Tíminn - 02.03.1939, Qupperneq 4

Tíminn - 02.03.1939, Qupperneq 4
106 TlMM, fimmtudaginn 2. marz 1939 26. blað MOLAR í gœr (1. marz) hófst kosn- ing á nýjum páfa í Róm. Sjö- tíu og tveir kardinálar hafa rétt til að taka þátt i kosning- unni og má búast við, að lang- flestir þeirra mœti. Báfakosningarnar eru tví- mælalaust leynilegustu kosning- ar í heimi. Þegar kosningaat- höfnin hefst eru allar dyr, sem liggja að þeim stofum, þar sem kardinálarnir eru samankomnír, lokaðar og innsiglaðar. Ritara sina, einkalœkna og rakara fá þeir þó að hafa á nœstu grösum, svo þeir geta náð til þeirra, ef á þarf að halda, en þessir þjónar þeirra verða einnig að vera í lokuðum og innsigluðum stofum meðan kosningin fer fram. Mat- urinn er réttur inn til kardinál- anna á þann hátt, að þeir geta ekki náð til að tala við þá, sem það gera. Það hefir oft komið fyrir, að kosningin hafi staðið i margra daga. Til þess að verða löglega kjörinn páfi þarf % atkvœða. En flokkadráttur er oft mikill um kosninguna. Fer því iðulega svo, að margar atkvœðagreiðslur fara fram, án þess að nokkur nái löglegri kosningu. Þar sem ekki mega fara fram nema tvœr atkvœðagreiðslur á dag, að morgni og að kvöldi, getur kosningin staðið yfir í marga daga. Atkvœðagreiðslan er alltaf skrifleg. Kjörmiðarnir eru alltaf brenndir að lokinni talningu. Reykurinn, sem kemur úr skor- steininum, þar sem kardinálarn- ir halda til, er eina merkið, sem almenningur fær um það, hvern- ig kosningin gengur. Sé reykur- inn þykkur, þýðir það, að at- kvœðagreiðslan hafi orðið ólög- mœt, þvi þá er hálmi blandað saman við seðlana. Sé reykurinn hinsvegar þunnur og bláleitur, er það merki þess, að atkvœða- greiðslan hafi orðið lögmæt, því þá er seðlunum brennt einum. Kardinálarnir mega ekki segja frá því, um hverja hafi verið kosið. Almenningur fœr engin önnur tiðindi frá kosningunni en þau, að þessi maður hafi verið kosinn páfi, en það er leyndar- mál, sem kardinálarnir fara með í gröfina, hversu mikil átök það hefir kostað. * * * Finnar eru eina þjóðin, sem hafa greitt Bandaríkjamönnum skiZvíslega hernaðarlánin, sem þeir fengu í heimsstyrjöldinni. Amerísk auðkona, Mrs. Malcolm McLeod, hefir orðið svo hrifin af þessu, að hún hefir ákveðið að gefa finnska ríkinu vandað safn af enskum bókum. EKremar léreftstuskur k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1 D. ím BÆNUM Model-svifflugfélagið hefir opnað sýningu í Þjóðleikhús- inu og sýnir þar smiðisgripi eftir ýmsa félagsmenn. Eru þeir flestir á aldrin- um 10—15 ára. Á sýningunni eru nær þrjátíu líkön. Sýningin verður opin daglega í hálfan mánuð kl. 1—10 dag- lega. Framsóknarskemmtun var haldin að Hótel Borg á þriðju- dagskvöldið. Hófst hún með Pram- sóknarvist. Síðan fluttu Jónas Jóns- son, Hermann Jónasson forsætisráðh. og Eysteinn Jónsson stuttar ræður. Loks var danzað til klukkan tvö. Sam- koman var mjög fjölmenn. Karlakór Reykjavíkur heldur samsöng í Gamla Bíó í kvöld. Hefst kl. 7. Þetta er síðasta söng- skemmtun kórsins að sinni. Skátafélögin I Reykjavík hafa ákveðið að hefjast handa um húsbyggingu fyrir félagsskapinn. Hafa þau að undanförnu átt við mikil hús- næðisvandræði að búa, svo að hamlað hefir stundum eðlilegri starfsemi. Þó hafa skátar orðið að leggja mikið fé af mörkum í húsaleigu. í hinum fyrir- huguöu húsakynnum eiga bæði kven- skátar og drengir að geta fengið við- unandi húsnæði. Á það að vera til æf- inga og fundarhalda fyrir alla skáta- flokka í bænum, jafnhliða því, sem þar sé hægt að starfrækja foringjaskóla fyrir stúlkur og drengi og láta skátum utan af landi í té herbergi til fundar- halda, þegar svo ber undir. Þar er einnig ætlað rúm fyrir lestrarsal, vinnustofur og skátaverzlun. Skátamir hafa þegar stofnað húsbyggingarsjóð og byrjað á fjársöfnun fyrir hann. Hafa þeir efnt til happdrættis um sumarbústað, er þeir eiga upp í Mos- fellssveit og virtur er á 9000 kr. Á að draga í þessu happdrætti 1. júní í vor. Vænta skátarnir þess, að þeir geti haf- ið húsbyggingu þegar á næsta ári. Prjónastofan Iðunn á fimm ára starfsafmæli þessa dag- ana og hefir blaðamönnum verið boðið að skoða vaming þann, sem þar er unninn, vinnustofur og vinnuvélar. Á síðastliðnu ári voru á prjónastofunni búnar til um 4000 flíkur úr íslenzku efni eingöngu, auk þess, sem unnið var úr útlendu efni. Eigandi og forstöðu- kona prjónastofunnar er Viktoría Bjarnadóttir. Tollalöpgíöfm endurbæti (Framh. af 1. síOu) afkastað miklu starfi fyrir nefndina um ýmiskonar út- reikninga, en það er stud. polit Torfi Ásgeirsson. Að sjálfsögðu hefir og nefndin notið enn fleiri aðstoðarmanna, en í því efni vísast til skýrslu nefndarinnar. Afgreiði Alþingi það, er nú situr, löggjöf um aðflutnings- gj öld á grundvelli þeim, sem hér hefir verið lagður, er gert ráð fyrir að gildistakan eigi sér stað um næstu áramót. Þægile^ bújörð óskast til leigu eða kaups í nær- sveitum Reykjavíkur eða Ölfusi. Þeir sem vilja sinna þessu, sendi tilboð sín til afgreiðslu þessa blaðs fyrir 12 marz, merkt: B Ú J Ö R Ð. Jarðariörín á Akra- nesí Jarðarför Bjarna Ólafssonar skipstjóra og Tómasar Jóh. Þor- valdssonar, fór fram hér í gær, 28. febr., og hófst kl. 12 á hádegi á heimili Tómasar. Flutti þar húskveðju séra Friðrik Friðriks- son. Því næst var Tómas borinn af félögum sínum niður að Borg, heimili Bjarna, og stóðu hásetar af línuveiðaranum Ólafi Bjarnasyni heiðursvörð við kist- una meðan flutt var húskveðja yfir Bjarna. Þorsteinn Briem prófastur flutti hana. Oddur Sveinsson frá Akri flutti þar kveðjuljóð til Bjarna, ort af séra Friðrik Friðrikssyni. Því 'næst voru kisturnar bornar frá Borg til kirkjunnar. Skiptust á um það skipstjórar á Akranesi, há- setar af línuveiðaranum Ólafi Bj arnasyni og hreppsnef nd Ytri-Akraneshrepps, en skip- stjórar úr Reykjavík báru Bjarna í kirkju, en nánustu vandamenn Tómas. Um 30 skipstjórar á Akranesi stóðu heiðursvörð við kistuna í kirkj- unni meðan á athöfninni stóð. Ræður í kirjunni flutti Þor- steinn Briem og minntist hann jafnframt þeirra tveggja háseta, er drukknuðu með Bjarna, en ekki hafa fundizt. Að ræðum prófasts loknum,minntist Oddur Sveinsson frá Akri, bróðir Jóns heitins Sveinssonar, hinna látnu félaga og flutti þakkar- og kveðjuorð frá hinum látna bróður sínum til hans velgerða- fólks og las því næst upp kveðju og þakkarljóð til Bjarna Ólafs- sonar, frá bróður hans, Odd- geiri Ólafssyni, en ort af Sumarliða Halldórssyni. Út úr kirkju báru skipstjórar á Akra- nesi kistuna. Er athöfninni í kirjunni var lokið, var haldið upp að Görðum til grafreits Akraness. Voru kisturnar fluttar á bifreið, er Bjarni Ólafsson & Co áttu, en skipstjórar á Akranesi gengu skrúðgöngu fyrir líkfylgdinni með tvo fána í broddi fylkingar. Er upp að Görðum kom, stóðu skipstjórar á Akranesi í röðum beggja megin sáluhliðsins, en kisturnar voru bornar inn í kirkjugarðinn af skipverjum af Ólafi Bjarnasyni. Tómas var jarðsettur við hlið móður sinnar, sem látin er fyrir nokkru, en lík Bjarna var lagt í grafhvelfingu, er móðir Bjarna, sem andaðist fyrir nokkrum árum, var látin í, en hvelfing þessi var upphaflega ætluð móður og stjúpföður Bjarna. Við grafhvelfinguna flutti Enok Helgason rafvirki frá HafnaTfirði kveðjuorð til Bjarna en hann hefði verið háseti hjá honum, er hann var ungur og hélt vináttu við hann æ siðan. Fjöldi kransa bárust og silfur- skildir frá skipverjum á Ólafi Bjarnasyni á báðar kisturnar og skjöldur frá skipstjórafélag- inu Hafþór á Akranesi á kistu Bjarna. Margt fólk kom úr Reykjavík 270 Andreas Poltzer: ennþá eftir svæfingartilraunina, en var i hálfgerðri leiðslu. Hann fjarlægðist nokkur skref og sneri siðan við og sagði. — Whinstone fulltrúi kemur víst og heimsækir yður áður en klukkutíminn er úti, hugsa ég, sagði hann og hoppaði svo inn í bílinn og ók af stað. En svo stað- næmdist hann aftur við fyrsta síma- turninn sem varð á leið hans. Hann fékk samband við Scotland Yard og spurði eftir Whinstone fulltrúa. Whinstone kom í símann og eigandl litla bílsins sagði honum hvað gerzt hafði hjá Patriciu. Whinstone tók fram í undir eins eítir fyrstu setninguna, sem hann sagði: — Hver er það, sem ég tala við? Maðurinn virtist ekki hafa tekið eftir spurningunni, því að hann hélt áfram að segja frá. Whinstone tók ekki fram 1 aftur. Þegar ungi maðurinn hafði lokið máli sínu, sagði Whinstone á nýjan leik: — Það kemur ekki málinu við, hver ég er. En þér þekkið víst Söru Moore, gömlu herfuna? Reynið þér að ná í hana og hún getur sagt yður, ef þér biðjið hana vel, hver það var, sem bað hana og Langa Jimmy að stela ungfrú Holm. Með þessum orðum hringdi ungi mað- urinn og sleit sambandinu. En þó að hann hefði gert sér upp málróm, þóttist Patricia 271 Whinstone hafa þekkt röddina. Hann hringdi þegar í stað til matsölu frú Croys. Húsmóðirin svaraði spurn- ingum hans með því, að Patricia hefði komið heim fyrir stundarfjórðungi og hefði undir eins farið að hátta. Með þvi að manninn Whinstone lang- aði mikið til að heimsækja Patriciu, komst fulltrúinn Whinstone að þeirri niðurstöðu, að það væri óhjákvæmlegt að fara og taka skýrslu af ungfrú Holm undr eins. Það varð merkileg skýrsla. Ef leyni- vitni hefði verið viðstatt, myndi það hafa kallað skýrsluna ástarjátning. NÍUNDI KAFLI Violet var í öngum sínum þegar Patri- cia kom til hennar. Því að viðhafnar- kjóll Violet var ekki kominn aftur úr efnalauginni, en þangað hafði hún sent hann vegna útreiðar sem hann hafði fengið í veizlu Piperscu prinsessu. Gest- irnir höfðu nefnilega fengið lúðu í sinn- epssósu og sinnep setur miður fallega bletti á kjóla úr bleikrauðu gervisilki. En nú þurfti Violet endilega að nota kjólinn sinn í kvöld, enda þótt hún væri hvorki boðin til Piperscu prinsessu eða hertogafrúarinnar af Marlborough. En sannast að segja var staðurinn, Manneldisrannsóknír (Framh. af 3. síðu) að safna shkum drögum og framkvæma slíkar rannsóknir, að draga megi nokkrar ályktan- ir af um þau vandamál, sem ég áður gat um. Að órannsökuðu máli finnst mér að freista mætti þessa. Ég er svo bjartsýnn úr fjarsk- anum, að trúa því, að læknar og stjórnmálamenn og allir heima séu þess fúsir að taka höndum saman um að hefja rannsóknir á manneldinu á ís- landi. Örugg þekking á því sviði er grundvöllurinn undir allri velmegun þjóðarinnar. Kaupmannahöfn í febrúar 1939. Bíóttnnnrnitna Sjóræningjar Suðurhafsins Spennandi og æfintýrarík amerísk kvikmynd, sam- kvæmt skáldsögunni „Ebb Tide“ eftir Robert Louis Stevenson. Aðalhlutv. leika: OSCAR HOMOLKA, FRACES FARMER, RAY MILLARD, :: LLOYD NOLAN. H Kvikmyndin er öll tekin ♦♦ með eðlilegum litum! H nýja bíó tmnnMnnta Saga Borgar- ættarínnar Kvikmynd eftir sögu Gunnars Gunnarssonar, tekin á íslandi árið 1919 af Nordisk Films-Compani. Leikin af íslenzkum og tt dönskum leikurum. :nnt EINN vínníngur gctur gerbreytt lífskjörum yðar EINN vinníngur getur gcrt yður sjálfstæðan efnalega EINN vinníngur getur gert yður fært að Reísa bú Eignast skip Setja á stofn atvinnufyrirtæki EINN vínníngur getur skapað yður framtíðaratvinnu Happdrætti Háskóla íslands og nærsveitunum til að vera við jarðarförina. Þetta mun vera fjölmennasta jarðarför, sem farið hefir fram á Akranesi síðan það bygðist. Var áætlað að um eitt þúsund manns hafi fylgt þeim félögum til grafar. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) Múla 7200, Þórður nokkur Al- bertsson 12 þús. o. s. frv. Jón Ólafsson skýrði þá frá því að tveir af sendimönnum S. í. F. hefðu fengið í ferðakostnað 5 sterlingspund (110 kr.) á dag í þriggja mánaða ferðalagi til Suðurlanda. Svona upphæðir þyrfti að geta orðið samkomu- lag um að lækka um leið og út- veginum er hjálpað. * * * Blaðtetur Jóns í Dal er með ónot út af því, að rætt hafi verið um samstarf milli þriggja stærstu flokkanna. Bágt á sá, sem enginn talar við! Hvað vekur meiri ánægju á heimilinu en fallegur, vel klæddur drengur? Kaupið þess vegna hin óvið- jafnanlegu matrosaföt frá okkur. Fyrirliggjandi í blá- um og brúnum litum. Ennfremur viljum við vekja athygli almennings á að við vefum saman slysagöt á alls- konar fatnaði (Kunststopn- ing). Afgreiðum gegn póst- kröfu um allt land. Laugaveg 10 Goðafoss fer annað kvöld 3. marz, um Vestmannaeyjar til Hull og Hamborgar Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. JVIðursuðuverksmiðja. - Bjúgnagerð. Reykhús. — Frystiliiis. Farseðlar óskast sóttir fyr- ir hádegi á morgun. SÖNGKENNSLA. Get bætt við nokkrum fleiri nemendum. Jóhanna Jóhannsdóttir, Símar: 4860 og 2562. Þórsg. 7A Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Vinnið ötullega fyrir Tímunn. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.