Tíminn - 17.01.1939, Síða 1

Tíminn - 17.01.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsl, Llndargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN 23. árg. Reykjavík, þrlðjudag'iim 17. janúar 1939 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmiöjan Edda h.I. Símar: 394ð og 3720. 7. blað Dómur hæstaréttar i „mjólkurmálinu" Ritstjórar íhaldsblaðanna og Sorstöðukonur Husmæðrafél. dæmd til að greiða skaðabætur f vetur hafa verið óvenjulega mitclar hörkur á meginlandi Evrópu. Á mörgum stöðum í Mið-Evrópu hafa úlfar farið í ránsferðir heima á sveita- býlin og gert mikinn usla. — Hér á myndinni sjást úlfar vera að ráðast á hreindýr. Rómarför Chamberlains Hæstiréttur felldi í gær dóm í mjólkurmálinu svo- kallaða, sem Sveinbjörn Högnason höfðaði f. h. Mjólkursamsölunnar 1935 gegn ritstjórum Morgun- blaðsins og Vísis og aðalfor- kólfum Húsmæðrafélagsins, þeim Ragnhildi Pétursdótt- ur og Guðrúnu Jónasson. Tilefni kærunnar var for- ganga þessara aðila í hinu kunna mjólkurverkfalli. Dómur hæstaréttar og for- sendur hans fyrir honum hljóða á þessa leið: „Aðaláfrýjendur (þ. e. þau stefndu) hafa skotið máli þessu hingað til réttarins með stefnu 16. marz 1937. Krefjast þeir að- allega algerðrar sýknu, en til AÐALFUNDUR S. í. F. Yfirlýsing millíþinga- nefndarinnar í sjávar- útvegsmálum Framhalds-aðalfundur Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda fyrir árið 1938 hófst hér í bæn- um í gær. Var fundinum frestað í sept- ember síðastl. fram yfir áramót. Var það gert með tilliti til þess, að fundurinn gæti fjallað um hinar væntanlegu tillögur milli- þinganefndarinnar í sjávarút- vegsmálum. Jafnframt var stj órnarkosningum f restað og voru engar ástæður tilgreindar fyrir þvi. Á fundinum í gær skýrði formaður S. í. F„ Magnús Sig- urðsson bankastjóri, frá því, að milliþinganefndin hefði svarað fyrirspurn frá stjórn S. í. F. um störf nefndarinnar með eftir- farandi bréfi: „Nefndarmenn eru allir sam- mála um, að leggja til að gerð- ar verði ráðstafanir, sem leiði til verulegra kjarabóta fyrir stærri og smærri útgerð. Innan nefnd- arinnar hefir verið rætt allít- arlega um leiðir til að ná þessu marki, en ýmsum þeim ráð- stöfunum, sem gera þarf, verður eigi komið fram, nema með lög- ;gjöf. Þar sem nefndin hefir ekki lokið störfum, telur hún eigi heppilegt að gera tillögur ein- stakra nefndarmanna nú þeg- ar heyrum kunnar“. Ýmsir fundarmanna voru óá- nægðir með þetta svar og vildu ýmist að fundi yrði enn frest- að eða láta samþykkja að eng- inn fiskur yrði seldur fyrr en sú lausn væri fengin, sem þeir teldu viðunandi. Virtist m. a. Jóhann Þ. Jósefsson og Gísli vélstjóri helzt fallast á þá leið. Kristján Einarsson taldi að slíkt væri óhyggilegt, þar sem það gæti varanlega spillt fyrir sölu íslenzks fiskjar erlendis og myndi aðeins verða til að hjálpa erlendum keppinautum okkar. Fundi lauk svo í gærkvöldi, að ekkert var afráðið, en fram var komin tillaga frá Jóni Auð- un Jónssyni um að fresta fund- inum enn á nýjan leik. Umræður halda áfram kl. 2 e. h. 1 dag. vara, að dæmd skaðabótaupp- hæð verði færð niður eftir mati réttarins. Svo krefjast þeir og málskostnaðar fyrir báðum rétt- um, hvor krafan sem til greina yrði tekin. Gagnáfrýjandi hefir gagn- áfrýjað málinu með stefnu 3. júlí 1937 að fengnu áfrýjunar- leyfi 28. júní s. á. Krefst hann þess, að aðaláfrýjendur verði in solidum dæmdir til að greiða honum f. h. Mjólkursamsölunn- ar kr. 5000,00 með 5% ársvöxtum frá stefnudegi, 21. marz 1935, til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. í sambandi við „boycott“ það, (verkfall), sem Húsmæðrafélag Reykjavíkur samþykkti að hefja og hóf gegn Mjólkursamsölunni, birti félagið áskorun til allra húsmæðra hér í bænum um tak- mörkun mjólkurkaupa. Veröur að telja að félagið hafi með því gengið lengra í aðgerðum sín- um gagnvart Mjólkursamsölunni en heimilt var. Þar eð meðáfrýj- endur frúrnar Ragnhildur Pét- ursdóttir og Guðrún Jónasson voru í stjórn nefnds félags og höfðu þar með forgöngu fyrir því að ofangreindar áskoranir voru birtar, má á það fallast, að þær hafi orðið ábyrgar fyrir því tjóni, sem Mjólkursamsalan kann að hafa beðið vegna þessara að- gerða þá hafa og ritstjórar þeir, sem til ábyrgðar eru sóttir í máli þessu, orðið samábyrgir nefnd- um frúm með því að taka undir áskoranir og kröfur húsmæðra- félagsins og veita þeim gengi, meðal annars með óheimilum harðyrðum um Mjólkursamsöl- una og forráðamenn hennar. Upplýst er, að dregið hefir úr mjólkursölu eftir að „boycottið" hófst, og mun það hafa átt þátt í því, að svo varð. En þar sem (Framh. á 4. síðu) Kristján Benediktsson bóndi í Eini- holti í Mýrahreppi, skrifar ýms tíðindi úr byggðarlagi sínu. í Mýrahreppi eru til heimilis um 180 manns á tuttugu og tveim bæjum. Samkvæmt skattframtali er skuldlaus eign hrepps- búa um 180 þúsundir króna, og skatt- skyldar tekjur hreppsbúa hafa á und- anförnum þremur árum numið 8800 krónum að meðaltali. Meira en helm- ingur búenda í sveitinni hafa á síðari árum reist sér íbúðarhús úr stein- steypu og í ráðum er að reisa 4—5 ný íbúðarhús næsta sumar. / i r Kartöflurækt er mikil í hreppnum og annar stærsti atvinnuvegur bænd- anna. Hjá sumum er kartöflusalan jafnvel stærsti tekjuliðurinn. Mörg heimili fá 50—100 tunnur af kartöflum á ári og sum meira og sjálfur hefir Kristján fengið þrjú síðastliðin haust 150 tunnur af kartöflum til jafnaðar upp úr görðum sínum. Syðri hluti hreppsins er sundurskorinn af jökul- vötnum og á milli vatnanna eru víða sendnir valllendishólar. Þar hafa flest- ir sveitarmenn aðal kartöflulönd sín í félagi. Eru þessir sameiginlegu akur- reitir 1—4 hektarar að stærð. Með því að hafa kartöflureitina svona stóra og félagssamtök um vinnslu þeirra verða girðingar ódýrari og auðveldara að yrkja þá. t t t Samkvæmt bréfi, sem blaðinu hefir borizt frá Ingimundi Ásgeirssyni á EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS 25 ára í dag er liðinn aldarfjórð- ungur síðan Eimskipafélagið var stofnað. Sá atburður er einn af þýðingarmestu þáttum í framförum íslands á síðasta mannsaldrinum. Að stofnun fé- lagsins stóð öll hin íslenzka þjóð, bæði þeir, sem heima eiga í landinu og landar erlend- is. Vestur-íslendingar sýndu við stofnun félagsins fagran vott um þjóðrækni og verður þeirra stuðningur fyrst full- launaður, þegar byggt verður Guðm. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri. skip á vegum félagsins til Ame- ríkuferða, og látið heita Leifur heppni. Þriggja manna er alveg sér- staklega skylt að minnast með þakklæti á þessum hátíðisdegi félagsins. Sveinn Björnsson sendiherra var aðalhvatamaður að félagsstofnuninni og áhrifa- mikill brautryðjandi málsins. Emil Nielsen var með vissum hætti faðir þess og móðir. Hann hafði ungur fest ást á íslandi. Hann var gæadur miklu skap- andi afli, hafði mikla þekkingu og reynslu um siglingar til ís- lands og með ströndum þess. Hann hefir frá því félagið var stofnað og til þessa dags gefið (Framh. á 4. :íðu) Reykjum í Lundarreykjadal í Borgar- fjarðarsýslu flæktust hópar af haf- tyrðli þar suður í dalina i norðanveðr- inu mikla um áramótin. Flestir fugl- anna hafa drepizt og hafa hræ þeirra fundizt við árnar í Lundarreykjadaln- um, en þó öllu meira við Skorradals- vatn. Þetta er mjög fágætt, en hefir þó komið fyrir áður. í gömlum heimildum er þess getið, að haftyrðla hrakti suður um Borgarfjörð og varð vart að Hvít- árvöllum. Þó nokkrum sinnum hefir komið fyrir að fundizt hefir hræ eins og eins. Samkvæmt frásögn Bjarna Sæmundssonar náttúrufræðings í riti sínu, Fuglunum, verpa haftyrðlar að- eins á tveim stöðum hérlendis, í Gríms- ey og Skorravíkurbjargi. t t t Nokkrir bændur í Lundarreykjadal hafa myndað með sér félagsskap um ræktun nytjajurta í gróðurhúsum og ákveðið að reisa gróðurhús að Braut- artungu á komandi vori, sennilega 4—500 m- að stærð. Á síðastliðnu vori voru gróðurhús reist að tveim bæjum í dalnum og mun nú í ráði þar að færa nokkuð út kvíarnar. r t r Magnús Guðmundsson á Skálateigi í Norðfjarðarhreppi hefir skrifað Tím- anum um tíðarfar þar um slóðir. Veðr- áttan var mild á Austfjörðum framan af vetri. í lok nóvembermánaðar lagði mikinn snjó til fjalla og lá þá við að haglaust yrði i sumum sveitum, en í síðastl. viku var ferðalag Chamberlains og Halifax lá- varðar til Róm sá atburður, sem mesta athygli vakti. Ráð- herrarnir ræddu þar allítarlega við Mussolini og Ciano tengda- son hans um sambúð Breta og ítala og önnur vandamál álf- unnar. Dómur heimsblaðanna virðist yfirleitt vera á þá leið, að umræðurnar hafi aðeins orð- ið til þess að skýra málin, en ekki lagt neinn grundvöll að samkomulagi. Talið er að Mussolini hafi krafizt þess af Chamberlain, að hann gerðist sáttasemjari í hinum nýju deilumálum ítala og Frakka, en Chamberlain hafi hafnað því. Chamberlain hafi heldur ekki viljað slaka neitt á þeirri stefnu, sem Bretar hafa haft í Spánarmálunum. Sé þetta rétt, er Chamberlain kominn á aðra skoðun, en þeg- ar Múnchensættin var gerð. Stefna hans var þá sú, að reyna að milda skap einræðis- annars voru hagar lengst af góðir. Voru lömb þá tekin í hús. Fullorðnu fé var lítið gefið yfír hátíðar. í miðj-. um desembermánuði voru hlákur og al- auð jörð, en á annan dag jóla brá til kaldari veðráttu og stormasamari en áður. Á gamlársdag var orðið haglaust. Síðan hefir verið sífelld snjókoma, þó ekki stórhríðar, en vindasamt. Enn er sæmilegt færi með sleða um byggðina. r t r Á síðastllðnu ári voru gerðar miklar endurbætur á dráttarbrautinni á Akra- nesi, svo að nú er hægt að smíða þar eða taka til viðgerðar allstór skip, allt að 100 smálestir að stærð. Hafa margir bátar verið teknir í dráttarbrautina til viðgerða og nú er meðal annars ráð- gert að gera miklar breytingar á Fagra- nesinu, sem annazt hefir áætlunar- ferðir á milli Akraness og Reykjavík- ur. Á að lengja skipið um tólf fet og verður sennilega byrjað á verkinu upp úr næstu mánaðamótum. Slík breyting á skipinu mun mjög bæta aðstöðu þess til áætlunarferða á þessarf leið. r r t Framsóknarfélagið í Stykkishólmi hélt skemmtun á laugardagskvöldið var og sóttu hana 70—80 manns. Var þar spiluð Framsóknarvist, ræður flutt- ar, sunginn söngur Framsóknarmanna eftir Guðmund Inga undir lagi Sig- valda Kaldalóns, kveðið og dansað. Skemmtunin fór afar vel fram og var til mikils sóma. herranna með' því að láta und- an ýmsurn kröfum þeirra og freista þess, hvort slíkt gerði þá ekki fúsari til samkomulags. Hart á móti hörðu myndi að- eins leiða til styrjaldar við þá. Þessi skoðun Chamberlains varð þess einnig valdandi, að Eden fór úr stjórninni síðastl. vetur og enska stjórnin tók upp samningsumleitanir við Musso- lini og viðurkenndi yfirráð ít- ala yfir Abessiníu. En reynslan hefir sýnt, að einræðisherrarnir mildast ekki né eru líklegir til samkomu- lags, þótt þeir fái einhverju af kröfum sínum framgengt. Skömmu eftir Múnchensætt- ina hófu þýzk blöð svæsnar á- rásir á ýmsa enska stjórnmála- menn og gáfu árásirnar það til kynna, að Þjóðverjar myndu ekki semja við Breta, ef þessir menn fengju sæti í ríkisstjórn- inni. Slík afskipti af innan- landsmálum Breta hlutu harða dóma almenningsálitsins í Eng- landi. Nokkru síðar hófust Gyð- ingaofsóknir. Og rétt fyrir ára- mótin tilkynntu Þjóðverjar að þeir myndu stækka kafbáta- flota sinn, svo að hann yrði jafnstór flota Englendinga. En í ensk-þýzka flotasamningnum var svo ummælt, að þýzki kaf- bátaflotinn skyldi vera 45% af stærð enska kafbátaflotans, nema Þjóðverjar þyrftu að stækka flota sinn af sérstökum ástæðum. Þessar ástæður virtust nú síður fyrir hendi en nokkru sinni fyrr, ef þýzka stjórnin mat að nokkru viðleitni Chamber- lains og brezk-þýzku friðaryfir- lýsinguna. Svipuð hefir verið framkoma ítölsku stjórnarinnar. Nokkru eftir að Bretar og Frakkar viður. kenndu yfirráð ítala í Abessiniu, hófu ítalir kröfurnar um Tunis, Korsika og Nizza, enda þótt þær væru fullkomið brot á samn- ingnum, sem Mussolini hefir sjálfur gert við Frakka og Breta um yfirráð landa við Miðjarðar- haf. Þessi framkoma einræðisríkj- anna hefir mjög veikt trúna á stefnu Chamberlains i Englandi og það ekki aðeins meðal and- stæðinga hans, heldur einnig meðal hans nánustu fylgis- manna. Jafnvel Londonderry lá- varður, sem talinn hefir verið einn ákveðnasti liðsmaður brezk- þýzkrar samvinnu, hefir í haust lýst vantrú sinni á því að slík samvinna gæti náðst, vegna á- forma Þjóðverja i nýlendumál- um. Blaðið „Observer", sem er eign Astors-fjölskyldunnar, og var fjandsamlegast allra enskra blaða í garð Tékkoslóvakíu sl. (Framh. á 4. síöu) r A víðavangi í dag eru liðin 25 ár síðan Eimskipafélag íslands var stofnað. Þá fyrst eignuðust ís- lendingar gufuskip til að flytja vörur milli landa. Það var eitt allra stærsta sporið, sem stigið hefir verið í þá átt að gera ís- land sjálfstætt. Hér á landi er ekki hægt að lifa menningar- lífi án siglinga, og það er ekki gott, að þessi lífæð landsins sé í höndum erlendra þjóða. Af því saup þjóðin seyðið fyrrum, eftir að sjálfstæðið var ofurselt. Nú á Eimskipafélagið sex hafskip 1200—2000 smálestir að stærð. * * * Þegar leitað var fjárframlaga til að stofna Eimskipafélagið, var því tekið með miklum myndarskap af almenningi um land allt. Flestir, sem eitthvað gátu af mörkum látið, sýndu viðleitni. Hlutabréfakaupin voru því almenn, og hinir mörgu smáu hluthafar úti um gervalla landsbyggðina höfðu það á til- finningunni, að hin nýju skip væru í rauninni eign allra íbúa landsins. Félagið var kallað „óskabarn þjóðarinnar". íslend- ingar í Vesturheimi lögðu fram sinn myndarlega skerf. Ríkis- sjóður gerðist einnig hluthafi. En það fór eins og skiljanlegt er, að um yfirráð í félaginu réðu hinir fáu stóru hlutir meir en hinir fáu smáu. Félagið er því fjarlægara öllum almenningi nú en það var á tímum hinnar fyrstu hrifningar. En skilning- urinn á þýðingu félagsins og starfsemi þess fyrir landið er alltaf vakandi með þjóðinni. Um það bera m. a. vott þau stóru fjárframlög, sem Alþingi hefir veitt til félagsins um langt skeið. Samvinnufélög almenn- ings hafa frá fyrstu tíð látið fé- lagið sitja fyrir öllum vöruflutn- ingum, eftir því, sem frekast var unnt. * * * Eftir því sem tímar liðu hefir þjóðin eignazt fleiri „óskabörn“, hina innlendu landhelgisgæzlu og hinar innlendu strandsigl- ingar. Nú á þessu ári munu ís- lendingar eignast betra og full- komnara strandferðaskip en nokkru sinni áður hefir sézt hér við land. Baráttunni, sem hafin var fyrir 25 árum, er stöðugt haldið í horfi. Og þó má segja, að betur má, ef duga skal. Enn- þá flytur þjóðin mikinn hluta sjávarafurðanna frá landinu með erlendum skipum, sömu- leiðis salt, kol og byggingarefni að verulegu leyti. Þrátt fyrir hinn nýja siglingaflota, vantar nú ódýr vöruflutningaskip til langferða. * * * Lokaþáttur „mjólkurverkfalls- ins“ fræga, sem Sjálfstæðis- menn og Kommúnistar stofnuðu til í Reykjavík árið 1935, gerðist í hæstarétti í gær. Með hæsta- réttardóminum var það staðfest, að þeir, sem fyrir árásunum stóðu á mjólkursamsöluna, hafi framið ólöglegt athæfi. Tvær frúr og þrír ritstjórar eru dæmd til að greiða Samsölunni skaða- bætur fyrir atvinnuróg og þar að auki kostnað málsins. En kjósendurnir í hinum dreifðu byggðum landsins eru líka búnir að kveða upp sinn dóm. Síðan mjólkurverkfallið stóð eru þeir búnir að fella fimm ihaldsþing- menn frá kosningu. * * * Senn líður að Alþingi. Ein- kennilegt er það, ef hinir gætn- ari þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins ætla ekki að manna sig upp fyrir þann tíma til að afneita ofstækiskenningum þeim, er Knútur Arngrímsson flutti á ábyrgð flokksins á Eiði í sumar. Ætla þeir að setjast að löggjaf- arstörfum í nafni þjóðarinnar með þeim einkunnarorðum að gefa andstæðingi aldrei rétt og að líta á hvert mál með brenn- andi ofstæki í stað rólegrar íhugunar og láta „hjartað" en ekki heilann ráða þegar mest á (Framh. á 4. siðu) A. KII^OSSCS-ÖTTTJVC Húsabyggingar í Mýrahreppi. — Kartöfluræktun hreppsbúa. — Sjófuglar á hrakningi. — Ný gróðurhús. — Veðráttan austanlands. — ,Fagranes‘ stækk- ------- að. — Framsóknarskemmtun í Stykkishólmi. -

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.