Tíminn - 02.02.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1939, Blaðsíða 4
56 TfMrVTV. fimmÉndagiim 2. fobniar 1939 14. blað Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. I heildsöln hjá Samband ísl. sam vinnuf élaga Sími 1080. RAIJÐl KROSS fSLATVDS heldur Oskudagsiagnað að Hótel Borg 22. febrúar næstkomandí. Upplýsingar 11111 nánari tilliögun í síma 4658. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu R. Kr. I., Hafnarstræti 5 fyrir 10. febrúar. nvnoi-i^iR, Sá hershöfðingi uppreisnar- manna á Spáni, sem talinn er hyggnastur og sigursœlastur, er Yague. Yague gekk í spanska herinn fyrir aldarfjórðungi síðan og var óbreyttur liðsmaður fyrs\u árin. Hann komst fljótlega í nýlendu- herinn og gat sér þar svo góðan orðstír að hann var gerður að liðsforingja. Hann lét hermenn sína stunda íþróttír, hlusta á gagnlega fyrirlestra o. s. frv. Var sú hersveit, sem hann stjórnaði, fljótlega talin kjarni Spánar- hersins í Afríku og var hann jafnan sendur þangað, sem hœttan var talin mest, í styrj- öld þeirri, sem Spánverjar háðu við innfœdda uppreisnarmenn í Marokkó frá 1920—26. Yague naut þó ekki vinsœlda á hærri stöðum og hœkkaði því ekki í tigninni. Samt þótti hyggi- legt að leita til hans, þegar námumenn gerðu uppreisn í Asturiu 1934. Var það þá, sem þeir Francos kynntust fyrst fyrir alvöru. Franco lœrði strax að meta hreysti hans og hafði því tryggt sér fylgi hans, þegar upp- reisnin hófst. í styrjöldinni nú hefir það fallið í hlut Yague að stjórna Márunum og leiguhersveitum frá Marokkó. En þessar hersveitir hafa unnið flesta þýðingarmestu sigrana í styrjöldinni og það voru þær, sem tóku Barcelona. Yague er eldheitur þjóðernis- sinni og kann því illa afskipta- semí Þjóðverja og ítala. Munaði minnstu um skeið, að hann vœri fallinn í ónáð af þeirri ástœðu, en Franco taldi sig ekki þó geta án hans verið. * * * Svissneska blaðið „Neue Zeit- ung“, hefir eftirfarandi sögu að segja frá viðrœðufundi Cham- berlains og Mussolini í Róm: — Þess var ekki aðeins gœtt, að fréttaritarar blaðanna fengju engar verulegar upplýsingar, það var meira að segja ekki hœgt að nota símann, án þess að vera undir eftirliti. Tíðindamaður blaðsins fékk um þetta leyti heimsókn af gaslagningamanni, sem þóttist þurfa að endurbœta nokkrar leiðslur. Eftir þann tíma vissi ítalska blaðaeftirlitið hvert einasta orð, sem tíðindamaður- inn talaði heima sjá hér. Erindi gaslagningarmannsins hafði sem sé verið það, að koma fyrir hljóð- nema í herberginu. * * * í heimsstyrjöldinni 1914—1919 skiptist mannfallið á hernaðar- þjóðirnar, sem hér segir: Þýzka- land 2.050 þús., Frakkland 1.393 þús., Bretland 1812 þús., Austur- ríki og Ungverjaland 1.200 þús., Ítalíu 460 þús., Rúmeníu 336 þús., Tyrkland 300 þús., Serbía 128 þús., Bandaríkin 116 þús., Búl- garía 101 þús., Indland 73 þús., Kanada 63 þús., Ástralia 60 þús., Belgía 38 þús., brezku nýlend- urnar 52 þús., Nýja-Sjáland 18 þús., Suður-Afríka 9 þús., Portú- gal 7 þús., Nýfundnaland 2 þús. (Whitaker 1939). tJR BÆNUM í dag, 2. febrúar, er Kyndilmessa. Við þann dag er þessi vísa bundin: Ef í heiði sólin sezt á sjálfa Kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest, mark skal taka á þessu. Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu ann- að kvöld. Hefst kl. 8,30. Til umræðu verður atvinnuleysið í kaupstöðunum, frummælandi Salomon Einarsson. Auk þess sýnir Hallgrímur Jónasson kenn- ari skugsamyndir frá Norðurlöndum oe Ágúst Sigurðsson cand. mag. talar nokkur orð um námsflokka. Hjúskapur. Síðastliðið laugardagskvöld voru gef- in saman í hjónaband af sr. Bjarna Jónssyni ungfrú Laufey Fríða Erlends- dóttir og Axel Guðbjartur Jónsson bif- vélavirki, Laugaveg 65. S. B. S. gekkst í gær, 1. febrúar, fyrir fræðslu um bindindismál í öllum skólum, sem ríkisstyrks rjóta. Einnig fékk Samband bindindisfélaga í skólum útvarpstíma tíl umráða í gærkvöldi. Hvöt, blað sam- bandsins, kom út I gær. Leiðrétting'. í síðasta tölublaði birtist grein eftir Sigurbjörn Snjólfsson bónda um skóg- ræktarmál Austfirðinga. Hefir nokkuð brenglast niðurlag greinarinnar, og á það að vera þannig: Mun þá skóg- ræktarmálunum, og að eins þá (ekki því), vel borgið. Afmælishátíð Ármanns. Annar þátturinn í afmælishátíð Ár- manns fer fram í húsi Jóns Þorsteins- sonar í kvöld og hefst kl. 9 síðdegis. Úr- valsflokkur kvenna sýnir þar fimleika undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, Her- mann Jónasson forsætisráðherra flytur ávarp, danssýning, Halldór Hansen læknir flvtur erindi, karlakór iðnaðar- manna syngur, glímusýning og loks sýnir úrvalsflokkur dreng’a leikfimi undir stjórn Vignis Andréssonar. Leikfélag Reykjavíkur hefur á morgun frumsýningu á rúss- neska gamanleiknum „Fléttuð reipi úr sandi". — Aðgöngumiðar seldir í dag. Gestir í bænum: Hólmeeir Þorsteinsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafirði, Sieurður Símon- arson oddviti á Akranesi, Björn Halls- son bóndi á Rangá, Kristinn Guðlaugs- son bóndi á Núpi í Dýrafirði, Jón Steingrímsson svslumaður í Borgarnesi, Sigurþór Ólafsson bóndi í Kollabæ í Fljótshlíð, Gísli Björnsson í Höfn í Hornafírði, Páll Hermannsson alþingis- maður, Helgi Kristjánsson bóndi í Leir- höfn, Þorvaldur Brynjólfsson bóndi á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd. Á viðavangl. (Framh. af 1. síðu) ista- eða kommúnistastefn- unni------Árásum á nazista- stjórnina hefir því ekki linnt síðan þeim var breytt í árásir á þýzka ríkið yfirleitt, en þessi nýjasta aðferð á rót sína að rekja til áhrifa Gyðinga á stjórnmála- og blaðamenn í Ameríku“. * * * Fleira þarf ekki að tilgreina. En lesendur skulu minntir á á ný, að þessi ummæli eru ekki tekin upp úr málgögnum naz- istastjórnarinnar í Þýzkalandi, heldur eru þau úr ritstjórnar- grein í öðru aðalblaði Sjálf- stæðisflokksins á íslandi! Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) Þorlákshöfn óvenjulega snemma í þetta skipti, 2—3 vikum fyr en verið hefir undanfarin ár. r r t Bátar frá Akranesi réru fjóra róðra síðastliðna viku og fiskuðu til jafnað- ar 10—15 skippund á bát. Vænta menn sér almennt hins bezta af þessari ver- tíð. Aflahæsti báturinn í lok janúar- mánaðar er Egill Skallagrímsson og hefir aflazt á hann á þriðja hundrað skippund fiskjar síðan um áramót. r r t Síðastliðið mánudag drukknaði Guð- mundur Jónsson vinnumaður að Melum í Trékyllisvík. Slysið bar að með þeim hætti, að Guðmundur var að flytja trjávið á bát, ásamt Sigmundi Guð- mundssyni bónda á Melum. Hvolfdi bátnum undir þeim og bjargaðist Sig- mundur nauðulega. Veður var gott, er slysið bar að. Skrifstofa Framsóknarflokksfns í Reykjavík er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1 D. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „FLÉTTUÐ REIPI ÚR SANDI“ Gamanleikur í 3 þáttum, eftir VALENTON KATAJEV. Frumsýning í <1 a g kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 i dag. Takið eftir! Fólki til hægðarauka afgreið- um við lyf, hjúkrunargögn, hreinlætisvörur og aðrar þær vörutegundir, sem lyfjabúðin hefir til, um allt land gegn póstkröfu. Skrifið til okkar og yður verð- ur sent með næsta pósti það, sem þér biðjið um. Laugavegs Apotek, Reykjavík. VINNINGAR i Happdrætti Kolviðarneslaugar féllu þannig: Nr. 161 viðtæki, nr. 1689 reið- hjól, nr. 2826 peningar. Vinn- inganna skal vitja til stjórnar U. M. F. „Árroði“, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu. Norsk stfórnmál (Framh. af 1. siðu) liðnum starfa sem ósósialistisk- ur umbótaflokkur. Flokkurinn var þá algerlega frábrugðinn j afnaðarmannaflokkunum ann- arsstaðar á Norðurlöndum og mátti heita kommúnistiskur. í stefnuskrá flokksins 1930 var sagt, að „flokkurinn byggði stefnu sína á marxismanum“ og myndi í úrslitabaráttunni um völdin „nota hinn skipulagða mátt verkalýðsins til að brjóta niður mótspyrnu borgarastétt- arinnar og skapa sósialistiskt ríki“. í stefnuyfirlýsingu, sem flokkurinn gaf út nú í þing- byrjun, segir „að hann sé and- vígur einræði í hvaða mynd, sem það birtist, og telur starfs- hæft (handlekraftigt) lýðræði beztu trygginguna fyrir frið- samlega þróun og til að tryggja verkalýðnum yfirráðin í þjóð- félaginu“. Svo gersamlega hef- ir flokkurinn hafnað marxism- anum og byltingarstefnunni, sem hann hafði efst á stefnu- skrá sinni fyrir 9 árum. Þess- vegna hefir hann líka eflzt og Noregur losnað við þau átök, sem hefði getað riðið þjóðfé- laginu að fullu. Er það einna merkilegast í þessu sambandi, að flokkurinn breytti aðallega um stefnu á ár- unum 1930—35, þegar kreppan var mest. Reynslan sýndi for- ystumönnunum, að hin frið- samlega barátta hentaði hags- munum verkamanna betur en verkföll og uppreisnartilraunir. 222 Andreas Poltzer: verð dæmdur saklaus, og þess vegna léti samvizka sín sig ekki í friði. Og svo kom það allra merkilegasta: Á öskjunni voru sömu fingraförin, sem höfðu fundizt árið 1907 á kopardósunum og á ýmsum munum árið 1914. Það er þannig ekki vafi á því, að tvenn fingra- för — Rasmussens og þjófsins — geta verið eins í tuttugu atriðum eða meira, sagði forstöðumaðurinn. — Með öðrum orðum: sönnunargagn, sem hingað til hefir verið talið óskeikult, getur ekki talizt ugglaust lengur, sagði Whinstone. Forstöðumaðurinn klóraði sér á skall- anum og sagði varlega: — Þér vitið, fulltrúi, að Rhodes er tal- inn atkvæðamaður í glæparannsókna- fræði .... Og þetta tilfelli Catharine Woodmill, sem virðist alveg hliðstætt því sem ég nefndi, gæti stutt mál hans. Eigi að síður getum við ekki hafnað rann- sóknaraðferð, sem hefir reynzt einhlít í milljónum tilfella, þó að hún hafi brugð- izt í einu tilfelli .... — Ég er yður alveg sammála, sir! Ég ætla mér alls ekki að reyna, að finna skýringu á þessu tilfelli í Kaupmanna- höfn, en hvað fingraför Catherine Wood- mill snertir, þá er það ennþá ekki sann- að, að fingraförin, sem ég fann séu eftir aðra manneskju .... Patricia 223 Forstöðumaðurinn leit undrandi á Whinstone. — En — konan hefir setið inni í sjö ár! í stað þess að svara, sagði fulltrúinn hlæjandi: — Við losnum ekki við töluna sjö í þessari sögu, hafið þér tekið eftir því? Maðurinn frá Kaupmannahöfn var ákærður 1907 og í næsta skipti sjö árum síðar og Catherine Woodmill hefir setið í fangelsi í sjö ár .... — Þetta er leyndardómur hinnar dul- arfullu tölu sjö, tók forstöðumaðurinn undir og bætti svo við: — Ég verð hvað sem öðru líður að láta Phodes vita af þessu. — Ég ræð yöur til að láta það bíða um sinn. Það gæti nefnilega hugsazt, að við fengjum aðra óvænta ráðningu á gát- unni .... Með þessum orðum kvaddi Whinstone og fór. SJÖTTI KAFLI. Whinstone fulltrúi hafði setið góða stund í hinum skrautlega gildaskála Princess og gerði sér enga rellu út af þvi, að stúlkurnar tvær komu ekki. Hann hafði hringt til Scotland Yard fyrir stundarfjórðungi og síðan heim til sín, en á hvorugum staðnum hafði verið spurt nnnmtmotGAMLA SJÓMAMALÍF Heimsfræg amerísk kvik- mynd, tekin af Metro- Gooldwyn-Mayer samkv. hinni góðu sjómannasögu Rudyard Kipling, og sem birzt hefir í íslenzkri þýð- ingu Þorsteins Gíslasonar. Aðalhlutverkin eru fram- úrskarandi vel leikin af hinum ágætu leikurum: Spencer Tracy, Freddie Bartholomew, Lional Barrymore. NÝJA frá Cblcago- hruniim 1871. (In old Chicago). Söguleg stórmynd Foxfélaginu. Aðalhlutv. leika: TYRON POWER, ALICE FAYE, DON AMACHI o. fl. Mikilmetnustu kvikmynda gagnrýnendur heimsblað- anna telja þessa mynd risavaxnasta listaverk. Börn fá ekki aðgang. Atvinnuleysisskýrslur. Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verka- kvenna, iðnaðarmanna- og kvenna í Goodtemplara- húsinu við Templarasund 2., 3. og 4. febr. kl. 10—8 að kvöldi. E>eir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera við- búnir að gefa nákvæmar upplýsíngar um heimilisástæð- ur sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæj- arins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstétt, ó- magafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verklýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 31. janúar 1939. Pétur HalldorNNon. Bökunardropar Á. V. R. Rommdropar Vanllludropar Citrondropar Möndludropar Cardemommudropar Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi. Öll glös eru með áskrúíaðri hettu. Áíengisverzlun ríkísins. Er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan rósailm. Fæst í öllum verslunum, sem leggja áherslu á vöru- gseði. Tímínn er víðlesnasta auglýsíngablaðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.