Tíminn - 24.12.1938, Page 2

Tíminn - 24.12.1938, Page 2
326 TÍMIXiV, langardagiim 24. des. 1938 82. blað ‘gUninn Laugardaginn 24. des. Jólaíriður Jólin hafa verið nefnd frið- arhátíð. Helgisaga jólanna seg- ir, að á hinni fyrstu jólanótt hafi sendiboðar himnanna lýst friði yfir mannkyninu. Og frið- arhugsjónin í sambandi við jólin kemur víða fram. Margir muna hina fögru sögu Selmu Lagerlöf um jólafriðinn. Sveit- arhöfðinginn gamli á Ingimars- stöðum fer með húskörlum sín- um á sjálfan jóladaginn til að fella skógarbjörn, sem fundizt hefir í hýði sínu. Björninn er óvinur allra manna og dýra í sveitinni, og til hans getur því jólafriðurinn ekki náð, álíta þeir, sem í aðförinni eru. En armur forsjónarinnar verndaði dýrið, en laust bóndann, sem var foringi fararinnar, því að hann hafði rofið jólafriðinn. Og því miður veitir hinum kristnu þjóðum örðugt að vernda jólafriðinn, þegar á reynir. í heimsstyrjöldinni miklu var oftar en einu sinni reynt að koma á vopnahléi um jólin, en árangurslaust, og gekkst þó sjálfur páfinn í Róm í það mál. Nú herma fregnir, að tilraun hafi verið gerð til að fá hina stríðandi aðila borgara- styrj aldarinnar á Spáni til að slíðra sverðin meðan á helg- inni stendur. En ekki er vitað, að sú viðleitni hafi borið á- rangur. Margur mun líka heyra eitt- hvað á þá leið, að það skipti ekki miklu máli þó að friður og bróðurhugur ríki meðal manna 1—2 jóladaga, ef hörm- ungar, barátta og bræðravíg geysi alla aðra daga ársins. Og nokkuð er hæft í því. Aðal hryggðarefnið í þessu sambandi er ekki það, hve stirðlega gengur að fá „vopna- hlé um jólin heldur hitt hversu tiltölulega lítil áhrif jólaboðskapurinn hefir enn haft í þá átt að koma á varan- legum friði í heiminum. Og stundum hefir merki krossins jafnvel ekki verið neitt friðar- merki. í því sambandi nægir að benda á hinar ægilegu trúarbragðastyrjaldir hinna kristnu landa og hryllilegar of- sóknir gegn svokölluðum „villu- trúarmönnum" á sínum tíma. Fyrir nokkrum árum var á það bent, að fjöldi af prestum kirkjunnar í einu af stórveld- um Norðurálfunnar væru hlut- hafar í vopnaverksmiðjum. — Sjálfsagt hafa þessir þjónar kirkjunnar ekki óskað styrjald- ar — síður en svo. En þetta sýnir eigi að síður, að friðar- hugsjón jólanna er ekki nógu vakandi, jafnvel ekki hjá þeim, sem að henni eiga að hlúa í hin- um kristna heimi. Hinni kristnu kirkju hefir á síðari öldum því miður orðlð meir ágengt í því, að koma upp dýrum og veglegum skrauthýs- um en að efla hugsjón friðarins meðal mannanna. Og vitanlega er ekkert við því að segja, þó að musteri séu byggð, þar sem auð- ur er fyrir hendi og ekki önn- ur verk meir aðkallandi í þjón- ustu kærleikans og kristilegrar menningar. En hitt mun þó sanni næst, að kristindómur- inn í neðanjarðargöngum Rómaborgar hafi verið áhrifa- meiri og fegurri en musteris- dýrkun síðari tíma. Á þetta má gjarnan minna, þegar must- erisdýrkunin sýnist vera að fær- ast svo mjög í aukana í höfuð- stað þessa lands og raunar víð- ar á hinum stærri stöðum. Og eitt enn, sem vert er að minna á, þegar hátíð friðarins gengur í garð: Það er rangur og röklaus hugsunarháttur, að kirkja hvers lands eigi að vera „þjóðleg" stofnun, með „þjóð- ernis“ sjónarmið í starfi sínu. Öllum öðrum stofnunum fremur á kirkjan að vera alþjóðleg stofnun, sem engin tillit tekur til þjóðerna eða landamæra. Hún á aldrei að blessa vopn eða her- fána neinnar sérstakrar þjóðar til sigurs gegn annari. Svo lengi, sem hún gerir það, er „jólafriðn. um“ illa borgið. Læknamál í Skagaíírði Auklii j^arðrækt Útdráttur úr erindi Unnsteins Ólaissonar skólastjóra garðyrkjuskólans Merkileg tíðindi hafa gerzt nú undanfarið í heilbrigðismál- um Skagfirðinga. Héraðið vant- ar héraðslækni. Óviðkomandi menn i Reykjavík hafa reynt að hrifsa í hendur sér yfirráð um málefni, sem alls ekki snerta þá heldur héraðsbúa og stjórn landsins. Jónas Kristjánsson héraðs- læknir Skagfirðinga er 68 ára að aldri. Hann bað um lausn í lok yfirstandandi árs og flytur þá til Reykjavíkur. Allmargir læknar sóttu um héraðið. Einn af þeim yngstu var Úlfar sonur Þórðar Sveinssonar á Kleppi, tiltölulega ungur maður, sem nú stundar fxamhaldsnám í Kaupmannahöfn. Hann hafði verið um stund læknir Skag- firðinga, þegar Jónas Krist- jánsson var erlendis. Héraðs- búum hafði fallið vel við hann og kusu að fá hann öðrum fremur. Þeir snéru sér til land- læknis og ríkisstjórnarinnar og báðu um, að héraðið yrði veitt þeim manninum, er þeir trúðu bezt. Um 1000 manns stóðu að þessari bæn til ríkisstjórnar- innar. í þeim hóp voru leiðandi menn úr öllum flokkum í hér- aðinu. Einna fremstur í fylk- ingu þeirra, sem báðu um hinn unga lækni, var einn af for- ustumönnum Mbl.manna í Skagafirði, Sigurður sýslumað- ur frá Vigur. Vilmundur landlæknir tók ekki til greina beiðni héraðs- búa, en mælti með Torfa Bjarnasyni á Hvammstanga. Skúli Guðmundsson tók vel í málaleitan fólksins. Hann hafði heyrt, að Úlfar myndi ef til vill ekki vilja hætta við framhalds- nám sitt erlendis og símaðí bessvegna tíl hans loftleiðis. Úlfar kvaðst albúinn að koma til Skagfirðinga. Ráðherrann gekk þá frá veitingabréfi með undirskrift sinni og sendi það áleiðis til að fá undirskrift kon- ungs. En meðan þetta gerðist tók fámenn „klíka“ í Reykjavík að sér að ljúka málinu fyrir hönd æðsta embættismanns landsins, konunginn. Stjórnin í stéttarfé- lagi lækna í Reykjavík taldi sig hafa rétt til að banna Úlfari að vinna sem lækni í Skagafirði. Úlfar beygði sig fyrir ofbeldi hinna eldri félagsbræðra og símaði til ráðherrans, að hann tæki umsókn sína aftur, og mun hafa greint rétt frá málavöxt- um. Þegar fréttir bárust til Skaga- fjarðar um ofbeldi óviðkomandi fólks í Reykjavík brauzt út al- menn gremja í héraðinu. Odd- vitanum á Sauðárkróki, Friðriki Hansen, var falið að eiga símtal við Úlfar. Gerði hann það, en fékk aðeins staðfesting á þeirri frétt, að lækninum þótti sér ger vinsemd og sóml af Skagfirðing- um með yfirlýstu trausti þeirra. Hann hafði ætlað að koma, en Rvíkur-læknar bannað honum. Varð nú ókyrrð mikil í héraðinu og þótti Skagfirðingum, sem von var, að þeim væri ger sví- virðing eigi alllítil, og óafsak- anleg hlutsemi um þeirra mál. Var nú krafa þeirra, að fá lækni sem þeir veldu sér sjálfir. Kom til orða að fá heldur útlendan mann, en að þola slettirekuskap þeirra, sem þrengdu að kosti þeirra. Báðu þeir Jónas Krist- jánsson að vera lækni þeirra enn um stund, nokkrar vikur, meðan verið væri að leitast fyrir að fá lækni sem væri að skapi héraðsbúa. Jónas neitaði þessari síðustu bæn Skagfirðinga, og lýkur þannig skiptum við hér- aðsbúa á þann hátt, að þeir hafa valið sér betra hlutskipti. Að vonum hefir það aukið á gremju Skagfirðinga, er þeim var í einu meinað að hafa skoð- un um hver ætti að vera þeirra heilsuvörður, en á hinn bóginn talið að stjórn læknafélagsins hafi viljað koma þangað í emb- ætti manni úr Reykjavík, sem einna minnst hefir að gera þar. Læknar þeir, sem hefja nú þessa árás á Skagfirðinga, hafa miðlungi góða aðstöðu. Þeir hafa allir komizt gegnum skóla- nám með styrkjum og ókeypis kennslu, sem Skagfirðingar og aðrir vinnandi menn í landinu hafa borgað. Að loknu námi hafa þeir ekki viljað leggja á sig að vera starfandi í byggðum landsins, heldur hreiðrað um sig í Reykjavík, með háu taxta- kaupi. Viðtalið stundum selt sjúklingi 10 kr. í hvert sinn. Þegar stofnað var sjúkrasamlag í Reykjavík kúgaði félag þeirra fram verðskrá, sem gefur meðal læknum frá 10—15 þús. kr. frá sjúkrasamlaginu einu, en þeim sem meiri þykja menn fyrir sér allt að 30 þús. kr. Mikið af þessum tekjum sjúkrasamlagsins kemur beint úr ríkissjóðl. Og þeir sjúkling- ar, sem þar eiga hlut að máli, mega með stuttu millibili velja sér sjálfir lækna úr hópi þeirra sem heima eiga í bænum. En þegar hérað með 4000 íbúum skiptir um lækni, eftir að hafa haft sama mann í aldarfjórð- ung, þá koma læknar úr höfuð- staðnum, sem alla sína náms- tíð hafa verið styrkþegar ís- lenzkra borgara, og á fullorð- insárunum talið sér sæmilegt að hafa fyrir starf við veikindi allt að því tífaldar tekjur venjulegra verkamanna, og beita gerræðisfullu, löglausu og óafsakanlegu ofbeldi við sam- landa sína, sem ekki hafa brot- ið af sér við mannfélagið með öðru en því að láta í ljós þá ósk, að þeir megi, einu sinni á aldarfjórðungi segja til hvaða mann þeir vilji hafa til að sinna sjúkum og þjáðum í byggðinni. Skúli Guðmundsson mun hafa fullan hug á að sýna Skagfirðingum þá kurteisi og Fræðslustarfsemi sú í Reykja. vík, er Lúðvig Guðmundsson veitir forstöðu og frá var skýrt í Tímanum nýlega, hófst fyrir nokkrum dögum. Hefir L. G. flutt þar nokkur erindi fyrir æskumönnum og eitt erindi fyrir almenning, um vinnuskólana og framtíð þjóðarinnar. Sýndi hann þá einnig kvikmynd af starfi vinnuskólans að Kolviðarhóli s.l. sumar. í síðustu viku flutti þar Unn- steinn Ólafsson, garðyrkjufræð- ingur, erindi um garðrækt og framtíðarmöguleika hennar hér á landi. Skömmu síðar flutti U. Ól. annað erindi sitt og fjallaði það um kartöflurækt. Nú um áramótin fer hann austur að Reykjum í Ölfusi og tekur þar við stjórn hins nýja garðyrkju- skóla. Þessi erindi U. Ólafssonar hafa verið fróðleg mjög og athyglis- verð. Hér verður þó aðeins hægt að drepa á nokkur helztu atriði fyrra erindisins. Fjallaði erindið um garðrækt almennt; rakti ræðumaður fyrst sögu garðræktarinnar hér á landi og með öðrum þjóðum. Kvað hann fræðimenn telja lík- ur benda til að garðræktin væri eldri en önnur jarðrækt. Kín- verjar stunduðu garðrækt mjög snemma á öldum. Forn-Grikkir, Egyptar og Rómverjar lögðu mikla stund á garðrækt. Þykir jafnvel sannað, að Egyptar hafi notað heitt vatn til að hita upp moldina. Heita vatnið leiddu þeir gegnum jarðveginn eftir eirrör- um, sem varðveizt hafa lítt sködduð fram á þennan dag. Á Norðurlöndum fer garðrækt_ ar lítt að gæta fyrr en eftir að kristnin er þar komin á. Drýgst- an þáttinn í útbreiðslu garð- ræktar eiga þó klaustrin. Hér á landi mun þegar í forn- öld, m. a. í klaustrunum, hafa verið nokkur garðrækt, enda þótt fátt sé af því sagt. í fornsögum er getið hvannagarða og lauka- garða. Mun þar hafa verið rækt- uð hvönn, grænlaukur og pípu- velvild, sem þeir eiga skilið, en á þessu stigi er erfitt að segja fyrir hver málalok verði í þessu tafli. Vel má vera að læknafé- laginu takist að senda Skag- firðingum sinn minnsta bróð- ur, og telji það hæfa þeirri byggð, þar sem Haugsnes og Örlygsstaðir eru sögufræg ör- nefni. En það mega Skagfirð- ingar vita, að eins og þeir hafa tekið upp mál sitt með festu og framsýni, þá munu átök um frelsi manna í hinum dreifðu byggðum, ekki linna fyrr en því fólki, sem þar býr, er tryggður sá réttur með löggjöf og venj- um, sem hæfir frjálsum mönn- um í frjálsu landi. J. J. laukur og ef til vill fleiri garð- plöntur, t. d. grænkál. — — — Garðrækt hefir átt erfitt upp- dráttar hér á landi og enn stönd. um við í þessum efnum langt að baki öðrum menningarþjóðum. Það er fyrst eftir að farið var að nota jarðhita við ræktunina, að verulegur og almennur áhugi hefir vaknað hér. Og á þessum árum hefir þekking manna á garðrækt og neyzlu garðmetis vaxið verulega, en þó er þar allt enn á byrjunarskeiði. Og þrátt fyrir aukna garðrækt hér, kaup- um við árlega frá öðrum löndum garðmeti og grænmeti fyrir of fjár, og þrátt fyrir þetta allt er neyzla garðmetis og grænmetis hér á landi hlutfallslega miklu minni en með nokkurri annari menningarþjóð — Enginn vafi er á því, að fæða íslenzku þjóðarinnar er yfirleitt allt of bætiefnasnauð. Stafar það af of lítilli neyzlu græn- metis. Má á það benda hér, að ýmsir sjúkdómar, t. d. berkla. veikin, legst þyngra á þá, sem lifa á fæðu, sem er fátæk að bætiefnum. Þetta atriði eitt ætti að vera okkur nægileg hvöt til að auka garðrækt hér á landi að miklum mun. En auk bætiefna fáum við úr grænmeti steinefni þau, er líkaminn þarfnast, og kolvetnin, en þau eru orkugjafi líkamans. Kolvetnasamböndin fáum við nú að mestu úr að- keyptum fæðutegundum, t. d. kornmat, mjöli, sykri o. fl. En hér á landi ætti vel að vera hægt að rækta svo mikið af grænmeti og ávöxtum, að við gætum stórlega takmarkað þessi innkaup. Kartöflurnar gætu og ættu að verða „brauðkorn" ís- lenzku þjóðarinnar, ásamt ýmsu grænmeti og heimaræktuðum á- vöxtum. Á því er enginn vafi, að garð- rækt hér í landi á fyrir sér mjög glæsilega framtíð. í hverunum og fossunum er bundin feikna orka, sem gæti hitað og lýst upp mörg og mikil hverfi gróðurhúsa og skapað þjóðinni ógrynni verð- mæta. Það leikur á því enginn vafi, að slík ræktun er réttmæt frá fjárhagslegu sjónarmiði. Ná_ grannaþjóðir okkar auka við gróðurhús sín frá ári til árs og verða þær þó að kaupa kol til þess að hita þau upp, en út- gjöldin við kolakaupin eru nál. 50% af öllum rekstrarkostnaði þeirra. Eftir þessu ætti að vera helmingi ódýrara að starfrækja gróðurhús hér á landi. Að vísu er það nú ekki svo enn sem kom_ ið er, og liggja til þess ýmsar aðrar orsakir. En þess má vænta, að svo geti orðið í framtíðinni, þegar fengin er meiri reynsla og þekking á þessum málum. Með skipulögðu samstarfi | gróðurhúsa og garð- eða úti- ræktunar, má skapa stórkostlega aukna möguleika til hagnýtingar á ræktanlegu landi hér. Veturnir hér eru langir og kaldir, en sumurin stutt og svöl. Vaxtartími plantanna er því mjög stuttur og miklu styttri en i nágrannalöndunum fyrir sunn an okkur. En við getum lengt vaxtartímann mjög mikið með því að sá til garðplantanna í gróðurhúsi síðari hluta vetrar og ala þær þar upp, en flytja þær síðan út í garða þegar vorar. Stærsta sporið í þá átt að auka garðræktina og gera hana eins almenna og vera ber, er að koma upp gróðurhúsum, einu eða fleir- um, í hverju héraði landsins. Gróðurhús þessi, — eða uppeld- isstöðvar fyrir garðplöntur, — ætti helzt að vera félagseign bænda. Þessar stöðvar væri sjálfsagt að reisa þar, sem jarð- hiti er nægur, eða gnægð ódýrr- ar raforku til hitunar. Frá stöðv- um þessum ætti almenningur á hverju vori að geta fengið keypt við vægu verði heilbrigðar, góðar garðplöntur. Slíkar stöðvar þarf einnig að reisa í nágrenni bæj- anna.----- Garðrækt hefir aukizt mjög mikið hér í Reykjavík. Getur hún þó aukizt hér mikið ennþá. Bæj- arlandið er allt of dýrt til þess að hér sé stunduð grasrækt. Ef öll þau svæði hér, sem nú eru tún, ásamt öðru ræktanlegu landi í nágrenni bæjarins, yrði breytt í garða, myndu bæjarbúar fá nægileg garðstæði. Mundi það hafa hina mestu þýðingu fyrir bæinn og afkomu bæjarbúa og heilbrigði þeirra. Reykjavík hefir skilyrði til þess að verða garða- borg. — Með almennt aukinni garð- rækt hér á landi skapast örugg- ari framtíð fyrir alla þjóðina, t. d. ef styrjöld brýzt út og sam- gönguleiðir við umheiminn lok- ast. Aukning garðræktarinnar er því bæði fjárhagslegt hags- munamál alþjóðar og einnig sjálfstæðismál. Hér á landi eru margar starf- lausar hendur, sem bæði ættu og gætu unnið að aukinni fram- leiðslu, t. d. garðrækt. En á þau svið ætti að stefna mörgum, sem nú hafa ekkert eða of lítið að gera. — í garðræktarmálum okkar á að stefna að því, að sérhver fjöl- skylda, í borg eða sveit, — eign- ist sinn garð, er heimilismenn sjálfir annist og hirði um. Mun það hafa hina mestu uppeldis- legu þýðingu fyrir börnin og æskumennina, — auk allra þeirra kosta annara, er áður hafa verið nefndir. Umhverfi allt of margra ís- lenzkra heimila er nú þannig, að tæpast má telja samboðið menn- ingarþjóð. Hirðuleysi, smekk- leysi og óþrifnaður eru þar of víða ráðandi. Þetta þarf að breytast. Smekklegir skrúðgarð. ar og vel hirtir matjurtagarðaf eiga að prýða hvert heimili landsins. Bjarni í Hólmí Francis H. Stevens: Þetta er lauslega þýtt á- grip úr grein í stórblaðinu „WINNIPEG FREE PRESS“ 11. nóv. s. I. eftir Francis H. Stevens, hinn víðförla fréttaritara blaðsins, er hér var á ferð í haust. Greinar Mr. Stevens hafa birzt í Free Press á hverjum degi í þrjár vikur samfleytt með vel völdum myndum og afar lofsamlegum orðum um land og þjóð. Merkur sonur fslands er jarð- aður í túninu við bóndabæ einn um 200 mílur austur af Reykja- vík. Hér á hann að hvíla meðal rlls þess, sem hann elskaði — hér starfaði hann mikið og hér yfirsteig hann menntunarskort og skapaði hinum dreifðu bændabýlum skilyrði til að nota raforkuna. Bjarni Runólfsson, sjálf- menntaður rafmagnsfræðingur og bóndi, varð aðeins 47 ára gamall, en kröftum sínum hafði hann ofboðið með of löngum og ströngum vinnutíma árum saman. Fyrir hans tllstilli er vatns- orkan beizluð og hin dreifðu býli á þessu strjálbyggða landi nota nú raforku til ljósa, mat- reiðslu o. fl. Mér var sagt, að vinnu sína hefði hann selt við mjög sann- gjörnu verði. En náttúruöflin og maðurinn unnu þannig sam- an að orkuframleiðslu úr fjalla- lækjunum við langhlíðabæina, að aðkomumanni finnst að þar muni síðan skáldlegar minning- ar um Bjarna blandast um aldír alda víð vatnanið og regn- bogaljómaðan lækjafossúða. Ég var rétt að skoða verk- stæðið hans, og tækin, sem ná orku úr hinni straumhörðu Skaftá, og svo þennan sérkenni- lega íslenzka bóndabæ ásamt umhverfi sínu. Þarna á hóln- um fyrir ofan húsið er gröfin og utan um hana er girðing, svo að féð bíti ekki af henni grasið, en mér finnst Bjarni ekki vera þar, heldur í vinnu- stofunni, þar sem verkfærin hans liggja nú ónotuð. Þarna í verkstæðinu sá ég túrbínu, fyrstu túrbínuna hans, sem hann smíðaði bókstaflega á knjánum á sér með heimatil- búnum verkfærum. Þessum smíðum helgaði hann krafta sína eins og myndhöggvararnir forðum, er þeir skópu líkneskin. Spaðarnir á þessari fyrstu túr- bínu eru nú ryðgaðir, en þeir hafa til að bera hina óhefluðu fegurð þeirra hluta, sem skap- aðir eru af mannlegum höndum, auðsjáanlega heimatilbúnir, en hlutföllin. hárrétt. Mér finnst, að þessir hlutir ætti að geym- ast á safni. Fyrir arðinn af vinnu sinni hafði Bjarni keypt nýjar vélar, og með þeim smíðað rafstöð fyrir Hólm. Hér vil ég vekja athygli á því að íslendingar ávarpa hvorn annan 'með skírnarnafni. Þetta er landssiður, en alls ekki nær- göngult. Á vél, sem hann hafði smíðað var eirplata með nafn- inu „Bjarni & Co.“ í þessu var ekkert ósamræmi. Tveimur piltum úr sveitinni hafði Bjarni Runólfsson kennt rafvirkjun. Annar þeirra var mjög eftirtektarverður, magur, toginleitur, með þykkt svart hár, hann bar svip hins sanna verk- fræðings, en einstæðingslegur var hann i skugganum, sem dauðinn hafði varpað yfir verk- stæðið. Það var líka óvíst hvað við tæki, því að Bjarni hafði einnig mikla hæfileika til að stjórna, og í bili að minnsta kosti virtist helzt allt tapað. Ekkja Bjarna tók á móti okk- ur í bæjardyrunum. Hún var mjög alvörubúin, en þureygð, og bar það þó með sér, að hafa orð- ið fyrir miklu áfalli. Manninn sinn hefir hún jarðað í túninu og á sínum tíma mun hún einnig hvíla þar. Þau höfðu verið gift 1 17 ár, og voru barnlaus. Undanfarið hafði Bjarni unn_ ið af enn meira kappi en vant var. Alltaf logaði brennandi á- huginn á að raflýsa hina ís- lenzku sveitabæ, og stytta þann_ ig hin löngu vetrarkvöld. Löngu eftir að aðrir gengu til hvíldar smíðáði Bjarni, og þá oft vanda- sömustu hlutina í einhverja vél- ina. Ekkjan sagði okkur, að kvöld eitt í vikunni sem leið, hefði maður hennar haft höfuöverk, er hann fór í rúmið. Hann gat ekki sofið, fannst heitt, og gekk út að glugganum til að kæla sig, en hné þá niður, hafði fengið heilablóðfall. Dauðann bar fljótt að — hann var honum náðugur. Valgerður Helgadóttir var önnum kafin þegar við komum, því að nú þurfti að búa sig undir veturinn, salta kjöt, búa til slát- ur og svíða svið, en strax bar hún vel á borð fyrir okkur kaffi og margskonar brauð. Síðan drakk með okkur bróðir hennar, er þarna var henni til aðstoðar. Bróðir Valgerðar sagði okkur frá því, hvernig Bjarni hafði sem unglingur 1913 fengið fyrstu hugmynd sína um að beizla vatnsorku, er hann hjálpaði verkfræðing til að koma fyrir rafstöð hjá bónda, er síðar varð tengdafaðir hans. Þessi reynsla fyllti unglinginn eldlegum á_ huga. Ef mögulegt var að beizla foss_ inn hj á þessum bæ og láta hann vinna á við marga menn og hesta, því mátti þá ekki gjöra slíkt hið sama við alla fossa á íslandi? Bjarni spurði ekki út í bláinn heldur leysti gátuna — hann, sem aldrei hafði í skóla komið. Við gengum niður að læknum, þar sem rafstöðin söng sitt sér- staka lag. Stöðin framleiðir 30 hesta afl, og vatnið til þess er leitt um pípu ofar úr læknum. Bjarni byggði alltaf þannig, að fegurð fossanna hélzt óskert. Þegar við vorum ferðbúnir, bað ég ekkju Bjarna um leyfi til að hafa á brott með mér mynd af þeim hjónunum, er þarna stóð á hillu. Ég óttaðíst, að hún myndi ekki gefa samþykki sitt, en þá leit hún til mín eins og henni þætti vænt um að verða við bón minni. Þögul og alvarleg stóð hún á fætur og rétti mér mýnd- ina. Ég bauðst til að skila henni aftur er blaðið (Free Press) væri búið að prenta eftir henni, en hún sagði þá — „Þér megið eiga hana ef þér viljið, ég á aðra.“ Siðan leit hún fljótt undan. Myndina met ég dýrt, og vil sjálfur eiga, eftir að Free Press hefir birt hana. Elísabet Jensen-Brand þýddl.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.