Tíminn - 25.03.1939, Síða 4

Tíminn - 25.03.1939, Síða 4
146 TÍMIM, laugardagiim 25. marz 1939 36. blað ZMZOXj^.1^ Á heimsstyrjaldarárunum mun enginn maður hafa gegnt vandasamara og abyrgðarmeira starfi en Lloyd George. Fyrstu árin vann hann að því að byggja upp vopnaframleiðslu Breta, er var í miklum ólestri, og þrjú seinustu árin var hann forsœtis- ráðherra. Um það er líka yfírleitt ekki deilt lengur, að sigur Bandamanna sé engum einum manni meira að þakka en hon- um. Menn hafa oft undrað sig á því, að Lloyd George skyldi geta leyst jafn mikla vinnu af hönd- um og hann gerði á þessum ár- um, án þess að skemma heilsu sína, bœði likamlega og andlega. En hann hefir haldið fullu fjöri og starfskröftum fram á þennan dag. Ræður hans í þinginu eru enn magnaðar þeim kynngikrafti sem gat honum mestrar aðdáun- ar í gamla daga. Blaðagreinar hans bera enn sömu merkin um þann skarpa skilning og frjóa ímyndunarafl, sem gert hafa hann að einum merlcilegasta og sérstœðasta stjórnmálamanni Breta. Fyrir nokkrum árum lagði am- eriski blaðamaðurinn Webb Mil- ler þá spurningu fyrir hann, hvernig honum hefði tekizt að varðveita heilsu sína og starfs- fjör á styrjaldarárunum. Lloyd George svaraði á þessa leið: „Strax og ég fann veruléga til þreytu, lagði ég mig i stundar- fjórðung eða svo, alveg sama á hvaða tíma dagsins það var. Smámsama^i vandist ég á það, að geta sofnað nœr tafarlaust og ég lagðist fyrir og svaf i 15 —20 mín. Þegar ég vaknaði, fann ég aldrei til þreytu.“ •f* v *1* „Eg held,“ hélt Lloyd George áfram, „að menn geti með nœgi- legri viljafestu, vanið sig á það að sofna hvenœr sem þá lystir. Það er erfitt í byrjun. Það er eins og að þjálfa hest í hindr- unarhlaup. í fyrstu er ekki hægt að koma honum yfir hindranirn- ar, en það lánast með nœgilegri þrautseigju. Eftir að hafa gert nokkrar tilraunir, heppnaðist mér þetta fullkomlega og ég vaknaði eftir 15—20 mínútna svefn sem fullhvíldur maður. Eg hœtti oft þýðingarmiklum störfum í miðjum kliðúm, til að geta fengið mér slíka hvíld. Auk þess fann ég það upp, að maður getur unnið bug á á- hyggjum með söng. Þegar á- hyggjurnar og ófbyrgðartilfinn- ingin ætluðu að koma mér i slœmt skap, hœtti ég venjulega að vinna og söng sálmalög frá Wales i nokkrar mínútur. Eg lét iðulega þýðingarmiklar sendi- nefndir og erlenda erindreka bíða, meðan ég söng, til að geta tekið á móti þeim í góðu skapi. Fyndi ég þess merki, að ég vœri að ofþreytast eða verða eitthvað lasinn, háttaði ég tafarlaust og hélt kyrru fyrir, unz ég fann, að ég var orðinn góður aftur.“ * * * Giftur maður er þolinmóðasta húsdýrið. — Romon Cajal. Menn þreytast aldrei á vond- um konum. — Oscar Wilde. ÚR BÆIVUM Leikfélag Reykjavíkur sýnir gamanleikinn „Húrra krakki“ á morgun kl. 3 og kl. 8 í síðasta sinn. Að fyrri sýningunni verða nokkrir bekkir seldir fyrir börn. Þetta verður síðasta tækifærið til þess að sjá þenn- an bráðskemmtilega leik. M.-A.-kvartettinn syngur í Gamla Bíó á morgun, sunnudaginn 26. þ. m., kl. 3. e. h. í síð- asta sínn og með breyttri söngskrá. Vegna mikillar aðsóknar eru síðustu forvöð að fá aðgöngumiða, en þeir eru seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Bókaverzlun ísafoldar- prentsmiðju. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, séra Sigurjón Þ. Árnason, kl. 2, barnaguðsþjónusta, séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5, séra Bjarni Jónsson. — í fríkirkjunni kl. 2, séra Árni Sigurðsson. — í Laugarnes- skóla kl. 5, séra Garðar Svavarson, kl. 10, barnaguðsþjónusta. — í Skerja- fjarðarskóla kl. 10, barnaguðsþjónusta. í sambandi við grein um smjörsamlög, sem Sveinn Tryggvason mjólkurfræðingur skrifaði nýlega hér í blaðið, skal þess getið, að Búnaðarþingið skoraði á Al- þingi að styrkja slíka starfsemi. Togararnir Gyllir og Belgaum komu í fyrrinótt af ufsaveiðum, Gyllir með 90 smálestir, en Belgaum með um 130 smálestir. Gestir i bænum: Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Jón Hannesson bóndi í Deildartungu, Þorbjörn Pétursson trésmiður á Drag- hálsi í Svínadal. Emkeimileg framkoma. (Framh. af 1. síðu ' borðinu við Mussolini og honum veitt aukin fríðindi. Þá hafa kommúnistablöðin nýlega lokið lofsorði á aðra framkvæmd, sem sýni djörf- ungu Rússastjórnar. Hún hefir kvatt fulltrúa sinn úr hlutleysis- nefndinni, sem átti að hindra vopnaflutningana til Spánar. Rússneska stjórnin hefir sýnt að hún vill ekki lengur taka þátt í slíkum blekkingaleik, sögðu kommúnistablöðin. En þau gleymdu að geta þess um leið, að Rússar kvöddu ekki fulltrúa sinn heim fyr en Franco hafði með aðstoð ítalsks herliðs og þýzkra flugvéla náð allri Kata- loníu á vald sitt. í langri ræðu, sem Stalin flutti nýlega á flokksþingi kommún- ista, réðist hann með mikilli grimmd gegn utanríkismála- stefnu lýðræðisríkjanna, en lét ekkert hnjóðsyrði falla í garð Þýzkalands. Þykir það sýna þess glögg merki, hversu mikinn beig Rússar hafa af Þjóðverjum og að sá ótti valdi hinni óákveðnu afstöðu þeirra. Sömu einkenni hafa komið fram í sambandi við innlimun Tékkoslovakíu í Þýzkaland. Það var ekki fyr en eftir að Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn höfðu sent harðorð mótmæli, að Til þess að njóta velgengni, þarf að hafa kosti, sem eru virt- ir, og ókosti, sem menn óttast. — J. Joubert. Jónas Sveinsson læknir og „prentvillan“. (Framh. af 3. síðu) e. 12 dögum áður) kemst Jónas þannig að orði: .... „Enda er grænmetis- framleiðsla okkar langt of lítil við það sem hún þyrfti að vera, mjólk sú, er almenningur neyt- ir C-bætiefnasnauð ...." (let- urbreyting gerð hér). Hér verður að ætla að prent- villu-leiðréttingu verði tæpast við komið til að samrýma fyrr- nefnd tvenn ummæli. En Jónas á að sjálfsögðu þarna aðrar út- göngudyr, sem eru þær, að lýsa því nú yfir, að hann viti ekki hvað orðið „snauður“ þýðir. En þetta sýnist líka vera einasta opna leiðin fyrir hann út úr ó- göngunum, sem aðgæzluleysi hans, eða aðrir eiginleikar, hafa komið honum í, því ólíklegt verður að telja, að lyf, þó kröft- ugt væri, hjálpi þarna nokkuð. „Vísindamennska" Jónasar Sveinssonar virðist og að vera nokkuð á annan veg, en al- menningur hingað til hefir gert sér hugmynd um, að ætti sér stað hjá öðrum fræðimönnum. Svo sem kunnugt er, var það fyrst í Þjóðviljanum 16. desem- ber síðastliðinn, að Jónas hóf árásir sínar á neyzlumjólk bæj- arbúa. Og svo sem að framan er greint, var það 4. þ. m. að Jónas lét þann „vísdórn" frá sér fara, að mjólk sú, sem almenn- ingur neytti, væri C-bætiefna- snauð. í Morgunblaðinu 16. þ. m. reynir Jónas að skjóta sér undir rannsóknir á 2 sýnishornum, sem Sigurður Pétursson gerla- fræðingur lét gera 13. maí síð- astliðinn, eða fyrir rúmum 10 mánuðum, og þá eftir að kýr, allan þann vetur, höfðu verið fóðraðar á hröktu heyi, því ann- að hey mun varla hafa verið til hér á Suður- og Suðvesturlandi eftir rigningasumarið 1937. Hvað skyldu þeir annars vera margir þessir „við læknar“ og „fleiri læknar“, sem standa að slíkri „vísindamennsku" með Jónasi, eftir því sem ráða má af skrifum hans. Það gæti virzt svo, sem það væri ekki þýðing- arlaust fyrir almenning að fá einhverja vitneskju um hverjir þeir eru, sé þá ekki, hvað þetta snertir, einnig um aðgæzluleysi að ræða hjá Jónasi. f lok greinar sinnar frá 16. þ. rússneska stjórnin lét nokkuð til sín heyra. Bendir ýmislegt í þá átt, að rússneska stjórnin muni treg til þess, að taka þátt í samtökum gegn Þýzkalandi og geri sér jafnvel von um, að Þjóðverjar eftirláti Rússum Ukrainu, ef þeir fái frjálsar hendur í Rú- meníu. Meðal ýmsra erlendra stjórnmálamanna, einkum 1 Englandi, verður sú skoðun líka stöðugt meira og meira áber- andi, að möguleikinn fyrir auk- inni samvinnu Þýzkalands og Sovét-Rússlands sé miklu meiri en flesta grunar. 310 Andreas Poltzer: En meðal annarra orða: Hvað er að frétta af ungfrú Holm? — Hún hefir verið á heimili afa síns síðan í gær. Það fer að líða að lokunum hjá Kingsley lávarði — læknarnir sögðu mér það. Hann virðist skilja sjálfur, að hann eigi skammt eftir ólifað, og hann beiddist þess, að fá að sjá barnabarn sitt. — Ungfrú Holm verður ein af ríkustu Englands þegar hún erfir afa sinn og öll auðæfi Wenks-systkinanna, sem Meller og Duffy voru að reyna að klófesta, sagði sir William og varð mjög undrandi þegar Whinstone fulltrúi greip fram í: — Já .... því miöur! ELLEFTI KAFLI. Það var nokkrum vikum seinna. Whinstone og Hurst blaðamaður sátu saman á ofurlítilli vínstofu í Pall Mall. — Já, herra yfirfulltrúi, þér efnduð orð yðar. Ég var fyrsti blaðamaðurinn, sem fékk að vita um hina einstæðu af- hjúpum Duffy og bófa hans! Það var sannast að segja ótrúlegt fyrirbrigði. Að- alfulltrúi í Scotland Yard lifir tvöföldu lífi og er glæpamaður jafnramt því, sem hann er lögreglumaður. Slíkt heyrir maður annars ekki nema i lögregluskáld- sögum. Hann er hinn ókunni foringi inn- Patricia 311 brotsþjófa, fjárþvingara, ópíumssmygl- ara, meistari í því að dulbúa sig og myrð- ir menn með köldu blóði, þegar því er að skipta! Bófinn Meller-Ortega var auð- sjáanlega myrtur í Old Mans Club — sem var aðal bækistöð Duffys — vegna þess að Meller hefir líklega verið fyrsti mað- urinn, sem af bréfum, er hann hefir stol- ið frá Kingsley lávarði meðan hann var einkaritari hans, hefir komist að þvi, hve æfintýralegan arf Patricia Holm átti í vændum. Móðir mennar var frænka Wenk-systr- anna, sem fyrir nokkrum árum dóu í New York án þess að láta eftir sig börn. Hún var eini erfingi þeirra. Arfleiðsluskrá þessara gömlu, sérvitru kerlinga var þannig orðuð, að eiginmaður erfingjans hafði svo að segja ótakmörkuð umráð yfir arfinum, og á þessu byggði Meller áform sitt. En Duffy, sem með einhverju móti hefir komizt að þessu sama og heyrt um aríinn, varð þrándur í götu fyrir honum — og hann var voldugri. Fyrst stal Duffy skjölum ungfrú Holm, en Meller bætti sér upp þennan ósigur og lét krók koma á móti bragði. En þegar Duffy sá, að áform hans viðvíkjandi fjársjóðn- um á Kokoseyjunum strandaði — upp- drátturinn af eyjunni var týndur og ar- inhilluþjófnaðirnir, sem hann hafði lát- ið John Plane fremja, voru tilgangslausir m„ er Jónas með einhverskonar tilmæli um aðkallandi rann- sóknir á íslenzku mjólkinni. Við því er að sjálfsögðu ekkert nema gott að segja, að mjólkin sé rannsökuð, sérstaklega ef það gæti einnig orðið til þess, að menn, á borð við Jónas Sveins- son, hyrfu þá um leið af því sjónarsviði. Slíkar rannsóknir eiga ekki og mega ekki vera í höndum manna, sem lítið ann- að virðast að hafa þar til brunns að bera en fáfræði eða aðgæzlu- leysi. Sveinbjörn Högnason. “GAMLA BÍÓ'' Sjómaður í landgöngulcyfi Bráðskemmtileg sænsk gamanmynd, með fjörug- um söngvum eftir Jaques Armand. Aðalhlutverkin leika sænski gamanleikar- inn ADOLF JAHR, BIRGIT ROSENGREN og ELEONOR de FLOER. 1NÝJA BÍÓ UPPREISNEV I PESHAWAR (The Drum) Stórfengleg og íburðar- mikil kvikmynd frá United Artists er gerist í Indlandi. Aðalhlutv. leika: Roger Livesey, Valerie Hobson og indverski drengurinn Sabu Öll myndin er tekin í eðli- legum litum. Aukamynd: HÆNSNA RUMBA — Börn fá ekki aðgang. — LEIKFÉLAG REYKJAVÍEVR i>Húrra-krakki!« Gamanleikur í 3 þáttum eftir ARNOLD & BACH. Staðfært af Emil Thoroddsen. Aðalhlutverkið leikur: HARALDUR Á. SIGURÐSSON. Tvær sýningar á morgnn. Kl. 3 og kl. 8. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Niðursnðnverksmiðja. — Kjiignagcrð. Reykhús. — Frystihús. Síðasta sinn. Að f y r r i sýningunni verða nokkrir bekkir seldir fyrir börn. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. — TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Reykjavík. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) milli þeirra og Englendinga, þar sem Englendingar hefðu borið hærra hlut. Hér er í fordæma- lausu ábyrgðarleysi að því stefnt að tefla íslenzku þjóðinni í vanda, sem af getur stafað hætta, meiri og fyrr en nokkurn varir. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síðu) „íslandsviku" i stærstu borgum Þýzka- lands og sýna þar myndir sínar. ■— Mariell Wehrli varð á, ferðum sínum hér gagnhrifin af fegurð landsins og alúð og gestrisni fólksins. Fannst henni svo mikið til um litabrigði lofts og láðs hér á íslandi, að hún taldi að engir staðir aðrir kæmust til jafns við ísland að litafegurð. Ánægjuleg kvöldstund Ég fór í Iðnó á miðvikudags- kvöldið til að sjá íþróttasýningu K. R. Þar sýndu 6 ungir piltar og 12 ungar stúlkur fimi sina og leikni. Var það allt með ágætum. Hjá piltunum kom fram hinn karlmannlegi þróttur, vöðva- stæling og fjaðurmagn, en hjá stúlkunum hin kvenlega mýkt og heillandi fegurð í öllum hreyfingum . Var jafnvægis- valdið hjá þeim afburðagott. Sýning þessi var leikendunum til hins mesta sóma, að ó- gleymdum kennaranum, Bene- dikt Jakobssyni, sem leiddi nem- endurna með markvissu, en þó jafnframt hlédrægri stjórn, þar sem hann gætti þess vandlega að skyggja aldrei á leikfólkið og draga athygli að sér. Það má nú geta nærri að til þess að ná slíku valdi yfir vöðv- um sínum og vilja, sem þarna kom í ljós, þarf mikið á sig að leggja. Slík leikni fæst ekki fyr- irhafnarlaust. Þetta unga fólk hefir heimtað allt af sjálfu sér og í því er sigur þess fólginn. Með sínu eigin viljaþreki hefir það lyft sér á hærra stig and- legs og líkamlegs þroska og gef- ið bjartar vonir um sterka og heilbrigða framtíðar þjóð. Mér er sagt, að þessar ungu stúlkur, sem þarna leystu svo glæsilega af hendi margvíslegar þrekraunir, fari nú á næstu dögum erlendis til að sýna þar leikni sína. Víð þær vil ég segja þetta: Þökk fyrir kvöldið, og heill fylgi ykkur, ungu djörfu íslands dætur. E. Á. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostnr og smjör frá Mjólkurbúl Flóamaima. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. í dag og næstu daga hefir H.f. Raftækjaverk- smiðjan sýningu í sýningarskálanum í Austur- stræti, á RAFHA-eldavélum og rafmagnsofnum. Aðalfnndur í Ferðafélagi íslands verður haldinn að Hótel Borg fimmtudaginn 30. þ. m. kl. 20.15. Fundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Síðan dansað til klukkan eitt. Aðeins félagsmenn hafa rétt til að sitja fundinn. Félagsskírteini gildir sem aðgöngumiði. STJÓRNIN. Flskimjöl til manneldis! Kaupmenn og kaupfélög, gefið viðskiptamönnum yðar kost á að fá hina ljúffengu fiskrétti. — Nákvæmar matarforskriftir fylgja hverjum pakka. — Allar nánari upplýsingar veitir fé- lagið. — Pantanir afgr. hvert á land sem er. H. f. FISKUR Skjaldborg við Tryggvagötu. Reykjavík. — Sími 5472. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörllkili. f heUdsölu hjá Samband ísl.samvinnufélaga Slmi 1686.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.