Tíminn - 14.02.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1939, Blaðsíða 2
74 TÍMIM, þrigjjudaginM 14. fehriíar 1939 19. hlað 'gtmti'in Þriðjudayinn 14. febr. Alþingí og verkeini þess Alþingi verður sett á morgun. Þingsins bíða nú sem fyr vandasöm verkefni til úrlausn- ar. Sum þessara verkefna hafa verið til meðferðar í milliþinga- nefndum síðan þingi var slitið í fyrra. Unnið hefir verið að því að endurskoða tolla- og skatta- löggjöf landsins og mun það verk vel á veg komið. Banka- málafyrirkomulag landsins hef- ir verið undir athugun síðan seint á árinu 1937 og mun þar nú einhverra tillagna að vænta. Þá var, sem kunnugt er, á síð- asta þingi fimm mönnum falið að rannsaka hag og rekstur tog- araútgerðarinnar og gera til- lögur um það mál. Skilar sú nefnd væntanlega áliti sínu til ríkisstjórnarinnar áður en langt er liðið af þingtímanum. Hafa fulltrúar Pramsóknarflokksins í nefndinni, eins og frá var skýrt hér í blaðinu fyrir alllöngu, lagt fram tillögur í nefndinni, og nefndin í heild hefir gefið út bráðabirgððayfirlýsingu. — Prá lögfræðinganefndinni mun vera væntanlegt frumvarp til nýrra hegningarlaga, enda er nú meg- inhluti íslenzkrar hegningar- löggjafar orðinn um 70 ára gamall og nokkuð úreltur, sem vænta má. — Búnaðarþing sit- ur nú að störfum og er senni- lega tillagna frá því að vænta viðkomandi málefnum landbún- aðarins. í sambandi við ályktanir mið- stjórnar Framsóknarflokksins og yfirlýsingu útgerðarnefndar- innar, hefir eðlilega verið tals- vert um það rætt, á hvern hátt muni verða komið - fyrir þeim stuðningi, sem sjávarútveginum telst þörf á. Þar þarf að leysa af hendi undirbúningsstarf í bönk- unum, og er að vænta, að þaö takist, svo að ekki komi til kasta Alþingis að leysa þau viðfangs- efni, sem eðlilegast er að leysa á bankagrundvelli. En um þá leið, sem fara skal í þinginu, er eðlilegast að leitað sé samstarfs milli allra hinna stærstu þing- flokka og reynt að finna þá leið, sem bezt má telja fram- kvæmanlega og affarasælasta í reynd. Allir ábyrgir stjórnmála- menn munu gera sér það ljÖst, að í svo stóru máli getur hvers- konar bráðræði eða óðagot orð- ið til alvarlegs tjóns og að í öll- um flokkum þarf vel að athuga, hvað í húfi er. Framsóknar- flokkurinn hefir fyrir sitt leyti ekki talið það heppilegt að ræða mjög störf útgerðarnefndarinn- ar né gera ákveðnar tillögur af sinni hálfu opinberar fyrr en meira er séð um það, hvaða á- rangur samkomulagsleiðin kann að bera. Og árásir, sem reynt hefir verið að gera á fulltrúa flokksins í nefndinni, hafa ekki breytt skoðun hans í því efni. Það mun sýna sig, þegar fram á þingið kemur, hver samkomu- lagsmöguleikinn er og hvort samkomulagsviljinn er í sam- ræmi við þá möguleika. Von- andi kemur það þá í ljós, að þörf atvinnulífsins . verði sett ofar flokkssjónarmiðum eða einkahagsmunum. Það mun þá líka sýna sig, hvort möguleikar og vilji eru fyrir hendi fyrir víð- tækari samvinnu milli stjórn- málaflokka en verið hefir. — Framsóknarflokkurinn gerir sér það fullkomlega ijóst, hver grundvöllurinn þarf að vera undir slíku samstarfi, ef til kemur. Hann veit, að til eru þýðingarmikil mál, sem örugg- legast yrði ráðið til lykta í slíku samstarfi, mál sem unnt ætti að vera að semja um milli að mörgu leyti óskyldra flokka þannig, að þjóðarheildinni yrði gagn að. En til þess að slíkt sé hægt, verða stjórnmálaflokk- arnir að kunna að taka nokkurt tillit hver til annars og gera sér ljósa þá staðreynd, að samstarf milli flokka er aldrei og getur aldrei verið sama og flokks- stjórn. Það getur þýtt það, að sum ágreiningsmál verði að vera óútkljáð um stundarsakir, ef lausn þeirra er ekki beinlínis aðkallandi. Aðeins út frá þess- Um sauðf járbótasjód Fftír Jón H. Fjalldal bónda á Melgrascyri [Höf. þessarar greinar flutti á Búnaðarþingi 1937 frumvarp um Sauðfjárbótasjóð íslands og er efni þessa frumvarps lýst í greininni, og þeim tilgangi, sem höf. hugsaði sér með stofnun slíks sjóðs]. Valt er völubeinið, segir ís- lenzkt spakmæli. Bak við hin íslenzku spakmæli er oftast dul- in lífsspeki og reynslusannindi. Með því að segja að valt sé völubeinið, er átt við hve ó- trygg eign og fallvölt sauðféð sé og hve margt verði því að grandi. Málshátturinn hefir hér sem og oftast við rök að styðj- ast. Slys og margskonar kvillar hafa frá öndverðu herjað hið íslenzka sauðfé. Öllum er minn- isstæður fjárkláðinn mikli, er drap hartnær helming allrar sauðfjáreignar landsmanna. Þá má geta bráðafársins, en eng- ar tölur eru til um það óhemju tjón, er það olli bændum á sín- um tíma, meðan ófundin var lækning við því. Á seinni ára- um sjónarmiðum er slíkt sam- starf hugsanlegt. Kröfur í aðra átt eru óskynsamlegar og eiga ekki stoð í veruleikanum. Um það heyrast nú ýmsar raddir, að samkomulagsörðug- ieikar á Alþingi því, er í hönd fer, kunni að leiða til kosninga á næsta sumri. Og Framsóknar- flokkurinn er fyrir sitt leyti reiðubúinn að ganga til kosn- inga, ef ekki tekst að fá það, sem telja má sanngjarna, heið- arlega og sæmilega framkvæm- anlega lausn hinna aðkallandi vandamála. Framsóknarflokk- urinn hefir aldrei hingað til tapað á því að skjóta málum sínum undir dóm þjóðarinnar og myndi heldur ekki gera það nú. En hann er sér þess vel meðvitandi, að slíku úrræði verður að beita með ýtrustu varúð og fullri ábyrgðartilfinn- ingu. Frá hans sjónarmiði verður því leit að hinum frið- samlegri leiðum að vera á und- an gengin. tugum hafa gengið yfir landið í bylgjum ýmsir sauðfjárkvillar, eins og lungnaormaveiki, og iðraormaveiki. Þessar pestir hafa höggvið drjúgum í bústofn landsmanna og nú síðast hin illræmda mæðiveiki, sem tekur öllum hinum fram að skaðsemi, og þvi, að enn er eðli hennar og þróun fræðimönnum vorum ó- kunn, og því óviðráðanleg, og allt útlit fyrir aðð hér verði um landplágu að. ræða. Hér er því í fullt óefni kbmið og ósýnt hvernig fært verður að bjarga landbúnaði vorum frá stórfelldu hruni, þegar hafa ýmsir bændur á hinum sýktu svæðum orðið fyrir stórtjóni af völdum mæðiveikinnar og jafn- vel misst eða fargað sinni síð- ustu kind. Það mun eðli hins íslenzka bónda, að bjargast sem lengst af eigin dáð, þótt stundum hafi harðskeytt lífsbarátta þrengt svo kosti hans, að frá þessu hafi orðið að víkja. Mitt í því öng- þveiti, er ísl. bændur standa nú í gagnvart mæðiveikinni og fylgikvillum hennar og því tjóni er hún veldur, þá virðist það hliðstætt eðli bændanna, að jafnframt sem ríkið hefir sýnt og á eftir að sýna enn betur, að það vill leggja mikið á sig til þess að reisa rönd við þessari drepsótt, þá sé bændum lands- ins það ljúft og léttbær skylda að taka félagslegan þátt í ráð- stöfunum og framlögum til bjargar í nútíð og framtíð. Hugmyndin um stofnun Sauð- fjárbótasjóðs íslands er spor í áttina. Tillag til sjóðsins árlega á að vera, frá fjáreigendum 5 aurar af hverri framgenginni kind og frá ríkinu næstu 10 ár % hlutar móti framlagi fjár- eigenda. Samkvæmt fjáreign lands- manna, sem mun vera um 600 þúsund, þá yxði framlag fjár- eigenda 30 þúsund krónur, og frá ríkinu % hlutar móti því, eða 60 þúsund krónur. Árstekj- ur sjóðsins yrðu því samtals kr. 90.000. Eins og áður er sagt, er það mæðiveikin, og tjón það er hún hefir valdið, sem sjóður þessi kemur til með að bæta. Hve margt fé er virkilega dautt úr veikinni, og ónothæft hefir orð- ið, eru engar skýrslur til um, en líklega skiptir það þúsundum. Væri sjóðurinn að mestu eða öllu leyti notaður til skaðabóta af völdum þeirrar veiki, og þeim einkum bætt tjón, er harðast hafa orðið úti, þá mætti þó veita skaðabætur fyrir 4—5 þús- und fjár á ári, og ætti það að vera yfirstíganlegt í náinni framtíð að bæta það tjón, og sjóðurinn næði því þar tilgangi sínum. Með tilliti til mæðiveikinnar eru ríkissjóði ætlaðir 2 hlutar móti hluta fjáreigenda, og er þá ekki hægt að ætla sjóðnum önnur hlutverk, meðan ógrædd eru sár þeirrar landplágu. Það eru engar skýrslur til um það, hve margt drepst af sauðfé úr ýmsum sauðfjárkvillum á venjulegum árum, er ekkert verulegt faraldur gengur. Van- haldaskýrslur yfir allan búpen- ing ættu að vera lögboðnar. Þær myndu gefa margskonar hag- nýtan og raunhæfan fróðleik. Verði af þessari sjóðsstofnun, eru skýrslur yfir vanhöld sauð- fjárins óumflýjanlegar. Þó mætti hugsa sér að í öllum venjulegum árum næmi bóta- skyld upphæð af völdum ýmsra sauðfjárkvilla ekki yfir 40—50 þús. kr. (eða um 2—3000 fjár). Það virðist eðlilegt, að Búnaðar- félag íslands hafi umsjón og yfirráð sjóðsins með höndum og varðveizlu hans og ávöxtun á tryggum stað, og einnig úthlut- un skaðabóta. En vegna að- stöðu sinnar, þá er áskilið, að forstöðumaður rannsóknarstofu háskólans og sauðfjárræktar- ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands séu meðráðamenn við út- hlutun skaðabótanna, því í flestum tilfellum myndi skaða- bótarétturinn byggjast á rann- sóknum rannsóknarstofunnar. Starfssvið sjóðsins er sett hér nokkuð rúmt. En eölilega takmarkast starfssviðið eftir því hver viðfangsefnin eru mest að- kallandi á hverjum tíma. En nái sjóðurinn því hámarki, sem honum er ætlað, þá mætti ætla, að hann gæti innt af hendi skyldur sínar og jafnvel bætt við sig verkefnum. Líka mætti ætla að ýmsir þeir kvillar, er nú gera mestan skaða, væru þá yf- | irbugaðir og úr sögunni. Tekjur þær, sem sjóðnum eru ætlaðar með framlögum fjár- eigenda, er handhægast að innheimta með þinggjöldum árlega og væri gjaldið inn- heimt eftir forðagæzluskýrslum, því á þeim mun hin rétta fjár- tala koma fram. Það leiðir af sjálfu sér, að all- ir þeir fjáreigendur, sem greitt hafa gjöld sín til sjóðsins, eigi rétt til skaðabóta úr honum. En ekki væri það óeðlilegt að bændur utan hinna sýktu svæða af völdum mæðiveikinn- ar, gerðu ekki kröfu til skaða- bóta, þótt þeir yrðu fyrir smá- vægilegum vanhöldum, og létu stéttarbræðrum sínum eftir sinn hluta, svo að þannig mætti ein- beita sjóðnum til þeirra, er um sárast eiga að binda. Það er í ýmsum tryggingarfé- lögum regla að bæta ekki yfir % hluta þess er tryggt er. Ýms- ar orsakir liggja til þess, að svo er, og réttmætt er að nokkur á- byrgð hvíli ávallt á þeim, sem hlutinn á. Það liggur í hlutarins eðli, að eigi sauðfjáreigandi að njóta skaðabóta fyrir misst fé úr sauðfjárkvillum, þá verður hann að gefa skýrslu um það og sanna sjúkdóminn með því, ef unnt er, að senda líffæri úr hinu dauða fé til rannsóknar- stofu háskólans. í sambandi við mæðiveikina hefir þetta verið gert hvaðanæfa af landinu, og gefizt vel. Þetta gefur tilefni til marg- víslegra rannsókna á hinum ýmsu sauðfjárkvillum, en að því hefir allt of lítið verið gert. Það er aðeins þegar yfir tekur, sem verulega hefir verið fylgzt með og rannsökuð sjúkdómstilfellin. Takmark Sauðfjárbótasjóðs- ins þarf að vera það, að hann að lokum verði sjálfstæð stofn- un, sem ber uppi bætur tií fjár- eigenda fyrir beðið tjón af völdum sauðfjársjúkdóma, og ti-yggi að öðru leyti þessa bú- grein bændanna. Því er ætlun- in að halda til haga í fasta- sjóð tekjuafgöngum hvers árs og ávaxta þar uns sjóðurinn er 1 millj. kr., enda falli þá niður framlög sauðfjáreigenda og rík- issjóðs. Mun hann þá verða ör- uggur bjargvættur bændanna og fólksins, sem byggir sveit- irnar. Að 10 árum liðnum er gert ráð fyrir að framlag ríkisins lækki »Merkir samtídarmenn« NIÐURLAG Guðmundur Ólafsson: ........ Það er gott að minnast Guð- mundar Ólafssonar bæði lífs og látins. Hann var einn af þeim mönnum, sem eru gæfumenn, af því þeir eiga það skilið. Guð- mundur Ólafsson hafði óvenju- marga meðfædda eiginleika, sem voru vel fallnir til að skapa traust og tiltrú. Hann var fríð- ur maður og vel vaxinn, kurteis og prúður í allri framgöngu, hófsamur í gleði og farsæll í störfum. Hann átti marga vini og fáa eða enga óvini. Hann var óáleitinn við aðra menn, en bráðfyndinn og beinskeyttur, ef hann þurfti að verja sig .... Þórður Jensson: .... Þórður var einstæðingur alla æfi. Hann átti engin börn. Heimur hans var stjórnarráðið. Þar vann hann öllum stundum. Þar þekkti hann hvern skjalapakka. Þar vissi hann um öll mál í sinni deild. Æðsta gleði hans var að gera skyldu sína, að vinna sem bezt og trúlegast, að láta aldrei neitt vera í ólagi, sem hann átti að sjá um. Hann geymdi oft mikla fjármuni og þar var allt í lagi. Hann var sjálfur eins og peningaskápur, sem engir að- komandi lyklar gengu að. Eng- inn maður vantreystir Þórði. Allir, sem þekktu hann, hefðu þorað að trúa honum fyrir heilum farmi af demöntum .... Guðmundur Björnson: .... Guðmundur Björnson hafði ó- trúlega fjölbreyttar gáfur, og hann setti ekki ljós sitt undir mæliker. Hann dreifði kröftum sínum eins og auðugur erfingi, sem hvergi sparar fjársjóðu sína. Guðmundur Björnson hljóp í skarðið hvar sem honum þótti vanta liðsmann og var jafnan þar sem sóknin var mest.------ Þegar Guðmundur landlæknir var á miðjum aldri, gerði Rík- arður Jónsson af honum eina af sínum beztu andlitsmynd- um. í myndinni endurskína hin- ar miklu og fjölbreyttu gáfur. En auk þess hvarflar yfir and- litið dularfullt, létt bros. Sum- ir hafa sagt, að það minnti á hið tvíræða og dularfulla bros Mona Lisa. Þessi mynd mun um langar, ókomnar aldir geyma andlitsdrætti og yfir- bragð þessa landnema, sem var svo ótrauður liðsmaður í þeirri sveit, sem hefir gert hið nýja ísland að því, sem það er. Það, sem einkennir þessa kynslóð, er hið fjölþætta starf, hin mikla vakning, hin ótrauða sókn og hið frjóa, skapandi afl. Fyrir starf þessara manna hefir ís- lenzka þjóðin lyft taki heillar aldar á einum mannsaldri...... Jakob Lárusson: .... Jakob Lárusson gaf keisaranum hvað keisarans var. Hann stundaði lexíunámið nógu vel til að fá góð próf og mikið af þeirri þekkingu, sem skólinn gat veitt. En sína dýrmætustu andans eign geymdi hann utan skóla- veggjanna. En það voru hug- sjónir hans, brennandi óskir um að þjóðin yrði frjáls, menntuð, starfsglöð, starfssöm og gifturík. Magnús Helgason: .... Birt- ingaholtsbræðurnir þrír, þeir er prestvígðir voru, minntu um menntun sína og framgöngu á beztu tegund kaþólskra kirkju- höfðingja. í kaþólskum sið er miklu meiri festa og arfgeng menning, þar sem bezt er til vandað, en í hinum sundur- lausu mótmælendakirkjudeild- um. í bezt menntu leiðtogum kaþólsku kirkjunnar, gætir hins mikla arfs, og hins mikla and- lega valds, sem flutt er þar með erfðum frá kynslóð til kynslóð- ar..... Magnús Guðmundsson: .... í flokki Sjálfstæðismanna var hann áhrifamikill maður. Hann ýtti sér aldrei fram til mann- virðinga, en var hlýr og tillögu- góður um allt samstarf í flokkn- um og gætinn og varfærinn um framkvæmdir út á við. Þegar nýliðar komu í flokkinn á Al- þingi, leituðu þeir venjulega á- sjár hjá Magnúsi Guðmunds- syni um frumvörp og tillögur, meðan þeir voru að fá æfingu um þingvinnuna. Og hann lét þessa hjálp í té með þeirri ó- eigingjörnu góðvild, sem lengi hefir einkennt íslenzka sveita- menn...... Daníel Daníelsson: .... Skip leggur frá landi í kvöld, áleiðis til fjarlægrar stórborgar. Með því fer mikill ferðamaður sína síðustu ferð. Líkami Daníels í stj órnarráðinu er sendur með þessu skipi til brennslu í bál- stofu Kaupmannahafnar. Svo hafði hann mælt fyrir sjálfur .. Sveinn Ólafsson: .... Skap- ferli Sveins var þannig háttað, að hin ensku áhrif urðu þýð- ingarmest fyrir þróun hans. Hann var í hópi íslenzkra bænda og samvinnumanna hinn enskmótaði fyrirmaður. Inni í borginni og á þingi þjóðar sinn- ar var hann hinn þjóðholli, gæfni og framsýni umbótamað- ur. Hann var í bænum til að hafa áhrif á þjóðmál og hafa á- hrif á samtíð sína. En hann var í sveitinni til að lifa því lífi, sem hann unni mest. — — Ferð- ir hans til höfuðborgarinnar og til útlanda voru honum starfs- nauðsyn, eins og Agli Skalla- grímssyni, er hann var lang- dvölum frá Borg...... Kristbjörg Marteinsdóttir: ... Þau Yztafellshjónin, Kristbjörg og Sigurður, munu lengi í minnum höfð í sinni sveit, Köldukinninni. Þau voru nokk- urskonar Friðþjófur og Ingi- björg, endurborin úr hetjusög- unni. Hún var kvenleg í bezta skilningi, vel vaxin, fríð, skör- ungur, þegar þess þurfti með, en venjulega fyrst og fremst boð- in og búin til að bera áhyggjur annara, hjálpa öllum, sem hún náði til, einkum þeim, sem ann- ars voru forsælumegin í lífs- baráttunni..... Jón Baldvinsson: .•....... í gáfnafari Jóns Baldvinssonar gætti mest þeirra hygginda, sem í hag koma. Hann var fram- sýnn og ráðagóður í bezta lagi. Hann sá hættur og hættumögu- leika öðrum mönnum betur. Var hann mjög sóttur að ráðum bæði af samherjum sínum og mönnum í öðrum flokkum. Hann var hinn bezti ráðunaut- ur djörfum mönnum og stór- huga, því hann sá öðrum betur afleiðingar nýrra átaka....... Jón Baldvinsson minnti um gáfnafar og lifsskoðun mjög á þá herforingja, sem ná mikilli frægð fyrir að verja land sitt, en hneigjast ekki til útrásar á nábúa sína til nýrra land- vinninga..... Kristján H. Magnússon: .... Kaldir voru jöklarnir í ættlandi hans. Kaldir voru rindarnir, sem næddu um hann, þegar hann var að festa á línið liti og línur íslands, þegar það er bundið í klakadróma. En kaldari voru þó kveðjur samlanda hans, lista- mannanna, listdómaranna og þeirra, sem unnu list með ást hins afbrýðisama Farisea...... Sigurffur Fjeldsted: .... Sig- urður var ánægður í sínu ríki, með jörð sína, byggðina, landið og alla sína aðstöðu. Hann hugði lítt á stórbreytingu og átti ekki ætíð samleið með stéttar- bræðrum sínum, sem ekki höfðu enn eignazt nema kon- ungsríkið hálft eða varla það. Sigurður var íhaldssamur að enskum sið. Hann hafði erft og ávaxtað þau verðmæti, sem mikils voru verð, og honum þótti einsýnt, að ekki skyldi afhenda eða glata, til að fullnægja augnablikskröfu tízkunnar...... Einar H. Kvaran: .... Og undarlega vildi til, að þó að Ein- ar Kvaran væri að eðlisfari mikill friðarmaður og myndi hafa verið kærast að eyða aldri sínum eins og Tennyson við skáldskap á hlýrri og fagurri strönd, umvafinn af litfögrum og angandi blómum, þá höguðu atvikin því svo, að hann varð alla æfi liðsmaður í flestum LEIBRÉTTING við leiðréttingu. í 5. tbl. Tímans þ. á. er grein- arkorn eftir Lárus Helgason, sem hann nefnir leiðréttingu. Lætur hann grein þessa vera framkomna vegna missagna í fréttum, sem birtar voru í 68. tbl. Tímans f. á. undir liðnum ,,Á krossgötum“. Hver tilgangur hans er, sést í upphafi greinar hans, þar sem hann sérstaklega tilgreinir dæmi um ónákvæmni fréttar- innar í 68. tbl. Tímans. En þar er sagt, segir Lárus, að „öllu fé“ úr Mýrdal, Álftaveri og Meðal- landi hafi verið slátrað í Vík. Segir hann þá innan sviga, að þetta eigi víst að vera „öllu sölu- fé“. Hvaða fé úr fyrrnefndum sveitum ætli hann búist við að sé slátrað í Vík öðru en sölufé? Maður skyldi nú ætla, að Lár- us gerði sig ekki sekan um það í þessari leiðréttingu, að fara með vafasamar skýringar, en svo er þó. Hann nafngreinir mann, sem hann hafi falið að ráða starfsmenn við frystinguna í Hólmi. Frystihúsið í Hólmi er ekkert á vegum Lárusar og gat hann því engin afskipti haft af starfsmönnum við það. Enda réði ekkjan þar Hauk Magnússon og Jóhann Þor- steinsson til gæzlu frystihúss- ins og borgar þeim beint fyrir sín störf. Þá gefur Lárus það í skyn, að frystivélarnar í Hólmi hafi bil- að í haust (á máli L. H. „klikk- að“). Þetta mun að vísu rétt, en ég býst við, að komið hafi fyrir áður að vélar hafi bilað hjá Lárusi sjálfum og fengið viðgerð frá Hólmi, án þess að það væri sett í blöðin. — Svo skal einn lofa, að eigi sé það gert á annars kostnað og má í þessu sambandi benda á, að Sigurjón Björnsson, sem fenginn var til að athuga vél- arnar, og fengið hefir æfingu um notkun og meðferð véla ein- mitt í Hólmi, kom þangað í (Framh. á 4. síðu) til jafns við árlegt framlag fjár- eigenda. Þess er vænzt að þá verði afhroð mæðiveikinnar að mestu bætt og yfir oss færist eðlilegt heilbrigðisástand í sauðfjáreign vorri. Jón H. Fjalldal. meiriháttar herferðum, sem háðar voru á landi hans, frá því hann varð stúdent og þar til hann var kominn á elliár. . . Sigurffur Kristinsson: .... í stétt íslenzkra kaupmanna var einn maður sérstaklega ritfær og mjög vel hæfur að mörgu leyti til að ráðast á samvinnu- félögin. Þessi maður var Björn Kristjánsson alþm. og fyrrum aðalbankastjóri í Landsbankan- um......Björn Kristjánsson var einlæglega sannfærður um skaðsemi kaupfélaganna. Hann hafði auk þess átt í höggi við þau og ekki fengið reist rönd við vaxandi gengi þeirra. Hann var vel gefinn, skapmikill, unni harðri félagsmálabaráttu og að ýmsu leyti vel vígfær. Þessi maður tók nú að sér að senda Sambandinu það tundurskeyti, er hann hugði að því myndi endast til aldurtila. Hann bjó til allstórt rit með mikilli leynd og sendi það með pósti svo að segja hverju einasta samvinnu- heimili á landinu.....Um það leyti, sem Sigurður Kristinsson flutti til Reykjavíkur, lýsti gáf- aður Sunnlendingur honum á þessa leið: Hinn nýi forstjóri er meðalmaður á hæð, grannvax- inn, fölur í andliti, dökkeygur með hrafnsvart hár. Hann er prúður í framkomu, kurteis og hlýr í umgengni. Hann er fámáll en tillögugóður um menn og málefni, og reynir til lengstu laga að bjarga við hverju máli. En ef beitt er við hann frekju og yfirgangi, bregður fyrir létt- um roða á fölum kinnum, og glampa í augum. Þá víkur hann málinu til hliðar, og er ósveigj- anlegur eins og klettur, unz tekin er upp betri og drengilegri máismeðferð...... Rögnvaldur Pétursson: ....... Sr. Jón (Bjarnason) hafði marga þá eiginleika, sem foringi þarf að hafa. Hann hafði brenn- andi trú á málefni sínu og að barátta hans væri réttmæt. Hann var fús að leggj a alla orku sína í þessa baráttu, án tillits til borgaralegra hagsmuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.