Tíminn - 28.03.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.03.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjndaginn 28. marz 1939 37. blað Viðræður Hokkanna um Næst samkomulag um ríkísstjórn milli þingsíns í þessari viku? Gire og: IJlster Hvaða ríki stendur á bak við skemmdarverkín í Englandí ? Síðan þing kom saman hafa farið fram viðræður milli þriggja aðalflokka þingsins um myndun sam- eiginlegrar ríkisstjórnar til að koma fram kjarabótum fyrir atvinnuvegina. Mun niðurstaða þeirra viðræðna að öllum líkindum verða kunn í þessari viku. Þegar aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var hald- inn í janúarmánuði síðastliðn- um, var það ákveðið af Fram- sóknarflokksins hálfu, ' að flokkurinn skyldi beita sér fyr- ir því, að þrir aðalflokkar þings- ins mynduðu sameiginlega rík- isstjórn til að koma fram kjara- bótum fyrir atvinnurekstur landsmanna, sérstaklega út- flutningsframleiðsluna, gera ráðstafanir vegna yfirvofandi styrjaldarhættu, undirbúa lausn sjálfstæðismálsins og vernda lýðræði í landinu. Islenzkt bókasafn í Wínnipeg í þingbyrjun flutti Jónas Jónsson frv. um að íslenzkar prentsmiðjur væru skyldar til að senda háskólabókasafninu í Winnipeg eitt eintak af hverri bók, sem þær prentuðu. Fékk frv. þetta góðar undirtektir í þinginu og er nú orðið að lögum. Frv. fylgdi svohljóðandi greinargerð: „Winnipeg er höfuðstaður ís- lendinga í Vesturheimi. Þar eru 5—6 þúsund íslendingar, og í nánd við borgina eru hinar stærstu og söguríkustu íslenzku byggðir vestanhafs. Háskólinn í Winnipeg er nú og hlýtur jafnan að verða merkilegt íslenzkt menntasetur. Eru þar íslenzkir kennarar og íslendingar í stjórn háskólans. Lr nú unnið að því með stórgjöfum og rausn af hálfu íslendinga vestanhafs að safna í sjóð hálfri miljón króna til að standa um allar ókomnar aldir straum af vísindalegri kennslu í íslenzku við þennan háskóla. Aldurhniginn maður í Winni- peg, Arnljótur Ólson, hefir gefið Winnipegsafninu aleigu sína, en það eru 2500 islenzkar bækur í prýðilegu bandi. Arnljótur sá er náskyldur Arnljóti Ólafssyni og sr. Rögnvaldi Péturssyni og kippir í kyn um þjóðrækni. Rektor Winnipeg-háskóla sagði við mig i sumar, að hann legði hina mestu áherzlu á, að kennsla í íslenzku gæti byrjað þar sem fyrst og væri hann í nánu sambandi við áhuga- menn úr báðum íslenzku kirkju- félögunum, sem standa að fjár- söfnun í hinn mikla móður- málssjóð íslendinga í Vestur- heimi. Taldi rektor það ómetan- legan stuðning við málið, ef Al- þingi vildi lögfesta, að allar nýjar bækur frá íslandi kæmu í þetta safn eigi síður en til Kaupmannahafnar. Væri þá réttilega haldið áfram góðu verki Arnljóts Ólsons, sem gaf allt, sem hann átti, til viðhalds og verndar íslenzkri menningu í Ameríku. Þess er vænzt, að frv. þetta verði samþykkt, án þess að ósk- ir um slík hlunnindi til safna á íslandi verði látnar fylgja að þessu sinni.“ , í fyrstu viku þingsins hóf forsætisráðherra umræður um þetta mál við Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, og voru þá þegar af hálfu flokkanna þriggja kosnar nefndir til að ræða sameiginlega um þessi mál. Tóku fjórir menn þátt í umræðunum af hálfu hvers flokks. í samninganefnd Fram- sóknarflokksins áttu sæti Jónas Jónsson, Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Skúli Guð- mundsson, en nöfn samninga- manna hinna flokkanna sér Tíminn ekki ástæðu til að birta að svo komnu. Undanfarin 4—5 ár hefir eins og kunnugt er, átt sér stað stjórnarsamvinna milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, enda þótt Alþýðu- flokkurinn hafi nú um skeið ekki átt fulltrúa í ríkisstjórn- inni. Umxæður hafa því eðli- lega snúizt mjög um það, á hvern hátt yrði fyrir komið þátttöku þriðja flokksins, Sjálfstæðisflokksins, í væntan- legri stjórn. Þegar viðræður milli flokkanna höfðu staðið um þriggja vikna tíma, ritaði Framsóknarflokkurinn Sjálf- stæðisflokknum bxéf 9. marz, þar sem lagður var af Fram- sóknarflokksins hálfu grund- völlur að væntanlegri stjórnar- samvinnu með þátttöku Sjálf- stæðisflokksins. Þessu bréfi svaraði Sjálfstæðisflokkurinn 14. marz. í tilefni þessa svars 'ritaði svo Framsóknarflokkur- inn annað bréf til Sjálfstæðis- flokksins 15. marz. Með bréfi 25. marz tilkynnti svo Sjálfstæðisflokkurinn, að hann myndi ganga til samvinnu við núverandi stjórnarflokka en setti þó fram nokkur ný sjónarmið. Segir dagblaðið Vís- ir svo frá í gær, að þessi ákvörð- un hafi verið tekin með „eins atkvæðis meirahluta í þing- flokknum og með nokkrum meirahluta í flokksxáði". Samkvæmt fréttabréfi frá Karli Helgasyni símstöðvarstjóra á Blöndu- ósi, hefir refarækt og loðdýraeldi færzt mikið í aukana í Austur-Húnavatns- sýslu síðastliðið ár. Fimm refabú voru áður rekin, en fjögur bættust við á árinu, og eru þau því alls níu í sýsl- unni. í sambandi við eitt refabúið, á Blönduósi, er einnig stunduð minka- rækt, og blárefir eru í sumum búanna. í þessum níu refabúum eru samtals um 200 silfurrefir og 40 blárefir. Allmikill markaður hefir myndazt fyrir ærkjöt og hrossakjöt til refafóðurs og sömu- leiðis nokkuð fyrir egg. Afkoma refa- búanna þetta ár mun yfirleitt vera dágóð. r r r Á síðastliðnu ári var lokið við bygg- ingu og uppsetningu kornmyllu, sem var í smíðum á vegum Kaupfélags Húnvetninga á Blönduósi. Tók hún þegar til starfa og hefir hið heima- malaða mjöl selzt vel og eftirspurn farið vaxandi. Þykir fólki yfirleitt all- mikill munur á gæðum þess og erlenda mjölsins. — Einnig lét kaupfélagið koma upp sögunarvél, sem aðallega er ætlaö að saga rekavið, sem félagið kaupir í stórum stíl fyrir viðskipta- ménn sína. r r r Fyrir röskum áratug siðan var lítið byrjað á túnasléttun í Fljótum, og engin teljandi garðrækt átti. sér þar stað, nema á örfáum bæjum. Nú eru flestir bændur búnir að slétta tún þjóðstjórn þríggja aðalflokka Síðan á laugardag hafa svo farið fram all ýtarlegar við- ræður milli flokkanna þriggja um þessi mál. Hefrr enn eigi náðst samkomulag, en eftir því sem Tíminn veit bezt, eru þó taldar nokkrar líkur til, að um- rædd stjórnarsamvinna takist og þá sennilega í þessari viku. Um það verður þó ekkert full- yrt, og hugsanlegt er, að einstök ágreiningsatriði, sem enn eru ekki útkljáð', geti valdið samn- ingsslitum, ef ekki yrði nein til- hliðrun gerð. Ef samkomulag tekst, verður væntanlega myndað fimm manna ráðuneyti, þar sem sæti ættu einn Alþýðuflokksmaður, tveir Framsóknarmenn og tveir Sj álfstæðismenn. NOKKUR ÞINGMÁL Auk þeirra frumvarpa, sem áður hefir verið getið um, hafa eftirtalin frv. verið lögð fram 1 þinginu: Frv. um breytingu á áfengis- lögunum. Er aðalbreytingin sú, að banna megi áfengissölu í kaupstað eða héraði, ef meiri- hluti kjósenda samþykkir það. Flutningsmenn eru Pétur Otte- sen, Bjarni Bjarnason og Finn- ur Jónsson. Frumvarp um lögreglustjóra í Hrísey. Flutningsmenn eru þingmenn Eyfirðinga. Frumvarp um sérstaka dóm- þinghá í Holtahreppi í Skaga- firði. Flutningsmenn eru þing- menn Skagfirðinga. Frumvarp um lyfjafræðinga- skóla íslands. Flutningsmaður Vilmundur Jónsson. Frumvarp um jöfnunarsjóð aflahluta. Flutningsmaður Sig- urður Kristjánsson. Er hér að nokkru leyti um samskonar hugmynd að ræða og áður er fram komin um tryggingarsjóð hlutarútgerðarfélaga i frv. því, sem þrír Framsóknarmenn í neðri deild flytja. sín að mestu leyti og sumir hafa brotið talsvert af nýju landi til ræktunar. Hefir íullur helmingur bænda í sveit- inni umráð yfir sláttuvél, og hefir þeim fjölgað ótt. Garðrækt er einnig stunduð á flestum bæjum, þótt að vísu sé það misjafnlega mikið. Gefst garðræktin vel í góðurn sumrum og var sumarið 1936 t. d. hagfellt að þessu leyti. Var þá kartöfluuppskera allt að tólfföld á sumum bæjum í Fljótum. Margir hafa í hyggju að auka hana til muna og nota jarðhitann, sem þar er á ýmsum stöðum, til þess að ylja upp hina köldu jörð og tryggja árvissa uppskeru garðjurta í framtíðinni. r r r Ólafur Jónsson, framkvæmdarstjóri Alliance, og Guðmundur Markússon, skipstjóri, hafa verið í Englandi og fest þar kaup á togara í stað Hannesar ráðherra, er strandaði í Músarsundi í vetur. Togari þessi er fimm ára gam- all, byggður í ágætri skipasmíðastöð og hið vandaðasta og traustasta skip. Hefir honum verið gefið nafnið Jón Ólafsson og einkennistala hans verður Re. 279. Tíu sjómenn, sem eiga að sigla skipinu hingað, fóru til Englands með togaranum Geir á dögunum, og eru skipverjar því ellefu á togaranum heim. Ólafur Jónsson kom heim með Goðafossi. Hinn nýi togari, Jón Ólafs- son, er væntanlegur liingað til Reykja- víkur á morgun, nokkru eftir hádegi. Hann mun fara á veiðar innan skamms tíma. r r r Enska lögreglan hefir sein- ustu vikurnar átt í höggi við óaldarmenn, sem hafa reynt að sprengja í loft upp ýms þýðing- armikil mannvirki, eins og t. d. rafmagnsstöðvar, vatnsveitur og hergagnasmiðjur. Nokkur slík áform þeirra hafa heppnazt. Það þykir nú fullvíst, aö hinn svonefndi „írski lýðveldisher“, standi á bak við þessi hryðju- verk Hafa allmargir írlendingar, sem grunur hefir fallið á, verið handsamaðir, en samt hefir ekki tekizt að hindra þessa starf- semi til fulls, því þessi illvirki halda enn áfram. „írski lýðveldisherinn“ var stofnaður á þeim árum, þegar fjandskapur var mestur milli Breta og íra. Var það einkum markmið hans að þreyta Bréta til undanlátssemi með sífelldum skemmdarverkum. Ýmsir helztu leiðtogar íra, eins og t. d. de Va- lera, hafa á tímabili verið með- limir þessa félagsskapar. Síðan 1922 hefir írlandi verið skipt í tvö ríki. Stærra ríkið, Eire, hefir notið fullrar sjálf- stjórnar, en verið í konungssam- bandi við England. Minna ríkið, Ulster, hefir að vísu sérstakt þing, en sendir þó jafnframt fulltrúa á enska þingið. Hefir það ekki ósvipaða aðstöðu til Englands og Færeyjar til Dan- merkur. Eire hefir um 3 millj. íbúa, en Ulster 1.3 millj. Þessi skipting írlands var að vísu samþykkt af meirahluta írska þingsins 1922, en sjálfstæð- isflokkur íra var henni mótfall- inn og hefir jafnan haft innlim- un Ulster í írska rikið á stefnu- skrá sinni. Síðan hann kom til valda fyrir nokkrum árurn og foringi hans, de Valera, varð forsætisráðherra, hefir nokkuð hljóðnað um þessa kröfu. De Va- lera hefir þó borið hana fram ööru hvoru, en jafnframt lýst yfir því, að hann vilji koma henni fram með friðsamlegum hætti. Til sannindamerkis um það, hefir hann bannað „írska lýðveldisherinn". Laugaskóla í Reykjadal verður að þessu sinni slitið fyrir páska, en venju- lega hefir honum ekki verið sagt upp fyrr en síðasta vetrardag. Nemendur við skólann voru í vetur 74 alls, og eru þá meðtaldir nemendur smíðadeildar. Skíðakennari, Björgvin Júníusson frá Akureyri, dvaldi um skeið í skólanum við skíðakennslu. Er fyrirhugað, að slik kennsla skuli eiga sér stað fram- vegis og hefir í því skyni verið smíðað allmikið af skíðum á verkstæði skól- ans. Dvalarkostnaður við skólann var svipaður í vetur og að undanförnu, kr. 1.40 á dag fyrir pilta og kr. 1.12 fyrir stúlkur, þar í taldar hreinlætis- vörur. Auk þess 100 króna húsaleiga og kennslugjald. Mikið var neytt af síld. fjallagrösum og nýmjólk í skól- anum, og var til jafnaðar drukkinn hálfur annar lítri af mjólk á mann á hverjurs degi. Ekkert kaffi var notað nema við hátíðleg tækifæri. Heilsufar meðal skólafólksins var ágætt í vetur. Um næstliðna helgi var haldin fjöl- menn skemtisamkoma í skólanum, er fór hið bezta fram. Engin ölvun var og reykingar voru stranglega bannaðar í húsakynnum skólans að venju. r r r Hólar í Hjaltadal hafa, svo sem kunnugt er, blómgazt mjög og eflzt til fornrar virðingar í tíð bændaskólans. Hefir auk reisulegra húsa og ræktunar á ýmsan hátt verið unnið að því að (Framh. á 4. síðu) De Valera Hinir æstari þjóðernissinnar ásaka de Valera því orðið fyrir undanlátssemi við Breta i þessu máli og beina jafnvel mestri gremju sinni gegn honum. Þegar de Valera dvaldi í Englandi fyrir nokkrum dögum síðan, var 'jafn- an haldinn um hann öflugur vörður, því lögreglan óttaðist að írsku ofbeldismennirnir sætu um líf hans. Þótti það í frásögur færandi, hversu Bretar lögðu nú rnikið á sig til að vernda líf þess manns, sem enskir dómstólar höfðu eitt sinn dæmt til lífláts fyrir uppreisnartilraunir og landráð. Þeir, sem þekkja de Valera bezt, telja hann þó manna ólík- legastan til að falla frá kröfunni um innlimun Ulsters, enda þótt hann fordæmi skemmdarstarf „írska lýðveldishersins“. Síðan hann varð forsætisráðherra 1932, hefir honum líka áunnizt svo mikið með friðsamlegum hætti, að það virðist ástæðulaust fyrir hann að reyna ekki að fara þá leið. Honum hefir heppnazt að slíta konungssambandinu við England og gera Eire að lýðveldi. Hann hefir náð hagkvæmu sam- komulagi um ýms gömul ágrein- ingsmál miili landanna. Auk þess vofir styrjaldarhættan yfir og írland veröur þá að treysta á vernd Englands. Hefir de Valera nýlega látið svo um mælt, að vegna legu landsins, hljdu írar að hafa aðalviðskipti sín við Breta á styrjaldartímum og gætu því hæglega búizt við loftárásum á írskar borgir, vegna matvæla- flutninga þaðan. Meðan þannig horfir, er hyggilegra fyrir íra að stofna ekki samvinnunni við Breta, sem heí'ir farið batnandi seinustu árin, i neina tvísýnu. Bretar hafa líka sterka að- stöðu, sökum þess að mikill meirihluti Ulsterbúa æskir þess að vera áfram undir stjórn þeirra. Um % hlutar Ulsterbúa eru mótmælendatrúar og fiestir af enskum ættum. Hafa for- feður þeirra flutzt smásaman til írlands á seinustu öldum, Yfirleitt er þessi hluti íbúanna andvígur sameiningu Ulster og Eire. En þriðjungur íbúanna, sem er kaþólskrar trúar og írskr- ar ættar, vill slíta sambandinu við Bretland. Þessi stóri minni- hluti telur sig líka ýmsum mis- rétti beittan, t. d. í embætta- veitingum. Meðan Ulster heyrir undir ensk yfirráð, eru því litlar líkur til að varanlegur friður og vinátta geti haldizt milli íra og Breta. írskir stjórnmálamenn halda því samt fram, að þeir írar séu rnjög fáir, sem aðhyllist baráttu- aðferð „írska lýðveldishersins", og sá félagsskapur gæti hvorki gert gott eða illt, ef hann ætti ekki öflugri bakhjarl. Innanríkis ráðherra Eire upplýsti nýlega í þinginu, að sterkar líkur væru fyrir því„ að útlent ríki veitti spellvirkjunum í Englandi f'jár- hagslega aðstoð sína. Hann til- greindi ekki, hvaða ríki ætti hér hlut að máli, en þessar upplýs- A víðavatngi Þjóðviljinn skýrir frá því í morgun, að kommúnistar muni flytja á Alþingi mjög mikilsverð frumvörp um viðreisn atvinnu- lífsins. Eru þessar bjargráðatil- lögur nokkuð seint á ferðinni nú, þegar liðnar eru sex vikur af þingi, þar sem ekki er kunnugt um, að höfundarnir haf’i þurft að eiga við aðra en sjálfa sig um smíði þeirra. Eftir því, sem Þjóð- viljanum segist frá, á aðalúr- ræðið að vera það, að setja 15 Uianna ráð, eða „sveit“ yfir alla sjávarútgerð í landinu. Enn- fremur er talað um að gera upp eftir ákvörðun Alþingis skuldug- ustu útgerðarfyrirtækin, sem nú eru. Er höfundunum sennilega ekki kunnugt um, að ráðstafanir hafa þegar verið gerðar í bönk- unum í þessa átt, og að slíkt á ekki að þurfa að koma til kasta Alþingis. * * * Samkvæmt ofannefndu frv. kommúnistanna á þetta 15 manna ráð að veita lán og styrk til margvíslegs verksmiðjurekst- urs, skipakaupa, hverskonar til- rauna o. s. frv. Hinsvegar er þess hvergi getið í frv. hvernig ráðið eigi að afla fjár til þess- ara lána- og styrktarstarfsemi sinnar. En í greinargerðinni seg- ir, að þegar búið sé að gera, upp skuldug útgerðarfyrirtæki „muni auðvelt að fá erlent fjár- magn“! Og á þeirri röksemd byggja kommúnistar allar þess- ar svonefndu viðreisnartillögur sínar! * * * Blaðið Vísir heldur uppi dag- lega rógi og níði um Framsókn- arflokkinn og Alþýðuflokkinn, enda þótt Sj álfstæðismenn hafi samþykkt að ganga til stjórnar- samvinnu við þessa flokka. Lítur helzt út fyrir, að blaðið vinni að því öllum árum, að eyðileggja samstarfsmöguleikana á síðustu stundu. Hitt skal aftur á móti viðurkennt, að framkoma Morg- unblaðsins nú síðustu dagana er allt önnur en Vísis í þessum málum, og virðist því blaði nú vera ljós sú ábyrgð, sem á því hvílir, sem aðalmálgagni eins þeirra flokka, sem að samkomu- lagstilraununum standa. ❖ * 4= Vísir geipar mjög um það í gær, að Framsóknarflokkurinn hafi „svívirt“ og „ofsótt“ alla helztu útgerðarmenn landsins á undanförnum 10 árum og yfir- leitt verið sjávarútveginum fjandsamlegur. Þetta er vitan- lega fjarri öllum sanni. Fram- sóknarflokkurinn hefir jafnan viljað verða sjávarútveginum að því liði sem unnt var, enda er það skylda hvers stjórnmála- flokks við annan höfuðatvinnu- veg þjóðarinnar. Á hitt hefir Framsóknarflokkurinn deilt, þeg ar honum hefir þótt einstakir menn fara öðruvísi með fé út- gerðarinnar en hann taldi rétt vera. En hvað á að segja um þá, sem okrað hafa á nauðsynjum útgerðarinnar og fyrir 15 árum tóku af henni margar milljónir króna með því að hækka gengi krónunnar? Eru slíkir menn hinir einu sönnu vinir útgerðar- innar? * * * Það er mjög útbreiddur mis- skilningur manna á meðal, að ef gengislækkun verði, hækki allar lífsnauðsynjar þegar í stað í verði sem gengislækkuninni nemur. En þetta á ekki við nema um erlendar vörur, og náttúr- lega ekki um þær vörur, sem bú- ið er að flytj a inn og borga, þeg- ar gengið breytist. Væntanlega yrðu sett lög til að hindra hækk- un húsaleigu, og innlendar vör- ur myndu sennilega ekki hækka fyrst um sinn. Það er því engan veginn rétt, að laun manna lækki sem gengislækkuninni nemur. ingar hafa orðið þess valdandi, að Bretar líta orðið miklu alvar- legri augum á þetta mál en þeir gerðu áður. A. KROSSGÖTHM Loðdýrarækt í Austur-Húnavatnssýslu. — Kornmylla og sögunarvél á Blöndu- ósi. — Garðrækt í Fljótum. — Nýr togari. — Laugaskóli. — Hólar í Hjaltadal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.