Tíminn - 14.02.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR :
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d.
SÍMAR: 4373 og 2353.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
23. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 14. febr. 1939
19. blað
Hámarksálagning íyrírskip-
uð á veínaðarvörum
Heíldsöluálagning verður 16°/0 og smásölu
álagning 5O°/0.
Flóttamenn frá Spáni, nýkomnir yfir frönsku landamœrin.
Samdráttur Stalins og Hitlers?
Verðlagsnefnd fyrirskip-
aði fyrir nokkru síðan, að
verzlanir létu henni í té
upplýsingar um álagningu
á ýmsa vöruflokka m. a.
vefnaðarvörur. Hefir nefnd-
in nú lokið athugun á þess-
um upplýsingum.
Samkvæmt þeim niðurstöð-
um, sem urðu af þessari athug-
un nefndarinnar, gerði hún
eftirfarandi samþykkt 10. þ. m.:
„Þar sem skýrslur þær, sem
verðlagsnefnd hefir aflað um á-
lagningu á vefnaðarvöru, sýna,
að álagning á nefnda vöru er
mjög mismunandi, og sumar
verzlanir, einkum heildsölu-
verzlanir, leggja miklu meira á,
en almennt er venja, og sann-
gjarnt má þykja, telur nefndin
rétt að sett verði ákvæði um há-
marksálagningu á helztu nauð-
synjavörur innan nefnds vöru-
flokks. Samþykkir nefndin að
tilkynna ráðuneytinu þetta álit
nefndarinnar“.
Atvinnumálaráðherra, sem á-
kveður á hvaða vöruflokka skuli
lagt hámarksverð, varð strax
við ofangreindum tilmælum
nefndarinnar og auglýsti næsta
dag að sett skyldi hámarksverð
eða hámarksálagning á þessar
vörur.
Á fundi, sem verðlagsnefnd
hélt í gær, var samkvæmt þessu
gerð eftirfarandi samþykkt:
„Með skírskotun til þess, að
ráðuneytið hefir með auglýs-
ingu dags. 11. fetarúar, 1939, á-
kveðið að verðlagsnefnd skuli
setja hámarksverð eða há-
marksálagningu á vefnaðarvöru
og fatnað eftir því, sem nefnd-
inni þætti ástæða til, hefir verð-
lagsnefnd á fundi í dag sam-
þykkt eftirfarandi:
Verðlagsnefnd ákveður hér-
með að setja ákvæði um há-
marksálagningu á eftirgreind-
ar tegundir vefnaðarvöru og
fatnaðar:
Léreft, sængurveraefni, flón-
el, sirz, tvisttau, lasting, vasa-
fóður, ermafóður, millifóður,
Togari strandar
við Kjalarnes
Togarinn Hannes ráðherra
strandaði í gærkvöldi i Músar-
sundi við Kjalarnes, er hann
var að koma inn að lokinni
Englandsferð.
Loftskeytamaður togarans
hafði talsamband við loft-
skeytastöðina og baðst hjálpar
og vissu skipverjar ógerla hvar
þeir voru. Var þá bál kynt á
þilfari. Fór Sæbjörg brátt á
vettvang og fleiri skip litlu sið-
ar. Logn var, en nokkur brim-
súgur á strandstaðnum. Stóð
togarinn á grunni um 500 metra
frá landi. Féll sjór fljótlega í
skipið, enda er það mikið brot-
ið.
Á fimmta klukkutímanum í
nótt réru skipverjar á Hannesi
ráðherra yfir í Sæbjörgu og
voru fluttir hingað til bæjar-
ins.
Varðskipið Ægir kom á vett-
vang í nótt, en heldur slæmt
útlit er fyrir að skipinu verði
náð út.
Veður var þungbúið í gær-
kvöldi, er skipið strandaði. —
Skipstjórinn, Guðm. Markús-
son, var eigi á togaranum í
þessari ferð.
hárdúk, boldang, skyrtuefni,
flauel, kjólatau, kápu- og
frakkaefni, dragtaefni, karl-
mannafataefni, blússuefni,
nankin, khaki, húsgagnaáklæði
og ábreiður, handklæði og
handklæðadregla, borðdúka og
borðdúkadregla, serviettur,
gluggatjöld og gluggatj aldaefni,
manchetskyrtur og aðrar milli-
skyrtur karla, flibba, hálsbindi,
hálsklúta, trefla, nærfatnað
karla og kvenna, náttföt, peysur,
garn, tvinna, sundskýlur og
sundboli, axlabönd, sokkabönd,
sokkabandabelti, corset, corse-
let, svuntur og sloppa, hanzka
og vinnuvettlinga, húfur og
hatta karla og kvenna, ryk-
frakka og regnkápur, regnhlíf-
ar.
í sambandi við framan-
greinda vöruupptalningu skal
það tekið fram, að þar sem
margar tegundir eru undir sama
vöruheiti, þá skulu verðlagsá-
kvæðin gilda fyrir allar tegund-
irnar.
Álagning á nefndar vöruteg-
undir skal fyrst um sinn, þar til
öðruvísi verður ákveðið, ekki
vera hærri en hér greinir:
1. í heildsölu 16%.
2. í smásölu:
a. Þegar keypt er af inn-
lendum heildsölubirgð-
um, 50%.
b. Þegar keypt er beint frá
útlöndum, 74%.
Álagningin skal miðuð við
kostnaðarverð varanna kom-
inna í hús á sölustað að með-
töldu flutningsgjaldi, tollum,
hafnargjaldi og heimkeyrslu.
Verðlagsákvæði þessi skulu
ganga í gildi nú þegar um allar
nýfengnar eða óverðlagðar vör-
ur, en að því er snertir eldri
birgðir verzlana, þá skulu þær
hafa vikufrest til að færa verð-
lag sitt til samræmis við fram-
angreind verðlagsákvæði.“
Síðastliðinn laugardag fóru þeir sr.
Ingimar Jónsson, Pétur Ottesen og
Jónas Jónsson austur að Laugarvatni á
vegum Vökumanna-hreyfingarinnar,
og héldu fund um kvöldið. Voru þar
á þriðja hundrað gestir úr skólanum
og sveitinni. Sr. Ingimar talaði um
hættuna af hinum erlendu ofbeldis-
stefnum, sem miðuðu að þvi að grafa
undan frelsi og sjálfstæði íslendinga.
Pétur Ottesen benti á þá þýðingarmiklu
baráttu, sem háð yrði á næstu árum
til að endurheimta að fullu frelsi
landsins og um áfengisbölið, sem gæti
sett framtíð þjóðarinnar í hættu, ef
ekki yrði stórlega um bætt frá núver-
andi ástandi. Jónas Jónsson sýndi fram
á, að menn úr lýðræðisflokkunum
þremur hefðu mismunandi skoðanir
um ýms innanlandsmál: um skatta,
verzlun, skipulag framleiðslunnar o.
s. frv. En bæði eldri og yngri menn úr
lýðræðisflokkunum hafa sameiginleg
mörg mál, um allt sem snertlr frelsi
landsins, heilbrigði og heiður þjóðar-
innar. Taldi hann verkefni Vökumanna
í því fólgið að uppræta hinar óþjóðlegu
öfgastefnur og gera þjóðina frjálsa,
hrausta og færa til að halda uppi
sterku íslenzku þjóðlífi. Allir ræðu-
mennirnir litu svo á, að kjami æsk-
unnar í landinu myndi reiðubúinn til
að hefja harða sókn um hin lífrænu
þj óðernismál íslendinga.
t I i
Tímanum hefir borizt útdráttur úr
fundargerð 40. þing- og héraðsmála-
í sambandi við hina löngu
ræðu Hitlers 30. janúar síðastl.,
vakti það einna mesta athygli,
sem ekki var í ræðunni. Hitler
minntist þar ekkert á Sovét-
Rússland eða Ukrainumálin, en
margir höfðu búizt við, að það
yrði veigamesti þáttur ræðunn-
ar.
Þessi þögn Hitlers um Sovét-
Rússland hefir mjög styrkt
þann grun margra blaðamanna,
sem með þessum málum fylgj-
ast, að Hitler hafi, vegna Spán-
armálanna, frestað Ukrainu-
sókn sinni um óákveðinn tíma
og vilji tryggja sér hlutleysi
Rússlands í væntanlegu upp-
gjöri við lýðræðisríkin í Vestur-
Evrópu. Einangrunarstefnan sem
Stalin hefir fylgt undanfarið,
virðist sanna Hitler það, að
honum yrði auðvelt að ná sliku
samkomulagi við Rússa, ef hann
legði á það mikið kapp. Meðal
yfirmanna þýzka hersins, sem
fæstir hafa gengið nazismanum
fullkomlega á hönd, er líka
rikjandi miklu meiri velvildar-
fundar Vestur-ísafjarðarsýslu, sem
haldinn var á Flateyri í seinni hluta
janúarmánaðar. Voru þar mættir 28
fulltrúar frá sex hreppum sýslunnar.
Fundurinn tók mörg mál til íhugunar
og samþykkti ýmsar tillögur. Meðal
annars lýsti fundurinn því yfir í einu
hljóði, að hann væri meðmæltur þegn-
skylduvinnu á þeim grundvelli, að
þegnarnir inni störfin af höndum í jjeim
byggðarlögum, sem þeir eiga heima í,
enda taki þá hlutaðeigandi sveitarfélag
á sig þann kostnað, sem þegnskyldu-
vinnan hefir í för með sér. — Varðandi
áfengismál samþykkti fundurinn þá
kröfu, að þar eð svo sé ráð fyrir gert í
gildandl áfengislögum, að kaupstaðir
og kauptún geti með atkvæðagreiðslu
leyft áfengissölu hjá sér, verði sömu
aðllum með lögum tryggður réttur til
þess að ákveða á sama hátt afnám út-
sölu. Ennfremur gerði fundurinn þær
ályktanir, að allt bæri að gera, sem
unnt væri, til þess að takmarka áfeng-
issölu á Siglufirði um síldveiðitímann
og útiloka neyzlu og flutning áfengis i
almannabifreiðum. Þá skoraði fundur-
inn á veitingavaldið að láta bindindis-
menn setja fyrir embættum og opin-
berum störfum og Alþingi að veita fé
til drykkjumannahælis. — í skólamál-
um var meðal annars gerð sú ályktun,
að ákveðið skyldi um hagnýta kennslu
í héraðsskólum landsins, til dæmis yrði
náttúrufræöikennsla miðuð við náttúru
landsins og atvinnuvegi. — Einnig sam-
þykkti fundurinn, að skora á fiskimála-
hugut til Rússlands en Frakk-
lands. Áður en Hitler kom til
valda, var náin samvinna milli
rússnesku og þýzku herforingja-
ráðanna og leiðbeindu Þjóð-
verjar Rússum við skipulagn-
ingu rauða hersins. Markmið
þýzku hetforingjanna með
þessu var tvímælalaust það, að
tryggja aðstoð eða hlutleysi
Rússa í styrjöld milli Þjóðvetja
og Frakka, sem i þeirra aug-
um er erfðafjandi Þýzkalands.
Það er vitanlegt, að sú
stefna á enn meira fylgi meðal
yfirmanna þýzka hersins, að
heyja næstu styrjöld frekar við
Frakka en Rússa, enda þótt
landvinningahugur nazistafor-
ingjanna hafi stefnt í aðra átt.
Hitler styrkir því beinlínis að-
stöðu sína meðal hershöfðingj-
anna með því, að reyna að
tryggja sér hlutleysi Rússlands
í styrjöld við Frakka og Breta.
Það, sem m. a. hefir styrkt
þennan grun um stefnubreyt-
ingu Hitlers, er það, að umræð-
ur eru nú hafnar milli stjórnar
nefnd að gera Itariegar tilraunir um að
verka skelfisk til neyzlu og reyna að
finna markað fyrir slíka vöru.
t t t
Ýms héraðsmál voru tekin til með-
ferðar -á fundinum og var samþykkt
áskorun um hækkun á framlagi til
hafnargerðar í Súgandafirðf, að ekki
yrði lækkað tillag til brimvamargarðs
á Flateyri, að Núpsskóla yrði bætt það
tjón er varð á rafstöð skólans i vetur,
að veitt yrði fé til þess að fyrirbyggja
stöðvanir í rafstöðinni vegna kraps, að
veita nauðsynlegt fé til framhaldsbygg-
ingar skólans, að sími verði lagður að
Svalvogum í Þingeyrarhreppi, að
hækkað verði dálítið framlag til vega-
gerðar í sýslunni og veitt fé til Hrafns-
eyrarheiðarvegar og að löggilt verði
höfn í Auðkúlubót í Arnarfirði.
r r r
Á mánudagsnóttina kom upp eldur
í vélbátnum Frigg, sem lá á Vest-
mannaeyjahöfn. Urðu skipverjar elds-
ins varir, er þeir komu um borð 1 bát-
inn um kl. 4 um nóttina. Tókst þeim
að kæfa eldinn. Grunur er á, að um
íkveikju hafi verið að ræða. Þessa sömu
nótt var einriig skemmd vél í öðrum
bát á höfnlnni. Undanfama vetur hafa
margsinnis verið gerðar íkveikjutil-
raunir í bátum í Eyjum, en ekki hefir
tekizt að upplýsa hver valdur er að
þessum spellvirkjum.
Þýzkalands og Sovét-Rússlands
um verzlunarviðskipti milli
landanna og er allfjölmenn þýzk
sendinefnd nýlega komin til
Moskva í þessum erindum. Áð-
ur hafa Þjóðverjar ekki viljað
ræða um þessi mál.
Ribbentrop utanríkisráð-
herra Þýzkalands fór líka til
Varsjá nokkru áður en Hitler
hélt ræðu sína og ræddi við
pólska stjórnmálamenn. Vegna
Ukrainumálanna hafa Pólverj-
ar frekar snúizt gegn Þjóðverj-
um í seinni tíð og hallazt að
Rússum. Eftir þennan viðræðu-
fund segir fréttaritari „Times“
í Varsjá, „að það sé fyllilega ör-
uggt, að samkomulag hafi
náðst um það, að Þjóðverjar
létu Ukrainu afskiptalausa á
þessu ári og engum árásum
yrði heldur beint gegn Sovét-
Rússlandi.“ Það vakti líka at-
hygli, að nokkru eftir þessar
viðræður lýsti pólska stjórnin
yfir því, að Pólverjar þyrftu að
eignast nýlendur. Hafa ýmsir
ráðið þetta á þann veg, að Þjóð-
verjar hafi gefið Pólverjum lof-
orð um nokkurn skerf í her-
fanginu eftir ósigur Breta og
Frakka.
Einna eftirtektarverðasta
fregnin í þessu sambandi birtist
í „Manchester Guardian" 22. þ.
m. Hún var á þá leið, að í und-
irbúningi væri, að Sovét-Rúss-
land fengi 200—300 milljón
marka lán í Þýzkalandi og yrði
því aðallega varið til hergagna-
kaupa, en gegn þessu ykju Rúss-
ar hráefnaútflutning sinn til
Þýzkalands. Þessi fregn virðist
nokkuð ótrúleg, þegar miðað
er við sambúð þessara ríkja
undanfarið, en þess ber jafn-
framt að gæta að „Manchester
Guardian“ er mjög áreiðanlegt
fréttablað og fylgist sérstak-
lega vel með í utanríkismálum.
En þó fregnin sé ekki í öllum
aðalatriðum rétt, bendir hún
eigi að síður til mjög aukins
samdráttar milli Rússlands og
Þýzkalands.
Þessi atriði, sem hér hafa ver-
ið nefnd, virðast öll styrkja
þann grun, að Þjóðverjum þyki
Spánarmálin svo ískyggileg, að
þeir ætli þess vegna að fresta
Ukrainusókninni að sinni, en
reyna í þess stað að vingast við
Rússa og Pólverja og búa sig
undir úrslitabaráttu við lýð-
ræðisríkin. Hin nýja einangr-
unarstefna Stalins og afstaða
hans til Gyðingaofsóknanna og
flóttamannamálsins, gefa það
til kynna, að hann sé reiðubú-
inn til að semja um hlutleysi
við Þjóðverja, ef þeir óska þess,
enda mun hann gera sér litla
von um stuðning Breta og
Frakka, ef Þjóðverjar réðust á
Ukrainu.
A víðavangi
Um viðskipti bæjarstjórnar
Reykjavíkur við núverandi at-
vinnumálaráðherra, að þvi er
snertir fátækraframfærsluna í
bænum, stóð í Mbl. 5. þ. mán.
svohljóðandi klausa: „Fátækra-
stjórn Reykj avíkurbæj ar hefir
oft leitað úrskurðar ráðherra
um ýmislegt snertandi fram-
kvæmd framfærslunnar, í því
augnamiði að reyna að spara.
En í hvert einasta skipti hefir
úrskurður ráðherra fallið á hina
sveifina, að fyrirskipa meiri
eyðslu úr bæjarsjóði." Tíminn
hefir fengið upplýst að Mbl. fer
hér með helber ósannindi, enda
er öllum kunnugt hverjar við-
tökur umbótatillögur Fram-
sóknarflokksins í framfærslu-
málunum hafa fengið í bæjar-
stjórn Reykjavíkur hjá að-
standendum Mbl., sem þar ráða
málum.
* >f: *
Alþýðublaðið síðastl. laugar-
dag segir, að Tíminn hafi skýrt
rangt frá hinu nýja kjör-
orði jafnaöarmannaflokksins
danska. Hér er málum blandað.
Tímínn skýrði alveg rétt frá
kjörorðinu, en Alþýðublaðið
skýrir rangt frá því, sem stóð í
Tímanum.
* * *
Blöð Sjálfstæðisflokksins eru
með skæting út af því, að ríkis-
stjórnin hafi ekki haft sinnu á
að athuga möguleika á því að
selja fisk til þess hluta Spánar,
sem Franco ræður yfir, og hafi
meira að segja verið treg til að-
gerða í því máli. Þessi ummæli
blaðanna eru þvættingur einn.
Fyrir alllöngu síðan sendi ríkis-
stjórnin Helga P. Briem til Bur-
gos og komst hann að raun um,
að eins og þá stóðu sakir var
ómögulegt að ná samkomulagi
við stjórn Franco um saltfisk-
sölu til Spánar öðruvísi en í
vöruskiptum. Nú í janúar síð-
astliðnum átti ríkisstjórnin
frumkvæði að því, á fundi ut-
anríkismálanefndar, að gerð
yrði ný tilraun til sendifarar til
Franco-Spánar, og var Jóhann
Þ. Jósefsson, sem staddur var á
fundinum, beðinn að hreyfa
málinu við stjórn Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðenda. Á-
rangurinn er svo sá, að ráðin
hefir verið för Helga P. Briem
af hálfu ríkisstjórnarinnar og
Kristjáns Einarssonar af hálfu
S. í. F. Hvað upp úr þeirri för
hefst eða hvort það verður
nokkuð, er auðvitað allt á huldu.
Og nógur tími ætti því að vera
fyrir íhaldsblöðin að eigna sín-
um mönnum heiðurinn!
* * *
Áhugasamt ungt námsfólk í
höfuðstaðnum er að gangast
fyrir því þessa dagana að stofn-
uð verði svokölluð „Farfugla-
félög“ í Reykjavík og víðar á
landinu. Eitt slíkt félag hefir
þegar verið stofnað í mennta-
skólanum. Félagsskapur með
þessu nafni er útbreiddur i öðr-
um löndum, sérstaklega í Mið-
Evrópu. Tilgangur félaganna er
að stuðla að ódýrum ferðalög-
um. „Farfuglar“ ferðast oftast
fótgangandi eða á reiðhjóli, búa
sjálfir til mat sinn og gista oft
um nætur í einskonar „sælu-
húsum“, sem þeim eru sérstak-
lega ætluð fyrir lágt gjald. Á
þennan hátt tekst mörgu á-
hugasömu ungu fólki að ferðast
langar leiðir jafnvel um mörg
lönd án þess að eyða nema litlu
broti af því, sem venjulegur
ferðamaður þarf að eyða. Og
það er ekki eingöngu unga fólk-
ið, sem ferðast á þennan hátt.
Jafnvel háttsettir og aldraðir
embættismenn eða embættis-
mannakonur sjást oft um helg-
ar á fjöllum uppi með ferða-
poka á baki og staf í hönd, og
þykir enganveginn „ófínt“. —
Hinn nýstofnaði „Farfugla“-
félagsskapur hér á landi á kröfu
á stuðningi hvers þess manns,
sem stuðla vill að því að efla
heilbrigt líf með hinni íslenzku
þjóð.
A. KROSSGÖTUM
Heimsókn að Laugarvatni. — Samþykktir þing- og héraðsmálafundar Vest-
ur-ísafjarðarsýslu. — Héraðsmál. — íkveikjur.