smál. báta og örfáar um 120—150 smál. báta. Nokkrir sækja um styrk til að byggja trillubáta. Flestar eru umsóknirnar úr verstöðvum sunnanlands. All- margar eru af Vesturlandi og úr Eyjafirði. Annars má segja að umsóknir hafi borizt víðs- vegar að af landinu. Ákvarðanir um styrkveiting- ar verða teknar eins fljótt og hægt er, en ekki verður hægt að sinna nema litlum hluta umsóknanna að þessu sinni. hafa undanfarna daga gert þá kröfu, að ríkið bætti stórlega við framlag sitt til atvinnubóta í Reykjavík og hafa þau haft í hótunum við ríkisstjórnina, ef hún héldi fast við ákvæði fjár- laganna um upphæð atvinnu- bótafjárins, en þessum kröfum er ekki hægt að fullnægja, nema með því að brjóta þau. Segir Mbl. á sunnudaginn, að það sé engu líkara en að tilætl- un ríkisstj órnarinnar með þessu sé að kúga Reykvíkinga, „en illa þekkja þessir herrar Reyk- víkinga, ef þeir halda aff hægt sé aff kúga þá til fylgis meff því aff svelta þá. Nei, sérhverri kúgun af hálfu valdhafanna munu Reykvíkingar svara eins og viff á: Meff andstyggð og fyr- irlitningu á þeim mönnum, sem kúguninni beita.“ Þá segir blaðið ennfremur: „Er hatrið svona rótgróiff til höfuffborgar landsins?“ og „hinn fjölmenni hópur atvinnuleys- ingjanna sér af því, sem sagt hefir veriff, hver hún er JÓLA- GJÖFIN, sem ríkisstjórnin sendir þeim aff þessu sinni.“ Það er alveg sýnilegt hver til- gangurinn er með þessum skrif- um. Hann er sá, að reyna að espa upp öfgamennina í hópi verkamanna, kommúnista, og fá þá til að reyna að knýja þess- ar kröfur fram með einhverj- um örþrifaráðum, enda er það vitað, að þeir hafa til þess fulla löngun og þurfa því ekki mik- illar brýningar. í blaði komm- únista í dag eru þessi ummæli Mbl. um að Reykvíkingar láti ekki svelta sig, líka tekin næst- um orðrétt upp og því bætt við, að verkamenn í Reykjavík hafi barizt og geti gert það enn. Það er ótrúlegt, ef að þessi glæfralega tilraun íhaldsblað- Síðustu dagana hafa bændafundir, sem stofnað var til að tilstuölan Bún- aðarsambands Suðurlands, verið haldn- ir á níu stöðum sunnanlands. Hafa fundir þessir verið vel sóttir, 30—80 manns á hverjum, og hafa venjulega verið fluttir þar 3—4 fyrirlestrar á dag um jarðrækt og kvikfjárrækt. Fund- irnir hafa verið háðir í Mýrdal, að Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, Sauð- húsvelli, Hvoli, Þykkvabæ, Ölfusárbrú, Húsatóftum, Ásum og Flúðum. Hafa þeir Páll Zophóniasson, Ragnar Ás- geirsson, Jóhannes Þorsteinsson, Árni G. Eylands og Halldór Pálsson haldið fyrirlestrana. / t r Magnús Jónsson bóndi á Ballará á Skarðsströnd er gestkomandi í bæn- um þessar mundir. Hafði hann með sér til bæjarins taminn öm, sem hann hefir hug á að sýna hér, ef þess væri kostur. Öm þessi var tekinn ungur í fóstur vorið 1935. Var þá kalt vor og fannir í klettum, þar sem arnarhjónin, foreldrar hans, voru vön að verpa. Urpu þau þá í hólma einn og unguðu þar út. Veslaðist annar unginn af tveim upp og útlit fyrir að þessi myndi fara sömu leið. Var hann þá tekinn heim að Ballará í fóstur og dafnaði þar vel. Ekki gimtist hann frelsi, er honum óx fiskur um hrygg, þótt hann gengi laus. Hann var gæfur fyrst, en gerðist, er fram liðu stundir, svo óvæginn við alifugla, húsdýr og jafnvel menn, að orðið hefir að fóðra hann i sérstöku húsi, af þessum sökum. Nú hefir Magn- ,Dýpra og dýpra* Mbl. heldur áfram í dag aff krefjast þess að ríkis- stjórnin brjóti fyrirmæli fjárlaganna og stórauki framlög ríkisins til at- vinnubóta í Rvík. Krefst blaðið, að fylgt verði þeirri reglu, að ríkið greiði V3 á móti bænum af fyrstu 450 þús. kr., sem fara til at- vinnubóta, en síðan til jafns við bæinn. Yrði ríkið samkvæmt því að auka framlag sitt nú þegar um 50 þús. kr. Þessi krafa er birt á 5. síðu blaðsins. En á þriðju síðu er lýsing á stjórn jafnaðarmanna í Englandi 1929—31. Þar segir m. a.: „Stjórn sosialista hafffi ráff á hverju rifi til aff mæta kreppunni. — Ný eyffsla var bjargráffiff. Mil- jónum á miljón ofan var rótaff upp í atvinnuleysis- styrki og allskonar „fyrir- tæki“, sem ekkert gáfu í aðra hönd, affeins sköpuðu nýja eyffslu. En bjargráffið læknaði ekki meinsemdina. Því meira sem eytt var og sóað í styrki og óarffberandi fyrirtæki, því meiri urffu erfiffleikarnir. Alltaf var sokkiff dýpra og dýpra.“ Vilja ekki hinir gætnari íhaldsmenn bera þessa lýsingu saman við fram- angreindar kröfur Mbl. og athuga hvort þeir finna nokkurn mun á þeim og „úrræðum" ensku sósial- istanna, eins og þeim er þarna lýst? anna til að brjóta niður fyrir- mæli fjárlaganna og auka rík- isútgjöldin, hefir ekki öfug á- hrif við það, sem henni er ætlað. Henni er ætlað að afla flokkn- (Framh. á 4. síðu) ús í hyggju að gefa bæjarbúum kost á þvf að sjá þennan sjaldgæfa fugl, sem einsdæmi mun að fyrirhitta taminn. t r t Allt sauðfé er nú komið á gjöf í Skagafirði og hagar fyrir hross einnig af skornum skammti, vegna áfreða. Snjórinn er ekki djúpur og akvegir færir bifreiðum, en mjög gleraðir. Nú um helgina var 8 stiga frost þar nyrðra og sunnannepja. í Austur-Húnavatns- sýslu er svipað farið um fannalög og gætir nokkurs uggs í mönnum, ef ekki hlánar, svo að gagni komi, áður en mjög langt um líður. Góður fiskafli hefir verið á Sauðárkróki og Hofsósi í haust, þegar á sjó hefir gefið, en fremur hefir verið ógæftasamt. t t t Tveir piltar frá Sauðárkróki, báðir innan við tvítugt, réðust í haust að Eyhildarholti tii Gísla bónda Magnús- sonar til verklegs sauðfjárræktarnáms. Munu þeir stunda þar sauðfjárhirð- ingu undir leiðsögu Gísla, en eins og kunnugt er, þykir hann einn hinn slyngasti fjárræktarmaður og á sér- staklega gott fé, svo sem niðurstöður hrútasýninganna í haust báru vott um. Vænta þessir ungu og áhugasömu menn hins bezta árangurs af dvöl sinni að Eyhildarholti. r t r Meðal aðkomumanna hér í bænurn um þessar mundir, er Guðmundur J. Hoffell, bóndi að Hoffelli i Nesjum. Hann hefir í sumar imnið í silfurbergs- og kalksteinsnámu í Grasgiljatindi, Þótt Hitler gæfi þá yfirlýs- ingu, þegar Þýzkaland fékk Sú- detahéruðin, að landakröfum hans í Evrópu væri lokið, þykir nú fullvíst að hann muni ekki láta þar staðar numið. í sein- asta blaði var sagt frá þeim fyrirætlunum, sem hann er tal- inn hafa í sambandi við Ukra- inumenn. Áður en hann ræðst í slík stórræði, er talið líklegt, að hann vilji koma tveim stöð- um aftur undir þýzk yfirráð. Það eru hinar kunnu verzlun- arborgir við Eystrasaltið, Me- mel og Danzig. Afstaða Memels hefir nýlega verið skýrð hér í blaðinu. í borginni og umhverfi hennar eru um 150 þús. íbúar og er meginhluti þeirra þýzkumæl- andi. Memel er eina útflutn- ingshöfn í Lithauen og tóku Bandamenn hana þess vegna af Þjóðverjum eftir heimsstyrjöld- ina og lögðu undir Lithauen. í- búunum var þó tryggð víðtæk sjálfstjórn undir yfirumsjón Lithauen. Fjögur stórveldi, Eng- land, Frakkland, Ítalía og Jap- an, tóku ábyrgð á því 1924, að sem er í landareign Hoffells. Kalk- steinn þessi er óvenjulega hreinn og harður, svonefnt aragónit. Af því hefir Guðmundur unnið 12 smálestir, sam- kvæmt cþk húsameistara, Guðjóns Samúelssonar. Hefir það verið notað í múrhúðun háskólabyggingarinnar. Þá hefir Guðmundur og unnið nokkuð af silfurbergi. Sumt af því hefir Vilhjálm- ur Þór haft með sér vestur um haf á sýninguna í New York. Mun það verða notað til að skreyta með sýningarskála íslendinga og meðfram boðið -til sölu. í Þýzkalandi er einnig nægur markað- ur fyrir silfurberg, en verðið heldur lágt. í landareign Hoffells er óvenju- lega mikið af fágætum og fögrum steinum og bergtegundum. Þar er mikið af gabbró og auövelt að komast að því, en vegalengd um 25 km. til Hafnar. Þar er mikið af jaspis, kalcedon og ópal. Hefir Guðmundur mörg sýnishorn með sér af þessum óvenjulega fögru steinum. Og heima fyrir á hann mikið og fjölbreytt steinasafn. r r r í sumar voru á Hoffelli ræktaðar kartöflur á h. u. b. tveim dagsláttum lands. Uppskeran varð 130—140 tn. og má það heita meðaluppskera eða tí- föld, miðað við útsæði. Mest hefir kartöfluuppskeran á Hoffelli orðið um 300 tn., en þá var meira land haft undir og fleiri um ræktunina. Þá var óvenjugott ár og uppskera víða 12-föld. r r r í sumar hefir verið unnið að því að (Framh. á 4. síðu) samningar milli Memelbúa og Lithauen yrffu haldnir. Síðan Hitler kom til valda hafa nazistar eflst mjög í Me- mel. í kosningum til þingsins þar, sem fram fóru á sunnudag- inn, fengu þeir 26 þingsæti af 29. Foringi þeirra hefir að kosn- ingum loknum lýst því yfir, að þeir hefðu undanfarið beðið á- rangurslaust um aukin réttindi, „en nú munum við ekki biðja lengur“. Örlög Memel verða ekki ákveðin hér, sagði hann enn- fremur, og bendir það ótvírætt til þess, að Hitler ætli sér að ráða mestu um þau. Stjórnir Frakka og Breta hafa látið sendiherra sina í Berlín fara á fund þýzku stjórnarinnar og skora á hana að virða stór- veldasamninginn um Memel. Jafnframt hafa þær fengið lof- orð lithauisku stj órnarinnar um fyllstu tilhliðrunarsemi við Memelbúa. Sýnir þetta bezt, að ástandið er alvarlegt. Gyðingar flytja nú sem óðast frá Memel. Memel nær að Austur-Prúss- landi, sem er hluti Þýzkalands, en er aðskilið frá aðalríkinu. Létu Bandamenn Pólverja fá allstóran landrima, sem nær alla leið til sjávar og klýfur Austur-Prússland frá Þýzka- landi. Er þetta land venjulega nefnt „corridorinn" (gangur- inn) og er hann Þjóðverjum mikill þyrnir í augum. Hafa friðarsinnar eins og Stresemann látið það álit uppi,að Þjóðverj- ar sæu ekki eftir öðru landi meira en því, sem Pólverjar fengu, og myndu þeir aldrei geta sætt sig við þá afarkosti til fulls. En þessi kynlega land- skipting var gerð til þess að Pólverjar hefði aðgang að sjó. Hafa þeir nú reist stóra hafn- arborg, Gdynia, á þessu svæði, og hefir hún orðið á annað hundrað þús. íbúa. Danzig er á milli Austur- Prússlands og „corridorsins“. Þótti Bandamönnum nauðsyn- legt að taka hana undan yfir- ráðum Þýzkalands, vegna þess, að hún var eina útflutnings- höfnin, sem Pólverjar höfðu aðgang að. En þar sem íbúarnir eru undantekningarlítið þýzkir, þótti ekki hyggilegt að sameina hana Póllandi og var hún því látin fá sjálfstjórn undir yfir- umsjón Þjóðabandalagsins. í- búarnir hafa alltaf viljað sam- einast Þýzkalandi og undanfar- in ár hafa nazistar haft þar mikinn meirahluta, bannað alla aðra flokka, virt umsjónar- mann Þjóðabandalagsins að vettugi og sótt öll sín ráð til Þýzkalands. Tilheyrir Danzig því nú raunverulega orðið Þýzkalandi aftur, þó að það sé ekki formlega viðurkennt. íbú- ar þar eru frá 400—500 þús. (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi Merkur Sjálfstæðismaður hef- ir nýlega sagt, að sér fyndist að Sjálfstæðisflokkurinn hefði um tvær leiðir að velja. Þeir hefðu báðar komið fram í full- veMisblaði Mbl. Önnur leiðin hefði verið orðuð þannig af Jóni Magnússyni skáldi: „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast. Stattu saman heil um heilög mál.“ Hin leiðin hefði verið orð- uð þannig af Bjarna Bene- diktssyni: „Reykvíkingar verða á ný að heimta forystuna í sínar hendur,“ og við þetta hef- ir svo Mbl. bætt þeim ummælum síðastliðinn sunnudag, að Reyk- víkingar ættu að svara rikis- stjórninni „með andstyggð og fyrirlitningu", vegna þess að hún vill ekki greiða meiri framlög til atvinnubóta en lög leyfa. Seinni leiðin er því fólgin í að skapa nýjar deilur og hatur, sem getur ekki orðið þjóðinni til annars en ófarnaðar. Eg skal ekki segja, sagði þessi Sjálfstæðismaður, hvora leiðina þeir Sjálfstæðis- menn velja, sem græða á dýr- tíðinni og óttast ráðstafanir, er kunna að skerða gróðann, en hitt er víst, hvaða leið þeir Sjálf- stæðismenn, sem eiga afkomu sína undir framleiðslunni, telja æskilegri. * * * Jón í Stóradal bætir nýrri fölsun við hinn pólitíska feril sinn í seinasta blaði „Fram- sóknar“. Hann endurtekur ó- hróður eftir Héðin Valdimars- son um þingmenn Framsóknar- flokksins, en sleppir að geta þess, að þeir hafa allir lýst Héð- inn ósannindamann fyrir þessi ummæli sín. * * * Síðastl. sunnudag birti Mbl. áskorun frá íslendingi erlendis um að láta stjórnmálaskrif ekki vera persónuleg um of. Þykist blaðið þessu sammála og segist vilja styðja slíka „framþróun í rétta átt“. En í sama blaði er ráðist með mikilli heift á Ey- stein Jónsson. Segir þar m. a.: „Lengi vel héldu menn að hann væri ekki nema fáviti í fjármál- um. En seinna hefir hið komm- únistiska úlfstrýni gægzt undan þeirri sauðargæru": Þá segir, „að það yrði kommúnistum og ,kroniskri‘ stigamennsku þeirra mikill hnekkir“, ef hann hyrfi af stjórnmálasviðinu. Sýna þessi ummæli að Mbl. hefir litla löng- un til að efna loforð sitt. um „framþróun i rétta átt“ og mun það líka vera svo um flest fyrir- ijieit íhaldsins. Er þetta heldur ekki í fyrsta sinn, sem ritstjórar Mbl. halda fram ósamrýmanleg- um sjónarmiðum í sama tölu- blaðinu. * * * Annars kippir enginn sér upp við það, þó Mbl. stimpli Eystein Jónsson kommúnista. Blaðið hefir frá fyrstu tíð kallað alla þá menn kommúnista, sem hafa haldið fast á rétti samvinnufé- laganna. Enn eru í fersku minni ummælin um J. J. sem æstan kommúnista, vegna þess að hann kom samvinnulögunum í framkvæmd og er einn áhrifa- mesti boðberi samvinnustefn- unnar hér á landi. Það hefir verið hlutverk Eysteins Jóns- sonar að halda fram rétti kaup- félaganna í sambandi við inn- flutningshöftin og þess vegna hafa heildsalablöðin nú sett kommúnistastimpilinn á hann. En Eysteinn Jónsson þarf ekki að óttast slíkt. Verk hans sýna bezt, að kommúnistar eiga fáa andstæðinga hættulegri, því ekkert vinnur betur á móti kom- múnisma en skynsamleg um- bótastörf og efling samvinnu- félagsskaparins. Þessi kommún- istastimpill mun heldur ekki megna að draga athyglina frá sambræðslu íhaldsmanna og kommúnista á Norðfirði og í Dagsbrún. A KROSSGÖTTJM Bændanámskeiðin á Suðurlandi. — Taminn örn. — Hagbönn í Skagafirði. — Verklegt sauðfjárræktarnám. — Námugröftur í Hornafirði. — Kartöflurækt. Greiðfær leið á Vatnajökul.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.