Tíminn - 26.01.1939, Qupperneq 4

Tíminn - 26.01.1939, Qupperneq 4
44 TÍMIM, fimmtudagiim 26. janúar 1939 11. blað Chamberlaín og Hítler í Rómarför sinni heimsótti Chamberlain Viktor Emanuel Ítalíukonung. Á myndinni sést hann vera aS skrifa nafn sitt í gestaskrána. Á nýársdag komu margir l heimsókn til Hitlers til a3 óska honum til ham- ingju með nýja áriö. Á myndinni sést hann vera að taka á móti fulltrúa páfans, Nuntius Orsenigo. Þess má geta, að milli Hitlers og páfastólsins ríkir fyllsta óvinátta og er því aðeins um kurteisisheimsókn að rœða. MOLAR „Hinn sterlci maöur“ Póllands og raunverulegur einvaldi þess, Smigly-Rydz, er hvorki forseti eða forsœtisráðherra landsins. En hann er yfirmaður hersins og í sjálfstœðisbaráttu Pólverja gat hann sór þann orðstír, sem gerir hann að sjálfsögðum leið- toga þjóðarinnar. Smigly-Rydz er 52 ára gamall. Hann er fœddur i þeim hluta Póllands, sem lá undir Austur- ríki. Hann vildi í œsku verða málari, eins og Hitler, og stund- aði um skeið nám við listaskóla í París. En lö?igunin til að verða listamaður dó, þegar hann komst í kynni við Pilsudski, hina miklu frelsishetju Pólverja. Hann gerðí Rydz að glóðheitum föðurlands- vin. Fundum þeirra bar fyrst saman 1908. Rydz gekk strax i varnarsveitar Pilsudski og komst þar fljótt til mikilla metorða. Hann stjórnaði smáskœruhern- aðinum gegn Þjóðverjum á heimsstyrjaldarárunum, þegar Pilsudski var fangi. Undir stjórn hans sigraði pólski herinn Rússa við Vilna 1919 og honum átti Pilsudski mest að þakka að stjórnarbyltingin, er hann gerði 1926, heppnaðist. Pilsudski mat hann líka mest allra aðstoðar- manna sinna og tilnefndi hann sem eftirmann sinn. Rydz er œttarnafn hans, en Smigly-nafnið festist við hann á styrjaldarárunum. Það þýðir hinn eldhraði. Smigly-Rydz er sagður engu minni stjórnmálamaður en her- foringi. Síðan Pilsudski lézt, hef- ir hann líka ráðið mestu um málefni Póllands. Hann lœtur þó ekki mikið á sér bera opinberlega og er talinn laginn í því, að velja sér samverkamenn. Hann er hár vexti, beinvaxinn og flestum fyr- irmannlegri í framgöngu. * * * Þann 13. þ. m. ákvað norska stjórnin að leggja undir Noreg allstórt landsvœði við Suður- heimskautið. Hefir ekkert ríki gert tilkall til þess áður, en norsk hvalveiðaskip hafa haft þar bækistöðvar sínar og norskir vls- indamenn hafa gert þar ýmsar mikilvœgar rannsóknir. * * * Frú Flannigan í Berwith á Englandi, eignaðist nýlega af- komanda í fimmta lið, enda þótt hún sé ekki nema 76 ára gömul. Dóttír hennar er 54 ára gömul og á dóttur, sem er 33 ára. Hún giftist 15 ára gömul og nú hefir dóttir hennar, sem er 17 ára, eignazt dóttur. Mrs. Flannigan, sem sjálf giftist 18 ára gömul, hefir eignazt 5 börn, 36 bama- börn, 29 barnabarnabörn og nú hefír bœtzt við einn afkomandi í fimmta lið. * * * Árið 1936 nam útflutningur Breta til Norðurlandanna fimm yfir 39 míllj. sterlingspunda, eða meira en samanlagður út- flutningur Breta til Þýzkalands, Austurríkis, Ungverjalands, Ték- koslóvakíu, Jugoslavíu, Grikk- lands Búlgaríu og Tyrklands. í þessum löndum er íbúatalan um 160 millj., en á Norðurlöndum eru um 17 millj. íbúa. ÚR BÆMUM Guðspekifélagið Reykjavíkurstúkan heldur fund föstu. dagínn 27. þ. m. kl. 9. — Hólmfríður Árnadóttir flytur erindi: Geturn við lifað um aldur og æfi? Síðari hluti. Gestir í bænum. Halldór Ormsson á Hólmavík, Baldur Guðmundsson kaupfél.stj. á Patreks- firði, Játvarður Jökull Júlíusson i Miðjanesi í Reykhólasveít, Þórarinn Magnússon í Hrútsholti í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu, Þorvaldur Hjálmars- son á Háafelli í Hvítársíðu, Grímur Gíslason í Saurbæ í Vatnsdal, Sigur- björn Snjólfsson bóndi í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, Gunnar Björnsson á Grjótnesi á Melrakkasléttu, Guðmund- ur Hjartarson á Litla-Fjalli í Borgar- hreppi. Ágúst Guðmundsson útvegsbóndi í Halakoti á Vatnsleysu- strönd er sjötugur í dag. Hann er kunn- ur sjósóknari og merkur maður. Fornar dyggðir voru sýndar á þriðjudagskvöldið og var það fyrsta sýningin á þessum vetri. Er leikurinn nokkuð breyttur frá því, er var í fyrra, eftir því, sem viðburðir á stjórnmálasviðinu hafa gefið tilefni til. Húsfyllir var og óspart klappað af áheyrendum og hlegið dátt. Athugasemd (Framh. af 2. siðu) miklar. Og í öðri lagi af þeim ástæðum, að fóðurbætir, er menn höfðu pantað í mesta lagi af vegna lítilla og hraktra heyja, fékkst ekki nema að nokkru leyti fyrr en eftir áramót. Af því sem nú hefir verið sagt, og ýmsu öðru, er það ljóst, að þrátt fyrir þessar inneignir, eru afkomumöguleikar bænda hér mjög erfiðir, þar sem mæðiveik- in hefir nú í hálft annað ár strá- drepið féð, svo sumstaðar eru ekki eftir nema 20—25%. Og þó ýmsir séu að setja upp refabú, setja á folöld til að f jölga hrossum og ala upp kvígur til fjölgunar kúnum, þá heyrir það rreira framtíðinni til heldur en að það lyfti bændum fljótlega úr því neyðarástandi, sem mæði- veikin hefir lagt þá í. Refaræktin gengur yfirleitt illa, þar sem hún hefir verið reynd, enda á byrj- unarstigi, markaðir fyrir hross mjög takmarkaðir, enda langt í land að koma þeim upp svo nokkru nemi, og víðast kostar fjölgun kúa aukna ræktun, mik- ið bættar samgöngur til mjólkur. flutningaflutninga, að minnsta kosti hér í vestari hreppum sýsl- unnar, og ekkert útlit fyrir að því verði kippt í lag í náinni fram- tið. Það er gott að blöðin flytji fréttapistla úr héruðum lands- ins og vitanlega bezt að þeir séu sem glæsilegastir. En þó því að- eins, að ekki sé sagt of einhliða frá, svo ókunnugir fái ranga hugmynd um ástandið, eins og það raunverulega er, en það finnst mér hr. Vigfús Guð- mundsson hafa gert í fréttapistli þeim, er ég hér hefi gert að um- talsefni. Hofsstöðum í Álftaneshreppi, 31/12 '38. Friðjón Jónsson. Viimlð ötullega fyrir Tímann. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. Allmargir menn hafa orðið til þess að skrifa Tímanum greina- góð bréf, og er þeim hér með þakkað fyrir. Á krossgötum. (Framh. af 1. síöu) verða að sjá á eftir grænni töðunni út í vindinn. Valda þessir stormasveipir meira tjóni en ella myndi, vegna þess að þeir eru algengastir eftir langa vot- viðrakafla, þegar mikil hey eru oft úti hjá mönnum. Oft bíður garðræktin einnig mikla hnekki vegna storma. — 27. nóvember gerði mikið rok af austri og feykti þá tveggja smál. vörubifreið með járnklæddum grindum af veginum neðan við Hvoltungu, þar sem hún stóð, og yfir lækjarfarveg, alls um fimmtán metra vegalengd. Yfirbygging ónýttist alveg og auk þess laskaðist bifreiðin að öðru leyti. Eigandi hennar er Ragnar Eyjólfsson í Steinum. I*jóðverjar og Hollendfngar. (Framh. af 1. siöu) 300 km. löngu landamæri sín við Þýzkaland. Höfuðtraust þeirra hvílir því á Bretum, enda þótt engir samningar séu um það milli landanna. En Bretar vilja ógjarnan láta Þjóðverja fá greið- ari aðgang að Norðursjónum og afstaða þeirra er því önnur til Hollands en Tékkoslóvakíu. Það er talið, að á brezk-franska ráð- herrafundinum 1 París í haust, hafi brezku ráðherrarnir ekki þorað að lofa Frökkum miklum landher í byrjun styrjaldar við Þjóðverja, því Bretar þyrftu fyrst að senda 200 þús. manna her til Hollands, til að treysta öryggi þess. Skrffstofa Framsóknarflokksins I Reykjavík er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að köma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1D. 210 Andreas Poltzer: eftir annað reynt að neyða unga stúlku til að giftast sér og notað glæpsamlegar aðferðir til þess.... Hann sá greinilega, að frúin efaðist ekki um, að hann segði satt. Það var eins og hún yrði að tusku í hæginda- stólnum, en rödd hennar var ákveðin, þegar hún sagði: — Ég fer aftur til Parísar undir eins í dag.... Þegar hún kvaddi fulltrúann og rétti honum hendina, fann hann að höndin var ísköld. — Gleymið Meller og látið honum farnast eins og hann hefir til unnið.... Þér eruð ung enn og eigið eftir að njóta lífsins við hlið ærlegs manns. Franska frúin var með tárvot augu, en hún brosti þakklátlega. Það var ekki lengur lögreglufulltrúinn, sem hún hafði fyrir sér, heldur kurteis ungur maður, sem reyndi að hugga hana. Hún var hrærð, er hún hugsaði: Það liggur við að ég gæti verið móðir hans.... Og hann talaði við mig, eins og ég væri ástfangin, ung stúlka! Hún þurrkaði sér um augun — varlega, til þess að strjúka ekki litinn af hvörm- unum, — svo stóð hún upp og gekk rak- leitt til ármannsins við borðið, og bað Patricia 211 hann um að útvega sér íarmiða með næstu lest til meginlandsins. * * * Á leiðínni yfir Torrington Square, var Whinstone að hugsa um konuna, sem hann var nýfarinn frá, og sem hafði sannað, að fórnfýsí ástfanginnar konu á sér engin takmörk. Hann sá í anda atburðinn, sem hafði gerzt vitnalaust nóttina milli 31. október og 1. nóvember á Hotel Imperial. Meller, samvizkulaus og til alls ills búinn, hafði komið á gisti- húsið á laun, til þess að tala við konuna, sem stóð í vegi fyrir áformunum, sem hann hafði í býgerð. Það er ekki gott að vita, til hvaða ofbeldisverka og ógnana hann hafði gripið. Að minnsta kosti hafði hann hrætt frúna svo, að hún hafði flýtt sér af gistihúsinu og setzt að á öðru gistihúsi undír fölsku nafni. Það sannaði ást hennar, að hún skyldi þrátt fyrir þetta halda áfram að vera í London og ekki kæra hann fyrir lögreglunni. Whinstone sagði húsbónda sínum frá samtali sínu við frönsku frúna. Honum var ánægja að heyra, að Duffy, sem var þarna viðstaddur, viðurkenndi nú, að sér hefði máske skjátlazt, er hann setti flótta Mellers í samband við hvarf Kings- ley lávarðar. Jafnvel þó að Whinstone hefði þannig orðið dálítíð ágengt — hann viðurkenndí BÍÓ VÉR HÖLDUM HFIM - - Áhrifamikil og listavel leikin amerísk stórmynd, gerð eftir skáldsögu hins heimsfræga rithöfundar, Erich M. Remarque. Myndin er framhald af „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum“ og sýnir m. a. síðustu nótt- ina í skotgröfunum, bylt- inguna og flótta keisarans. Myndin er bönnuð fyrir börn innan 14 ára. NÝJA BtÓ’ítÍÍÍKlVTtWt^ Dularfulli hring’urínn Amerísk stórmynd í 2 köfl- um, 20 þáttum. Öll myndin sýnd í kvöld Mynd þessi var sýnd hér í desember í tvennu lagi, og sáu hana þá færri en vildu, verður hún því eftir ósk margra sýnd öll í einu í kvöld. Börn fá ekki aðgang. JUUUÍÍt Vegna flutninga verður bankinn lokaður laugar- daginn 28. janúar. w r Utvegsbanki Islands h.í. Kjarnar — (Essensar) Höfnm birgðir af ýmiskon- ar kjörnnm tU iðnaðar. — ÁFENGISVERZLVN RtKISINS Þ4KHELLU (STEINHELLU ,,SKIFER“) í grænum, dökkum, gráum, bláum, svörtum og ryðrauðum lit. HELLUR á tröppur, gólf, stiga og gangstéttir í ryðrauðum, grá um og bláum lit. SLÍPAÐA HELLU í borðplötur, gluggakistur og til að klæða með veggi m. m., í bláum lit. ÞAKGLUGGA úr þykku járni, gerðu fyrir helluþök. útvega ég. Helluþökin halda ávalt sínum upprunalega lit. Helluþökin hafa enzt á húsum í Noregi á annað hundrað ár. Steinhelluþökin eru fegurst, ódýrust og endingarbezt. Sýnishorn fyrirliggjandi. Verðlistar og allar upplýsingar gefnar þeim er óska. NIKULÁS FKIBRIKSSON, Sími: 1830. Hringbraut 126, Reykjavík. Pósthólf: 736. Einkaumboðsmaður á íslandi fyrri A/S Voss Skiferbrud og A/S Sten & Skifer. Reykjavík. Simi 1249. Símnefni: Sláturfélag. rViðnrsuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Reykhús. — Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostar og smjör frá Mjúlkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Gula bandið er bezta og údýrasta smjörlíkið. t heUdsölu hjá Samband ísl.samvinnufélaga Súni 1080.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.