Tíminn - 07.01.1939, Page 1

Tíminn - 07.01.1939, Page 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. 23. árg. Reykjavík, laugardagmn 7. janúar 1939 3. blað Útsvörín í Reykjavík hafa þrefaldazt á 10 árum Árið 1929 voru pau 1.629 pús. kr. en nú eru pau áætluð 4.630 pús. - í blöðum Sjálfstæðis- manna er því jafnan hald- ið fram, að flokkur þeirra sé andvígur miklum álögum á skattþegnana. — Hvernig flokkurinn fylgir þessu í verki má gleggst marka á stjórn hans á Reykjavíkur- bæ. Flokkurinn hefir stjórnað bænum um margra ára skeið. Árleg upphæð útsvaranna ætti að gefa nokkra hugmynd um, hversu flokkurinn fylgir fram- angreindri stefnu sinni. Síðan 1929 hafa útsvörin ver- ið samkvæmt bæj arreikningum sem hér segir: 1929 1.629.303 kr. 1930 2.033.295 — 1931 2.455.685 — 1932 2.114.128 — 1933 2.428.064 — 1934 2.546.848 — 1935 3.221.699 — 1936 3.855.462 — 1937 4.314.956 — 1938 4.228.520 —(áætl.) 1939 4.629.910 —(áætl.) Engar niðurstöðutölur liggja enn fyrir um innheimt útsvör á síðastl. ári og er því miðað við fjárhagsáætlunina fyrir það ár. Tölurnar fyrir 1938 og 1939 eru báðar 90 þús. kr. lægri en þær voru taldar í seinasta blaði, því þá hafði hluti bæjarins af tekjuskatti verið talinn með. Eins og framangreind skýrsla ber með sér, hafa útsvörin hækkað á þessu tímabili úr Fimmtugur 1.629 þús. í 4.630 þús. kr. eða h. u. b. þrefaldast. Um þetta væri kannske ekki mikið að segja, ef gjaldþol bæj- armanna hefði vaxið að sama skapi á þessu timabili. En því er síður en svo til að dreifa, því það er almennt kunnugt, að aðalatvinnuvegi bæjarins, sjáv- arútveginum, hefir stórhnignað á þessum árum, sökum mark- aðsvandræða og aflaleysis. En hann er vitanlega aðalundir- staðan undir greiðslugetu gjald- þegnanna. Meiri málsbætur væru líka líka fyrir hendi, ef útgjöld bæjarins, sem krefjast þessara miklu álaga, hefðu hækkað af óviðráðanlegum ástæðum. Eins og viðurkennt er í aðalblaði Sjálfstæðisflokksins, er kostn- aðurinn við fátækraframfærsl- una orðinn um helmingur bæj- argjaldanna. Og blaðið viður- kennir jafnframt 24. maí síð- astliðinn, að með því að skipta um stjórn á fátækramálunum og fela hana einum manni, mætti ná verulegum sparnaði. Þessi játning aðalmálgagns bæjarstjórnarmeirihlutans sýn- ir bezt, að sá útgjaldaliður bæjarins, sem mest hefir vaxið á undanförnum árum, hefir að verulegu leyti aukizt sökum þess, að ekki hefir verið gætt nægilegrar hagsýni, því meira tillit hefir verið tekið til at- kvæða þurfamanna en gjaldþols bæjarins og skattþegnanna. Þessi reynsla sýnir bezt, hversu hörmulega íhaldið efnir loforð sín í verki og lítið mark er á þeim ummælum þess tak- andi, að hægt sé að treysta því til gætilegrar og farsællar fjár- málastjórnar. Og hin mikla hækkun útsvaranna nú ætti að vera gj aldþegnunum í öllum flokkum næg hvatning til þess að knýja íhaldsmeirihlutann til þess að koma betri stjórn og bættu fyrirkomulagi á fátækra- framfærsluna. Vínnubrögð verðlagsneíndar Tíminn hefir átt viðtal við Guðjón F. Teitsson, form. verð- lagsnefndar, vegna skrifa þeirra, sem verið hafa í Mbi. og Alþbl. undanfarna daga. Fara upplýs- ingar hans hér á eftir: — Verðlagsnefnd hefir að undanförnu unnið að því að kynna sér verzlunarálagningu á vefnaðarvörum, byggingarvörum og búsáhöldum, sem verzlað er með hér á landi í heildsölu eða smásölu. Hefir öllum, sem verzla með þessar vörur, verið gert að skyldu, að senda nefndinni á þar til gerðum eyðublöðum, skýrslur um álagningu sína. Til frekari hliðsjónar hefir nefndin ennfremur óskað, að verzlanir sendu henni ýmsar aðrar upplýsingar og gögn, svo sem rekstursreikninga fyrir síð- asta reikningsár, sem upp hefir verið gert o. s. frv. Yfirleitt hefir ofangreindri starfsaðferð verðlagsnefndar verið vel tekið, og hefir fjöldinn af verzlunum þegar sent nefnd- inni umbeðnar skýrslur og gögn. Þó vantar enn allmikið á, að full skil hafi verið gerð, bæði í Rvík og úti á landi. Má það og teljast eðlilegt, að skil utan af landi hafi gengið nokkru lakar vegna samgönguerfiðleika um þetta leyti árs. Tel ég að vænta megi, að næstum allar þær skýrslur og gögn, komi inn fyrir næstu mánaðamót, enda hefir nefndin nú samþykkt að leggja til við lögreglustjóra að beita dagsekt- um, ef skil eru ekki gerð. Eg hefi hvergi orðið var við neinn verulegan mótþróa um að gefa verðlagsnefnd upplýsingar, nema ef vera skyldi það, að stórkaupmenn í Reykjavík hafa færzt undan að láta nefndinni í té rekstursreikninga sína, og borið ýmsu við. Enn hefir þó ekki komið til endanlegs áreksturs milli nefnd- arinnar og stórkaupmannanna í Reykjavík út af þessu, þar eð þeir munu hafa litið svo á,aðþeir hefðu frest til að skila nefndum reikningum, þar til nefndin tæki ákvörðun um að dagsektum skyldi beitt. Og sú ákvörðun var ekki tekin fyrr en á fundi nefnd- arinnar í fyrrakvöld. Kemur því (Frarrih. á 4. síðu) Utanríkismálín sett í öndvegi Roosevelt undirbýr næstu forsetakosningar Það er sagt um Roosevelt for- seta, að hann hafi eftir hverjar kosningar komið með ný mál og stefnuskrá til að undirbúa þær næstu. Eftir forsetakosningarnar 1932 kom hann í framkvæmd marg- háttaðri félagsmálalöggjöf og endurbótum á bankastarfsem- inni. Andstæðingar hans töldu félagsmálalöggjöfina mjög rót- tæka, en raunverulega var hún í mörgum efnum afturhalds- samari en svipuð löggjöf í Eng- landi og á Norðurlöndum. Þess- ar framkvæmdir uku fylgi hans við landstjóra- og þingkosning- arnar 1934. Eftir þær kosning- ar kom Roosevelt með NRA og AAA, en svo nefnast lög þau, sem þá voru sett til að koma bættu skipulagi á iðnaðinn og landbúnaðinn. Hæstiréttur úr- skurðaði síðar iðnaðarlögin (NRA) ógild, en ekki landbún- aðarlögin. Á þessu tímabili voru einnig sett Wagnerlögin, sem tryggja verklýðsfélögunum rétt sem samningsaðila, og lög um ellitryggingar. Þessi lög eru enn í fullu gildi og þó mikill styr stæði í fyrstu um þau og félags- málalögin, sem áður eru nefnd, hafa þau nú unnið sér þá við- urkenningu, að talið er víst að þau myndi vera látin gilda á- fram með litlum breytingum, þótt andstæðingar Roosevelts kæmu til valda. En þau hafa stóraukið ríkisútgjöld Banda- ríkjanna, því í þeim felast ým- iskonar styrkir til atvinnuveg- anna, einkum landbúnaðarins, og mikil framlög vegna at- vinnuleysisins. Þessi löggjafarstarfsemi Roosevelts veitti honum glæsi- legan sigur í forsetakosningun- um 1936. En með þá stefnuskrá, sem hann birti þjóðinni, að þeim loknum, hefir honum gengið miður. Þingið stöðvaði bæði lög hans um breytingu á hæstarétti og lög um aukið vald sambandsstj órnarinnar yfir sér- málefnum hinna einstöku ríkja. Þingið felldi einnig ýms lög frá honum um framkvæmdir inn- anlands, þar sem því þótti hann ganga of langt í auknum útgjöldum fyrir ríkið. Ásamt nokkrum örðugleikum atvinnu- A. KROSSGÖTTJM Styrkur til vélbátabygginga. — Fyrirkomulag styrkveitinganna. — Fjárhags- áætlun Siglufjarðarkaupstaðar. — Húsnæði fyrir skrifstofur Rvíkurbæjar. — ------- Úr Ölfusi. — Aflabrögð við ísafjarðardjúp. - Bernharð Stefánsson. Bernharð Stefánsson alþingis- maður er fimmtugur á morgun, 8. janúar. Hann er fæddur að Þverá í Öxnadal. Voru foreldrar hans Þorbjörg Friðriksdóttir frá Syðra-Gili og Stefán Bergsson bóndi á Rauðalæk á Þelamörk. Bernharð fór ungur til náms í Flensborgarskóla og varð síðan kennari nyrðra um langt árabil, oddviti sveitar sinnar, sýslu- nefndarmaður og í stjórn Kaup- félags Eyfirðinga. Árið 1923 kusu Eyfirðingar hann á þing ásamt Einari á Eyrarlandi. Hafa þeir jafnan siðan verið endurkosnir með miklum meirahluta at- kvæða. Þegar útbú Búnaðar- bankans var stofnað nyrðra var Bernharði falin forstaða þess. Bernharð hefir beitt sér fyrir mörgum framfaramálum seinni ára, átt sæti í milliþinganefnd- um og leyst þar mikilsvert starf af hendi. Bernharð er kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur frá Þúfnavöll- um í Eyjafirði. Akvarðanir hafa verið teknar um það, hverjir hljóta skuli styrk þann, sem veita skal til smíða á fiskibátum á þessu ári, og hafa styrkirnir komið í hlut eftirtalinna: Hreppsnefnd Akra- nesshrepps fær styrk til smíða á 50 smálesta bát, Samvinnuútgerðarfélag Keflavíkur til smíða á 50 smálesta bát, Útgerðarfélag Siglufjarðar 60 smá- lesta, Sigurður Ágústsson í Stykkis- hólmi 60—100 smál., Stefán og Þór Péturssynir í Húsavík 18 smál., Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar til tveggja báta 24 smál., Valtýr Þorsteinsson í Rauðavík við Eyjafjörð 30 smál., Þor- leifur Þorleifsson í Dalvík 24 smál., GÚðjón Ágústsson í Grenivík við Eyja- fjörð 12 smál., Garðar Ólafsson í Hrís- ey 24 smál., Sveinlaugur Helgason á Seyðisfirðl 24 smál., Jón Guðjónsson á Eyrarbakka 15 smál., Þorbergur Guð- mundsson á Jaðri í Garði 24 smál., Jóhannes Jónsson á Gauksstöðum í Garði til smíða á 24 smálesta bát, Jóakim Pálsson í Hnífsdal 15 smál., Finnbogi Guðmundsson í Bolungarvík 4 smál., Samvinnufélag sjómanna á Sandi til þriggja báta 5 smál., félagið Njörður á ísafirði til tveggja báta 4 smál., Muninn á ísafirði 24 smál., Auk þessa hefir verið veittur styrkur til smíða á sex opnum vélbátum, þriggja við Húnaflóa, eins á Hofsósi. eins í Flatey á Skjálfanda, eins í Borg- arfirði eystra. r r r Samtals nema styrkveitingarnar 200 þúsundum króna. Styrkurinn til báta yfir 50 smálestir að stærð nemur 25% af byggingarverðinu, en þó aldrei meira en 25 þúsundum króna á bát. Er við það miðað, að rúmlestin kosti 1400 með vél og öllu tilheyrandi. Styrk- urinn til smærri bátanna nemi 23% og er áætlað að rúmlestin kosti 1500 krónur. Smíði opnu vélbátanna er styrkt með 400 krónum á bát. Alls bárust umsóknir um styrk til smíði 115 báta frá 97 aðilum. Hinn veitti styrkur nær til 27 báta. r r r Afgreiðslu f járhagsáætlunarinnar fyr- ir Siglufjarðarkaupstað á þessu ári er nýlokið. Útgjöldin eru áætluð rnn 600 þús. kr. Hæstu útgjaldaliðirnir eru til atvinnubóta 69 þús. kr., fátækrafram- færslu 67 þús. kr. og elli- og ör- orkubóta 46 þús. kr. Hæsti tekjuliður- inn eru útsvör 215 þús. kr. og er það 46 þús. kr. meira en árið áður. Alþingi hefir nýlega veitt bænum ýmsa nýja tekjustofna t. d. fasteignaskatt og skatt á ríkisverksmiðjurnar. Komm- únistar og jafnaðarmenn stjórna bæn- um nú í sameiningu. Bæjarstjórinn er kommúnisti, og er líklegt, að jafn- aðarmenn styðji hann áfram, Sam- komulagið mun þó ekki vera gott, en hvorugir þora að rjúfa það, af ótta við nýjar bæjarstjórnarkosningar. r r r Bráðlega verður lokið byggingu stór- hýsis hafnarsjóðs Reykjavíkurhafnar við höfnina. Eru í því húsi miklar vöru- geymslur og einnig mikið skrifstofu- húsnæði. Sigurður Jónasson bar fram tillögu um það á seinasta bæjarstjóm- arfundi, að skrifstofur bæjarins skyldu á þessu ári fluttar í skrifstofuhúsnæðið í hafnarbyggingunni. Taldi hann hús- næði það, sem skrifstofur bæjarins nú leigðu, óviðunandi. Jón Axel Pétursson vildi láta Reykjavíkurbæ ráðast strax í byggingu ráðhúss fyrir 400 þúsund krónur. Ýmsir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins virtust vera því meðmæltir, að flytja bæjarskrifstofurnar 1 Hafnar- húsið, og samþykkti bæjarstjórnin til- lögu frá einum þeirra um að vísa mál- inu til bæjarráðs í því skyni að athuga, hvort eigi væri rétt að flytja skrifstof- urnar í Hafnarhúsið á næsta hausti. r r r Framsóknarfélögin í ölfusi héldu skemmtun í gærkvöldi. Sóttu hana um 100 manns og fór hún hið bezta fram. Ræður fluttu alþingismennimir Jónas Jónsson, Jörundur Brynjólfsson og Bjarni Bjarnason. Spiluð var Fram- sóknarvist og síðan var sameiginleg kaffidrykkja. Að síðustu var stiginn dans. r r r Slæmar gæftir hafa verið við ísa- fjarðardjúp nú framan af vetrinum og hefir hlutur fiskimanna yfirleitt orðið lítill. Þó líta flestir nokkuð björtum CORDELL HULL, utanríkisráöherra Bandaríkjanna. lífsins, sem þó fóru minnkandi síðara hluta ársins, varð þetta til þess að fylgi demokrata hrakaði talsvert í landsstjóra- og þingkosningunum í haust. Hingað til hefir Roosevelt byggt stefnuskrár sínar og lög- gjafarstarfsemi á innanrikis- málunum. Honum hefir senni- lega áunnizt meira í þeim efn- um en nokkrum öðrum forseta Bandaríkjanna. En úrslit sein- ustu kosninga og andstaðan í þinginu hefir sýnt honum, að þjóðin óskar nú eftir nokkurri hvíld í þessum efnum.Þess vegna var því spáð af mörgum eftir kosningarnax í haust, að Roose- velt myndi nú gera nokkurt hlé á baráttu sinni innanlands og snúa sér einkum að utanríkis- málunum á þeim tveim árum, sem eftir eru til forsetakosning- anna. Á þann hátt myndi hon- um takast betur að fylkja þjóð- inni um sig og flokk sinn. Þessir spádómar hafa nú rætzt. Þingsetningarræðan, sem Roosevelt flutti 4. þ. m., sker af öll tvímæli um það. Fyrir 2—3 árum hefði það þótt ólíklegt, að hægt hefði ver- ið að fylkja Bandaríkjamönnum um aðra stefnu í utanríkismál- um en hlutleysisstefnuna. En þeir viðburðir í alþjóðamálum, sem síðan hafa gerzt, hafa sýnt þeim ótvírætt, að hún er röng. Vaxandi yfirgangur Japana og áróður Þjóðverja i Suður-Ame- ríku hefir sannað þeim, að þeir verða að hafa annað viðbúnað en hlutleysið. Roosevelt og ráðherrar hans hafa undanfarið flutt margar ræður um utanríkismálastefnu stjórnarinnar. Þeir hafa haldið því fram, að Ameríkumenn for- dæmdu framferði Japana í Kína, Gyðingaofsóknirnar í Þýzkalandi og áróður Þjóðverja erlendis. Vaxandi yfirráð þess ara þjóða og hernaðarlegir vinningar myndu bitna að verulegu leyti á hagsmunum Bandaríkjanna og þess vegna yrðu þau að undirbúa sig strax til að geta varið stjórnskipulag sitt og hagsmuni. Þeir hafa því lagt til að vígbúnaðurinn yrði margfaldaður og Bandaríkin vikju frekar frá hlutleysinu en að það yrði til hagsbóta fyrir einræðisríkin. í þingsetningar ræðu Roosevelts kom þessi stefna skýrt fram. Þ e s s i utanrikismáíastefna Roosevelts nýtur ekki aðeins fylgis almennings í Bandaríkj unum heldur einnig hinna fornu andstæðinga hans, auð mannanna. Margir þeirra eru heimsveldis- og hernaðarsinnar. Roosevelt er því auðveldara að skapa atvinnu við hergagna A víðavangi Hinni vegsömuðu fjármála- f o r s j ó n Sjálfstæðisflokksins gengur enn illa að spara út- gjöldin hjá bæjarsjóði Rvíkur. Samkvæmt hinni nýju fjár- hagsáætlun. bæjarins, eiga út- svörin að hækka um 400 þús. kr. á þessu ári, en auk þess verða fasteignagjöld hækkuð um 250 þús. kr. Engin tilraun virðist vera til þess gerð af hálfu hins ráðandi flokks að draga úr útgjöldunum á nokk- urn hátt. — Og vert er að vekja athygli á því, að af þeim nál. sjö miljónum króna, sem bæj- arsjóði er ætlað að greiða á ár- inu, er engu sem heitir varið til arðberandi framkvæmda. * * * í haust var það játað af borg- arstjóra, að lausaskuld bæjar- sjóðs í Landsbankanum væri komin yfir þrjár miljónir króna. Og víst er um það, að síðan hefir lausaskuld þessi fremur farið vaxandi en minnkandi. Auk þessa skuldar svo bæjar- sjóður Sjúkrasamlaginu og Byggingarsjóði verkamanna, og nema þær skuldir mörgum hundruðum þúsunda. Engin grein er gerð fyrir því í sam- bandi við fjárhagsáætlunina hversu fara skuli með lausa- skuldir þessar, og ekkert fé er ætlað til afborgana af þeim. * * * Einstakt hneyksli má það teljast, að f j árhagsáætlunin skuli ekki vera lögð fram í bæj- arstjórninni fyrr en eftir nýár. Lasleiki borgarstjórans er þar engin afsökun, því að auðvitað á hinn ráðandi meirihluti, að sjá svo um, að lögum og venjum sé fylgt, þó að þessi starfsmaður bæjarins forfallist. Eða hver myndi telja það forsvaranlegt, að fj árlagafrumvarp væri ekki lagt fram á Alþingi, vegna þess að fjármálaráðherrann væri forfallaður Eins og nú standa sakir, er bænum stjórnað án fj árhagsáætlunar og greiðslur allar úr bæjarsjóði án löglegrar heimildar bæjarstjórnarinnar. Það er svo sem allt á eina bók- ina lært fyrir þeim vísu mönn- um, sem með þessi mál fara. Engin furða, þó að þeir bjóðist til að bjarga fjármálum ríkisins og sjálfstæði þjóðarinnar! * * * Vilhjálmur Stefánsson hefir skýrt frá því, að í norðurhöf- um hafi hann lifað eingöngu á kjöti svo árum skipti. Frægir læknar mótmæltu þessu, og töldu slíkt óhugsandi, enda and- stætt vísindalegri reynslu. Svar Vilhjálms var einfalt. Hann bauð læknadeildum nokkurra þekktustu háskóla í Ameríku, að hann skyldi lifa einangrað- ur, undir eftirliti þeirTa i eitt ár, og ekki neyta annars en kjöts. Læknarnir gengu inn á þetta. Eftir árið urðu þeir að viðurkenna, að Vilhjálmur væri a. m. k. eins heilbrigður og áð- ur en tilraunin hófst. — Rétt eftir að Vilhjálmur hafði verið settur undir þetta eftirlit, kom þekktur appelsínu-„læknir“ til hans, og aðvaraði hann, —kvað hann mundu deyja innan fárra daga. Skýrði læknirinn frá þess- ari heimsókn sinni í blöðunum. Hvað segir appelsínu-„lækn- irinn“ Jónas Sveinsson um þetta? * * * Formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóh. Stefánsson, ritar áramótagrein í Alþýðublaðið 3. þ. m. Hann ræðir þar m. a. bæj- (Framhald á 2. síðu.) augum til vetrarvertíðarinnar og von- ast eftir sœmilegum afla, ef óstöðug og stormasöm veðrátta verður ekki til óvenjulegs baga. Hníga skoðanir fræði- manna og spár gamalla og glöggra sjó- manna um fiskigöngur yfirleitt til sömu áttar, að vænta megi meiri fiskjar á miðunum í vetur. framleiðsluna en áveitur og vegalagningar, því stærstu skattgreiðendurnir vilja frekar styrkja hana. Fleiri herskip, flugvélar og hermenn auka líka álit og traust á Bandaríkjun- um og veita fjármálamönnum þess óbeint sterkari aðstöðu. Þeim er einnig ljóst, að t. d. (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.