Tíminn - 05.04.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.04.1939, Blaðsíða 2
162 TÍMEVIV, miðvlkndaginn 5. apríl 1939 41. blað 'gíminn Mi&vihudaginn 5. apríl Baráttan við dýrtíðína Gengislækkun íslenzku kTón- unnar var í fyrradag og fyrri- nótt samþykkt á Alþingi með yfirgnæfandi meirahluta at- kvæða. Af 48 viðstöddum þing- mönnum í báðum deildum greiddu 35 atkvæði með gengis- lækkuninni en aðeins 13 á móti. Það má líka ganga út frá því, að af miklum meirahluta þjóð- arinnar sé það talið réttmætt og eðlilegt að grípa til róttækra ráðstafana til að bjarga út- flutningsframleiðslu landsins frá hruni. Allir viti bornir menn skilja það, að þjóðin getur ekki iifað sem nútímaþjóð án þess að framleiða mikil verðmæti til útflutnings. Sú starfsemi má ekki stöðvast. Það má að vísu halda því fram, að gengislækkun sú, sem nú hefir verið samþykkt, kosti talsverðar fórnir af hálfu mik- ils hluta þjóðarinnar. En þær eru þó alveg hverfandi hjá þeirri miklu og óbærilegu fórn, sem stöðvun útflutningsframleiðsl- unnar að meira eða minna leyti, myndi leggja á allan almenning. Atvinnulausir verkamenn þekkja það nú þegar af eigin reynd, hvað það hefit að þýða, þegar framleiðslan dregst sam- an. Þeir vita að samanborið við atvinnuleysið er gengislækkun- in smámunir einir. Gengisbreytingin, sem nú er gengin í gildi, er í því fólgin, að í stað þess-, að áður voru greidd- ar kr. 22,15 fyrir enskt sterlings- pund (og tilsvarandi fyrir aðrar erlendar myntir) eru nú greidd- ar 27 kr. Þetta svarar sem næst því, að sterlingspundið hækki um 22%, en íslenzka krónan lækki um 18%. En um það, hvaða áhrif gengisbreytingin hefir á verðlagið í landinu, er enn algerlega óvíst. Og þá er einmitt komið að meginatriði þessa máls eins og það horfir nú við. Eitt höfuðverkefni löggjafar- og framkvæmdarvalds í næstu framtíð á einmitt að vera það, að sporna móti því eftir því sem frekast er unnt, að gengislækk- unin verði til þess að auka dýr- tíðina í landinu. Sjálfsagt verð- ur ekki komizt hjá því, að ein- hver verðhækkun eigi sér stað, en hún þarf að verða sem allra minnst. Á því verður að hafa vakandi auga, að einstakir að- ilar noti ekki gengislækkunina, sem átyllu til að ná óeðlilegum hagnaði. Húsaleiguákvæði geng- islaganna eru mikilsverð ráð- stöfun í þá átt. Á það má líka benda, að álagning á sumar er- lendar vörur hefir verið svo há áður, að seljendur þeirra mega vel við því að taka á sig a. m. k. einhvern hluta af gengislækk- uninni. Og fleira má nefna. Það er vissulega sameiginlegt hagsmunamál margra aðila eins og nú er málum komið, að verði hinna erlendu vara verði haldið niðri með fullri einbeitni. Því betur sem það tekst, því meiri verður hagnaður framleiðsl- unnar af gengislækkuninni. Því er þess nú líka að vænta, að allir þeir fulltrúar á Alþingi, sem atkvæði greiddu með geng- islækkuninni, og helzt fleiri, sameinist um, að mynda þjóð- stjórn nú næstu daga. Lækkun gengisins er of þýðingarmikil ráðstöfun til þess, að hagnaður sá, er þjóðfélagið getur af henni haft, verði að engu eða litlu gerður vegna sundrungar og samtakaleysis. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Gengísmálið á Alþíngi Framsöguræða Skúla Guðmundssonar atvínnumálaráðherra Ég vil gera nokkra grein fyrir frv. því á þskj. 119, um gengis- skráningu og ráðstafanir í því sambandi, sem flutt er að til- hlutun ríkisstjórnarinnar af mér, hv. 1. þm. Sunnmýlinga, hv. þm. ísfirðinga og hv. þm. Borgfirðinga. Á undanförnum árum, sér- staklega 1936 og 1937, hafa út- vegsmenn oft gert kröfu til Al- þingis og ríkisstjórnarinnar um stuðning við sjávarútveginn. Þeir hafa fært sem ástæður fyr- ir þessum kröfum verðfall á sjávarafurðum á síðustu árum, samfara markaðshruni og mikl- um tilkostnaði við framleiðsl- una. Get ég 1 þessu sambandi minnzt á bréf sem stjórn Sölu- sambands íslenzkra fiskfram- leiðenda ritaði ríkisstjórninni hinn 1. desember 1937. í bréfi þessu er þeim tilmælum beint til ríkisstjórnarinnar og Alþing- is að gera þær ráðstafanir, sem tiltækilegastar þættu, til þess að forða útgerðinni frá því hruni, sem fyrirsjáanlegt væri framundan, ef haldið yrði á- fram að reka þessa atvinnu- grein ár eftir ár með tapi. Meðal annars fyrir þessar endurteknu óskir útgerðarmanna voru á síð- asta Alþingi samþykkt lög um kosningu 5 manna nefndar til þess að gera athuganir á hag og rekstri togaraútgerðar- innar og gera tillögur um þau mál. Þessi milliþinganefnd var kosin á Alþingi 1938 og hefir starfað síðan. Hefir nú um leið og þetta frumvarp eT lagt fram, verið útbýtt meðal þingmanna skýrslu frá þessari milliþinga- nefnd um þessi efni. Nefndin hefii- aflað sér upplýsinga um afkomu og efnahag togaraút- gerðarinnar á árunum 1933— 1937, að báðum árum meðtöld- um. Einnig um veiðitíma togar- anna, aflamagn, verðmæti aflans og einstaka kostnaðarliði, sem útgerð eru samfara. Ennfremur eru í þessari skýrslu nokkrar upplýsingar um togaraútgerð í nágrannalöndunum. Saman- dregnir reikningar flestra tog- araútgerðarfyrirtækja fylgja með þessari skýrslu. Samkvæmt þessum reikningum hefir tap þessara togara á árunum 1933-— 1937 numið samtals hátt á fjórðu milj. kr., en við þetta er það að athuga, að afskriftir af verði togaranna hafa verið allmiklu minni á þessum árum en eðlilegt verður að teljast og með því að reikna með 20 þús. kr. fyrningargjaldi á hverjum togara á ári, sem milliþinga- Skúli GuðmuncLsson ráðherra. nefndin taldi, að alls ekki mætti áætla lægra, verður tap togara- útgerðarinnar yfir 5 milj. kr. samtals á þessum 5 árum. En til viðbótar má benda á það, að þessi milliþinganefnd fékk ekki upplýsingar eða rekstrarreikn- inga frá öllum togaraútgerðar- fyrirtækjum, og var það aðal- lega vegna eigendaskipta sem orðið hafa á þessu árabili, en vitað er að margir þeirra tog- ara, sem enga reikninga hafa sent, hafa verið reknir með miklu tapi á árunum 1933— 1937. í árslok 1937 var efnahag- ur togaraútgerðarfyrirtækjanna þannig, ef þau eru tekin sem heiid, að þau vantaði um 2 miljónir króna til þess að eiga fyrir skuldum. En vitað er, að hagur þeirra hefir versnað til muna síðan. Það er vitanlegt, að árið 1938 var togaraútgerðin yf- irleitt rekin með miklu tapi, og einnig það sem af er þessu ári, og er því efnahagur útgerðar- arinnar miklu verri nú en hann var í árslok 1937. Ástæðurnar fyrir þessum töpum eru vitan- lega margar og mismunandi hjá hinum einstöku fyrirtækjum. Vafalaust mætti koma við meiri hagsýni og sparnaði í rekstri sumra skipanna, en höfuðor- sakirnar til hinnar slæmu af- komu togaraútgerðarinnar yf- irleitt tel ég vera aflaleysi und- anfarinna ára og lágt verð á sjávarafurðum, miðað við þann kostnað, sem togaraútgerð er samfara. Einnig má benda á það, að íslenzku botnvörpung- arnir eru yfirleitt orðin gömul skip, meðalaldur þeirra um síð- ustu áramót var 18 ár, og við- haldskostnaður á svo gömlum skipum hlýtur að vera mikill. Vegna þess hve efnahagur þess- arar atvinnugreinar er orðinn þröngur, hvílir mjög mikill vaxtaþungi á mörgum togara- fyrirtækjum. A. m. k. í aflaleys- isárum eru togarar að ýmsu leyti óhentugri veiðitæki en smærri skip. Þetta á þó einkum við um síldveiðar, þar sem stórum erf- iðara er að láta rekstur togar- anna bera sig á þeim veiðum en smærri skipa. En þrátt fyrir það, þótt togararnir séu yfirleitt orðnir gamlir og ekki sem heppilegastir, verður ekki hjá því komizt, eins og nú hagar til í okkar þjóðfélagi, að nota þessi veiðitæki meðan þess er kostur, og þess vegna verður að gera ráðstafanir tilþess að rekst- ur þeirra stöðvist ekki. Skýrslu nefndarinnar fylgir áætlun, sem tveir af nefndarmönnum gerðu í nóv. síðastliðnum um rekstur togara yfir árið. Er þar gert ráð fyrir að togarinn sé 150 þús. kr. virði, og reiknaðir vextir af þeirri upphæð. Einnig gert ráð fyrir 20 þús. kr. á ári í fyrning- argjald. Áætlunin sýnir um 30 þúsund króna reksturshalla yfir árið. Vil ég í þessu sam- bandi geta þess, að nefndin í heild sinni stendur ekki að þessari áætlun, og ég veit að einn nefndarmanna telur að hallinn á rekstri togaranna sé hér of lágt áætlaður. Til viðbótar því, sem hér hefir verið sagt um hag togara- útgerðarinnar, má benda á, að hagur vélbátaútvegsins er víð- ast þröngur. Sá útvegur er þó nokkru betur settur en togara- útgerðin, þar sem skipin eru yf- irleitt yngri og því ekki eins dýr í rekstri. Vélbátaeigendur hafa nýlega fengið skuldaskil fyrir atbeina hins opinbera, en margir þeirra munu hafa safnað skuld- um síðan. Og um línuveiðagufu- skipin er vitað að hagur þeirra er enn verri en vélbátanna. Af því sem hér hefir verið tek- ið fram, má öllum vera Ijóst, að óhjákvæmilegt er að gera ráðstafanir til stuðnings út- gerðinni, til viðbótar því sem gert hefir verið á síðustu þing- um, svo' sem með afléttingu út- flutningsgjalds á saltfiski, tolla af kolum og salti og ýmsum fleiri ráðstöfunum. Útvegurinn þarf að geta borið sig í meðal árferði, ef allrar hagsýni og sparnaðar er gætt í rekstrinum, og þarf að gera ráðstafanir til þess. Það stefnir til ófarsældar, ef annar aðalatvinnuvegur þjóðar- innra, og sá sem mest skapar af útflutningsverðmæti, er rek- inn með tapi ár eftir ár. Það hlýtur smám saman að valda stöðvun í þessari atvinnugrein, því að fjármagnið leitar til ann- ara viðfangsefna, þar sem arðs- von er meiri, og hlýtur það að orsaka atvinnuleysi hjá þeim, sem starfað hafa við sjávarút- veginn. í frv. er lagt til að gerð verði breyting á verðskráningu ís- lenzku krónunnar, til hagsbóta fyrir útflytjendur. Er lagt til að sterlingspundið verði hér eftir skráð á 27 kr., og önnur erlend mynt í samræmi við það. Þess skal getið, að nokkuð hefir verið rætt um aðrar leiðir en gengisbreytingu til stuðnings framleiðslunni. Fordæmi má finna hjá öðrum þjóðum um að útflutningsverðlaun hafi verið greidd fyrir einstakar vöruteg- undir. Ef sú leið væri farin hér, þyrfti vitanlega að ná fé til þess með nýjum álögum. Beinir skattar eru þegar orðnir háir hér á landi, og munu vera hærri hér en í nágrannalöndunum. Það hefði því ekki verið hægt að ná miklu fé til greiðslu útflutn- ingsverðlauna öðruvísi en með sköttum og tollum, sem hefðu fyrst og fremst lent á þeim sömu aðilum, sem gengisbreytingin snertir. En benda má á það, að sú leið hlyti að verða mjög erf- ið í framkvæmd. Það hefði orð- ið örðugt að ná inn nýjum sköttum og tollum í þessu skyni, og mjög vandasamt að finna reglur fyrir úthlutun á því fé milli útvegsmanna. Breyting á verðgildi íslenzku krónunnar er fyrst og fremst gerð vegna framleiðslunnar í landinu, til að örfa atvinnulífið og auka útflutninginn. Þegar velja átti leiðir til stuðnings út- gerðinni, kom að sjálfsögðu til álita, til viðbótar því sem ég þegar hefi nefnt, hvaða leið væri hagstæðust fyrir gjaldeyr- isverzlunina, sem eins og vitað er, hefir verið örðug að undan- förnu. Eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri hefir undanfarið verið meiri en framboðið. Gengi ís- lenzku krónunnar hefði því vafalaust verið lægra að undan- förnu, ef því liefði ekki verið haldið föstu með einkasölu bankanna. Þá ráðstöfun, sem hér er lagt til að verði gerð, má því meðfram skoða sem viðurkenn- ingu á því, að verð á erlendum gjaldeyri hafi verið lægra hér á siðustu tímum, heldur en orð- ið hefði, ef gjaldeyrisverzlunin hefði verið frjáls. Það er vitanlega æskilegt að gengisbreytingar verði sem minnstar og sjaldgæfastar. En það raskar því ekki, að það get- ur verið mjög örðugt að halda uppi til lengdar gengisskrán- ingu, sem er mjög fjarri því sem yrði ef gjaldeyrisverzlunin væri frj áls. í frumvarpinu er ákvæði um skipun nefndar, sem hafi það hlutverk að gera yfirlit um framfærslukostnað í Reykjavík fyrir og eftir gildistöku lag- anna, eftir sérstökum reglum, sem um það verða settar. Komi í ljós, að hækkun á framfærslu- kostnaði nemi meira en 5%, skal kaup verkafólks og sjó- manna hækka sem nemur helm- ingi þeirrar hækkunar á fram- færslukostnaði, sem orðið hefir ef hún nemur ekki yfir 10%, en um % af því sem hækkunin nemur yfir 10%. Kemur þessi kauphækkun til framkvæmda 1. júlí n. k. og aftur 1. ján. 1940, og á hún einnig að ná til lágt launaðra fjölskyldumanna, þó að þeir hafi fasta atvinnu, ef laun þeirra nema undir 300 kr. á mánuði eða 3600 kr. yfir árið, og tilsvarandi lægra annars- staðar á landinu. Að öðru leyti skal kaup þessara stétta, og allra sem eru hærra launaðir, ekki hækka um 1 árs skeið, eða til 1. apríl 1940. Þótti réttmætt á þennan hátt að mæta gengisbreytingunni að nokkru með kauphækkun að því er þá snertir, er hafa óstöðuga atvinnu, eða mjög lágt launaða, þó að hærra launaðir menn, og einhleypt fólk, sem hefir fasta atvinnu, fái ekki hækkað kaup. Þeir síðarnefndu hafa á allan hátt betri ástæður og meira ör- yggi um afkomuna heldur en daglaunamenn og sjómenn, sem hafa haft mjög stopula atvinnu að undanförnu, vegna erfiðleika framleiðslunnar. Hinsvegar þyk- ir ekki ástæða til að mæta að fullu með beinni kauphækkun þeirri hækkun á framfærslu- kostnaði, sem kann að verða, þar sem gera má ráð fyrir, að atvinna aukist til muna við þær ráðstafanir sem lagt er til í frv. þessu að gerðar verði til að tryggja atvinnureksturinn og auka hann. Má því vænta þess, að tekjur þeirra, sem vinna að framleiðslunni, verði meiri eftir en áður og afkoma þeirra batni, þrátt fyrir þá hækkun, sem kann að verða á framfærslu- kostnaðinum. Þá er í frv. ákvæði sem tryggja það, að sjómenn geti orðið að- njótandi þeirrar verðhækkunar á sjávarafurðum, sem leiða mun af verðbreytingu peninganna. Eru það fyrirmælin um að út- gerðarfyrirtækjum sé skylt að ráða sjómenn gegn aflahlut, í stað fastákveðins kaupgjalds, ef þeir óska þess. Kostir hlutarútgerðarfyrir- komulags eru margir að mínu á- liti. Eykur það áhuga allra sem að útgerð vinna. — Þeir bera úr býtum eftir því sem framleiðsl- an gefur, og það er réttlátasta fyrirkomulagið. (Framh. á 4. síðu) Sigfús Halldórs frá Höfnum: Þjóðræknísiélag Íslendínga í Vesturheímí - 20 ára starí í vikunni, sem leið, var Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vest- urheimi 20 ára; það var stofnað 25. marz 1919. — Þjóðræknisstarfsemi íslend- inga í Ameríku má heita jafn- gömul veru þeirra í þeirri heims- álfu, enda munu engir inn- flytjendur hafa áskilið sér þar slík réttindi, sem íslenzku braut- ryðjendurnir. Hitt er annað mál, að þar var víða litið niður á þá í fyrstu, því að heimamenn kunnu flestir engin skil á þeim, hvort þeir væru Eskimóar eða annarra fákunnandi þjóða. Var svo stundum, að íslenzkir for- eldrar skirrðust við að senda börn sín í skóla, vegna aðkasts- ins, sem þau mættu þar. Þetta stóð þó ekki lengi. í eld metnaðs þeirra var skarað frá tveimur hliðum, annars vegar af yfirlæti landsmanna en hins vegar af hvötinni til þess að réttlæta vesturförina í augum þeirra heima á íslandi, sem höfðu ann- aðhvort ýtt þeim vestur eða sýnt þeim andúð fyrir tiltækið. Rétt- lætingin var auðveldust með því að láta raun sanna, að tækifærið skapar manninn. Heimagerða íslenzka alþýðu- menntunin lagði líka traustasta grundvöllinn undir viðbragðs- harða íspyrnu af stað í kapp- hlaupið, og metnaður foreldra og barna gæddi þau þoli til þess að lina ekki á sprettinum fyrr en marki var náð á undan hin- um. Út á við unnu þeir hvern sigurinn á fætur öðrum, á heimamönnum jafnt sem öðrum aðkomumönnum, á íþróttavöll- unum og við prófborðin, en inn á við sköpuðu þeir sér heit- ara, auðugra og fjörharðara félagslíf en nokkur annar þjóð- flokkur, í stjórnmálum, trú- málum og bókmenntum, og þetta félagslíf varð þeim í senn brynja og sverð, sem skýldi þeim fyrir áblæstri heimamanna og vann virðingu þeirra. En að vísu stafaði hiti og fjölbreytni þetta félagslíf varð þeim í senn leyti frá eyðandi öflum: megnu sundurlyndi og flokkadráttum innbyrðis, sem torveldaði, því meira sem lengur leið, alla markvissa samvinnu og þá líka um þjóðræknismálin, sem þó voru langflestum hjartfólgnust. Hér heima breyttist ekkert til batnaðar; bein andúð hafði ef til vill rénað, en fálætið þá orð- ið því meira. Svo skall á ófriðurinn mikli, og A.meríka formyrkvaðist eins og Évrópa. í þeirri allsherjar- sefjun, sem ætíð fylgir svipuðum ósköpum, áttu menn erfitt með að viðurkenna önnur þjóðrækn- ismál en brezk. Þetta var að vonum; angist og sársauki allra þeirra manna og kvenna, sem hiklaust fórnuðu Bretlandi mönnum, bræðrum, sonum; öllu, sem dýrast var, í trú á málstað þess, hlaut að leita sér útrásar í tortryggni gegn öllu ,,erlendu“, öllu, sem á einhvern hátt mátti væna um að vildi aðra guði hafa, öðrum löndum hollustu sýna. Af þessu færðist deyfð yf- ir alla þjóðræknisstarfsemi á ó- friðarárunum. Og þegar ófriðn- um var lokið, en andúðin í garð „útlendinganna" sýndi ó- tvíræð lífsmerki á sér hvað eft- ir annað, þótt í litlu væri stund- um, þá þótti þeim, sem íslenzku þjóðerni unnu, tími kominn til að hefjast handa ef ekki ætti að láta kasta rekunum á sál- ina í sér, og Þjóðræknisfélagið var stofnað. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst þessi samkvæmt þrem fyrstu lagagreinunum: 1) Að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar megi verða sem beztir borgarar í er- lendu þjóðlífi. 2) Að styðja og styrkja ís- lenzka tungu og bókvisi í Vest- urheimi. 3) Að efla samúð og samvinnu milli íslendinga austan hafs og vestan. í fyrstu greininni kemur fram tillitssöm varfærni gagnvart næmum tilfinningum frá ófrið- arárunum. Það virðist annars svo sjálfsagt, að menn vilji verða sem beztir borgarar hvar sem þeir ætla sér framtíð. Og í fyrsta hefti „Tímaritsins", sem er ársrit Þjóðræknisfélagsins, er það vandlega skilgreint af rit- stjóranum, dr. Rögnvaldi Pét- urssyni og sr. Guttormi Gutt- ormssyni, en þeir voru þá þjón- andi prestar í andstæðum kirkjufélögum Vestur-íslend- inga, hvernig þessa fyrstu máls- grein beri að skilja. „Það er ekki nóg að vera löghlýðinn, semja sig eftir lifnaðarháttum .... þjóðar eða staðháttum .... lands, heldur þarf líka að taka sem mestum vitsmunalegum og andlegum þroska........ Fyrsta sporið í áttina til þess að geta tekið þessum framförum, er að rannsaka og þekkja sjálfan sig. .... En sá fær aldrei fullkom- lega þekkt sjálfan sig, er eigi skilur eða þekkir neitt til sögu þeirrar þjóðar, sem hann er kominn af“. í þessum skilningi á hinu mikilvæga fyrsta boðorði Þjóð- ræknisfélagsins, eru þeir eitt, þessir tveir merkisprestar tveggja kirkjufélaga, sem þá voru æði andstæð. Þarna var loksins mál, sem allir Vestur íslendingar áttu að geta sam- einazt um. Þó varð nokkuð löng bið á því, að allir gætu samein- azt, til þess voru enn of sterk á- hrifin frá hörðum innbyrðis á- tökum og frá ófriðnum mikla. En margir af beztu mönnum beggja kirkjudeilda skipuðu sér þegar um félagið, og boðorðin þrjú, sem stofnendur þess settu sér, hafa þeir haldið við með ó- trúlegri þrautseigju, og mig langar til þess að taka snöggv- ast fram til yfirlits nokkur sýn- ishorn frá baráttu þeirra fyrir málefnum sinum. — íslenzkukennslan. Á fyrsta ársþingi félagsins var samþykkt að berjast fyrir stofnun kennaraembættis í ís- lenzkum og norrænum fræðum við Manitobaháskóla og hafði þá Skúli prófessor Johnson afrek- að því að fá háskólaráðið til þess að lofa því að taka upp ís- lenzka tungu og bókmenntir á kennsluskrá, að fenginni al- mennri yfirlýsingu frá íslend- ingum vestanhafs, að þeir væru þessu hlynntir. Kom síðar fram tillaga umað safna $100.000 til þess að standa straum af þessu kennaraembætti, og var þá ekki laust við að okkur sundlaði, sem þá vorum í stjórn, ekki síður en landshöfðingjann forðum yfir miljóninni. En nú sundlar engan, því að hág- skyggn augu og raunhæft vit munu nú vera á góðri leið að framkvæma þetta. — Þá hefir félaginu tekizt, að fá kennslu- leyfi í íslenzku í barnaskólum og miðskólum (gagnfræðaskól- um) Manitobafylkis, þar sem tiltekinn fjöldi óskar þess, og er íslenzkunni þarna raunverulega skipað á æðri bekk en öðrum er- lendum málum. — Börn og ung- linga aðstoðar félagið við ís- lenzkunám, hvar sem til næst, brýnir foreldra að tala íslenzku við börnin og kemur íslenzkum Winnipegbörnum í sumardvöl á sveitaheimili, þar sem eingöngu er töluð við þau íslenzka. Hefir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.