Tíminn - 07.01.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.01.1939, Blaðsíða 2
10 TlMIM, laiagardagiim 7. jannar 1939 Að klæða landið Eftír Jóhann Skaptason sýslumann Þrátt fyrir vaxandi skilning á nauðsyn þess að viðhalda skóg- arleifum og kjarrlendi því, sem enn er til hér á landi, og að auka það og fegra, og þrátt fyrir lög, sem sett hafa verið í skyni, er það þó víða, ár frá ári, að minnka og rýrna, vegna ágangs manna og dýra. Athafnaleysið í skógræktar- málum getur aðeins stafað af því, að almenningur veit ekki að þetta er eitt af mestu vel- ferðarmálum þjóðarinnar. Forystumenn þjóðarinnar skilja þetta ekki heldur almennt. Ella væri árlega unnið hér að skógrækt fyrir hundruð þús- unda króna. Markmið skórægktarinnaT er að gera landið byggilegra. Hún á að fegra það bæta veð- urfarið og auka afurðir þess. Skógræktin og skógvinnslán myndi á komandi árum veita fjölda fólks atvinnu og spara mjög erlendan gjaldeyri. Nú er sannað, að í skjóli birki- skóganna er hægt að rækta greni og furu til stórbygginga. Að því á að stefna, að hér verði ræktað allt það greni og fura er þjóðin þarf til bygginga og margskonar muna. Auk þess ætti hvert sveita- býli á landinu að hafa skóg, sem veitt gæti býlinu allt elds- neyti, árefti og girðingavið. Það harf að sýna bændum fram á ð, með glöggum tölum og ijósum rökum, að það getur verið gróðabragðð að koma upp skógum á jörðunum og nota þá með nærgætni og forsjálni. Væri athugandi, hvort eigi væri rétt að veita hverju ný- býli sérstakan styrk til að koma upp skógræktargirðingu við býlið. Sérstaklega ættu ungir menn, sem reisa bú, að reyna að koma á skógrækt á býlinu. Ef vel er frá öllu gengið, geta þeir búizt við góðri uppskeru á efri árum, en börn þeirra myndu vissulega njóta góðs af hygg- indum þeirra. Til eru þeir menn, sem full- yrða, að við séum svo fátækir, að við höfum ekki efni á því að forða landinu okkar frá örfoki. Við þurfum að leggja fram svo margar miljónir til fátækra- framfæris og í atvinnubóta- vinnu, og að ekki megi láta menn vinna atvinnubótavinnu utan sinnar ættborgar etc. En hvað á að gera við at- búnaðurinn hefir fengið í af- urðasölulögum sínum. Á þessum tveim höfuðatvinnuvegum hefir afkoma þjóðarinnar byggzt fyrst og fremst og mun enn gera um fyrirsjáanlega framtíð. vinnuieysingjana, þegar landið er orðið örfoka. Nú er ekki leng- ur hægt að flytja íslendinga suður á Jótlandsheiðar. Þær eru nú orðnar of góðar fyrir okkur, því það er búið að rækta skóg um þær þverar og endilangar og í skjóli skóganna stunda danskir bændur akuryrkju. Nú er annað upp á teningn- um. Meðan íslenzk ungmenni lifa á atvinnubótavinnu í þorpum og borgum, og ganga með hendur í vösum og hvítt um hálsinn, sitja á kaffihúsum eða svífa um gólfið í dansi frá kvöldi til morguns, eru Danir að skeggræða það, að hefja í skjóli sambandslaganna nýtt landnám í íslenzkum sveitum, sem við höfum eytt að öllum skógi. Þótt við kunnum ekki að meta landið, þá kunna aðrar þjóðir það, og ef við misþyrmum því, þá verður það af okkur tekið. í heiminum eru miljónir manna sem vantar land. Það skulum við muna. Á einum mannsaldri er auð- velt fyrir okkur að leggja grundvöllinn að endurreisn skóganna hér á landi, en ísland skógi klætt milli fjalls og fjöru, með víðlenda akra og tún milli skógarteiganna, væri helmingi byggilegra land heldur en skóg- laust ísland. Tel ég vafalaust, að ókomn- ar kynslóðir muni telja þá menn, sem gæfu bera til að sníða íslandi skrúðgrænan kufl, bera höfuð og herðar yfir múg stjórnmálamanna liðinna tíma. Ég fullyrði, að það er skiln- ingsleysi, en ekki fjárskortur, sem veldur því, að svo lítið er gert til viðhalds íslenzku skóg- unum. Vel færi á því, að Alþingi það, sem saman kemur, þegar 20 ár eru liðin frá endurreisn sjálf- stæðis íslenzka ríkisins, tæki skógræktarmálin til viðeigandi meðferðar, að það legði grund- völlinn að endurreisn skóg- anna. Alþingi hefir leyst þyngri þrautir en þá að finna fé til þessara framkvæmda. En vegna þess, að fátæktinni er jafnan við borið, ætla ég að leyfa mér að benda á eitt ráð. Féð til viðreisnar skógunum er hægt að fá án þess að létta pyngju nokkurs manns. Féð er hægt að fá með því að breyta svolítið erfðalögunum, og með því að innheimta erfða- skattinn með 100% álagi og verja því fé, sem þannig feng- ist, til skógræktar í viðbót við það fé, sem veitt yrði á fjárlög- um samkvæmt núverandi fyrir- komulagi. Auk þess ætti að láta vinna í þarfir skógræktarinnar fyrir að minnsta kosti % þess fjár, sem veitt er árlega úr rík- issjóði til atvinnubóta. Færi vel á því, að fé því, sem fengist úr hverri sýslu við breytingu á erfða- og erfða- skattslögunum, yrði varið til skógræktar í viðkomandi sýslu, undir yfirstjórn skógræktar- stjóra. Tel ég líklegt, að ef skógrækt yrði þannig hafin í hverri sýslu, þá myndi hún verða styrkt árlega úr sýslu- sjóði, og ef til vill af einstök- um mönnum með vinnu og fjár- framlögum. Fé það, sem fengizt úr Reyk- javík með umræddum laga- breytingum, ætti að nota til í öðrum löndum umhverfis oss láta heilbrigðisfræðingar og læknar ekkert tækifæri ónotað til að hvetja fólk til aukinnar neyzlu mjólkur, með því að benda á ágæti hennar fram yfir allar aðrar fæðutegundir. í Oslo er nýlátinn læknir einn, dr. med. Carl Schiötz, sem frægur var orðinn fyrir starf sitt á þessu sviði, sem hann fórnaði að mestu starfskröftum sínum fyrir. Setti hann saman hinn fræga „Oslo- morgunverð", sem samanstóð að verulegu leyti af mjólkurvörum, og aflaði honum æði mikillar útbreiðslu í skólum og víðar. Þannig starfa heilbrigðisfræð- ingar víða um lönd, og hefir m. a. heilbrigðismáladeild Þ j ó ð a- bandalagsins látið slíkt starf, um aukna neyzlu mjólkur og mjólkurafurða, allmikið til sín taka. .Hér hafa læknar ekkert slíkt gert ennþá svo vitað sé, til að kenna þjóðinni að nota þær holl_ ustu innlendu fæðutegundir, er völ er á, — enda þótt dr. Skúli Guðjónsson hafi á það bent ein- hverntíma, að það mataræði myndi þjóðunum bezt, sem þær hafa vanizt í gegnum aldirnar og þær muni á þann hátt hafa verið furðu fundvísar á „vita- minin“, þótt þær þekktu þau ekki þá. Hinsvegar hafa lækn- arnir þagað vendilega, þegar gerðar hafa verið ráðstafanir af kommúnistum og „fínu“ frúnum í Reykjavík, til að vinna gegn neyzlu mjólkur og hreinlæti í meðferð hennar. Nú fyrst lætur einn læknanna, Jónas Sveinsson, tii sín heyra um hollustu mjólkur og þá á þann hátt, að helzt er að skilja, sem hún sé harla léleg fæðuteg- und. Sagt er að hana vanti C- skógræktar ríkisins víða um land, en þó yrði borgin árlega að fá nokkurn hluta þess til skógræktar eða skrúðgarða. Ungmenni á aldrinum 15—18 ára, ættu að sitja fyrir allri vinnu við skógræktina. Víða er örðugt að útvega þeim heppilega vinnu. Telja má víst, að starfið við skógræktina vekti áhuga þeirra fyrir því að bæta og fegra landið og gerði þau að betri þjóð- félagsborgurum. Síðan myndu þau flytja með sér kunnáttu og áhuga fyrir skógrækt út um allt land og vafalaust vekja áhuga og starf annarra, sem eigi hefðu átt kost á að vinna að skógrækt- inni á vegum ríkis og sýslna. vitamin, en þagað um það, sem hún hefir, og berum orðum sagt, að banna ætti neyzlu mjólkur vissa tíma árs hér í Ræykjavík. Á annan veg verður ekki skilin sú ályktun læknisins, er hann telur að helzt eigi ekki að sækja neyzlumjólk austur yfiir Hellis- heiði, — því að langa tíma árs væri bærinn svo að segjn mjólk- urlaus, ef það væri ekki gert. Og aldrei er sótt mjólk austur yfir Hellisheiði til neyzlu íRe*ykjavík, nema hana vanti vestan heiðar- ihnar. Þá má einnig telja þær stað- hæfingar furðulegar, sem fram eru bornar um þessi efni af lækni, sem engar eða sama og engar rannsóknir hefir við að styðjast um þessi efni. Og á einum stað er beinllnis gerð vís_ vitandi tilraun til blekkingar, þar sem sagt er að mjólk hér í nágrenni bæjarins hafi mikið C- fjörefni, allt að 10 ma. skv. rann- sóknum,(hvaða rannsóknum, er ekki hirt um að tilgreina) — en mjólk hjá Samsölunni hafi sama og ekkert haft. Og þó vitn_ ar læknirinn samtímis í rann- sóknir dr. Sigurðar Péturssonar um þessi efni, — en hilmar yfir það í þeirri frásögn, að Sigurður segir að mjólk í búðum Samsöl- unnar, sem hafi verið rannsök- uð vissan dag, hafi haft 8,2 ma. C-vitamin, — eða svo að segja það sama og læknirinn tilgreinir að fundizt hafi í mjólk í ná- grenni bæjarins, og haim telur sjálfur eins og mest er í edendri mjólk. Enginn fær séð, hvæð slíkar ritsmíðar sem þessar hjá lækn- inum eiga að þýða, nema etf vera skyldi að telja fólki trú um að mjólk sé fremur léleg fæðúteg- und, — og er hann þá vissulega Patreksfirði, 1. desember 1938. Jóhann Skaptason. Loks töluðu fulltrú ar lir i11>rí$»Oisins ‘gíminn Laugardaginn 7. jan. Vidreisn útgerdarinnar Undanfarna mánuði hefir setið að störfum milliþinga- nefnd, kosin af Alþingi til að rannsaka hag og rekstur tog- araútgerðarinnar og gera til- lögur um opinberar aðgerðir í samræmi við niðurstöður þeirr- ar rannsóknar. Tillagan um skipun þessarar nefndar var borin fram á Alþingi af þing- mönnum Framsóknarflokksins. Tildrög hennar voru raddir þær um aðstoð við togaraútgerðina, er uppi höfðu verið á árinu 1937 og framan af ári 1938. — Taldi Framsóknarflokkurinn sjálfsagt að rannsaka, á hverj- um rökum slíkar beiðnir væru reistar og á hvaða grundvelli útgerðinni yrði bezt og hagan- legast veitt aðstoð, ef til kæmi. Það virðist nú liggja fyrir samkvæmt rannsóknum nefnd- arinnar, að togaraútgerðarfyr- irtæki landsins séu eins og nú hagar tíl um afurðaverð og reksturskostnað yfirleitt, rekin með halla og að halli þessi verði ekki jafnaður nema til komi veruleg breyting á aflabrögðum eða einhverskonar opinber að- stoð. Og það liggur í augum uppi, að það ástand, sem nú er, má ekki haldast til lengdar. Stöðvun togaranna að meira eða minna leyti. myndi rýra mjög tilfinnanlega gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar og auka geigvænlega atvinnuleysið í landinu og þar með almenna erfiðleika. Hinsvegar getur það ekki tal- izt viðunandi, að grípa til opin- berra ráðstafana, sem hljóta ó- hjákvæmilega að leggja að ein- hverju leyti nýjar byrðar á þjóðina, nema því aðeins, að tryggt sé fyrirfram eftir því, sem verða má, að þær ráðstaf- anir nái tilgangi sínum. Hin stóru togaraútgerðarfyrirtæki hafa nú í sínum vörzlum á annan tug miljóna af veltu- fé bankanna. Það verður að vera tryggt, að tekjuauki sá, er stórútgerðinni myndi áskotn- ast vegna aðg röa hins opin- bera, sökkvi e. vi til botns í þessari miklu s ldasúpu, án þess að hans sjái eruleg merki. Það verður að búa s\ o um hnút- ana, að hinar opinberu ráðstaf- anir komi eingöngu til góða líf- vænlegum fyrirtækjum, en hverfi ekki í vonlausum gjald- þrotarekstri. — Aðstandendur þeirra fyrirtækja, sem vafasöm mega teljast í þessu tilliti, og aðrir, sem vilja að rekstur þeirra haldi áfram, verða að sýna í verki, að þeir trúi á framtíð þeirra við batnandi skilyrði, og að þeir séu reiðubúnir að mæta fórnum hins opinbera með drengilegum ráðstöfunum um hófsamlega og skynsamlega meðferð fjármuna þeirra, sem útgerðin á að byggjast á eða henni eru ætlaðir til viðrétt- ingar. Það er því auðsætt, að ráð- stafanir til viðréttingar stórút- gerðinni hljóta að vera tvíþætt- ar. Opinberar ráðstafanir til að auka tekjur hennar verða ekki gerðar nema útgerðarfyrirtækj - unum, sem þar eiga að njóta góðs af, verði komið á heilbrigð- an grundvöll, að svo miklu leyti sem þar er nú misbrestur á. Um réttmæti þessa sjónarmiðs ættu allir þeir að geta orðið sammála, sem á þetta mál líta með hags- muni þjóðarheildarinnar fyrir augum. Hinir — ef einhverjir eru — sem kynnu að vilj a nota tækifærið til að láta einstaka menn fá óeðlileg fjárráð, undir því yfirskyni, að verið sé að hjálpa atvinnulífinu, geta ekki vænzt þess að verða teknir há- tíðlega í þessu máli. Þótt rannsókn sú, er fram hefir farið, hafi að gefnu tilefni, fyrst og fremst miðast við tog- araútgerðina, kemur vitaskuld ekki annað til mála en, að þær ráðstafanir, sem gerðar kunna að verða til tekjuauka, verði látnar ná til alls sjávarútvegs- ins. Framsóknarflokkurinn er þess fyrir sitt leyti áreiðanlega albúinn, að veita sjávarútvegin- um hliðstæða aðstoð og land- Veraldars H. G. Wells: Veraldar- saga. Dr. Guðm. Finn- bogason þýddi. Fyrir hérumbil 20 árum ritaði Sigurður Nordal um einkenni- lega nýjung í andlegu lífi ís- lendinga. Hann lagði til að rík- ið byrjaði að gefa út góðar og skemmtilegar bækur, bæði fræðirit og skáldrit. Sigurður Nordal er alinn upp í góðri sveit, Vatnsdalnum. Hann er mótaður af lífi sveitanna og sjálfnámi íslendinga, eins og það hefir verið í þúsund ár. Sigurður Nordal hefir mikla óbeit á lélegu skólahaldi, en því meiri trú á þjóðlegri sjálfmenntun. Tillaga hans um bókaútgáfu ríkisins var byggð á þessari skoðun hans um uppeldismál. Síðan liðu tíu ár og ekki var hugsað mikið um bókaútgáfu ríkisins. En árið 1928 samþykkti Alþingi lög um Menningarsjóð. Þriðjungi af tekjum hans mátti verja til bókaútgáfu á svipuð- um grundvelli og Sigurður Nor- dal hafði mælt með um það leyti, sem hann tók að sér kennslu við háskólann. Á árum þeim, sem liðin eru síðan, hefir Menningarsjóður gefið út margar góðar bækur. En nýjasta bókin, sem sá sjóður hefir gefið út, Veraldarsagan eftir Wells, er vafalaust lang- samlega næst því takmarki, sem vakti fyrir Sigurði Nordal, er hann hreyfði fyrst málinu um alþjóðlega útgáfu. aga Wells H. G. Wells. Þessi veraldarsaga er hand- hæg bók, um 300 blaðsíður, í allstóru broti. Hún er prentuð á góðan pappír, með þeim ágæta frágangi, sem einkennir allt sem gert er í Gutenberg undir stjórn Steingríms Guðmunds- sonar. Samt kostar bókin ekki nema 6 krónur óbundin. Upp- lagið er haft óvenjulega stórt, en útgefendurnir búast vlð að það þurfi að endurprenta bók- ina eftir fáein ár. Því hefir ver- ið spáð af manni, sem lengi hefir fengizt við skólamál, að þessi litla Veraldarsaga muni verða notuð sem keknnslubók í flestum ungmennaskólum landsins í næsta aldarfjórðung. H. G. Wells er einna frægast- ur af öllum núlifandi stór- skáldum. Eru eftir hann fjölda- margar skáldsögur, og þýddar á allar tungur veraldarinnar, þar sem um er að ræða bókagerð. Auk þess hefir Wells geisimik- inn áhuga á náttúrufræði, sögu og mannfélagsmálum. Hann lætur sér fátt mannlegt vera ó- viðkomandi. Eftir að heims- styrjöldinni lauk, ritaði hann hann mikla veraldarsögu í tveim bindum, er hann nefndi „Outline of History“. Vonaði hann að geta með þeirri bók aukið samúð þjóðanna og frið- arvilja. Rann honum til rifja eymd þjóðanna í sívaxandi hörmungum styrjaldanna. Síð- ar gerði Wells aðra minni ver- aldarsögu og það er hún, sem dr. Guðmundur Finnbogason hefir þýtt nú í sumar handa ís- lenzkum lesendum. Engin veraldarsaga, sem kom- ið hefir út á síðasta manns- aldri, hefir verið keypt og lesin af jafn mörgum mönnum eins og bók H. G. Wells. Og um enga veraldarsögu hefir verið deilt jafn mikið og þessa bók, síðan hún kom út. Wells er fyrst og fremst skáld. Hann rit- ar sögu sína eins og víðsýnn hugsjónamaður. Hann bindur sig lítt við form venjulegra sögufræðinga, heldur fer sínar eigin leiðir og þær eru að mörgu leyti nýstárlegar. Hinum lærðu sagnfræðingum þykir nóg um andríkið og hinar djörfu hug- sjónir. Og ef þeir firtna á ein- hverjum stað í sögubókum Wells vafasamt ártal, eða fæðing ein- hvers konungs færða í annar- lega borg, þá missa þeir enn meir trú á hinni nýju sagn- fræði. En Wells lætur ekki gagnrýni þeirra á sig fá. Tak- mark hans er að vekja menn, víkka sjóndeildarhring þeirra, stækka þá og bæta ef unnt er. Þess vegna fer harm aðrar leið- ir heldur en venjulegir kunn- áttumenn í sagnCræði. Saga Wells nær yfir meira en þau 6000 ár, þar sem sagan byggir á' rituðum heimildum. Hann byrjar á að lýsa heimin- um og heimsbyggingunni, hinu ómælanlega rúmi, hinum mikla fjölda sálna, upphe.fi sólkerfis- ins og jarðarinnar. Hann gerir grein fyrir ágizkunum um hinn feikilega aldur jarðarinnar, um hið langa tímabil, áður en lífið vaknaði, um skyldleika og þró- un alls lífs á jörðinni, um for- feður mannkynsins í hellum og frumskógum, og að lokum um hinn örstutta kafla í æfi mannkynsins, sem hermt er frá í skrifuðum heimildum. Wells gefur þannig í þessari tiltölulega litlu bók, frum- drætti úr sögu heimsins og sögu mannanna á þessari jörð. Hann lætur sér ekki nægja hinn ör- stutta tíma síðan Egiptar lærðu að skrifa, eða söguþætti Ev- rópuþjóðanna. Hann rekur meginþætti úr sögu allra menn- ingarþjóða, frumbyggja í Ame- ríku, Kínverja, Indverja og 3. blað Á víðavangi. 'Framli. af 1. siðu) arstjórnarkosningarnar á sl. ári og segir svo: „Glundroði sá og veila, er einstakir menn í Al- þýðuflokknum höfðu valdið, leiddu til þess, að viða var tek- in upp samfylking við kommún- ista. Reynslan af því samstarfi var yfirleitt ömurleg, þó ekki sízt hér í Rvík. Þrátt fyrir mót- mæli og viðvaranir flestra hinna reyndustu og beztu manna Alþýðuflokksins, var þessi samvinna hér í bænum knúin fram með offorsi og fyrir aðstoð manna, er þá þegar höfðu brugðizt Alþýðuflokknum eða voru innan samtakanna án þess að vera flokksmenn. Það varð dýrkeypt reynsla, er varð til þess, að Alþýðuflokkurinn missti tvo bæjarfulltrúa í Reykj avík“. * * * Um forystuna í hinum nýja flokki Héðins og kommúnista segir Stefán: „Varð það loksins að samkomulagi, að tveir skyldu verða formenn flokksins, ann- ar „út á við“ (H. V.) og hinn „inn á við“ (Brynj. Bj.). Mun þetta skipulag eiga fyrirmynd í einræðislöndunum. Viktor Em- anuel er konungur á Ítalíu (út á við), en Mussolini ræður öllu (inn á við). Kalinin er forseti ráðstjórnarrikjanna (út á við), en Stalin stjórnar öllu (inn á við)“. * * * Um viðhorf landsmála nú segir formaður Alþýðufl. m. a.: „Eins og nú standa sakir er það alveg víst, að nýjar ráð- stafanir verður að framkvæma tíl viðreisnar sjávarútveginum. Meginhluti útgerðarfyrirtækj- anna hefir verið rekinn með tapi undanfarin ár. — — Af þessu hefir aftur leitt atvinnu- leysi og örðuga afkomu alþýðu- manna. Alþýðuflokknum er það fullkomlega ljóst, að löggjafar- og framkvæmdavaldið verður að gera sitt ýtrasta til úrbóta á þessu sviði. Vera má, að breytingar til bóta kosti sér- staklega fyrst í stað ýmsar þrautír og röskun á því skipu- lagi, sem ríkt hefir í þessum málum . .“. í mótsögn við alla lækna ná- grannalandanna, sem láta sig mataræði fólksins nokkru skipta. Finnst mörgum, sem tími væri nú til kominn, að læknar þessa lands færu að láta sig mataræði þjóðarinnar allrar meira skipta, en það, hvort fáeinir „betri borgarar" í Reykjavík fái að borða útlenda ávexti eftir vild_ Hingað til hefir Islenzka þjóðin komizt af án slíkra hluta, og mun gera það að mestu leyti framvegis, hvað sem „fína fólk- inu“ í höfuðstaðnum finnst það geta gert. Mongóla á hinum miklu heið- um í Asíu. Með þessu víðfeðma yfirliti vill hið hugumstóra skáld sýna öllu mannkyni skyldleika sinn og bróðurbönd, er tengja saman allt líf á jörð- inni og alla kynþætti. Ein af nýjungum í sagnarit- un Wells er óbeit hans á styrj- öldum og hernaðarfrægð. Hann telur ekki að styrjaldir hafi mannað mennina eða lyft þeim á hærra stig. Hann segir ekki frá einni einustu af orustum Napoleons og getur ekki hins umsvifamikla keisara nema á hálfri blaðsíðu. En þvi minna, sem hann sinnir hernaðarsög- unni, því meira lýsir hann skör- ungum í andans heimi. Sögu- kaflar hans um Buddha, Jesú og Múhameð eru með því bezta, sem til eru á íslenzku um upp- runa trúarbragða. Hver andleg nýjung í sögunni verður stór i höndum Wells: Menningin í Aþenu, bókasafnið í Alexand- ríu, krossferðirnar, siðabótin, landafundirnir, frelsistaka Ame- ríkumanna, eldmóðurinn í þjóðsöng Frakka o. s. frv. Hin litla veraldarsaga Wells er vekjandi og auðskilin frásögri um andlega og siðferðilega sigra mannkynsins, sem byggir hinn litla hnött i ómælisvídd tilverunnar. Ég hefi getið nokkurra af kostum þessarar bókar. Ég vil geta um þann eina galla, sem mér þykir vera á þessari sagna- ritun. Mér þykja ártölin enn of mörg og stundum getið um at- burði og menn, sem erfitt er fyrir lesendur að muna. En

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.