Tíminn - 14.01.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1939, Blaðsíða 2
22 TÍMIM, lattigardagimi 14. janúaf 1939 6. blað Ræða Sígurðar Jónassonar á bæjarstjórnarlundi 12. þ. m ^pmmrt Laugartlaginn 14. jan. Ljós í vestrí Matthías kvað: „Sé ég hendur manna mynda meginþráð yfir höfin bráðu“. Og áratugum saman hefir einstaka menn dreymt um það skáldadrauma, að íslendingar austan hafs og vestan myndu geta gert mikil sameiginleg átök og verið ein samhuga þjóð í tveim heimsálf- um. En sitt er hvað hugsjón og framkvæmd. Og allt fram á síðustu tíma hefir lítið verið gert til þess að láta draum skáldanna rætast. Sú viðleitni, sem hægt er að benda á í þessa átt, hefir fyrst og fremst kom- ið fram af hálfu íslendinga vestan hafs. Þeir stofnuðu Þjóð- ræknisfélagið. Þeir höfðu sín á meðal öflug og myndarleg samtök um að sækja Alþingis- hátíðina 1930. Fyrir 25 árum hjálpuðu þeir til að stofna Eimskipafélag íslands. Og sum- ir beztu menn þeirra taka sér ferð á hendur hingað ár eftir ár eða með fárra ára millibili af tryggð við land og þjóð. En af hálfu heimalandsins hefir allt of lítið verið gert. Nokkrir prest- ar héðan hafa starfað vestan hafs meðal islenzkra safnaða, og nokkrir menn aðrir hafa farið vestur um haf og flutt fyrirlestra. En frumkvæðið til þessara ferðalaga mun yfirleitt hafa komið vestan að. Ýmsar aðrar Norðurálfuþjóð- ir gera mikið til þess að halda við sambandi við landa sína í öðrum heimsálfum. Þær gefa t. d. út sérstök blöð, sem ætluð eru lesendum hinumegin hafs- ins. Við íslendingar erum ein þeirra þjóða, sem tiltölulega mikið hafa lagt til hins ame- ríska landnáms miðað við fólksfjölda heimalandsins. Á- litið er að fjöldi þeirra íbúa Norður-Ameríku, sem íslenzkir mega teljast, sé nú fast að því eins og helmingur heimaþjóðar- innar. Þessi fólksfjöldi er aðal- lega í fáum héröðum, en þó eru Íslendingar dreifðir víðsvegar um allt Kanadaríki og Banda- ríkin norðan- og vestanverð. Og það er vert að veita því at- hygli, að íslendingarnir hafa ekki reynzt neinir miðlungs- menn eða aukvisar í hinum nýja heimi. Bæði í Kanada og Bandaríkjunum er það viður- kennt, að íslendingar séu í fremstu röð meðal landnáms- manna. Þeir hafa ekki átt erf- itt með það á neinn hátt að til- einka sér hina voldugu vest- rænu nýmenningu og þeir hafa rutt sér braut til mikils frama bæði á sviði stjórnmála, vís- inda og verklegra framfara. En þeir vilja líka treysta böndin við ísland. Og einmitt nú lítur út fyrir, að áhugi sé að eflast hér á landi fyrir því að mynda þann „meg- inþráð" er skáldið sá „yfir höf- in bráðu“. Eins og kunnugt er, ferðaðist Jónas Jónsson á sl. sumri um flestar íslendinga- byggðir vestan hafs, bæði í Kan- ada og Bandaríkjunum og afl- aði sér af eigin sjón _ meiri þekkingar um Vestur-íslend- inga, hag þeirra og hugðarmál, en nokkur maður hér heima hefir áður haft tækifæri til. J. J. hefir eftir heimkomuna gefið í útvarpi stutta skýrslu um þessa merkilegu ferð. Og nú al- veg nýlega hefir hann hér í blaðinu birt lauslegt yfirlit um þær ráðstafanir, sem hann tel- ur koma til mála að fram- kvæma á næstu árum í þeim til- gangi að auka kynninguna og hið menningarlega samstarf milli þjóðarhlutanna austan hafsins og vestan. Hér er ekki rúm til að rekja efni þeirra tillagna, sem J. J. hefir fram borið í umræddri grein. En þær bera í heild vott um meiri íhugun og þekkingu á málinu en áður hefir verið fyrir hendi. Og sumar þær ráð- stafanir, sem J. J. vill gera, eru raunar næsta einfaldar og auð- veldar í framkvæmd, þó að menn hafi ekki komið auga á þær fyrr eða gefið þeim gaum. En J. J. hefir líka lagt á- herzlu á fleira í sambandi við þetta mál. Hann hefir bent á þá Gert er ráð fyrir að útgjöld Reykjavíkurbæjar á þessu ári muni nema kr. 6.956.910.00, og er hækkunin miðuð við síðasta ár, kr. 625.790.00. Gjöld fyrir- tækja bæjarins, vatns- og hita- veitu, sundhallar, gasstöðvar, rafmagnsveitu og hafnarsjóðs, eru samtals kr. 3.434.400. Gjöld bæjarins og fyrirtækja hans ár- ið 1939 eru þannig áætluð sam- tals kr. 10.391.310.00. Af þessari upphæð eru aðeins 636 þús. kr. til afborgana á skuldum bæjarins og fyrirtækja hans og er þannig sjálfur kostn- aðurinn við reksturinn kr. 9.755.310.00 og munu engin dæmi vera til að reksturskostn- aður Reykjavíkurbæjar og fyrir- tækja hans hafi orðið svo hár fyrri. Sé gengið út frá því, að íbúar bæjarins séu 36 þúsund, verða gjöld bæjarins og fyrirtækja hans um 271 kr. á hvert einasta mannsbarn í bænum. í áætluninni er gert ráð fyrir hækkun á húsa- og lóðagjöld- um, sem nemur kr. 247.000.00 og er þessi aukaskattur á hús- eignir 31% hækkun frá því sl. ár. Auk þessara gjalda er áætlað að ná aðaltekjum bæjarins með niðurjöfnun útsvara og eru út- svörin áætluð kr. 4.499.910.00, en voru áætluð síðastliðið ár kr. 4.126.520.00. Sé auk þess reiknað með álagningu umfram um 10%, eins og heimild er til, verður niðurjöfnun útsvara á árinu kr. 4.949.901.00. Til viðbótar koma svo: skattur ríkisstofnana, sam- vinnufyrirtækj a og annarra skv. sérstökum lögum, kr. 125.000.00, hluti bæjarsjóðs úr jöfnunar- sjóði kr. 90.000.00 og hluti út- svars fra öðrum sveitarfélögum kr. 5000.00. Eru tekjur bæjarins 0 staðreynd, að allar líkur eru til að leiðir íslendinga í viðskipta- og verzlunarerindum, verði að liggja vestur um haf í næstu framtíð meir en verið hefir hingað til. Þegar styrjaldaó- veðrin dynja yfir meginland Norðurálfunnar, verður Ame- ríka eins og ljós í vestri, sem stefna ber á, ef vel á að fara. Vafalaust eiga knerrir 20. ald- arinnar eftir að leggja leið sína í slóð Leifs heppna og Þorfinns Karlsefnis. En sá er munurinn, 'að á Vínlandi hinu góða bíða þeirra nú hlýir hugir og fram- réttar vinarhendur. NIÐURLAG Vegna hinnar Landvinn- 'miklu fólksfjölg- ingar. unar og ónógu lífsskilyrða byrj - uðu Jápanir að flytja til ann- ara landa nokkru fyrir seinustu aldamót. Einkum fluttust þeir til Norður-Ameríku og Kyrra- hafseyjanna, sem heyrðu undir Bandaríkin. En smám saman var innflutningur þeirra tak- markaður þar og má nú heita að hann sé algerlega hindraður. Svipað má segja um Ástralíu og önnur samveldislönd og ný- lendur Breta. Japönum hefir fjölgað svo ört og rutt sér svo fljótt til rúms í hinum nýju heimkynnum, að heimaþjóð- inni hefir staðið stuggur af vexti þeirra. Ásamt landþrengslunum heima fyrir hafa þessar tak- markanír orðið til þess, að jap- anskir stjórnmálamenn byrj- uðu að hyggja á landvinninga. Það land, sem þeir höfðu fyrst augastað á, var Korea. Þessi mikli skagi, sem er um 200 þús. ferkm. og hefir um 20 milj. íbúa, var þá kínversk hjálenda. Til- raun til að ná Koreu á vald sitt hlaut því óhjákvæmilega að leiða til styrjaldar við Kína. Japanir settu það ekki fyrir sig. í júlí 1894 tóku þeir höfuðborg Koreu herskildi. Á skömmum tíma var vörn Kínverja brotin á bak aftur og Korea öll var á valdi Japana. En fyrir atbeina af útsvörum o. þ. h. þannig á- ætlaðar kr. 5.169.901.00, og eru það hærri útsvör en nokkurn tíma hefir verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Hér skulu nefndir helztu gjaldaliðir fjárhagsáætlunar- innar: Stjórn bæjarins (í fjárhagsáætlun kall- kr. aður kaupstaður) .. . 86.500.00 Skrifstofur bæjarins . 359.160.00 Löggæzla ........... 364.000.00 Heilbrigðisráðstafanir 297.300.00 Gjöld vegna fasteigna 65.300.00 Áhaldakaup .......... 40.000.00 Fátækraframfæri ... 1716.000.00 Gjöld samkv. alþýðu- tryggingalögum, en þar koma á móti kr. 175.000.00 frá ríkis- sjóði .............. 914.000.00 Til almennrar styrkt- arstarfsemi ........ 174.500.00 Til atvinnubótavinnu 300.000.00 Til gatna .......... 304.000.00 Ráðstafanir til trygg- ingar gegn eldsvoða . 118.000.00 Barnaskólarnir ..... 651.150.00 Til menntamála .... 156.000.00 Til íþrótta, lista o.fl. 126.500.00 Ýmisleg gjöld ....... 87.000.00 Tillög til skipulags- sjóðs, eftirlaunasjóðs og byggingarsjóðs .. 137.000.00 Vextir af lánum .... 375.000.00 (sem þó er of lágt reiknað). Þessi fj árhagsáætlun gerir ráð fyrir hærri útgjöldum en nokkru sinni áður, og er hækkunin langt fram yfir það, sem eðlilegt hefði verið vegna fólksfjölgunarinnar í bænum. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því, hvort þessi fjár- hagsáætlun muni standast þrátt fyrir hina miklu hækkun. Án þess að unnt hafi verið að fá það nákvæmlega upplýst hjá forráðamönnum bæjarins, hve mikið útgjöld ársins 1938 hafa farið fram úr áætlun, mun þó vera óhætt að segja að sú upp- hæð nemi einhvers staðar -milli i/2— 1 milljón króna. Sé það nú svo, að ganga megi út frá því, að árið 1939 verði eins þungt í vöfum fyrir Reykjavíkurbæ eins og síðasta ár, má því væntanlega enn bæta a. m. k. x/2 milljón kr. við útgjaldaliði fjárhagsáætlun- arinnar. Síðasta ár var þessi mismunur greiddur með því að stofna til lausaskulda fyrst og fremst í Landsbankanum. Um þetta hefir ekki tekizt að fá Rússlands skárust stórveldin þá í leikinn. Korea var gerð sjálf- stætt ríki, Japanir urðu að láta sér nægja Formosa, en Evrópu- ríkin notuðu sér tækifærið til að styrkja aðstöðu sína eftir megni, einkum Rússland. Fjöru- tíu japanskir liðsf oringj ar frömdu sjálfsmorð (harakiri), til að mótmæla þessum enda- lokum. Á næstu árum efldu Rússar mjög aðstöðu sína þar eystra. Markmið þeirra var að ná Man- sjúríu undir yfirráð sín, og þeg- ar uppreisn brauzt út í Kína, notuðu þeir sér tækifærið til að senda herlið inn í Mansjúríu. Þegar þeir neituðu að draga þetta lið til baka, hótuðu Jap- anir með styrjöld. Þeirri hótun svöruðu Rússar ekki, því þeir töldu sér ekki stafa neina hættu af Japönum. Japanir hófu þá styrjöldina, án frekari fyrir- vara. Rússar biðu hvern ósigur- inn öðrum meiri og urðu að gefast upp. En við friðarsamn/ ingana skárust Bandaríkin í leikinn og hindruðu það, að Korea yrði gerður hluti af hinu japanska ríki, heldur hefði hún sjálfstjórn undir umsjá Japana. Jafnframt fengu Japanir hálfa Sachalineyna frá Rússum. 1910 var Korea endanlega innlimuð í japanska ríkið. Þessar Koreu-styrjaldir höfðu geysileg áhrif á stjórnmála- stefnu Japana. Þær styrktu þá í þeirri trú, að þeim yrði fært fulla vissu, vegna þess að lítið sem ekkert liggur ennþá fyrir um það, hvernig útkoman varð á rekstri Reykj avíkurbæj ar árið 1938. Það er höfuðatriði, þegar á að búa út fjárhagsáætlun bæjarins, að bæjarstjórnin hafi nokkurn- veginn hugmynd um hvernig áætlunin fyrir næstliðið ár hefir reynzt. Vegna mjög ófullkomins bókhalds hjá Reykjavíkurbæ og fyrirtækjum hans, liggja alls eigí fyrir nægilega nákvæmar tölur til þess að hægt sé að átta sig á þessu. Ríkisstjórnin krefst þess af ríkisfyrirtækjunum, að þau sendi mánaðarlega full reikningsskil. Ríkiseinkasölurnar eru látnar gera nákvæman rekstrarreikning í lok hvers mánaðar. Með þessu móti hefir fjármálaráðherra tekizt að fylgjast svo vel með rekstri rik- isins, að hann getur seinni part- inn í janúarmánuði gefið Al- þingi skýrslu um rekstraraf- komu ársins á undan, svo að litlu skakkar frá því, sem reikn- ingarnir svo sýna, er þeir eru fullgerðir. Það ætti að vera vandalaust fyrir Reykjavíkurbæ og fyrirtæki hans, að hafa þess konar bókhald, að mánaðarlega væri unnt að sjá hvernig rekstr- arafkoman er. Það er að vísu lítt skiljanlegt, að aðal-lánar- drottinn Reykj avíkurbæj ar, — Landsbankinn — skuli ekki hafa krafizt þess, að slíkur reksturs- reikningur væri gerður,. vegna þess, að sjálfir forráðamenn bæjarins hafa á hverjum tíma í raun og veru enga hugmynd um það, hvernig reksturinn raun- verulega gengur, a. m. k. ekk- ert heildaryfirlit yfir það. Á öllum rekstri bæjarins er hið mesta skipulagsleysi. Hinir og aðrir starfsmenn bæjarfé- lagsins gera innkaup, hver á sínu sviði, án þess að spyrja aðalskrifstofuna eða borgar- stjórn nokkuð um. Þessir reikn- ingar koma svo ekki fram fyr en seint og síðarmeir, og er endirinn orðinn sá, að nú ligg- ur á borgarstjóraskrifstofunni haugur af ógreiddum reikning- um, sem borgarstjóri hefir orð- ið að viðurkenna, en getur ein- faldlega alls eigi greitt- Það er orðið annálað í bænum, hve illa gengur að fá greidda reikn- inga sína þar. Þetta er í sjálfu sér ekki gagnrýni á starfsfólk bæjarins og sízt á borgarritara, sem er mjög hæfur skrfistofu- maður, það er hinsvegar gagn- rýni á yfirstjórn bæjarins, bæj- arráð og borgarstjóra. Þar hefir skort skilning og framtakssemi til þess að koma á hinu nauð- að verða drottnar Austurlanda. Þeir fóru sér þó hægt fyrst í stað. í heimsstyrjöldinni börð- ust þeir með bandamönnum og fengu þýzku Kyrrahafseyj arnar að launum. Næstu árin voru að ýmsu leyti viðskiptalega hag- stæð fyrir Japani, en heims- kreppan, sem hófst 1929, vakti landvinningahug þeirra að nýju. Næsta mark þeirra var Mansjúría. í september 1931 réðust þeir á höfuðborgina, Mukden. Vörn Kínverja var lé- leg og hvorki Bandaríkin, Rúss- land eða England þorðu að veita þeim hjálp. Þjóðabanda- lagið var því látið vera afskipta- laust. Á næsta ári gerðu Jap- anir Mansjúríu að sérstöku ríki, sem lýtur boði þeirra og banni í einu og öllu. Náttúruauðæfi Mansjúríu eru mikil og margbreytt. Japanir áttu nú að geta unað vel við sinn hlut. En landvinninga- stefnan hafði nú náð tökum á hernum og stj órnmálaforingj - unum. Skriðan varð því ekki stöðvuð. Árið 1933 lögðu þeir kínverska fylkið, Jehol, undir sig, og sumarið 1937 byrjuðu þeir styrjöld þá í Kína, sem enn er ekki lokið. Þeir telja að helmingur Kínaveldis sé nú undir yfirráðum sínum, en um endalok styrjaldarinnar er þó of snemmt að spá að svo stöddu. Þótt einkennilegt Auðhring- sé mætir þessi arnir. 1 a n d v i nninga- stefna J a p a n a mestri mótspyrnu frá hinum öflugu auðhringum Japans. En í Japan er framleiðslan og verzl- synlega skipulagi, sem er lífs- skilyrði fyrir því, að rekstur bæjarfélags eins og Reykjavík- ur sé af skynsamlegu viti. Það munu síðar koma fram tillögur um það að endurskipu- leggja allt bókhald bæjarins, setja upp sérstaka innkaupa- stofnun og gefa bæjarstjórn- inni mánaðarlega nákvæmt yfirlit um rekstur bæjarins og fyrirtæki hans. í hinum mörgu deildum bæjarrekstursins og fyrirtækja hans, starfa mörg hundruð manna, ýmist sem skrifstofumenn, verkstjórar, verkamenn o. s. frv. Það virð- ist þess vegna ekki vera til of mikils mælst.þótt með fjárhags- áætluninni eða a. m. k. með reikningum bæjarins fylgdi ná- kvæm skrá yfir alla fasta starfsmenn bæjarins, einnig verkamenn, sem eru í fastri vinnu og skýrsla um fast kaup þeirra, aukastörf, yfirvinnu- kaup o. s. frv. Alþingi krafðist þess af ríkisstjórninni, eigi sízt fyrir frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins, að fá slíka starfs- mannaskrá hvað ríkisfyrirtæk- in snerti, og ætti það því að vera minnsta krafa til forráða- manna Reykjavíkurbæjar, að slík fullkomin starfsmanna- skrá fylgdi hverri fjárhagsáætl- un og hverjum reikningi bæjar- ins. í sambandi við það, sem áður er sagt um bókhald og rekstrar- reikninga bæjarins og fyrir- tækja hans, verður eigi hjá því komizt, að finna stórlega aö því, hvernig endurskoðun bæj- arreikninganna er framkvæmd. Nú framkvæma hana 2 menn kosnir af bæjarstjórn. Ekki er vitað hvort þaö er tilætlunin, að þeir framkvæmi bæði tölu- lega og „krítiska“ endurskoðun á bæjarreikningunum, en séþað tilætlunin, þá er endurskoð- endunum alls eigi ætluð nægi- leg þóknun fyrir starf sitt. Þó þetta hafi einhverntíma verið tilætlunin, meðan rekstur bæj- arins var miklu minni og fá- breyttari, getur varla verið að nú sé ætlazt til þess, enda er ósennilegt að slík endurskoðun fari fram á reikningum bæjar- ins. Framsóknarflokkurinn hef- ir ætíð krafizt þess, að auk hinna venjufegu endurskoðenda væru a. m. k. 2 sérfræðingar í bókhaldi og þá helzt löggiltir endurskoðendur ráðnir til þess að framkvæma daglega endur- skoðun á öllum reikningum bæjarins og fyrirtækja hans. Bókhaldi og endurskoðun reikninga bæjarins og fyrir- tækja hans verður að breyta, það getur ekki náð nokkurri átt, að reikningar Reykjavíkurbæj- ar skuli ekki vera tilbúnir fyrr en i október- eða nóvember- mánuði árið eftir. Það er alger- lega óviðunandi fyrir bæjar- stjórn og borgara bæjarins að unin meira í höndum fárra auð- hringa en sennilega í nokkru öðru landi. Þegar Japanir hófu sam- keppni við önnur lönd á erlend- um markaði, þótti heppilegt, að þeir gætu sem víðast komið fram sem einn aðili, en kepptu ekki innbyrðis. Svipað fyrir- komulag þótti. einnig hag- kvæmt, þegar reisa þurfti nýjar atvinnugreinar frá grunni. Ef margir byrjuðu á sömu atvinnu- greininni, gat það skapað sam- keppni, sem yrði henni að falli. Þessi stefna skapaði hringunum ákjósanlega vaxtarmöguleika. Tveir japönsku auðhringarnir eru langstærstir, Mitsui og Mitsubishi. Það er talið að Mitsui ráði yfir 224 mismun- andi fyrirtækjum og sé saman- lagt stofnfé þeirra og hlutafé um 6 milljarðar króna. Hann hefir víðtæka bankastarfsemi og hefir á þann hátt áhrif á stjórn og starfsemi fjölda ann- arra fyrirtækja. Meira en helm- ingur verzlunarinnar með ýms- ar helztu út- og innflutnings- vörur Japana er á vegum Mitsu- hringsins. Mitsubishi hefir umráð yfir meginhlutanum af japanska siglingaflotanum. Auk þess ræð- ur hann yfir 92 fyrirtækjum, er hafa samanlagt 2.5 milljarða kr. stofn- og hlutafé. Milli þessara hringa er aldrei samkeppni. Þeir vinna oft saman að lausn við- fangsefna, sem eru öðrum þeirra ofvaxin. Með sanni má segja, að þeir drottni yfir fjármálalífi Japana. Og þeir ráða mjög miklu um uppfræðslu japönsku geta ekki fylgzt með hvernig farið er með jafn stórfelldan rekstur og hér um ræðir. Með bættu skipulagi á rekstri á ýmsan hátt, er vafalaust að mikið má spara hjá bænum og fyrirtækjum hans og að fækka mætti óþörfum starfsmönnum. Með því er ekki sagt, að þessir starfsmenn bæjarins eigi vinni verk sín samvizkusamlega, heldur hitt, að með betra skipu- lagi væri hægt að láta mikið færri menn vinna þau störf, sem þarf að vinna. Sem dæmi um skipulagsleysið er það, að húsnæði það, sem skrifstofur Reykjavíkurbæjar hafa nú, er algerlega óviðunandi og varla hægt til þess að ætlast, að starfsmenn bæjarins geti af- kastað fullu starfi í slíkum húsakynnum. Það hefir komið fram í bæjarstjórninni tillaga um að byggja skrifstofubygg- ingu eða, ráðhús fyrir bæinn. Fjárhag bæjarins er nú þannig komið, að það kemur ekki til mála að hugsa um slíkt fyrst um sinn, en hinsvegar hefir bærinn yfir að ráða skrifstofu- húsnæði í hinu nýja Hafnar- húsi, þar sem auðveldlega mætti með réttu skipulagi, koma fyr- ir á hentugan hátt skrifstofum bæjarins. í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur af gasstöð- inni minnki um ca. 60 þúsund kr. og er það eigi nema eðilegt, þar sem stöðugt er verið að taka nýjar rafmagnsvélar í notkun til þess að nota hina ódýru orku frá Sogsstöðinni til suðu. Bæjarráð mun hinsvegar ætla að lækka gasverðið úr 35 aur- um niður í 30 aura tenings- meterinn. Þetta er mjög mis- ráðið. Það er sízt ástæða til vegna kolaverðsins að lækka gasið og engin ástæða til þess að halda við gasnotkun lengur en bein nauðsyn krefur. Það væri mikið nær fyrir Reykja- víkurbæ að gera allt sem unnt er til þess að stuðla að því, að sem allra flestir bæjarbúar taki þegar í stað rafsuðuvélar í notkun. Einn af tekjuliðum fjárhagsáætlunarinnar er kr. 153.000.00, sem er afgjald raf- magnsveitunnar til bæjarins, en það er um 10% skattur á raf- orkuna til almennings. Slíkan skatt er í rauninni rangt að leggja á rafmagnið fyrr en búið er að borga niður að miklu leyti skuldir rafmagnsstöðvarinnar. En þessi nefskattur sýnir m. a. í hvert öngþveiti fjármál Reyk- javíkurbæjar eru komin. Gjöldin til fátækramálanna eru áætluð nokkuð svipuð og þau virðast eftir bráðabirgða- yfirliti hafa orðið árið 1938. Það má segja, að útgjöld Reyk- javíkurbæjar til fátækramál- anna nemi kring um 2% miljón, þegar ellilaun, örorkubætur og (Framh. á 3. síðu) þjóðarinnar. Öll stærstu blöðin lúta áhrifavaldi þeirra. Þeir hafa eigin útvarpsstöðvar og bókaforlög. Þeir hafa háskóla, sérfræðiskóla, ódýr stúdenta- heimili o. s. frv. Starfsfólk þeirra nýtur ýmsra hlunninda, sem ekki þekkjast við önnur fyrirtæki. Þeir hafa því geysileg áhrif á almenningsálitið í Japan. Og tveir stærstu stjórnmála- flokkarnir lúta valdi þeirra. Mitsui ræður yfir Seiyukai- flokknum og er sambandið svo náið að launagreiðslur til fastra starfsmanna flokksins eru færð- ar í reikninga Mitsui. Mitsubishi ræður yfir Minseitflokknum. í grundvallaratriðum mega þessir flokkar heita sammála. Seiyukai berst einkum fyrir toll- vernd japanskra framleiðslu- vara, en hinn flokkurinn leggur til, að Japanir auki vald sitt er- lendis með viðskiptalegum sigr- um en ekki hernaði. Báðir eru þeir andvígir hinum miklu hern- aðarútgjöldum og vaxandi skuldasöfnun ríkisins. Þeir vita, sem er, að byrðarnar muni fyrr eða síðar leggjast á bak fram- leiðslunnar og hringanna. Á þeirri andúð, sem landvinninga- stefna Japana skapar erlendis, tapar utanríkisverzlunin líka stórfé. Með þingvaldi og fjár- málavaldi sínu hefir hringunum oft tekizt að stöðva ýmsar fyrir- ætlanir hersins. Nú um áramót- in virðist þeim t. d. hafa tekizt að hindra þá fyrirætlun hans, að steypa þingflokkunum saman í einn flokk, sem herinn ætlaði síðan að hafa undir áhrifum sínum. JAPAMIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.