Tíminn - 29.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1938, Blaðsíða 2
330 1ÍJWIM, fimmtndagiim 29. des. 1938 83. blað Samstarf íslendin^a austan haís og vestan Eltir Jónas Jónsson ^gímmrt Fimmtudaginn 29. des. Að þekkja sjálfan síg MorgunblaðiS og ísafold hafa látið í ljós þá skoðun undan- farið, að Framsóknarflokkurinn muni vilja fá Sjálfstæðismenn lnn í ríkisstjórnina til að leggja á ráð um það, hvernig spara megi ríkisfé meir en nú er gert eða gert hefir verið á öðrum tímum, þegar Framsóknar- flokkurinn hefir farið með völd, einn eða í félagi við Al- þýðuflokkinn. Og þeir, sem í þessi blöð rita, virðast vera staðfastir í þeirri trú, að Sjálf- stæðisflokknum sé einkar sýnt um hófsamlega meðferð opin- bers fjár. Ef þetta er nokkuð almenn skoðun meðal ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, sýnir það, að flokkur þessi þyrfti að læra að þekkja sjálfan sig betur en hann nú gerir. Að halda því '■ fram, að Sjálfstæðisflokkur- inn sé öðrum fremur sparnað- arflokkur, er nefnilega einhver mesta fjarstæða, sem hægt er að segja um íslenzk stjórnmál á þessum tíma. Og flokkurinn hefir áreiðanlega ekkert gott af því að gera sér rangar hug- myndir um sjálfan sig í þessu efni. Til að hjálpa flokknum til nokkurrar sjálfsþekkingar í þessu efni, skal honum héxmeð bent á nokkur atriði. í fyrsta lagi má þá minna á það, að í Sjálfstæðisflokknum eru fleiri hátekju- og hálauna- menn en í nokkrum öðrum flokki og persónuleg notkun fjármuna fullkomlega í hlut- falli við það. Það er á allra vit- orði, að hvenær, sem á að tak- marka persónulega eyðslu, t. d. með innflutningshöftum, sætir það harðri mótspyrnu frá þess- um hópi manna. Og hvað sem öðru líður, verður því ekki mót- mælt, þegar að er gáð, að ein- mitt hin persónulega eyðsla þeirra, sem rúm hafa fjárráð- in (lánsfé eða eigin fé) er und- irrót þess, að þjóðin á við fjár- hagslega örðugleika að striða. En þegar um það hefir verið talað, að framkvæma þyrfti „lifsvenjubreytingu" hjá hinum betur setta hluta þjóðarinnar, hefir slíkt tal jafnan verið að skopi haft í blöðum Sjálfstæð- ismanna. f öðru lagi mætti minna á af- stöðu Sjálfstæðismanna á Al- þingi síðustu árin. Það var sannað á sínum tíma, að ef all- ar tillögur þeirra og Bænda- flokksins hefðu verið teknar til greina, þegar fjárlög voru sam- in fyrir árið 1935, hefðu útborg- anir ríkissjóðs það ár orðið hátt á fimmtu miljón króna meiri en tekjumar. í þriðja lagi hefðu Sjálfstæð- lsmenn gott af að gera sér grein fyrir þvi, að þrátt fyrir alla vandlætingu um fjárstjórn rík- isins, hefir Sj álfstæðisflokkur- inn ekki á undanförnum árum bent á neina sérstaka leið til niðurfærslu ríkisútgjaldanna, en hinsvegar hefir hann verið allra flokka fundvísastur á leiðir til að bæta við þessi út- gjöld eins og áður er sagt. í fjórða lagi er svo fjárstjórn Sjálfstæðísflokksins í Reykja- vikurbæ. „Sparnaðurinn", sem þar hefir verið framkvæmdur, er nú orðinn alþjóð kunnur. En gleggra dæmi þess, hvað flokk- urinn vill og getur í þessum efnum, er líklega ekki til. í fimmta lagi er ekki úr vegi að minna á það, að fjármála- ráðstafanir sumra aðal ráða- manna Sjálfstæðisflokksins í fyrirtækjum, sem lifa af náð bankanna, eru ekki til þess fallnar að festa á flokknum sparnaðarstimpil þann, sem Mbl. og ísafold vilja þar vera láta. Því hefir oft verið fram hald- ið og enganveginn með röngu, að Alþýðuflokkurinn hneigðist á stundum til meiri ógætni um meðferð ríkisfjár en æskilegt væri. Þá viðurkenningu eiga þó Alþýðuflokksmenn skilið, að þeir hafa á undanförnum þing- um veitt Framsóknarflokknum mikilsverðan stuðning til að standa gegn þvi, að hinar óhóf- Eftir ferð mína um flestar byggðir íslendinga í Vestur- heimi hefi ég leitazt við að undirbúa nokkrar tillögur um aukið samstarf milli íslendinga austan hafs og vestan. Sumar þessar tillögur hefi ég rætt við einstaka menn, einkum í Ame- ríku, en hvergi standa að þeim samþykktir fleiri manna. Sum- ar þessar uppástungur vona ég að megi gera að veruleika inn- an skamms. Öðrum mun verða breytt með ráði fleiri manna og framkvæmdar síðar. Og að lokum munu vafalaust allmarg- ar af þessum tillögum aldrei verða nema dagdraumur yfir hafið. 1. Langmesta atriðið í öllu samstarfi milli þjóðarbrotanna yfir hafið, er að fá beinar skipa- ferðir milli Reykjavíkur og New York. Eina viðunandi lausnín er að Eimskipafélag ís- lands byggi skip til þessara ferða, olíuskip, sem rúmar allt að 3000 smálestir og getur tek- ið 80—100 farþega. Ríkissjóður íslands yrði að styrkja þessar ferðir hin fyrstu ár, meðan festa væri að komast á skiptin við Ameríku. Allar Evrópuþjóð- ir byggja sín stærstu skip til Ameríkuferða, og þó að þetta skip væri lítið á mælikvarða stórþjóðanna, þá væri það mik- ið skip fyrir íslendinga, og snið- ið eftir okkar þörfum. Því lítið legu eyðslutillögur stjórnarand- stæðinga næðu fram að ganga. Og engin ástæða er til að ætla, að þó að t. d. Sjálfstæðisflokk- urinn kæmi í staðinn fyrir Al- þýðuflokkinn í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum, þá myndi það hafa hin minnstu áhrif til sparnaðar á ríkisfé. Þessum orðum tll staðfest- ingar er atvinnubótaféð glöggt dæmi. Það er löngu vitað, ^ð Alþýðuflokkurinn hefir lagt á- herzlu á sem hæsta fjárv^it- ingu í þessu skyni og hefir það eðlilega sætt talsverðri gagn- rýni hjá sparnaðarmönnum. En reynslan hefir nú sýnt, að Sjálfstæðismenn eru engu spar- samari í þessu efni, þegar svo ber undir. Fyrir skömmu bar þingmaður úr Sjálfstæðis- flokknum fram tillögu um, að hækka atvinnubótafé ríkisins úr hálfri miljón upp í heílg, miljón króna. Og núna í vetur hafa blöð Sjálfstæðisflokksins Eiríkur Albertsson: Magnús Eiríksson. — Guðfræði hans Vog trúarlíf. Reykjavík 1938. * •»; ‘i Eins og kunnugt er, komst kristni á hér á landi með þeim hætti, að Alþingi leiddi í lög að allir menn skyldu skírast láta. Atburður þessi er furðulegur vegna þess, að þess eru víst eng- in dæmi, að heil þjóð hafi ;svo sem orðalaust skipt um átrúnað að einföldu lagaboði. Reyndar vitum vér, að horfið var að þessu ráði vegna þess, að yfir vofði að öðrum kosti innan- landsstyrj öld, trúarbragðastyrj - öld, er vafalaust hefði umturnað stjórnskipulagi landsins,' og lík- lega kollvarpað sjálfstæði þjóð- arinnar. Hér var þvi mikið. í húfi. Eigi að síður liggur við, að manni vaxi í augum sú hin kaldræna stjórnvizkan, sem læt- ur sér ekki blöskra að ráða fram úr slíku máli sem þessu, lætur þjóðina skipta um trúarbrögð, með líkum hætti og nú eru lög- gilt kauptún eða kveðið á um nýjan toll. Af þessum atburðum hafa sumir menn viljað draga þá á- lyktun, að íslendingar hafi a. m. k. á fyrri öldum, verið stjórn- málamenn meiri en trúmenn. Ætla ég, að það sé rétt, en ann- skip myndi tryggja verzlun ís- lendinga við Ameríku, og með því myndi íslenzkt fólk fara í heimsóknir og til náms á báða vegu yfir hafið. Ameríkuskip myndi raunverulega opna ís- lendingum nýja heima. Og landar í Vesturheimi myndu nota það til stöðugra heim- sókna til frænda og vina á ís- landi. Amerískir ferðamenn myndu koma til sumardvalar á Islandi, ef völ væri slíkra ferða. 2. Útvarp frá íslandi til landa í Ameríku ætti að vera með tvennum hætti. Það ætti að út- varpa til íslenzku blaðanna I Winnipeg ca. 10 mínútur einu sinni í viku ágripi af fréttum vikunnar.' Auk þess ætti að út- varpa einu sinni i viku til Vestur-íslendinga, svo sem 1—iy2 stund skemmtilegu og fræðandi efni í samráði við Þjóðræknisfélagið. Ef vel væri vandað til útvarps að heiman vestur um haf, myndi það verða stuðningur fyrir unga fólkið. að halda við íslenzkunni. Alit útvarp vestur um haf verður að vera á stuttbylgjum. 3. Það er alsiða vestan hafs, að prestar minnast heima- þjóðarinnar í kirkjunni. Það er óviðkunnanlegt að móðurkirkj- an gleymi börnum sínum, þótt þau búi í fjarlægð. 4. Fyr á árum var mikil sala á íslenzkum bókum til landa gert þá kröfu til atvinnumála- ráðherrans, að hann greiddi meira fé til atvinnubóta en heimilað er á fjárlögum, og hlutfallslega meira móti fram- lagi Reykjavíkurbæjar en lög gera ráð fyrir. Þrátt fyrir það, sem hér er sagt, er það auðvitað engan- vpginn útilokað, að Sjálfstæðis- fíokkurinn geti haft eitthvað gagnlegt fram að færa í ýms- um málum, ef hann vill það á sig leggja og er ekki starblind- aður af stjórnarandstöðu of- stæki. En til sparnaðar á opin- beru fé er ekki neinna afreka að vænta frá þeim flokki. Það sýnir frammistaða hans á und- anförnum árum, og um það eru heldur ekki uppi neinar tál- vonir í öðrum flokkum. Þetta verður Sjálfstæðisflokkurinn að láta sér skiljast, ef hann vill læra að þekkja sjálfan sig og hætta að gera sig að viðundri frammi fyrir þjóðinni. ars sé það fjarri mér, að reyna að ákveða nokkuð um hlutfallið milii stjórnvizku og trúrækni í landi voru. Það hefir sjálfsagt verið nokkuð breytilegt, svo ekki sé nú talað um þessa síðustu tíma, er sumum mönnum virðist sem hvort tveggja sé svo til þurrðar gengið. En svo vikið sé að trúarlífi þjóðarinnar, má auðveldlega benda á ýmislegan vott þess, að það hafi löngum verið heldur dauft og sviplítið og hálfgert utan gátta. Víst er um það, að ekki gætir í sögu vorri mjög róttækra trúaráhrifa né trúarvakninga og umbrota- manna um þau efni á borð við það, sem þó verður af og til vart með sumum þjóðum öðrum, er af .líku bergi eru brotnar. Hér skal ekki reynt að grafa að rót- um þessarar staðreyndar. Eg læt pægja að þenda á það, að frá liðnum öídujn eigum við eigin- lega ekkert af frumlegum ritum um trúfræði, engan siðbótar- mann, er því nafni megi kalla, og enga vísindamenn um guð- fræðileg efni. Vitanlega höfum við átt fyrr og síðar dugandi kennimenn og þó nokkra vel lærða guðfræðinga að hætti sinnar aldar. Hér mætti nefna ágæta kirkjuhöfðirigja fyrr og síðar á öldum, svo sem Gizur ísleifsson, Jón helga og Þorlák, Guðmund Arason, Árna Þor- vesTariííafs. Nú er þessi sala lítil og í ólagi. Allhár tollur er á útlendum bókum í Canada og er það hindrun. Ég álít að vestra þurfi að vera tvær Is- lenzkar bókabúðir. Önnur í Winnipeg fyrir Canada. Hin í Dakota fyrir Bandaríkin. Hvor- ug útsalan getur verið gróða- fyrirtæki, en það á að vera tryggt á öllum tímum að land- ar vestra geti fengið þær bæk- ur, sem út koma á íslandi, án óþarfs tilkostnaðar. Væri eðli- legt að Þj óðræknisfélagið hefði yfirumsjón með þessari bók- sölu vestra, eins og sannarlegu þjóðernismáli, þó að einstakir menn hefðu með höndum fram- kvæmdina. Heima á íslandi yrði að sýna sanngirni og lip- urð í þessum skiptum. Eðlileg- ast væri að bækur vestra væru seldar gegn staðgreiðslu eða póstkröfu. Blöðin í Winnipeg myndu geta um hinar þýðing- armeiri bækur, svo að landar, hvar sem þeir búa í Ameríku, vissu um þær bækur, sem eru á markaðinum, og sem þeir gætu fengið. En eins og nú er háttað bóksölunni, verða senn íslenzk- ar bækur torfengnar og mjög erfitt fyrir marga landa, sem dreifðir eru um hið mikla meg- inland, að vita hvað út er gef- ið á íslandi. 5. Einn undarlegur ósiður virðist liggja í landi hér heíma, og það er að kaupa lítið ís- lenzkar bækur, sem gefnar eru út í Winnipeg, og prentaðar í íslenzkum prentsmiðjum þar. Þetta er ef til vill leiðinleg til- viljun, en úr því þarf að bæta með fræðslu um þetta efni. 6. Landar vestra hafa haft allmörg lestrarfélög og voru þau vitanlega mjög blómleg meðan mikið var um bókakaup að heiman. Mörg þeirra starfa mikið ennþá, og munu gera það jafnlengi og Islenzkt þjóð- erni er viðurkennt vestra. — Blaðasala héðan vestur hefir aldrei verið mikil, og getur ekki haft neina fjárhagslega þýðingu. Á hinn bóginn myndi það hjálpa nokkrum hluta landa vestra að fylgjast með málum hér heima, ef aðalblöð stjórnmálaflokkanna, Alþ.bl., Mbl. og Tíminn væru send ó- keypis öllum starfandi lestrar- félögum vestra, eftir tilvísun Þjóðræknisfélagsins, en rétt væri að lestrarfélögin greiddu burðargjaldið til þess að sýna að þau vildu fá blöðin. Ég ætla upp úr áramótum að snúa mér til útgefenda þess’ara þriggja blaða með ofangreind tilmæli. 7. Háskólinn í Winnipeg verð- ur að vissu leyti þýðingarmestur fyrir íslendinga vestra, því að hann er mitt í höfuðbyggðum þeirra. Eru iíkur til að þar verði innan skamms stofnað prófess- orseiribætti í íslenzkum fræð- um, eingöngu fyrir forgöngu og framlög íslendinga vestra. Aldr- láksson, Jón Arason, Guðbrand Þorláksson, Brynjólf Sveinsson, Jón Vídalin o. fl. Ennfremur vænan flokk sálmaskálda, post- illu- og hugvekjuhöfunda og gildra kennimanna. Þessir menn hafa, hver á sinn hátt og að sið aldar sinnar, styrkt kirkju sína, þjónað ríkjandi trúar- stefnu og stuðlað að því að allt, sem hér heyrði til, færi fram að settum reglum, þjóðinni til sáluhjálpar. Og þjóðin hefir kunnað þessari forsjá vel, hlýðn- ast kirkjuvaldinu, sótt messurn- ar, sungið sálmana og lesið post- illurnar með óbilandi seiglu og skyldurækni, ástriðulaust og án allrar möglunar lengst af, svo sem hæfir frómum og einföldum sálum. Á síðustu öld hefir að vísu orðið allmikið breyting á um þessi efni. Minna um hjart- ans einfeldni og vanans vald yfir hugum manns og háttum. Klerkarnir eru yfirleitt betur menntaðir en fyrrum, en áhrif þeirra virðast samt þverrandi, ef nokkuð má marka hversu hrakað hefir kirkjurækni og húslestrum m. m. Nú er það sjálfsagt álitamál, hvort slíkt horfi til böls eða bóta og skal eg ekkert um það dæma. En furðu- lega sýnast menn yfirleitt kunna vel við ástand þetta. Ber hér enn að sama brunni um áhuga- leysi landsmanna um þessi efni, um fram það sem aldarháttur og venjur krefja. Hér virðist þó sannarlega vera álitlegt verkefni fyrir siðbótarskörung. Mann er reíði öxina að hinu feyskna trénu, hasti á hórsama öld og aður maður í Winnipeg, Arnljót- ur Olson, náfrændi og nafni Arnljóts Óiafssonar, hefir gefið háskólanum í Winnipeg aleigu sína, en það er prýðilegt íslenzkt bókasafn, 2500 bindi. Þessi gjöf er fullkomin undirstaða að ís- lenzkri bókadeild við háskólann. Löndum vestra myndi þykja viðleitni sú, að halda við ís- lenzkum fræðum, studd rétti- lega, ef Alþingi léti eintak af hverri bók, sem hér er prentuð, koma ókeypis framvegis í þetta safn. Mun því máli verða hreyft á þingi nú í vetur. 8. Jafnskjótt og reglulegar skipaferðir byrja vestur til New York frá Reykjavík, mun þar byrja heildsala með íslenzkar framleiðsluvörur. Af vissum vörutegundum, svo sem góðum harðfiski, osti og ef til vill með- alalýsi handa börnum, myndi verða beinlínis um verulega sölu að ræða til íslenzkra heimila vestan hafs. Alveg sérstaklega myndi ágætur harðfiskur vera kærkominn tilhaldsmatur, ef hann væri til sölu, víðast hvar þar sem landar eiga heima. Hefi eg fengið ádrátt frá einum mjög duglegum verzlunarmanni, að leysa harðfisksmálið vestra á viðeigandi hátt. Jafnskjótt og sala á íslenzkum vörum byrjaði vestra, yrði að auglýsa vörurnar í Heimskringlu og Lögbergi. Það væri nauðsynlegt fyrir verzlun- ina og stuðningur fyrir blöðin. 9. En hin mikla vörusala vestra til annarra en íslendinga verður á hraðfrystum fiski, síld í mörgum myndum og niður- soðnum sjávarvörum. Sú sala þarf að gerast um öll Bandarík- in og að einhverju leyti í Cana- da. Við þá útbreiðslustarfsemi geta landar vestna haft hina mestu þýðingu, ef þeir sem standa að vörusölunni frá New York, kunna að meta og biðja um velviljaðan stuðning landa. í Seattle búa hálf millj. manna, þar af sennilega 500 íslendingar. Ef þessi litli hópur vill tala um og agitera fyrir íslenzkum vör- um, sem rétt eru framleiddar fyrir markað þar, þá munar mikið um slíkan stuðning. K). Blöðin í Winnipeg, Lögberg og Heimskringla, eru bæði um 50 ára gömul. Þau eru liftaug í þjóðernisbaráttu landa vestra. Þau þurfa bæði að lifa og hafa hvort um sig eðlilegt og óhjá- kvæmilegt verksvið. Þau eiga vitaskuld við verulega erfiðleika að etja og eru að allmiklu leyti háð margháttuðum stuðningi áhugamanna vestra. Eftir því, sem hin volduga enska sækir meir og meir að íslenzkunni, eiga þessi blöð erfiðara. Þau minna á tvo svani, sem halda opinni vök með því að synda í hring þétt upp við ísbrúnina. Blöðin fá mjög lítinn stuðning og viðurkenningu héðan að heiman. Þau hafa sennilega ekki einn einasta borgandi kaupanda brýni raust sína í þögn eyði- merkurinnar. En siðbótarmarin höfum við aldrei átt og eignumst líklega aldrei. Við höfum átt einn guð- fræðing, vísindamann í sinnl grein, sem ef til vill hefði líka orðið siðbótarmaður, ef hann hefði ekki verið jafn mikill ís- lendingur í innsta eðli sínu, jafn fágætur maður og hann annars var. Hér á ég við Magn- ús Eiríksson. Það er satt að segja skrítið, að um þann mann hefir fátt verið kunnugt hér á landi um fram það, að þetta hafi verið umkomulaust góð- menni, sem ól mestan aldur sinn í Kaupmannahöfn., var þar jafnan kallaður pater og var gæddur fádæma góðri matar- lyst.Ég minnist þess, að þegar ég var að alast upp, var ein bók til á heimili mínu, sem eg gaJst al- veg upp við að lesa á þeim árum, þegar eg annars las allar bækur, illar og góðar, sem til náðlst. Sú bók fjallaði um Jóhannesar guð- spjall og var rituð af Magnúsi Eiríkssyni. Nú er ekki beinlínis að marka þetta, eg hefi alltáf verið áhugalítill um guðfræðileg efni, en þó mun það rétt, að bækur Magnúsar munu yfirleitt svo sem ekkert hafa lesrnar verið hér á landi, jafnvel ekki af sjálfum prestunum. Því þeir töldu hann flestir villutrúar- mann, vegna þess að hann gerð- ist forvígismaður biblíurann- sókna og nýrra kenninga um eðli og uppruna ýmsra rita bibl- íunnar. Nú hefir Eiríkur Al- bertsson ritað allmEkla bók um Fyrii’spurn Flugvélin auglýsir ferðir tvisvar í viku milli Borgarness og Reykjavíkur, á þriðjudögum og föstudögum. Skipið, sem annast ferðir þessa leið, fer tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Á ekki flugvélin að vera til þess að greiða fyrir samgöng- um, fremur en að reyna að draga frá nauðsynlegustu far- artækjum, þegar bezt og blíðast er? Borgfirðingur. hér á landi. Tveir menn, Krist- leifur á Kroppi og Stefán Vagns- son í Skagafirði, hafa reglulega sent vestanblöðunum fréttir og hefir það þótt góður greiði. — Hvort blaðið fyrir sig, þyrfti að hafa svo sem 8—10 fasta frétta- menn dreifða um landið, sem gerðu það að þegnskyldu, að vinna fyrir landa vestra, með skipulagsbundnum fréttum. — Verður ef til vill í þessu efni auglýst eftir sj álfboðaliðum í þessu skyni hér í blaðinu. 11. En það er með öllu óviðun- andi, að þau blöð, sem landar vestra gefa út með mikilli þraut- seigju og fórnum, skuli alls ekki vera keypt hér eða borguð. Að vísu má segja, að tæplega sé von um eiginlega almenna sölu hér, fremur en fyrir blöð héðan vestra. En eg álít að almennar stofnanir hér, skrifstofur, meiri háttar fyrirtæki, sjúkrahús, skólar o. s. frv., eigi að kaupa Vesturheimsblöðin og borga þau í því skyni að fylgjast með mál- um vestra og sýna löndum í Vesturheimi verðskuldaða við- urkenningu fyrir hlýhug þeiTra til gamla landsins. Framhald. J. J. Á víðavangi. (Framh. af 1. siðu) í grein, sem Eysteinn Jóns- son ráðherra skrifaði 1 Timann 8. þ. m„ skýrði hann frá því, að í Noregi væri útflutningsverð- mæti skógarafurða um 25%, í Svíþjóð um 42% og í Finnlandi um 83% af öllum útflutningi landsins. Aðeins þriðjungur þessara skógarafurða er timb- ur til bygginga. Tveir þriðju hlutar eru viður til pappírs- og gervisilæigerðar, trjákvoða o. s. frv., sem fá má úr smávöxn- um skógi engu síður en stór- vöxnum. Úr smávöxnum skógi má líka gera byggingarefni, ef viðurinn er settur í verksmiðj- ur til pressunar. — Það er á- reiðanlega tími til þes kominn, að íslendingar fari að líta á skógræktina sem fjárhags- og atvinnumál, því að það get- ur hún áreiðanlega orðið, jafn- framt því, sem hún er til skemmtunar og prýði fyrir landið. þennan mann og verk hans. Mér hæfir ekki að dæma um hana sem guðfræðilegt vísinda- rit. En að því leyti, sme hún er annað og meira, langar mig til þess að vekja athygli á henni. Bókin er prýðilega skrifuð, mál og stíll lipurt og látlaust og víð- ast ljóst greint frá, jafnvel þótt verið sé að lýsa ærið tyrfnum hugmyndum. Bókin hefir sögu- legt gildi. Hún lýsir betur flest- um öðrum ritum, sem ég hefi rekizt á, því andlega harðrétti, sem menn áttu við að búa í Danaveldi um og eftir miðja 19. öld. Það kostaði stórkostleg and- leg átök, að sigrast á þessum ó- fögnuði. Ekki þar fyrir, eg hugsa að við íslendingar hefðum enn í dag lúrt rólegir á dogmatik Mortensens biskups, með öllu því sem henni fylgdi, ef draug- urinn hefði ekki verið kveðinn niður í guðfræðideildum háskól- anna í Þýzkalandi og á Norð- urlöndum og orðið svo sem sjálfdauður hér heima. Gott er samt að minnast þess, að hér átti þó einn íslendingur hlut að og varði allri ævi sinni til þess, þótt að þakkarlausu væri lönd- um hans. Eg trúi ekki öðru en mörgum þyki nú í meira lagi fróðlegt og reyndar gagnlegt að rifja upp þessa baráttu, eigi að- eins vopnaviðskiptin, heldur á- greiningsmálin sjálf, elns og frá þeim er greint í bókinni um Magnús Eiríksson. Eiríkur Albertsson á þakkir skildar fyrir bók sina. Og ís- lenzkir prestar mega vera stoltir (Fravih. á 3. síSu) Þorkell Jóhannesson: Magnús Eíríksson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.