Tíminn - 19.01.1939, Síða 3

Tíminn - 19.01.1939, Síða 3
8. blað TÍMIftíN, fimmtwdaginn 19. jjanúar 1939 31 HEIMILIÐ Vefnaðaruppskriftlr. Karlmannafataefni. Uppistaða: Ljósgrátt, gróft tvöfalt band. ívaf: Dökkbrúnt, gróft, tvöfalt band. Skeið: 50 tennur á 10 cm. 1 þráður í haf- aldi, 1 í tönn. Kápuefni. Uppistaða og ivaf: Svart, dökkblátt og grátt, tvöfalt, fínt band. Skeið: 50 tennur á 10 cm. 1 þráður í hafaldi, 2 í tönn. — Trff-' Rakningsmunstur: 1 þráður svartur, 1 — dökkblár, 1 — grár. ívafinu raðað eins. Péiur Þ. Emarsson: BÆ K U R Færeyjar 1938. Ferðasaga og fróðleikur um land og þjóð, eftir fimm 13 ára drengi. Þetta er fjölrituð bók í stóru broti og hefst hún á ferðasögu eins af íslenzku drengjunum, sem fóru til Færeyja í sumar. Síðar koma allmargar greinar um ýmsa þætti í atvinnulífi og þjóðlífi Færeyinga. Fylgja greinunum nokkrar teikningar. Aftast í bókinni eru ýms línurit, kort og teikningar, þar sem meðal annars er sýndur fiskútflutningur þjóðarinnar, þorskafli, miðað við mann- fjölda, samanborið við þorsk- veiði íslendinga og Norðmanna, hæstu fjöll og tindar, fólks- fjölgunin síðustu 135 árin, helzti atvinnurekstur í eyjun- um, ræktað land, hafnir, vitar, skipaleiðir, vegir, kolanámur, útgerðarstöðvar, fuglabjörg o. s. frv., meðalhiti, mannfjöldi í byggðunum og stærð og mann- fjöldi hverrar eyju fyrir sig. Loks eru þar ársettir fáeinir helztu viðburðir í sögu þjóðar- innar, og einkum þó nokkrir helztu áfangarnir í þjóðernis- baráttu Færeyinga á hinum síðustu árum. Vel mættum við íslendingar leggja meiri alúð en við gerum, að minnsta kosti sumir hverjir, við að kynna okkur hagi minnstu og nánustu frænd- þjóðar okkar, land hennar og sögu, lifnaðarhætti og menn- ingu. Fréttabréf tfl Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum .sæti, sé vel að gætt. Allmargir menn hafa orðið til þess að skrifa Tímanum greina- góð bréf, og er þeim hér með þakkað fyrir. Fjögra lauía smárinn Ef maður spyr, í Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjum N.-Ame- ríku og víðar, hvað þetta merki, 4-laufa smárinn, tákni í blöð- um, á bókum og manna á milli, þá mun svarið alstaðar verða á þá leið, að smárinn sé tákn æskulýðsfélaga í sveitum, er beri mismunandi nöfn eftir því í hvaða landi þau eru. í Svíþjóð eru félögin nefnd J. U. F. deild- ir og í heild Jordbrukarnas ungdoms förbund. í Dan- mörku er starfsemin nefnd Landökonomisk Ungdomsar- bejde og í Ameríku Boys and Girls Clubs. Einstökum félögum er stjórn- að af unglingunum sjálfum með tilsögn leiðbeinenda og ráðu- nauta, sem ráðnir eru af opin- berum nefndum. Nefndirnar láta prenta fjölda smárita til leiðbeiningar í starfi unglinganna og gefa út heil blöð eins og J. U. F.-bladet í Svíþjóð. Unglingarnir læra að vanda sig sem bezt við öll venjuleg heimilisverk og taka eftir til- kostnaði og afurðum eða tekj- um af vinnu sinni. Skepnuhirðing, uppeldi þeirra og fóðrun er e. t. v. aðal starfs- svið félaganna og þar næst garðræktin. Unglingarnir sækja námsskeiö í fóðrun, mjöltun, kálfaeldi. ÞeiT hafa vermireiti og eru oft nokkrir í félagi um þann sama. Svo kaupa þeir plægingu, áburð og útsæði, reikna sér kaup fyrir vinnu sína og selja framleiðsluna. Ýms fleiri námskeið eru haldin í deildunum. Þar er hænsnarækt og alifugla, svína- rækt, hirðing beitilands, geymsla á garðávöxtum og niðursuða á grænmeti, handavinnunám- skeið, bæði fyrir pilta og stúlk- ur. Við og við eru haldin kappmót og sýningar og unglingarnir mynda leshringa, þar sem þeir temja sér heilbrigð form dag- legrar umgengni. Þeir læra og æfa leikfimi og söngurinn skipar þar heiðurssæti. Að kynnast sveitinni sinni og margt fleira, er enn ótalið og mögu- leikar starfseminnar eru jafn ótæmandi og sá kraftur, sem býr í æskunni. Heilbrigður æskulýður vill vinna og gleðst yfir hverjum einasta smásigri yfir stærri og stærri verkefnum. Að geta og að geta vel, eru uppáhaldsorð þeirra ungu um allan heim. Þeir finna sér vaxa vit og krafta. Þeir sjá að náttúran hefir ætlað þeim mikið og göfugt hlutverk að vinna í þjóðfélag- inu og að náttúran borgar skil- „Já, þetta er hinn rétti kaffi- ilmur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“-kaffi- bætispakkann. „Nú geturðu verið viss um að fá gott kaffi, því að nú |C höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefisannfærzt um það eftir mikla reynslu, að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffið. 'frevja, 'aeyjA, Þlð, sem enn ekkl haflð reynt Freyju* kaffibætl, ættuð að jgera það sem fyrst, «S þér munuð komast að sömu niður* stöðn «í» Maja. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Frey ju -kaf f ibætir. Lækkað verð. wFPÓðáw Sjónleikur í 4 þáttum, eftir JÓHANN FRÍMANN. Sýning i kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. víslega vinnuna, sem þeir leggja fram. Hversu ólíkt er þetta ekki ó- tal mörgum unglingum, þar sem þessi félagsskapur er óþekktur. Hér á landi er það gamall og mjög algengur siður að lofa börnum að eigna sér skepnur. Venjulega eina kind, oft eitt hross og stundum kálf eða kú. Börnin fá þetta sér til gamans, þau fá ást á skepnunum, en þau gjöra sjaldan meira en að horfa á skepnurnar, klappa þeim og gefa sælgæti úr lófa sínum, en þau gera Sér litla grein fyrir því hvaða gagn er af skepnunum, þótt þau viti að það sé eitthvað. Margir unglingar fá sérstak- an reikning í verzlun og leggja þar inn ull og kjöt. Sjaldgæfara er að þeir fái að eiga afurðir af stórgripum. Fjöldi unglinga eignast töluverða innieign á þennan hátt með of hægu móti. Þeir kynnast tekjunum af kind- unum sínum, en vita lítið um tilkostnaðinn. Þeir ofmeta hagnaðarvonina af skepnunum, en vita ekki um þarfir húsdýr anna og þegar þeir eru komnir yfir fermingu og geta farið að vinna fyrir kaupi, þá líta þeir með vonbrigðum á tilkostnað- inn við að eiga skepnur og þegar vinnan býðst, hvar sem er, þá flýta þeir sér að selja skepnurnar og verðið þeirra og innieignin í verzluninni fer oft fyrir lítið. í æskulýðsfélögunum er mik- il áherzla lögð á sparnað. Þar er spjallað um það fram og aftur hvernig börnin — litlu, ungu bændurnir — geti notað aurana sína og varðveitt þá sem bezt. Þeim er ekki sagt það í sem fæstum orðum, sem full- “ orðinn leiðbeinandi veit. Þau eru látin koma með álit og uppástungur sjálf. Ef þau eru treg til þess og vön alltof stöð- ugri handleiðslu, þá þarf að lokka þau til að hugsa sjálf og veiða upp úr þeim hvert hugur þeirra stefnir. Þá fyrst eiga leiðbeiningarnar að koma til sögunnar. Ekki háværar og yfirlætislegar, heldur þarf leið- beinandinn að hafa töluverða kennarahæfileika og tala eins og jafningi æskumannsins. Handleiðsla, eins og það er kallað, þegar foreldrar eða fræðarar vaka yfir börnum og fylgja þeim hvert fótmál, er engin leiðbeining, en gjörir þau kjarklítil og ósjálfstæð. En leið- beining er það að tala um öll vandamál barnanna við þau eins og leitandi fræðari. Árekstur eftir leiðbeiningar, er lærdómsríkur, en árekstur eftir handleiðslu verður flest- um rothögg. í blaði sænsku æskulýðsfé- laganna, J. U.F.-bladet, má lesa ótalmargt, sem fullorðnir bændur hafa gagn af að sjá ogfcíJ þar, eins og víðar, er vitnis-lí burður margra mætra manna á þessari starfsemi. Álit þessara manna, landshöfðingja, bænda og þingmanna, er allt á sömu (Framh. á 4. síðu) Beztu kolíuBezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN GEIR H. ZDEGA Biðjið kaupmann yðar um B.B. munntóbakið Símar: 1984 og 4017. - Kaup og sala - Ullarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomiS. SAUMASTOFAN CPPSÖLUM. Sími 2744. Psat allsstaðar. 200 Andreas Poltzer: Patricia 197 í — Eg er fulltrúi í leynilögreglunni, frú. Viljið þér gera svo vel að segja mér, hvar maðurinn yðar er niður kominn? — Maðurinn minn? — Já, maðurinn yðar, Meller-Ortega! Það var eins og frúin yrði mörgum ár- um eldri á einni sekúndu. Enda þótt fulltrúinn vissi ekki, hvort frúin væri meira eða minna flækt í glæpi bónda síns, gat hann ekki að sér gert, að kenna í brjósti um hana. Hann þagði og beið eftir því, að frúin tæki til máls. — Ég sé að þér vitið allt! sagði hún loks og andvarpaði. Því fór vitanlega fjarri, að Whinstone „vissi allt“, en hann taldi það hentugra, að láta frúna vera í þeirri trú. Hún þagði enn og nú sagði Whinstone alúðlega: — Ekkert nema fullkomin hreinskilni getur bjargað yður, frú! Ég veit að þér eruð sjálf fórnarlamb Mellers! Frúin kinkaði kolli, en hún sýndi eng_ an lit á því, að taka til máls. En Whin- stone missti ekki þolinmæðina og hélt áfram: Dómstóllinn leggur mikið upp úr þvi sem málsbótum, ef ákærði meðgengur undir eíns .... Franska konan leit upp og virtist for- viða. Nú ætlar hún að fara að gera sér læti, hugsaði Whinstone og varð ergilegur. eftirför í leigubifreið — frú Meller hafði farið í ýmsar búðir fyrst — og hvernig henni hefði tekizt að ganga úr skugga um, að frúin ætti heima á gistihúsi einu skammt frá British Museum. Whinstone hafði hlýtt á frásögn henn- ar steinþegjandi en spurði nú, og var mikið niðri fyrir. — Ungfrú Violet, eruð þér viss um, að þessi kona eigi heima á Hótel Abadie? — Kæri fulltrúi, þegar ég staðhæfi eitthvað, þá er yður óhætt að bölva yður upp á, að það er eins og ég hefi sagt! Auk þess get ég slegið þessu föstu: frú Meller-Ortega hefir átt heima á gisti- húsinu síðan í nóvember, undir nafninu madame Dupres.... — Bíðið þér augnablik, ungfrú Violet, tók fulltrúinn fram í. — Hvernig getið þér vitað, að þessi kona heitir Meller-Ortega? Umslagið er ekki næg sönnun fyrir því. Violet brosti vorkunnlát. — Hefi ég ekki sagt yður, að þessi franska kona sagði mér, að hún væri gift Spánverja. En Dupres er alls ekki spánskt nafn. Fulltrúinn dáðist að þessari rökföstu hugsun. Sjálfur hafði hann ekki veitt þessu athygli í fyrstu. Jafnvel þó þessi ókunnuga manneskja héti í raun og veru frú Meller-Ortega, var ekki þar með

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.