Tíminn - 17.01.1939, Side 4

Tíminn - 17.01.1939, Side 4
28 TfMireV, þrlgjMdaglmit 17. jamiar 1939 7. I»Iað Einn þekktasti blaðamaður, sem nú er uppi, er Vladimir Poliakoff. Það er talið, að enginn blaða- maður hafi jafngóð sambönd og hann í utanríkismálaráðuneyt- um þeirra ríkja, sem mest áhrif hafa. Hann ferðast mikið en not- ar þó símann ennþá meira. Það er talið, að enginn blaðamaður hafi á siðastl. ári haft jafnháan símareikning og hann. Poliakoff skrifar aðallega í enska, kveldblaðið „Evening Standard“, sem mun vera fjöl- lesnasta kveldblað í heimi. Greinar hans birtast einnig í „New York Tímes". Hann gefur líka út eígið blað „Diplomatic Letters", sem kemur út í 72 ein- tökum. Kaupendurnir eru ein- göngu ráðherrar og sendiherrar. Sézt gleggst á því, hversu mikils álit hans og þekking er metin í þessum efnum. Poliakoff hefir iðulega orðið manna fyrstur með ýmsar mik- ilsverðar fréttir. Hann var t. d. fyrstur til að birta aðalefni brezk-ítalska-samningsins. Nýt- ur hann mikilla vinsœlda hjá einrœðisherrunum, enda hallast hann á sveif með þeim. Hann er kominn af Gyðingum i aðra œttina, en Rússum l hina. Poliakoff einkennir greínar sinar með rithöfundarnafninu Augur. Þetta nafn varð til af slysni. Fyrstu grein sína skrifaði hann í Fortnightly Review árið 1924. Hann setti undir hana dul- nefnið Argus, en setjarinn mislas það og setti Augur. Poliakoff lét þar við setja og nafnið Augur er nú orðið heimsfrœgt. * * * Einn frœgasti leynilögreglu- söguhöfundur, sem uppi hefir verið, var Edgar Wallace. Hann var óvenjulega afkastamikill og skipta leynilögreglusögur hans mörgum tugum. Eina þeirra frœgustu „The Devil Man“ skrif- aði hann frá því á föstudags- morgni og þangað til á mánu- dagsmorgun. Hann svaf aðeins örfáar klukkustundir aðfaranótt sunnudagsins. Á þessum 70 klst. hafði hann unnið sér inn um 100 þús. kr. Hann gat því sofnað rólegur á eftir, enda segir sagan, að hann hafi sofið nœstum sam- fleytt í tvo sólarhringa. * * * Mælingar norska hersins á ný- líðum virðast leiða í Ijós, að með- alhœð karlmanna í Noregi sé mun meiri nú en um aldamót. Árið 1900 var meðalhœð nýlið- anna 170 cm., 1910 var hún 171 cm„ 1920 171.43 cm„ 1930 172.83 cm„ 1935 173.43 cm. og 1936 173.74 cm. Meðalhœðin er jafnan meiri í borgum en sveitum. Árið 1936 var meðalhæð nýliðanna úr borgum 174.32 cm. og i sveítum 173.56 cm. tH BÆIVUM Fermingarbörn Dómkirkjusafnaðarins, sem fermast eiga á þessu ári — vor og haust — eru beðin að koma í Dóm- kirkjuna til viðtals við prestana í þess- ari viku, sem hér segir: til séra Sigur- jóns Árnasonar fimmtudag kl. 4, til séra Fr. Hallgrímssonar fimmtudag kl. 5, til séra Garðars Svavarssonar föstu- dag kl. 4 og til séra Bjarna Jónssonar föstudag kl. 5. Gestir í bænum. Þormóður Eyjólfsson ræðismaður á Siglufirði, Jón Gunnarsson fram- kvæmdastjóri á Siglufirði, Sveinbjöm Högnason prestur á Breiðabólstað, Lúðvík Nordal læknir á Eyrarbakka, Ólafur Þorláksson á Hrauni í Ölfusi, Stefán Reykjalín, Akureyri, Hjörtur Gíslason bifreiðarstjóri, Akureyri, Þor- steinn Hannesson, Siglufirði, Jóhann Valdemarsson bóndi, Möðruvöllum í Eyjafirði, Árni Bjarnarson bóndi á Mógili á Svalbarðsströnd. Skattstofan vill vekja athygli manna á því, að frestur sá, sem gefinn er til skattfram- tals, rennur út í lok þessa mánaðar. Fyrir þann tíma eiga menn að hafa fyllt út skattskýrslur sínar og komið þeim á skattstofuna. Á víðavangi. (Framh. a1 1. síöu) ríður? Og ef svo er, geta þeir þá ætlast til, að lýðræðissinn- aðir menn taki Sjálfstæðis- flokkinn langt fram yfir sveit Héðins Valdimarssonar og Ein- ars Olgeirssonar? * * * En þingmenn Sjálfstæðis- flokksins þurfa, ef vel á að vera, að hreinsa sig af fleiru en yfir- lýsingum Knúts Arngrímssonar. Einn af trúnaðarmönnum flokksins, Gunnar Thoroddsen, hefir nú látið frá sér fara á prenti stórhneykslanleg ummæli um, að íslendingar verði að haga innanlandsmálum sínum að vilja tiltekins erlends ríkis. Lengra hefir ekki verið gengið, jafnvel ekki af hálfu Kommún- ista. Emile Vandervelde,, sem andaðist um áramótin. Hann var lengi aðalforingi jafnaðarmanna í Belgíu og um skeið forseti Alþjóða- sambands jafnaðarmanna. Eímskípaiél. íslands 25 ára (Framh. af 1. síðu) Eimskipaíélagi íslands alla slna orku. Hann hefir ráðið mestu um allar skipasmíðar félagsins og auk þess um smíði Esju og Ægis. Hlutdeild hans í stofnun og starfi félagsins er um leið mikill þáttur í viðreisnarstarfi íslendinga. Þriðji höfuðleiðtogi Eimskipa- félagsins er núverandi forstjóri þess, Guðmundur Vilhjálmsson. Hann tók við stjórn félagsins á hættulegum tíma, í byrjun yf- irstandandi heimskreppu. En félaginu hefir farnazt ágætlega undir stjórn hans. Hann hefir trúlega fylgt stefnu hins fyrsta forstjóra, að skoða sig í einu árvakran og athugulan trúnað- armann félagsins og um leið stuðningsmann hins íslenzka þjóðfélags. Guðmundur Vil- hjálmsson er enn ungur mað- ur og munu vinir hans og fé- lagsins vænta þess, að hann eigi eftir að vinna marga sigra í starfi sínu. Ameríkuskipið er eitt af þeim aðkallandi fremdarverkum, sem bíða fé- lagsins, þegar lokið er skila- grein um hinn fyrsta aldar- fjórðung. J. J. Rómarför Chamberlains fFramh. al 1. síðu) sumar, hefir nýlega lýst því yfir, að Englendingar yrðu að hafa ákveðnari stefnu í utanríkismál- um, því vonin um samkomulag við einræðisríkin léki vissulega á veikum þræði. En Astor-fjöl- skyldan, sem líka ræður yfir „Times“, hefir stutt utanríkis- málastefnu Chamberlains mjög öfluglega. Rómarför Chamberlains var tilraun frá hans hendi til að sýna, að stefna hans hefði enn ekki beðið fullkomið skipbrot. Hún var farin í því trausti að hægt yrði að ná einhverju því samkomulagi við Mussolini, sem yrði til þess að vinna upp hið glataða traust á Munchen-stefn- unni. En för hans virðist hafa borið gagnstæðan árangur. Hún virðist þvert á móti hafa sannað skoðun þeirra, er hafa vantreyst stefnu Chamberlains og verið andvígir undanlátsseminni við einræðis- ríkin. En bíði stefna Chamber- lains ósigur, er það vegna þess, að einræðisherrarnir setja sér það mark, að styrjöld verður ekki umflúin. Hversu ófram- kvæmanlega, sem menn telja stefnu Chamberlains, má ekki gleyma því, að hún leiðir það bezt í ljós, að sökin er einræðis- herranna, ef til styrjaldar kem- ur. — Vinnið ötullega fyrir Tímann. Hljómsveit Reykjavíkur. Meyjaskemman verður leikin annað kvöld kl. 8%. Venjulegt leikhiísverð Engin alþýðusýning verður haldin, en nokkur sæti verða seld fyrir 2 krónur. Aðgöngumiðar verða seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun i Iðnó. — Sími 3191. „Goðafoss" fer á miðvikudagskvöld vestur og norður. ,,BrúarSoss“ fer á miðvikudagskvöld til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Skipið fer héðan 24. janúar til Leith og Kaupmannahafnar. Hreinar léreftstnsknr k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. Dómur hæstaréttar I ,,mjólkurmálinu“ (Framli. af 1. síðu) einnig má telja sannað, eins og í héraðsdóminum getur, að mjólk oftnefndrar samsölu hafi að sumu leyti verið ábóta- vant á þessum tíma, og rekja má minnkaða mjólkursölu að nokkru leyti til þess, þá þykir hæfilegt að telja aðaláfrýjend- um til ábyrgðar í þessu máli helming þess tjóns, sem af minnkaðri mjólkursölu hefir leitt frá því að „boycottið" hófst til 15. marz 1935, er mál þetta var lagt til sátta. í þessu sambandi skal þess getið, að hér fyrir dómi hafa verið lögð fram gögn, er sýna það, að við athugun, er fram fór í október 1935, kom í Ijós, að gerilhreins- un mjólkur Mjólkursamsölunn- ar, eða að minnsta kosti nokk- urs hluta mjólkurinnar, var á- bótavant. En þar sem ekki er vitað, hvenær þessir gallar á gerilhreinsuninni byrjuðu, og aðiljum máls þessa virðist hafa verið ókunnugt um, að þeir væru fyrir hendi veturinn 1935, er „boycottið“ stóð yfir, þá gat þetta ekki haft nein áhrif á gerðir þeirra á þeim tíma, og skiptir því ekki máli í þessu sambandi. (Leturbr. Tímans). Gagnáfrýjandi hefir sýnt fram á, að mjólkursala Mjólk- ursamsölunnar hefir minnkað sem næst um 4200 krónur frá því að „boycottið“ hófst, 25. febr. s. á. Samkvæmt því, er áð- ur segir um ábyrgð aðaláfrýj- enda á tjóninu, og með hlið sjón af því, að upplýst er, að unnar voru mjólkurafurðir úr mjólk þeirri, er ekki seldist, þykir hluti sá, sem aðaláfrýj- endum ber að greiða, hæfilega ákveðinn 1400 krónur með vöxt- um eins og krafizt er, og er á- byrgð þeirra á greiðslu fjárhæð- ar þessarar solidarisk. Svo ber þeim og að greiða gagnáfrýj- anda málskostnað, og þykir hann eftir niðurstöðu málsins hæfilega ákveðinn 400 krónur samtals fyrir báðum réttum. Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjendur, Jón Kjart- ansson, Valtýr Stefánsson, Páll Steingrímsson, Ragnhildur Pét- ursdóttir og Guðrún Jónasson, greiði in solidum gagnáfrýj- anda, Sveinbirni Högnasyni f. h. Mjólkursamsölunnar kr. 1400,00 með 5% ársvöxtum frá 21. marz 1935 til greiðsludags og samtals kr. 400,00 í máls- kostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum.“ 194 Andreas Poltzer: Patricia 195 ingum í glæparannsóknadeildina. Gesturinn þakkaði fyrir hjálpina og hélt áfram leiðina, sem henni hafði verið vísað til. Hún fann ekki undir eins her- bergið, sem hún var að leita að, og sneri sér því að manni einum, lágum í lofti, sem kom á móti henni. — Afsakið þér, lögregluþjónn, hvar er farið inn til Whinstone fulltrúa? Jafnvel þótt maðurinn sem hún hitti væri bæði ofursti og staðgengill lögreglu- stjórans sjálfs, tók hann henni ávarpið ekki illa upp, en sýndi henni leiðina. Eftir mínútu var hún komin að mark- inu. Fulltrúnn spratt upp forviða, undir eins og honum varð litið á gestinn. — Ungfrú Violet, það var fallega gert af yður að líta inn til mín, það verð ég að segja, kallaði hann brosandi, og allt í einu bærðist ný von í honum. Hann ruddi blaðahrúgu af stól og bauð Violet sæti. — Herra fulltrúi, fyrst verð ég að biðja yður um að senda einhvern út á götuna að bifreið, sem stendur þar og ökumæl- irinn sýnir sjö shillinga og níu pence, ef það hefir þá ekki hækkað síðan ég fór. Viljið þér gera svo vel að sjá um greiðslu á þessari upphæð fyrir mig... .7 Whinstone sendi mann út til þess að gera út um þetta mál, og sneri sér á ný að gestinum. — Þér hafið fengið yður dálitla öku- ferð, ungfrú Violet, sagði hann í spaugi. En Volet kom ekki spaug í hug þessa stundina. Hún var að brjóta heilan um, hvernig hún gæti gert aðdragandann að atvikinu sem áhrifamestan. Allt í einu datt henni í hug atvik, sem hún hafði séð í kvikmynd og afréð að taka það til fyrirmyndar. Hún spratt upp af stólnum, æddi að fulltrúanum, sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið og hvíslaði: — Hreyfið yður ekki, ef yður er annt um líf yðar! Whinstone varð svo forviða, að honum varð orðfall. Hann stirðnaði og varð að saltstólpa. En nú varð Violet í vandræðum, því að hún gat ekki fundið viðeigandi sam- band milli þessarar byrjunar og frá- sagnar sinnar. Það má ef til vill segja henni það til málsbóta, að þetta kvik- myndaatriði var úr gamalli mynd, frá því löngu áður en talmyndirnar komu til sögunnar. — En hvað þér gerðuð mig hræddan! sagði fulltrúinn og reyndi leikarahæfi- leika sína eins og hann gat. — Var það ekki? sagði Violet brosandi. Hún hafði náð sér á réttan kjöl aftur. — Þetta mun vera nýr samkvæmis- leikur? spurði Whinstone. »:»n»»m«GAMLA Bíó»»»»«t»»| Hrói Höttur frá E1 Dorado Stórfengleg og áhrifamikil Metro Goldwin Mayer- kvikmynd. Aðalhlutv. leika: WARNER BAXTER, ANN LORING Og MARGO. Þetta er kvikmynd, sem snertir hjarta hvers eins er sér hana. Börn fá ekki aðgang. nýja BíóúKaöMaanj Prmsinn og betlarinn. Amerísk stórmynd frá Warner Bros, samkv. hinni heimsfrægu sögu með sama nafni, eftir hinn dáða ameríska ritsnilling MARK TWAIN. Aðalhlutv. leika: ERRAL FIYNN og tvíburabræðurnir BILLY og BOBBY MAUCH Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. KJKKt Tekið upp í dag Nýtt og Sjölbreytt úrval ai Karlmaimafataefnum og V erksmið j uútsalan (n cfjiin - Idiiim Aðalstræti. Bilreiiarifgeimir - ViOlækjaralgevaar. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. Jainvel ungt Sólk eyknr vellíðan sína með því að nota hárvötn og ílmvötn Við framleiðum: EAIJ DE PORTTJGAL EAU DE DUIMIVE EAU DE COLOGNE BAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖTNUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn. — -- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg- ar þær þurfa á þessum vörum að halda.- Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr r é 11 u m efnum. — Fást allsstaðar.-- ÁSengisverzl. ríkísins. Bókavínír og bókasöfn X Nú er tækifæri að auka bókasöfn sín fyrir lítið gjald, með því að panta hinar ódýru bækur hjá H.f. Acta. — Ekkert heimili ætti að vera án bókasafns. — Pantanir má gera hjá öllum bóksölum landsins eða beint af lager, hjá skilanefndar- manni H.f. Acta liqv., Jóni I»órðarsyni, (Pósthólf 552) REYKJAVÍK Bókaverðskrá send ókeypis þeim er þess óska.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.