Tíminn - 24.12.1938, Síða 1

Tíminn - 24.12.1938, Síða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Síml: 2323. PrentsmlÖJan Edda h.f. Simar: 3948 og 3720. 22. árg. I Reykjavík, laugardagmn 24. des. 1938 r I 214 íbúðarhás voru byggð á vegum Teíkní- slofu landbúnaðarins í sumar. Þau kosta fullgcrð um 1,7 millj. kr. Myndin er tekin á jundi í franska þinginu. Þrekvaxni maðurinn i /orseta- stölnum er Herriot, en Daladier stendur skammt jrá honum og styður annarri hendinni á handriðiö. Hafði Daladier verið að tala við Herriot og er hann á leið í sœti sitt. i n i»i Jólasýning Leikfélagsins. Byggingar 1 sveitum hafa verið með allra mesta móti tvö undanfarin sumur og þó öllu meiri í sumar, sem leið. Hefir Tíminn fyrir nokkru snúið sér til Þóris Baldvinssonar forstöðumannsTeiknistofu land- búnaðarins og fengið hjá honum yfirlit um byggingar á vegum hennar síðastl. sumar. Fer það hér á eftir: Siðastl. sumar voru alls byggð 214 íbúðarhús í sveit á vegum Þórir Baldvinsson Teiknistofunnar og hefir Bún- aðarbankinn (Byggingar- og landnámssjóður, ræktunarsjóður og nýbýlasjóður) veitt lán til flestra þessara húsa. Fullgerð munu hús þessi kosta um 1.700 þús. kr. eða um 8000 kr. hvert, að meðaltali. Eftir sýslum skiptast þessi hús þannig: Rangárv.s.............. 19 Árness................. 15 Gullbr,- og Kjósars. .. 10 Borgarf. og Mýras. .. 17 Dalas................... 7 Snæf,- og Hnappad.s. 14 Messur um jólín / dómkirkjunni: Á aðfangadagskvöld kl. 6, aftansöngur, séra BJami Jónsson prédlkar, kl. 8,30 aftansöngur, séra Sig- urjón Þ. Ámason prédikar. Á jóladag kl. 11, Jón Helgason biskup flytur messu, kl. 2 dönsk messa, séra Friðrik Hallgríinsson prédikar, kl. 5, síra Sigur- jón Þ. Ámason prédikar. Annan dag jóla kl. 11, séra Bjami Jónsson, kl. 2 bamaguðsþjónusta, séra Friðrik Hall- grimsson, kl. 5, séra Sigurj. Þ. Ámason. / jrikirkjunni: Á aðfangadagskvöld kl. 6 aftansöngur, sr. Árni Sigurðsson prédikar. Á jóladag kl. 2 séra Árni Sig- urðsson, Annan dag jóla kl. 5, Ragnar Benedlktsson stud. theol. prédikar, / Laugarnesskóla: Á aðfangadags- kvöld kl. 6, aftansöngur, séra Garðar Svavarsson. Á jóladag kl. 11, séra Garðar Svavarsson. Annan dag jóla kl. 10, bamaguðsþjónusta. / Skerjajjarðarskóla: Á jóladag kl. 10, bamaguðsþjónusta. / Landakotskirkju: Á aðfangadags- kvöld kl. 12, hámessa. Á jóladag kl. 10 hómessa, kl. 6 guðsþjónusta með pré- dlkun. Annan dag jóla kl. 10, hámessa, kl. 6 guðsþjónusta með prédikun. / Hafnarfjarðarkirkju: Á aðfanga- dagskvöld kl. 6, séra Garðar Þorsteins- son prédikar. Á jóladag kl. 2, séra Garðar Þorsteinsson. Annan dag jóla kl. 11, barnaguðsþjónusta, kl. 2, séra Sigurður Pálsson í Hraungerði. í Jríkirkjunni í Hafnarfirði: Á að- fangadagskvöld kl. 8,30, séra Jón Auð- uns. Á jóladag kl. 2 séra Jón Auð- uns. Á annan dag jóla kl. 2, bamaguðs- þjónusta, séra Jón Auðuns. Á Kálfatjörn á jóladag kl. 11, séra Garðar Þorsteinsson. Á Bjarnastöðiun á aðfangadagskvöld kl. 8, séra Garðar þorsteinsson. Barðastrandas.......... 6 ísafjarðars............ 9 Strandas............... 7 Húnavatnss............ 11 Skagafjarðars......... 16 Eyjafjarðars.......... 15 S.-Þingeyjars. ....... 21 N.-Þingeyjars......... 10 N.-Múlas.............. 14 S.-Múlas............... 8 A.-Skaftafellss........ 9 V.-Skaftafellss........ 6 Samtals 214 Af þessum húsum eru 187 steinhús, 24 timburhús og 3 torf- bæir. Af þessum húsum eru 9 fullar tvær hæðir, 12 ein hæð, kjall- ari og loft, 28 ein hæð og loft, 78 ein hæð og kjallari og 87 ein hæð. 85 hús hafa verið einangruð þannig, að útveggir eru steyptir tvöfaldir utan um þurt torftróð. Þetta hefir reynzt ódýrasta veggjagerðin og hús af þessari gerð prýðilega hlý, ef torfið hefir verið gott og gegnþurt og verkvöndun í lagi. Auk íbúðarhúsanna hafa verið reist á vegum Teiknistofunnar allmikið af fjósum, hlöðum, haughúsum, safnþróm, geymslu- húsum, gróðurhúsum og öðrum byggingum í sambandi við land_ búnað, en nákvæmar skýrslur um það eru enn ekki fyrir hendi. Eftirlitsmaður Teiknistofunn- ar, Jóhann Kristjánsson, hefir skoðað allar þessar byggingar, og er það mikið starf og erfitt, þar sem þær eru dreifðar um allt landið. Mun láta nærri að hann hafi í þeim erindagerðum ferðast samtals um 10 þús. km. og er það um y4 af vegalengd- inni kringum hnöttinn um mið- baug. Þann 20. þ. m. fóru 3 bílar frá Bif- reiðastöð Akureyrar úr Borgamesi á- leiðis til Blönduóss, með 44 farþega og 1.600 kg. af pósti, en 14 farþegar bætt- ust við á leiðinni, svo þeir voru orðnir um 60, þegar bíiarnir komu til Blöndu- óss. Pósturinn var fluttur á bflum til Skagastrandar, en þaðan á báti til Sauðárkróks, Siglufjarðar og Akureyr- ar. í bílunum voru 10 farþegar úr Skagafirði. Var þeim ekið upp í brekk- una fyrir ofan Bólstaðarhlíð, og gengu þeir þaðan yfir háskarðið, en þá kom bifreið á móti þeim frá Sauðárkróki. Sama dag fór bifreið úr Borgarnesi alla leið vestur að Ásgarði í Dölum. Bílstjóri var Guðbrandur Jörundsson. Pæri var ágætt. Bílfært er milli Stykk- ishólms og Borgarness. t t t Dalamenn byggðu fyrir nokkrum ár- um prýðilega sundlaug að Sælingsdals- tungu. Samkvæmt bréfi frá Einari Kristjánssyni á Leysingjastöðum, er sundnámskeiði þar fyrir skömmu lokið og var þátttaka ágæt. Kennari var Magnús Sigurbjömsson í Glerárskóg- um. í vor var unnið að því, að hraun- húða bygginguna og lítur hún nú mjög vel út. í helmavist laugarinnar rúmast 20—25 manns. Áhugi fyrir sundíþrótt hefir aukizt mjög mikið í héraðinu og hefir nú allfjölmennur hópur æskufólks hlotið sundþjálfun í Sælingsdalslaug. Leikfélagið sýnir á annan í jólum í fyrsta sinn hið nýja leikrit Jóhanns Prímanns, „Fróðá“. Leikritið gerist á Fróðá á Snæfellsnesi um 1000 og styðst að nokkru leyti við hinar frægu sagnir þaðan, sem skráðar eru í Eyrbyggju. Aðalhlutverkin, Þórodd skattkaupanda og Þuríði húsfreyju, leika Ragnar E. Kvaran og Soffía Guðlaugsdóttir. Leik- rit þetta var sýnt í haust á Akureyri og hlaut þar góða dóma. J ólakvikmy ndirnar. Gamla Bíó sýnir um jólin ameríska gleðimynd, 100 menn og ein stúlka. Aðalhlutverkin leika hinn heimsfrægi hljómsveitarstjóri, Leopold Stokowski og hin unga söngkona, Deanna Dur- bin. Hún er enn ekki nema 15 ára göm- ul, en hefir þó þegar leikið í fjórum kvikmyndum, sem farið hafa sigurför um flest lönd. Hefir engin söngkona á þessum aldri náð jafnmiklum vinsæld- um og hún. Efni sjálfrar myndarinnar er að vísu ekki veigamikið, en því er þannig varið, að hæfileikar Durbin og Stokowski fá notið sín til fulls. Á því Markmið ungmennasambandsins er að koma á föstum sundnámskeiðum fyrir börn innan við fermingaraldur og hefst eitt slíkt námskeið á vori komanda. / t t Síðastliðin þrjú sumur hafa verið gerðar tilraunir með kornyrkju að Leysingjastöðum í Hvammssveit. Korn- ið hefir öll þessi ár náð viðunanlegum þroska, einkum byggið, Síðastliðið haust fékkst stórt og velþroskað bygg (Dönnes- og Maskinbygg), þrátt fyrir óvenjukalt vor og rýra uppskeru garð- ávaxta. Einnig fékkst þroskaður vetrar- rúgur, ásamt dálitlu af höfrum. Á Kjarlaksstöðum á Fellsströnd var ræktað bygg síðastliðið sumar og náði góðum þroska. t t t í ofviðri, sem geisaði 16. september 1936, urðu miklar skemmdir í Arnar- firði. Á Bíldudal brotnuðu bátar, en aðrir sukku á höfninni eða hurfu með öllu. Nú bar svo við um hvitasunnu- leytið í vor, að ungur maður var að reyna dragnót á höfninni og festi hana i einhverju fyrirferðarmiklu flykkí og gat þess til, að það væri bátur, er sokk ið hefði í áðurnefndu ofviðri. Þetta reyndist svo, og náðist báturinn upp eftir nokkra hindrun. En þegar farið var að aðgæta vél bátsins, reyndist hún lítt skemmd og furðaði alla á þvi. Raf- byggjast þær miklu vinsældir, sem myndín hefir hlotið. Nýja Bíó sýnir ameríska mynd: Bar- onsfrúin og brytinn. Aðalhlutverkin leika hinir heimsfrægu leikarar, Wil- liam Powell og hin fagra Amrabella. Myndin snýst einkum um ástir og stjómmál. Er efni hennar skemmtilegt og meðferð leikendanna hin prýðileg- asta. Dagskrá útvarpsins um jólin. Aðfangadagur: 15,00 Veðurfregnir og fréttir. 18,00 Aftansöngur í fríkirkjunni (sr. Árni Sigurðsson), 19,15 Jólakveðjur. 21,Ó0 Orgelleikur og jólasálmar (Páll ísólfsson og Gunnar Pálsson) úr Frí- kirkjunni). Jóladagur: 10.40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (Predikun: Jón biskup Helgason, Fyrir altari: séra Friðrik Hallgrímsson). 14.00 Dönsk messa í Dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson). 15,30 Tónleikar (plöt- ur): a) Pragar-symfónían, eftir Mozart. b) Píanókonsert nr. 4, G-dúr, eftir Beethoven. 17,40 Útvarp til útlanda (24,52m). 18,00 Barnatimi. 19,10 Veður- fregnir 19,20 Jólakveðjur. 20,30 Jóla- vaka: Hugleiðingar og upplestur kveikjan ein var ónýt, og það, sem var úr aluminium var tært burtu. r r t Vigfús V. Erlendsson í Hrísnesi á Barðaströnd, skrifar Tímanum frétta- bréf úr sveit sinni. í vor og sumar var þar talsvert unnið að jarðabótum og búnaðarframkvæmdum. Búnaðarfélag hreppsins lét vinna með dráttarvél að plægingu og herfingu hjá bændum um nokkurra vikna skeið. Voru fullunnar um níu dagsláttur. Á þrem bæjum voru reist íveruhús á þessu sumri, að Arn- órsstöðum, Rauðsdal og Hreggsstöðum. Votheysgryfja var steypt að Hrisnesi. Byrjað var á þessu ári á lagningu bif- reiðavegar frá Patreksfirði til Barða- strandar. t r t Á Vestfjörðum hefir í sumar og haust verið óvenjugóður fiskafli. Hefir fisk- urinn sumstaðar gengið á þær slóðír, þar sem elztu menn muna ekki að fiskazt hafi áður. Víða hafa menn, er stundað hafa veiðar á handfæri á opnum bátum, haft prýðisgóðar tekjur, þótt sumstaðar hafi óstöðug tið valdið ógæftum í haust. Eru slík veiðitæki kostnaðarlítil, en gefa góða raun, þegar svo háttar til um fiskigöngur sem í ár. Tíminn kemur ekki út aftur fyr en næstk fimmtudag. Meyðin á Npáui Áreiðanlegar fregnir frá Spáni herma, að mikill skortur sé á klæðnaði og matvælum hjá báðum stríðsaðilum á Spáni. Á Franco-Spáni er tilfinnan- legur skortur á klæðnaði og skóm, en sá hluti landsins hefir meiri og fjölbreyttari matvæla- framleiðslu. í þeim hlutum Spánar, þar sem stjórnin ræð- ur, er matvælaskorturinn til- finnanlegastur og er talið að 2i/2 milj. manna búi við veru- legan fæðuskort. Af þeim eru 400 þús. börn. Er talið að hung- urdauði vofi beinlínis yfir 100 dús. barna, ef ekki verður bráðlega fram úr þessum vand- ræðurn ráðið. Tölur þessar eru teknar úr ræðu, sem forstöðu- maður Nansenskrifstofunnar hélt, þegar afhent voru friðar- verðlaun Nobels. Bandaríkjastjórn hefir nú ákveðið að senda mánaðar- lega til Spánar hálfa milj. mæla af hveiti í næstu sex mánuði. Hefir hún jafnframt skorað á aðrar ríkisstjórnir að gera slíkt hið sama til að draga úr neyð manna á Spáni. Aðrar fréttir. Óvenjumiklir kuldar og snjó- komur hafa verið í Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga. Hafa þeir einnig náð til Norðurlandanna og Englands. Samgöngur hafa víða teppst af völdum snjóa og menn orðið úti. Kuldarnir eru nú í rénun. Lausafregnir ganga um víð- tæka uppreisn gegn Franco og er hún sett í samband við vax- andi andúð Spánverja gegn aukinni íhlutun og yfirráðum Þjóðverja og ítala á Franco- Spáni. Er víst að þessar fregnir hafa við talsverð rök að styðj- ast, og að uppreisnartilraunin hefir verið bæld niður með harðri hendi. — Ennfremur er sagt, að um 1000 manns hafi verið handteknir í Franco- Spáni, sakaðir um njósnir. Franco hefir nýlega veitt Al- fons fyrv. Spánarkonungi land- vistarleyfi og umráð yfir eign- um þeim, sem af honum höfðu verið teknar. Eru getgátur um það, að Franco hafi 1 hyggju að styðja hann til valda aftur, því hann muni betur séður sem æðsti maður þjóðarinnar en Franco sjálfur. Hefir Franco látið svo um mælt, að ef Alfons yrði konungur aftur ætti hann að verða sáttasemjari milli þjóðarinnar en ekki fulltrúi sigurvegaranna. t enska þínginu var á þriðju- daginn borin fram sú fyrir- spurn, hvort 8000 ítalskir her- menn hefðu verið fluttir til Spánar um seinustu mánaða- mót. Aðstoðar-utanríkismála- ráðherrann svaraði á þá leið, að hann héldi að þessi tala væri of há, en gaf þó í skyn, að slíkir herflutningar myndu hafa átt sér stað. Þýzk blöð láta orðið ófriðlega í garð Svisslendinga, og ségja að þeir geti ekki skoðazt hlut- lausir, ef þeir stöðva ekki allan fjandskap gegn Þjóðverjum. Hefir svissneska stjórnin geng- ið röggsamlega fram I því, að stöðva allan nazistiskan og kommúnistiskan undirróður, sem hægt er að rekja til ann- ara landa. í Sviss er talsvert af þýzkumælandi fólki. — Síðan Austurríki sameinaðist Þýzka- landi, liggja landamæri Sviss og Þýzkalands saman. Japanir hafa nú fetað í fót- spor ítala með landakröfu. Krefjast japönsk blöð þess, að Englendingar láti Kínverja fá Hongkong og veiti Indverjum fullkomið sjálfstæði. Segja sum þeirra, að Englendingar eigi ekki að skipta sér af neinu austan Arabíuflóa. Framh. á 6. dálki. A KROSSGÖTUM Bifreiðaferðir. — Sælingsdalslaug. — Kornyrkja í Dölum. — Úr Arnarfirði. — Búnaðarframkvæmdir á Barðaströnd. — Fiskveiðar á handfæri. 82. lilað r A víðavangi Tíminn gefur út að þessu sinni sérstakt jólablað, og er ætlazt til, að þeim sið verði haldið framvegis. Æskilegt er, að hægt sé að prenta slíkt jólablað svo snemma, að það geti komizt með póstum út um land fyrir jólin og í hendur lesenda. Að þessu sinni gat þetta þó ekki orðið, bæði vegna anna í prentsmiðjunni og sökum þess, að síðasta strand- ferð frá Reykjavík var 7. des. En pá hefði prentun blaðsins þurft að vera lokið, ef það hefði átt að geta komizt til allra kaupénda fyrir hátíðar. * * * Byrjun á ritgerðasafni Jónasar Jónssonar, sem gefið er' út af Sambandi ungra Framsóknar. manna, kom á bókamarkaðinn í gær. Síðar koma út fleiri bindi. Þetta bindi nefnist .Merkir sam- tíðarmenn“ og eru í því greinar, er J. J. hefir ritað í Tímann og Nýja dagblaðið i tilefni af dán- ardægrum eða afmælum merkra manna. Þó eru í bókinni nokkrar greinar, er hvergi hafa birzt áð- ur. Samtals eru greinarnar 32 og fylgja þeim öllum myndir. Bókin er 276 bls. * * * Samtíðarmenn J. J., þeir er greinar birtast um í ritgerða- safni hans, eru þessir: Ásgeir Finnbogason, Gestur Einarsson á Hæli, StefánStefánsson skóla- meistari, Hallgrímur Kristinsson, André Courmont, Sigurður Jóns_ son í Yztafelli, Magnús Krist- jánsson, Hólmfríður Pálsdóttir, Ólöf Bjarnadóttir á Egilsstöðum, Jón Þorláksson, Guðrún Björns- dóttir frá Grafarholti, Tryggvi Þórhallsson, Jón Árnason, Karl Finnbogason, Ingólfur Bjarnar- son í Fjósatungu, Guðm. Ólafs- son í Ási, Þórður Jensson stjórn. arráðsfulltrúi, Guðm. Björnson landlæknir, sr. Jakob Lárusson, Magnús Helgason skólastjóri, Magnús Guðmundsson alþ.m., Daníel Daníelsson, Sveinn Ólafs- son í Firði, Kristbjörg Marteins- dóttir í Yztafelli, Jón Bald- vinsson, Kristján Magnússon málari, Sigurður Fjeldsted, Ein- ar H. Kvaran, Sigurður Krist- insson, dr. Rögnvaldur Péturs- son, Bjarni Runólfsson i Hólmi og Böðvar Bjarkan. * * * Eitt af því, sem jafnan er flutt inn fyrir jólin — þótt i smáum stíl sé — eru jólatré. Jólatrén svokölluðu eru lítil grenitré frá Noregi. Vonandi kemur að því, að slíkur inn- flutningur sem þessi verði ó- þarfur á íslandi. Það hefir sjálfsagt út af fyrir sig ekki mikla þjóðhagslega þýðingu, þó að ræktað yrði hér nóg af jóla- trjám til notkunar í landinu. En skógræktin getur áreiðan- lega haft meiri fjárhagslega þýðlngu fyrir ísland en margan grunar. * * * Framh. af 4. dálki. (Magnús Jónsson prófessor); tónleik- ar. — Annar i jólum: 9,45 Morguntónleikar (plötur): Píanókonsert nr. 1, d-moU, eftir Brahms. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson) 12,15 Hádegisútvarp. 14,00 Barnamessa í Dómkirkjunni (séra Friðrik HaUgrímsson). 15,30 Miðdegis- tónleikar frá Hótel ísland. 18,00 Bama- tími. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljóm- plötur: Gömul kirkjulög. 19,40 Augl. 19,50 Upnlestur og tónleikar: Karla- kórinn „Fóstbræður" syngur. Tónleik- ar Tónlistarskólans. Kvæði og þættir. 22,15 Danslög, til kl. 2 eftir miðnætti. Sérstök athygli skal vakin á tveimur auglýsingum í blaðinu. Önnur er um jólaferðir stræt- isvagnanna, en hin er frá Landssíman- um (á 3. síðu) og fjaUar um jóla- og nýársskeyti. Pósthúsið verður opið tU kl. 4 í dag og kl. 10— 11 jóladagana. — Hekla fer héðan í kvöld áleiðis til Amerlku.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.