Tíminn - 09.02.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.02.1939, Blaðsíða 4
68 17. blað Reykjjavik, fimmtwdaginn 9. fehrúar 1939 MOLAR Chatfield. lávarður, sem nýlega hefir verið skipaður landvarnar- ráðherra Bretlands, er einhver vinsœlasti maður enska flotans og skipun hans l þessa stöðu hef _ ir tvímcelalaust styrkt aðstöðu Chamberlains. — Fyrirrennari hans, Thomas Inship, sem einu sinni þótti líklegasti eftirmaður Chamberlains, hafði orðið fyrir hörðum ádeilum og varð þvi að láta af þessu embætti. Chatfield lávarður er 65 ára gamall. Hann er af sjómanna- œttum og starfaði faðir hans í sjóhernum. Chatfield fór inn á sömu braut og komst fljótt til metorða. Hann tók þátt i öllum stœrstu sjóorustum heimsstyrj- aldarinnar og gat sér þar mikinn orðstír. í orustunni við Dogger Bank var hann aðstoðarforingi á skipi Beattys yfirflotaforingja, en það lenti í hörðustu rimm- unni, varð fyrir miklum skemmdum, en gat þó haldið stöðu sinni. Beatty hafði þvi að- stöðu til að fylgjast vel með gangi orustunnar. Er það einkum þakkað Chatfield og er hann því einn af þeim mönnum, sem nú er mest dáður í enska sjóhern- um. Síðan heimsstyrjöldinni lauk hefir Chatfield gegnt öllum helztu virðingarstöðum í flotan- um. Hann hefir verið sœmdur mörgum heiðursmerkjum. Lá- varðstitli var hann sœmdur 1937. Hann hefir oft verið til ráða kvaddur, þegar leysa þurfti ýms hernaðarleg vandamál. Nú þegar hann var skipaður ráðherra var hann staddur l Indlandi til að fylgjast með landvörnunum þar. Hann er málskrafsmaður lítill og hefir sama og engin afskipti haft af stjórnmálum. * * * Þau fyrirmœli hafa nýlega verið gefin i Þýzkalandi, að for- ystumenn l æskulýðssfélögum nazista mega ekki trúlofa sig, nema með sérstöku leyfi. Konu- efnið verður m. a. hafa skilríki fyrir því, að síðan um 1800 hafi enginn forfaðir hennar verið komínn af óþýzkum œttum. Jafnframt skal koma upp eins vlðtœkri œttarskrá og auðið er, því ætlunin er að niðjar þessara manna taki síðar við störfum feðranna. Þannig á að tryggja það, að í framtiðinni verði allir áhrifamenn í Þýzkalandi af al- þýzku bergi brotnir. * * * Á tímabilinu 1. júlí 1937 til 1. júli 1938 fóru 5524 verzlunar- skipí yfir 300 smál. í gegnum Panamaskurðinn. Af þeim voru 1780 bandarísk, 1281 ensk, 667 norsk, 357 þýzka og 300 japönsk. Sézt nokkuð vel á þessu hversu mikil siglingaþjóð Norðmenn eru. * * * Samkvœmt frásögn í þýzku kaupmannablaði voru 1. ágúst síðastliðinn 3750 smáverzlanir í Berlín, sem Gyðingar áttu. Af þeim hafa um 700 haft eigenda- skipti á þann hátt, að þýzkœtt- aðir menn eru nú eigendur þeirra. Öllum hinum hefir verið lokað. tlR BÆIRIM Leikfélag Hafnarfjarðar heldur frumsýningu á gamanleiknum „EruS þér frímúrari?" í góðtemplara- húsinu í kvöld. Sýningin hefst kl. 8,30. Þingeyingámót verður haldið að Hótel Borg annað kvöld og hefst með borðhaldi kl. 7,30. Til skemmtunar verða ræðuhöld, upp- lestur, kvartettsöngur og dans. Að- göngumiðanna verður að vitja í dag í blómaverzlunina Flóra eða að Hótel Borg. Bíóin. Gamla Bíó hefir alllengi undanfarið sýnt ameríska mynd, Sjómannalíf, sem er gerð eftir hinni frægu sögu B. Kip- ling. Hefir hún verið þýdd á íslenzku oe hlotið hér miklar vinsældir. Myndin er prýðilega leikin og vel með efnið farið. — Nýja Bíó sÝi.ir aðra ameríska mynd, Grœnt Ijós. Aðalhlutverkið leik- ur hinn vinsæli leikari, Erroll Flynn, og tekst vel að vanda. Myndin er mjög áhrifarík með köflum, og munu sumir bíógestir ekki hafa treyst sér til að sjá hana til enda. Leikfélag Reykjavíkur sýnir rússneska gamanleikinn „Flétt- uð reipi úr sandi", í kvöld kl. 8. Á víðavangi. (Framh. af 1. siðu) fólst í áðurnefndri grein í Tím- anum og Mbl. vill ekki skilja. * * * í Mbl. 8. þ. m. er skýrt frá því, að Sjálfstæðismenn á Eyr- arbakka hafi haldið flokks- skemmtun. Þar segir að lokum svo: „Er áhugi og eindrægni Sjálfstæðismanna nú meiri en nokkru sinni áður í þessu hér- aði. Hefir ofstæki og ofsóknar- æði Framsóknarforkólfanna í Árnessýslu haft alveg öfug á- hrif við það, sem sá flokkur mun hafa ætlað. Mun Fram- sókn hafa reiknað lunderni Ár- nesinga rangt út---“. Tíman- um þykir rétt að þessi ummæli komi fyrir augu sem flestra Áj- nesinga, svo að þeir geti gert sér grein fyrir, í hverju sé fólgið „ofstæki" það og „ofsóknir“ af hálfu forystumanna Framsókn- arflokksins í Árnessýslu, sem þarna er verið að lýsa fyrlr Reykvíkingum. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. Allmargir menn hafa orðið til þess að skrifa Tímanum greina- góð bréf, og er þeim hér með þakkað fyrir. Atökín um Spán (Framh. af 1. síðu) áður í ræðu látið það óspart I ljós, að Bretar teldu sig betur undir það búna að fara í ófrið nú en síðastliðið haust, ef þörf krefði. Hann sagði að fullkom- lega hefði nú verið bætt úr þeim ágöllum á loftvörnunum, sem þá hafði komið í ljós. Framleiðsla herflugvéla hefði verið margföld uð á fáum mánuðum og myndi enn margfaldast á næstu mán- uðum. 25 þús. flugmenn hefðu lokið námi á síðastliðnu ári. Frá því í marz 1938 hefði verið lokið smíði 60 herskipa, sem væru samtals 120 þús. smálestir og 75 herskip yrðu smíðuð á þessu ári. Hann lauk þessari ræðu sinni með því að minna á þau ummæli Roosevelts, að ef eitthvert ríki ætlaði að fara að stjórna heiminum með vopna- valdi, myndi lýðveldisríkin sýna fullan hug til að verja sig. Á ferðum sínum í Ítalíu, Þýzka- landi, Frakklandi og Englandi sagðist hann líka hafa kynnzt hugum fólksíns svo vel, að eng- inn stjórnmálamaður, sem tæki tillit til vilja þjóðar sinnar, myndi vilja bera ábyrgð á styrj- öld. Margt bendir til þess, að Mussolini og Hitler geri sér ljóst, að Bretum og Frökkum sé nú meiri alvara en síðastliðið sum- ar. Nú eru líka beinir hagsmun- ir þeirra í veði. Það þykir sýna þessa skoðun Mussolini, að hann frestaði ræðu, sem hann ætlaði að halda um þessi mál síðast- liðinn laugardag, um óákveðinn tíma. í hinni miklu ræðu sinni 30. janúar tók Hitler lika mjög óskýra afstöðu til þessara mála. Hin ákveðna afstaða Breta og Frakka hefir gert þá meira hikandi en þeir hafa verið áður. Útvarpiö og sveitirnar (Framhald af 3. síðu.) Vel gæti ég trúað því, að þeg- ar hinar löngu symfoniur hinna miklu snillinga hafa legið öld- um saman í gröf gleymskunnar, eins og kvæði Snorra, þá yrðu smálögin þeirra enn á hvers manns vörum. Við, þessir 99 af hundraði, sem ekki höfum „vit“ á musik, óskum þess allir, að minna sé flutt í útvarpinu af symfónium og öðrum löngum tónsmíðum. Þykjumst við hafa rétt á móti einum útlærðum og útvöldum hlj ómlistarmanni. Að lokum vil ég flytja út- varpsstjóra, útvarpsráði og öll- um, sem vinna að dagskrá út- varpsins, hugheilar þakkir mín- ar og minna náunga og ná- granna. Þó margt megi betur fara, er þó öll stjórn og starfsemi út- varpsins mjög vinsæl og þjóð vorri til sóma. Jón Sigurðsson. Vinnið ötullega fi/rir Tímann. Islandsdeíld heímssýr ingarinnar (Framh. af 1. slðu) sýningargesti. Verður reynt að koma þar fyrir nýtízku íslenzk- um húsgögnum og láta stofuna bera svip af íslenzkum salar- kynnum á vorum tímum. — Á veggjunum verða íslenzk mál- verk til skreytingar og önnur íslenzk veggskreyting. Andspænis sýningunni á landinu sem ferðamannalandi, er bogadreginn veggur, sem notaður verður til að sýna Reykjavík. — Verður Sogsvirkj- unin sýnd þar og ennfremur hin fyrirhugaða hitaveita, enda er það tilgangur heimssýningar- innar, að sýna einnig tramtíð- ina. Tveir stigar liggja upp á sval- irnar, sinn í hvorum enda húss- ins. Þegar upp kemur, ef geng- ið er upp vallarmegin, kemur maður fyrst að herbergi, sem verður komið fyrir sem bóka- herbergi. Herbergi þetta verður útbúið í forníslenzkum bað- stofustíl, og húsgögn þar inni smíðuð og útskorin hér heima í fornum stíl, klædd íslenzkum dúk. Á veggnum, sem blasir við manni, þegar inn er komið, verða bókaskápar, alsettir vönd- uðum og merkum íslenzkum bókum. M. a. verða þar allar handritaútgáfurnar. Fyrir miðju, þegar inn er komið, er yfir bókaskáp komið fyrir mynd Einars Jónssonar: Einbúanum í Atlantshafi. Sitt hvorum megin til hliðar, verða tvær litlar bogamyndir, er sýna Snorra Sturluson að sagnaritun og kvöldvöku í sveit. Nú taka við 3 sýningarbásar. Þann fyrsta á að nota til að kynna stjórnskipun landsins frá upphafi fram til vorra daga. — Þar verður stytta Ingólfs eftir Einar Jónsson, mynd af Alþingi forna á Þingvöllum, mynd af alþingishátíðinni, mynd af þinghúsinu og fundi í samein- uðu þingi. Næsti básinn verður helgað- ur menntun þjóðarinnar og menningu. Verður þar m. a. sýnt hið fyrirhugaða háskóla- hverfi í Reykjavík. í yzta básnum á svölunum verður svo komið fyrir myndum og línuritum um heilbrigðismál þjóðarinnar, heilsufar, íþrótta- líf og félagslíf. Framhald af þessum bás er stór veggflötur, og verður þar fyrir komið nýju landabréfi lit- teiknuðu af íslandi. Verða þar sýndir allir vegir á íslandi, brýr, símalínur, vitar, kirkjur, skólar og helztu merkisstaðir við sjó og í sveit. Framan við básana og sitt hvorum megin við bókaherberg- ið, koma 4 súlur. Þar verða þessi listaverk: „Móðir jörð“ og „Glíma“ eftir Einar Jónsson, og „Sæmundur á selnum“ og „Vík- ingurinn“ eftir Ásmund Sveins- son. Fyrir framan básana, á svölunum, verða sæti. Eru þau ætluð fyrir þá, sem vilja sjá íslandskvikmyndina, því þau eru andspænis kvikmynda- tjöldunum. Sæti verða einnig niðri'. Vörusýningunni verður þann veg fyrir komið, að sýningar- munirnir verða í sérstökum skápum. Eru 3 stórir skápar niðri, 2 á miðju gólfi, en einn á veggnum á milli landbúnaðar- og sjávarútvegssýningarinnar. í þessum skápum verða sýndar landbúnaðar- og sjávarafurðir, svo sem föng eru á, og smekkvísi leyfir. Þá verða 5 smærri skáp- ar með íslenzkum listmunum. Nokkur úrvals málverk verða flutt vestur og er þeim ætlaður staður á tveim stórum veggjum. Framan á svalabrúninni verð- ur 30 m. löng mynd af fjalla- tindum íslands, sem ýmist rísa tærir og tignarlegir úr hafi eða teygja sig upp úr skýjum. Á þessi mynd að tákna íslenzka fjallasýn. Víðsvegar um skálann verða settar höggmyndir eftir íslenzka listamenn. Ennfremur verða sýnd model af húsum, t. d. þjóð- leikhúsinu, háskólanum o. fl., skipum og veiðarfærum og lik- ast til af öllum helztu nytja- fiskum. Einnig eru sýndir í skáp út- stoppaðir, íslenzkir fuglar þar á meðal örn, fálki, æðarfugl, rjúpa o. fl. Á mörgum veggjum sýningar- skálans verða allskonar hag- fræðileg .línurit, er skýra frá 234 Andreas Poltzer: Patricia 235 Street. Þeir voru allir eins og þvörur — eins og sauðir án hirðis.... Þér hefðuð átt að sjá, hve hræddir þeir voru, vesa- lings ræflarnir.... Albert glotti, en Meller gaut svo ó- notalega til hans augunum, að hann hætti. — Hvað er orðið um prestinn? spurði Meller. — Hinn æruverðugi Anthonus Saga- thee hefir verið tekinn fastur, sagði Al- bert Nodon hlakkandi. Honum hafði alltaf líkað bölvanlega við prestinn. Þessi frétt ruglaði Meller í rlminu, enda þótt hún kæmi honum ekki alls- endis á óvart. En hann taldi prestinn ekki yíirheyrslu vaxinn. Hann efaðist ekki um, að Scotland Yard tækist að veiða upp úr karlsauðnum allt sem hann vlssi — en sem betur fór vissi hann ekkl nema lítið. Þrátt fyrir þetta, kom það, sem hann hafði heyrt, honum í annað skap en honum var eðlilegast, og hann varð ræðnari en hann átti vanda til. Hann minntist á ýmislegt við Nodon, sem hon- um hefði verið hollara að þegja um. En hann uppgötvaði þetta ekki fyrr en of seint. Þegar Nodon bað hann um að lofa sér að eiga frí um kvöldið, kom annað áíorm upp í Meller, sem grunaði hinn um græsku: — Já, farið þér bara, Albert, svaraði hann vingjarnlega. Ég er að hugsa um að fara að hátta. Mér líður ekki sem bezt.... Nodon varð sárfeginn þessu og bauðst til að sækja kvöldmat handa Meller á veitingahús þar skammt frá. Þegar hann kom aftur stundarfjórð- ungi seinna með kaldan kjötrétt, var Meller háttaður. Og hann rétti honum innsiglað bréí. — Þér verðið að afhenda þetta bréf í Carlton undir eins og þér getið, sagði Meller. Nodon lofaði því. Skömmu síðar fór hann út. Undir eins og þjónninn var kominn út úr dyrunum, hljóp Meller fram úr rúm- inu og klæddi sig. Áður en tíu mínútur voru liðnar, var hann kominn út á göt- una og náði í lausa bifreið. Þó að hann hefði góðan tíma, vegna þess að hann hafði sent Nodon erinda, bað hann bif- reiðarstjórann að aka eins hratt og hann kæmist. Meller grunaði, hvað aðstoðarmaður hans hefði fyrir stafni. Hann þekkti markmið hans. Fyrir nokkrum dögum hafði hann skyggt hann. En í það skipti hafði Meller ekki tekizt að fá inngöngu BÍÓB«88»»æ« SJÓMAMALtF Heimsfræg amerísk kvik- mynd, tekin af Metro- Gooldwyn-Mayer sámkv. hinni góðu sjómannasögu Rudyard Kipling, og sem birzt hefir í íslenzkri þýð- ingu Þorsteins Gíslasonar. Aðalhlutverkin eru fram- úrskarandi vel leikin af hinum ágætu leikurum: Spencer Tracy, Freddie Bartholomew, Lional Barrymore. NÝJÁ BÍÓ»888twm8tt Grænt ljós. Alvöruþrungin og athygl- isverð amerísk stórmynd frá WARNER BROS, sam- kvæmt hinni heimsfrægu sögu með sama nafni, eftir Lloyd C. Douglas. — Aðal- hlutverkin leika: ERROL FLYNN, ANITA LOUIS, MARGARET LINDSAY Og Sir Cedric Hardwicke. mmmt Barnavinafél. »SumargjöÍ« heldur aðalfund sinn í Oddfellowhúsinu (uppi) föstud. 10 febr. kl. 8,30. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. Farþegar, sem ætla að fara á brezku sýninguna, sem haldin verður í London þ. 20. febrúar til 3. marz 1939, geta fengið afslátt á I. farrými með s s. »Dottifossi« frá Reykjavík þ 15. febrúar, sem nemur 1/3 af fargjaldinu, miðað við að tekinn sé farseðill fram og aftur. — Farþegar framvísi skírteini frá brezka kon- súlatinu í Reykjavík. H.L Eimskipafélagf íslands. Bökunardropar Á. V. R. Rommdropar V anilludr opar Cltroudropar Möndludropar Cardemommudropar Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi. Öll glös ern með áskrúfaðri hettn. Aíengisverzlun ríkisíns. Vornámikeið. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað heldur, eins og að undan- förnu, námskeið frá 8. maí til 17. júní n. k. í þessum námsgrein- um: Kjólasaum, Vefnaði, Matreiðslu, Garðyrkju. Námskeiðskostnaður er kr. 90,00, nema fyrir nemendur á garðyrkjunámskeiði. Þeir vinna fyrir fæði sínu. Hallormsstað 22. jan. 1939. Sigrún P. Rlöndal, forstöðukona. högum þjóðarinnar, verzlun, iðnaði og öðrum atvinnugrein- um og atvinnuháttum. Þá verð- ur haft sérstakt frímerkjasafn. Eins og getið hefir verið um hér að framan, er til þess ætl- azt, að sýnd verði íslands- kvikmynd daglega. Kvikmynd þessi er mjófilma. Nú er komið til New York mjög mikið efni í þessa íslenzku kvikmynd, sem verið er að vinna úr og setja saman. Þá hefir einnig verið tekin mjög ítarleg filma af landbún- aðinum (mjó filma), sem einn- ig verður sýnd síðar og víðar, sem sjálfstæð filma, en jafn- framt þessu hefir verið ferðazt víðsvegar um ísland til þess að ná myndum úr þjóðlífinu og af fegurstu og einkennilegustu náttúrufyrirbærunum. Það fyrirkomulag hefir verið ákveðið, að sérhver þjóð, sem Hreinar léreftstusknr kaupir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. þátt tekur í sýningunni, skuli hafa einn dag til umráða til þess að vekja athygli á sér og halda þátttökuna hátíðlega. — Vér höfum valið 17. júní sem vorn dag og teljum það heppi- legt, bæði vegna væntanlegra ferðamanna héðan að heiman, og sérstaklega vegna þess, að Vestur-íslendingum mun sá timi hentugur til að sækja sýn- inguna. Það er enn óráðið, hvaða tilhögun vér höfum á þessum degi, en það má telja víst, að útvarpið verði aðallega tekið í þjónustu dagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.