Tíminn - 09.03.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.03.1939, Blaðsíða 3
29. Mað TÍMiyiy, fímmtndagmn 9. marz 1939 117 B Æ K V R TÍMARIT OG BJLÖÐ. Ægir, febrúarhefti, er fyrir nokkru komminn út. Eru í blað- inu margar merkilegar greinar. Fyrsta greinin er. eftir Sigurð Sigurðsson berklalæknir sem er um berklaveikina og sjómanna- stéttina. Er þar skýrt frá rann- sóknum, sem fyrirhugað er að hefja á útbreiðslu berklaveiki og berklasmitun meðal íslenzkra sjómanna. Þá skýrt frá helztu málum, er lágu fyrir aðalfundi Fiskifélagsins, er haldinn var í byrjun febrúarmánaðar, og af- greiðslu þeirri sem þau hlutu. Árni Friðriksson fiskifræðingur ritar um þorskstofninn. Gefur hann þar meðal annars yfirlit um aldurssamsetningu þorsk- aflans í janúar í vetur, sam- kvæmt athugunum í nokkrum verstöðvum. Kemui í ljós, að mest ber á þremur eða fjórum árgöngum, einkum þó frá árun- um 1930, 1931 cg 1934. Gefa hin- ir nýju árgangar, sem nú er tek- ið að bera svo mjög á, góða von um áframhaldandi aflabrögð á næstunni. Ennfremur er minnst hinna sorglegu sjóslysa við Akranes og er vélbáturinn Þeng- ill fórst á leið til Siglufjarðar. Einnig eru skýrslur um útfluttar afurðir í janúarmánuði og sund- urliðaður útflutningur sjávar- afurða í sama mánuði. Skátablaðið' er fyrir stuttu komið út og flytur það forystu- grein um húsbyggingarmál skátanna í Reykjavík. Er þar lýst hugmyndinni um veglega skátabyggingu hér í bænum, er í senn væri heimkynni, æfinga- staður og samkomustaður reyk- vískra skáta og miðstöð skáta- hreyfingarinnar í landinu. Næst kemur grein eftir Jón Sigurðs- son skólastjóra, hvatningarorð til skáta og rökstuðningur fyrir gildi skátahreyfingarinnar. Meðal annara greina í blaðinu má nefna grein eftir Svein Tryggvason um Skátafélag Hafnarfjarðar, sem nú er tveggja ára. Unga ísland, 2 hefti árgangs- ins, kom út nýlega. Á forsíðu er mynd af nýjasta listaverki Ás- mundar Sveinssonar: Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Fleiri myndir af listaverkum eftir Ás- mund eru í þessu hefti og ein mynd af málverki eftir Jóhann- es Kjarval, Draumur vetrarrjúp- unnar. Að öðru leyti eru í heft- gáfnaeld, sem henni var í blóð borinn. Má þar til nefna hinn spakvitra fræðaþul, Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi, sem minntist Sigríðar ætíð eftir það með virðingu og aðdáun. Sagði hann við mig, eitt sinn, er tal okkar barst að henni: „Þar er gáfukona, með stóra sál". Eng- inn efaðist um það, sem þekkti Sigríði, að þessi lýsing Bryn- júlfs væri sönn. Meir hneigðist hugur hennar til bóka en bú- skapar, á ungdómsárum, og þá myndi hún hafa kosið annað verkefni fremur. En þar beið hennar þó langt og heillaríkt æfistarf. Og þegar þörfin krafði, gat hún með sínum mikla vilja- þrótti beygt hug og hönd inn á þá braut, og orðið afkastamikil og áhrifarík búkona. Árið 1889 giftist Sigríður eftir- lifandi manni sínum, Vigfúsi Péturssyni frá Grund í Skorra- dal. Var hann þá í blóma lífsins og álits- og atgerfis- maður. Hafði hann verið á Flensborgarskóla. Var það meiri menntun, en bændaefni gátu þá almennt notið. Þótti því jafnræði með þessum ungu efnilegu hjónum. Á Vatnsenda, næsta bæ við Grund, bjuggu þá öldruð hjón, með aðstoð frum- vaxta sonar. Báru þau, sem fleiri, mikið traust til þessara ungu hjóna, og með ráði sonar- ins lögðu þau bú sitt í þeirra hendur með því skilyrði að vera í þeirra umsjá til æfiloka. Ekki brugðust þau heldur trausti þessara hjóna, sem lifðu hjá þeim rólega elli. Ég get þessa hér, sem dæmis um það mikla traust, sem snemma var borið til þessara hjóna, og sem þau nutu ávallt síðan. Það var nautn Sig- ríðar og gleði, að liðsinna og líkna hjálparþurfum, enda var svo lengst um, að á heimili hennar voru bæði aldraðir og ungir, sem ekki voru sjálfum sér Happdrætti Háskóla Islands A morgun verður dregið Á morgun hefur pú ef til vil! eíguast nokkuir þásund krónur. Ekkert fær sá, sem einskis freistar. Happdrættið vex með hverju ári, því að happadísin fer ekki í manngreinarálit. Eí til víll heimsækir hún þígámorgun ei þú ert svo forsjáll að íá þér míða. Freistið gæknnar. Hjól hamingjunnar snýst klukkan 1 á morgun. Byggingarsamvinniifélag Reykjavíkur Aðalfundur verður haldinn í Kaupþingssalnum mánud. 13. marz n. k. og hefst kl. 8,30 síðd. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar. Stjórnin. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig 37440 tölur á 5 anra stylckið, seljum við svo lengi sem birgðir endast. Tölurnar eru: Kjóla-, Peysu-, Blúsu-, Buxna-, Vestis , Jakka , Frakka- og Káputölur, innfluttar 1938. K. EINARSSON & BJÖRNSSON Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT Hreinar léreftstnsknr kaupir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1 D. inu grein, er nefnist Sólin er heilsugjafi eftir Jakob Hafstein, niðurlag þýddrar sögu, Þrír vin- ir, framhaldssagan Vinir vorsins eftir Stefán Jónsson og þýtt æfintýri, er heitir Vetur gamli skraddari. Auk þess ýmsar skrítlur og þrautir. nógir og höfðu þörf á liðveizlu hennar, sem allt af var til reiðu. Þá er það talandi vottur um námfýsi hennar og hneigð til að líkna, er hún, 49 ára gömul, réðist í það að ganga í ljós- mæðraskóla í Reykjavík og taka þar próf sem fulllærð ljósmóðir. Eftir það gegndi hún ljósmóður- störfum í umdæmi sveitar sinn- ar í full tuttugu ár. Fylgdi henni sú hamingja við þau störf, að aldrei bjátaði neitt á þar sem hún var nærstödd, hvorki með börn eða mæður. Ekki er ástæðulaust að geta þess hér, sem eins af happa- verkum Sigríðar, er hún, með miklu snarræði, bjargaði litlurn dreng frá bráðum bana. Fóstur- son þeirra hjóna henti það gá- leysi að stökkva á lausan ísjaka, sem flaut við land í Skorradals- vatni, sem liggur við túnið á Vatnsenda. Var þetta í leysíngu og barst jakinn frá landi. En pilturinn stóð á honum í ör- væntingu og úrræðaleysi. Eng- inn bátur var nálægur og eng- inn vinnufær karlmaður heima við bæinn. Þegar Sigríður vissi drenginn í þessum háska stadd- an færði hún, með aðstoð kvenna sinna, hurðir og taugar að vatninu, bjó þar út flota það stóran, að hann flyti með dreng- inn, ef takast mætti að ná til hans. Sjálf stjakaði hún flotan- um út á hyldjúpt vatnið, að jakanum, með því að fylgja honum svo lengi, sem hún botn- aði. Drengurinn komst yfir á flotann, sem hún dró þegar til lands og bjargaði drengnum þannig úr dauðans greipum. Þessi fífldjarfi hnokki varð með tíð og tíma stór og hetjulegur sjógarpur, sem hefir nú fyrir mörgum árum látið lífið við sjómannsstarfið. Nú eru liðin nærri fimmtíu ár síðan þessi atburður gerðist, sem geymzt hefir í minni þeirra, sem þetta M. A. kvartettinn i: syngur í Gamla Bíó fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 7 síðd. BJARNI ÞÓRÐARSON aðstoðar. ii Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- ] J sonar og Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. ÞÉR ættuð að reyna kolin og | koksið frá Kolaverzlnn Sigurðar Ólafssonar. Bankastræti 11. Beztu kolin ÍIA h- í * gátu borið eftir góðum heimild- um. Ég tel viðeigandi að geta þessa atburðar hér, því slíkt ber ekki oft við. Og nú á dögum myndi þeim konum dæmd verð- laun úr hetjusjóði, sem ynnu þessu lík afrek. Eftir fárra ára búskap á Vatnsenda keyptu þau hjón Gullberastaði og bjuggu þar jafnan siðan við nægtir og vel tryggðan bústofn. Snérust flest- ir hlutir þeim til hamingju, meðan þeim entist heilsa og hreysti. Öllum gestum, sem að garði þeirra bar, var koman minnileg á hið góðfræga heim- ili, þar sem húsfreyjan lét engar annir hindra sig frá því að veita gestum sínum viðtal og góðan beina af mikilli rausn. Þá var heimilisprýðin ekki lítið aukin meðan glæsilegar og frumvaxta dætur studdu að því, að gera garðinn frægan, á- samt tveim sonum. Þennan vel gefna barnahóp spöruðu þau hjón ekki að manna sem bezt á ýmsum skólum, eftir því sem getan framast leyfði. Þessi voru börn þeirra hjóna: Elín, kona Jóns Þorbergssonar bónda á Laxamýri, Kristín, kona Þor- steins Kristleifssonar bónda á Gullberastöðum, Ásthildur, kona Böðvars Jónssonar bónda í Brennu, Friðbjörg, var gift Kristj. Halldórssyni úrsmið á Akureyri. Hún dó 1932. Björn lögregluþjónn í Reykjavík, gift- ur Önnu Pétursdóttur Hjalte- sted og Pétur bóndi í Hægindi, býr með unnustu sinni, Helgu Baldvinsdóttur. Þegar börnin dreifðust frá þeim hjónum og aldur færðist yfir þau, létu þau að mestu af búskap, létu mikinn hluta jarð- arinnar í hendur Kristínar dóttur sinnar og manns hennar. Nokkrum árum síðar fékk Sig- ríður heilablóðfall, sem bugaði (Framh. á 4. síöu) fer á föstudagskvöld 10. marz um Vestmannaeyjar beint tilKaupmannahafnar Vinnið ötullega fyrir Tímann. BEIR H. ZOEBA Símar: 1964 og 4017. - Kaup og sala - Ullarofnt og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. 284 Andreas Poltzer: Patricia 281 — Halló, nei, eruð það þér, herra full- trúi! kallaði hann hátt. Hvernig gengur það? Whinstone var ekki seinn til að standa upp og fara að borði Hursts. Og hafi hann kviðið því, að Hurst myndi vera illa við komu hans og taka honum eins og fimmta hjóli á vegni, þá skjátlaðist honum algerlega. — Já, blessaðir komið þér, herra yfir- fulltrúi! kallaði blaðamaðurinn fegins hugar. Sylvía, má ég kynna þér Patrick Whinstone fulltrúa! Hann sneri sér að ungu stúlkunni: — Og þetta er ungfrú Sylvía Oakley, kunnari undir dulnefninu Diana. Hún skrifar í sama blaðið og ég. Ungfrú Oakley stóð upp og rétti Whin- stone granna en sterklega hendina. — Þér verðið að sýna Hurst meðaumk- un, hann var nefnilega í veizlu whisky- bruggaranna! — Það voru skozkir whiskybruggarar! bætti blaðamaðurinn við íbygginn. — Þetta var frumleg fyndni, sagði ung- frú Oakley hæðnislega. Whinstone settist og Hurst spurði: — Jæja, herra umboðsdómari, náið þér bráðum í hann? Whinstone var ekki í vafa um, hvern blaðamaðurinn átti við. Victor Hurst var maðurinn, sem hafði birt greinina um að Alice Rake, sem hún hét réttu nafni, roðnaði. — Svo að þér þekktuð þá röddina. Hafið þér náð í Söru Moore? — Já, ég náði bæði í hana og í Jimmy vin hennar. Því miöur var lítið á þeim að græða. Hvorugt þeirra hafði talað per- sónulega við manninn, sem þau voru í erindum fyrir. Það hafði verið lagt fyrir þau, að afhenda ungfrú Holm í aðra bifreið, skammt frá Kensington Hospital. En vegna snarræðis og athygli yðar, ungfrú Alice, fór sú ráðagerð út um þúf- ur .... Ég mun ekki þurfa að taka fram hver það var, sem gaf skipunina um, að ungfrú Holm skyldi stolið. Það var hann, hinn sameiginlegi fjandmaður okkar beggja. — En hvernig tókst yður að komast að ráðagerðum hans? — Það var ekki ég, sem komst að þeim, heldur Favert .... Whinstone tók fram í: — Hver er hann eiginlega þessi Favert eða Sluice og hvaðan þekkið þér hann? Það fer ekki sem bezt orð af þeim manni. — Ég veit það. Hann var fremur ódæll í æsku og var ekki alitaf laganna megin. En það er orðið langt síðan. Fyrir mörg- um árum fór hann að starfa sem einka- njósnari. Faðir minn notaði hann nokkr- um sinnum, auðvitað ekki opinberlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.