Tíminn - 10.01.1939, Page 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
Edduhúsl, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA,
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
Edduhúsi, Lindargötu 1D.
Sími: 2323.
23. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 10. Janúar 1939
4. blað
Verzlunarjöínuðurina varð
hagstæður um 8,6 millj. kr.
á síðastl. ári
Innlluiníngurínn varð 2,5 míllj. kr. mínni
en árið áður
Hagstofan hefir nýlokið
bráðabirgðayfirliti um ut-
anríkisverlunina á sl. ári.
Samkvæmt því hefir verzlun-
arjöfnuðurinn orðið hagstæður
um 8.6 millj.kr.Heildarinnflutn-
ingurinn varð 49.102 þús. kr. og
heildarútflutningurinn 57.752
þús. kr.
Hliðstæðar tölur fyrir árið 1937
voru: Innflutningurinn 51.626
þús. kr. og útflutningurinn 58.861
þús. kr. Verzlunarjöfnuðurinn
varð þá hagstæður um 7.2 millj.
kr.
Innflutningurinn hefir orðið
rúmlega 2.5 millj. kr. lægri á sl.
ári en hann var árið áður.
Verðmæti helztu útflutnings-
varanna hefir orðið sem hér
segir (tölurnar frá 1937 eru til-
greindar á eftir í svip):
Verkaður saltfiskur 10.2 millj.
kr. (12.3 millj.), óverkaður salt-
fiskur 6.7 millj. kr. (3.5 millj.),
ísfiskur 4.1 millj kr. (3.5 millj.),
freðfiskur 1.6 millj. kr. (1.4
millj.), saltsíld 9.5 millj. kr. (5.8
millj.), þorskalýsi 4.0 millj. kr.
(4.1 millj.), síldarolía 5.2 millj.
kr. (8.7 millj.), síldarmjöl 3.8
millj. kr. (5.4 millj.), freðkjöt 2.4
millj. kr. (2.2 millj.), gærur 2.6
millj. kr. (2.4 millj.) og ull 1.4
millj. kr. (3.0).
Sundurliðun innflutningsins
er enn ekki fullkomlega lokið.
Að öðru leyti vísast til greinar
um verzlunarjöfnuðinn á 2. síðu.
FÉLAGSDÓMUR
tekinn til starfa
Félagsdómur kom saman í gær
kl. 4 í bæjarþingsstofunni, og
tók þar til munnlegs flutnings
fyrsta málið, sem lagt hefir verið
undir úrlausn þessa nýja dóm-
stóls, mál vörubílstjóradeildar
Dagsbrúnar gegn Reykjavíkur-
bæ.
Dóminn sitja, eins og kunnugt
er, þeir Hákon Guðmundsson,
hæstaréttarritari, Gunnl. E.
Briem stjórnarráðsfulltr., Sverrir
Þorbjarnarson hagfræðingur,
Sigurjón Á. Ólafsson alþm. og
Kjartan Thors frkvstj., en í hans
stað sat Lárus Jóhannesson
hæstaréttarmálaflutningsmaður
réttinn í þessu máli. Borgarrit-
ari, Tómas Jónsson, flutti málið
fyrir Reykjavíkurbæ, en Egill
Sigurgeirsson héraðsdómsmála-
flutningsmaður fyrir Verka-
mannafél. Dagsbrún, og hóf
hann mál sitt með eftirfarandi
ávarpi til dómsins:
„Þessi virðulegi dómur, félags-
dómur, er stofnaður skv. lögum
nr. 80 1938, um stéttarfélög og
vinnudeilur, og tekur nú til
starfa í fyrsta sinn. Það skiptir
ávallt miklu máli — og er sögu-
legur atburður í sjálfu sér —
þegar nýr dómstóll hefir göngu
sína. En úrlausnir þessa virðu-
lega dómstóls munu koma til
með að skipta meginmáli hundr-
uð og þúsundir manna á þessu
landi, og sumpart alit þjóðfélag-
ið. Það má því segja, að með
stofnun hans sé brotið blað í
sögu þjóðarinnar. Mér þykir því
hlýða, og er það mjög ljúft, að
óska þessum dómstól gæfu og
gengis í framtíðinni og allrar
farsældar í sínu mikilvæga starfi
á komandi árum.“
Formaður dómsins þakkaði,
og hófst þá flutningur málsins,
sem stóð langt fram á kvöld.
Þorskafliim.
Samkv. upplýsingum Fiskifé-
lags íslands, nam fiskaflinn á
öllu landinu á síðastl. ári 37.323
smál. Árið 1937 var hann 27.958
smál. og hefir hann því verið um
9.400 smál. meiri á síðastl. ári.
Árið 1936 var aflinn 29.131
smál. og 1935 50.002 smál. Mun
láta nærri að það ár hafi verið
meðalafli miðað við árin þar á
undan og skortir því æði mikið
til þess að síðastl. ár geti komizt
í tölu meðalára hvað aflabrögð
snertir.
Fiskbirgðirnar voru í árslok
3.899 smál., en voru 2.732 smál.
á sama tíma í fyrra.
100 ára
Hernaðarstyrkleikí Rússa
Verð á sillurrefa-
skínnum í London
Tímanum hefir borizt yfirlit
um sölu á silfurrefaskinnum á
uppboðum hjá C. M. Lampson
& Co., Ltd., London frá 13.—15.
des. síðastl. Til fróðleiks fyrir
refaeigendur verður hér sagt frá
helztu niðurstöðum:
Svört eða lítið silfruð skinn:
145 venjuleg, seldust til jafnað-
ar á 69 kr. og 25 góð á 80 kr.
Hæsta verð 85 kr.
Yi silfurskinn: 570 venjuleg
seldust til jafnaðar á 84 kr. og
29 góð á 105 kr. Hæsta verð
155 kr.
yz silfurskinn: 2600 venjuleg,
seldust til jafnaðax á 95 kr. og
115 góð á 120 kr. Hæsta verð
199 kr.
% silfurskinn: 8941 venjuleg,
seldust til jafnaðar á 103 kr.,
731 góð á 160 kr og 4 úrvals-
skinn á 249 kr. Hæsta verð 265
kr.
Alsilfurskinn: 5055 venjuleg,
seldust til jafnaðar 113 kr.,
1136 góð á 177 kr. og 24 úrvals-
100 áxa gömul er í dag Elísa-
bet Árnadóttir á Hnjóti í Bíldu-
dal. Hún er vestfirzk að ætt og
uppruna og hefir dvalið allan
aldur sinn i Arnarfirði og
Tálknafirði. Hún hefir verið
ekkja í ellefu ár, og missti hún
mann sinn og tvö börn i sömu
viku. Alis eignuðust þau hjón-
in fjögur börn, sem komust til
fullorðinsára og eru þau nú öll
dáin, en nokkur barnabörn á
hún á lifi.
Elísabet er vel ern, svo há-
öldruð manneskja, hefir fóta-
vist, dágóða heyrn, en sjónin er
tekin að daprast. Húsforráð
hefir hún enn og býr með son-
ardóttur sinni, ógiftri.
Elísabet er vel látin af öllum,
sem hana þekkja.
Merkilegrur samanburður.
í Bandarikjunum hefir nýlega
verið birtur samanburður á
launum verkamanna í lýðræðis-
löndum og einræðislöndum. —
Sýnir hann, að launin eru miklu
hærri í lýðræðislöndum. T. d.
getur amerískur verkamaður
keypt fyrir tímakaup sitt 4 sinn-
um meira af matvöru og klæðn-
aði en verkamaður í Þýzkalandi,
9 sinnum meira en verkamaður
í Ítalíu og 12 sinnum meira en
verkamaður í Rússlandi. (Poli-
tiken.)
skinn á 287 kr. Hæsta verð 409
krónur.
Úrgangsskinn, sem voru 5335,
seldust til jafnaðar á 70 kr.
Áróðursstarfsemi Þjóðverja
fyrir sjálfstæði Ukrainu, vex
stöðugt. Ýmsir þeirra, sem vel
fylgjast með þessum málum,
telja, að þau geti jafnvel leitt
til styrjaldar á þessu ári.
f því sambandi hefir mikið
verið rætt um styrkleika rúss-
neska hersins. Nic. Blædel, sem
þykir einn áreiðanlegasti blaða-
maður Dana og hefir þvi orðið
fyrir hörðum árásum frá Þjóð-
verjum, skrifaði nýlega grein um
þetta efni, og fer hér á eftir
lausleg þýðing á einum kafla
hennar:
— Ef maður spyr hina fróð-
ustu menn í London og Paris um
hernaðarstyrkleika Rússlands,
mætir manni stöðugt sama ó-
vissan.
Það væri kannske hægt að
komast nær þessu með því, að
spyrja: Hversu mikils virði var
afstaða Rússlands, þegar ófrið-
legast var í sumar, og hvað gat
það gert?
Menn minnast yfirlýsingar Lit-
vinovs: Sovét-Rússland er reiðu.
búið til að veita Tékkoslóvakíu
alla þá hjálp, sem í þess valdi
stendur. (Þetta var að vísu því
skilyrði bundið, að Frakkar
stæðu við sínar skuldbindingar.)
Þegar leiðin yfir Pólland var
lokuð, þýddi þetta að Rússland
gat sent flugvélar og dálítið her-
lið eftir hinni einsporuðu járn-
braut, sem liggur yfir Rúmeníu.
Vegna hlutleysis Póllands, hefði
aðstoð Rússa orðið mjög tak-
mörkuð.
Samgöngurnar eru veigamik-
ill þáttur, þegar meta á hern-
aðarlega getu Rússa. Enska
tímaritið, „The Round Table“,
virðist meta þær nálægt sanni
á þennan hátt:
„Samkvæmt rússnesku blöð-
unum, geta járnbrautirnar í
Rússlandi ekki fullnægt olíu-
flutningum á friðartímum. —
Styrjöld myndi því skapa geysi-
lega erfiðleika. Landbúnaður
hefir tekið upp vélayrkju í svo
stórum stíl, að hann er algerlega
háður dráttarvélum og olíu. Ef
samgöngutækin og verksmiðj-
urnar væru algerlega sett í þágu
hernaðarins, gæti afleiðingin
orðið hungursneyð.“
Það er öll ástæða að halda, að
þetta mat sé rétt. Það er hinn
gamli vanmáttur Rússlands —
A. KROSSGOTIJM
Bátasmíðar á Akranesi. — Vertíð hafin. — Aukin garðrækt. — Verðlauna-
keppni. — Snjóflóð í Súgandafirði. — Læknaskipti. — Vorkuldarnir grönd-
----- uðu farfuglum. — Heita vatnið á Reykjum. -
Af styrkjum þeim, sem veittir verða
á þessu ári til smíða á fiskibátum, kom
styrkur til byggingar á fimmtíu smá-
lesta skipi í hlut Akurnesinga. Þykir
líklegt, að sllk skip verði arðbærari
atvinnufyrirtækl heldur en minni vél-
bátar, sem ekki er haldið úti nema
nokkum hluta árs. Skipið verður smið-
að í þorpinu sjálfu, og mun verða
byrjað á því, þegar gengið hefir verið
frá samningum, efniskaupum og teikn-
ingum. Aðstaða til bátabygginga er
haganleg, góð dráttarbraut og almenn-
ur skilningur á því meðal skipasmið-
anna, að betra sé að hafa tryggari
vinnu og lægra kaup, heldur en að
hafa há laun og stopula vinnu. Von er
til, að fleiri bátar verði smiðaðir á
Akranesi en þessi og helzt þyrftu á-
vallt að vera þar 1— 2 bátar í smíðum.
i r t
Flestir bátar á Akranesi hófu fiski-
róðra eftir nýárið og eru nú alls um
tuttugu bátar byrjaðir veiðar. Innan
skamms munu tveir eða þrír bætast
í hópinn. Eru því álíka margir bátar
gerðir út af Akranesi og verið hefir á
undanförnum vetrarvertíðum. Bátarnir
hafa fiskað dável í þeim róðrum, sem
farnir hafa verið, og mun betur en
um þetta leyti imdanfarin ár.
t t t
Akurnesingar hafa allmikinn hug á
að auka sem mest kartöfluræktun
sína á komandi vori. Er þó að ýmsu
leyti örðugt um vik. Mest allt það land,
sem hentugast er til kartöfluræktar.
sandjörðin, er að fullu notuð, ef undan
eru skildir allmargir túnblettir í þorp-
inu, en þeir eru í einstaklingseign.
Nú hefir smábýlið Jaðar fengizt, fyrir
tilstuðlan sveitarstjórnarinnar, laust úr
ábúð og mun þorpsbúum þar gefast
kostur á nokkrum þúsundum fermetra
af iandi, sem gott er til garðræktar.
Að öðru leyti verður fólk að leita
lengra út úr þorpinu eftir góðum garð-
löndum.
t t t
Danskur maður, Frants Alling, hefir
nýlega gefið „tekniska" háskólanum í
Kaupmannahöfn 10 þúsund krónur, er
úthluta skal sem verðlaunum fyrir upp-
finningu á nytjaefni eða nytjaáhaldi,
sem iðnaðarútflutningur frá íslandi
eða Danmörku gæti grundvallazt á.
Þátttaka í þessari samkepni er heimil
öllum íslenzkum og dönskum ríkis-
borgurum og er undirbúningsfrestur
til næstu áramóta.
r r r
Síðastliðinn sunnudag féll snjóflóð
á Norðureyri við Súgandaförð og fórust
i því 26 kindur. Bárust sumar þeirra
langt fram á fjörð. Snjóflóð hafa oft
fallið þama áður og tekið með sér
bæjar- og peningshús.
trr
Torfi Bjarnason frá Ásgarði, sem
verið hefir héraðslæknir í Miðfjarðar-
héraðí í nokkur ár, hefir verið skipaður
héraðslæknir á Sauðárkróki. Mið-
arlæknishérað hefir nú verið auglýst
laust til umsóknar og er umsóknar-
frestur til 15. febrúar næstkomandi.
Jóhannes Björnsson þjónar embættinu
þar til það verður veitt.
r r t
íhugulir menn veittu því athygli í
sumar, að heiðlóur hópuðu sig ekki
eins og venjulega á túnum, er líða tók
að hausti. Þessa gætti víða um land,
bæði norðan lands og sunnan. Þess
er getið til, að ástæðan sé sú. að kuld-
arnir síðastliðið vor hafi grandað ung-
unum í stórum stíl og fuglamir ef til
vill ekki hamizt í hreiðmm sínum.
Muni fuglafæðin hafa af því stafað.
t f t
Vatnsmagnið, sem fæst úr borhol-
unum á Reykjum í Mosfellssveit, hefir
aukizt talsvert í haust og er nú sam-
tals um 164 lítrar á sekúndu og að
meðtöldu yfirborðsvatninu er magnið
rösklega 200 lítrar á sekúndu. Meðal-
hiti vatnsins, sem næst úr borholun-
um, hefir aukizt lítilsháttar og er nú
rösklega 86 stig. Talið, er, að vatn
það, sem nú fæst á Reykjum, myndi
nægja til þess að hita upp híbýli bæj-
arbúa í allt að 10 stiga frosti. Úr einni
borholunni fást nú um 40 lítrar af
vatni, sem er 88 stiga heitt, og hefir
hvorki fengizt svo mikið né heitt vatn
úr einni borholu áður.
RÚSSNESKNIR HERMENN
að cef.a jallhlífarstökk úr flugvélum. Er
talið að Rússar hugsi sér að geta
á þennan hátt flutt fjölmennan her á
bak við víglínur óvinanna.
ófullnægjandi járnbrautir og
lélegir vegir — til aö heyja sókn-
arstyrjöld, sem afhjúpast hér á
ný, en hinsvegar getur þetta
líka örðið til hjálpar á þann hátt
að það tefji fyrir framsókn inn-
rásarhers.
Önnur spurning kemur einnig
til greina: Hvernig er hugsunar-
hátturinn í hernum og afstaða
liðsforingjanna eftir aftökur
hershöfðingjanna vorið 1937 og
fjöldafangelsanirnar, sem fylgdu
á eftir?
Erich Wollenberg, sem var í
rauða hernum frá 1921—36, hefir
í nýrri bók gefið nákvæmt yfir-
lit um Tukatchevskimálið og af-
leiðingar þess. Hann segir m. a.:
„Ef 60% af þeim mönnum, er
á dögum Lenins gegndu öllum
helztu trúnaðarstörfum hjá
flokknum, ríkinu og hernum eru
njósnarar og glæpamenn, hvern-
ig er það þá með 40%? í hópi
liðsforingjanna eru það fáir, sem
trúa á sekt Tukatchevskis og
hinna meðdæmdu hershöfðingja.
Eini árangur dómsins hefir því
orðið sá, að skapa óbrúandi bil
milli hersins og Stalinsklikunn-
ar.“
Hér er vissulega bent á atriði,
sem skiptir miklu máli.
Lánveitingar Breta.
Nokkru áður en enska þinginu
var frestað fyrir jólin, skýrði
Sir John Simon fjármálaráð-
herra frá því, að undanþága sú,
sem veitt var í febrúar sl. frá
höftunum á lánveitingum til út-
landa væri úr gildi numin.
Skýrði John Simon frá því,
að nefndin, sem um þessi mál
fjallaði, hefði lagt til, að þessi
höft yrðu tekin upp aftur og
væri ástæða til að ætla, að nauð-
syn þess væri almennt viður-
kennd.
Með þessari ráðstöfun hefir
enskum bönkum verið bannað að
lána fé til útlanda, nema alveg
sérstakar ástæður séu fyrir
hendi og ríkisstjórnin leggi sam
þykki sitt á það.
IJpphitim
með rafmagnl.
í áramótagrein, sem Per Kure
forstjóri skrifar í „Dagbladet“
um norska rafmagnsiðnaðinn,
segir hann að merkilegasti þátt-
ur í sögu hans á árinu sé vax-
andi áhugi fyrir upphitun húsa
með rafmagni. Rafveitur í
(Framh. á 4. siðu)
W
A viðavangi
Misskilningur er það, sem
Þjóðviljinn hefir verið að hamra
á undanfarna daga, að skuldir
íslendinga erlendis hækki, ef
gengi krónunnar verði lækkað.
Þessar skuldir eru í erlendri
mynt og gengi íslenzkrar krónu
hefir því ekki áhrif á þær,
hvorki til hækkunar né lækk-
unar. Það þarf nákvæmlega
jafnmikið af íslenzkum vörum
til að greiða þessar skuldir eft-
ir sem áður, þó að krónan væri
felld. Hinsvegar myndi nafn-
verð skuldanna í íslenzkum
krónum breytast, en það væri
þá vegna þess, að krónan hefði
breytzt en ekki skuldirnar.
* * *
Símfregnir þær, er bárust
hingað til lands á dögunum, um
hinn nýgerða samning milli
verkamanna og atvinnurekenda
í Svíþjóð hafa sýnilega verið
nokkuð ýktar. Hefir Tíminn nú
átt kost á að sjá frásögn
sænskra blaða og sömuleiðis
opinberar heimildir um þessi
mál. Tilgangur samningsins er
þó bersýnilega sá, að útiloka
verkföll og verkbönn, og ýms á-
kvæði hans munu reynast á-
hrifamikil í þá átt, t. d. það,
að ákvörðun vinnustöðvana er
nú lögð í hendur samband-
anna, að bannaðar eru póli-
tískar vinnustöðvanir og vinnu-
stöðvanir, sem hindra opinbera
starfsemi 1 almanna þágu,
mönnum, sem vinna að verndun
verðmæta leyft að starfa, þó
vinnustöðvun sé o. s. frv. — í
grein þeirri, sem birt er um
þetta efni í Alþýðublaðinu í
gær, hefir fallið niður að skýra
frá sumum atriðum samnings-
ins.
* * *
Einkennilegt má það heita, ef
Mbl. sér ekkert athugavert við
það, að veita stórar fúlgur af
fé þjóðarinnar til togaraútgerð-
arfyrirtækja, sem svo eru skuld-
ug, að þau eiga sér ekki við-
reisnar von, þrátt fyrir slíka
hjálp. Það sýnist þó vera alveg
sjálfsögð krafa, að slíkum fyr-
irtækjum sé komið á það heil-
brigðan grundvöll, áður eða um
leið og hjálpin er veitt, að rekst-
ur þeirra, eftir að búið er að
veita hjálpina, sé nokkurn veg-
inn tryggður. Þar með er vitan-
lega ekki sagt, að þessi félög
þurfi að verða gjaldþrota. Það
°r undir því komið, hvaða trú
eigendur þeirra og aðrir stuðn-
ingsmenn hafa á framtíð þeirra
og hvort þau geta gefið trygg-
ingu fyrir hófsamlegum háttum
um hálaunagreiðslur og þess-
háttar.
* * *
Ritstjórar Mbl. hefðu gott af
því að spyrja sér fróðari menn
um ýmislegt af því, sem gerzt
hefir í íslenzkum stjórnmálum
á síðustu árum. Sl. sunnudag
segir blaðið, að árið 1932 hafi
engin innflutningshöft verið í
gildi í landinu, og leggur svo út
af þessari fáfræði sinni á til-
heyrandi hátt. Það verður því
ekki hjá því komizt, að fræða
Mbl. um það, að reglugerðin
um innflutningshöft var sett af
stjórnarráðinu 23. okt. 1931 og
að innflutningsnefndin kom
saman á fyrsta fund sinn 26.
okt. sama ár. Árið 1932 báru
höftin mikinn árangur, og var
það vegna þess, að þá var mjög
mikið til af gömlum vörubirgð-
um í landinu. En 1933 og 1934
fór framkvæmdin að linast, og
var þá eftir stjórnarskiptin gerð
ný umbót á þessum málum, með
setningu nýju gjaldeyrislag-
anna, sem í gildi gengu í árs-
byrjun 1935.
* * *
Héðinn Valdimarsson skrifar
áramótahugleiðingar í Þjóð-
viljann 4. þ. m. Eru þær að
miklu leyti um viðskipti hans
við Alþýðuflokkinn á árinu.
Héðinn kemst svo að orði, að
flokkur sinn sé hinn „rétti
verklýðsflokkur í landinu“ (sbr.
„rétttrúnað“!) og sé hann nú
(Framh. á 4. síðu)