Tíminn - 14.02.1939, Síða 3

Tíminn - 14.02.1939, Síða 3
19. blat? TÍMITViy, þribjudagiim 14. febrúar 1939 75 ÍÞRÓTTIR Hranst börn — faraust þjjóð. Eftir Snorra Sigfússon. Nýlega barst mér í hendur frá dönskum skólamanni lítið kver, sem öll dönsk fullnaðarprófs- börn fengu ókeypis vorið 1937. Það er um heilsuvernd, ritað ljóst og skýrt á léttu máli, og myndum prýtt. Þar er ritað um fæðuna, tennumar, vöxt, svefn, hvíld, húðina og hirðingu henn- ar, loft og sól, líkamsæfingar, nautnameðul, bakteríur og smit. Kver þetta er ritað af læknum og heilsufræðingum með aðstoð íþróttafrömuða, en að öllu leyti kostað af lífsábyrgðarfélögun- um dönsku. — Munu félögin líta svo á, að þau verji vel því fé sínu, sem gengur til þess að brýna það fyrir danskri æsku, að styrkja og efla heilsu sína og skapa með því möguleika fyr- ir löngu og þróttmiklu lífi, því Danir eru, sem kunnugt er, hin- ir forsjálustu í öllum trygging- armálum, og flestir líftryggðir. Það eru þó ekki eingöngu líf- tryggingarfélögin, sem hvatn- ingu og leiðbeiningar um heilsuvernd senda út til barn- anna og inn í heimili þeirra, heldur er slíkt algengt við hina stærstu skóla í borgum og bæjum Norðurlanda, og eru það þá venjulega forsjármenn skóla- og heilbrigðismála á hverjum stað, sem það gera. Þannig er það sumstaðar venja, að hvert barn fái i byrjun skólaárs einskonar heilsuvernd- arblað heim með sér, þar sem gefin eru ráð og bendingar um mataræði, svefn, klæðnað o. s. frv., og er fullyrt af skóla- læknum, að það hafi haft mik- ilvæga þýðingu til bóta. Hér erum við, sem víðar, langt á eftir. Fyrir 30 árum mun þó heilbrigðisstjórn okkar hafa látið prenta nokkrar heilsusam- legar reglur á spjöld, er hengja átti upp í skólana, og miðuðu þær að mestu við umgengni þar. En til barnanna sjálfra og heimilanna veit ég ekki til að nokkuð hafi verið sent í þessu formi, sem ég hefi hér drepið á að títt sé t. d. í Danmörku, og aldrei a. m. k. neitt er svarað gæti til gjafa-kversins frá lífsábyrgðarfélögunum dönsku 1937. Hér væri þó slíks mikil þörf, og furðulegt raunar að það skuli ekki hafa verið gert, og a. m. k. hvatning um það komið „ofan frá“. Það, sem gert hefir verið til heilsuvernd- ar í skólunum, s. s. lýsis- og mjólkurgjafir og ljósböð, hafa skólarnir sjálfir átt frumkvæði að. En betur má ef duga skal. Og væri það vissulega hand- hægt og ekki lítils virði, að Hann var alla æfi fátækur mað- ur og bjó í fremur þröngu og óásjálegu smáhýsi. Að útliti minnti hinn stórskorni alvar- legi trúmaður á suma af skör- ungum siðabótarinnar, eins og Calvin og John Knox. Hann þótti áhrifamikill ræðumaður í kirkju og rithöfundur um trú- mál, en í augum þeirra, sem ekki sáu hann eða heyrðu, eru ræður hans og ritgerðir aðallega sögulegar heimildir. Hin miklu áhrif hans lágu í því, að hann hafði óbifandi trú á málstað sínum. Þegar efinn heimsótti aðra, var sr. Jón öruggur. Til hans gátu allir leitað, sem svignuðu undan andblæ tímans og þurftu styrktar við. Jafn- framt hinni styrku trú, var sr. Jón gagnsýrður af íslenzkri þjóðernistilfinningu. Hann las stöðugt fornsögurnar og vitn- aði að jafnaði til þeirra í ræðum sínum og greinum, engu síður en heilaga ritningu. Hugsjón hans var að safna löndum sín- um í eina hjörð, bæði í trúar- legum og þjóðernislegum skiln- ingi..... Rögnvaldur Péturs- son gat, vegna lífsskoðanna sinna, verið kominn í beinan karllegg frá Jóni Loftssyni. Hann var náskyldur og mjög líkur um marga hluti í skap- ferli og gáfnafari sr. Arnljóti Ólafssyni. Arnljótur var prestur og, að því er bezt verður vitað, unitari. Hann var hagfræðing- ur, spakur maður í lögum, þing- skörungur, fésýslumaður og þjóðrækinn í bezta lagi. Jafn- framt þessu lágu á vörum sr. Arnljóts spakmæli, glettni og B Æ K U R TÍMARIT. Hvöt, blað Sambands bind- indisfélaga í skólum, kom út 1. febrúar. í blaðinu eru margar hvetjandi greinar eftir unga nemendur og skólamenn, þar á meðal Stefán Júlíusson kennara í Hafnarfirði, Sigurð Jóhannes- son nemanda í Samvinnuskól- anum, Guðmund Sveinsson, Jón Jónsson, Hauk Hvannberg og Hjálmar R. Bárðarson mennta- skólanemendur. Árelíus Níels- son guðfræðinema og Sigurð Magnússon kennara. Ennfrem- ur ritar Jónas Kristjánsson læknir um tóbaksnautnina. Nefnist grein hans Menningar- ósiðir. Loks eru í ritinu ýmsar yfirlýsingar, er stjórnmálafélög ungra manna hafa gefið, varð- andi áfengismálin, og teknar eru úr útvarpserindi, sem Sveinn Sæmundsson lögreglu- þjónn flutti í ríkisútvarpið í haust. Vaka, 2. hefti, er fyrir skömmu komið út. í þetta hefti rita margir þjóðkunnir menn, ásamt nokkrum yngri og lítt þekktum. Fremst í ritinu er stutt grein um Kerlingarfjöll eftir Pálma Hannesson rektor. Næst kemur grein eftir Jónas Jónsson um Vökumenn í skólunum. Skúli Þórðarson magister skrifar grein um örlög Tékkóslóvakíu, ritstjórinn, Valdimar Jóhanns- son, um tuttugu ára afmæli viðurkenningarinnar á fullveldi íslendinga, Jón Pálmason á Akri um sveitamenning og Ingimar Jónsson skólastjóri um lýðfrelsi og einræði. Upphaf sögu eftir Pearl S. Buck er í heftinu og kvæði eftir Einar Karl Sigvaldason á Fljótsbakka og Björn Dan. komast þannig, með ráð og bendingar um heilsuvernd og holla lifnaðarhætti barna, beint í samband við hvert heim- ili i landinu, sem fóstrar skóla- skyld börn. Á þessu ári eiga skóla- og fræðslumál okkar merkileg tímamót, en það er 50 ára af- mæli kennarasamtakanna í landinu. Hugsar Samband ís- lenzkra barnakennara sér að minnast þess eitthvað, m. a. með því, að gefa út rit um þróun samtakanna og skólamálanna, o. fl. mun gert til að sýna þá þróun og hvar við stöndum nú. Væri nú ekki einnig vel við eig- andi og fullkomlega tímabært, að minnast barnanna og heim- ilanna í landinu með því einn- ig að sjá þeim fyrir litlu kveri um heilsuvernd, sem þau fengju ókeypis í svipuðu formi og danska kverið, er ég nefndi? Og (Framh. á 4. siSu) stundum sárbeitt fyndni, sem lifir enn í minnum manna eins og vel kveðin ferskeytla. Sr. Rögnvaldur líkist þessum merkilega frænda í mörgum efnum. Hann er í einu trúmað- ur og gagnrýninn veraldarhöfð- ingi. Hann hefir erft mikið af sjálfstæðistilfinningu stór- bændanna í Skagafirði. Hann var alinn upp í frjálsmannlegu bændahéraði í Dakota.------Það var þess vegna í ætterni, eðli, uppeldi og samtíðaráhrifum sr. Rögnvalds nægilega mikið til að gera hann óhjákvæmilegan andstöðumann sr. Jóns Bjarna- sonar, sem um kristindóm byggði á innblásturskenning- unni. — — En auk þeirra sr. Jóns og sr. Rögnvalds var nú fluttur til Winnipeg úr Dakota þriðji höfuðskörungurinn i liði íslenzkra presta í Vesturheimi. Það var sr. Friðrik Bergmann. -----Sr. Friðrik var barn hins nýja tíma. Hann var aldavinur Einars Kvarans og um sumt andlega skyldur Haraldi Níels- syni. Hann lét strauma samtíð- arinnar falla yfir sig. Framþró- unarkenningin og hin nýja þýzka biblíugagnrýni höfðu á- hrif á lífsskoðanir hans. Hon- um fannst sér vera óstætt með bókstafs- og innblásturstrúna í fangi. Fyrr en hann vissi af, var hann orðinn nýguðfræðing- ur.------Séra Friðrik hafði átt frænda sér nákominn, sem mjög hefir gætt í félagsmálum ís- lendinga og ekki sízt í kirkju- málunum. Hjálmar Bergmann lögfræðingur var alinn upp í Dakota, svo að segja undir c lAustUvstr. Í> simi 5f)52.0pið U.t1-l2o<jUj Annast kaup og sölu verðbréfa. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavik. Sígurður Ólason & Egíll Sígurgeírsson Málflutnmgsskrífsloia Austurstræti 3. — Sími 1712. Kopar keyptur í LandssmiðjunnL „Já, þetta er hinn rétti kaffi- iimur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“-kaffi- bætispakkann. „Nú geturðu verið viss um að fá gott kaffi, því að nú höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefi sannfærzt um það eftir mikla reynslu, að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffið. tFRjvjAÍfTA JS3 Í1P ImSSSB. l*ið, sem eim ekkl faafið reynt Freyjn- kaffibæti, ættnð að gera það sem fyrst, og þér mumið komast að sömu niðnr- stöðu og Maja. Hitar, ilmar, heiliar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju-kaffibætir. Viitækjir ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. verndarvæng sr. Friðriks, er hann var prestur í Dakota- byggðinni. Hjálmar hneigðist ungur að lögvísi og lauk lög- fræðiprófi í Bandaríkjunum og síðar í enskum lögum í Kanada og gat þess vegna sótt og varið mál báðum megin við landa- mæralínuna. Hann settist að loknu námi að í Winnipeg og gerðist þar lögmaður, og varð brátt einna fremstur maður í sinni stétt. Komu þar ekki að- eins til greina góðar gáfur og skarpskyggni, heldur engu síð- ur hitt, að hann var vandur að málum og allra manna kost- gæfnastur og þrautseigastur að rannsaka og brjóta til mergjar þau mál, er hann tók að sér á annað borð. Hann hafði óvenju- legan áhuga á lögfræði og tók stundum að sér mál fyrir litla eða enga borgun til að fylgjast með, hversu gangverk laganna starfaði við úrskurði um tiltekin vandaatriði. Þótti íslendingum í Winnipeg gott að leita til Berg- manns, sem von var.-------En í herbúðum sr. Jóns Bjarnason- ar var annar maður, er var með vissum hætti sú brjóstvörn fyrir sinn söfnuð, sem Hjálmar Berg- mann var í liði sr. Friðriks. Þessi maður var dr. Brandson. Hann hafði, svo sem fyrr er getið, komið barnungur vestur til Dakota úr Dalasýslu með for- eldrum sínum og frændum. Hann hafði brotizt gegnum læknisfræðinám á unga aldri og þótti óvenjulega efnilegur maður. Hann flutti til Winni- peg og gerðist þar skurðlæknir, (Framh. á 4. siðu) Vinnið ötullega fyrlr Timann. 2 0 S T K. PAKKIM KOSTAR K R . 1.7 0 ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 244 Andreas Poltzer: Patricia 241 Við ítarlegri athugun fannst hleri, á að gizka einn metra á hvorn veg, í gólf- inu. Fyrstu héldu þeir, að þetta væri hlemmur, en það kom á daginn, að það var iyfta. Úr litlu skoti á annarri hæð, sem virt- ist vera notað til að geyma í því allskonar áhöld, var hægt að komast upp í hvelf- inguna með þessari lyftivél. Þeir reyndu útbúnaðinn og urðu þess vísari, að hann gekk alveg hljóðlaust. Þeir lögreglumennirnir brutu heilann um, til hvers þessi gluggalausa lyftu- hvelfing og lyftan og vindudyrnar kyn- legu væri ætlað. Whinstone skildi nú, hvers vegna ó- kunni maðurinn hafi getað nálgazt hann svo hljóðlaust forðum, þegar hann var i hvelfingunni. Hinn ókunni eigandi þessarar vistarveru, gat komið inn 1 hvelfinguna eins og þjófur á nóttu, hve- nær sem hann vildi. Whinstone hafði spurt eftir Joseph Estoll undir eins og hann kom, en for- stjóri Old Man’s Club hafði horfið í sama vetfangi og lögreglan kom. Það var ekki hægt að ganga úr skugga um það ennþá, hvort hann væri nokkuð við morðið riðinn. Þjónarnir, sem voru sex alls, sögðust, allir einum rómi, ekki hafa vitað neitt um, að þessi hvelfing væri til. Og þeir En þegar Patricia svaraði engu, flýtti hann sér að segja: — Við skulum annars ekki vera að rif ja upp þessar gömlu og ónotalegu endur- minningar.... — Jú, segðu mér frá þvi, sagði Patri- cia alvarleg. — Það er eiginlega fátt um það að segja. Presturinn er vitanlega glæpa- maður. En það virðist svo, sem Meller hafi ekki sagt honum nema undan og ofan af um áform sín. Og þaö er leiðin- legt — svo finnst okkur að minnsta kosti, þarna í Scotland Yard. Við erum ekki gengnir úr skugga um það ennþá, hvort Sagathee er sá, sem hann í raun og veru þykist vera. Skjölin hans eru auðvitað í bezta lagi, en hitt er óvist ennþá, hvort þessi skjöl sem hann sýnir, eru hans skjöl eða annarra. Hann kom frá Ameríku fyrir nokkrum árum. Hér í London myndaði hann ofur- lítinn sértrúarflokk og fékk ýmsa trygga áhangendur. En það virðist svo, sem hann hafi ekki verið ánægður með tekjur sínar; og af því að hann er einn þeirra' manna, sem ekki kikna undir góðri sam- vizku, gerðist hann auðsveipur erind- reki Mellers. Þeir munu hafa kynnzt af tilviljun. Svo töluðu þau lengi um ýmislegt annað, þangað til loks að Patricia spurði:

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.