Tíminn - 19.01.1939, Síða 1

Tíminn - 19.01.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 19. janúar 1939 8. blað Tillögur Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar Tíllögurnar ijalla um rannsókn og endur- bætur á íátækramáhmum, bætt bókhald bæjarins, starfsmannaskrá, aukna endur- skoðun, hagkvæmarí gatnagerð, fisksölu- miðstöð, ógreídd útsvör o. fL Fulltrúaráð Framsóknar- félaganna í Reykjavík hefir falið fulltrúa flokksins í bæjarstjórn að leggja fram allmargar tillögur í sam- bandi við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykja- víkurbæjar fyrir árið 1939. Tillögur þessar eru fæstar beinar breytingar á fjárhagsá- ætluninni, þar sem erfitt er að gera sér ljóst, hversu háir ýms- ir kostnaðarliðir þurfa að vera, sökum hins ófullkomna bók- haldsfyrirkomulags bæjarsjóðs- ins og að niðurstöður af rekstri bæjarins fyrir síðastl. ár liggja enn ekki fyrir. Hinsvegar mundi t. d. framkvæmd tillaganna um fátækraframfærið, bætt bók- hald og fullkomnari endurskoð- un, sþara bænum stórfé og má því telja víst, að þær verði sam- þykktar, svo framarlega, sem forráðamenn bæjarins hafa vilja til að fara hyggilega og sparlega með fé hans. Tillögurnar fara hér á eftir: Fullkomnara bókhald: Bæj - arstjórn ályktar að leggja fyrir bæjarráð og hafnarstjórn, að láta þegar í stað endurskipu- leggja allt bókhald bæjarsjóðs, stofnana bæjarins og hafnar- sjóðs, þannig, að fyrir bæjar- stjórn geti legið fyrir 15. hvers mánaðar nákvæmt yfirlit um rekstur næsta mánaðar á und- an. Starfsmannaskrá: — Bæj ar- stjórn leggur fyrir bæjarráð og hafnarstjórn að láta nú þegar semja skrá yfir alla starfsmenn bæjarins, stofnana hans og hafnarsjóðs, þar með taldir verkamenn í fastri vinnu. — í starfsmannaskránni séu til- greind föst laun þeirra fyrir að- alstörf og hlunnindi, sem þeim fylgja, ennfremur þóknun fyrir aukastörf og yfirvinnukaup. Bætt endurskoðun: Bæjar- stjórnin samþykkir að láta framvegis fara fram daglega endurskoðun á bókhaldi bæjar- sjóðs, stofnana hans og hafnar- sjóðs og sé sú endurskoðun framkvæmd af 2 löggiltum end- urskoðendum, sem bæjarstjórn kýs með hlutfallskosningu. Rannsókn framfærslumál- anna: Vegna hinna gífurlegu útgjalda, sem hvíla á Reykja- víkurbæ sökum fátækrafram- færslunnar og þar eð hröðum skrefum virðist stefnt að því að ofbjóða gjaldgetu þeirra, sem bæjargjöldin falla á, og þar sem framfærslumálin hljóta einnig — vegna sívaxandi skulda bæjarins við Lands- bankann — að varða ríkið fjárhagslega, leggur bæjar- stjórnin fyrir bæjarráð að leita nú þegar samvinnu við ríkisstjórnina um skipun fimm manna nefndar til þess að rannsaka ítarlega öll fram- færslumálefni Reykjavíkur og gera tillögur um framtíðar- skipulag þeirra. Séu 3 nefndar- manna kosnir með hlutfalls- kosningu af bæjarstjórn Reyk- javíkur, en tveir skipaðir af ríkisstjórninni. Endurbætur á fátækrafram- færinu: Bæj arstj órnin f e 1 u r bæjarráði að hefja þegar í stað undirbúning að því, að komið verði í framkvæmd eftirtöldum endurbótum á fátækrafram- færinu: 1. Að komið verði á fót inn- kaupastofnun, sem hafi á hendi innkaup á matvælum, fatnaði og öðrum vörum, sem styrkþeg- Aðalfundí S. í. F. Irestad enn Stjórnin tók aisögn sína aitur Aðalfundi Sölusambands ísl. fiskframleiðenda var frestað á ný í gær, eftir að hafa staðið í þrjá daga að þessu sinni. Eina umræðuefnið hefir verið það, hvort fresta ætti fundinum. Stjórn S. í. F. lagði þá tillögu fyrir fundinn í fyrradag, að stjórn yrði kosin og fundinum slitið. Hótaði hún, ásamt fram- kvæmdastjórunum, að segja af sér, ef þessi tillaga yrði ekki samþykkt. Hinsvegar báru Jón Auðunn o. fl. fram tillögu um að fresta fundinum. Fékk Ólafur Thors því þá til leiðar komið, að kosin var sáttanefnd. Endirinn varð sá, að tillaga stjórnarinnar var felld, en stjórnin og fram- kvæmdastjórarnir hættu við að segja af sér. Jafnframt var kosin sjö manna nefnd til að ákveða í samráði við stjórnina, hvenær fundi skyldi haldið áfram. Jafn- framt var stjórninni gefin eins- konar heimild til að stöðva fisk- útflutning, ef þurfa þætti. Virðist það broslegt í mesta (Framh. á 4. ;íðu) um eru látnar í tíé, enda séu látin fara fram almenn útboð um þessi vörukaup. 2. Að stofnað verði almenn- ingseldhús og mötuneyti fyrir styrkþega. 3. Að gefin sé út árlega ná- kvæm skýrsla með nöfnum og heimilisfangi þeirra, sem eru á framfæri á einn eða annan hátt, og tilgreint hve mikið kemur í hvers hlut. 4. Að fullvinnufærum styrk- þegum bæjarins sé, eftir því sem við verður komið, falin ýmis- konar vinna, er bænum megi að gagni koma, t. d. við leikvalla- gerð, garðrækt o. s. frv. í stað þess að veita þeim beina styrki. 5. Að haldið verði áfram að koma á fót vinnustofnunum eins og byrjað er á með sauma- stofu, svo að betur notist að vinnuafli atýinnulausra styrk- þega til framleiðslu ýmissa nauðsynlegra hluta. 6. Að koma upp býlum á heppilegum stöðum úti á landi, þar sem fullvinnufærum styrk- þegum verði gert kleift að reka sjálfstæða atvinnu á eigin á- byrgð. 7. Að hlutast til um það, í samráði við ríkisstjórnina, að framleiðendur úti á landi geti fengið atvinnulausa bæjarbúa í vinnu með viðunandi kjörum. Fisksölumiðstöð: Bæjarstjórn leggur fyrir bæjarráð, að hefja nú þegar undirbúning að því, að reist verði allsherjarfisksölu- miðstöð fyrir Reykjavíkurbæ á árinu 1939. Fisksölumiðstöð þessi skal vera með nýtízkusniði og hafa öll tæki og umbúnað til þess að gætt verði fyllsta hreinlætis og í sambandi við hana frystiklefar til fisk- geymslu. Sé fiskseljendum síðan seldir á leigu sölustaðir í bygg- ingunni með þeim skilyrðum, að þeir hlíti þeim reglum, sem bæjarstjórnin setur um fisksöl- una á hverjum tíma. Gatnagerðin: Bæjarstjórnin leggur fyrir bæjarráð að sjá um að teknar verði upp heppi- (Framh. á 4. síðu) Hin nýja Tékkoslovakia Það kemur stöðugt gleggra og gleggi-a í ljós, hversu mjög hin nýja Tékkoslóvakía er háð Þýzkalandi, og verður að lúta boðum þess og banni. Tékkar hafa jafnan verið tald- ir með frjálslyndustu þjóðum í heimi og stjórnarfar þeirra bar þess órækan vott meðan þeir réðu einir í landinu. Hinir nýju stjórnendur hafa nú orðið að brjóta í bága við þessar lífs- skoðanir þjóðarinnar, uppleysa þá ýmsu stjórnmálaflokka, er þeir tilheyrðu áður, og mynda einn nýjan flokk. í orði kveðnu heitir það svo, að flokkarnir hafi flestir gert þetta sjálfviljugir, en vitanlegt er, að þeir hafa verið hvattir til þess að aðilum, sem ekki þýddi að mótmæla. — Stefnuskrá hins nýja flokks, einkum æskulýðssamtakanna, er í grundvallaratriðum byggð á kenningum nazismans. Jafnframt hefir þingið gefið stjórninni einræðisvald í tvö ár og virðast flestar líkur til þess, að óbreyttum hinum ytri kring- umstæðum, að það verði ekki hvatt saman aftur, nema til málamynda. Stjórnin hefir m. a. vald til þess að gera allar þær breytingar á stjórnarskránni, án samþykkis þingsins, sem hún á- lítur nauðsynlegar. í Tékkoslóvakíu nutu menn áður fulls frelsis, án tillits til þjóðernis, trúarskoðana eða stjórnmálaaðstöðu. Allar horfur eru nú fyrir að stjórnin verði, enda þótt hún hafi fyrir skömmu birt um það gagnstæða yfirlýs- ingu, að taka upp svipaða að- stöðu gegn Gyðingum og þýzka stjórnin. Stjórnin hefir þegar fyrirskipað að svipta alla Gyð- inga rétti til að gegna kennslu- störfum við opinbera skóla. Svip- uð fyrirmæli hafa verið gefin viðkomandi öðrum embættum, sem þýðingu hafa. Þýzk blöð hafa nýlega skýrt frá því, að hin svonefndu þýzku Núrnberglög, sem eiga að vernda Aria frá þvi að blanda blóði við Gyðinga, A. KROSSGÖTUM Hjónavígslur árið 1937. — Fæðingar. — Manndauði. — Mannfjölgunin í landinu. — Fiskafli í Hornafirði. — Fyrirhleðsla Hólmsár. í nýútkomnum hagskýrslum er ná- kvæmt yfirlit um hjónavígslur, fæð- ingar og manndauða hér á landi árið 1937. Tala hjónavígsla var þá 645 og hafa komið 5,5 hjónavígslur á hvert þúsund landsmanna. Er það nokkru hærra hlutfall heldur en árið áður, en þó töluvert lægra heldur en verið hef- ir síðari ár yfirleitt. Árin 1916—20 voru að meðaltali 6,5 hjónavígslur á hvert þúsund landsmanna, en 6,9 árin 1921—25. t t t Alls fæddust lifandi 2365 börn á ár- inu eða 20,2 á hvert þúsund íbúa. Það er nokkuð lægra hlutfall en verið hefir síðustu ár, og miklu lægra heldur en var fyrir 10—20 árum. Á árunum 1916—20 fæddust að meðaltali 26,7 börn á hvert þúsund landsmanna og 26,5 á árunum 1921—25. Siðan hefir hlutfall- ið ávallt farið lækkandi. 58 börn fædd- ust andvana árið 1937, eða sjö fleiri en árið áður. Alls hafa þvi fæðst 2423 börn þetta ár og voru 1270 sveinbörn og 1153 meybörn. Á móti hverju þús- undi stúlkna hafa því fæðst 1101 drengir. Af börnum þeim, sem fædd- ist 1937, voru 521 óskilgetin. Er það 21,5% af öllum börnunum. Óskilgetnu börnin hafa verið hlutfallslega færri en árið áður, en annars hefir þessi hlutfallstala hækkað gífurlega síðari ár, og aldrei síðan 1886 verið eins há og árið 1936 og 1937. Árin 1916—20 voru að meðaltali 13,1% af börnum, sem þá fæddust óskilgetin og 13,5% árin 1921— 1925. Fram til ársins 1936 hefir hlut- fallstalan æ- farið hæklcandi var þá 21,8%. t r r Árið 1937 dóu hér á landi 1317 manns eða 11,2 af hverju þúsundi. Það er svipað hlutfall og undanfarin ár, að fráteknu árinu 1935, er það var miklu hærra. Lægsta hefir það verið 1933 10,3 af þúsundi. Á árunum .1916—20 var meðaltalið 14,2 af þúsundi og 13,9 árin 1921—25. 77 börn innan eins árs dóu árið 1937. Hefir því ungbarna- dauðinn verið 3,3% eða töluvert minni en undanfarið. Er barnadauði orðinn hér minni en í flestum öðrum löndum. Árið 1935 var hér óvenjulega mikill ungbarnadauði, vegna kíghósta, og dó þá 6,8% af börnum innan eins árs. En jafnvel þessi óvenjulega háa dánar- tala er ekki sérlega há í samanburði við önnur lönd í Norðurálfunni. t t t Mannfjölgun í landinu hefir sam- kvæmt manntalinu orðið 812. Er það talsvert minna heldur en undanfarin ár. Mismunurinn á tölu fæddra og dá- inna er þó heldur meiri og hafa menn því flutzt úr landi, sem nemur því er á milli ber. Árin 1930—33 var aftur á móti mikið meiri mannfjölgun í land- inu heldur en nam mismunurinn á tölu fæddra og dáinna, þannig að eitt árið, 1933, ættu að hafa flutzt 439 manns inn í landið, umfram þá, er brott kunna að hafa flutzt. Árið 1936 nam mannfjölgun í landinu 1078. r r t Einn fiskibátur réri frá Homafirði nú í vikunni og fiskaði mjög vel. Er það mjög sjaldgæft, að fiskist þar um slóðir svo snemma vetrar, og venjulega byrjar vertíð þar ekki fyrr en í febrúar- mánuði. r r t Kristján Benediktsson bóndi í Eini- holti í Homafirði skrifar í áframhaldi af þeim bréfköflum, sem birtust í síð- asta tölublaði Tímans: Árið 1937 réðist Mýrahreppur í það stórvirki með til- styrk ríkissjóðs, að hlaða upp í far veg þann, er Hólmsá hafi brotið sér austur yfir beitilönd og engi megin- hluta byggðarlagsins, þess hluta er liggur að Hornafjarðarfljóti. Fyrir- hleðsla þessi ásamt skurði, sem ánni var veitt eftir í sinn gamla farveg aftur, var alldýr og nam sá hluti kostn aðarins, er sveitarbúum bar að greiða, rösklega sex þúsundum króna. Var því skipt þannig, að sveitarsjóður tók að sér að greiða helming þeirrar upphæð- ar, en hinum helmingnum verða þeir að standa straum af, sem áttu jarð- irnar, er í hættunni voru. Var þeim hluta kostnaðarins jafnað niður sam- kvæmt mati, er þá fór fram. Að þessu mannvirki unnu um langan tíma allt að fimmtíu manns úr sveitinni með um tuttugu vagnhesta. Var unnið í tíu klukkustundir á dag. Verkið tókst ágætlega og er útlit fyrir, að það muni blessast vel í framtíðinni. Tvö þúsund krónur varð hreppsfélagið að taka að láni vegna þessa fyrirtækis, en hinn hluti kostnaðarins er senn að fullu greiddur. EMIL HACHA, forseti Tékkoslóvakíu. muni bráðlega verða lögleidd í Tékkoslóvakíu. Jafnframt hafa verið bornar fram kröfur um, að vísa úr landi öllum Gyðingum, sern hafa flutt þangað eftir 1914. Erlendir fréttaritarar fullyrða, að meðal tékknesku þjóðarinn- ar ríki engin veruleg andúð gegn Gyðingum og þessar ráðstafanir séu því ekki gerðar samkvæmt óskum almenningsálitsins. í einu fylki landsins, Slovakiu, eru nýlega afstaðnar fylkiskosn- ingar. Aðeins einn flokkur, Hlinkaflokkurinn svonefndi, — mátti hafa menn í kjöri. — Flokkur þessi var áður flokkur reirra Slovaka, sem börðust fyrir aukinni sjálfstjórn, og hafði þá ekki helming Slovaka að baki sér. Hann fer nú með fylkis- stjórnina. Tékkar máttu ekki hafa frambjóðendur og þó að kosningin ætti að heita leyni- leg, töldu margir þeirra hyggi- legast að greiða atkvæði að kjör. stjórninni áhorfandi. Úrslit kosninganna urðu þau, að fram- bjóðendur Hlinkaflokksins fengu 90% af greiddum atkvæðum, en kosningaþátttakan var mjög mikil, því sektir voru lagðar við því að kjósa ekki. f skólum landsins er þegar byrjað á því að túlka sögu lands- ins á annan hátt en áður hefir verið gert. Sérstök áherzla er lögð á það, að Masaryk og Benes hafi gert ýms ófyrirgefanleg glappaskot, þegar Tékkar endur- heimtu frelsi sitt. Af hálfu stjórnarvaldanna er leitazt við eftir megni að kasta rýrð á störf þessara tveggja manna, sem Tékkar hafa réttilega þakkað mest hið endurheimta sjálfstæði Sú fyrirskipun hefir verið gefin út, að taka skuli niður allar myndir af þessum mönnum í op- inberum byggingum. Það er víst. að þessi ráðstöfun er ekki gerð samkvæmt óskum tékknesku þjóðarinnar, heldur er henni þvert um geð. En nazistar hafa jafnan talið þá Masaryk og Be nes meðal sinna verstu fjand manna. Hversu háð tékkneska stjórnin telur sig Þjóðverjum, má vel marka á hinum mikla bílvegi. sem hún hefir leyft þeim að byggja þvert yfir miðja Tékko slovakíu, eða í nokkurn veginn beina linu frá Breslau til Vín Vegurinn verður 60 m. breiður og eiga Þjóðverjar það land, er hann liggur á. Öll umsjón með veginum verður í höndum Þjóð verja. Vegur þessi kemur til með að skipta Tékkoslóvakíu í tvo hluta og skapar Þjóðverjum slika hernaðaraðstöðu í Tékkoslóvakiu að landið má heita algerlega i valdi þeirra. Auk þessa hafa Þjóðverjar á kveðið að gera skipaskurð milli Oder og Donau og verður hann að nokkru leyti að liggja yfir tékkneskt land. Hefir tékkneka stjórnin, þegar veitt leyfi sitt til þess. Þessi skurður hefir mjög mikla þýðingu fyrir Þjóðverja. því hann skapar samfellda vatnaleið milli Eystrasalts og Svartahafs. Á víðavangi í skrifum Þjóðviljans í dag um bæjarmálefnin og einkum til- lögur Framsóknarmanna, er komizt svo að orði: „Hámarki sínu nær þessi svívirðing svo í eftirfarandi tillögu: (Bæjarráð á) ,að hlutast til um það, í sam- ráði við ríkisstjórnina, að fram- leiðendur úti á landi geti fengið atvinnulausa bæjarbúa í vinnu með viðunandi kjörum‘.“ Slðan bætir blaðið við frá eigin brjósti: ,Hér á, samkvæmt tillögum Jón- asar frá Hriflu, að innleiða nokkurskonar þrælasölu á styrk- regum. Það, að menn, sem kenna sig við lýðræði, skuli dirfast að bera svona> fram, sýnir bezt, hvernig hugsunarháttur harð- stjórnarinnar er að eitra þjóð- félagið.“ Þessi ummæli verða ekki misskilin. * * * Tveir af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, þeir Pétur Otte- sen og Sigurður Kristjánsson, sem sæti eiga í milliþinganefnd- inni í útgerðarmálum, hafa lýst yfir því opinberlega nú í vik- unni, að þeir telji „eigi heppilgt að gera tillögur einstakra nefndarmanna nú þegar heyr- inkunnar“. En í dag er aðal- málgagn flokksins með ólund út af því, að formaður nefndar- innar skyldi ekki skýra frá þess- um tillögum á fundi S. í. F. Það er ekki gott samræmi í þessu tvennu. * * * Útgerðarnefndin hefir eins og kunnugt er, lýst yfir því, að nefndarmenn séu „allir sam- mála um, að leggja til að gerð- ar verði ráðstafanir, sem leiði til verulegra kjarabóta fyrir stærri og smærri útgerð“. — Á aðalfund Sölusambands ísl. fiskframleiðenda hefir þessi yf- irlýsing haft þau áhrif, að sam- aykkt var þar ályktun, þar sem haft er við orð að gera fisksölu- verkfall! * * * Sj álfstæðismenn i Reykj avík sækja fast stjórnarkosninguna í verkamannafélaginu Dagsbrún. Þeir hafa svo sem ekkert á móti því, að komast í þá aðstöðu, að geta staðið fyrir verkföllum i höfuðstaðnum! * * * Einræðis- og nazistadekur ungra Sjálfstæðismanna í tíma- ritinu „Þjóðin“ er að vonum far- ið að vekja hneyksli, jafnvel innan Sjálfstæðisflokksins. í dag hefir Guðmundur Bene- diktsson neyðst til að fara á stúfana í Mbl. til að afsaka ó- sómann. G. B. er sennilega bú- inn að gera sér ljóst, að flokk- urinn er í hættu, ef svo heldur áfram. * * * Bjarni Benediktsson flutti í gær á Varðarfundi ræðu um fá- tækramálin í Reykjavík. Eftir því sem Mbl. skýrir frá i gær, virðist Bjarni helzt hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri hægt að gera til að draga úr fátækraframfærinu. * * * En Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórninni eru samt ekkert klökkir út af fjárhagsástandinu. Breytingartillögur þeirra við fjárhagsáætlunina benda a. m. k. ekki á að svo sé. Samkvæmt þessum tillögum er bæjarstjóra og bæjarráði heimilað að taka á þessu ári samtals um eina mil- jón króna að láni til viðbótar við skuldasúpuna, sem fyrir er. Borgarstjórinn hefir sýnilega veigrað sér við að setja þessar lántökuheimildir á áætlunina. En það lífur út fyrir, að flokkur- inn hafi tekið af honum ráðin og ekki þótt hann nógu skel- eggur við skuldasöfnunina. * * * Ýmsir munu vilja láta segja sér það tvisvar, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi raun- verulega borið fram slíkar til- lögur ofan á það, sem á undan er gengið. En upphæðin sund- urliðast þannig: 500 þús. kr. á að taka sem „bráðabirgðalán. (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.