Tíminn - 28.01.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.01.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavílí, langardaginn 28. janúar 1939 Snorramynd Vígelands Fyrir nokkrum árum síðan var hafin fjársöfnun í Noregi í því skyni að láta gera höggmynd af Snorra Sturlusyni, sem reist yrði í Reykholti, þegar 700 ár væru liðin frá dauða hans. Jafnframt var ákveðið, að samskonar mynd af Snorra yrði reist á einhverjum stað í Noregi. Fjársöfnun þessi gekk allvel óg hefir fyrir nokkru fengizt nægilegt fé til að framkvæma verkið. Jafnframt var frægasti myndhöggvari Norðmanna, A .G. Vígeland, fenginn til að gera myndina. í „Bergens Arbeiderblad" 19. þ. m’, er skýrt frá þvi, að Vige- land sé búinn með myndina og sé nú ekki annað eftir en að gera af henni eirsteypu. Þá segir blaðið frá því, að Snorranefndin hafi ákveðið, að höggmyndin af Snorra, sem verði reist í Noregi, skuli vera í Bergen. Nefndin hafi einnig rætt um það, að afhjúpa höggmyndina í Reykholti einu ári fyr en ráðgert hefir verið eða sumarið 1940 að afloknum norræna þingmanna- fundinum, sem haldinn verður í Reykjavík. En upphaflega var ráðgert að afhjúpa myndina 23. sept. 1941, því Snorri var veginn þann dag 1241.Telur nefndin það óheppilegt, að láta afhjúpunina bíða fram á haust, þegar veðr- átta sé orðin stirð og millilanda- samgöngur örðugri, en fyrst myndin verði ekki afhjúpuð á hinum upphaflega ákveðna degi geri ekki til þó það sé gert árinu áður. Hinsvegar verði afhjúpun myndarinnar í Noregi frestað til 23. sept. 1941. Segir blaðið að nefndin muni snúa sér til Jón- asar Jónssonar alþm., sem mest afskipti hafi haft af þessu máli hér heima, og leita álits hans og aðstoðar í þessu efni. Tíminn hefir spurt Jónas Jónsson um þetta, en honum hefir enn ekki borizt slík um- leitun frá nefndinni. Hinsvegar hefir hann nýlega fengið bréf frá Vigeland og allmargar mynd- ir af líkneskinu og birtist ein þeirra hér. Hefir Jónas útvegað honum kort af Reykholti og lýs- ingu á staðháttum þar. Þakkar Vigeland fyrir þá sendingu og segist vera að athuga, hvar bezt mun vera að velja myndinni stað. Myndin er um 2^ m. á hæð og (Framh. á 4. síöu) Vestur-Isfírðíngar lýsa trausti á rík- isstjórninní Gunnar Thoroddsen íær áminningu Hinn árlegi þing- og héraðs- málafundur Vestur-ísafjarðar- sýslu hefir nýlega verið haldinn á Flateyri. Mættir voru 18 full- trúar og sendu allir hreppar sýslunnar fulltrúa á fundinn. Mörg mál voru rædd á fund- inum. M. a. var rætt um afstöð- una til ríkisstjórnaninnar og samþykkt svohljóðandi ályktun með 12:6 atkvæðum: „Þing- og héraðsmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu lýsir yfir fullu trausti sínu á núverandi ríkisstjórn og lýsir um leið á- nægju sinni yfir hagstæðum verzlunarjöfnuðl síðastl. ár.“ Eftirfarandi ályktun var bor- in fram á fundinum og sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum: „Þing- og héraðsmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu lýsir yfir eindregnu fylgi sínu við lýðræð- ið í atvinnu-, menningar- og stjórnmálum. Vill fundurinn brýna það fyrir héraðsbúum og öðrum landsmönnum að gæta vel þcssa fjöreggs íslenzku þjóð- arinnar og þjóðmeiuiingarinn- ar, og væntir þess, að allir góðir íslendingar verði framvegis og í hvívetna á verði gegn öllum ut- anaðkomandi áhrifum, er orðið geta til þess að hagga þeim lýð- ræðisgrundvelli, er íslenzka rfk- ið byggir tilveru sína á, í nútíð og framtíð.“ í umræðunum kom það ljóst fram, að þessi tillaga var ekki hvað sízt fram komin vegna þeirra ummæla Gunnars Thor- oddsens í „Þjóðinni“, að íslend- ingar yrðu að fullnægja „viss- um skilyrðum um stjórnarfar sitt innanlands“ til að tryggja sér vináttu Þjóðverja. Deildu ýmsir fundarmanna hart á þá skoðun. Gunnar var sjálfur mættur á fundinum, án þess að vera þó þangað boðínn, og mun hann hafa talið það ráðlegast að afneita fyrri kenningum sinum. 12. blað • wm-. A Eftir fall Barcelona Hvað gera Bretar og’ ’Frakkar ? Uppreisnarmenn á Spáni héldu innreið sína í Barcelona síðastl. finmitudag. Kom ekki til neinna verulegi'a bardaga um borgina, því stjórnarlrerinn taldi vörnina vonlausa og ákvað því, að láta hana í hendur uppreisnar- manna orustulaust. - Ástæðan til þess að Barce- lona féll í hendur uppreisnar- mönnum svo fljótt, er marg- þætt. Matarbitgðir voru sama og engar í borginni og fullkom- in hungursneyð því yfirvofandi. Uppreisnaimenn höfðu náð vatnsveitunni og rafmagnsstöð- inni, sem eru alllangt frá borg- injii, á vald sitt. í þriðja lagi voru varnarvirki borgarinnar svo ófullkomin, að lítil von var um að geta veitt hinum full- komnu árásartækjum óvinanna teljandi mótstöðu. Mai'gir telja fall Barcelona úrslitasigur Francos í borgara- styrjöldinni. Hann hefir nú allai' helztu borgir Kataloníu og frjósömustu hluta hennar á valdi sínu. Stjórnin heldur enn lítiUi sneið norður við frönsku lanhamærin, en það má teljast vonlítið fyrir hana áð halda henni til lengdar. Bæði skortir hana nægileg vopn og vistir handa hernum og hinir stöðugu ósigiar undanfarnar vikur hafa lamað kjark hans. Erlendrar hjálpar getur hún ekki vænzt, þar sem stjómir Bretlands og Frakklands hafa lýst yfir því, að þær muni ekki hvika frá hlutleysisstefnunni. Þegar uppreisnarmenn háfa unnið Kataloniu eiga þeir eftir að ná Madrid og Valencia og þeim landshlutum, sem stjórnin ræður í nánd við þessar borgir. Stjórnarherinn hefir komið sér þar upp öflugum vörnum og virðist undanfarin reynsla benda tU þess, að vafasamt sé, hvort uppreisnarmenn geta sigrað hann með vopnum. En hitt er líklegt, að með langri umsát og stöðvun allra aðflutn- inga tækist þeim að neyða hann til uppgjafar. En það getur tek- ið alliangan tíma og á meðan geta þeir atburðir gerzt, sem A. KROSSGÖTTJM Af Vatnsleysuströnd. — Búpeningseign. — Félagslíf. — Byggingar. — Á Eyja- f jallajökli. — Sjóróðrar í Mýrdal. — Raf stöðvar í Hvamms- og Dyrhólahreppum. Af Vatnsleysuströnd hefir blaðinu verið skrifað: — Vorið var hér kalt og leit illa út með grasvöxt. En með miðju sumri breytti til og varð meðal grasár og góð nýting. Jarðeplaupp- skera mun hafa verið 12—40 tunnur á heimili og nokkuð af gulrófum. Tún eru hér víðast slétt og vel girt. Að ný- rækt er talsvert unnið, en hraun er viðast undir og umhverfis. Moldin er þó góð, enda gnægð af þara og þangi, sem reynist mjög vel með öðrum á- burði. Garðrækt getur orðið hér mikil og hefir aukizt stórum. Þó fara jarðir í eyði og fólkið flytur í kaupstaðina. t t t Hér í sveit er um 2000 fjár og rúm- lega 100 kýr. Sauðféð er fremur létt á fóðrum og mun ærin vel fóðruð með 50 kg. af töðu. Lömb skerast hér með 10—15 kg. skrokkþyngd. Sauðland er hér gott á haustin og framan af vetri. Flestir hafa hér talsvert af hænsnum, en fáir til ábata. t t t Góðtemplarafélag er hér nýstofnað með um 30 meðlimum. Vín er lítt haft um hönd í sveitinni. Enginn gamall innfæddur maður hér notar vín fremur en það væri ekkí til í landinu. Kven- félag hefir starfað hér lengi og mörgu þarflegu til leiðar komið. Það hefir komið sér upp samkomuhúsi í sam- vinnu við ungmennafélagið og starf- rækt unglingaskóla tvö undanfarin ár frá veturnóttum til vertíðar. Barna- stúka hefir starfað hér lengii undir stjórn Viktoríu Guðmundsdóttur, sem búin er að vera kennari hér í 18 ár og hefir reynzt ágætlega í því starfi. t t t Víðast er hér góð bygging. Á 10 jörðum eru vönduð steinhús, en annars jámvarin timburhús. Fjós, forir og imughús eru alstaðar steypt, en hlöður ýmist steyptar eða úr timbri og járni. t t r 16. janúar gengu tveir Eyfellingar, Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri og Ól- afur Ingimundarson í Yzta-Bæli, á hæsta tind Eyjafjallajökuls. Færi var mjög ákjósanlegt, slétt yfir allar jökul- sprungur og harðfenni svo tæpast markaði spor í snjóinn. Þeir félagar lögðu af stað frá Þorvaldseyri kluklmn sjö árdegis og gengu á hálfri annarri klukkustund upp að jökulröndinni. Þaðan stefndu þeir beinustu leið á Guðnastein, hæsta tindinn, og voru komnir þangað eftir einnar klukku- stundar og fjörutíu og fímm mínútna gang á jökli. Útsýn var hin bezta og sáu þeir vel jöklana í norðri, Hofsjökul og Langjökul, og út eftir Reykjanes- fjallgarði og vestur á Faxaflóa. Sem dæmi þess, hve skyggni var gott, má geta, að þeir greindu gerla Laugar- vatnsskólann og gufuna, er liðaðist upp af hverum niður við vatnið. — Blæjalogn var og sólskin á jöklinum þenna dag, en þó var frostið seytján stig uppi á jökulnýpunni um hádegis- bilið. I byggð var þriggja stiga frost um daginn. t t t Magnús Finnbogason í Reynisdal skrifar Tímanum nýlega: — Nú eru menn sem óðast að leggja af stað til sjóróðra, aðallega til Vestmannaeyja. Er þetta með nokkru öðrum hætti en var í mínu ungdæmi. Þá var oft mikill fiskafli hér við sandana og gæftir góð- ar, enda var þá oftast norðanátt og kuldar á útmánuðum. Gengu þá 10—14 skip úr Mýrdal og voru þá 13— 18 menn á hverju. Aflinn var oft 2—3 hundruð til hlutar á skip og stundum allt að 4 hundruð. Aflinn var hertur og meirihlutinn fluttur úr landi. — Nú munu ganga héðan í vetur 4—5 bátar með 8—12 mönnum hver. Eru að- allega á þeim menn, sem ekki geta að heiman farið yfir lengri tíma. t t r í Hvammshreppi (í Mýrdal) eru nú rafstöðvar á 16 bæjum, auk Vikur- kauptúns, en þar hafa nú nálega öll heimili raforku til ljósa og suðu og nokkru leyti til hitunar. í Dyrhóla- nreppi eru rafstöðvar á 5 bæjum. Á nokkrum fleiri stöðum eru góð skilyrði t'l virkjunar, en nú er skarð fyrir skildi við fráfall Bjarna í Hólmi og getur því orðið nokkur kyrstaða í þess- um efnum næstu ár. Franco. :iöi honum til óvæntrar hjólpar. í ítölskum og þýzkum blöð- um er íalli Baxcelona fagnað. Hins'.’egar kemiu’ fram mikill óhugur í brezkum og frönskum blöðum. Þau óttast, að Franco verði svo háður áhrifum ítala og Þjóðverja, að þessar þjóðir geti notað Spán til árása gegn Frökkum og Bretum, ef á þarf að halda. í grein, sem Winston Churehill hcfir skrifað nýlega, segir hann að frá sjónarmiði brezkra hagsmuna sé sigur stjórnarinnar æskilegri en sigur Francos. Meginhluti enska í haldsflokksins hafi þó frekar ó-skað &ftir sigri Francos af ótta við, að sigur stjórnarinnar myndi efla hin kommúnistisku öfl í heiminum. Þessi hluti í- haldsflokksins hefir látið sig dreyma um Franco sem sjálf- stæðan einræðisherra, er væri óháður Þjóðverjum og ítölum og kysi því allrar aðstöðu vegna að hafa góða sambúð við Breta Churchill segir líka, að sigur stjórnarinnar hefði verið æski legri af þeirri ástasðu, áð Bret- ar og Frakkar hefðu frekar get að fengið hana til að draga úr hefndarráðstöfunum að styrj- öldinni lokinni, en ítalir og Þjóðverjar muni hvetja Franco til að sýna andstæðingum sín um vægðarlausa harðýðgi. - Þessi ummæli Churchills virð ast sannast á því, að fyrsta verk uppreisnarmanna eftir að þeir tóku Barcelona, var að stofna herrétt og talið er, að þeir hafi fyrir nokkru haft spjaldskrá yf- ir eina miljón manna á stjórn- ar-Spáni„ sem þyrfti að koma fram hefndum á fyrir þátttöku þeirra i styrjöldinni. Margt virðist benda til, að Bi'etar og Frakkar muni næstunni gera tilraun til þess að koma á sættum á Spáni, gegn þvi að stríðsaðilar heiti hvorir öðrum griðum, yfirráð Francos verði að meira eða minna leyti viðurkennd og allir útlendir hermenn verði fluttir þaðan brott. Fyrir Franco væru þess- ii’ skilmálar að mörgu leyti að- gengilegir. Hann losnaði við á- framhaldandi styrjöld, ynni sér vináttu Breta, sem eru líkleg- astir til að geta veitt honum fjárhagslega hjálp, og yrði laus við hina vaxandi óánægju margra liðsmanna sinna gegn yfirgangi Þjóðverja og ítala á Spáni. En hinsvegar myndi þetta veikja vináttu hans við ítali og Þjóðverja. Það reynir þvi á það, hvort hann er orðinn þeim svo háður, að þeir geti sett honum kosti eftír eigin vild. Heppnist Bretum og Frökkum ekki þessar ráðagerðir, getur vel svo farið, að Spánn verði áður en lýkur, orsök nýrrar heims- styrjaldar. Fyrir Frakkland og Bretland er ekki hægt að una því, að Þjóðverjar og ítalir fái hernaðarlega aðstöðu á Spáni og Spánn verði einskonar hjá lenda þeirra. Bretum og Frökk um er orðið það ljóst nú, að hjá (Framh. á 4. síðu) A ví&avangi Út af þvættingi Mbl. um stjórnarkosningu í Búnaðarfé- lagi Vestmannaeyj a, skal þetta tekið fram, samkvæmt upplýs- ingum, sem Tíminn nú hefir fengið frá Eyjum: Eini Fram sóknarmaðurinn, sem áður var í stjórn félagsins, Hannes Sig- urðsson Brimhólum, var endur- kosinn með hæstri atkvæðatölu, 62 af 80 greiddum atkveeðum. Efsti maður Sj álfstæðisflokks- ns við síðustu bæj arstj órnar- kosningar, fékk hinsvegar ekki nema 28 atkv. og komst inn með hlutkesti milli hans og samfylkingarmanns, sem fékk afn mörg atkv. Þeir þrír, sem úr stjórninni gengu, voru einn Sjálfstæðismaður, einn Alþýðu- flokksmaður og (sennil.) einn Samfylkingarmaður. Framsókn- arfl.okku.inn má því vel við una, bær -sem hann átti aðeins einn fulltrúa áður og fékk hann nú ndurkosinn með hæstri at- kvæðatölu. Það eru líka ósann- indi hjá Mbl., að tap hafi orðið á vörusölu félagsins sl. ár. * k * Þjóðviljinn er úrillur út af bví að Tíminn skuli skýra frá rví, sem ritað er í þekkt erlend blöð um utanríkismálastefnu Rússa og afstöðu þeirra í flótta- mannamálinu. Um þetta fer Timinn vitanlega eftir sörnu reg;lum og í fréttaflutningi frá öðrum löndum. Hinu er ekki hægt að gera við, þótt eitthvaö af þeim upplýsingum, sem óarna eru gefnar, komi að- standendum Þjóðviljans á óvart. Á þeim hefir löngum sannazt hið fornkveðna: Sá segir mest af Ólafi kóngi, sem hvorki hefir heyrt hann né séð. Og þekking kommúnista hér á landi á á- formum Stalins ristir áreiðan- lega grynnra en sumir, og þar á meðal þeir sjálfir, halda. * * * Svar Bjarna Benediktssonar í dag við hinni rökstuddu grein um Rvík í síðasta blaði Tímans er bæði lítið og magurt. Helzt er svo að skilja, að hann vilji gefa núverandi ríkisstjórn sök á flutningi fólks í bæinn. Hitt mun bó sönnu nær, að með margs- konar framförum, sem komið hefir verið á í sveitum með stuðningi ríkisvaldsins, hafí fólksstraumurinn orðið minni en hann annars hefði verið. Hvað hefði t. d. orðið um íbúa þeirra 200 nýbýla, sem búið er að reisa á síðustu 3 árum? Og það ætti B. B. að geta skilið, ef hann hugsar sig um, að honum er ekki stætt að halda því fram samtímis 1. að stjórnin hafi farið svo illa með atvinnuvegi Reykjavíkur. að þar sé óbúandi og 2. að stjórnin hafi stuðlað að innflutningi fólks í bæinn! Slíkar mótsagnir í málflutning gefast ekk vel, þeg- ar til lengdar lætur. * * * Hinsvegar er rétt að vekja at- athygli á því, að gefnu tilefni, að engir hafa stuðlað meir að flutningi fólks tíl Reykjavíkur en einmitt ráðamenn bæjarins. Þeir hafa í tíma og ótíma gumað af því í blöðum sínum, hve ástand- ið í bænum væri glæsilegt, fjár- málastjórnin prýðileg, og að þar réðu ráðsettir menn, sem væru á móti skuldasöfnun og skatta- hækkun. Það er engln furða, þótt einhverjir hafi glæpst til að taka mark á slíku, svo oft sem það hefir verið endurtekið. Ekki getur B. B. neitað því, að allt það fé, sem ríkið leggur fram til trygginganna í Reykjavík gengur til bæjarsjóðsins eða bæjarbúa. Hinsvegar fær ríkið ekkert, hvorki af sínu eigin framlagi, bæjarins eða bæjar- búa. Það þýðir ekkert fyrir B. B. að vera með útúrsnúninga í þessu efni. * * * Þá hyggst B. B. að gera sér mat úr því, að i Tímanum höfðu af vangá verið tilgreindar tekjuskattstölur fyrir allt land- ið í stað talnanna fyrir Reykja- (Framh. á 4. síöu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.