Tíminn - 13.12.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.12.1938, Blaðsíða 3
77. hlað TmiiNX. þriðjudaglim 13. dcs. 1938 307 11 Æ K U R Tímarit. Menntamál, — júní—desem- berhefti þessa árs — er nýlega komið út. Helztu greinarnar, sem þar birtast eru þessar: Ármann Halldórsson skrifar um starf austurríska barna- sálfræðingsins, frú Charlotte Rúhler, en ein af bókum henn- ar mun nýlega hafa komið út í íslenzkri þýðingu. — Guðmund- ur í. Guðjónsson skrifar um skrift og skriftarkennslu og byggir hann athuganir sínar að nokkru leyti á niðurstöðum landsprófsins á síðastl. vori. — Ársæll Sigurðsson skrifar um tíðni orða. Gestur O. Gestsson skrifar um stærðfræði. — Helgi Elíasson skrifar um kortabók- ina og skólakvikmyndir. Hafa barnaskólarnir nú orðið til af- nota þrjár vélar, sem hægt er að sýna í „mjófilmur". Laugar- vatnsskóli hefir einnig eignazt eina sýningarvél og nokkrir skólar og kennarafélög hafa gert ráðstafanir til að eignast sýningarvélar, sem jafnvel er ætlast til að verði til afnota fyrir heilar sýslur. Hægt er að fá sæmilega vél fyrir um 150 kr. og er hægt að nota þær án rafmagns. Er hér um mjög merkilegt mál að ræða, ekki að- eins fyrir skólana heldur hvers- konar fræðslu- og skemmti- starfsemi í dreifbýlinu og hin- um smærri kauptúnum, þar sem ekki eru kvikmyndahús. — Sigurður Thorlacius skrifar um ríkisútgáfu skólabóka. — Sig- urður Runólfsson skrifar um reikningskennslu. — Arngrímur Kristjánsson skrifar um kenn- arastéttina og barnaverndina. — Þá birtast tvö viðtöl, annað við Luðvig Guðmundsson um atvinnumál unglinga og hitt við danska kennarann Braae-Han- sen um víðavangsskóla. — Auk þess birtast þar ■ ýmsar styttri greinar, bókafregnir og fréttir. Tímarit Verkfræðingafélags íslands, 4. hefti yfirstandandi árgangs, er nýlega komið út. Flytur það niðurlag á grein Steingríms Jónssonar raf- magnsstjóra um Sogsvirkjun- ina og frásögn eftir Jakob Gíslason um rafmagnsverk- fræðingamótið í Kaupmanna- höfn. ÁbyrgdartílHnníng andstæðmganna (Framh. af 2. síðu) arenda, og frá er skýrt í Njálu. Gunnar var á akri að sá. Skammkell reið þar um með nokkrum mönnum og um leið og hann reið framhjá, rispaði hann Gunnar á eyra með spora A M N Á L l Dánardægur. Páll Bjarnason skólastjóri við barnaskólann í Vestmannaeyj- um andaðist 5. þ. m. eftir lang- varandi vanheilsu. Hann var 54 ára að aldri. Hann lauk prófi við Flensborgarskóla árið 1907 og var síðan við nám erlendis í ýmsum löndum. Hann hefir verið skólastjóri í Eyjum siðan 1920. Afmæli. Halldór Ólafsson frá Hvamms- tanga varð áttræður 9. þ. m. Hann er sonur Halldóru Jóns- dóttur og Ólafs Magnússonar bónda að Litlu-Fellsöxl í Skil- mannahreppi. Halldór dvelur nú að Brúarlandi í Mosfells- sveit hjá syni sínum, Lárusi skólastjóra, en alls á Halldór sjö syni á lífi. sínum, svo að blæddi úr. Þegar Skammkell skýrði frá, hvernig Gunnar hefði brugðizt við, mælti hann: „Þat myndi mælt, ef ótiginn maður væri, að grátit hefði.“ Njála er svo kunn al- menningi.að ekki þarf að greina frá hvernig fór um vopnaskipti Gunnars og Skammkels eftir þennan atburð. Það var þegar Gunnar kom frá þeim vopnavið- skiptum, að hann sagði við Kol- skegg: „Hvat ek veit hvárt ek mun því óvaskari maður en aðr- ir menn sem mér þykkir meir fyrir en öðrum mönnum að vega menn.“ Þannig mun það vera um Framsóknarflokkinn. Hon- um þykir mikið fyrir að sjá flokkana í kaupstöðunum berj- ast og stofna þjóðinni í hættu, í stað þess með sameiginlegum átökum að byggja upp heilbrigt atvinnulíf. Það kemur Fram- sóknarflokknum ekkert á óvart þó að í öðrum flokkum sé eitt- hvað af Skammkelum, sem rispa með pennanum og láti sér um munn fara eitthvað svipað og Skammkell um Gunn- ar forðum. En það mættu þessir menn vita, að þeir hafa hingað til fengið ' nóg af þeim atgeir, sem Framsóknarflokkurinn hef- ir að þeim snúið, ef til baráttu hefir þurft að koma. Og svo mun enn fara — því „atgeirinn er heima“. Hitt er annað mál, að fram- ferði kaupstaðaflokkanna og ummæli síðustu daga, og sú hætta, sem baráttuaðferðir þeirra stofna þjóðinni í, ætti að opna augu allra hugsandi manna, hvar 1 flokki sem þeir standa, fyrir þörfinni á því, að efla nægilega sterkan flokk til að halda niðri öfgaflokkum og þvinga þá til að starfa eftir þeirri reglu, að setja almenna hagsmuni ofar blindu flokka- og stéttastríði. Heimildarmenn mínir um þessa hluti eru merkir menn úr Austur-Skaptafellssýslu, og hafa þessir heimildarmenn skýrt mér frá ýmsu, er ber fagran vott um hjálpsemi Aust- ur-Skaptfellinganna og félags- lund þeirra. Áminnst dæmi um samhjálp Austur-Skaptfellinganna eru aðeins dæmi um stefnu þeirra og hugarþel. En að taka fleiri dæmi um íórnarhuga þeirra, yrði of langt mál. í þessum háttum þeirra felst siðmenning. En það er meira. Þaff er hámenning, á þessu sviði. Hlýtur slíks hugarfars að gæta meðal þeirra á marga vegu. Um framtak Austur- Skaptfellinganna og atorku þeirra má benda á hina athygl- isverðu kartöfluræktun Horn- firðinganna. Einn af heimildarmönnum mínum gat þess um þessa starf- semi, að hún hafi orðið til þess að firra mörgum vandræðum, og mega það allir sjá og skilja. Annars vil ég nota tækifærið til að láta í ljós gleði mína yf- ir því, að áhrifamikill maður, Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri, hefir nýlega í útvarpserindi bent alþjóð manna á hið fagra dæmi Aust- ur-Skaptfellinganna og hvatt til að breyta eftir þeim og kann ég honum alúðarþakkir fyrir. Fögur dæmi eru jafnan leið- arljós, öðrum til fyrirmyndar. VI. En hvað er það, sem Austur- Skaptfellingar gera og hafa gert? Þeir hafa farið og fara eftir lögum, sem hvergi eru skráð nema í meðvitund þeirra. Víst tveir af heimildarmönnum mínum taka það fram, að þessi starfsemi sé ekki skipulögff. Þetta er eins og vera ber. Skipu- lagning á þessari hj álparstarf- semi mundi einmitt skað- skemma hana, blátt áfram murka úr henni lífið. Með skipulagning mundi koma tog- streitan, þráttanir um hvað hverjum bæri í hlutfalli, t. d. við efnahag og því um líkt. Eldur óánægjunnar mundi þar fá greiðan aðgang og brátt mundi hinni fögru sögu lokið. Skipulagsleysið, hin óskráðu lög í meðvitund Austur-Skapt- fellinganna er einmitt uppi- staðan í hinni fögru starfsemi. Hverjum hún er að þakka upphaflega sérstaklega, er mér ókunnugt. Að vísu munu þar erfiðir staðkættir, stórár og fjallgarðar, erfiðar samgöngur hafa allmiklu um ráðið. En þar hafa góðir og vitrir menn gerst forgöngumenn í upphafi. — Um framtíð þessarar starfsemi og framhald er eigi vitað. Fram- tíðin er í þessum efnum á valdi Austur-Skaptfellinganna, þess- ara athyglisverðu fyrirmyndar- manna, er eiga skilið virðing og þökk alþjóðar. VII. í smáriti mínu, sem ég kalla: „Um óskráðan búnaðarbálk“, tek ég fram, að meðal Englend- inga hafi myndazt ýmsar á- hrifamiklar venjur, er hæfi sæmd mikillar þjóðar, en séu Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKIM, sem falla til ;í heimilum þeirra, ættn þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVIAAUFÉLAGA selur NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKIM, LAMB- SKINA og SELSKEVIV til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. - IVAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚDIR og KÁLFSKIIVA er bezt að salta, en gera verðnr það strax að lokinni slátrnn. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- uitum, bæði úr holdrosa og hári, áðnr en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrnm, borgar sig. í HAUST vaT mér dregið svart hrútlamb, sem ég á ekki. Mark: Stýft biti fr. hægra; stýft vinstra. Réttur eigandi getur vitjað andvirðisins til undirritaðs. ÓLAFUR BENÓNÝSSON, Háafelli, Skorradal. KASSAGERÐ JÓHANNESAR JÓN- ASSONAR, Reykjavik, Skothúsvegi 9 (hjá h.f. ísbirninum). — Býr til allar tegundir af kössum, hvort sem er undir verksmiðjuframleiðslu eða undir fisk til útflutnings. Útvegar ennfremur járnborða og tilheyrandi lása og vélar til að spenna utan um kassa. — Verk- smiðjusími 1978. Heimasími 2485. Bláreíir. 2 íslenzkar læður og 1 Alaska refur tíl sölu. Uppl. á símastöðinni að Bjargi, Miðfirði. FLÓRA Blómakveðjur til útlanda fyrír jól Seinustu ferðir 15. og 16. þ. m. Afgreiðum þá sendingar bréflega, en með símskeytum til 22. þ. m. % Pantið í tíma. FLÓRA, Austurstræti 7. Sími 2039. Hljóðfæraverkstæði Pálmars Isólfssónar, Sími 4926. Óffinsg. 8. Allar viðgerðir á pianoum og orgelum. Framleiðir ný píanó. Kaupir og selur notuð hljóðfæri. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. ÚTSÖLUMENN TÍMANS Munið að gera skil til Ný drengjabók: Björn ílugmaður er bókin, sem allír drengír óska sér Fæst hjá bóksölum víða um land. Bezta u n ntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Bíðjíð kaupmann yðar um B.B. munntóbakið Fæst allsstaðar. Þerættuð aff reyna kolin og koksiff frá Kolaverzlnn Signrðar Ólafssonar. (J <2röbréfaba.nki c Aosiurstr. 5 sími 5652.0pi6 kl. )Kirn Annast kaup og sölu verffbréfa. Sígurður Ólason & Egill Sígurgeirsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. — Sími 1712. Kopar keyptur í Landssmiffjunni. innheimtn blaðsins í Rvík fyrir áramótin. Innheimtumenn út iim land ættu einnig að senda skilagrein sem fyrst. svo ríkar i meðvitund hennar, að fáir dirfist að brjóta í bág við þær. Ég segi þar einnig, að hjá þessari miklu þjóð hafi orðið til lög, sem hvergi séu skráð nema í meðvitund hennar. Sjálf undirstaða hins brezka heimsveldis, sjálf stjórnarskip- unin, ber óskráðum lögum glöggar og athyglisverðar menjar. Ýms veigamestu atriði hennar eru byggð á lögum, sem aðeins nokkurra alda venja og þróun hefir helgað, en hvergi eru skráð nema í meðvitund hinnar miklu þjóðar. Þar kom- ast eigi að neinar þráttanir né lagaþrætur. Mundi nú vera leiðum að líkj- ast?. Framhald. 148 Andreas Poltzer: grímumannsins í iðninni. Hann heyrði ekki nokkurt hljóð, er hann fór út. Branco fór nú að hugleiða hvar hann var staddur. Ef húsbóndinn eða þjónn- inn kæmi heim fljótar en búizt var við, var hann þarna eins og mús í gildru. Hann var nærri því fimm mínútur að finna hnífinn, sem maðurinn hafði skil- ið eftir. Hann hélt honum milli fingr- anna. Nokkrar mínútur liðu, en Branco fannst þær eins og eilífð. Hann hafði skorið sig í úlfliðinn án þess að geta skorið á fjötrana á höndunum, sem voru fyrir aftan bak. Hann var allur löðrandi 1 svita og bitillinn í munninum gerði honum erfitt fyrir um andardráttinn. Hann var í þann veginn að gefast upp við að losa sig og ætlaði að láta skeika að sköpuðu, þegar honum tókst að koma bitlinum út úr sér. Hann and- aði djúpt að sér. Þegar hann hafði jafn- að sig ofurlítið, tók hann hnífinn á milli tannanna. Þegar hann hafði erfiðað í tíu mínút- ur, hafði honum tekizt að ná fjötrunum af fótunum á sér. Hann riðaði þegar hann stóð upp. Hnífurinn var enn milli tannanna. Nú var það erfiðasta eftir. Hann varð að finna stað, þar sem hann gæti skorðað hnífinn. Hann lét hann detta og náði í hann með samanbundn- Patricia 145 skugganum af húsinu, sem stóð beint á móti. Hann fór yfir götuna og stóð nú við hliðið, sem Philip hafði horfið út um fyrir stuttri stundu. Branco athugaði vel, hvort nokkur maður væri þarna nálægur. Það tók hann ekki nema fimtán sekúndur að opna hliðið. Fyrir varúðar sakir læsti hann ekki á eftir sér. Branco grunaði ekki, að með þessu móti gerði hann öðrum gesti inngönguna auðveldari. Það varð meiri fyrirstaða í lásnum að dyrum Whinstones, því að það tók nærri því tíu mínútur að ná honum upp. Svit- inn rann af enninu á Branco, þegar hann kom inn í anddyrið. Hann opnaði og læsti dyrunum og skaut slagbrand- inum fyrir. Það voru ekki liðnar fimm mínútur þegar annar maðurinn nálgaðist húsið með mestu varúð. Hann virtist ekki verða neitt hissa á, að hliðið var ólæst. Þegar hann kom að götudyrum Whin- stones tók hann stóra kippu af þjófa- lyklum upp úr vasanum, og komst bráð- lega að raun um, að yale-lásinn hefði verið opnaður. Hann boraði tvö göt á hurðina með einhverju mjóu verkfæri. Og með fínum þræði tókst honum að draga slagbrandinn frá. Branco sat bograndi yfir opinni skrif- borðsskúffu þegar hann heyrði lágt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.