Tíminn - 28.01.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.01.1939, Blaðsíða 3
12. blað TÍMircrc, laugardagiim 28. jjaiiúar 1939 47 B Æ K U R Finn Moe: Verkalýðshreyf- ing nútímans. Útgefandi: Menningar- og fræðslu- samband alþýðu. Reykjavík 1938. 246 bls. Finn Moe er einn helzti rit- höfundur norska Alþýðuflokks- ins. Bókin er skrifuð á þeim tímum, þegar flokkurinn stóð mjög nærri kommúnistum og miklu lengra til vinstri en jafn- aðarmannaflokkarnir í Svíþjóð og Danmörku. Ber hún þess líka greinileg merki. Þar er yfir- leitt mjög ítarlega sagt frá bylt- ingum þeim, sem verklýðssam- tökin hafa staðið fyrir, en litlu rúmi varið til að segja frá störfum þ'eirra verkalýðssam- taka, sem hafa starfað á frið- samlegum grundvelli, en þó náð mestum árangri eins og t. d. i Svíþjóð, Danmörku og Eng- landi. Dregur höfundurinn miklu meira taum hinna bylt- ingarsinnuðu verkamannar- flokka en þeirra, sem hafa starfað á þingræðisgrundvelli. Þó bókin sé að sumu leyti fróð- leg og laglega skrifuð, er þýð- ing hennar á íslenzku vafasam- ur hagnaður fyrir íslenzk al- þýðusamtök, nema menn geri sér jafnframt fulla grein fyrir afstöðu höfundarins og taki ekki alla frásögn hans eins og óbrigðul sannindi. Bókin er líka fyrst og fremst skrifuð I áróð- ursskyni, en ekki sem hlutlaust sögurit, og þess vegna gerir höf- undurinn líka hlut andstæðinga verkalýðssamtakanna víða verri en hann er. Höfundurinn gerir líka mjög ófullkomin skil þeirri miklu bölvun, sem æsingar og klofningsstarfsemi kommúnista hafa leitt yfir verklýðssamtökin. J. F. Horrabin: Lönd og ríki. Ágrip af hagfræðilegri landaf ræffi. — Útgef andi: Menningar- og fræffslusam- band alþýffu. - Reykjavík 1938. 168 bls. Um þessi efni hefir lítið verið skrifað á íslenzku. í þessari bók er þeim að mörgu leyti gerð all- góð skil og er furðanlegt hversu vel höfundinum hefir tekizt að þjappa þessu yfirgripsmikla efni saman í ekki lengra mál. Nokkr- ar myndir og töflur fylgja til skýringar. ►ÉR ættuff að reyna kolin og jksiff frá Kolaverzlun tfgurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. heppnazt litlu betur. Inngang að bókinni ritar Pálmi Hannesson rektor. Þar er stutt lýsing af landinu sjálfu, loftslagi þess, gróðri og dýra- lífi. Rektor skýTir stjórnarfar ríkisins. Hann rekur atvinnuvegi landsmanna, getur skólamála þeirra og menntunar og hermir frá meginatriðum þjóðarsög- unnar. í jafn stuttu máli er vart hægt að gera svo miklu efni betri skil. Inngangurinn er þýddur á ensku. Verð bókarinnar, 25.00 krónur, er of hátt. Gerum ráð fyxir að bókin hefði tekizt vel um mynda- val, myndatexta og frágang all- an. Ætli það hefði þá ekki marg ur, eins og ég, viljað senda hana einum fjórum erlendum kunn- ingjum. En hundrað krónur er mikil upphæð nú á dögum. Band bókarinnar er ekki gott. Á slíkri bók sem þessari á að vera mjúkt, vandað leðurband. Henni er ekki ætlað að standa í skáp. Hún á að liggja frammi til sýnis. En þá er hart að svo ó- vandað efni sé í spjöldunum, að þau verpist. Mig minnir, að þess væri getið, að ríkisstjórnin hafi sent öllum erlendum konsúlum ríkisins ein- tak af bókinni. Þar tel ég að betur hefði verið heima setið en af stað farið, svo er frágang- ur bókarinnar um ýmis atriði gallaður. . Hafi verið brýn þörf á útgáfu úrvals ljósmynda af íslenzkri náttúru, þegar þessi bók kom út, er hennar ekki síður þörf nú. Ef til vill er þar verkefni fyrir Menntamálaráð íslands. A ]\ IV A L L Dánardægur. Sigurlaug Jóhannesdóttir hús- freyja á Framnesi í Blönduhlíð í Skagafirði, andaðist 11. janúar. Hún var merk kona, komin af Svaðastaðaætt. Sigurlaug var gift Sigtryggi Jónatanssyni, sem lézt fyrir mörgum árum. Börn þeirra á lifi eru Jón fangavörður í Reykjavík, Björn bóndi á Framnesi, Helga, gift Gísla hreppstjóra á Víðivöllum, Una hjúkrunarkona í Reykjavík, Hólmfríður, er gift var Sveini sál. bónda í Felli í Skagafirði, nú búsett á Akureyri, og Kristín, kona Halls Pálssonar, og bjuggu þau til skamms tíma í Garði í Hegranesi, en nú á. Akureyri. Sex af börnum þeirra SigurlaugT ar og Sigtryggs eru nú látin. Afrnæll. Ágúst Guffmundsson útvegs- bóndi í Halakoti á Vatnsleysu- strönd varð sjötugur 26. janúar. Þar bjó og faðir hans, er var orðlagður sjósóknari á sinni tíð, en í móðurætt stendur að hon- um mikill ættbogi úr Árnessýslu. Einn móðurbræðra hans var sr. Magnús á Gilsbakka. Ágúst hefir lifað mikla breyt- ingaöld í atvinnu- og verzlunar- háttum í sínu byggðarlagi. Flest- ir verzluðu áður í Keflavík, þar sem „reizlan var bogin og lóðið var lakt“, ekki síður en á Báts- endum forðum daga, og fram- koma kaupmanna eftir þvi við þá, sem lítils máttu sín. — Þrátt fyrir áratugina sjö, er Ágúst léttur í tali og léttur í spori. Hann hefir sótt sjóinn fast alla tíð, en þó með svo mikilli gætni og gæfu, að hann hefir aldrei misst mann né skip. Og enn sækir hann sjóinn svo, að vart munu aðrir ýta frá sandi, ef Ágúst situr í landi. Indriffi Helgason bóndi á Dvergsstöðum í Eyjafirði varð sjötugur 26. janúar. Hann er hinn mesti atorkumaður, traustur í skapi og vinsæll. Indriði er giftur Helgu Hannes- dóttur frá Árbakka á Skaga- strönd. Hafa þau búið búskap sinn á tveim jörðum í Eyjaíirði, Botni og Dvergsstöðum. Viðskiptm við útlönd 1938 og horfur í þcim málum. (Framh. af 2. síöu) sina og atvinnurekstur við það ástand, sem líklegast er, að verði til frambúðar. Það er ástæða til þess að lita á það mjög alvarlegum augum, að verzlunarjöfnuðurinn virðist þurfa að vera hagstæður um allt að 12 millj. kr., án þess að reikn- að sé með afborgunum af verzl- unarskuldum, til þess að erfið- leikar gjaldeyrisverzlunarinnar ekki aukizt og að það stafar ekki sízt af því, að þjóðin þarf nú á erfiðum tímum að greiða 4—5 millj. kr. árlega til lækkunar á skuldum sínum erlendis og svo milljónum skiptir i vexti. Mikill hluti þessarar upphæðar er því óhreyfanlegur. Þó er engin ástæða til þess að örvænta þegar litið er til þess m. a. sem þjóðinni hefir tekizt að áorka á undanförnum ára tugum. íslenzka þjóðin verður að standa í skilum. Allir, sem hjá henni eiga, verða að fá hvern eyri greiddan. Jafnframt verður að sinna framförum í landinu og leggja út á nýjar brautir í atvinnumálum. Til þess að þetta megi hvoru- tveggja takast, verðum við um- fram allt að auka útflutninginn og raunar alla framleiðslu lands- manna. Þótt þjóðinni sem heild hafi tekizt að bæta verzlunar jöfnuð sinn á sama tíma sem markaðstöpin hafa orðið og að forðast hrun, þá hafa markaðs lokanir, verðlækkun, aflaleysi og jafnvel auknar kröfur hér heima fyrir, sett glögg merki á einn aðalþáttinn í atvinnulífi lands manna, þorskveiðarnar, sem hafa verið reknar með tapi und anfarið. Framleiðsla við sjávarsíðuna hefir dregist saman þrátt fyrir margvíslegar ráðstafanir henni H.f. Eimskipafélag íslands Aðalfundur. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík laugardaginn 24 júní 1939 og hefst kl. 1 e h. D A G S K R Á: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og legg- ur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikn- inga til 31. desember 1938 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endur- skoðendum, 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkv, félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fé- lagsins í Reykjavík, dagana 21. og 22. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 26, janúar 1939, STJÓRNIN. 2 0 STK. PAKKINN KOSTAR K R . 1.70 til stuðnings, og töp útgerðar- innar og fjárhagsvandræði bæj- ar- og sveitarfélaga við sjávar- síðuna eru vandamál, sem standa í beinu sambandi við þörfina á aukinni útflutnings- framleiðslu. Við höfum beitt innflutn- ingshöftunum til hins ítrasta. Þau hafa gert mikið gagn, og miklu lengra verður ekki kom- izt í því efni, þótt eitthvað kynni að vinnast með enn haTðari tökum. Framtíðarúr- ræðið í gj aldeyrismálunum verður því að vera það aukin framleiðsla og aukinn útflutn- ingur, eins og þráfaldlega hefir verið á bent við þetta tækifæri. Fyrst og fremst með því aff gera ráðstafanir til þess að sú framleiðsla, sem menn eiga tæki til þess að stunda, beri sig bet- ur en verið hefir undanfariff. Ráffstafanir til þess að fram- leiðslustörfin verði fýsilegri at- vinna en önnur ónauðsynlegri störf og vænlegra að leggja fé sitt í framleiðslufyrirtæki en ýmsar aðrar framkvæmdir, sem minna máli skipta fyrir þjóðar- heildina. Jafnframt ættu þær ráffstaf- anir, sem gera þar til þess að auka framleiðsluna og útflutn- inginn, að verffa til þess aff auka atvinnuna almennt, minnka fátækraframfærið og hallann á rekstri bæjar- og sveitarfélaganna, sem hvilir eins og mara á fjármála- og atvinnulífinu og gerir sitt til þess að viðhalda gjaldeyriserf- iðleikunum. Þrátt fyrir nýjar ráðstafanir verður að halda fast við tak- mörkun innflutningsins, til þess að átök þau, sem gerð voru til viðreisnar atvinnulífinu, hefðu sem allra hagstæðust á- hrif á verzlunarjöfnuðinn og gj aldeyrismálin. Þær ráðstafanir, sem nauð- synlegt er að gera og vafalaust verða gerðar, hvaða leiðir sem valdar verða, munu sjálfsagt fljótt á litið snerta ýmsa ein- staklinga tilfinnanlega, en í því sambandi ber mönnum að hafa það hugfast, að þegar til lengd- ar lætur, verður hagsmunum einstaklinganna ekki borgið nema með því eina móti, að þjóðin, sem heild, sjái sér ör- ugglega farborða. ,,Godafoss“ fer í kvöld um Vestm - eyjar til Hull, Rotterdam og Hamborgar. 11 Gullf oss“ fer í kvöld vestur og norður. Aukahafnir: Þingeyri í vesturleið, Sauðárkrókur og Stykkishólmur í suð- urleið. Bókavínír ogf bókasöfn! Nú er tækifæri að auka bókasöfn sín fyrir lítið gjald, með því aff panta hinar ódýru bækur hjá H.f. Acta. — Ekkert heimili ætti að vera án bókasafns. — Pantanir má gera hjá öllum bóksölum landsins eða beint af lager, hjá skilanefndar- manni H.f. Acta liqv., Jóui Þórðarsyiii, (Pósthólf 552) REYKJAVÍK ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 216 Andreas Poltzer: Patricia 213 okkur hafa verið tilkynnt það undir eins. En til vonar og vara getum við spurt um það. Morguninn eftir fékk Whinstone að vita, að Catherine Woodmili væri enn í Portland-fangelsinu. — Teljið þér mögulegt, að tvær mann- eskjur geti haft svona lík fingraför? spurði Whinstone. Forstöðumaðurinn klóraði sköllóttan hvirfilinn og sagði með semingi: — Þér vitið, fulltrúi góður, að fingra- förin eru enn talin alveg örugg auðkenni í lögregluvísindunum. Við gíæpafræðing- arnir höfum óvallt staðhæft, að hingað til hafi verið ómögulegt að finna nema fimmtán líkindategundir á tveimur fingraförum. Hingað til höfum við ekki heyrt getið um • neina undantekningu frá því. Þeim mun meiri athygli vakti því fyrir skömmu rit vinar míns, hins kunna vísindamanns, Henry T. F. Rhodes: Vís- indi og glæparannsóknir. Rhodes segir þar frá eftirfarandi furðulegu dæmi.... En Whinstone átti ekki aff fá að heyra frásögn forstöðumannsins, því að í sama bili var hringt í símann. Forstöðumaður. inn greip heyrnartólið og fulltrúinn heyrði hann segja: — Já, hann er staddur hérna! Hann rétti Whinstone heyrnartólið. Það var Forest lögregluþjónn, sem var í lág, og ságt honum, að hún ætlaði að- eins að nota þetta herbergi til þess að geyma í því ýmislegt skran. Þó að kona þessi kallaði sig frú Fench og væri, samkvæmt lýsingu dyravarðar- ins, ekki undir fimmtugu, efaðist Whin- stone ekki um það eitt augnablik, að þetta hefði verið Alice Bradford sjálf. Nú fór fulltrúinn í York Terrace 74 B, þangað sem íbúð ungfrú Bradford var. Og án þess að gera sér nokkra rellu út af þvi, þá brauzt hann inn í íbúðina. í þremur herbergjunum, sem voru einstaklega smekklega búin, gat hann ekki séð neitt grunsamlegt; það eina, sem gat vakið grun, var það, að íbúðin væri íburðarmeiri en starfsmaður í Scot- land Yard hefði efni á. En Whinstone lagði ekki mikla áherzlu á það. Hann vissi fyrirfram, að hann myndi ekki finna neitt markvert í íbúðinni. Hann þurfti aðeins að fá nokkur greinileg fingraför stúlkunnar, sem átti þarna heima, og þeim fékk hann nóg af. Er hann hafffi ljósmyndað þau með lítilli og góðri vél, fór hann á burt úr íbúð Alice Bradford og læsti vandlega á eftir sér. Hann framkallaði myndirnar sjálfur og þegar hann tók afritin af þeim, komst hann að einkennilegri niðurstöðu: Fingraförin sem hann hafði tekið í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.