Tíminn - 10.01.1939, Síða 4

Tíminn - 10.01.1939, Síða 4
TtMINN, þrlgjHdagiiw 10. janúar 1939 4. blað 16 Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Rcykjavíkur. 1. Dagpeningatrygging Sjúkrasamlagsins fellur-niður sem skyldutrygging frá næstu áramótum, og frá þeim tíma verða dag- peningar ekki greiddir samlagsmönnum, samkvæmt þeim regl- um, sem gilt hafa um dagpeningatryggingu samlagsins, öðrum en þeim, sem þegar hafa lagt fram læknisvottorð um að þeir hafi áður verið orðnir óvinnufærir sökum veikinda eða slysa og þannig öðlast rétt til dagpeningagreiðslu áður en tryggingarreglunum var breytt. Frá 1. janúar s.l. verður hinsvegar, samkvæmt 30. gr. alþýðu- tryggingarlaganna frá 31. des. 1937, 4. tölulið, samlagsmönnum á aldrinum 16—55 ára, gerður kostur á, gegn sérstöku iðgjaldi, að tryggja sér dagpeningagreiðslu, er þeir verða óvinnufærir, sam- kvæmt reglum, sem um það eru settar í samþykkt samlagsins og nú hafa öðlast gildi. Samkvæmt þeim reglum eiga samlagsmenn kost á að tryggja sér dagpeninga að liðinni einni viku eða lengri tíma (biðtíma) frá því er þeir kunna að verða óvinnufærir, og fer upphæð iðgjaldsins þá að nokkru eftir lengd biðtímans, eins og áður, auk þess sem aldur hins tryggða kemur einnig til greina í því sambandi. Reiknast iðgjöldin samkvæmt eftirfarandi töflu er sýnir: Mánabariðgjöld fyrir 10 kr. bætur á sjúkraviku frá og með Aldur: 2. vika: 3. vika: 4. viku: 5. viku: 9. viku: 14. viku 16—19 1,40 1,05 0,85 0,65 0,25 0,05 20—24 1,50 1,15 0,85 0,65 0,20 0,05 25—29 1,75 1,25 0,90 0,65 0,20 0,05 30—34 1,85 1,30 0,95 0,65 0,20 0,05 35—39 1,90 1,35 1,00 0,70 0,20 0,05 40—44 1,95 1,45 1,05 0,80 0,25 0,05 45—49 2,15 1,60 1,20 0,90 0,25 0,05 50—54 2,45 1,85 1,35 1,00 0,30 0,10 55 2,60 1,95 1,45 1,10 0,35 0,10 Fyrir 20 kr. bætur á sjúkraviku greðiist tvöfalt iðgjald. Fyrir 30 kr. bætur á sjúkraviku greiðist þrefalt iðgjald. 2. Ljós- og Röntgenlækningar: Frá 1. janúar s. 1. eiga sam- lagsmenn kost á, í viðeigandi tilfellum, eftir ráði heimilislæknis, að fá Ijósböff (kvarzljós og kolbogaljós) og yfirborffs-röntgengeisl- anir, á Röntgendeild Landspítalans að % hlutum á kostnað Sjúkrasamlagsins, en leita þarf þó samþykkis trúnaðarlæknis samlagsins í hverju einstöku tilfelli. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Tilkynning um iramvísun rcíkninga Sjúkrasamlag Reykjavíkur beinir þeirri áskorun til þeirra manna og stofnana, sem eiga reikninga á samlagið frá síðast- liðnu ári, að sýna þá til greiðslu fyrir 25. þ. m. í afgreiðslunni, Austurstræti 10. Sjákrasamlag Reykjavíkur. Á nýársdag var Thomas Moo- ney, sem stundum hefir verið nefndur „Dreyfus Bandaríkj- anna“, náðaður. Hann hefir set- ið í fangelsi í 22 ár og 4 mánuði. Mooney var verkamannafor- ingi í San Francisco. Verkalýðs- samtökin áttu þá litlu fylgi að fagna i Bandaríkjunum. Á krófugöngu, sem hernaðarsinnar í öorginni héldu, var sprengju varpað á mannfjöldann og létu níu menn lifið. Lögreglan fann ekki sökudólginn, en vegna stjórnmálaafskipta og andúðar gegn stríði féll grunurinn á á Mooney og samstarfsmann hans, Warren Billings. Við réttarhöldin gat Mooney fœrt óhrekjandi rök fyrir því, m. a. með Ijósmynd, að hann hefði verið staddur annarsstaðar en þar sem þessi atburður varð og gœti því ekki verið valdur að honum. Eigi að siður voru þeir Billings báðir dæmdir til heng- ingar. Dómurinn var uppkveðinn 22. júlí 1916. Síðar var honum breytt í œfilangt fangelsi. Leið svo nokkur timi. Verka- lýðssamtökin og mannúðarfélög víðsvegar um heim tóku að sér að sanna sakleysi þeirra félaga og krefjast sýknunar þerria. Aðalvitnin gegn þeim játuðu að þeim hefði verið borgað fyrir að sverja rangan eið. Margir af lcviðdómurunum, sem höfðu dæmt þá, viðurkenndu sakleysi þeirra, þegar þeir höfðu fengið nánari upplýsingar. En ýms œðstu yfirvöldin þrjóskuðust stöðugt. Fyrir sjö árum var þeim boðin náðun, en sakleysi þeirra var ekki viðurkennt. Billings þáði slíka lausn, en Mooney ekki. Viðurkenning á því, að hann hefði verið ranglega dœmdur, var honum fyrir öllu. Móðir hans ferðaðist meðan hún lifði viða um heim til að vinna fyrir málstað sonarins. Þegar hún dó 1924, var honum neitað að vera við jarðarförina. í fangelsinu var Mooney fyrir- myndarfangi, hjálpfús, hlýðinn og samvinnugóður. Náðun sina á hann því að þakka, að demókratar unnu landstjórakosninguna i Kali- forniu í haust, en republikanar hafa stjórnað þar samfleytt í 45 ár. Þeim hefir fundizt náðun Mooney einskonar niðurlœging fyrir stjórn sína og því verið henni andvígir. Mooney-málið var eitt helzta átakamálið i kosningunum í haust. 5fí * * Nýjasti dansinn og sá, sem nýtur einna mestra vinsœlda í Bandríkjunum nú, heitir „Ele- anor Glide“ í höfuðið á frú Roosevelt, sem hefir mikinn á- huga fyrir dansi. * * * Á veturna fara margir efna- menn í Englandi til Sviss og stunda þar skíða- og skauta- íþrótt. Það er talið, að skáld- sagnahöfundurinn Arthur Con- an Doyle hafi verið frumkvöðull þess, að þessi ferðalög ruddu sér til rúms. ÚR R/EIVUM Félag ungra Framsóknarmanna í Revkjavík heldur umræðufund í Sambandshúsinu á fimmtudagskvöldið. Fundurinn hefst kl. 8,15. Valdimar Jó- hannsson kennari segir frá ferð um Norðurland. Guðmundur V. Hálmars- son tftlar um hina fyrirhuguðu leikvelli í Nauthólsvíkurlandi. Þórarinn Þórar- insson flytur framsöguræðu um afstöðu Framsóknarmanna til annarra stjórn- málaflokka. í fundarbyrjun fer fram inntaka nýrra félaga. Menn eru á- minntir um að mæta stundvislega. Viffskiptaskráin, ný útgáfa, er nú í undirbúningi í Steindórsprent. Nær hún yfir flestalla kaupstaði landsins og er aukin og end- urbætt. Menn, sem kynnu að vilja láta skrá ný atvinnu- eða kaupsýslu- fyrirtæki, ættu að tilkynna það, sem fyrst í Steindórsprent, Aðalstræti 4. Gamla Bíó sýnir nú ameríska mynd: Konungur sjóræningjanna. Myndin byggist á hinni viðburðaríku sögu víkingsins Jean Lafitte, sem var uppi um alda- mótin 1800 og hafði talsverða þýðingu í styrjöld Bandaríkjanna og Englands 1812—14. Aðalhlutverkið er mjög vel leikið af Fredric March. Verðlag á kartöflum (Fravih. af 2. síðu) manna er mun meiri 2—3 síð- astliðin ár en hún hefir áður verið. Eigi að síður væri æski- legt, að hún gæti aukizt til mik- illa muna, og að lækkandi vexð- lag gæti stutt að þeirri aukn- ingu. Mun það mark nást betur með öðrum aðgerðum en hinum fávíslegu ummælum hr. S. K. um Gr. R. og hvernig hún hafi leikið hann og aðra. Margt er það, sem þyrfti að lækka í verði hér á landi — um það verða víst allir sam- mála, — en eitt er það, sem ég tel mest um vert aff lækki ríf- lega í verffi, — það er álits- gengi þeirrar „þingmennsku" og „þjóðmálastarfsemi“, að hampa með drýldni, og án þess að vilja vita hið rétta, jafn ranghverfum fullyrðingum eins og hr. S. K. gerir um Gr. R., þótt í stuttu máli sé. Það er sama hvert málefnið er, slík málafylgja þyrfti að lækka svo 1 verði, að enginn vildi við henni líta. Mætti þá segja um álit þeirra, er henni beita: Lítið var en lokið er. 5. janúar 1939. Árni G. Eylands. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) bæði „samhentur“ og „vel brynjaður“, þrátt fyrir nöfnin tvö og formennina tvo. Þá segir hann, að Framsóknarflokkur- inn hafi „sópað til sín yfirráð- um síldarverksmiðjanna". Er það undarlega að orði komizt, þar sem Framsóknarflokkurinn er, eins og allir vita í minna- hluta í verksmiðjustjórninni og hefir þar því engu meiri „yfir- ráð“ en áður var. Önnur æfin- týri, sem H. V. segir þarna um Framsóknarflokkinn, eru af líkum toga spunnin. Útbrciðið TÍ M AIVN IJpphit. með rafmagni (Framli. af 1. síðu) mörgum bæjum Noregs hafa hafizt handa til að hrinda þessu máli áleiðis, en mest hefir þó verið unnið að því í Oslo. Telur hann^að upphitun með rafmagni geti haft hina mestu þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn t. d. ef styrjöld bæri fljótlega að höndum. Hljómsveit Reykjavíkur. Meyjaskemman verður lcikin annað kvöld klukkan 8V2 Affgöngumiffar verffa seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun f Iðnó. — Sími 3191. 182 Andreas Póltzer: hafði fyrst haldið, að stúlkan ætti ekk- ert afdrep þarna í húsinu í Upper Harley Street. Nú komst hann að þeirri niður- stöðu, að svo hlyti að vera; annars hefði hún verið komin á háaloftið fyrir löngu. Þegar hálftími var liðinn fór Whin- stone að brjóta heilann um hvort það væri eiginlega til nokkurs að híma þarna lengur. Hann tók ákvörðun. Stóð upp, fór ofan af loftinu og niður á neðstu hæð á s'tigaganginum. Hann kveikti á eldspítu og sá á hurðinni hjá sér litið spjald með nefninu Alice Bradford. Whinstone vissi að stúlkan bjó ein þarna í lítilli íbúð. Hann hikaði við sem snöggvast — klukk. an var orðin fjögur að morgni — en svo hringdi hann bjöllunni. Hann heyrði vel kliðinn í bjöllunni fyrir innan, en ekki nokkra lifandi sál. Hann hringdi í annað sinn og nokkuð lengi. Hann var að því kominn að hrósa happi og fara á vörð aftur upp á loft, þegar hann heyrði þrusk fyrir innan dyrnar. Og rétt á eftir var var spurt með syfjulegri og að því er virtist ofurlítið smeikri kvenrödd: — Hver er þar? Þetta var rödd Alice Bradford, það var enginn vafi á þvl. Whinstone laumaðist á burt án þess að svara. Eftir eina mínútu var hann kominn út á götu. Hann gekk á ská til hliðar og Patrícia 183 horfði upp í glugga Alice Bradford. En hann sá ekkert ljós, og þetta voru einu mistökin hjá Alice Bradford. Því að Whinstone ályktaði sem svo, og það með réttu, að manneskja, sem vakin er upp klukkan fjögur um nótt, kveikir fyrst og fremst ljósið. Svefndrunginn í rödd hennar villti honum ekki sýn. FIMMTI KAPÍTULI, Hr. Penepol Meager, eigandi verzlun- arinnar „Fjárhirzla Indlands“ var ekki í sem beztu skapi. Loftið í fjárhirzlunni var eins og þrumuveður væri í aðsigi, og Bill sendisveinn, sem tók eftir fyrstu ein- kennum hins væntanlega óveðurs, sat um tækifæri til að komast á burt af hættusvæðinu. Penelop Meager hafði heyrt á tal stráksins og Violet, og af því að þyrk- ingslegur húsbóndinn var að leita að átyllu til að bera eld að púðurtunnu sinna þrauthrelldu skapsmuna, færði hann sig nær þeim. — Ég get svarið yður, ungfrú Violet, að það er ekki dropi eftir af honum! sagði strákurinn. — Um hvað ertu að tala? tók Pene- lop Meager fram í samræðuna. Bill lét ekki rödd húsbóndans blekkja sig, þó hún virtist stillileg. Til vonar og vara færði hann sig nokkur skref undan Lelðréttiiig. í Moladálki Timans er fyrir skemmstu birt vísa ein, er ég á að hafa gert fyrir nokkrum ár- um. Þótt vísan sé birt að mér for- spurðum, mun ekki tjá að fást um það. Þeir, sem hafa þann á- vanda, að kasta þeim fram við tækifæri, vita aldrei hvar þær lenda og mega vera við því búnir að þær séu ýmist hentar á lofti eða hirtar, ef þær liggja á glám- bekk og sá eigi fund, sem finnur. Nú vill svo til, að vísa þessi á sér stallsystur, mjög samrýmdar. Munu þær hafa verið á næstu grösum er hún var klófest og sett í hold. Vilja þær nú umfram allt vera henni til samlætis og að eitt gangi yfir þær allar, ef kostur væri. Ekki er ég að bera þær fram á bænarörmum af neinu kappi, en hér eru þær samt, hvort sem þær þykja hús- hæfar: Hrós um dáið héraðslið hamast sá að skrifa sem er ávallt flla við alla þá, er lifa. Þann ég heyrði herrans þjón háa speki boða, er ég leit, sem fjandans flón fara sér beint að voða. Konungur sjóræningjanna. Stórkostleg og afarspenn- andi kvikmynd, gerð af Cecil B. de Mille. íl Aðalhlutverkin leika: FREDRIC MARCH og í? FRANSISCA CAAL. Börn fá ekki aðgang. NÝJA BÍÓ * Ranða akurliljan snýr aftur. Stórfengleg kvikmynd frá United Artists, er byggist á síðari hluta hinnar heims- frægu sögu Rauffa akurliljan eftir barónsfrú Orczy. Aðalhlutv. leika: BARRY BARNES, SOPHINE STEWART o. fl. Leikurinnþ fer fram í i; Englandi og París á dögum frönsku stjórnarbyltingaT- innar. Bifreiðarafgevmar -- Viðtækjarafgevmar. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. Trésmídaiélag’ Reykjavíkur Þeir félagsmenn, sem kynni að óska styrks úr tryggingar- sjóði félagsins, sendi um það skriflega beiðni, sem afhendist í skrifstofu félagsins í Kirkjuhvoli fyrir 20. þ. mán. Stjórnin. Jafnvel ungt fólk eykur vellíðan sína með því að nota hárvötn og ílmvötn Yið framleiðum: EAU DE PORTUGAL EAU DE QIIMAE EAU DE COLOGNE RAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum við hafiff framleiffslu á ILMVÖTAUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaffinn.--- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg- ar þær þurfa á þessum vörum að halda.-— Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr r é 11 u m efnum. — Fást allsstaffar.--- Áfeng-isverzl. ríkisins. ..SíiOin** vestur og norffur föstudag 13. þessa mán. Flutningi óskast skilaff á miff- vikudag og pantaffir farseðlar sóttri degi fyrir burtferff. Á sín mæti mikilsverð maðurinn ræðuprúður, bara’ að öll hans orð og gerð er sem skothent klúður. Þeir svo kjarngott kennimanns kveðjuoffur segja, tU að lifa í lofi hans langar marga að deyja. Indriði á Fjalli. Ódýrar bækur. Fágætar bækur fást í Fornbókasölunni á Laugavegi 18. Mikið úrval. Benjamín Sigvaldason.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.