Tíminn - 07.01.1939, Qupperneq 3
3. blaS
TÍMlMy, laagardaglnii 7. janáar 1939
11
ÍÞRÓTTIR
A N N A L L
Framfarasjóður B. H. Bjarnason, kaupm.
TTmsrtknir um stvrk úr ofannefndum sióði sendist undirrit-
Hvers vcgna eigum við
Sjötugur
íþróttamaður.
Vestur-íslenzka skáldið Magn-
ús Markússon, átti sjötugsafmæli
28. nóv. síðastl. Héldu landar
vestra honum heiðurssamsæti.
þann dag og var hans jafnframt
minnzt í íslenzkum vestanblöð-
um.
Magnús er fæddur á Haf-
steinsstöðum í Skagafirði og
flutti vestur 18 ára gamall.
Vestra hefir hann fengizt við
verzlunarstörf. Hann hefir aldrei
skólamenntunar notið, en hefir
þó aflað sér góðrar menntunar.
Hann hefir ort mikið og m. a.
gefíð út tvær ljóðabækur.
Magnús hefir getið sér orðstír
fyrir fleira en ljóð sin. Hann
mun vera fyrsti íslendingurinn
vestan hafs, sem vann glæsilega
sigra í íþróttakeppni.
Vorið 1888 var efnt til 25
manna kapphlaups í Winnipeg
og tóku þátt í því margir nafn-
kenndir hlaupagarpar. Magnús
tók þátt í hlaupinu og endalokin
urðu þau að óþekkti, íslenzki
unglingurinn varð sigurvegari og
hlaut fyrstu verðlaun, sem voru
150 dollars.
Þetta sama sumar keppti
Magnús einnig i þremur kapp-
göngum, sem stóðu í 24 klst.
hver, og hlaut að verðlaunum
fyrir þátttöku sína í þeim 180
dollars.
Árið eftir fór fram 10 mílna
kapphlaup í Winnipeg, og tók
Magnús einnig þátt í því. Vann
hann aftur fyrstu verðlaun, sem
voru 150 dollarar. Auk þess fékk
hann 100 dollara í veðfé. Hlaut
Magnús flest verðlaun allra
þeirra, sem tóku þátt í kapp-
göngum og kapphlaupum í Win.
nipeg 1888—89, og varð íþrótta-
frægð hans án efa til þess að
vekja meiri eftirtekt á íslend-
ingum og auka orðstir þeirra.
Erlendar fréttir.
Skýrsla hefir nú verið gerð um
það, í fyrsta sinn i Danmörku,
hversu margir stunda þar 1-
þróttaæfingar. Nær hún til allra
á aldrinum 15-—40 ára, sem
stunda íþróttir á vegum íþrótta-
samtakanna. Niðurstaða hennar
er á þessa leið: Leikfimi stunda
127.273, knattspyrnu 75,164, sund
31.463, handknattleik 28.110,
badminton 14.840, skotfimi
13.893, tennis 11.458 og róðra
7.997. Þar næst koma hnefaleik-
ar, rómversk glíma, kappreiðar,
kajakróðrar, hjólreiðar, skilm-
ingar, golf og hockey. Samanlögð
tala þeirra, sem stunda íþróttir,
er 338.469.
Ríkissjóður Finnlands hefir
þegar veitt 20 millj. kr. til Ol-
Dánardægur.
Theodór Arnbjörnsson frá
Ósi varð bráðkvaddur í fyrra-
kvöld að heimili sínu, Bólstað
við Laufásveg. Var hjartabilun
dánarorsökin. Theodór var ætt-
aður frá Ósi i Miðfirði í Húna-
vatnssýslu, rösklega fimmtíu
ára að aldri. Hann var kvæntur
Ingibjörgu Jakobsdóttur. Hann
hefir verið í þjónustu Búnaðar-
félags íslands um nær tuttugu
ára skeið, ávallt ráðunautur
þess í hrossarækt, sauðfjár-
ræktarráðunautur um skeið og
gjaldkeri hin síðustu ár. Einn-
ig hefir hann haft með hönd-
um eftirlit og umsjón með fóð-
urbirgðafélögum landsins og
var sérstaklega áhugasamur um
vöxt þeirra og viðgang. Theódór
var um langt skeið mjög bil-
aður á heilsu, þoldi illa ferða-
lög og gat að minnsta kosti ekki
upp á síðkastið gengið á milli
heimilis síns og vinnustöðvar.
Ingibjörg Ömólfsdóttir Vita-
stig 15 hér i bæ andaðist 25.
desember síðastliðinn. Ingibjörg
var rösklega 75 ára að aldri,
fædd og uppalin að Hvassa-
hrauni. Hún var tvígift; átti
fyrst Jóhannes Sigurðsson og
eignaðist með honum eina dótt-
ur barna, er dó ung, en síðar
giftist hún Guðmundi Helga-
syni verkamanni frá Kringlu á
Akranesi. Voru þau í hjóna-
bandi í þrjátíu ár. Þau voru
barnlaus. En sonur Guðmund-
ar úr fyrra hjónabandi og fóst-
urson Ingibj argar, er Halldór
skipstjóri á togaranum Júní.
ympíuleikanna og auk þess tekið
ábyrgð á 4 millj. kr. láni, sem
undirbúningsnefndin hefir tekið.
Joe Louis, sem er heimsmeist-
ari í þyngsta þyngdarflokki í
hnefaleikum, keppir 25. þ. m.
við Henry Lewis, sem er heims-
meistari í næstþyngsta þyngdar-
flokki. Eins og nú standa sakir,
þykir enginn í þyngsta þyngdar-
flokki jafnboðinn Louis.
Skrftfstofa
FramsólcnarfloldLsftns
i Roykjavík
er á Lindargötu 1 D
Framsóknarmenn utan af
landi, sem koma til Reykja-
víkur, ættu alltaf að koma
á skrifstofuna, þegar þeir
geta komið því við. Það er
nauðsynlegt fyrir flokks-
starfsemina., og skrifstof-
unni er mjög mikils virði
að hafa samband við sem
flesta flokksmenn utan af
landi.
jafnframt þvi má ekki gleyma,
að um stærstu atburðina er
ritað með svo miklum léttleika
og yfirsýn, að þeir munu verða
ógleymanlegir mörgum æsku-
mönnum og hvöt til að fá meira
að vita um hina þýðingarmiklu
nýjungar í þróunarferli manna
á jörðinni.
Það var sérstakt happ fyrir
menningarsjóð, að dr. Guð-
mundur Finnbogason tók að sér
þessa þýðingu. Hún er svo vel
gerð, að fjöri, léttleika, mál-
snilld og andriki, að ekki varð
á betra kosið.
Dr. Guðm. Finnbogason er nú
65 ára að aldri, og mætti ætla
eftir venju um hefðarmenn á
íslandi, að hann væri kominn
að fótum fram, en það er öðru
nær. Dr. Guðmundur Finnboga-
son lítur út eins og væri hann
um fertugt. Það er sagt, að hann
taki leikfimisæfingar Mullers á
hverjum morgni og muni hafa
gert það síðustu 35 árin. Að því
búnu fer hann í sundhöllina og
hefir iðkað þar hin síðustu
missiri þær sundtegundir, sem
nú eru vinsælastar hjá ungum
mönnum. Úr sundhöllinni fer
dr. Guðmundur Finnbogason
að starfi sínu í Landsbókasafn-
inu og til að vinna að ritverk-
um þeim, er hann sinnir á
hverjum tíma.
Saga hins snjalla þýðanda er
þó ekki sögð öll, nema því sé
bætt við, að hann er fæddur á
lítilli jörð norður í Ljósavatns-
skarði, að hann lærði að lesa á
biblíuna, við kné ömmu sinnar,
og hefir frá þeirri fyrstu
kennslu mikið af orðkyngi sinni
og valdi yfir íslenzku máli.
Síðan gætti hann á unglingsár-
unum hjatða á Möðrúdal og
Kirkjubæ í Hróarstungu, fór
þaðan í Menntaskólann, þaðan
í háskólann í Kaupmannahöfn
og háskólann í París. Sú skóla-
ganga hefir að vísu gefið dr.
Guðmundi Finnbogasyni mikla
kjölfestu. En þá eiginleika, sem
með þurfti, til að fylgja hinu
léttstíga enska skáldi svo vel,
sem raun ber vitni um, hefir
hann fengið í ró sveitanna, við
hátíðleik biblíumálsins, og með
því sjaldgæfa æskufjöri, sem
með þarf til að stunda íþróttir
æskunnar með fjöri æskunnar,
þó að starfsárum fjölgi og
miðvetur gerist þungbrýnn á
íslandi.
Dr. Guðmundi Finnbogasyni
hefir tekizt að ganga svo frá
þessari bók, að lesendur munu
gleyma því, að hún er ekki
frumrituð á íslenzku. Höfundur
og þýðandi hafa í þessu efni
verið samvaldir. Og það er trú
mín, að um mörg ár verði hin
nýja veraldarsaga hugþekk bók
gáfuðum börnum og unglingum,
sem við hlið mæðra sinna og
kennara horfa gegnum sjóngler
skáldsins í fyrsta sinn yfir hið
mikla mannlíf, sem þó er ekki
nema dropi í ómælisvíðáttu
hinnar sögulegu tilveru.
Það hefði farið vel á, að því-
lík bók eins og Veraldarsaga
Wells hefði verið gefin út af
Menningarsjóði árið ,eftir að
Sigurður Nordal gaf þjóð sinni
hina frjóu hugmynd um há-
skóla sjálfmenntunar á íslandi.
Að vísu hefir seint verið til
aðri stjórnarnefnd hans fyrir 7. febrúar 1939.
Til greina koma þeir, sem lokið hafa prófi í gagnlegri náms-
grein, og taldir eru öðrum fremur efnilegir til framhaldsnáms,
sérstaklega erlendis.
Þeir umsækjendur, sem farnir eru til framhaldsnáms erlendis,
sendi umsögn kennara sinna þar með umsókninni.
Reykjavík, 3. jan. 1939.
Ágúst H. Bjarnaaan. Helfjft H. Eirífttsson.
VftLhjálmur Þ. Gíslason.
Kcrhid--- " il
Fést i f //* / u.ii.i. i i'! . n.n.-K.ii :::::::::::::
:::j jT /fA :::::::
l*-
Fundarboð.
Aðalfundur Flóaáveituféftagsftus verður
haldinu að Tryggvaskála laugard. 4. febr. n. k.
og hefst kl. 1 e. h.
Dagskrá er samkv. félagslögunum.
Flóaáveitustjórnín.
að drekka mjólk?
Prófessor E. Landfeldt segir m. a.:
Hafið þið nokkru sinni hugsað um það, að heili ykkar þarf á
mjólk að halda? Eða um það, að mjólkurfeitin eykur mótstöðu-
aflið gegn næmum sjúkdómum? Eða um það, að mjólk á að vera
kjarninn í öllu heilbrigðu mataræðið?
Engin önnur næring getur komið í stað mjólkur. Mjólk
hefir alla þá eiginleika, sem öll önnur næringarefni hafa að
geyma. Kjöt, fiskur, brauð og smjör, kartöflur og sykur, geta
að vísu, í réttum hlutföllum, haft sama næringargildi og mjólk,
en hverju fyrir sig er þeim ábótavant, þar eð þau vantaT ýms
efni, sem nauðsynleg eru fyrir líkamann. í mjólk eru öll nær-
ingarefni: Eggjahvíta, kolvetni, fita, sölt og fjörefni.
Þýðingarmesta eggjahvítuefni mjólkur er ostefnið, sem er
svokallað fullkomið eggjahvítuefni, þ. e. a. s. mönnum getur
nægt ostefnið eitt af eggjahvítuefnum. Ostefnið er einnig þýð-
mgarmikið vegna þess, að það inniheldur fosfórsýru, og hún
er ákaflega mikilvæg fyrir börn, sem eru að vaxa. Fosfórsýran
gengur nefnilega í samband við kalkið, sem líka er i mjólk,
og þessi tvö efni eiga þátt í beinmyndun hjá þörnum. Feitin í
mjólkinni er einnig einkennileg og sérstaks eðlis. Hún inniheld-
ur fjörefni A og D, sem leysast upp í fitu. Hið fyrra er nauðsyn-
legt fyrir heilbrigðan vöxt og veitir meiri viðnámsþrótt gegn
smitun. Hið síðara tryggir eðlilega beinmyndun, kemur í veg
fyrir og læknar beinkröm.
í mjólk eru einnig önnur fjörefni, sem leysast upp í vatnl,
nefnilega B og C. Hið fyrra kemur i veg fyrir og læknar beri-
beri, en hið síðara skyrbjúg. Steinefnin í mjólkinni eru og mjög
þýðingarmikil.
Mjólk er þess vegna nauðsynleg, bæði fyrir börn og full-
orðna. Hún er fullkomin fyrirmyndar-næring, sem ætti að vera
stærri hiuti af daglegri fæðu, en hún er nú hér á landi.
Menn eiga að drekka lítra af mjólk daglega. Ef menn gera
það, koma þeir að miklu leyti í veg fyrír afleiðingarnar af röngu
mataræði. Og með því að láta mjólk vera kjarnann í öllu heil-
brigðu mataræði, er tryggt, að börnin verði heilbrigðari og
hraustari og fái góðar tennur.
Við eigum því að drekka mjólk, í fyrsta lagi af því, að hún
kemur í veg fyrir næringarsjúkdóma. í öffru lagri af því, að hún
tryggir hinni uppvaxandi kynslóð hreysti og heilbrigði. í þriffja
iagi af því, að með meiri mjólkurneyzlu verður landið betur sjálf-
bjarga og færist nær þvi takmarki, að þjóðin geti fætt sig sjálf.
REFAEIGENDIJR!
M.s. Dronníng
Alexandrine
fer mánudaginn 9. þ. m. kl. 6
síffd. til ísafjarffar, Siglufjarff-
ar, Akureyrar. Þaffan sömu leið
til baka.
Farþegar sæki farseðla í dag.
Fylgibréf yfir vörur komi sem
fyrst.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen
Tryggvagötu. Síml 3025.
Kaupið hið nýja fiskimjölsfóður frá hlutafél. Fiskur Reykja-
vík. Það er unnið úr glænýju hráefni, er hraðþurrkað við lágt
hitastig og er þess vegna mjög mikið betra en annað fiskimjöl.
Leitið upplýsinga hjá hlutafélaginu Fiskur, Skjaldborg við
Skúlagötu. Sími 5472.
Lærið að synda
Sundnámskeið í Simdhöllinni
hefjast að nýju mánudaginn 9.
þessa mánaðar.
Sundhöllin öijöur nú nem-
öndum sínum betri kjör en
áöur.
Þátttakendur gefi sig fram á
laugardag og mánudag kl. 9—11
f. hád. og kl. 2—4 e. hád. Upplýs-
ingar á sömu tímum í sima 4059.
180
Andreas Poltzer:
Patricia
177
'.n j.ý'.«-i =»
M.s. Eldborg
fer til Vestmannaeyja
næstk. mánudag.
Flutningur óskast til-
kynntur sem fyrst.
hurðar gengið. Er það og gömuL
saga, að mörlandinn sé sein-
látur. En með þessari bók hefur
menntamálaráðið nýjan þátt í
starfsemi sinni. Og ef gifta er
með' verður þar haldið áfram
um margar bækur. Fræðirit og
góður skáldskapur veTður í
hverju heimili á íslandi í röð-
um við hlið hverrar vöggu,
þar sem ungir íslendingar
byrja að skynja hið fagra mál,
sem verið hefir fjöregg þjóðar-
innar í þúsund ár. J. J.
hann fór fram hjá næsta götuljósi,
þekkti Whinstohe hann aftur.
Alice Bradford gekk að hliðinu að hús-
inu, sem Whinstone stóð beint á móti,
og er hún hafði sem snöggvast rennt
augunum um götuna, sem að því er
vrtist, var mannlaus, stakk hún lyklinum
í skráargatið. Whinstone veitti hverri
hreyfingu hennar athygli.
Alice Bradford opnaði hliðiö og smokr-
aöi sér inn fyrir. Hún hallaði hliðinu
aftur og var í þann veginn að snúa lykl-
inum, þegar hún kom auga á skugga
hinum megin við götuna. Hún flýtti sér
að hverfa undan í skugga, þannig að hún
,sæi út á götuna, án þess að hún sæist
sjálf.
Það liðu margar minútur án þess að
nokkuð gerðist. Unga stúlkan var farin
að halda, að sér hefði skjátlazt, þegar
hún greindí karlmann, sem kom fram úr
skugganum og gekk út á götuna. Alice
Bradford þekkti þegar Whinstone full-
trúa, jafnvel þó að hún sæi ekki andlit
hans. Frakkinn var sérkennilegur í sniði,
og þó að engar buxnaskálmar sæjust
nður undan, þá var hún ekki í neinum
vafa um, hver maðurinn var.
Alice Bradford skildi þegar, hve af-
drifaríkt þetta gat orðið henni. Án þess
að hika sekúndu, tón hún til fótanna og
á rás upp stigann. Hún gekk ekki að því
hann áfram. — Það er sennilegt, en hitt
er annað mál, hvort hann finnur mig
þar. En ef hann veit hvar ég á heima, þá
setur hann sporhundana sína mér til
höfuðs og þeir víkja ekki frá mér augna-
blik.
— En þér verðið samt að halda áfram
að búa hjá frú Croys! sagði Alice Brad-
ford mjög ákveðin, og hélt svo áfram: —
Whinstone hefir engar sannanir gegn
yður, og mér finnst lang eðlilegast og
hyggilegast, að þér verðið kyr áfram á
sama stað, og hafist ekki að um sinn.
Whinstone getur haldið áfram snuðri
sinu í Old Mans Club ....
— En ef hann kemst á sporið eftir
hinum! Gleymið ekki, að hann veit um
„hvelfinguna“! sagði Sluice ákafur, og
var mikið niðri fyrir.
Andlitsdrættir stúlkunnar, sem voru
harðir, þó að andlitið væri fallegt og
slétt, breyttust ekki er hún sagði:
— Hinn veit allt um heimsókn Whin-
stones í Old Man’s Club, og hann hefir
eflaust gert sínar varúðarráðstafanir.
Whinstone getur ekki fundið neitt. Og
hann má heldur ekki finna neitt — þér
vitð ástæðuna, Sluice!
Eftir að Whinstone hafði sannfærzt
um, að bráðin var gengin úr greipum
honum, fór hann að hugsa um, hvergnig
hann ætti að bæta úr skissunni og hug-