Tíminn - 31.01.1939, Side 3
13. blað
TÍMm, þrfgjadagimn 31. janúar 1939
51
ÍÞRÓTTIR
Enskur knattspyrnu-
flokkur kcniur
hlngað í sumar.
Meðal knattspyrnuvina munu
það þykja góð tíðindi, að
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
hefir fengið enskan knatt-
spyrnuflokk til að koma hing-
að í sumar og heyja hér fimm
kappleika.
Knattspyrnuflokkur þessi, Is-
lington Carinthian, er talinn
með betri knattspyrnuflokkum
áhugamanna í Englandi. Hann
fór í ferðalag umhverfis hnött-
inn í fyrra og keppti í 95 kapp-
leikjum alls. Vann hann 68 af
þeim, gerði 19 jafntefli og tap-
aði 8. í flokknum, sem kemur
hingað, verða fimm menn úr
landsliði áhugamanna í Eng-
landi.
í sumar átti flokkurinn kost
á að fara til þriggja landa, auk
íslands, Svíþjóðar, Finnlands og
Rúmeníu.
Hann er væntanlegur hingað
17. júní.
Þá hefir K. R. boðið hingað
knattspyrnuflokk frá Færeyj-
um. Kemur hann hingað 2. júlí
og keppir hér alls 3 leika. —
Flokkur þessi, sem er í Tron-
gisvági, bauð K. R. þangað síð-
síðastliðið sumar.
Auk þessara tveggja heim-
sókna í sumar eru ráðgerðar
tvær utanferðir íslenzkra
knattspyrnuflokka. — Önnur
þeirra, sem er för Fram til
Norðurlanda í júnímánuði, er
fullráðin og verður það til þess,
að Fram getur ekki tekið þátt í
keppninni við Englendinga. Það
hefir komið til tals, að úrvals-
lið frá Val og Víking yrði boðið
til Þýzkalands, en endanlega
mun þó ekki frá því gengið.
Yrði af þeirri för, myndi hún
sennilega verða farin í ágúst-
mánuði.
Þá má geta þess, að Fram hef-
ir ráðið til sín þýzkan þjálfara,
Hermann Lindemann. Hann
var einn bezti maðurinn í þýzka
liðinu, sem kom hingað í sum-
ar og hefir nýlokið prófi á í-
þróttaháskóla. Kemur hann
hingað í marzlok og verður hér
þangað til Fram fer utan.
Fram hafði danskan þjálfara
síðastl. sumar.
þ£r ættuð að reyna kolin og
koksið frá
Kolaverzlun
Slgurðar Ólafssonar.
Símar 1360 og 1933.
B Æ K U R
Búnaðarsamband Suður-
lands. Minningarrit eftir
Eyjólf Guðmundsson Hvoli
í Mýrdal. - Útgefandi: Bún-
aðarsamband Suðurlands.
Reykjavík 1938.
Bók þessi, sem er 136 blaðsíð-
ur í fremur iitlu broti, er gefin
út í tilefni af þrjátíu ára starf-
semi Búnaðarsambands Suður-
lands. Er þar fyrst lýst félags-
svæðinu sjálfu, atvinnuháttum,
landkostum og náttúrufari. Síð-
an kemur kafli um búnaðará-
stand í þessum sýslum um alda-
mótin, rakinn aðdragandinn að
stofnun sambandsins, lýst lög-
um þess og fyrsta markmiði og
byrjunarstörfum. — Síðar eru
nánar raktir einstakir þættir
þess starfs, sem sambandið hef-
ir haft með höndum, svo sem
kennslu í notkun og meðferð
sláttuvéla, leiðbeiningum um
vatnsleiðslur, garðrækt, áburð-
arhirðingu, böðun sauðfjár, vot-
heysverkun, að ógleymdum á-
veitumálunum og mörgu fleiru.
Þessi litla bók gefur nokkura
hugmynd um margháttaða for-
göngu sambandsins í framfara-
og umbótamálum á Suðurlandi.
í bókinni eru myndir af mörg-
um helztu forystumönnum sam-
bandsins.
01 mikíl bjartsýni
(Framh. af 2. síðuj
að mæðiveikiélið birti upp um
síðir, og að þá fái þeir umbun
sinnar þrautsegju, að hafa ekki
gefizt upp, þótt syrti í álinn um
stund. Þó að stöku menn berji
sér dálítið, vegna þeirra miklu
örðugleika, sem að steðja, þá
vakir þó bjartsýnin og vorhug-
urinn að baki og þannig vona ég
að sé einnig hjá Friðjóni bónda
að Hofsstöðum. V. G.
Frestur
til að skíla skatt-
iramtölum rennur út
í kvöld (31. janúar)
kl. 24, og er skatt-
stofan opin í dag til
þess tíma.
Skattstofan.
Kopar
keyptur í Landssmiðjunnl.
Skrlfstofa
Framsóknarflokksins
í Reykjavík
er á Lindargötu 1 D
Framsóknarmenn utan af
landi, sem koma til Reykja-
víkur, ættu alltaf að koma
á skrifstofuna, þegar þeir
geta komið því við. Það er
nauðsynlegt fyrir flokks-
starfsemina, og skrifstof-
unni er mjög mikils virði
að hafa samband við sem
flesta flokksmenn utan af
landi.
'Framsóknarmenn! Munið að
koma á flokksskrifstofuna á
Lindargötu 1 D.
Riimlarafieyaar -
ViiiikiMlityiiii.
ACCUMUL AT OREN-F AGRIK,
DR. TH. SONNENCHEIN.
heimaslátraða — með því að
reikna seldar gærur af fé, sem
farið hefir af vanhöldum á móti
gærum, sem notaðar eru heima.
Má í þessu sambandi geta þess,
að þótt vanhöld hafi verið ó-
venjumikil á sumum stöðum
landsins, þá hafa þau verið mjög
lítil á árinu, alstaðar utan mæði-
veikissvæðanna. Þessi tala,
77.000, svarar því að slátrað sé
heima til jafnaðar 11 kindum á
hvert býli. Féð, sem slátrað er
heima, mun yfirleitt vera að
meiri hluta roskið, svo að láta
mun nærri að reikna kjötþunga
þess að meðaltali 18 kg., sem
gjörir með ca. 80 aura verði á
kg. um 15 kr. stykkið, eða alls á
landinu 1.155 þúsund.
Innmat úr kind til jafnaðar,
þar með talinn mör, er ekki of
hátt að reikna á kr. 2.00, og verða
það alls úr 4500 fjár 900 þúsund.
Andvirði allra gæranna er sem
næst kr. 1.855.600.
Öll ull ársins er eftir því sem
næst verður komizt um 900
smál. — með 2.40 á kg. að með-
altali gjörir hún kr. 2.160.000.
Allar sauðfjárafurðirnar verða
þannig reiknðar 10 milljónir 881
þúsund.
Þá sný ég mér á sama hátt að
verðlagningu nautpeningsafurð-
anna. Öll sölumjólk mjólkurbú-
anna var samtals 17.230 þús. ltr.
með 19 aura meðalverði á líter
gjörir hún 3.273 þús. kr.
Þá koma 4 millj. lítra, sem
seldir eru beint til neytenda,
skv. áðursögðu, með allmiklu
hærra verði, eða um 30 aura Itr.
Þessi mjólk gjörir kr. 1.200 þús.
Þá er síðast sú mjólk, er bændur
leggja í bú sín um 46 milj. lítra.,
sem ég reikna á 15 aura. Gerir
hún þá kr. 6.940 þús., eða öll
mjólkin og mjólkurafurðir kr.
11.413 þús. Þá eru eftir nautpen-
gripir til frálags.
Með því að áætla meðalaldur
kúnna 12 ár, tilfalla á ári hverju
að jafnaði um 2200 kýr. Niður-
lagsverð þeirra má telja 140 kr.
á stykki, til jafnaðar, eða 308
þúsund krónur. Slátrað geldneyti
má áætla með því að draga tölu
sláturkúa frá tölu vetrunga
hvers árs. Verða þau samkvæmt
því 3000 alls. Niðurlagsverð
þeirra áætla ég 150 krónur til
jafnaðar, eða alls 450 þúsund.
Ungkálfa áætla ég um 20 þús. á
10 kr. stykkið, alls 200 þúsund.
Verða þá allar afurðir naut-
gripanna kr. 12.371 þúsund.
Hestum hefir farið sífjölgandi
á undanförnum árum. Árið 1936
voru þeir um 46.000 alls, og eftir
fjölgun þeirra á undanförnum
árum má hiklaust áætla frá ár-
inu 50 þúsund. Það er nokkrum
erfiðleikum undirorpið að áætla
tekjur bænda af þeim til sölu og
frálags.
Árið 1938 voru fluttir úr landi
hestar fyrir 59 þúsund. Hinsveg-
ar eru engar skýsrlur um það,
hve margir hafa verið felldir og
lagðir í bú.
En með því að áætla, að hestar
verði ekki að meðaltali gerðir
eldri en 18 ára, væru árlega
slegnir af um 250 hestar. Með
því að reikna þá að meðaltali 120
krónur, gjöra þeir alls 300 þús.
Þá eru afgangs af árlegri við-
komu, að frádregnu því sem selt
eru útúr landinu um 1200 hross,
sem ýmist eru lögð í bú eða fara
til fjölgunar hestastofninum —
og sem hvorutveggja má reikna
sem tekjur af hestaeigninni. Séu
þau reiknuð á 60 kr. að meðal-
tali, gera þau 72 þúsund og verða
þá heildartekjur af hestunum
431 þús. kr.
Þá tek ég næst refaræktina.
Sá atvinnuvegur er mjög ungur
hér á landi, sem kunnugt er, en
hefir fleygt mjög áfram síðustu
ár — bæði að fjölda lífdýra og
gæðum. Tekjur af refum eru
þegar orðinn allstór liður í land-
búnaðarframleiðslunni, en þó ó-
beinn enn, þar sem viðkoman er
að mestu sett á, en ekki seld. Ef
reiknað er með gangverði lífdýra,
koma fram háar tölur. Eg mun
þó ekki gera það. Sanngjarnt
mætti telja að fara nokkuð til
beggja — á milli lífdýraverðsins
og skinnaverðsins, vegna þess að
lífdýrastofninn er í þessari bús-
grein sem öðrum ætíð meira
virði en sláturfénaðurinn. Eg
ætla samt ekki að gjöra það,
heldur eingöngu að leggja til
grundvallar skinnaverðið til
verðs á viðkomunni, eða miða
við það verð eða sem næst því,
sem fyrir hana hefði fengizt,
hefði henni allri verið lógað.
Viðkoman á árinu er sem hér
segir:
Af silfurrefum 1666 st., reikn-
uð á 150 kr„ gefa kr. 249.900.00.
Af blárefum 330 st„ reiknuð
á 120 kr„ gefa kr. 39.600.00.
Af minkum 1150 st„ reiknuð
á 60 kr. gefa 69,000.
Eða alls kr. 358.500.00.
Má segja, að þar sé vel af stað
farið. Framh.
'aryjA
„Já, þetta er hinn rétti kaffi-
ilmur“, sagði Gunna, þegar
Maja opnaði „Freyju“-kaffi-
bætispakkann.
„Nú geturðu verið viss um
að fá gott kaffi, því að nú
höfum við hinn rétta kaffi-
bæti. Ég hefi sannfærzt um
það eftir mikla reynslu, að
með því að nota kaffibætir-
inn „Freyja“, fæst lang-
bezta kaffið.
Þið, sem enn ekki iiafið reynt IVfcýju-
kaffibæti, ættuð að gera |iað sem fyrst,
og þér munuð komast að sömu niður-
stöðu og Maja.
Hitar, iimar, heillar drótt,
hressir, styrkir, kætir.
Fegrar, yngir, færir þrótt
Freyju-kaffibætir.
( éröbréfabankim
V ( Aostvrstr. í> sim, 5652.Opið M.1t-12<x)i-'
9
Annast kaup og sölu verðbréfa.
TRÚLOFUNARHRINGANA,
sem æfilöng gæfa fylgir, selur
SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent
gegn póstkröfu hvert á land
sem er. Sendið nákvæmt mál.
SIGURÞÓR,
Hafnarstræti 4, Reykjavík.
ELEPHANT
_ VIRGINIA
ClaaAettwi
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
220 Andreas Poltzer:
mikið álit hvor á öðrum. Yfirfulltrúinn,
sem jafnan var mjög prúður, dró nú enga
dul á fyrirlitningu sína á Whinstone,
öllum til mikillar undrunar.
Og Whinstone fór hið bráðasta út frá
honum. Hann hafði veitt ritaranum,
Alice Bradford athygli, meðan hann var
að tala við Duffy, en hún hafði ekki
komð honum grunsamlega fyrir sjónir á
nokkurn hátt. Hún hafði hætt að skrifa,
meðan þeir voru að tala saman, til þess
að trufla þá ekki með glamrinu í vélinni,
og tekið bæjarskrána og virtist vera
niðursokkin í hana.
Whinstone minntist viðtals síns við
forstöðumann fingrafaradeildarinnar og
fór þangað inn.
— Sir, ég brenn af forvitni í að heyra
um þetta tilfelli, sem Rhodes vinur yðar
segir frá í bók sinni, sagði Whinstone
eftir að forstöðumaðurinn hafði boðið
honum sæti.
Hann rétti forstöðumanninum vindil
og hann kveikti í, með mestu aðgætni.
Þegar góður eldur var kominn í vindilinn,
byrjaði hann:
— Henry T. F. Rhodes segir svo frá:
Árið 1907 var Rasmussen nokkur tekinn
fastur í Kaupmannahöfn, grunaður um
gimsteinaþjófnað. Maðurinn neitaði
harðlega, en gat ekki borið fram fjar-
verusönnun. Mesta, eða réttara sagt„
Patricia 217
símanum. Whinstone hafði ekki fyrr
heyrt röddina, en hann afsakaði sig við
forstöðumanninn og þaut á burt. Forest
var í skrifstofunni hans. Lögregluþjónn-
inn rétti honum spjald, án þess að segja
nokkurt orð. Á því voru nokkrar linur
vélritaðar:
Ef þér viljið finna James Henry
Meller-Ortega, þurfið þér ekki annað en
fara fyrri partinn í dag i húsið nr. 54 í
Liberia Road, Highbury. Maðurinn, sem
þér leitið að, býr á efstu. hœð hússins.
— Tygið þér yður, Forest! skipaði
Whinstone og greip hatt sinn og frakka.
Fáeinum minútum síðar þaut bifreið
áfram, áleiðis til Islington. Auk Whin-
stones og Forests voru þrír lögregluþjón-
ar í bifreiðinni. Er þeir höfðu farið fram
hjá stöðinni Highbury-Islington, óku
þeir yfir Highbury Place og sveigðu inn
í Calabri Road. Lögreglubifreiðin staö-
næmdist á horninu á Liberia Road.'
Hópurinn færði sig varlega að húsinu,
sem hafði veyið nefnt í nafnlausa skeyt-
inu. Það var auðséð, að ekki voru nema
einar dyr á því húsi. Slagbrandur var
fyrir hurðinni og Whinstone barði.
Það leið talsvert langur tími þangað
til fótatak heyrðist inni, til merkis um,
að heyrst hefði að bariö var. Maðurinn,
sem opnaði dyrnar, var, eftir vísbendingu
Whinstones, tekinn og honum haldið. En