Tíminn - 14.01.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1939, Blaðsíða 3
6. Mað TÍMIM, laagardagiiui 14. jamiar 1939 23 HEIMILIÐ Vefnaðaruppskriftir. Karlmannafataefni. Uppistaða og ívaf: Þelband, dökkbrúnt, mórautt og tvinn- a M - - TTí - 1IT« r--" 7 TTTTTTr 7 « ing, hvít og brún. Sinn þráður- inn af hverjum lit, uppistöðu og ívafi raðað eins. Skeið: 45 tennur á 10 cm. 1 þráður í haf- aldi, 2 í tönn. Einnig má vefa þetta í fjór- um sköftum með beinum inn- drætti og binda upp til ein- skeftu. Efni í pils og treyjuföt (dragtir). Uppistaða og ívaf: tvinning sauðsvört og hvít, fínt þelband. Skeið: 70—75 tennur á 10 cm. 1 þráður í hafaldi, 1 í tönn. S. P. B. B Æ K U R TÍMARIT. Dvöl, 4. hefti 6. árgangs, er nýútkomin út. Er sjötta árgangi ritsins þar með lokið. Hefir það komið út í þrjú ár sem sjálf- stætt tímarit, en þrjú sem fylgirit Nýja dagblaðsins. — f Dvöl hafa ávallt frá fyrstu tíð, birzt úrvals smásögur, sem munu vera orðnar á þriðja hundraö talsins og sennilega bezta smásagnasafnið, sem völ er á á íslenzku. Á því skálda- þingi eru flestir snjöllustu rit- höfundar heimsins. Dvöl hefir einnig gert talsvert að því að birta kvæði eftir ung og efnileg ljóðskáld og er svo enn. í Dvöl eru nú fimm sögur þýddar og ein frumsamin á ís- lenzku, eftir Soffíu Ingvarsdótt- ur, þrjú kvæði, eftir Guðmund Frímann, Jakobínu Johnson og Guðmund Inga, og greinar um ýms málefni eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, séra Pál Þorleifsson, Kristján Jóns- son frá Garðsstöðum, Áskel Löwe og ritstjórann, Vigfús Guðmundsson. Fjárhagsáætlim Rvíkurbæjar 1939. (Framh. af 2. síðuj önnur útgjöld vegna alþýðu- tryggingalaganna eru reiknuð með, en frádreginn ríkisstyrk- urinn. Það verður að sjálfsögðu að telja atvinnubótavinnuna í mjög svipuðum flokki og það er víst ekkert launungarmál, að ýmislegt af hinni svokölluðu bæjarvinnu er eingöngu óbeinn fátækrastyrkur, þar sem ýmsir fá þessa vinnu aðeins til þess að þeim sé forðað frá því að komast á framfæri bæjarins. Það mun því með vissu mega segja, að fátækraframfærið í Reykjavík kosti kringum 3 milj- ónir króna á ári, eða fast að helmingi allra útgjalda bæjar- ins. Það væri ekki ólíklegt, að íhaldssöm bæj arstj órn f indi eitthvað athugavert við slík út- gjöld fyrir bæjarfélagið, en reynslan sýnir annað. Hér er flotið sofandi að feigðarósi. Það er eins og ráðamönnum bæjar- ins hugkvæmist alls eigi neitt til þess að reyna að bæta úr vandræðunum. Þegar fulltrúi Framsóknarflokksins á síðast- liðnu sumri bar fram tillögu um skipun nefndar til þess að rann- saka fátækraframfærið, var hún felld, og þannig hefir farið um allar tillögur sem bornar hafa verið fram af andstæðing- um ráðamanna bæjarins til þess að reyna að hafast eitt- hvað að um að létta þessum stóra skatti af íbúum Reykja- Fylgi japönsku þingflokkanna er aðallega í iðnaðarborgunum. í sveitum og útgerðarþorpum er lítill áhugi fyrir stjórnmálum og venjulega lítil þátttaka í kosningum. Herinn lítur þvi á Herinn. hringana sem verstu fjandmenn sína. Jap- anski herinn hefir allt aðra að- stöðu en her annarra landa. — Hann stendur beint undir stjórn keisarans, og hvorki þing eða stjórn ráða neinu um málefni hans. Hermálaráðherrann verð- ur jafnan að vera einhver starf- andi yfirmaður i hernum. Her- stjórnin getur auðveldlega tekið ákvarðanir og framkvæmt þær, þótt þær brjóti fullkomlega í bága við ríkisstjórnina, án þess að gerast sek um lagabrot. Enda hefir herinn oft byrjað á styrj- öldum án samþykkis og stund- um í fullri andúð ríkisstjórnar- innar, sem hefir hugsað sér að ná markinu með friðsamlegum leiðum. En á slíkum aðferðum hefir herinn hina mestu óbeit, því að við flesta friðarsamninga hafa Japanir orðið að afsala sér löndum, sem þeir voru búnir að vinna. Herinn telur því, að reynslan hafi sýnt, að heppileg- ast sé að stjórnmálamennirnir komi sem minnst nálægt þess- um málum. í hernum eru aðallega bænd- ur og bændasynir, nema í sjó- hernum. í honum eru menn úr útgerðarþorpunum. — Liðsfor- ingjarnir eru einnig að jafnaði af bændaættum, en ekki valdir frá yfirstéttunum eins og tíðk- ast í öðrum löndum. Margir helztu hershöfððingj ar Japana eins og Araki, Yamagata, Khata og Koissa, eru aldir upp á fá- tækum sveitaheimilum. — Her- mönnunum eru þvi vel ljós landþrengslin og hin erfiðu lífs- kjör, sem af þeim leiða. Sjálfir hafa þeir sultarlaun. Þessar að- stæður eiga tvímælalaust mest- an þátt í landvinningastefnu hersins og þeirri undraverðu stríðsgleði og hugrekki, sem ein- kennir japanska hermenn. Meðal hersins ríkir megn andúð gegn auðsöfnun einstakl- inga. Hinir voldugu hringar, sem eru andvígir miklum her- kostnaði, en græða þó oftast mest á landvinningum hersins, eru féndur þjóðarinnar að dómi hersins. Það, sem herfor- ingjana dreymir um, er öflug keisarastjórn með aðstoð hers- ins. Ríkið — eða réttara sagt keisarastjórnin — á að eiga jarðirnar og framleiðslufyrir- tækin, verkamennirnir eiga að fá hlutdeild í arði framleiðslu- fyrirtækjanna, börnin eiga að alast upp á kostnað ríkisins, gamla fólkið á að fá ríflegar ellitryggingar o. s. frv. Stefna herforingjanna er í því að ýmsu leyti sósíalistisk. En allt þetta skipulag á að miðast við það, að Japan geti orðið öflugt herveldi. Allt skipulag ríkisins á að stefna að því marki. Þess vegna verður að rýma öllum einkahagsmunum og hringum úr vegi. En herinn er jafn fjandsamlegur hinum alþjóð- lega kommúnisma og sósial- isma. Slik stefna er ósamrým- Fata- og frakka-efnin eru komin. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f. Kápubúðin, Laugaveg 35. IJtiala á Frökkum og Vetrarkápum, Kventöskum fyrir kálf- virði. Undirföt og Slæður 25°/o- — Heíi fengið aftur hinn margeftirspurða bláa Velour, 2 litir. — Tau- bútasala í 2 daga. Pétur Magnússon frá Vallanesi endurtekur næsta sunnud. kl. 3 e. h. í Gamla Bíó erindi sitt um Ríkisntyarpið og sömuleiðis leikinn í UNDIRHEIMUM Aðgöngumiðar, tölusettir, fást í Bókaverzlun ísafoldar og á sunnudag eftir kl. 2 við inngangínn. víkur. Framfærslumál Reykja- víkur eru þannig vaxin, að það hefir ekki mikla þýðingu að vera að bera fram tillögur um einstakar breytingar þar. Þau eru svo stórt vandamál, að það þarf fyrst og fremst að skipa hlutlausa rannsóknarnefnd, sem rannsaki niður i botn hvernig fénu til framfærslu- málanna er varið. Verður þá jafnframt að krefjast þess, að prentuð sé nákvæm skýrsla með nöfnum og heimilisfangi yfir þá, sem eru á framfæri á einn eða annan hátt, hve mikið kemur í hvers hlut o. s. frv. Síð- an þarf að koma fullkomlega nýju skipulagi á öll framfærslu- málin og sé meginreglan sú, að öllum þeim, sem eigi eru sjúkir eða örkumla eða á annan hátt algerlega óvinnufærir, sé ein- hvernvegin séð fyrir vinnu og framfærslufénu varið t il þess, en eigi hent út aðgæzlulítið. Vegna þess að forráðamenn bæjarins virðast alls eigi skilja, hve hér er um alvarlegt mál að ræða, er eigi að búast við að lausnin komi annarsstaðar frá en frá Alþingi, og ætti það að vera eitt af verkefnum næsta Alþingis að taka rekstur Reyk- javíkur og fátækraframfærið til rækilegrar meðferðar. Þegar þess er gætt að gjöld Reykja- víkurbæjar og fyrirtækja hans nema samanlagt meira en helmingi allra gjalda ríkisins, er það sýnt, að eigi getur á sama staðið, hvernig með þau mál er farið, einkum og sér í lagi þegar bærinn er nú orðinn stórskuldugur þjóðbankanum, en lausaskuldir bæjarins við þjóðbankann munu nú nema nærri 4 miljónum króna. Út- svör þau, sem á fj árhagsáætl- inni er gert ráð fyrir, eru orðin (Framh. á 4. síðu) M.s. Dronníng Alexandríne fer mánudaginn 16. þ. mán. kl. 6 síðdegis til Kaupmannahafn- ar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki far- seðla sem fyrst. Tilkynningar inn vörur komi sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimscn Tryggvagötu. Sími3025. Annast kaup og sölu verðbréfa. Mjaltamaður. Duglegar maður, sem er vanur mjölt- uui, getur iengið fasta atvínnu frá komandi vori. — Steián Thorarensen, lyísalí Laugaveg 16 — Reykjavík. • ÚTBREIÐIÐ TÍMANNP anleg þjóðerni og hagsmunum Jaþana. Vald japanska hersins fer stöðugt vaxandi i innanlands- málum. Sú stjórn setur ekki lengi að völdum, sem er í and- stöðu við herinn. Víki hún ekki með góðu, hafa ýmsir japansk- ir liðsforingj ar haft þau ráð, að stytta stjórnarforsetanum eða öðrum áhrifamönnum stjórnar- innar aldur. Og hvert er markmið hersins? 1919 birtist rit, sem nefndist „Áætlun um þjóðlega endur- reisn Japans“. Þetta rit er nú talið einskonar Piblía japanska hersins. Þar stendur m. a.: „Rikið er skyldugt til að fara í styrjöld til þess að verja land- ið. Ríkið er skyldugt til að berj - ast gegn hverri þeirri þjóð, sem hefir meiri yfirráð en henni ber. Dæmi: Það verður að losa Ástralíu úr tengslum við Eng- land og Austur-Síberíu undan yfirráðum Rússlands. Ríkið er skyldugt til að heyja styrjöld gegn hverri þeirri þjóð, sem undirokar aðra. Dæmi: Það verður að frelsa Indverja und- an oki Englendinga og Kínverja undan verzlunarkúgun útlend- inga“. Þ. Þ. 192 Andreas Poltzer: Þessi uppgötvun fékk heldur en ekki á hana. Hún gat ekki að því gert, þótt hendi hennar skylfi dálítið, þegar hún rétti frúnni umslagið. Spurningin, sem hún var að velta fyrir sér, var komin fram á varnirnar á henni. En hún hafði óljóst hugboð um, að það væri ekki hyggilegt að bera spurninguna fram. — Ég hélt, að þér væruð frönsk, ma- dame? sagði hún og reyndi að vera sem sakleysislegust í málrómnum. Frúin, sem var af léttasta skeiði, en forsvaranlega máluð, brosti. —. Yður skjátlast ekki í því, mademoi- selle, ég er frá París. Violet hafði nú jafnað sig aftur og einsetti sér að fara að engu óðslega. Hún tók upp sigarettuhylkið sitt hið fagra, sem leit út eins og það væri úr skíru gulli, ef maður vissi ekki annað, og tók svo til máls. — Ég þekki ýmsa landa yðar úr sam- kvæmislífinu hér í London — landgreif- ann af Pierrac og de la Bonnetour greifa og Tressage greifafrú og marga aðra. Violet hækkaði um nokkur stig í aug- um frönsku frúarinnar, þegar hún heyrði, að hún umgengist svona fínt fólk. Violet hélt áfram, án þess að missa sjónar á marki sínu eitt augnablik: — Ég umgengst mikið heimsborgara. Ég þessi ýmsa ítali og Spánverja líka — Patricia 189 hans, dirfðist hún þó að koma með at- hugasemd: — Hver veit, nema það sé satt, að amma Helenar sé dauð? Þessi athugasemd tendraði reiði Pene- lop Meagers á ný. — En, frú Davis, það eru ekki einu sinni sex mánuðir síðan hún var fjar- verandi tvo daga — og þá afsakaði hún sig líka með því, að amma hennar væri dauð. Frú Davis ætlaði að svara því tll, að maður gæti gert ráð fyrir, að jafn lítil- sigld persóna eins og Helen, myndi eiga tvær ömmur, aðra í föðurættina og hina í móðurættina, að maður ekki nefndi þann möguleika, að önnur amman hefði verið tvíburi. En hún kaus heldur að þegja. í og með af því, að hún fór að hugsa út í það, að tvíburasystir ömmu Helenar — ef hún á annað borð átti nokkra tvíburasystur — gæti máske ekki talizt amma Helenar. Meðan ekkjan var að brjóta heilann um þetta flókna viðfangsefni, kom Meager annað í hug, sem varð þess vald- andi, að reiði hans gufaði ekki upp. Fjarvera stúlkunnar mundi valda þvi, að hann yrði að vera í búðinni allan dag- inn, því að ekki gat hann trúað frænku sinni einni fyrir fjárhirzlu Indlands. Og einmitt þennan dag hafði hann ákveðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.