Tíminn - 17.01.1939, Qupperneq 2

Tíminn - 17.01.1939, Qupperneq 2
TIMlJyjy, þrigjndagiiui 17. jaMÚar 1939 Orð í tíma IÖB11O í haust birtust í einu blaði Tímans (29. okt.) tvær greinar, sem hvorutveggja voru athyglis- verðari en maður á almennt að venjast. Önnur þeirra var ritstjórnargrein um aukningu framleiðslunnar, en hin eftir Olav Oksvik, norskan socialista- þingmann, um þegnskylduvinnu eða landvarnarskyldu án her- þjónustu. Báðar þessar greinar eru þess verðar, að þær valdi meiru en stundar umhugsun, eftir skyndi- lestur. Því þótt grein norska þingmannsins sé skrifuð með norska þjóðarnauðsyn fyrir aug- um, á hún engu síður við um ís- lenzkar aðstæður og okkar miklu vandamál. Herskyldan, sem við erum ennþá lausir við, er þar eina undantekningin. Það er meir en kominn tími til að við gerum okkur fyllilega ljóst, að það ástand sem nú ríkir í atvinnumálum okkar og við- skiptunum við útlönd, getur ekki leitt til neinnar farsældar. Fyrr en seinna hlýtur afturkastið að koma, þungt og afdrifaríkt, ef áfram verður haldið eins og nú er stefnt. í raun og veru mun enginn á- greiningur um það, að okkur sé nú á engu meiri þörf, en aukinni framleiðslu til lands og sjávar. Og þessi þörf er svo brýn og að- kallandi, að með fullum rétti má segja, að okkur sé bein lífs- nauðsyn að framleiða miklu meira en við gerum nú, bæði til útflutnings og eigin afnota. Og þetta getum við. Bara ef við getum komið okkur saman um að gera það! Hér eru óþrjótandi verkefni, sem bíða úrlausnar. Hér er víð- áttumikið kjarnaland með mikla framtíðarmöguleika, en að miklu leyti ónumið. Hér eru fengsæl fiskimið innan annnesja og um- hverfis landið allt, þar sem er- lend fiskiskip frá fjarlægum þjóðum stunda veiðar árið um kring. Þau eru hér í tuga- og hundraðatali og láta greipar til þess aðstoð þeirra, sem til þess vilja leggja lið sitt. Því skal auðvitað ekki neitað, að þeir, sem farið hafa með fjármálastjórnina í Reykjavík hafa haft við örðugleika að stríða vegna slæms ástands í at- vinnulífi bæjarins. En þar hafa þeir heldur ekki komið auga á neitt úrræði nema hina marg- umtöluðu atvinnubótavinnu. Og menn, sem tala jafn drýginda- lega um forystuhæfileika sina, í fjármálum og atvinnumálum og Sjálfstæðisflokkurinn gerir, hafa ekki ráð á því, að láta sjá eftir sig þau spor á þeim vettvangi, sem Reykvíkingar hafa séð núna eftir áramótin. sópa um auðæfi hafsins, eins og þeim er framast unnt; en okkar fáu og smáu skip liggja í höfn- um mikinn hluta ársins. Það mætti því virðast, að þjóð- arhögum okkar væri svo háttað, að okkur væri engin nauðsyn að leggja meiri áherzlu á úthald veiðiskipanna, en raun ber vitni um. Og út frá því sjónarmiði væri fjarstæða að ætla að hér væri nokkurt atvinnuleysi þann tíma, sem skipin liggja aðgerðar- laus, né að okkur væri brýn þörf á erlendum gjaldeyri, úr því svona lítil áherzla er lögð á að afla þeirra verðmæta, sem gjaldeyririnn skapar að mestum mun. Enginn þarf að halda, að út- lendu stórútgerðarmennirnir sendi hingað skip sín um langan veg, ár eftir ár, ef þeir ættu ekki vísa von um viðunanlegan hagn- að. Og ný skip eru byggð til ís- landsveiða útbúin öllum nýtizku tækjum til fullkomnustu afla- nýtingar. En hér heima, mið- svæðis í beztu fiskimiðunum og með „beztu sjómönnum í heimi“, — er útgerð okkar eigin skipa rekin með tapi frá ári til árs, samhliða því, sem útgerðin dregst saman bæði að skipakosti og úthaldstíma. Þetta öfugstreymi hlýtur að leiða til ófarnaðar, enn meiri en orðinn er. En hér hljóta að vera einhver ráð til úrbóta. í þeim tveim greinum, sem getið var um í upphafi þessa máls, er sennilega að finna þau úrræði, sem mestu geti valdið um batnandi þjóðarhag, og því skal nánar vikið að einstökum efnis- legum atriðum sem þær gefa til- efni til. Ástandið í atvinnumálum okk- ar og fjármálum, er nú svo al- varlegt, að óhjákvæmilegt er að gera strax bæði róttækar og raunhæfar tilraunir til úrbóta. Og þar duga engin vettlingatök eða smáskammtalækningar, ef vel á að fara. Um þetta munu flestir vera sammála, en hitt getur valdið deilum, hvaða leið- ir eru líklegastar til góðs árang- urs. Atvinnuleysi er hér árið um kring, en þó eru óteljandi verk- efni fyrir hendi, sem þjóðar- nauðsyn krefst að unnið sé að. Útgjöldin til fátækraframfæris og atvinnubóta fara hraðvaxandi en útgjaldamöguleikar ríkis og einstaklinga minnka að sama skapi. Gjaldeyrisvandræði gagn- vart útlöndum vaxa frá ári til árs, þrátt fyrir gjaldeyrishömlur, aðflutningshöft og aðrar slíkar ráðstafanir. Og þó er skortur á ýmsum vörutegundum og lítt mögulegt að afla sér sumra nauðsynja, sem vaxandi menn- ingarþjóð getur ekki verið án. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður um deilt. Og því ætti að mega ætla, að samkomulags mætti vænta um ákveðnar til- raunir til verulegra umbóta. — Áður hefir verið vikið að ó- fremdarástandinu í sjávarút- vegsmálum okkar. Þar er út- koman svo hrakleg sem öllum er kunnugt, en þó ættum við að hafa ólíkt betri aðstöðu til arð- vænlegra aflafanga heldur en allir aðrir, sem hingað sækja um langan veg á fiskimið. Hér er auðvitað fyrsta úrbótin, að öll sjófær skip séu höfð við veiðar alltaf þegar nokkur föng er að fá, og að þau færi sig milli ver- stöðva eftir árstíðum og fiski- göngum. Jafnframt þarf að auka fiskiflotann að miklum mun og þá aðallega þær skipategundir, sem reynslan hefir sýnt að okk- ur séu hagkvæmastar, miðað við staðhætti, fjárhagslega afkomu og atvinnuþörf. Stórir hreyfil- bátar eru líklega þau fiskiskipin sem okkur henta bezt, þegar á allt er litið. Og þá eigum við að byggja hérna heima. Um það erum við fyllilega færir og þarf í því sambandi ekki annað en að benda á varðbátinn Óðinn - og svo á Sæbjörgu, sem byggð var erlendis, til varnaðar. Vafalaust gætum við líka spar- að okkur meginhlutann af þeim útlenda gjaldeyri, sem árlega er varið til viðhalds og „klössunar“ gufuskipaflotans, en það mun vera töluvert á aðra milljón kr. árlega — mikið af því vinnu- laun. Hér hefir aðeins verið bent, á örfá atriði í útvegsmálum vorum sem betur mætti fara, en fleiri má þar telja, sem hafa bæðl mikla fjárhagslega og atvinnu- lega þýðingu fyrir þjóðarbúskap okkar. Þótt aukning sjávarútvegsins sé það framtak, sem fljótvirkast er til gjaldeyrisöflunar og at- vinnubóta, verður jafnframt að gera hliðstæð átök til eflingar innlendum iðnaði og landbúnaði. íslenzkur iðnaður hefir vaxið mjög á síðustu árum en þó er hann ekki eins arðgæfur og vera þyrfti, og ýmsar iðngreinar eru hér óþekktar, en sem gætu orðið okkur til verulegra nota. Þegar nýtt átak er haíið um eflingu iðnaðarins, verður að beina því að þeim iðngreinum, sem öðrum fremur geta haft þjóðhagslega þýðingu. Orkuverin við Sog og Laxá skapa hér nýja möguleika til arðvænlegs iðnreksturs og þá möguleika á að hagnýta sér eins og framast er unnt. Einnig gæti komið til mála að reisa ný orku- ver, vegna nýs iðnaðar, sem þarfnaðist nærtækrar aflstöðvar. í því sambandi er hér einkum hugsað til áburðarvinnslu, sem- entsgerðar, saltvinnslu, námu- vinnslu, eða þess háttar iðnaðar- framleiðslu. Enginn vafi er á því, að hér eru Steingfrímur Steínpórsson Landbúnaðurinn 1938 36 ‘gímtnn Þriðjudaginn 17. jan. Ræða Sigurðar Jónassonar Yfirlit það, er Sigurður Jónas- son bæjarfulltrúi gerði um fjár- hagsástand Reykjavíkur á síð- asta bæjarstjórnarfundi ætti að gefa öllum bæjarbúum, hvar í flokki, sem þeir eru, alvarleg umhugsunarefni viðkomandi fjármálastjórn bæjarins á síð- ustu árum og útlitinu nú um þessar mundir. í fjárhagsáætlun þeirri er lögð hefir verið fyrir bæjarstjórnina af hálfu meirahlutans, er gert ráð fyrir að hækka útgjöld bæj- arsjóðs 1939 um 625 þús. kr. frá því sem áætlað var á árinu 1938. Verða útgjöld bæjarsjóðsins á yfirstandandi ári þá um 7 mill- jónir króna. Þar fyrir utan eru svo útgjöld bæjarfyrirtækjanna samtals 3 millj. 434 þús. kr. Hver og einn getur svo reiknað út hverju þessi útgjöld nema t. d. á hvern íbúa í bænum. En í þessu sambandi er enn eitt alvarlegt atriði. Sigurður Jónasson skýrði frá því í ræðu sinni að ekki væri hægt að fá það nákvæmlega upplýst hjá forráðamönnum bæjarins, hver útgjöld ársins 1938 hefðu orðið og hve mikið þau hefðu farið fram úr fjárhagsáætlun þess árs. Hin nýja fjárhagsáætlun væri því að nokkru leyti út í loftið, en sjálfsagt allt of lág miðuð við eyðslu ársins 1938. Sigurður Jónasson lagði áherzlu á það, að bókhaldsfyrirkomulag bæjarins væri í hinu megnasta ólagi. Hann benti á það, að reikningsfærsla ríkisins og stofnana þess væri nú komin í það horf, að fjármálaráðherra gæti í janúarmánuði ár hvert gefið skýrslu um rekstursafkomu ársins á undan, svo að litlu skakkar frá því, sem endanlegir reikningar sýna, þegar þeir eru fullgerðir. Þetta væri borgar- stjóra Reykjavíkur vorkunnar- laust að gera, ef bókhaldsfyrir- komulagið væri í því lagi sem skyldi. Kvað hann sig undra, að aðallánardrottinn bæjarins, Landsbankinn, hefði ekki gert kröfu um það, að viðunandi um- bætur væru gerðar á bókhald- inu, svo að forráðamenn bæjar- ins vissu hvernig fjárhagurinn værl á hverjum tíma. Ennfrem- ur væri nauðsynlegt að láta sér- fróðan endurskoðanda fara yfir reikningana. Á síðastliðnu hausti lá fyrir víðurkenning um það frá borg- arstjóra, að óumsamin lausa- skuld bæjarsjóðs við Lands- bankann væri þá kominn yfir þrjár miljónir króna. Sigurður Jónasson taldi í ræðu sinni, að þessi lausaskuld myndi nú kom- in upp í fjórar milljónir króna. Þar við bætast svo lausaskuldir við ýmsa aðra aðila. Þrátt fyrir stöðugar víðbótar lántökur í Landsbankanum, er þó ástandið það, eftir því sem fram kom hjá S. J., að „það er orðið annálað í bænum, hve illa gengur að fá greidda reikninga sína“ á bæj- arskrifstofunum. En meðfram stafar sú greiðslutregða af sleif- arlagi því, sem á bókfærslunni er. Eins og Sigurður Jónasson lagði áherzlu á í lok ræðu sinnar verður ekki séð að bæjarstjórn Reykjavíkur geti haldið áfram á þeirri leið, sem farin hefir verið fram að þessu. Það er ekki hægt að halda því áfram óendanlega að hækka gjöldin á bæjarbúum árlega um mun meira en svarar fólksfjölguninni í bænum og að láta á sama tíma hlaðast upp óumsamdar lausaskuldir í bönk- um og hjá hverri þeirri stofnun annarri, sem til verður náð. Það er skylda bæjarstjórnarinnar að gera sómasamlega tilraun til að draga úr útgjöldunum. Hingað til hefir ekkert bólað á viðleitni 1 þá átt, enda hefir Sjálfstæðis- flokkurinn verið mjög svo önn- um kafinn við að ráðleggja rík- isstj órninni, hvernig hún eigi að stjórna fjármálum ríkisins. Hitt myndi nú vera eðlilegt viðfangs- efni þessa merkilega flokks, að hjálpa sjálfum sér við fjármála- stjórnina í Reykjavík og þiggja Tíffarfar: Landbúnaður er háðari veðr- áttu en aðrir atvinnuvegir. Og þótt náttúrufræðingar og bú- vísindamenn vinni að því að gera landbúnaðarstörfin nokk- uð óháðari dutlungum tíðar- farsins, þannig að bændur eigi ekki allt sitt „undir sól og regni“, þá er því þó komið svo skammt áleiðis, og þá einkum hér á landi, þar sem búskapar- hættir eru að ýmsu leyti frum- stæðari en víða annarsstaðir, að þegar skýrt skal frá afkomu landbúnaðarins, verður tíðar- farið ávalt það atriðið, sem fyrst er nefnt og mestu veldur um uppskerumagn, uppskeru- gæði, skepnuhöld og yfirleitt allan árangur af striti þeirra er við landbúnaðarstörf erfiða. Um áramótin 1937—1938 var góð tíð um allt land. Jörð svo að segja alauð og bílferðum var víða haldið uppi yfir fjallvegi, sem annars lokast á haustnótt- um. Veturinn var yfirleitt mjög snjóléttur fram úr. Tíðarfar á einmánuði var afar milt og gott. Greri þá jörð og var kom- inn sauðgróður fyrir sumarmál. En sú dýrð stóð ekki lengi. Upp úr sumarmálum gerði þráláta kulda um land allt svo að allur gróður stóð í stað. Vorið allt til loka júnímánaðar var mjög þurrt og kalt. Tíðarfarið um heyskapartímann var yfirleitt hagstætt, einkum sunnan- lands. Þar var einmuna góð tíð. Sömuleiðis var tíðarfarið um haustið og veturinn allt til ára- móta mjög hagstætt sunnan- lands, stillur og óverulega litlar úrkomur. Norðanlands var tíðarfarið ekki eins hag- stætt, hvorki um heyskapar- tímann eða síðar, en þó mjög sæmilegt. Yfirleitt má telja árið hagstætt um veðráttu að öðru leyti, en að vorið var kalt og gróðurlítið, eins og áður 'hefir verið nefnt. Grasspretta: Eins og áður er nefnt, gréri jörð mjög snemma, og það svo að fyrir sumarmál var víða kominn góður sauðgróður. En síðan stóð allt í stafni um lang- an tíma. í júnílok var útlit mjög alvarlegt. Útjörðin var víða hálfgrá yfir að líta og tún mjög léleg. Úr þessu rættist þó von- um fremur. Tún urðu víða í meðallagi og sumsstaðar tals- vert betur. Harðvelli utantúns varð að lokum sæmilega sprott- ið, en spratt afar seint. Hins- vegar voru mýrar og harðvelli víðast um land svo lélegar, að tæpast gátu talizt ljáberandi. Það voru þess vegna túnin, sem björguðu heyskapnum í sumar. Mjög lítið bar á kal- skemmdum og þótt tún spryttu seint, þá varð víða talsvert mik- il há, svo að loks fékkst all- mikil eftirtekja. Þetta sumar hefir sannað það áþreifanlega, að þegar verulega herðir að, vegna gróðurleysis, þá eru það aðeins tún í góffri rækt, sem geta bjargað. En því miður er ræktun þeirra, og þó einkum framræslunni, víða mjög ábóta- vant og þess vegna gefa þau ekki eins góða tryggingu og annars væri. Heyskapur: Heyskapur hófst óvenju seint, jafnvel enn seinna en síðastlið- ið ár. Stafaði það af því hve grasspretta var rýr fram eftir sumri. Heyskapartími varð þess vegna yfirleitt stuttur — 6—8 vikur. — Tíðarfarið um sláttinn var hið ákjósanlegasta sunnanlands og um allt land sæmilegt. Niðurstaða af erfiði bænda yfir þennan þýðingar- mesta tíma ársins varð sú, að sunnanlands og jafnvel vestan varð heyskapur yfirleitt góður, sumsstaðar ágætur, en annars- staðar nálægt meðallagi. Norð- an og austanlands varð hey- skapur rýrari, en þó ekki langt undir meðallagi að vöxtum. Nýting varð alsstaðar góð, þó munu sumir hafa hirt töður full djarft, svo að nokkuð hefir í þeim hitnað, en hvergi hröktust hey til skaða. Heyfengur í landinu mun því vera fast að meðallagi að vöxt- um, þegar allt landið er tekið, en með bezta móti að gæðum, sem sumpart stafar af því að fyrir hendi möguleikar til miklu stórfelldari iðnreksturs en við höfum kynnzt hingað til. Og þá möguleika eigum við að nota okkur og skapa þannig arðgæf- an iðnað til úrbóta á atvinnu- þörf einstaklinganna og gjald- eyrisskorti komandi ára. Og að þessu marki veröum við að stefna, sem framkvæmd á næstu árum, en láta okkur ekki nægja að eygja aðeins möguleikana i fjarlægri framtíð. Viðvíkjandi landbúnaðinum má telja margt fram, sem betur mætti fara en nú er, og annað, sem gæti skapað lífsskilyrði fyrir margfalt fleira fólk en nú lifir af jarðargróðri. Mikinn fjölda jarða, sem nú eru í eyði, mætti byggja upp og lifa þar engu verra lífi en á þeim jörðum, sem nú eru í byggð. Heilar sveitir mætti þannig umskapa með sameiginlegu átaki, atorku og tækni. Og þó er ótalið það atrið- ið, sem mestum straumhvörfum gæti landið á svið landbúnaðar- ins, en það er hagnýting jarð- hitans til ítrustu þrautar. En þótt orðin séu til alls fyrst, þá duga aldrei orðin ein til mikilla verka. Alhliða átök og miklar fórnir þarf vanalega til allra stórvirkja. En að því leyti, sem vinnan getur skapað verkin má hér koma miklu í framkvæmd á tiltölulega skömmum tíma. Atvinnuleysið á að hverfa með öllu úr þjóðlífi okkar. Og allt það öngþveiti, sem atvinnuleysið veldur, yrði þá ekki lengur eitt af mestu vandræðamálum sam- tímans. í stórum dráttum er þetta hugsað þannig: Að svo miklu leyti, sem aukning aðal- atvinnugreinanna getm- ekki fullnægt atvinnuþörf fólksins á þegnskylduvinna að koma sem fullnægjandi hjálpartæki. Hún ætti að geta orðið öruggt og var- anlegt úrræði gegn atvinnuleys- inu, samhliða eðlilegri og nauð- synlegri þróun atvinnuveganna sjálfra. Þessi þegnskylduvinna á að vera meira en nafnið eitt. Hún á að vera stórvirkt hjálpar- tæki til mikilla framkvæmda og um leið vinnuskóli fyrir æsku- menn landsins. Á aldrinum 18— 24 ára, ætti hver maður að inna þegnskaparvinnuna af hendi og almenn þegnréttindi að vera við hana bundin. Hvað þegnskyldu- timinn yrði langur, fyrir hvern einstakling, getur verið álitamál, en minna en y2 ár mætti hann varla vera. í þegnskylduvinnu ætti ekki að vinna að þeim atvinnugreinum, sem nú skapa þá atvinnu sem til er. Heldur ætti aðallega að vinna að ýmsum „nýverkum" og um- bótum til undirbúnings lífvæn- legri afkomumöguleikum eftir- komendanna. Má þar með telja margt, sem er ofviða hverjum einstaklingi að koma í fram- kvæmd, eða er þess eðlis að ekki (Framh. á 3. síðu) heyin eru eðlisgóð vegna þess hve seint grasið spratt og það var þess vegna trénislítið en sumpart af því hve nýting var góð. Fóðurbætiskaup munu þess vegna vera með minna móti. Garffræktin: Tíðarfarið var garðræktinni mjög óhagstætt. Kuldarnir 1 vor gerðu það að verkum, að vöxtur garðjurta hófst seint. En rot- högg á kartöfluuppskeru í mörgum héruðum landsins voru næturfrost, sem komu seinna hluta ágústmánaðar og ollu því, að kartöflufengur gjörféll víð- ast norðanlands og austan og skemmdist til stórra muna, hingað og þangað í öðrum landshlutum. Þetta var þeim mun bagalegra þar sem vöxtur kartaflna hófst seint um vorið, vegna kulda og vaxtartími þeirra varð þess vegna aðeins fáar vikur. Meiri kartöflur höfðu verið settar s. 1. vor en nokkru sinni fyrr og mátti þess vegna vænta mikillar uppskeru. En þetta fór því miður á ann- an veg. Aðeins í sumum héruð- um sunnanlands hefir fengizt meðaluppskera eða vel það, en víðast hvar annarsstaðar varð uppskeran mjög rýr. Árið 1937 varð kartöflumagníð alls ca. 64 þús. tn. Það var rýrt uppskeru- ár. í vor var áreiðanlega sett meira af kartöflum. Með vissu er ekki vitað um uppskeru- magnið. Skýrslur eru komnar úr 130 hreppum, en vantar úr ná- lægt 80. Samkvæmt því virðist að heildaruppskeran muni verða svipuð og árið 1937 eða 7. blað ,Á íslandsmidum* i. Það var einu sinni heiðurs- maður. Hann var góður íslend- ingur, sem elskaði réttlæti, lýðræði og þjóðleg verðmæti. Hann var þó ekki í Sameining- arflokki alþýðu — sósíalista- flokknum, né hafði frelsað Thálmann eða verndað Sovét- lýðveldin. Hann var aðeins góður, hlédrægur borgari, sem galt guði og keisaranum það sem þeirra var. Dag nokkurn gekk hann í Mál og menningu, bókaútgáfufélag- ið með hinu nafnkunna lýð- ræðisskipulagi. Vinur hans kom og sagði við hann: „Blessaður hlynntu ekki að þessari starfsemi, þú ert enginn Sameiningarflokks al- þýðu-sósíalista-flokksmaður“. „Nei, en þetta eru svo ágætar bækur, sem þeir gefa út.“ „En hvað segirðu um Rauða penna? Eru þeir ekki áróðurs- rit fyrir stjórnmálastefnu, sem þér er í nöp við?“ „Jú“, sagði unnandi lýðræð- is og þjóðlegra verðmæta, og var farið að síga í hann, „en hinar bækurnar eru prýðilegar." „Já, en góði minn“, sagði vin- ur hans, „þeir byrjuðu með Rauða penna eina, en mættu ekki vinsældum. Hvers vegna tóku þeir að gefa út aðrar bæk- ur með, og það góðar bækur? Til hvers annars en að kóma þessu áróðursriti inn á sem flest heimili í landinu?“ „Það verðar mig ekkert um. Hinar bækurnar eru ágætar." „Ætlarðu að láta ginna þig með nokkrum góðum bókum til þess að styrkja áróður gegn lífsskoðunum þínum, trúar- brögðum og ríkjandi þjóðskipu- lagi?“ „Ég kaupi þær bækur, sem mér sýnist“, sagði vinur vor og var orðinn reiður. Samtalið var á enda, og sýndist sitt hvorum. Mál og menning hélt sínum góða „félaga", sem les nú dag- lega upp fyrir börn sín hinar undur fögru frásagnir Kiljans af lúsugu hundunum, eða um stéttabaráttu Hróa hattar, í þýðingu Eíríks Magnússonar. II. Það var einu sinni þorskur. Hann var mesti heiðursþorskur, sem synti fram og aftur um sjó- inn og var ekkert sérstaklega svangur. Allt í einu sá hann síldarstirtlu, sem hékk á öngli og virtist girnileg. „Þar ber vel í veiði“, sagði þorskurinn, „þessa stirtlu ét ég.“ „Varaðu þig“, sagði rauð- maginn, vinur hans, „sérðu ekki öngulinn?“ „Jú“, sagði þorskurinn, „en þetta er mjög álitleg stirtla.“ „Gættu þín að festa þig ekki (Framh. á 3. siðu) þó ef til vill lítið eitt minni. Það er því ljóst, að árið hefir verið enn erfiðara fyrir ræktun kartaflna en árið 1937, þótt lé- legt þætti. Hafa hér komið tvö óvenju óhagstæð kartöfluár í röð, þegar þess er gætt, að tíð- arfarið að öðru leyti hefir verið sæmilegt. Þetta hefir mjög dregið úr því gagni, sem opin- berar ráðstafanir s. s. fram- leiðsluverðlaun, ákvæði um lág- marksverð og stofnun Græn- metisverzlunar ríkisins hefir haft til þess að örfa menn til aukinnar kartöfluræktar. En óverulegur árangur getur það þó ekki talizt, að í versta kar- töfluræktarári, sem komið hefir siðustu 20 árin, hefir þó heild- aruppskerumagn kartaflna orð- ið y3 meiri en hún var í beztu árum áður en fyrrnefndar ráð- stafanir voru gerðar. En þær komu fyrst til framkvæmda ár- ið 1936. Þeir, sem árið 1938 rækta meiri kartöflur en árið 1937 eiga að fá eina krónu í fram- leiðsluverðlaun, ef aukningin nemur minnst þremur tunnum. Þetta er síðasta árið, sem lögin frá 1. febr. 1936 ætlast til þess að slík verðlaun verði veitt. Nú er það, bænda og annarra að láta nú hendur standa fram úr ermum og auka kartöflurækt- ina og aðra garðrækt til stórra muna. 120 þús. tn. af kartöfl- um úr íslenzkri mold á þessu ári. Það er takmark, sem auð- velt er að ná. Gulrófur og káltegundir spruttu mjög misjafnlega. Ýmsir kvillar ásóttu þessar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.